Heimskringla - 11.02.1931, Page 2

Heimskringla - 11.02.1931, Page 2
2 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. FEBRtrAR, 1930. OpiS bréf til Hkr. Tileinkað þeim vinum mínum K. N* skáldi á Mountain, og frú Rósu Casper í Blaine. Kvöldið hjá Gísla Kristjánssyn og frú hans, m. fl. I Næsta dag, þ. e. 10. júlí, gekk eg inn í bæ og eyddi honum að mestu leyti hjá þeim hjónum Krist- jóni og Kristínu frænku mirtni. Það kvöld fórum við Kristjón til Gísla Kristjánssonar og frúar hans, og fengum við þar eins og annarsstað- ar góðar viðtökur, og sátum við fram undir miðnætti, Þangað og tll baka fengum við húðarrigningu með stormi og nógum kulda. Gísli Kristjánsson er bróðir Jón- atans K. Steinbergs í Seattle, og Sumarliða Kristjánssonar (sem lézt í Califorinu fyrir ári eða svo síð- an), og þeirra systkina; alt mann- vænlegt og gott fólk. Um konu Gísla get eg því miður ekkert sagt (þ. e- um ætt hennar), nema það að hún er elskuleg kona. Eitt af því, er mig langaði mjög til, er heimför mín var ráðin, var að komast í kynni við andatrúar- fólk, þar eð eg er ekki að eðlisfari fordómafull, og hefi lesið mikið um þetta efni og heyrt, af vörum fólks, sem telur sig hafa öðlast fullvissu um annað líf og verulegt vitundar- samband við framliðna ástvini. — fólks, sem mér dettur ekki í hug að væna um ósannindi. Mig langaðaði til að hafa persónuleg kynni af þeim sem hafa áhuga og trú á þessu sam bandi fyrir eigin reynslu, og með þess aðstoð að fá eitthvað það að sjá eða heyra, er einnig gæfi mér fullnaðarsönnun ef mörgulegt væri Þau Kristjánssonshjónin eru þar öll. — hafa einmitt fengið fuílnaðar- sönnunum um slíkt samband. Eg hafði sagðt Kristjáni, sem einnig hneigist að þessari skoðun — eða trú, frá þessari löngun minni. Vildi hann, eins og annars allir, sem um hana vissu, gjama greiða fyrir mér f því efni. Þau Kristjánssonshjón vissu og um þetta, og voru jafn- fús til að hjálpa og leiðbeina. Til þess að fá samband, er óhjákvæmi- legt að hafa miðil. Voru ýmsir til- nefndir, en einhver hængur á um flesta. Sá miðillinn, sem allir höfðu mest álit á þá, veikur þá og fyrir lengri tíma — því miður. Bentu þau hjón okkur á ýmsa, og þar á meðal Isleif Jónsson, og varð það að ráði að vinur minn Kristjón skyldi reyna að ná sambandi við hann fyrir mig. Sögðu þau hjón okkur margar merkilegar sögur af honum, og sögðu hann hafa mjög svo sérkennilega hæfileika i þá átt, og vera allra manna áreiðanlegast- an- Tækist okkur ekki að fá neina fullnægju gegnum hann í þessu efni, hétu þau hjón að gera sitt bezta til að koma mér í samband hjá ein- hverjum góðum miðli áður en eg færi. Það loforð efndu þau, og segi eg ef til vill frá því síðar. En þetta kvöld sögðu þau mér margt og merkilegt af eigin reynslu. Þvi miður tók eg aðeins eitt atriði niður og mun hafa leyfi til að segja frá þvi, en bíð í von um meira frá þeim. Sunnudag einn fórum við, Krist- jón, Kristín frænka mín og eg á fund Isleifs Jónssonar, að fengnu leyfi hans og dvöldum þar rúma tvo tíma- Las hann okkar ýmsar stór- merkilega viðburði frá eigin reynslu. Hann hefir mikið af þvi skrifað upp hjá sér, og er vel frá sagt og skil- merkilega. Þykir mér eigi ólíklegt að það verði einhvemtíma látið koma fyrir almenningssjónir. Hafi eg tekið rétt eftir — og eg “held að eg hafi gert það, fellur hann ekki í “trans” eins og titt er um miðla, að minsta kosti ekki nærn æfinlega. Né getur hann látið sig gera það eftir eigin geðþótta. En hann sér sýnir, menn og jafnve) landspláss, og lýsir þvi hvorttveggja svo, að þeir sem hlut eiga að má!i þekkja mennina og landsplássið, er fylgir þeim sýnum, bera með sér, hvar og undir hvaða kringumstæð- um, hinir framliðnu hafa í lifanda lífi verið með þeim, sem þeir A J þenna hátt eru að ná sambandi við. Eg vil ekki fara lengra út í þessa sálma, því með því kynni eg að spilla áhrifum góðra sagna, þar eð eg hefi hér ekki annað en minní, sem er í meira lagi götótt orðið, að styðja mig við. En þeir tveir tím- ar, sem við eyddum hér, voru í hæsta máta skemtilegir, og eg vil segja — uppbyggilegir. Eg er þvl herra Isleifi þakklát, eins og hinum mörgu, sem greiddu götu mina með Ijúfmensku og velvild. Fleirum kyntist eg heima, sem bæði gátu og vildu leiðbeina mér i þessu ef»i En hér strandaði alt á mér. Þó eg alls ekki efaðist um sannsögli fólks um eigin reynslu, skorti mig þvi miður trúareiginleika til þess að annara reynsla gæti orð - ið mér fulnaðarsönnun. — Ef þú efar ekki sannsögli okkar í þessum efnum, því getur þá ekki okkar reynsla orðið þér sönnun? var spurt oftar en einu sinni, og ekki að á- stæðulausu. Já, hvers vegna? spurði eg sjálfa mig i allri einlægni. I raun og veru trúir efasemndamaðurinn — eða konan — engu, sem eftir nákvæma yfirvegun ekki samrým- ist þeim lögum, sem maður þekkir eða getur skilið — gert sér einhverja skynsamlega grein fyrir. Þó veit hann, að tilveran er full af óráðnum gátum, og að flestar þær gátur, sem ráðnar eru, 'hafa aðrir ráðið á undan honum. Hann Alt þetta myndi kosta ærið fé. Tor- merki þessi ollu mér hiighvarfs. — Þar kom og annað atriði til greina. Vinstúlka mín, Þóra Marta Stefáns- dóttir hafði ákveðið að fara þetta sumar norður í Skagafjörð, til hjón- anna Gunnlaugs Björnssonar (skóla stjóra á Hólum í Hjaltadal) og Sig- urlaugar Sigurðardóttur frá Brim- nesi í Skagafirði- Ákvað eg því að veit, að aðrir geta komið auga á j fara með henni, því hér var um á- kjósanlega samfýlgd að ræða báð- ar leiðir. Sjálf er eg fædd á Hrapps stöðum í Víðidal, og var þar fyrstu tvö ár æfi minnar, og síðan 4 ár á Jörfa, einnig í Víðidal. Þar eigi allfjarri býr og bróðir minn, Björn, áður getið, og syni hans bjóst eg við að geta séð aftur. Breyting þessi á fyrirætlan minni var því allt annað en ógeðfeld. Að vísu bjóst eg ekki við að hitta annað fólk, sem myndi eftir mér, en þá frændur mína. Upprunalega vár það fremur landið en fólkið, sem mig langaði til að sjá. Fólkið þekti mig ekki né eg það. En eg þekti landið^ og á minningar, sem tengd- ar eru við það, um fólk sem var, en er nú ekki framar á meðal lif enda. Landið kvaddi eg með djúp- um söknuði fyrir 43 árum, en þjóð- ina litlum, að undanskildum örfá- um sálum. Misskilnirigur auðvitað, enda var eg þá unglingur. Enginn elskar nokkurt land, eða jörð, nema fyrir þá þýðingu, sem það hefir fyrir mann og fólk hans. Föður- ýmiskonar sannindi löngu á undan honum sjálfum. En einmitt af þvi hann veit, að óráðnar gátur — eða sannindi eru til, er hann og leit- andi, — ávalt leitandi. Alt þetta kom mér til að leita svars við ann- ari spurningu: Hvers vegna get eg ekki fengið þessa reynsluþekkingu á hinni svonefndu andatrú? Eftir alvarlega athugun komst eg að þess ari niðurstöðu: Af öllum þeim fjölda, sem eg hefi kynst af rit- um, sögnum og persónulegri þekk- ingu, eru þeir langsamlega í meiri- hluta, sem sjálfir hafa nýlega átt á bak að sjá nánustu ástvinum. Kemur þá til greina, hvort missir- inn gerir ekki syrgjandi ástvini næmari fyrir þesskonar áhrifum, og samsvarandi auðveldleika frá hlið binna burtförnu ástvina sé hér og um að ræða, og þess vegna "séu það einmitt syrgjendur, sem fá þessa reynsluvissu um framhald lífsins- Þessi ráðning gátunnar fanst mér eigi ósennileg, og lét því þar við sitja. Enda mun fólk sjá, að þetta sé ekki ferðasaga . Játa eg það landið — forfeðralandið. Það er þeg satt að vera og bið afsökunar. Undirbúningur. 11. júlí gekk í snúninga og und- irbúning undir ferðalag, sem nú var í aðsígi. Eg kaupi mér íslenzka sokka og vetlinga — var búin að reka mig á og vissi nú, að slíkur fóta búnaður átti betur við íslenzka I [ veðráttu en amerískir silkisokkar. Þó mætti eg ferðafólki, sem var á | útlendum silkisokkum og hælaháum skóm. En ekki iðraði mig þessarar I fyrirhyggju- Eg þurfti líka að út- ! vega mér reiðföt og rosabullur, þ e, hnéhá togleðursstígvéi; þvl nú átti að koma á hestbak, ef þessi yrði kostur, þvf það hafði eg enn ekki gert. Að koma heim á Is- land án þess að koma á hestbak, hefði verið synd — stórsynd. Upprunalega var áform mitt að ferðast um hinar söguríku Skafta- fellssýslur. Þegar eg fór að hefja máls á þessu, var mér sagt að vatnsföll á þeirri leið væru illfær Mikið af leiðinni yrði að fara á hest- um, þá gæti orðið örðugt að fá, og fylgdarman nyrði maður að hafa, ar alt kemur til alls, sál þjóðar innar, sem maður elskar. Ekki svo mjög einstaklingarnir, heldur þjóð- in, eða þjóðernið, þetta sem setur sérkenni sitt á einstaklinga hennar, sem aðgreinir þá frá annara þjóða einstaklingum að eðlisfari og ásýnd. Og landið okkar hefir stimplað ein- kenni sín, náttúru sinnar og eðli á þessa sál- Það er hið eina sanna þjóðemi. Við Marta erum ferðbúnar. För- um heim að Undralandi til að vera heima siðustu nóttina áður en við leggjum upp í langferðina. Frh. Hér er önnur gyrnileg K\A<3 Flestar konur eiga erfitt með að finna upp nýja og gyrnilega rétti. . . . Þessi sem ungfrú Katherine M. Caldwell ritstj. matrelðsludeitdar Canadian Home Journal, Toronto, bendir á fellur áreið- anlega öllum í smekk. TIL DÖGURÐAR Ost og Garðmeti-Súfla með Rjóma sósu Smurt Brúnt Ristarbrauð Sætir Pæklar Heitar Raspberja kökur* Chase & Sanbom’s Te Með eftirmiðdagstei er ekkert Ijúffeng- ara en þessar Resberju kökur nett- skomar — klofnar og smurðar og born- ar fram heitar með bolla af tei. Ungfrú Caldwell segir: “Magic Baking Powder má ætið nota þvi hann er til jafnaða hinn bezti, og ábyggilegur. Eg nota hann og mæli með honum því reynzlan hefir sýnt mér og sannað að úr honum bakast ávalt bezt. Athugtð þetta vörumerkl. Það er trygging fyrir því að i Magic er hvorkl álún eða önnur skaðleg efni. Reynið ungfrú Caldwell’s for- skrift fyrir Raspberja kökum Kafbátsförin til Norðurheimskautsins. 4 m«l»kclSar of Feltl ’Á bolli af mjólk Sykor-tenlnsrar Raxpberja löitur, e»a Sirðp 2 hollar af mjöli 4 teakelSar Maelc Baklna Potvder Viteakeltí nf Saltl 2 mntakelöar nf Sykri ''ít * A' Blanda sanian þurra efninu vel. Sker tolgina mjö<' smatt eða myl hana smátt með þeytir eða stáf- kvísi. Þegar efnið er orðið að útliti eins og grófi m.|°l þá bæt í mjóikinni, hrær rösklega saman. Breið deigið út á mjölborinni fjöl og flet það ofan i ems þumlungs þykt. Sker það svo með mjöl- bornum hníf. Tak sykurteningana, dýf þeim í berjalögin . . . a» niðursoðnum Raspberum . . . og sting tening í hverja koku, þrýst honum vel niður í deigið svo sykrið renni ekki út af þegar það bráðnar. Lát kökurnar á fituborna pönnu og baku við 450° F. hita í 12 til 15 mínútur. Kaupið vörur er búnar til eru í Canada. . • „ PoVf U( BaU,re«e.b*i"S'e‘ ensutet bet Je* Prófessor Sverdrup seglr frá. t Eins og getið var um í “Vísi”, fyrir skömmu, er norski Ihafsfarinn prófessor Sverdrup einn þeirra vis- indamanna, sem ráðinn er til norð- urfarar með Wilkins hinum Ame riska í sumar komanda. Er pró- fessor Sverdrup heimskunnur vísinda maður fyrir rannsóknir sínar í Norð urhöfum og meðfram ströndum Síb- eríu á “Maud”-förinni nafnkunnu A hann að hafa yfirstjóm allra vís- indastarfsemi á hinni fyrirhuguðu kafbátsför Wilkins um þvert pólhafið í sumar. Mikið hefir verið rætt um þessa norðurhöf, og hafa margir kallað hana feigðarflan og vitleysu, sem gengi vitfirringu næst. Furðaði marga á því, að svo gætinn maður og hagsýnn sem Wilkins skyldi geta látið sér detta aðra eins fjarstæðu í Hug, c" Kó enn frekar, að svo þraut reyndi'r' norðurfari sem prófessor Sver<’rup, sem sjálfur hefir margra ára rejmslu og viðkynningu af ógn- ura og erfiðleikum Ishafsins, skuii ’áta ginna sig út í annað eins og is- hafsför þessa- Nú hefir prófessor Sverdrup ný- skeð haldið fyrirlestur í Björgvin um “Heimskautarannsóknir á Kaf- bát.” Var það mjög fróðlegur fyrir- lestur og ítarlegur; og þótt hann eðlilega kvæði ekki niður með öllu ótta manna um hættur og feikna- mikla erfiðleika á norðurför þess- ari, þá sýndi þó ræðumaður fram á, að full ástæða sé til að vera vongóður um æskilegan árangur fararinnar, enda sé hún svo vel undirbúin að fjarstæða sé að telja hana fyrirhyggjulausa glæfraför.— Til fróðleiks fyrir lesendur "Vísis” er hér tekinn útdráttur úr fyrir- lestri þessum: Ekkcrt nýmæli. Hugmyndin um að nota kafbát til norðurfara er eldri en fyrsti kaf- báturinn. Og er farið var að smíða þá og reynsla fengin fyrir nothæfi þeirra, þótti fullvíst, að til þess háttar ferða væri kafbátar enn eigi nægilega fullkomnir. Er Nansen sál. eitt sinn var spurður um álit sitt á þessu atriði, svaraði hann, að hugmyndin væri nógu góð, en kaf- bátamir ekki. En hann bætti þvi við, að á hinn bóginn gæti senni- lega að því komið, að þetta reyndist framkvæmanlegt. Kafbátur Wilkins. Kafbátur sá, er Wilkins notar til fararinnar, getur farið alt að 5000 kvartmílur í einum áfanga. En leið- in þvert yfir Pólhafið er 2000 kvart- mílur. Eins og kunnugt er, ganga kafbátar fyrir rafmótorum, meðan þeir eru í kafi. Verða þeir því að hafa aðrar hreyfivélar til að hlaða rafgeymana, og eru til þess helzt notaðir dieselmótorar. Þess vegna verða bátarnir að vera ofansjávar. meðan rafgeymarnir eru hlaðnir. — Kafbátur Wilkins getur farið 220 km. í kafi á einni hleðslú; en eigi er hyggilegt að þreyta svo langt, nema þá er brýn nauðsyn krefur Hæfilegast mun vera 100—120 km. Ætti þvi að fara úr kafi eftir hverja 120 km., hlaða rafgeymana og fylla öll hólf hreinu lofti- Lagís og borgarís. Helstu rökin gegn för þessari hafa verið þau, að kafbáturinn mundi ekki ná upp á yfirborð sjávar þar nyrðra sökum hafíssins. Verðum við þá fyrst að gæta þess, að óslitin hafþök eru sjaldnast í norðurhöfum Og mismunur á þessu er mikill á sumrum og vetrum. Borgarís sést ekki norður 1 Pólhafi, og er þvi engin hætta á því, að kafbáturinn muni rekast í ísjaka hundruð feta niður í sjó. Borgarisinn stafar frá skriðjöklunum á Grænlandi, en .haf- straumarnir reka hann suður á bóginn. A Frans Jósepslandi og Sval- barða eru ’ að vísu líka skriðjöklar, en þeir eru svo litlir, að þeir valda % engum borgarís í hafi. Isinn í Pól- hafinu er rekis, lagis er myndast hefir á yfirborði hafsins og síðan brotnað sundur í gríðarstór flök. Hafa svo stormar rekið ísinn saman í rastir og garða (“skrúfað” hann saman), og er hann því mjög óslétt- ur og hrufóttur bæði að ofan og neðan, og erfiður yfirferðar, en þykkur er hann ekki. Mesta þykt lagsins 12—15 m. Mér er vel kunnugt um' þykt íssins meðfram ströndum Síberíu trti á sjálfu Pólhafinu er erfiðara um vik að ná réttum mælingum. Meðfram ströndunum var ísinr* venjulega lOm. þykkur, og þar stendur hann á grunni. Þykkasta ísflakið, er eg nokkuru sinni hefi rekist á með ströndum fram, var 18m., og svo þykkan ís býst eg tæplega við að maður hitti fyrir á hafi úti. Það sem veldur þykt íssins inni við land, er að stormar og allskonar straumar hafa þjapp- að honum saman. trti á hafi er það aðeins vindurinn, sem þjappar að ísnum, og trúi eg þvi tæplega, að maður hitti þar fyrir þykkri is en 12—15 m. og undir þann is getur kafbáturinn eflaust farið ferða sinna Vakir og lón. Það er því engum erfiðleikum bundið að fara ferða sinna undir ísn- um. En er þá hægt að komast upp aftur? Vér skulum minnast þess, að á sumrum er lofthiti um 0 stig yfir öllu Pólhafinu. Var þetta reynsla vor á “Maud” á 76. br.st og einnig “Fram”-manna á 84. br. st. Hitinn var nærfelt sá sami. Veldur þetta þvi, að myndaðist sprungur og brestir í ísinn á sum- rum, frjósa þær eigi saman aftur Fram eftir sumri verða þvi fleiri og fleiri vakir í ísnurú. Vakirnar myndast, þar sem misvindi eða straumar mætast. Þær eru ekki beinar, en ganga oft í bugður og odda. Reki nú vindur eða straumur VISS MERKI kemur af því að nýrun hreinsa ekki eitraðar sýrur úr blóðinu. Gin Pills veita lækningu með því eyðileggja sýrur þessar og koma nýrunum aftur til að starfa eðlilega. — Kosta 50c i öllum lyfjabúðum. flökin saman, vill það sjaldnast til. að vík og oddi mætist, eins og áður var, heldur rekast oddar á, og myndast þá op og lón milli flaka. Lón þessi standa opin og auð a. m. k. alt sumarið, og þeim fjölgar jafnt og stöðugt fram undir haust. — Er þetta reynsla bæði ‘Mand’- og ‘Fram’- verja. Á sumrum var t. d. aldrei hægt að fara svo 2 km. leið frá “Maud”, að eigi rækist maður á vakir þessar og lón. Það er þetta, sem gerir fært að fara á kafbát undir ísnum. Allir þeir, sem um Pólhafið hafa farið, fullyrða, að vakir þessar sé í ísnum Síðast í ágúst í sumar átti eg tal við Ottó Sverdrup (sál.) i síðasta sinn. Spurði eg hann þá, hvort hann teldi hægt að fara 10 km. beina leið um Pólhafið, án þess að hitta á vök, Kvað hann það óhugs- I andi. Ljósvarp gegnum glugga- Nú gæti verið hætta á, að erfitt reyndist að finna vökina, þegar maður er i kafbát inn undir ísnum. Er þetta svo alvarlegt atriði, að ■ fullrar reynslu um þetta verður aff afla sér, áður en lagt er út í það. I Til eru nú þegar ýmisleg tæki, er gera það að verkum, að maður þarf eiga að vera al-blindur, þótt byrgður sé í kafbát undir is. Á ^ kafbát Wilkins verða glergluggar : að framan, og innan við einn þeirra sterkt ljósvarp (“ljóskastari”). Þeir sem reynt hafa, fullyrða, að á þenna hátt sjáist um 20 m. gegnum sjó- inn. Er með þessu girt fyrir, að rekast óvænt á ís. Annars verður farið svo hægt undir isnum, að árekstur á ís mundi eigi valda neinu tjóni á bátnum. Með ljós- varpi ætti maður einnig að geta séð„ hvort is eða vök væri uppi yfir- Nú berst meiri birta niður um vök, heldur en gegnum isinn. Á bátum ofanverðum er gluggi, og innan við hann er afar ljósæmt rafhylki, er stendur í sambandi við rafmæll (galvanometer) í stjórnklefanumt Hreyfist vísir mælisins til og frá eftir áhrifum ljóssins á rafhylkið. Og með þessu verður séð, hvort bát- urinn er undir ís eða vök. Furðulegt áhald. Til eru einnig önnur hjálpartæki á ferðalagi þessu. Má gera sér mikit not af mælingum á endurkasti hljóð- sins. Frá botni kafbátsins verður send hljóðbylgja niður á hafsbotn og “bergmálið” nær svo upp aftur til hljóðauka ‘mikrofón) í báts- botninum. Nú berst hljóðið 15 m, á sek. í sjó. Með þessum hætti má reikna út sjávardýpið innan vissra takmarka- Ahald eitt, sem til þessa er gert, getur þá sjálfvirkt dregið upp línurit af sjávarbotni, sem farið er yfir. Hljóðmerkið verður þá t. d. sent sjálfvirkt þriðju hverja sek- úndu. Þessa sömu aðferð má einnig nota til að mæla fjarlægðina frá kaf- bátinum og uppundir isinn. En við þetta tækifæri þarf frekari reynslu og itariegtri, þar eð áhald þetta hefir ekki fyr verið notað á þenna hátt. þér sem ttn tifí Tl IV! BUR The Empire Sash & Door Co, Ltd. BlrgSlr: Henry Ave. East Phone: 26 35ð Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.