Heimskringla - 11.02.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.02.1931, Blaðsíða 6
« BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. FEBRÚAR, 1930. JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson Eftir augnabliks þögn spurði Diana. “Hvar er Adriutha Lodge?” “í Berkshire. Viljið þér koma þangað til okkar?” spurði herra Rivett. Díana leit á Curmew hersi, en hann stóð og starði svo frekjulega á hana, að hún leit óðara af honnm aftur. “Við getum hugsað um þetta,” sagði Syl- vietta um leið og hún leit yfir þangað sem Edgerton sat. “Gætuð þér ekki tekið ákvörðun í þessu nú þegar?” spurði Mr. Rivett. Þessi einkenni- legi og holdgranni maður, með stóru gleraug- un og mikla yfirvararskeggið, hafði sínar eig- in aðferðir í öllum viðskiftum. Honum var meinilla við allan drátt og óákveðni í viðskift- um, því hann var ákveðinn og fljótur að hugsa sjálfur og krafðist þess af öðrum. “En þér hafið ekki minnst neitt á skil- yrðin ennþá,” sagði Edgerton. “Ó, þurfti eg að minnast á það? Eg hélt að þið hefðuð sjálf skilyrðin á reiðum hönd- um. Nú jæja,” sagði Rivett. Og tilboðið, er hann gaf þeim, gerði þau öll saman feimin og forviða, því þeim fannst hann bjóða þeim alltof mikið. Edgerton sagði brosandi við Díönu: *‘Hvað segið þér um, að við héldum dálitla ráðstefnu inni í herberginu yðar? Ef herra Rivett hefir ekki neitt á móti því, að við víkj- um okkur frá í tvær eða þrjár mínútur.” “Nei, nei. Eg hefi ekkert á móti því. Ger- ið þið svo vel. Það er einmitt það, sem eg æski eftir að þið gerið, og eg gef mikið fyrir það að fólk sé fljótt að ákveða sig um hvað eina,” sagði Rivett. Sylvíetta, Díana og Edgerton stóðu undir- eins upp og yfirgáfu gesti sína og lokuðu dyr- unum á eftir sér. “Nú?’ ’sagði Díana um leið og hún tyllti sér n’ður á rúmbríkina. “Hafið þið nokkru sinni áður séð annan eins mann?” Sylvíetta sneri sér að Edgerton og mælti: '“Hvernig lízt yður á hann, frændi?” “Ja, eg get vel liðið þenna litla einkenni- lega mann með stóru gleraugun sín," svaraði Edgerton. “Eg held einmitt að hann sé einn af þeim mönnum, sem við höfum beðið eftir og þörfnumst.” “Við?” sagði Díana áhyggjufull. “Eruð þér að hugsa um að fara með?” “Díana, eruð þér að hugsa um að þvinga mig til þess að draga mig’til baka úr þessum ágæta félagsskap?” spurði Edgerton. “Það er eitt, sem við verðum að gera út um núna," sagði Sylvíetta. “Ef frændi okkar, herra Edgerton, verður í félagi með okkur, þá verðum við að kalla hann Jim, því það hljómar hetur í eyrum fólksins, sem gæti að öðrum kosti furðað sig á því og slaðrað.” “Jim?” endurtók Díana. “Nú, jæja, það veldur mér engum óþægindum, að kalla hann Jim, Tom, Bill eða eitthvað annað,” hélt hún áfram kæruleysislega og ypti öxlum. “Mér er einnig alveg sama hvað þér kall- Ið mig," sagði Edgerton. “Bara ef þér ekki kallið mig of snemma.” “Þetta var mjög óheppileg og slæm fyndni hjá yður, kæri frændi,” sagði Sylvíetta. “Ef við skyldum einhverntíma kalla á yður, þá skal það alls ekki verða of snemma — og ekki und- ir neinum kringumstæðum nema fyrir fullu húsi." “Vitleysa! — og þér! Hvílíkur endemis samsetningur," sagði Edgerton. Viljið þér vera svo góður, herra Edgerton, uð láta hið æruverða álit yðar í ljós um þetta tilboð yfir sumarið,” sagði Díana kuldalega og rendi augunum rólega yfir til systur sinnar. “Takið því,” svaraði hann. “Það er gott tilboð.” “Þér mælið þá með því?’’ spurði Sylvi- ■etta. “Hefi eg mælt með því?” spurði Edger- ton Díönu, en liún svaraði aðeins: “Eg mæli með því að við heimsækjum Tjölskyldu herra Rivetts á Adriutha. Það er mín meining.” “Jæja, þá vil eg það líka," sagði Sylvíetta. "‘Og er það þá afgert?” Díana leit á Edgerton. “Ætlið þér virkilega að fara með okkur?” spurði hún. “Ef þér viljið leyfa mér það,” svaraði Ed- gerton. “Hver á að vera talsmaður okkar?” spurði Díana. “Vilt þú vera það, Sylvíetta?" ‘Það er betra að Jim sé það. Það lítur hetur út,” sagði Sylvíetta um ieið og hún gekk áleiðis til dyranna. Edgerton gerði Mr. Rivett hógværlega ^rein fyrir þeirri ákvörðun, sem þau höfðu tekið og óðara en Edgerton hafði lokið máli slnu, stóð herra Rivett á fætur. “Þá er eg ánægður,” sagði hann. “Kom- «ð til Adriutha svo fljótt sem þið getið. Tak- ig alt það með ykkur, sem þið þurfið með og getið, því eg hefi nóg pláss. En takið ekk ert þjónustufólk með, því eg hefi nú þegar nóg af því. Konan miín og eg tökum á móti ykkur sem gestum okkar. Sonur minn og dóttir eru á líkum aldri og þið, svo eg vona að þið getið orðið í góðum félagsskap og komið til með að kunna vel við ykkur. Hersir, ef þér eruð til, þá skulum við nú fara. Verið þré sælar, ungfrú,’’ sagði hann um leið og hann rétti Sylvíettu hina mögru hendi sína. Hann kvaddi þau Díönu og Edgerton einn- ig með handabanda. Og að því búnu þreif hann í hersirinn og eyðilagði fyrfr honum mikilsvarðandi hneigingu, sem hann reiknaði ekki upp á að taka myndi svona fljótan enda. “Nú!’ ’sagði Sylvíetta með dillandi léttum hlátri og dæsti við er hurðin féll afbur á eft- ir þeim. “Þá er nú þetta afgert. Látum okk ur gleyma því. Hvernig lízt þér á kjólana okkar, Jim?” “Þeir eru yndislega fallegir. Samt fanst mér Díana frænka mín mjög hrífandi í þessum japanska skrúða, sem eg sá hana í fyrst,” sagði Edgerton. “Eg held að þú hafir ekki góðan smekk, Jim,’’ sagði Díana. “Mér fanst eg líta alveg voðalega ilia út, Sylvíetta, því eg hafði tvö blóm á bak við eyrun og var með stráskóna þína á fótunum.’’ “Þú iíkist töfragyðju úr japönsku æf- intýri,’ ’sagði Edgerton. “Höfuð mitt hefir ef til vill verið eitthvað veikt, en eg get ekkki gleymt þeirri fögru gyöju, er eg sá hér þegar eg leit inn í stofuna.” “Reyndu það með því að drekka te,” sagði Díana um leið og þjónustustúlkan opn- aði hurðina og bar það inn. “Þunt te og ó- styrkt hjarta á mjög vel saman.” “Já, já, eg skal gjarna reyna með te eða hverju öðru sem þú vilt. En ef þú heldur að eg muni nokkru sinni gleyma því augnabliki er eg sá þig — yndislega, japanska skugga- mynd, stráða sólargeislum — ljósvakakynj- aða, dásamlega-------” > “Þú ert skáld, Jim!” sagði Sylvietta með aðdáun. “Eg las einu sinni kvæði eftir þig í blöðunum, en þá fanst mér nú samt alt annað." “Díana gerði mig að skáldi,’’ svaraði Ed- gerton. “Ef þú hefði séð hana, þegar hún gekk fyrir gluggann og þar sem hún ljómaöi eins og japanskt sólhof, þá er eg viss um, að þú hefðir líka orðið skáld.” Edgerton hló létt. “Eg fann þá líka nafn handa þér, Díana,” hélt hann áfram. “Það kom alveg af sjálfu sér og lá strax á vörum mínum.” “Og hvað var það?” spurði Díana um leið og hún leit forvitnislega til Edgertons. “Japonetta! — Eg hefi aldrei heyrt það nafn nokkru sinni fyr. Og eg held að það hafi aldrei áður verið til. Það myndaðist af sjálfu sér í huga mínum og eg bar það fyrst fram Joponetta!” “En hvers vegna barstu það ekki fram undir eins og þú fanst það upp?” spurði Dí- ana. “Vegna þess að mér svndist þú vera nægi lega hrædd án þess,” svaraði Edgerton. Díana ypti öxlum og rétti Edgerton boll- ann. “Japonetta,” sagði hún og dró orðið. “Eg ve't hreint ekki hvort mér fellur það eða ekki. Það virðist hljóma hálf 'éttúðugt.” “Eins og þú sért það ekki!” sagði Edger- ton ertnislega. Díana leit skarpt til hans sínum stóru, bláu augum. “Heldur þú að eg sé það?” spurði hún. “Nei, það held eg ekki,” svaraði Edgerton. “Þú veizt að eg er það,” sagði Díana um letið og hún náði sér í köku. Hún leit á hana og lyfti svo upp höfðinu og leit til systur sinnar, sem virtist önnum kafin við að slétta úr fellingum á borðdúknum. “Geturðu hugs- að þér að við sækjum nokkra ánægju til fjöl- skyldu Mr. Rivetts?’ ’spurði hún. “Ó ekki geri eg ráð fyrir því,’ ’svaraði Sylvíetta. “En hvað gerir það tU? En eg hefði gaman af að vita, hvort hersirinn yrði þar líka boðsmaður.” Díana ypti öxlum. “Hann er ekkert annnað er leiðinleg fígúra. Mér fannst hann vera reglulega ó- geðslegur.” “Eanst þér það? Mér fanst hann þó gera alt sitt bezta til þess að vera mjög elsku- legur. Hver er hann, Jim?” spurði Sylvíetta. “Eg veit það ekki, svaraði Edgerton. “Það má vel vera að eg hafi heyrt talað uöí hann einhverntíma, þó eg muni ekki eftir því. Hann er eflaust mjög vel að sér og mér leizt heldur vel á hann. “Eg hefði gaman af að vita, hvort þú ert reglulegur spjátrungur,” sagði Díana hugs- andi. Edgerton roðnaði og sat svo eins og myndastytta og horfði á Díönu. “Það lá við að eg yrði reiður,” sagði OSSOSOðOOOOSOOOOOSOSOSOSOSOOOðOSCeOOSCCiSOCOCCOSCCðOOC Robin'ÍHood Rdpia Oats Canadiskur morgunmatur hann eftir augnabliks um- hugsun. “En eg gat það ekki, eftir að eg fór að hugsa nánar út í það, sem þú sagð- ir.” “Ertu svo óvanur að hugsa?” spurði Díana háðs- lega, svo hann roðnaði aft- ur. “Hættu nú einhverntima að erta hann, Díana,” sagði Sylvíetta um leið og hún helti aftur tei í bollann sinn. “Þú ert altof stríðin.” “Eg býst við að við séum bæði dálítið breysk,” sagði Edgerton, “því eg sit hér og læt narra mig og lít svo út eins og eg sé hálf- ruglaður maður, með því að láta biðja mér vægðar.” “Við erum of viti bornar, sagði Sylvíetta róleg. “Það er gallinn á okkur; og eftir því sem við reynum meira, verðum við vitrari, og svo verðum við á endanum annaðhvort hataðar af öllum eðá — vel giftar”. “Hvers vegna endilega að velja tvær svo gagngerðar andstæður? ’ spurði Edgerton hlæ jandi. “Vegna þess, að maður sá sem getur þolað okkur, eftir að við erum búnar að sundurlima hann, er áreiðanlega þess verð- ur að giftast honum. Það er ekki meir.ing okkar ennþá að sundurlima neinn mann, en það lærist smátt og smátt. Það keniur með æfingu og reynslu.” Edgerton hló aftur og Sylvíetta hió líka, en Díana brosti ekki einu sinni. Hún hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum og virti þau fyrir sér alvarleg og hugsandi. “Hvað gömul ertu annars, Díana?” spurði Edgerton og leit beint í augu hennar. “Tuttugu og sjö ára,” svaraði Díana. “Eg ætla að biðja þig að láta þér samt ekki verða svo bilt við, að þú fallir af stólnum.” “Hvað!” hrópaði Edgerton efandi. “Eg lít víst út fyrir að vera kringum 19 ára. Er það ekki?” spurði Díana brosandi. “Eg hélt að þú værir aðeins átján ára,” sagði Edgerton. “Nei, eg er tuttugu og sjö ára og Syl- víetta er tuttugu og fimm.” “Svo þú ert sú eldri?” sagði Edgerton. “Það er betra fyrir þig að tala varlega um þessi efni,” sagði Sylvíetta brosandi; “því það gæti ef til vill farið svo, að þú mættir ásaka þig sjálfan fyrir árás á tvær gamal- jómfrúr. Þú hefir hingað til komið mjög vel fram. Gerðu þér far um það framvegis, og gættu þess að þú spillir ekki fyrir sjálf- um þér.” Ef þið hefðuð ekki sagt mér þetta, þá hefði eg tekið Sylvíettu fyrir að vera nítján ára og þig fyrir að vera átján Eg — ja, það er rétt svo að eg trúi þessu ennþá,” sagði Edgerton efandi. “En hvað ert þú gamall, frændi minn?” spurði Sylvíetta, með samblandi af glettni og blíðu. “Eg er þrjátíu og tveggja,” svaraði Ed- gerton. “Okkur kom ekki í hug, að-þú værir orð- inn það gamall,” sagði Díana um leið og hún leit til Edgertons með efabros á vörunum. “Skiiur þú það ekki, Jim frændi, að við stríðum þér vegna þess, að þú ert okkur geð- feldur,” sagði Sylvíetta hlæjandi. “Stúlka, sem er tuttugu og sjö ára, er mörgum mannsöldrum eldri en maður, sem er þrjátíu ára,” sagði Díana. “Náttúrlega frá vissu sjónarmiöi. Fræðivitslega stöndum við Sylvíetta okkur ágætlega og mönnum eldri okkur framar. En í verklegum framkvæmdum, get eg viðurkent að maður þrjátíu ára sé okkur reyndari; en þrátt fyrir það er langt frá því að hann sé nægilega fullkominn og fylli þær kröfur, sem við gerum til manns.” Edgerton var alveg orðlaus af undrun og lét sig falla niður í stól á meðan hugur hans starfaði. “Vitið þið?” sagði hann, “að eg hafði ekki hina allra minstu hugmynd um, að eg ætti slíkar frænkur sem ykkur, er troðið fram sem sérstæðar vísdómsgyðjur, fullvissar um andlega auðlegð ykkar framyfir þrítuga pilt- unga. Hvar hafið þið annars gengið í skóla? “Á matreiðsluskóla suðurfrá, og ^vo geng um við á háskóla. Síðan stundaði Sylvíetta lögfræðisnám og starfaði um tíma við mála- færzlu, og eg hefi unnið mér inn lækninga • leyfi. Skelfir það þig?” spurði Díana vin- gjarnlega. “Heldur þú að það hafi eyðilagt okkur?” spurði Sylvíetta svo einfeldnislega, að Edger- ton gerði enga tilraun til þess að bæla niður hlátur sinn, er diilaði niðri í honum. “En í herrans nafni! Hví gerið þið þá ekki? Hvers vegna sækið þið ekki oim em- bætti, fyrst þið hafið rétt og þekkingu til þess?” spurði Edgerton. “Ó. við tókum þetta fyrir meira af lær- dómsþrá og forvitni en nokkru öðru. Við höf- um aldrei ætlað okkur að fara lengra, af því líka að við vonuðum að hafa altaf nóga pen- inga,” sgði Díana. “Ög nú er það líka orðið of seint fyrir okkur að setja upp skrifstofur fyrir skjólstæð- inga og sjúklinga, því að það kostar mikið fé. Og þar að auki er það algerlega innilukt og ó- frjálst líf. Nei, við dönsum betur og skreytum betur upp skemtisali en skrifstofur,” sagði Syl- vietta. “Eg held að ykkur hafi áreiðanlega tek- ist að gera mig hálfskelkaðan,” svaraði Ed- gerton og leit á þær á víxl, fullur efá og undr- unar. Díana leit á hann og roðnaði. “Eg var eitt augnablik hrædd 'um að þú meintir það,” sagði hún. “Það geri eg líka, svaraði Edgerton. “Hvað var það sem þú spurðir mig um fyrir fáum mínútum síðan? Hvort eg væri spjátr- ungur? Og lá við að eg yrði reiður yfir því — í velvild og sakleysi þó. — þegar það sló mig, að í rauninni sé varla meiri spjátrungur til en sá, sem viss í sinni afstöðu lætur sér lítast vel á allar manneskjur. Eg sagði að mér litist held- ur vel á þenan uppstrokna hersi, sem hér var fyrir stundu síðan. En í rauninni var það alls ekki. Eg fann og sá að hann var hræðilegur og hættulegur, — Díana, þú virðist hafa gott lag á því að láta menn leiða sannleikann í ljós. “Eg skrökva sjálf stundum,” svaraði Dí- ana. “Og mér lukkaðist að koma inn hjá þér þeirri hugsun, að mér væri meinilla við, að þú gengir inn í félagið Tennant og Ten- nant. í sannleika er eg bæði glöð og lukku- leg yfir því. En — samvizka mín setur sig upp á móti því.” “Samvizka þín? Við hvað áttu?” spurði Edgerton. “Þú skalt ekki vera neitt að reyna að grufla ut í það, því þú skilur það ekki, og eg ætia heldur ekki að skýra það fyrir þér. — Þú ert líka, þegar alt kemur til alls, þrjátíu og tveggja ára, þó þú sért sjálfur Edgerton,” sagði Díana. “Þykist þú vera að hæða mig?” spurði Edgerton. “Nei, það geri eg ekki,’> svaraði Díana. Þu berð gott nafn og það gleður mig, og eg er lukkuleg vegna þess að mér fellur þú að mörgu leyti. Og eg þarf engan að láta segja mér þa<5, að eg er einnig dálítiil spjátrungur, svo við þurfum hvorugt fyrir öðru að klaga í því efni, kæri frændi. Eigum við að taka af okk- ur grímurnar faeinar mínútur og kæla okkwr lítið eitt?” Hún stóð samstundis á fætur með léttum og laðandi hreyfingum og lítilli, dillandi hlát- ursöldu, og andlit hennar Ijómaði af yndis- þokka og blíðu. “Nú sérðu mig alveg eins og eg er, frændi. Nákvæmlega eins og þú með þínum gráu aug um, sem eru altof hyggindaleg og langtum of fjörleg fyrir mann þrjátíu og tveggja ára — og þú hefir lesið mig út og álitið mig vera gjálífa og fijótráða og móttækilega fyrir skjall, mentunarsnauða og einfalda, og óá- kveðna í öllum fyrirtækjum og framkvæmd- um----------” Díana þagnaði augnablik og leit til Ed- gertons með leiftrandi augnaráði og roða í kinnum. Það sem mest ýfði skap mitt og gerði mér gramt f geði, var það, að þú gazt alveg rétt til um það, hvernig eg er. En eg hefði gjarn- an viljað fá ieyfi til að ieika með þér einn gamanleik —” “Það er einmitt það, sem þú gerir nú,” gieip Sylvíetta fram í. “Og nú er Jim alveg í stökustu vandræðum með að átta sig á, hvað þú eiginlega ert og hvernig þér er varið, og sjáif er eg langt frá því að vita það með vissu.” Díana hló hugfangin. “Geri eg þig ringlaðan, Jim frændi?” spurði hún. “Ertu að reyna til þess?” “Auðvitað.” Nú, jæja, svo hefir þér líka hepnast það. Þú hefir fylliiega rétt fyrir þér, Sylví- etta. Nú skil eg hana alls ekki. Hefir þú mörg fieiri hlutverk á ieikskrá&ni þinni, Jap- onetta?” spurði Edgerton. “Mörg fleiri, herra minn. Og eitt af þeim er Japonetta sjálf, ef þér er það ekki á móti skapi,” sagði Díana.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.