Heimskringla - 07.01.1931, Page 4

Heimskringla - 07.01.1931, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 7. JANírAR, 1931 Hetmskringla (StofnuO 1886) \ Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. SS3 og 865 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Utanáskrift til hlaOsin>: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til riistfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. ‘‘Helmskringla'’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'ngent Avenue, f Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 7. JANÚAR, 1931 Árið liðna Útdráttur úr ræðu, á gamlárskvöld Árið er liðið, þetta margumrædda ár 1930. Of snemmt er að gera nokkrar á- ætlanir um gildi þess fyrir framtíðina. En áreiðanlega er það í huga og á tilfinningu manna, hvar sem þeir búa, að það hafi verið eitthvert örlagaríkasta árið, sem upp hefir runnið af djúpi tímans. Þeir at- burðir hafa gerst, þær hreyfingar vaknað, er til sín munu segja um langan aldur. Oss, sem búum hér í hinum nýja heimi, inni í miðri meginálfu þessari, hafa at- burðir þessir ef til vill ekki snert á sama hátt og þá, sem dvelja í ríkjum og lönd- um hins eldra heims; og þó munu áhrif þeirra hafa náð til vor flestra. Að minnsta kosti hafa þau áhrifin, er snerta hvers- dagsláfið, orðið mörgum tilfinnanleg og jafnvel varpað móðu og mökkva fram á vegamót framtíðarinnar. Þau hafa feng- ið mönnum alvarleg og ervið umhugsun- arefni. Iðnaður og atvinnubrögð manna hafa snögglega breyzt. Afurðir jarðar hafa misst svo að segja á augabragði allt verðmæti, erviðið farið á mis við launin, svo að þúsundir manna standa uppi at- vinnulausir, bjargþrota og ráðþrota. Þessi snöggva bylting snertir oss, — hún snertir fólk hvarvetna yfir alla jörð- ina. Engir virðast fyllilega skilja, hvern- ig á henni stendur. Skýringarnar rísa hver upp á móti annari. Allir finna að þetta ásigkomulag hefir ekki orsakast af sjálfu sér, heldur er einhverju um að kenna innan mannfélagsins sjálfs. Hvað það er, hafa menn ekki komið auga á, en margt er það í fari mannfélagsstofnanna, sem vekur illan grun á sér og líklegt að verði rannsakað. Böl þetta er ólíkt öllum þeim erviðleik- um, er fyrir hafa komið áður. Það er al- mennara; það nær, svo að segja, til allra stétta mannfélagsins, og vekur ekki minni umhugsun meðal þeirra, sem hærra erun settir, en hinna. Þetta er hallæri, en ólíkt öllum öðrum hallærum, er sögur fara af. Það er hallæri með fullar korn- hlöður, feit alidýr, hagstæða veðráttu, framleiðslumöguleika þúsundfaldaða, vís- indalega þekkingu á lífinu margsinnis meiri en verið hefir, og ákveðna sjón á því, sem aukið getur farsæld mannanna, og fengist fyrirhafnarlítið, ef viljinn er ein lægur. öll þau hallæri, er yfir jörðina hafa gengið, hafa stafað af því, að mögru kýrnar hafa upp etið hinar feitu, að jörð- in hefir brugðist, veðrátta brugðist, sjór- inn brugðist, drepsóttir og eldgos hafa geysað og orka og framsýni mannanna verið lömuð í baráttunni fyrir tilverunni. Engu slíku er nú um að kenna. En ein- mitt fyrir þá skuld, hvað vandræði þessi, sem hið liðna ár hefir leitt yfir jörðina, eru ólík þeim, sem mannkyninu hafa áð- ur mætt, er eigi óhugsandi, að í þeim fel- ist gæði, efni til sannari vellíðunar, en menn hafa áður þekkt, svo að áfelli þetta eigi eftir að verða til stærri blessunar, en menn almennt renna grun í; eigi eftir að verða aðal hvatamálið að því, að hreinsað verði til í þjóðfélaginu, svo að tímamótum valdi í sögu stjórnmála, trúarbragða, svo að þegar fram líða aldir, verði þessa sögu- ríka gamla árs minnst sem fæðingarárs nýs tíma, nýrra mannlegra gæða. Það er ekki óhugsandi, að þess verði getið sem ársins, er þrengdi mönnum, ekki ein- göngu til þess að gera upp reikningsskap við sjálfa sig, hégómaskap sinn, hirðu- leysi, heimtufrekju, eyðslusemi, óhagsýni og virðingar- og vitsmunaskort sinn, held- ur og líka ársins, sem þrýsti þeim til þess að gera upp sakir við þær kenningar og stefnur, er þeir hafa stutt og fylgt hugs- unarlaust í flestum málum árum saman. Það getur vel farið svo, að það verði sjálf ur dagurinn, sem þúsund árin öll ganga upp í, — Nýársdagur nýrrar og glæsilegr- ar mannvitsaldar, sem skuggar hindur- vitanna skyggja minna á en hinn dimma dal, er vegferð mannkynsins hefir legið um á undanförnum tímum. Það er ekki óhugsandi að erfiðleikar þessara yfirstand andi tíma, séu því í sjálfu sér minna böl en margur heldur. Er margt, sem til þess bendir, þó eigi verði frekar vikið að því hér.------ Þá er og ýmissa sérstakra atburða að minnast frá þessu liðna ári, er eftir eiga að bera stórfellda þýðingu. Vér getum eigi talið þá upp sem stendur. Þýðing þeirra er enn ekki komin fyllilega í ljós. Þó er einn öðrum meiri, sem ólíklegur er til að fyrnast muni hugum manna fyrst um sinn. En það er sigur sá, er indverska þjóðin virðist hafa unnið við árslokin á ofbeldis- og kúgunaranda kaupmennsk- unnar brezku, er haldið hefir landinu í læðing um langan tíma. Því var ekki spáð fyrir fáum árum síðan, að indverska þjóðin myndi bera gæfu til að sameinast um réttarkröfur sínar, né að hún myndi geta kveðið niður á þessum mannsaldri öfundar- og óvildaranda þann, er sprottið hafði þar upp á milli hinna sundurleitu trúarbragðaflokka, svo að fulltrúar þeirra gætu tekið höndum saman og í bróðerni starfað að almennum hag þjóðarinnar. En þetta hefir Lundúnafundurinn leitt í Ijós. Það var álitið, að þetta mundi taka langan tíma, og sumir stjórnmálamenn jafnvel trúðu því, að móti þessu mætti sporna um aldur og æfi, ef réttilega væri að farið, ef nógu dyggilega væri alið á tortryggninni og blásið að ófriðareldin- um. Þetta hefir farið á annan veg. Á þessu nýja ári má ætla, að þjóðin taki við sjálfsforræði sínu, og mannréttindum vaxi orka og ásmegin. Ríki framfaranna hefir fært út landamærin yfir eitt frjó- samasta, fegursta og elzta menningarland jarðarinnar. Ýmsir merkisatburðir hafa gerst hjá þjóðum, sem vér stöndum nær að ætt og uppruna. Árið hefir verið gjöfult og far- sælt, þrátt fyrir ógöngurnar, sem þjóð- félögin hafa ratað í. Það er stundum sem ófarir valdi aldaskiftum. Meiri sann- indi eru fólgin í kenningunni fornu en margur hyggur, að leiðin til fyrirheitna landsins liggur yfir eyðimörk. Leiðin tíl þroska og frama er óruddur vegur. Land- nám öll eru ávalt numin úr auðn. “Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla’, eru sjónarhæðirnar beztar. ógöngur eru ekki einstætt eða óskift böl. Allir þessir atburðir hafa veitt dögun- um innihald og litbrigði, ef svo mætti að orði komast, hafa flutt hið fjölbreytta morgun og kvöldskin niður á jörðina. ( Að öðru leyti hafa þeir flestir farið fram hjá oss, og öllum þorra manna, sem ósam- stæðir ómar, sem vindgnýr eða vatna- þytur. Það má með sanni segja, að fátt beri svo við nú á tímum, að ekki snerti það alla mannkynsheildina, varði það nokkru og komi það nokkrum við. Þó er þessu sumu svo varið, að fremur kemur það ein- um við en öðrum, einni þjóðinni en ann- ari. Ef vér íslendingar höfum sjálfa oss í huga, sem sérstaka þjóð, þá er það eink- um einn atburður á hinu liðna ári, sem snertir oss að mun meira og dýpra en aðrar þjóðir, en það er þúsund ára minn- ingarhatið Alþingis. Hins liðna árs væri ógetið, ef vér gleymdum að minnast þess atburðar, sem að öllu samanlögðu á glæsi- legustu söguna í æfi þjóðarinnar. Ríkið íslenzka, er í öndverðu var reist “ein- göngu á lögum en engri stjórn,’’ eins og fræðimaðurinn skozki prófessor Ker komst að orði, varð þúsund ára á miðju síðastliðnu sumri, og þjóðin minntist þess með veizluhaldi, fagnaði og útlendu gesta- boði. Það sem mestu skifti, hátíðin varð henni til sóma. Hvarvetna frá bárust henni árnaðaróskir. Hún færðist nær ná- búaþjóðunum. Þeim gafst öllum tækifæri a að kynnast henni, skoða auðæfi hennar og efnaleysi, er hvorttveggja eru af öðru tæi en annara þjóða. Þeim gafst tækifæri á að velta fyrir sér að nýju hinni torráðnu gátu: hverjar í raun og veru eru smá- þjóðir? Tilefni hátíðarinnar var oss, börnum þjóðarinnar, hin eiginlega hátíð. Vér hefðum gjarnan kosið, að þúsund árin hefðu öll getað gengið upp í hátíðisdagana þrjá, en það var til of mikils mælst og of mikils ætlast. Slíkt gerist ekki nema þá sjaldan, er svo ber við, að, að snerting- in við aldatuga-mótin verður svo náin, að hún kveikir eld og varpar Ijósi yfir hring- brautina, svo að horfnir viðburðir, horfið mannlíf, rís sem lifandi upp úr hinu mikla gleymsku- og grafardjúpi, sem þagnar- klettur aldanna hvílir yfir.-------- Árið er liðið. Vér mælum tímann og þó verður hann ekki mældur. Vér stik- um hann í sundur í ár og aldir, og þó er hann óslitin eilífð. Mæling þessi er oss gagnleg, hún eflir skilninginn, skerpir meðvitundina og styrkir minnið Ef hugs- unin eigi greindi tímann í sundur, flyti hún með honum eins og strá með straumi. í forntrú Grikkja getur elfu þeirrar í undirheimum, er Leþe nefnist, en forfeð- ur vorir kölluðu Ölþur. Það er óminnis-í elfa dánarheimsins. Hver sem af henni drekkur, mdnnist einskis framar. Elfa þessi hnígur áfram í kyrrum en þungum straumi milli grænna og grasi bakka. Hún táknar hinn endalausa og ó- takmarkaða tíma, er engri skiftingu lýt- ur. Samhliða óminniselfunni fellur ann- að fljót. Hver sem af því drekkur, minn- ist alls þess, sem á daginn hefir drifið. Af þeirri elfu bergir lífið. Það er tíminn í mannheimum. Árið liðna hefir ausið af þeim brunni, fyllt bikarinn úr honum, sem það hefir rétt að vegfarendunum. Yf- ir því ber að fagna. Það hefir eflt en ekki deyft minnið, styrkt en ekki veikt skiln- inginn. R. P. Helztu viðburðir ársins 1930. Það verður ekki neitt sagt um það hér, hvort að ítalska prinsessan skældi eða hló á giftingardaginn sinn í sumar, þó að blöðin gerðu talsverða frétt úr því. Oss má það eflaust flestum í léttu rúmi liggja. Og svo er komið sem komið er með það. Hitt er tilgangurinn að drepa á helztu við burði ársins, og reyna í stuttu máli að gera sér einhverja grein fyrir orsökum þeirra og afleiðingum, ef hægt er. * * * Það efast enginn um það, að árið 1930 hafi yfirleitt verið erfiðleikaár. Viðskifta- kreppa og atvinnuleysi hafa verið vágest- ir um allan heim. Menn hafa reynt að gera sér sem Ijósasta grein fyrir ástæðun- um fyrir þessu hvorutveggja. En ein- hvern veginn hefir þeim, er maður gat helzt biiist við að væru læknar þessara þjóðfélagsmeina, hvorki tekist að gera heiminum skiljanlegar orsakir þeirra né lækningaaðferðina. Afleiðingin af því er sú, að enginn, að örfáum þjóðmegunar- fræðingum ef til vill undanskildum, get- ur nokkra skynsamlega grein gert sér fyr- ir ástandinu. Og eina úrræðið hefir verið, að reyna, eftir því, sem kostur var á, að halda í horfimi, í óljósri von um, að á einhvern óskiljanlegan, ef ekki á neinn' annan hátt, rættist með tíð og tíma fram úr vandræðunum. Aðal orsök þessa núverandi ástands, var stríðið mikla. Að því loknu voru þjóð ar af því að þá stundina er kaupgetan svo miklu minni en markaðsverðið, sem verðfalli vörunnar nemur. Að synda fyrir sker verð- hruns og markaðsleysis, er ekki hægt nema með því að koma betra skipulagi á framleiðsluna og koma í veg fyrir alla hluta- vieltu (speculation). Með lán- um má að vísu fresta hruninu, en lánstraustið rekur einnig í strand, þegar undirstöðu gjald- miðilinn þrýtur, sem er gull. Nú er allt að því helmingur alls gullforða heimsins, eða um fjór ar og hálf biljón dala, kominn í hendur einnar þjóðar, Banda- ríkjaþjóðarinnar. Má af því vaxlnna ráða ag kaupgeta annara þjóða. heimsins sé ekki eins mikil og eðlilega mætti búast við, eins og einnig er fram komið í við- skiftunum. Þetta ástand, sem nú hefir verið drepið á, hefir átt sér stað um allan heim. Og Canada hef ir ekki fremur en önnur lönd farið varhluta af því. Og því aðeins er á það minnst, að það sýnir að sumu leyti greinilegar en á annan hátt hefði hægt ver- ið, ýmislegt af því öfugstreymi, er í þjóðlífi þessa lands hefir átt sér stað á síðastlinðu ári, og hér verður minnst á að nokkru í sambandi við viðburði ársins. í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Einn af helztu viðburðum í Canada á árinu 1930, mega ef- laust sambandskosningarnar heita, er fóru fram 28. júlí. — Kingstjórnin, er setið hafði við völd í níu ár, að mestu leyti á leiguklárum annara flokka, var tvímælalaust felld, og conserva tívar, með R. B. Bennett í broddi fylkingar, mynduðu nýja stjórn. Þeir hlutu 138 þing- sæti og hafa því í méfríhluta vald húsbóndans á þessu verald- arvíða þjóðaheimili. Þokar vanalega á hverjum fundi mál- um þegnanna eitthvað áfram. Þannig var á samveldisfundinum 1926 lögð undirstaða að því, að mál nýlendanna væru ekki bor- in undir brezka þingið til úr- lausnar, og ennfremur að ný- lendurnar mættu velja sér mann í sínu heimalandi fyrir konungs- fulltrúa, og að þær tilkynntu konunginum hver hann var. — Þessum málum var nú til fulln- ustu ráðið til lykta á samveldis- fundinum á þessu ári. Þá er þessi fundur merkilegur fyrir kröfur nýlendanna í viðskifta- málum brezka veldisins, er for- sætisráðherra Canada, R. B. Bennett bar þar up.p. Hafðí aldrei áður verið haldið jafn. 31 þingsæti yfir alla aðra þing-1 kröftuglega fram réttmætum flokka til samans. Er eflaust kröfum nýlendanna í viðskifta- langt síðan að stjórnarflokkur- ^ málum, og á þessum fundi. Um inn hefir svo fjölmennur verið í i árangurinn af því er of snemmt þinginu. Hrakfarir liberala voru að þeirra dómi slæmum tím um að kenna og vanalegu van- þakklæti heimsins. En þjóðin áleit þá of djúpt sokkna niður í stjórnmálamosann til þess að skilja kall tímans, og fannst, hún ekki eiga þeim neitt að þakka. Hefir landslýðurinn ekki neitt iðrast skiftanna, því jafnvel þeir, sem ekki voru með að dæma enn; en það mun flestra skoðun, að þar hafi þeim vísi verið niður sáð, er upp af muni spretta fagur gróður í túni nýlendanna. Það er kannske til of mikils mælst, er tillit er tekið til þess, hve málin eru á langinn dreginn vanalegast á samveldisfundunum, að ætla að nýgræðingsins verði vart á kom andi hausti, er samveldisfundur- : irnar sokknar í svo botnlausar skuldir, að í ekkert þeim um kosningarnar, játa og inn verður í Canada haldinn, en viðurkenna, að atorkusamari og þess vænta þó margir, er starfs- áhugameiri stjórnarformaður aðferðum þessara funda eru hafi ef til vill aldrei verið hér en kunnugastir. Rt. Hon. R. B. Bennett, og þó Einn stórviðburður hefir ver- að ekki sé allt böl ennþá bætt, viðlit var á, áð viðskiftahallinn | er meiri von um bata nú, þegarj ið að gerast í brezka veldinu á yrði nokkurntíma jafnaður. Búskapurinn litið er á það, sem núverandi | þessu liðna ári, er allt brezka stjórn hefir þegar gert, en ef ann að eins nátttröll og Kingstjóm- á þjóðarbúunum var í rústum og fé hon- um til viðreisnar var hvergi að fá. Láns- traustið var farið. Varð því hver þjóð að in var, hefði setið við völd. hokra út af fyrir sig, eins og hún sá sér j Með hinni skjótu hjálp, sem frekast kleift. Og hungrið og þörfin svarf sambandsstjórnin lét í té í sam- að, svo annaðhvort varð að duga eða bandi við atvinnumálin, hefir ó- drepast. Og á þessum neyðarárum eftir | segjanlega mikil og víðtæk bót stríðið lærðist þessum þjóðum ekki ein- ! verið ráðin á því máli. Og að ungis að spara, heldur einnig að bjarga sér því er hveitisölumálið snertir, er og halda í sér lífinu, með því að búa sem ef til vill meiri bót í vændum í mest að sínu. Það sannaðist á þeim, að því efni, en hægt er í svip að neyðin kennir naktri konu að spinna. Því gera sér grein fyrir, með tilraun nii fór framleiðslan að aukast til muna. stjórnarinnar í að útvega sölu Og þegar heita átti að full ráðstofun væri fyrir hveiti í Kína og Japan. Að gerð á stríðsskulr’unum árið 1924, voru búast við fullum árangri nú þeg viðskifti og atvinna aftur að komast í þol- ar af starfi stjórnarinnar í þess- anlegt horf. Hélt þá almenningur, að um éfnum, dettur auðvitað eng- betri tímar væru í vændum, og var nú um heilvita manni í hug, þegar farið að braska í hlutakaupum allskonar, litið er á aðdragandann að hinu ekki í von um það eitt, að komast úr basl- I bága ástandi í heiminum, og inu, heldur einnig að verða á stuttum sem eigi síður á hér við, eins og tíma ríkur. En þessi viðskifti gengu brátt bent er hér að framan. Slíkar sv o langt fram úr öllu hófi, eða langt fram misfellur verða ekki á stuttum yfir það er kaupgeta þjóðanna þoldi, að tíma bættar til fulls. botninn datt úr því öllu saman árið 1929. Framleiðslan og hlutakaupaviðskiftin voru allt í einu orðin meiri í heiminum en þyngd vasans leyfði. Þetta hefir jafnan þótt undarlegt, að of miklar nægtir og viðskifti skuli geta valdið viðskiftahruni. En ekkert er þó skiljanlegra en það, þeg- ar þess er gætt, að framleiðslan — hvort sem hún er falin í kornrækt eða hlutasölu fasteigna, eða starfræktra fyrirtækja __ stendur og fellur með eftirspurninni, þörf- inni eða kaupgetunni, eða hvað helzt sem þú vilt kalla það. Verðhrun eða mark- aðsleysi fyrir vöru, sem nóg er til af, staf- Samveldisfundir brezka ríkis- isins mega og eflaust með hin- um merkari viðburðum ársins heita.. Þó sjaldnast hafi á nokkr um einum fundi verið afgreitt til fullnustu nokkurt mál er ein- hverju skifti, hefir starf þeirra eigi að síður haft mikla þýðingu í heild sinni. Eiginlega eru fundir þessir hægt og sígandi reiptog milli nýlendanna og brezka veldisins, um sjálfræði einstaklinga fjölskyldunnar og veldið og eflaust flest stærrí við skiftalönd heimsins snertir. — Það er fundurinn, sem staðið hefir yfir á Bretlandi síðan f haust, um sjálfstæðismál Ind- lands. Kröfur Indverja eru ákveðnar og skýlausar. Þær eru algerð umráð sinna mála, eða með öðr um orðum sjálfsstjórn. Eins og öllum hlýtur að vera ljóst, hef- ir þessi krafa þeirra, ef hún verður veitt, mjög miklar breyt- ingar í för með sér, að því er þjóðlífið snertir á Indlandi og starfsemi Berta þar. Og það má eflaust segja, að málið hafi fremur á því strandað til þessa, hvernig að þeirri breytingu verði komið á, án þess að því fylgi mikil truflun á viðskiftum lands ins í heild sinni, en hinu, að Bretar séu kröfunum að öðru leyti ósamþykkir. Þeir hafa, f orði kveðnu að minnsta kosti, viðurkennt þær í aðalatriðunum, eftir blaðafréttum af fundinum að dæma. En lítandi á þá inn- byrðis sundrungu, sem á Ind- landi á sér stað í trúarefnum og fleiru milli Múhameðstrúar- manna og annara þar, óttast Bretar að kapphlaup byrji, sem alvarlega skiftingu og sundr- ungu þjóðarinnar geti haft f för með sér. Á hina hliðina eru Bretar þess fyllilega áskynja, að verði þeir ekki við kröfum Ind-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.