Heimskringla - 07.01.1931, Síða 6
*. BLAÐSíÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG 7. JANCrAK, 1931
Veróníka.
I. KAPÍTULI.
í óvönduðum bjálkakofa, sem stóð í skóg-
arforsælu í Ástralíu, lá deyjandi kona.
Hún lá róleg í rúmi sínu og horfði út í
gluggann, sem tjaldið hafði verið dregið frá að
nokkru leyti, til þess að hún gæti séð hinar
blikandi stjörnur, sem horfðu eins og augu
ofan frá himninum. Það var eins og þær væru
þar áverði til þess að bíða eftir sál hennar,
þegar hún skildi við. Friður hvíldi yfir deyj-
andi ásjónu hennar, en hugurinn hvarflaði
hvað eftir annað til liðinna tíma, og veikt bros
kom fram á föla andlitið hennar, þar sem tím-
inn> _ hinn dásamlegi leturgrafarai — hafði
markað línur liðinnar æfi, sem að vísu hafði
verið skömm, en þó full af reynslu og sorg.
Við og við bærðust varir hennar, og ung-
ur maður, sem kraup hjá rúminu með tár-
döggvuðum augum og samklemmdum vörum,
heyrði orð og orð á stangli, sem hún stundi upp
með veikri röddu.
Hún minntist löngu liðinna sæludaga,
þegar hún ól aldur sinn heima á æskustöðvun-
um í föðurlandi sínu, landinu því, sem útlaginn
aldrei gleymir, landinu, sem minningar hans
eru tengdar við, landinu, sem sál hans hugsar
til áður en hún hefur sig til ennþá betra heim-
kynnis en æskustöðvanna.
“Rósirnar, en hvað þær eru stórar í ár!
Og það eru gular narsissur niður við ána. Hon-
um þykir vænt um að eg les blómin fyrir hann,
— homim þykir vænt um að eg læt eitt í
hneppsluna hans. Hann kallaði mig blóma-
stúlka í gær. Það er allt rangt, það er eintóm
vitleysa, eg veit það, eg veit það! Jín eg get
ekki gert að því, eg hlýt að elska hann. Mér
finnst eg hljóti að gera allt sem hann segir, allt
sem hann óskar — eins og eg ætti sjálf engan
vilja. Hann á það allt, hjarta mitt, vilja minn
og sál mína. Ef hann segir mér að fara, þá
verð eg —’’
Rödd hennar þagnaði. Hún leit á son
sinn. Fortíðarmyndirnar hurfu, og nútíðin
kom aftur. Hún rétti hægri hsnd sína og lagði
hana á höfuð sonar síns.
“Ralph!’’ mælti hún með öllum þeim þíð-
leik, sem einungis móðurástin getur innifalið
í röddinni.
“Eg er hérna, mamma,’’ sagði hann og
barðisf við grátekkan, sem hálfkæfði hann, því
að þau tvö elskuðu hvort annað með frábærri
ást. “Líður þér illa?’’
“Nei, góði,’’ svaraði hún, “alls ekki. En
eg er þreytt og mig langar til að sofa. Og dauð
inn er bara svefn, Ralph, — bezti, værasti, síð-
asti svefninn, sem guð gefur. Mig langar til
að tala við þig, áður en eg dey, Ralph. Það
er nokkuð sem mig langar til að segja þér; eg
hefði átt að segja þér það fyrir mörgum árum,
þegar í stað, er þú varst fær um að skilja það.
En það var svo erfitt, hræðilega erfitt, og eg
er huglaus, Ralph. Eg er ólík þér, sem ert svo
sterkur og hugrakkur, svo reiðubúinn að mæta
erfiðleikunum, og gera það, sem er rétt, hvað
sem það kostar. Eg var alltaf huglaus, jafn-
vel frá upphafi, og þess vegna mættu raunirn-
ar mér.’’ Hún dró andann þungt og lagði arm
sinn utan um sterklega, sólbrennda hálsinn
hans.
“Þú hefir ætíð verið sú bezta og hugrakk
asta kona, mamma mín,” stundi hann upp.
Hún hristi höfuðið.
“Nei, ætíð sú hugminnsta,” sagði hún sorg
bitin. “Mig hefir verið að dreyma, Ralph, dá-
litla stund, verið að hugsa um liðna tímann,
þegar eg var ung, þegar — þegar eg var gift.
Mig langar til að segja þér frá honum föður
þínum. Eg hefi leynt þig sannleikanum — öll-
iim sannleikanum.’’
“Þarf þess, móðir mín?’ mælti hann. “Er
það nauðsynlegt, að þú þreytir þig á því? Fað-
ir minn dó áður en eg fæddist. Hvað gerir það
til, sem bar við fyrir löngu síðan? Þú og eg
höfum lifað ánægð saman, og fortíðin kemur
okkur ekki lengur við.”
Meðan hann talaði, hafði maður komið
fram úr skógarjaðrinum og nálgaðist nú bjálka
kofann; hann læddist nær og nær glgganum,
þangað til ljósbirtan féll á einkennilega illuð-
lega andlitið hans. Hann var að sjá illa inn-
rættur bófi. Augun, sem voru þétt saman, voru
döpur, ruddalegu varirnar voru þrútnar af of-
drykkju. Hárið var snöggt og hakan broddótt
eins og hann væri nýkominn frá fangelsisrak-
aranum. f stuttu máli, hann var mjög leiðin-
legur gestur við dánarbeð konu. Hann gægð-
ist þjófslega fyrir gluggatjaldið og inn í þokka-
lega, litla herbergið, og illgirnisglampi kom
fram í augu hans, þegar hann renndi þeim frá
andliti veiku konunnar og leit á unga manninn,
sem kraup við rúm hennar. Hann horfði að-
eins eitt augnablik inn — hann gat einungis séð
andlit unga mannsins ógreinilega, og því næst
dró hann sig í hlé, svo að hann sést ekki fyrir
gluggatjaldinu, og stóð þar á hleri. Hann
heyrði hvert orð, sem fór á milli móður og son-
ar, enda þótt þau töluðu lágt.
“Nei, nei,” sagði hún sem svar við orðum
Ralphs, “eg verð að segja þér það. Þú verður
að vita það, það er skylda mín að segja þér það.
Ralph, þegar eg var ung stúlka —”
Hún þagnaði, hræðslusvipur kom á andlit
hennar, eins og hún vissi, að ftú var hugur
hennar aftur að hvarfla burt, og hún gæti ekki
fengið vald yfir honum. En áreynsla hennar
varð til einskis. Nútíðin var horfin hugskots-
sjónum og fortíðin komin aftur, — ekki hin
gleðilega fortíð í Englandi, heldur ógæfusöm
og nálægari fortið hér í Ástralíu. Hún var nú
að tala við og jafnframt verja sig fyrir einhverj
um, sem hún var hrædd við.
“Gerðu það ekki, æ, berðu ekki drenginn,
Jim! Hann er ekki sonur þinn, það er satt, en.
hann er sonur minn. Eg hefi verið þér trú eig-
inkona Vertu ekki vondur við drenginn — við
aumingja litla Ralph, — eg skal gefa þér pen-
inga, eg get látið dálítið meira. Þarna! Nú
getur þú farið niður í krána. Eg skal ekki
segja eitt orð. Gráttu ekki, Ralph minn, gráttu
ekki, elsku drengurinn minn. Hann ætlar ekki
að berja þig aftur. Hérna, hérna, komdu til
hennar mömmu þinnar.”
Andlit Ralphs varð hörkulegra og hann
beit saman tönnunum. Hann vissi að hún var
að hugsa um seinni manninn sinn. Hann gat
varla munað eftir honum, því að þetta illmenni,
sem hafði barið hann, Ralph, var lítill drengur,
ur hans, þegar hann, Ralph, var lítill drengur.
En þó hann myndi ekki eftir stjúpföður sínum,
hataði hann hann þó af öllu hjarta, og aldrei
meira en nú, þegar endurminningin um þenna
þorpara, varpaði skugga yfir andlátsstund
móður hans.
“Mamma!” hrópaði hann í bænarróm.
Rödd hans kallaði hana aftur úr óráðinu.
Hún dró djúpt andann og létti auðsjáanlega,
því að nú var þessi slæmi draumur úti, en hún
skalf þó ennþá.
“Eg hélt að maðurinn minn .— seinni mað-
urinn minn, Jim — væri kominn aftur, Ralp,
að — að hann væri að berja þig, eins og hann
var vanur að gera."
“Hann er ekki hérna, móðir mín,” sagði
Ralph. “Hann kemur ekki aftur. Hann hefir
verið í burtu árum saman. Hann ónáðar þig
aldrei framar. Hugsaðu nú ekki meira um
hann.”
“Já, já,” sagð hún, “eg skal gleyma hon-
um. Hann var grimmur og vondur við mig —
og við þig. Eg hefði aldrei átt að giftast
honum — en eg hefi alltaf verið svo ístöðu-
h'til og huglaus.”
Hún átti bágt með að anda. Það var auð-
sóð að hún átti fullt í fangi með að opinbera
þetta leyndarmál, sem lá eins og klettur á hinu
blaktandi lífsskari hennar.
“Skjölin, sbírteinin! Eg hefi alltaf geymt
þau, falið þau, falið þau fyrir Jim. Eg hefi
aldrei sagt honum sannleikann, eg hefi leyft
honum að hugsa allt illt um mig, því að eg vissi
að ef hann kynntist sannleikanum, þá myndi |
hann vilja hafa peninga upp úr því. Eg lofaði
því, að heimurinn skyldi aldrei fá að vita það.
Eg lét föður þinn halda, að eg væri dáin. Eg
lagði á mig þessa fórn, eg vildi ekki gera hon-
um þá smán, að kvænast svo lágt standandi
konu sem mér. Skírteinin, Ralph! Þau eru í
litla skríninu, ásamt sumum hlutum, sem hann
gaf mér — hann pabbi þinn, Ralph. Eg hefi
falið þau í öll þessi ár. Enginn hefir nokkurn
tíma séð þau, nema eg. Það var örðugt stund-
um, því að Jim var slægur og grimmur . En
mér heppnaðist það. Jim fékk aldrei að vita
sannleikann.”
Henni varð stöðugt örðugra um andar-
dráttinn. Röddin var varla heyranleg og ólýs-
anleg sorg gagntók hjarta unga mannsins, þeg-
ar hann sá, hve örðugt hún átti með að tala.
‘í litla skríninu — í hinu herberginu __
skríninu, sem eg kom með frá Englandi — það
er fjöður undir handfanginu á skúffunni _____
lyftu handfanginu — ,þar er dálítill hnúður —”
Rödd hennar þagnaði og augun lokuðust.
Ralph hélt að hún væri dáin og gleymdi nú öll- í
um ótta sínum, beygði sig yfir hana og hallaði j
veikbyggða h'kamanum upp að hinu breiða
brjósti sínu. Hún var ekki dáinn, en henni var
erfitt um andardráttinn. Hann tók meðala-
glas, sem stóð á borði við höfðalagið hennar,
hellti nokkru úr því inn á milli var hannar og
starði á hana með öndina í hálsinum, án þess
að gefa gaum að nokkru nema henni.
Maðurinn fyrir utan gluggann hafði heyrt
hvert orð. Þegar hún minntist á skrínið og
skírteinin, kom glampi í augu hans, og andlitið
lýsti bæði áfergi og úlfslegri hnýsni. Hann
færði sig frá glugganum, hugsaði sig um ofur-
lítið og læddist að dyrunum. Þær stóðu opn-
ar, því að næturloftið var mollulegt af sumar-
hita Ástralíu. Án þess að stanza hélt hann inn
í dagstofuna og leit í kringum sig. Á hinu
lága enni hans var skráð geðshræring og ótti,
því ungi maðurinn í næsta herbergi var sterk-
legur eins og Herkúles. f ljósinu, sem lagði
frá litlum lampa, sá hann dragkistuna, hina
vanalegu eika(rdragk|stu, er skipar hfeiðurs-
sessinn næstum í hverju sveitahúsi í vestur-
héruðum Englands. Hann skundaði hljóðlega
að dragkistunni, lyfti handfanginu, fann leyni-
fjöðrina og tók fram úr skúfunni lítið málm-
skrín. Varla hafði hann fest hönd á því, þegar
hann heyrði aftur rödd konunnar.
svar-
‘eg skal sækja
í dagstofunni
Var í
RobmÍHood
Fyrir alla heima bökun
“Skírteinin, Ralph —
skírteinin!” sagði hún og
greip andann á lofti.
“Já, mamma mtín,
aði Ralph,
þau.’
Maðurinn
opnaði málmskrínið.
því innsiglað umslag og und-
ir því smáglingur. Hann var
í þann veginn að setja allt úr
því í vasa sinn, en sá sig um
hönd, stakk einungis innsigl-
aða bögglinum á sig, en læsti
hitt niður í skúffuna aftur.
Rétt í því hann var að gera þetta, heyrði
hann fótatak unga mannsins nálgast dyrnar,
sem voru á milli herbergjanna. Þjófurinn ætl-
aði að læðast til dyra, en hann hafði óvart lok-
að þeim á eftir sér. Hann vissi að það mundi
heyrast til sín, ef hann lyfti þungu klinkunni.
Skauzt því á bak við gluggatjöldin, tók hníf
upp úr vasa sínum, opftaði hann hljóðlega og
beið. Hjartað barðist ákaft í brjósti hans og
andardrátturinn varð eins og í mannýgum
tudda. Hann hélt fast utan um skaftið á hnífn
um og morðhugurinn skein úr augum hans.
Ralph gekk að dragkistunni, straukst fram
með gluggatjaldinu, svo að maðurinn, sem
leyndist bak við það, lyfti hnífnum, tilbúinn til
að vega að honum.
Ralph fann fjöðrina, en þó ekki eins fljótt
og hinn maðurinn hafði gert, tók skrínið upp
úr skúffunni og sneri við aftur inní sjúkrastof-
una.
“Hér er það, móðir mín,’’ sagði hann.
“Opaðu það,” stundi hún upp.
Hann hlýddi. Sljóu augun hljóta að hafa
séð það á svipbrigðunum á andliti hans, að
það, sem hann bjóst við að finna, var ekki í
skríninu.
“Hér eru einungis nokkrir gimsteinar og
hringur,” stamaði hann.
“Nei, nei,” stundi hún upp. “Skírteinin,
skjölin, — þau voru þarna. Eg sá þau þarna
áður en eg lagðist. Þau eru þar! Þau hljóta
að vera þarna! Gáðu aftur! Ralph, framtíð
þín! Þú ert — þú ert — sonur. — Þú átt að
verða —! Skírteinin, Ralph!”
Dauðahryglan kæfði rödd hennar. Litla
málmskrínið datt úr höndum hans. Hann vafði
hana örmum eins og hann ætlaði að togast á
við dauðann um hana. En enginn getur svift
dauðann því herfangi, sem hann hefir náð.
Ralpli lagði hana aftur á bak á svæfilinn
og veitti henni nábjargirnar. Svo sat hann kyr
í nokkrar mínútur, yfirbugaður af sorg og sökn
uði. Hann átti engan að í heiminum, nema
móður sína. Og nú var hún horfin.
Eftir dálitla stund fór hann aftur fram í
fremra herbergið, og lét í leiðslu skrínið á sinn
gamla stað. Svo gekk hann út að dyrunum og
leit út í næturmolluna, upp til tindrandi stjarn-
anna.
Jafnvel þó að það hefði verið nógu bjart,
hefðu hin tárvotu augu hans ekki séð þjófsleg-
an mann skríða út að skógarjaðrinum — mann
sem hafði í vasanum innsiglaða böggulinn, er
hann hafði stolið úr málmskríninu.
Jarlinn af Lynborogh hallaði sér aftur á
bak í þægilega stólinn sinn. Hvössu augun
hans — þau líktust tindrandi eldgneistum inn-
an í öskugrárri grímu, svo náfölt var hið hrukk-
ótta andlit hans, svo blóðlausar voru þunnu
varirnar — störðu framundan löngum, hvítum
næstum holdlausum höndunum. En Mr. Bol-
ton, lögmaður fjölskyldunnar, leit á hinn göf-
uga viðskiftavin og var að brjóta heilann um
það, hvaða orð, hvaða viðburður úr hinu æfin-
týraríka lífi jarlsins fyllti huga hans á þessu
augnabliki. Hann beið steinþegjandi, því hann
þekkti hans hágöfgi betur en svo, að hann
dirfðist að trufla hann í hugsunum sínum.
“Já, eg hefi afráðið hvað gera skuli, Bol-
torí,” sagði hann loks með kuldalegri röddu.
“Tilraun mín hefir rynst vel, eins og þér segið
— enda þótt það sé yðar tilraun í raun og veru.
Þér ráðlögðuð mér að arfleika Veróníku.”
“Ef svo er, þá hefi eg ásstæðu til þess að
samgleðjast yður, lávarður minn,” sagði Bol-
ton blíðlega. “Miss Veróníka —”
“Er í öllu tilliti fögur, góð og lofsverð. —
Vafalaust, vafalaust. Eg dáist jafnvel alveg
eins mikið að henni og yður, og allir vita þó,
að þér gerið yður að fífli gagnvart henni, og
haldið að hún sé fullkomin —’’
“Það geri eg, lávarður minn. Miss Veró-
níka er fullkomin. Og það er ætlun yðar —”
“Að ánafna henni Waynford og allar sér-
eignir mínar. Talbot fær titilinn og höfuðból
ættarinnar, og ætti það að verða nóg handa
honum. Reyndar efast eg nú um, að það
verði nóg.” Hann þagnaði snöggvast. Jarl-
inn hélt ekki mikið upp á frænda sinn. “Það
var nóg handa mér ”
“Yðar hágöfgi og Mr. Talbot eru tvær ó-
líkar persónur,” skaut lögmaðurinn inn í.
“Þökk, Talbot,’ hreytti jarlinn út úr sér
og glotti kuldalega. “Okkur frænda mínum
kemur ekki illa saman, en eg held að við ber-
um ekki mikinn kærleika hvor til annars.’
“Mr. Talbot er mjög virðingarverður ung-
ur maður. Hann er að verða þekktur. Hann
er þegar farinn að vaxa í áliti hjá almenningi.’’
“Honum er velkomið að vaxa í áliti hjá al-
menningi eins mikið og hann vill. En mig lang
ar ekkert til þess að fjölyrða um dyggðir Tal-
bots og hina miklu hæfileika hans. Við vor-
um að tala um Veróníku. Eg ætla að biðja
yður að skrifa fyrir mig erfðaskrá, sem ánafn-
ar henni eigur mínar og Wayneford. Þó með
einu skilyrði — að hún giftist manni af tign-
um ættum.
Mr. Bolton kipraði varirnar.
“Miss Veróníka er stolt, lávarður minn.’’
“Eg veit um stolt hennar, en eg get samt
ekki reitt mig á það eitt. Bolton, þér vitið að
það er ótígið blóð í æðum hennar. Bróðir
minn tók niður fyrir sig. Móðir hennar —’’
“Mjög virðingarverð kona.’’
“Eg trúi yður. Eg sá hana aldrei.”
“Mjög göfug, ung kona, þótt hún væri af
lægri stétt en bróðir yðar. Þegar öllu er á
botninn hvolft, þá er það ekki í fyrsta skifti,
sem maður tekur niður fyrir sig.”
Þetta eru mjög almenn sannindi, en áhrif
þessara orða á jarlinn voru þó bersýnileg. —
Höndin féll frá augum hans. Daufur roði færð-
ist um hið hvíta andlit. Það sindraði snöggv-
ast úr augum hans, sem urðu reiðileg og tor-
tryggnisleg. Dökku augabrýrnar fengu ygli-
svip. En þessi geðshræringarmerki hurfu eins
skyndilega og þau höfðu komið. Gamla, mann
haturslega glottið færðist aftur yfir andlit
hans um leið og hann sagði:
“Öldungis rétt, öldungis rétt. En það er
ótígið blóð í æðum hennar, og eg verð að setja
því skorður. Með eignum mínum fer Warne-
ford Rask. Það er eign móður minnar. Ef
mér þykir vænt um nokkurn stað á þessari jörð
þá er það Warneford. Veróníka á að ríkja
þar. Eg kæri mik ekki um að neinn óbreyttur
alþýðumaður ríki þar með henni. Þá vildi eg
heldur að peningarnir og landið gengu til Tal-
bots. Þetta er líka, eins og eg sagði, mjög ein-
falt skilyrði. Við getum borið það 'undir hana.
Ef hún vill ganga að því, gott og vel. Ef ekki,
þá —”. Hann bandaði til með hendinni og
hallaði sér aftur á bak, til merkis um að hann
segði ekki meira um þetta. “Við getum eins
vel spurt hana þegar í stað, Bolton.”
Lögmaður ypti öxlum.
“Alveg eins nú og einhvernto'ma seinna,
lávarður minn,” sagði hann.
Jarlinn snerti bjöllu, sem var hjá stól hans,
og þjónn kom inn í herbergið og fór hljóðlega,
— allur hávaði var stranglega bannaður á
Lynne Court. Hans hágöfgi skipaði honum
að biðja Miss Denby að gera svo vel og koma
niður í lestrarstofuna.
Eftir nokkrar mínútur opnaði þjónninn
dyrnar, til þess að hleypa ungu stúlkunni, sem
þessir tveir menn höfðu verið að tala um, inn
í herbergið.
Þegar hún gekk inn í hina ríkmannlegu
lestrarstofu, féll sólskinið og bjarminn frá arn-
inum — arineldar voru ávalt kveiktir vetur
sem sumar á Lynne Court, því að jarlinn var
mjög kulvís — á andlit hennar, svo að hún leit
út eins og ímynd meyjarlegrar fegurðar, þar
sem hún skar svo vel af við hið dökka baksvið,
sem myndað var af íbenviðarskápnum og
skrautlegum bókum, bundnum í saffían-
skinn.
Lýsingar á útliti kvenna eru ávalt óná-
kvæmar og oft villandi. Og erfitt er að greina,
í hverju yndisþokki Veróníku var fólginn ___
sá yndisþokki, sem allir voru hrifnir af. Aug-
un voru grá. Það var grái litur Lynborough-
ættarinnar. Augabrýrnar voru dökkar og
beinar, eins og á ættarmyndunum. Munnur-
inn var alls ekki lítill, en töfrandi, með boglín-
um, sem sýndu meira en hina vanalegu kven-
legu viðkvæmni, einkum þegar hún brosti. Hið
kvenlega stolt leyndist í munnvikunum, skein
út úr djúpi hinna fögru augna, og lýsti sér í
hinu fallega höfuðlagi hennar. Er hægt að
fela allt þetta í hinu eina orði — yndisleg.