Heimskringla - 28.01.1931, Page 7

Heimskringla - 28.01.1931, Page 7
WINNIPEG 28. JANÚAR 1931. HEIMSKRINOLA 7 BLAÐSIÐA Veroníka. (Frh. frá 3. síðn) hans virtist ekki vera hræddur við að treysta honum. Traust hans hafði ekki brugðist allt til þessa. Ast, ótti eða þakklæti gerði aldrei vart við sig hjá Gibbon. Hann var að visu fágætur fugl, trúr og hollur þjónn. “Eg fer út aftur, Gibbon,” sagði Talbot. ‘‘Þú þarft ekki að vaka eftir mér.” Þjónninn hneigði höfuð sitt, varir hans bærðust, en orðin: ‘‘Já, herra”, heyrðust varla. Hann leit i kringum sig um herbergið, til þess að sjá. hvort nokkuð vantaði, og gekk svo til dyra- Talbot hallaði sér upp að arinhill- unni í nokkur augnablik- Háðbros lék um hinar þunnu varir hans, þeg- ar hann hugsaði um frægðarför sína, Þetta kvöld. -Hann fékk sér eina kexköku og braut hana, en kastaði henni síðan á borðið, helti brenni- víni og sódavatni í glas. Hann var úð þvi kominn að svolgra það í sig i einum teig. Stilti sig þó og setti glasið á borðið og tautaði: “Nei, nei! Eg verð að vera ró- legur og kaldur í kvöld.’ Hann reykti vindling,' jafn stiltur sem fyr. Var þó að sjá hálf óþolin- nióður. Eftir hálfa klukkustund opn- aði hann dyrpar mjög gætilega, gekk yfir hið litla, haglega skreytta and- dýri og hleraði við dyr Gibbons. Hroturnar í honum heyrðust greini- aftur inn í borðstofuna, opnaði þar gríðar stóran skáp, tók fyrst út úr honum kistil, síðan gamla, síða yfir- höfn og linan flókahatt. trr kistlin- um tók hann dálitla seðlahrúgu og fáeina gullpeninga. Hann taldi pen- ingana og hnyklaði brýrnar. Svo stakk hann fénu í vasa sinn og lét kistilinn aftur inn í skápinn. Fór hann svo í yfirhöfina, bretti upp kragann og lét hattinn slúta fram ýfir andlitið. Þegar hann var kom- inn í þetta dulargerfi, var hann lot- inn í herðum, og í stað þess að ganga léttum ,föstum skrefum, gekk hann klunnalega yfir gólfið til dyra Eftir að hafa hlustað aftur við dyr Giddons, fór hann út og gekk þvert yfir Hower Hoans Street, hröð- um skrefum, en þó stirðbusalega Hélt hann áfram leoiðar sinnar eftir þröngum og fáfömum götum, uns hann var kominn til Soho. Þar nam hann staðar fyrir utan tóbaksbúð, sem leit út fyrir að vera lokuð eins °g allar aðrar búðir í þessu óhreina stræti, og drap fjórum sinnum á dyr. Dyrnar opnuðust fljótt en hljóð- lega. Talbot gekk inn eftir þröng- Um göngum, og leit hvorki til hægrl Ué vinstri, eins og hann væri mjög kunnugur stað þessum. Inn af göng- Unum tók við algeng búðardagstofa. Voru dyr á vegnum gengt honum. Hann knúði þær fjórum sinnum. Voru þær þá opnaðar af lágum, sviradigrum fitugum Gyðingi. Var hann næsta þorparalegur ásýndum. En helmingi ljótari varð hann, þeg- ar hann fagnaði komunmanni. Það Berði hann með ógeðslegu flírubrosi. “Gott kvöld, gott kvöld, Sir!” sagði hann með útlendri áherslu og * hásum róm. Hann hvíslaði að komumanni og var samanblandaður þrælsótti og ósvifni að heyra í rödd hans. Hann gaut augunum svo kumpán- 'eSa, að hinn mikli Talbot hefir sennilega fundið ákafa löngun til gefa honum á hann. “Eg var °rðinn hræddur um, að þér ætluð- h® ekki að koma. Þér voruð svo dheppinn í gærkvold. En hamingjan er hverful, það er það góða við þána. Það er það, sem gerir hana Svo töfrandi. Komið þér þessa leið Hér er góður félagsskapur i kvöld." Talbot horfði beint fram undan s^r, fylgdi húsráðanda inn í her- ^rgi, sem var lágt undir loft og dþrifaiegt. Niður úr loftinu héklc dauniliur olíulampi, sem varpaöi daufri birtu niður á kringlótt spila- k°r®> sem klætt var óhreinum, græn- úm dúk. Hringum borðið sat hér um bil tylft manna. Var sá hópur mjög dsamstæður. Þar var svallari af þeldra tagi með blóðhlaupin augu °gdrykkjamannssepa undir þeim. ar var þeldökkur Pólverji, kinn- Hskasoginn og með frammjóa höku, með dökkum skeggbroddum. Þar var vel stæður Gyðingur í kvöld- búningi með demantShnapp í hrukk- ótta skyrtubrjóstinu sinu og með hringa á óhreinum fingrunum. Upp- rennandi æskumenn utan úr borg- inni, með tómleg bros og blóðrjóðir af æsingu. Verzlunarmenn með bólgnar varir og þrútin augu — í stuttu máli sagt: hinn vanalegi hóp- ur týndra sálna, sem hægt er að sjá hvert kvöld á sínum stað, í spila- vitunum í London, Paris og Wien Þeir voru svo niðursoknir í að horfa á spilaborðið, að þeir gáfu komumanni engan gaunv Isaak, húsbóndinn í þessu helvíti, varð að hrinda tveimur mönnum frá til þess. að Talbot gæti komist að borðinu. Annar maðurinn, sem hann hafði ýtt frá, — sá til hægri handar — urraði lágt og bölvaði, um leið og hann leit upp og færði stólinn sinn til. Hann var illmannlegurásvip— og það voru þeir allir — með flótta- leg augu og slægðarlegan munn, sem var á sífeldu iði, þegar hann fylgdi kúlunni á borðinu með augunum. Talbot leit ekki á hann, en settist og var óðara jafn hugfanginn af leiknum sem hinir mennirnir. Hann lagði nokkra gullpeninga á borðið fyrir framan sig, og einn punds- pening á ferhyrndan, dökkan reit, sem málaður var á mitt borðið. Kúlan féll á samsvarandi lit og hann sópaði til sin gróðanum með hendinni. Eftir því sem lengra leið á leikinn, varð spilaupphæðin hærri og hann lagði nokkra seðla á borð- ið hjá gullinu, Margar slíkar hrúg- ur voru á borðinu og undravert að slíkur söfnuður skildi hafa svo mik- ið fé undir höndum. Um nokkra hríð var hamingjan ýmist holl honum eða andstæð. En alt i einu sneri hún við honum bak- inu, seðlarnir hurfu, hver á fætur öðrum. Hann hélt áfram engu að síður, rólegur, að því er virtist. En þó hefðu meðspilendur hans getað séð, að hann klemdi varnirnar fast- ar saman, að þær urðu ennþá fölari, að nasirnar hvitnuðu og flentust út, að dökku augun glóðu eins og eld- neistar undir hálfluktum augnalok- unum. Einungir fáir seðlar voru eftir. Han nvar að láta einn þeirra út á borðið, þegar hann rak upp grimdar- legt urr og sló olnboganum á hönd mannsins, sem sat við hlið honum. Hann hafði séð manninn vera að stela einum seðlinum. Réðist því á hann með dýrslegu æði. Hinir spilamennirnir hrukku upp úr hugsunum sínum, þegar þeir heyrðu þetta snögga, niðurbælda urr. Þeir hrifsuðu peninga sina. Stukku allir sem einn maður á fæt- ur, störðu agndofa á Talbot, sem hafði gripið fyrir kverkar þjófsins með- svo villimannlegum svip og æðisgenginni grimd, að það var bein- linis voðalegt á að líta. Maðurinn, sem staðinn hafði verið að þessum gripdeildum, braust um á hæl og hnakka, til að losa sig úr þessum löngu, grönnu höndum, sem héldu honum eins og skrúf- stykki og ætluðu að kyrkja hann. Einvígismennirnir, sem héldu hvor öðrum í föstum faðmlögum, slengd- ust á borðið og veltu því um. Engin óp heyrðust, ekkert orð var talað I háum róm. Allir fundu, þrátt fyrir æsinguna og áflogin, að þeir máttu ekki gera neinn hávaða. Isaak hljóp til þeirra, veifaði feitu og óhreinu höndunum út í loftið og grátbændi þá í hásum róm að vera rólega. “Herrar mínir, — herrar mínir!” hvíslaði hann. “Hvað gengur að ykkur? ó Móses! Lögreglan — heyrir til ykkar. Hvað gengur á?” Talbot vætti þurrar varir sínar með tungunni áður en hann gat komið upp nokkru orði- “Þetta þrælmenni hefir stolið frá mér seðli,” sagði hann lágt- “Það er lýgi,’ ’svaraði maðurinn. sem reyndi að ná tökum á Talbot og starði á föla andlitið yfir sér, % með sama svip sem rakki, sem rænt- ur er af beini. “Hann heldur á honum í hendinni,” sagði Talbot. Hann hallaði sér áfram, greip brennivínsflösku, sem stóð þar á borði. Sló henni af alefli á hnefa andstæðings sins. Hnefinn laukst upp. En seðillinn féll samanbögl- aður niður _á gólfið. Mað.urinn ætlaði að ráðast aftur á hánn, en þá greip Gyðingurinn utan um hann. Nokkrir þeirra, sem sáu viðureignina, lögðu lið sitt til að halda honum niðrl. UM leið og Talbot sleit sig af manninum, hraut lini flókahattur- inn, sem hafði hulið andlitið hans að nokkru leyti, niður á gólfið. Hann stóð i miðjum hópnum, og var þá gerólíkur hinum öðrum. Hann flýtti sér að taka hattinn og setja hann aftur upp. Þjófurinn lá við fætur hans. Isaak, og tveir menn aðrir héldu honum föstum. “trt með þig!” sagði Isaak. “Þú ert bófi — auðvirðilegur bófi! Við kærum okkur ekki um þína líka hér Þetta er staður fyrir heiðarlega menn.” Þegar þeir voru að hrinda mann- inum út úr dyrunum, þá hristi hann hendina alblóðuga fram- an í Talbot. “Sjáðu þetta,” æpti hann með ramri rödd. “Þú skalt verða að gjalda þessa ,fyr eða sið- ar. Þú skalt sárlega iðrast þess, þótt þú sért hreykinn núna. Eg skal bíða tækifærisins. Getur verið, að það komi að mánuði Iiðnum. Getur verið að það komi ekki fyr en ár eru liðin. En það getur lika verið, að tækifærið komi á morg«c. Eg skal elta þig eins og skugginn þinn.” Talbot var nú aftur orðinn kaldur og rólegur. Hann starði á hin blóð- hlaupnu augu mannsins og andlit hans, sem var þrútið af reiði. Hann var drembilegur á svipinn. Fyrirlit- ningin skein út úr augum hans- Hann snéri við honum bakinu. Hann stóð í nokkrar mínútur og hallaðist upp að vegnum. Hann krosslagði hendurnar og horfði til jarðar. Borðið hafði verið reist við. Spilið var byrjað aftur, eins og ekkert hefði í skorist. Isaak kom bráðlega aftur. “Nú er hann alveg farinn, herrar mínir”, sagði hann og baðaði afsak- andi út höndunum. “Þetta hryggir mig. Heimili mitt er heiðarlegt, eins og þið vitið, mínir heiðruðu herrar.” Talbot skeytti ekki um afsakanir hans og fór leiðar sinnar. Þegar hann kom út í svala og hressandi morgunblæinn, dró hann andann djúpt milli samanklemdra tannanna, og ypti öxlum. “Aleiga mín aftur!” tautaði hann. “Eg verð að hverfa aftur til Lynne Court.” V. KAPITULI. “Eru nokkur fleirir bréf?” spurði Veroníka- Hún sat við skrifborðið út við lestarstofugluggann- Jarlinn % lá aftur á bak í stóra stólnum sín- um hjá arninum. Veroníka sá um bréfaskriftir fyrir hann . A hverj- um morgni var hún vön að koma niður í lestrarstofuna til þess að svara þeipi bréfum, sem honum höfðu borist. “Þökk, það er ekki neitt meira, held eg,” svaraði hann .“A, jæja, það er þessi miði frá honum Talbot. Hann kemur hingað á morgun, það er að segja ef þú kærir þig um það.” Veroníka ypti brúnum lítið eitt.” Hvl ekki það?” sagði hún. “Það er svo langt síðan Mr. Denby hefir komið hingað.’ Það var eftirtektar vert, að hún kallaði hann Mr. Denby, I staðinn fyrir Talbot- Þó var hún bróður- dóttir Lynborough’s lávarðar og Tal- bot Denby var bróðursonur hans. En hún var svo stolt, að hún gleymdi því aldrei, að hún var að- eins tökubarn, sem alla gæfu sína átti dutlungum jarlsins að þakka Og þegar minst vonum varði gat hún fallið í ónáð hjá honum. “Já,” sagði hann þurlega. “Tal- bot kemur hingað varla nema hann eigi brýnt erindi. Eg get ósköp vel giskað á erindi hans við þetta tæki- færi. Skrifaðu honum og segðu að hann megi koma.” Veroníka skrifaði í flýti nokkrar línur og sagði, að jarlinum væri það ánægja, ef hann kæmi. Að þvi loknu sagði hún: “Ef þér eruð viss um, að það sé ekki meira að gera, þá ætla eg að fara út. Veðrið er svo indælt í morg- un. A eg að fara nokkuð eða gera nokkuð fyrir yður, Lynborough lá- varður?” “Ef þú ætlar út, þá geturðu geng- ið fyrir mig niður til hans Burch- etts og sagt honum að hann megi ráða þenna unga mann. Það var úr vöndu að ráða. Framkomu mannsins og meðmælum var ábóta- vant. Burchett skaut málinu undir minn dóm. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði eg látið hann fara sína leið- En það leit ut fyrir, að þú vildir honum vel, þarna um dag- inn, svo að eg breytti út af venju minni ,enda þótt hún sé góð. Því að það er ekki viturlegt, að veita þeim manni stöðu, sem maður veit ekkert um, hvorki gott né illt. Eg vona, að þessi skjólstæðingur þinn reynist vel ” Daufur roði færðist upp í kinnar Veroniku. “Hann getur varla kall- ast stjólstæðingur minn, Lynborough lávarður,” sagði hún. “Hann kom drengilega fram um daginn, lagði líf sitt í hættu fyrir hvolpinn.” “Góða Veroníka mín,” sagði jarl- inn og glotti kuldalega. “Þess konar hugrekki er mjög algengt. Níu þorp- arar af hverjum tíu sýna það.” “Hann leit ekki út fyrir að vera neinn þorpari,” sagði Veroníka. “Níu þorpabar af hverjum tíu líta ekki út fyrir að vera það,” ansaði jarlinn. “Segðu Burchett, að maðurinn megi vera hérna, þangað til að hann stendur hann að veiði- stuldi, eða sér hann vera að undir- búa innbrotsþjófnað hérna í húsinu.” Veroníka hló að þessari einkenni- legu fyrirskipun. Eftir drykklanga stund var hún komin út undir bert loft. Þetta var yndislegur morgun, eins og hún hafði sagt við jarlinn. Hún var gagntekin af gleði yfir fuglasöngnum og sóskininu. Hún gekk niður að kofa ráðsmannsins, en fann þar engan. Hún hélt því áfram gegnum kjarrskóginn, yfir engin og niður að Erne-ánni, sem rann eftir dalnum, ýmist í beinum og breiðum hyljum, eða yfir grynningar og hnullungagrjót. I ánni var mergð af ihlungi. Var hann þó sjaldan veidd- ur. Bara þegar gestir voru komnir á Lynne Court. Enda þótt Talbot gæti setið ó- temju mæði fallega og vel, var hann þó lítt hneigður fyrir íþróttir eða veiðar. Það eru þeir menn, sem fjár- hættuspil spila, mjög sjaldan. Veroníka gekk fram með *ánni og las við og við blómin, er skreyttu grasið á bakkanum. Arniðurinn, er hljómaði sem söngur í eyrum hennar. og angandi greni-ilmurinn, er barst að vitum hennar, hafði hálf svæf- andi áhrif á hana. Hún settist nið- ur, spenti greipar utan um hnén, hallaði sér upp að bakkanum og féll í leiðslu. Hún var djúpt sokkin í hugsanir sínar og hrökk því við, þegar önnur mannleg vera kom í ljós og rauf einveruna. Hún sá mann koma fram með bugðinni á ánni. óð hann út í strauminn og var að veiða. Það var maðurinn sem hún átti að flytja skilaboðin um. Háa og íturvaxna líkamann hans bar við loft og minti hann hana á myndimar eftir Allingham, sem hún hafði séð í skáldsögum Williams Black. Hún gaf nánar gætur að armhreyfingum hans, þegar hann henti önglinum með flugunni á út í ána. Hann var algerlega grunlaus um nærveru hennar. Þegar hann nálg- aðist hana, fór hún að finna til feimni: Hún var í þann veginn að rísa á fætur og læðast burtu, þegar hann fékk stóran silung á færið. Hún sá, að augu hans urðu hvöss og varir hans klemdust saman og hún varð gagntekin af sömu ákefð og hann. ósjálfrátt reis hún á fætur færði sig nær honum og þegar hann greip fiskinn og kastaði honum í fiskikörfuna, sem hékk við hlið hans, rak hún upp lágt ánægjuóp. Þótt það væri lágt, heyrði hann það samt og leit um öxl. Veroníka, sem skammaðist sin hálfvegis fyrir að hafa sýnt þessa ákefð, sagði jafn- vel drembilegar en hún var vön: “Góðan daginn. Eg þarf að tala við yður.” Hann tók ofan og óð hægt að bakkanum og horfði svo rólegur á hana, að henni lá við að reiðast af því. “Eg fór heim að kofanum hans Burchetts,” sagði hún 1 sama kulda- róm sem fyr. “Eg er komin til þess að segja honum frá Lynborough lá- varði, að hann megi ráða yður, enda , þótt meðmælin yðar séu ekki — séu ekki svo fullkominn sem vanalega N af ns PJ iöl Id Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd B1«1k Skrifstofusími: 23674 Stund&r aérataklega lungnasjúk dóma. Kr at5 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Ave. Talnfmi t 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Árta Bldg Talsíml: 22 206 Stundar eérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AtS hltta: kl. 10—lí « h. og 3—5 e. h. Heimill: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 216-220 Medleal Arta Bldfc. Cor. Oraham and Kennedy St. Phone: 21 834 VitStaletími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stundar elnfcftngn autftna- eyrna- nef- og kvcrka-sjúkdðma Er atJ hltta frá kl. 11—12 f. h. og; kl. 3—6 e. h. Talafmi: 21834 Heimili: 688 McMillan Ave. 42691 Talafml: 28 880 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somerset Block l'ortnge Avenue WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 er heimtað.” “Eg er mjög skuldbundinn han3 hagöfgi,” sagði Ralph. “Og eg er mjög glaður. Mér hefði þótt leið- inlegt að þurfa að fara. Þetta er svo indisleg sveit-” Hann leit í kringum sig út á ána, á skóginn og á heiðan himininn. “Hér hlýtur öllum að líða vel,” sagði hann ennfremur. Hún tók pilsið á musselínkjólnum sínum og bjóst til hrottferðar, en hættl við að fara og sneri sér aftur að honum. “Hafið þér veitt vel?” spurði hún. “Agætlega,” svaraði hann. Rödd hans lýsti virðingu, en þó jafnframt þeirri sjálfstæðistilfinningu, sem Veroníka hafði orðið vör við fyrsta daginn, sem þau hittust. “Það er reyndar of bjart; en það er þó vel hægt að veiða einn eða tvo fiska í hyljunum í forsælunni. Og það er krökt af þeim hér í ánni. Veiðinnar hefir verið gætt vel, en lítið veitt. Það er ákaflega skemtilegt,” sagði hann öllu fremur við sjálfan sig en hana. Veronika leit á ána og var auð- sjáanlega á báðum áttum. “Það lítur út fyrir, að yður falli það vel,” mælti hún. Hann hló- “Það er ekkert jafn skemtilegt sem það að veiða,” svar- aði hann- “Það er í það eina skifti, sem maður gleymir sjálfum sér- I Maður getur ekki hugsað um margt, þegar maður beitir skynsemi sinni I á móti fiski, ref eða hirni. Þér kunnið auðvitað að fiska?” Hann talaði við hana alveg eins og jafningja sinn og aftur gerði gremjan vart við sig í brjósti Ver- oníku. Hún svaraði kuldalega: “Nei, það geri eg ekki.” Frh. WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON Islenxkir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGB Bldg . Simi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur at5 Lund&r, Piney, Gimli, og Riverton, Mu. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur Lögfrœðingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur líkkistur og; ann&st um útfar- ir. Allur útbúnaóur sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaróa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone i 86 607 WINNIPDO Bjömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of MusSc, Gomposition, Theory, Counterpoint, Orchei- tration, Piano, etc. 555 Arlington SL SIMI 71621 MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO 854 RANNING ST. PHONE: 26 420 V Ragnar H. Ragnar Pianókennari hefir opnað nýja kenslustofu að STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALStliU 38 295 TIL SÖLU A ÓDIRU VERÐI “ITU RN ACE3** —bætSI vlBar oc kola “furnace” lltm brúkaS, ar |U fiölu bjá undlrrltuöum. Oott tæklfærl fyrlr fólk út á landl er bæta vllja hltunar- áhöld á helmillnu. GOODMAN & t'O. 786 Torontn St. Stml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BagKage and Purntture M«t1i| 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fr&m og aftur um bæinn. 100 berbergi meS etia án bafta SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Sfml 28 411 O. G. Hl'TCHISOK, elcuél Market and Klng 8t., Wlnnlpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR f kirkju Satnbandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnoðarnefndin: Fundir 2. og 4. finrtudagskveld í hverjum mánutSi. Hj&lparnefndin: Fundir fyrttú mánudagskveld t hverjum mánuBi. Kvenfélagið: Fundir annan þríVjtt dag hvers mánaCar, kl. I aC kveldinu. Sóngflokkwir**: Æfingar á hrerjia fimtudagskveldi. Sunnudagoskólinn:— A hverjum i sunnudegi, kl. 11 f. h.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.