Heimskringla - 28.01.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.01.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD, . SPECIAL, Men’s Suits Dry J* 4 aa Cleaned & PressedI >UU (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk «* 4 AA Dresses Dry Cleaned ^ I >UU & Finished (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Minor Repairs Free XLV. ÁRGANGUR. WINNIPEG MlÐVIKUDAGINN 28- JANCAR 1931. NCMER 18 Bílslysið í Chicago Níu manns misstu lífið, þar af fimm Islend ngar Lauslega var skýrt frá slysi þessu- 5 síðasta blaði, en áreiðanlegar fregn ir voru þá enn ófengnar. Slysið bar að á nýársdagskvöld í útjaðri Chicago borgar, í bæ sem hefnist Harvey. Fregnin um það kom i Chicagoblöðunum daginn eft- *r. 2. janúar), og var tekin upp í dagblöðin hér, en svo var nöfnun ruglað, að eigi var auðvelt að greina hver þau voru. X slysinu biðu tvenn hjón bana og fimm börn, öll ung, er raeð þeim voru, en hið sjötta og ýngsta, aðeins þriggja mánaða gam alt, er einnig var með, bjargaðist METHCrSALEM ÓLASON. °S fannst lifandi, er að var komið. önnur hjónin voru íslenzk, Methúsal- ehi ólason og Kristrún, og munu fnargir kannast við foreldra þeirra °g systkini, jafnt meðal hinna eldri sem yngri, er búið hafa í Dakota. Lluttust þau til Chicago fyrir fáum árum síðan. Hin fjölskyldan var Pólsk, og hét maðurinn Frank Now- al{, og höfðu þau hjón búið um all- Uokkurt skeið þar eystra. Báðar tjölskyldurnar áttu heima í nágrenni hvor við aðra í þeim hluta borgar- tnnar, er Elmhurst heitir, og voru á heiðleið er slysið vildi til- Höfðu Þeir Methúsalem og Nowak þekkst frá því á stríðsárunum, að báðir voru í Bandaríkjahernum, og var vinfengi með þeim mikið. A nýársdaginn er hvorutveggja hjónunum, ásamt börnum þeirya, hoðið í miðdegisverð til tengdabróð- Ur Nowaks, er Stephen Holup heitir °g heima á í Harvey- Er það um 20 mílur vegar og eftir þjóðbraut að fara. Bjuggu þau sig um morgun- inn, og óku af stað i bíl ,sem Methú- SfUem átti. A einum stað á leið- inni liggur járnbraut yfir veginn, er Það eftir að komið er inn til Harvey. Váð brautina eru engin merki og engar öryggisslár, sem þó er fyrir- ahipað hvorvetna í bæjnum á öllum Þjóðvegum. Hjá Holup var dvalið fram á kvöld. Um kl. 7 snúa þau, heimleiðis aftur. Þegar þau koma að járnbrautinni, er þar vörulest á sPorinu; stöðvar þá Methúsalem bil- inn og biður þess að hún fari fram hjá. Um það hún er komin yfir i'fautina, ekur hann á stað, en í sama bili kemur hraðlest úr sömu fyrirvaralaust og án þess að Sefa nokkurt merki; varð þá ekki úndankomu auðið, grípur hún bílinn °S varpar honum um hundrað faðma fram með sporinu og út í skurð er Þar var. Kom bíllinn niður á hvolfi °8 allur I brotum, en þeir limlesttir °8 fátnir ,er í honum voru, allir nema ungbarnið, er hrokkið hafði við kastið út úr bílnum og fannst ^ar skamt frá. Meitt var það á Þöfði, dalaður hnakkinn og andlitið niarið, en þó eru vonir um að það lifi. Slys þetta var hið annað, er orð- ið hafði á þessum sama stað, þá á fvegg:ja vikna fresti, og sama lestin, e'gn Grand Trunk félagsins, ollað báð um. Er það skoðun flestra, er vit hafa á, að félagið beri ábyrgð á slysum þessum, og hafi sýnt glæp- samlega vanrækslu í því að hafa hvorki vörð eða merki á brautarmót- unum. Tveir sjónarvottar voru að slysinu, og ber báðum saman um, að ekki hafi sést þaðan sem bíll- inn stanzaði, til hraðlestarinnar, er kom með geysihraða á eftir vöru- flutningalestinni. Skyggni er þaðan ekki gott og verður eigi séð nema skammt til beggja handa. Hvorugur þeirra þekkti líkin; voru þvi gerðar fyrirspurnir þar i grendinni og varð Holup fyrstur til að bera kennsl á þau. Var það eitthvað hálfri stundu eftir að þeir mágarnir höfðu kvaðst og billinn ekið frá húsi Holups. Nöfn barnanna, er í bilnum voru — og fæðingardagar, — eru þessi: Börn þeirra hjóna Methúsalems og Kristrúnar; Calvin Methusalem, f. 17. feb. 1921 Guðrún Muriel, f. 22. marz 1923. Vilborg Pearl, f. 22. maí 1926. Lorraine Margrét, 3 mánaða göm- ul, er komst lífs af. Böm Nowaks hjónanna hétu: Adam Nowak, 8 ára gamall. Lorraine Nowak, 5 ára gömul. Strax og lögreglan fékk vitneskju um slysið voru líkin tekin og flutt á líkstofu þar skamt frá, en barnið á spitala; og þar biðu þau þess a^ ættingjar vitjuðu þeirra. Faðir og séstkini þeirra ölasons hjónanna eiga öll heima i Dakota og við Cal- iento hér i fylkinu; fengu þau því ekki fréttir af þessum hörmulega atburði fyr en laugardaginn næstan á eftir, 3. þ. m., þá með sima. Til- raun hafði verið gerð til þess að ná til þeirra með útvarpi, en mistekist. Þegar fregnin barst þeim, fór Vil- hjálmur, bróðir Methúsalems aust- ur, og með aðstoð manna þar, lét hann kistuleggja líkin og flutti þau svo vestur. Ekki tók jámbrautar- félagið, er slysinu olli, neinn þátt í því né bauð aðstoð sina á nokkurn hátt. Til Cavalier kom Vilhjálmur þann 12. þ. m., en jarðarförin fór fram frá Vídalínskirkju við Akra miðvikudaginn næstan á eftir, þann 14. Er það einhver hin átakanleg- asta jarðarför, er þar hefir farið fram. Kistunum fimm, öllum á mis- munandi stærð, var raðað eftir gang- inum inn kirkjugólfið og inn við gráturnar. Fjölmenni var við jarðar förina, þrátt fyrir kalsaveður og ó- færa vegi. Ræður fluttu í kirkjunni sóknarprestur Vídalínssafnaðar, séra Haraldur Sigmar og séra Rögnv. Pétursson frá Winnipeg. Allar voru kisturnar látnar í sömu gröf. • * * Eins og áður er að vikíð, voru þau ólasons hjónin bæði fædd i ís- lenzku byggðinni við Akra. Methú- salem var fæddur þar þann 26- marz 1888. Foreldrar hans voru þau Guðni ólason, ættaður af Fljótdalshéraði í SuðurMúlasýslu, og kona hans Mar- grét Þórðardóttir, uppeldisdóttir sr. Jóns Austfjörð á Klyppstað í Loð- mundarfirði. Fluttu þau Guðni og Margrét til Ameríku árið 1887, og settust á land sunnan við Akra. — Þar bjuggu þau upp að árinu 1903, að þau fluttu til Manitoba, og námu land í grend við þar sem nú er járn- brautarstöðin Caliento. Tíu börn eignuðust þau, er til aldurs komust, og eru nú sjö á lífi. Ein dóttir, Anna Kristín, andaðist heima hjá foreldrum sínum, og einn sonur, öli G. ólsason, er gekk í Can- adaherinn, en var búsettur í Winni- peg, féll í orustunni við Lens 16. ágúst 1917. Þau sem eftir lifa eru þessi: Guðrún Ingibjörg, gift Einari Ingjaldssyni, búsett við Valhalla, N. FRCr KRISTRCrN ÓLASON er fórst með manni sínum í bílslys- inu i Chicago. kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur Dal- sted- Sigurveig María Lawson, ekkja er býr í Piney, Man. Þórður, bóndi við Vita, Man., kvæntur Guð- rúnu Jónatansdóttur Árnason. Vil- hjálmur, bóndi við Caliento, Man., kvæntur Kristínu Eugenie Karlsdótt- ur Kristjánsson. Helgi, bóndi við Vita, Man., kvæntur Emmu Kristínu Olson. Eiríka Vilborg, gift Bjarna Björnssyni bónda við Caliento, Man. Methúsalem ólst upp hjá foreldr- um sínum við Akra og Caliento, og var lengst heima, unz móðir þeirra andaðist haustið 1912. Fór hann þá í vinnumennsku og var á ýmsum stöðum eftir það; fluttist vestur til California og var þar, er Bandaríkin gengu inn í ófriðinn 1917. Vildi hann ekki innritast við hersveitir í California, svo að með tilstyrk Jóns bróður síns hvarf hann aftur aust- ur til Dakota og innritaðist þar í Bandaríkjaherinn 29. marz 1918. í apríl var hann sendur til Frakklands og tók þátt í orustunni við St. Mi- hiel og Meuse-Argonne- Heim kom hann aftur 23. apríl 1919 og var leystur sama ár undan herþjónustu. Haustið 20- september 1920, kvænt- ist hann Kristrúnu Kristjánsson. — Voru foreldrar hennar Karl Kristj- ánsson bóndi við Akra, N. D. og (frá 1901) Caliento, Man., dáinn fyrir mörgum árum síðan, og kona hari3 Guðrún Ásmundsdóttir, er enn býr við Caliento. Þrjú systkini Kristrún ar eru á lífi: Kristín Eugenie, gift Vilhjálmi bróður Methúsalems, Krist- ján Ferdinand og Guðrún Pearl, er bæði eru heima hjá móður sinni. Arið 1926 fluttu þau Methúsalem og Kristrún til Chicago. Fékk hann þar stöðu hjá Northwestern járn- brautarfélaginu. Við þá stöðu var hann, er slysið bar að höndum. Þau hjón voru bæði hin mannvæn- legustu, og var Methúsalem hið mesta hraustmenni, sem hann átti kyn til. Hafa margir frændur hans þótt afburðamenn að afli bæði fyr og síðar. Bæði voru þau mjög vel gefin og einkar kær og nákomin hin- um stóra skyldmennahóp. Til dæmis heimsótti Kristrún móður sína og systkini á hverju sumri, þar var mynd sú tekin síðastliðið sumar af börnum hennar* er minningarorðum þessum fylgir, og þar eru öll börn þeirra fædd. Átti móðirin þá ekki von á því, að þær mæðgur sæust þá síðast, er þær kvöddust í vetur. — Faðir Methúsalems býr hjá börnum sínum við Caliento- Er þungur harm ur að honum kveðinn með sonarmiss- inum, hálf-níræðum og nærri blind- unj. I ráði er að láta mál þetta ekki niður falla á hendur járnbrautarfé- laginu, er slysinu olli. Er vonandi að félagið verði látið sæta fullri á- byrgð, þó eigi væri nema vegna litlu stúlkunnar, er misst hefir alla sína nánustu ættingja. En ójafnt standa hlutaðeigendur að vigi. Ann- ars vegar, að visu stór, en efnafár D. Jón, bóndi við Backoo, N. D., ættingjahópur, hinu megin stórríkt Þrjú þessara barna eru börn þeirra hjóna Methúsalems og Kristrúnar ölason er fórust með þeim í bílnum. og voldugt fjársýslufélag, er lítið virðist meta mannslífið. Fáir munu « þó vera í vafa um, hvoru megin rétturinn er ,nái hann fram að ganga. R. P. Söngkvöld Sig. Skagfield. ISLANDS MINST A S ASK ATCHE W AN-ÞIN GINU Wilhelm H. Paulson, þingmaður í Saskatchewan, hélt nýlega hálfs ann- j ars klukkutíma ræðu um Island og j hátíðarhaldið á Þingvöllum síðast j liðið sumar í fylkisþinginu. Sagði j hann í skýrum dráttum söguna af, því er Island bygðist og frá stofn- j un alþingis og frá öllu því helzta er fram fór í sumar á hátiðinni til núnningar um þetta. Sagðist ræðu- ulanni einkar vel frá samkvæmt því er blöð að vestan herma. 1 lok ræðu sinnar las Mr. Paulson upp ávarp það er hann flutti á Þingvöllum frá Saskatchewan stjórninni. Að því búnu lét fyrverandi forsætisráðherra Mr. Gardiner ánægju sína I ljósi yfir för Mr. Paulson og kvað hann stjórnina og forsætisráðherra þakkir skilið eiga fyrir að velja mann er svo vel hefði til þessa starfs verið fall- in — þrátt fyrir það að hann væri úr andstæðinga flokki stjórnarinnar. Dr. Anderson þakkaði og fulltrúan- um Mr. Paulson fyrir einstaklega vel af hendi leyst verk og fór hann 1 jafnframt mjög lofsverðum orðum um Islendinga og hina ágætu fram- . göngu þeirra sem hérlendra borgara. HOOVER OG BANNIÐ Fyrir 18 mánuðum síðan, kaus Bandaríkjastjórnin nefnd til þess að kynna sér sem bezt allt ástandið i sambandi við bannlög Bandaríkj- anna og gera tillögur löggjöfinni viðvikjandi, ef álitlegt þætti. Hefir nú nefnd þessi, lagt skýrslu sína fram- Eru fjórir nefndar manna með því, að lögin séu rýmkuð, tveir með því að þau séu afnumin, fjórir með því, að þau séu reynd lengur, en einn nefndarmanna skrifaði ekki undir skýrsluna. Lagði forseti nefnd- arinnar ti!, að þingið tæki sýrsluna til meðferða þar sem minni hluti hennar eða aðeins fjórir væri með lögunum, eins og þau nú væru, en meiri hlutinn með breytingu. En Hoover forseti lýsti þvi yfir, að þar sem að ekki væri nema sára lítill hluti nefndarinnar með afnámi laganna, sæi hann ekki annað vænna, en að reyna lögin i nokkurn tíma ennþá. Ef það sýndi sig þá, að þau ekki væru viðunandi, mætti síðar taka til greina athuganir þeirra er með rýmkun eða breytingu á þeim væru. Þykir Hoover forseti með þessu hafa skýlaust sýnt, að hann sé bannstefnunni hlyntur og meira að segja, að hann sé ein- dreginn i flokki bannvlna I landlnu. Svo er mælt um Orfeus hinn gríska að með slíkum töfrum knúði hann hörpuna ,að með kyngi hennar fékk hann tamið villidýr og látið^alla náttúruna syngja með sér, jafnvel hrærðust stokkar og steinar til gráts og gleði við sönglist hans. En ef slíkt getur orðið áhrifavald hörp- unnar, sem er dauð, nema á meðan að maðurinn reynir að blása í strengi hennar lifanda lífi hugsana sinna og tilfinninga, hvað mundi þá mega segja um mannsröddina sjálfa, sem beinlínis felur i sér hin óteljandi blæbrigði mannlegra tilfinninga og er því hinn sannasti túlkur allra þeirra geðshræringa sálarinnar, sem lífinu gefa ljóma og gildi. Sigurður Skagfield er Orfeus okk- ar Islendinga. I vöggugjöf hefir hann hlotið náðargáfu þeirrar óvið- jafnanlegu söngraddar, sem tamið getur vilildýr og hrært stokka og steina. Að minnsta kosti myndu steinar hinnar Fyrstu lútersku kirkju á Victor stræti, mega standa upp og tala, ef vér þegðum, því að slíkan söfnuð fáum vér prestarnir sjaldan að sjá framan i, og þann er þangað kom síðastliðið mánudagskvöld til að hlýða á söng herra Skagfields. Kirkjan var troðfull og varð að bæta við fjölda mörgum aukasætum. Full sjö hundruð manna munu hafa kom- ið, og er það meiri áheyrn en nokk- ur söngmaður hefir áður hlotið hér á meðal Islendinga, og þó mun nokk uð hafa dregið frá aðsókn consert Carlo Zecci í Central kirkjunni, sem haldin var á sama tíma. — Var það og að verðugu, þvi Sigurð Skagfield má óefað telja einn okkar allra fremsta söngmann. Hann brázt heldur eigi vonum áheyrendanna. Söng hans var tekið með óslitnum fögnuði, og ljúka allir upp einum munni um það, er á hann hlýddu, að betri skemtun hafi þeir eigi haft til langframa. Það er ekki aðeins að rödd Sig- urðar sé bæði fögur og hljómþýð með afbrigðum, heldur er hún einnig svo mikil, að hún virðist vera alveg ó- þrjótandi, og söngurinn er allur svo Óþvingaður og laus við allan remb- ing, að auðheyrt er úndireins, að þar er ekkert af vanefnum, heldur sung- ið rausnarlega og af gnægð hjart- ans. Framkoma söngmannsins er líka öll svo hispurslaus og frjáls- mannleg, að með henni vann hann þegar hvers manns hug og hjarta. Menn fundu það ósjálfrátt, ekki sizt þegar hann söng snilldarkvæði St. G. St.: ‘‘Þótt þú langförull legðir”, með hinu látlausa en fagra -lagi Björgvins, að þarna var einmitt kom inn ósvikinn sonur langholts og lyng- mós, sifji árfoss og hvers — þar lék íslenzkur héiðarsvali yfir vötnunum, svo frjáls og voldugur, að með fá- gætum er. Söng hann þetta ram- þjóðlega lag með slíkum tilþrifum og myndarbrag, að fagnaðarlátum áheyrendanna ætlaði aldrei að linna, fyr en tónskáldið Björgvin Guð- mundsson hafði einnig verið kallað- ur upp á söngpallinn, og þeim báð- um heilsað með dynjandi lófataki. Munu hæfileikar herra Skagfield hvergi hafa notið sín betur, en ein- mitt I þessu lagi, nema ef vera skyldi í minningarljóðunum um Roald A- mundsen, eftir Th. H. Finn, voldugu lagi, sem tileinkað var söngvaranum, og hann gerði líka tilþrifamikil skil. Söngskráin var fjölbreytt og vel valin: Ariur eftir Wagner og Puc- cini, drápur til Maríu meyjar eftir Sinding og Þórarinn Jónsson, þjóð- vísur, sorgarljóð og mansöngvar: söngmaðurinn virtist vera nokkurn- veginn jafnvigur á allt þetta, og túlk aði hvað eina af gnægð sinnar und- ursamlegu raddar. Þó mun yfirleitt mega segja, að rödd hans njóti sin betur eða sé betur tamin á hinum hærri raddsviðum. Nokkuð óvana- leg mun mönnum hafa þótt meðferð hans á sumum lögunum, t. d- Betli- kerlingin eftir Sigvalda Kaldalóns og Dauðsmanns sundið eftir Björg- vin Guðmundsson, og kom þar glöggt í, ljós, að söngmaðurinn hefir verið þjálfaður í óperuskóla. Er fram- sagnargáfa hans vafalaust í ágætu lagi, en þó er vandi með siikt að fara, svo að hver?i sé yfirdrifið eða misboðið eðli söngsins og heildarsvip viðfangsefnanna. Fór þó víða ágæt- lega á þessu, eins og t.d. í laginu Die Beiden Grenadiere, eftir Schu- mann, sem hann túlkaði af næmum skilningi og hrífandi snilld. Yfirleitt má þó segja, að islenzku lögin næðu bezt samúð áheyrendanna, og þótti mörgum þau mikils til of fá. En úr því má bæta, þegar Sigurður .Skag- field lætur næst til sín heyra hér i bænum, sem mun vera almenn ósk manna að hann geri áður en hann fer. Mrs. B. H. Olson lék undir fyrir söngvarann af sinni alkunnu snilld og prýði. Það var annars eigi tilætlunin að fara að gagnrýna söng hr. Skag- fields í smáatriðum- Til þess brest- ur mig þekkif%una. En hitt vildi eg aðeins benda á, sem engum getur dulist, er nokkuð hefir af sönglist heyrt, að hér er alveg óvanaleg rödd á ferðinni, ein af þeim sjaldgæfu, ekki aðeins meðal Islendinga, heldur ef til vill i öllum heiminum; rödd, sem enn geimir í sér óþrjótandi möguleika, og nær á augnablikum þeirri óviðjafnanlegu fegurð, sem alla hlýtur að hrífa. Þess ber að gæta, að Sigurður Skagfield er enn þá ungur maður, aðeins 33 ára gam- all. Hann hefir nú um 9 ára skeið brotist til lærdóms með frábærileg- um dugnaði og mest af eigin ramm- leik, og borið hróður Islands víða um Norðurlönd og Þýzkaland, og hlotið hvarvetna hið mesta lof fyrir söng sinn- — Ætti Vestur-Islending- um að vera kappsmál um að gera ferð hans sem bezta hingað vestur, og enginn að sitja sig úr færi að hlusta á hann, sem því getur við komið. Sigurður Skagfield hefir nú dvalið hér í tæpan mánuð og aflað sér margra vina með alúð sinni og hispursleysi. Er hann gersamlega laus við gikkshátt þann, sem marga söngmenn þykir einkenna, og til lit- illar prýði er nokkrum manni. Mun það vera ráðið, að hann haldi nokkra hljómleika i Nýja Is- landi nú úr mánaðamótunum og ef til vill víðar hér í Islenzkum byggð- um nærlendis- — Og að því búnu væntum við Winnipegbúar að fá aft- ur að heyra til hans áður en hann fer heim. Benjamín Kristjánsson. M ACDON ALD-ST JóRNIN TAPAR. Við atkvæða greislu í brezka þing- inu, er fram fór þ. 20. þ. m. um frumvarp til laga um að lengja skólatíma bama með þvi að hækka skólaskyldu aldur þeirra að nokkru, tapaði Macdonald stjómin. Breyt- ingar tillaga við frumvarpið því viðvikjandi, að það yrði ekki að lögum gert, fyr en þingið væri búið að gera ráðstafanir fyrir hinum auknu útgjöldum, er það hefði i för með sér, var samþykt með 282 atkvæðum gegn 249. Með þeirri sam þykt var stjórnarfrumvarpið fellt og stjórnin þá að visu um leið. En Macdonald stjórnarformaður hefir lýst þvi yfir að hann legði ekki niður völd þó svona færi, vegna þess, að frumvarpið hefði ekki verið nógu veigamikið mál til þess að ráða niðurlögum stjórnarinnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.