Heimskringla - 25.02.1931, Síða 2

Heimskringla - 25.02.1931, Síða 2
2 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA / WINNIPEG 25. FEBRírAR, 1930. H^ímskringla StofnuO 18SS) Kemur iIt á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 8S3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 85537 ________ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlríram. AHar borganir sendlst THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrijt til blaðsirs: Manager THE VIKINO PRZSS LTD., 853 Saroent Ave.. Winniveo Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til riistjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 153-855 S’irgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 25. FEBRtJAR, 1930. MANITOBA-ÞINGIÐ I. i Starfi flykisþinga má skifta í tvo kafla. í fyrri kaflanum eru umræðurnar um hásætisræðuna háðar og koma þá einnig stjórnar andstæðingar eða hver þing- manna sem er að frumvörpum og ýmsum lagabreytingum, er ekki snerta fjármál. Einar 9 slíkar lagabreytingar hafa nú verið samþyktar við aðra umræðu í þing- inu í Manitoba. Lúta þar að öðrumeins málum og lækkun á skatti á sumar-hús- um sem.-ekki leigjast við Victoria Beach, afnámi laga sem einhverntíma voru gerð milli Charleswood-sveitar og stjórnar nefndar Greater Winnipeg Water Diát- rict o. s. frv. Frumvarpið um að leyfa friðdómurum að gifta, er ennþá í þing- nefnd. Vilja sumir til reynslu að gifting þessi sé gildandi aðeins fimm ár. En aðrir eru hræddir við, að slíkar tilrauna- giftingar verði sveitafölögunum dýrt spaug og að blessun friðdómaranna yfir hjónabandinu yfirleitt verði ekki eins á- hrifamikil og endingargóð, eins og klerk- anna. Á öðrum grundvelli en þeim að gifting sé æfilöng, verður frumvarpið tæplega samþykt. Um hásætisræðuna voru fluttar 30 ræður áður en hún var samþykt s. 1. föstudag. Stóð hver ræða yfir í einn til tvo klukkutíma. Kenndi auðvitað ýmsra grasa í þeim, þvíþóætlast sé til að ræð- urnar séu að efni til um hásætisræðuna, eru þær það sjaldnast nema að litlu leiti, heldur er þá einnig talað um alt milli himins og jarðar, eða eins og andinn blæs þingmönnunum í brjóst. Og þó að ræður þær í aðalatriðum virðist oft ekki hafa meiri þýðingu fyrir laggjafarstarfið en botnlanginn fyrir líkama mannsins, eru þær eigi að síður þingsköpum samkvæm- ar. Erum vér hræddir um, að jarlarnir okkar í Goodtemplara stúkunum íslenzku hefðu eitthvað að athuga við fundar- stjórn æðsta templars, er gæfi ræðu- mönnum eins lausan taum og gert er á þingum. En að því sleptu mátti hásætisræðan heldur mögur kalast og hefir því þurft meira hugvit en gagnrýnisgáfu til að gera henni sæmileg skil. í kaupunum á orkuverinu í Brandon, voru þó conser- vatívar sannfærðir um, að stjórnin hefði misstígið sig og að það víxlspor hefði kostað fylkið ait að því hálfa miljón dala. Gekk stjórninni illa að hrekja, að hún hafi ekki greitt þetta of mikið fyrir orku- verið. Verkmannafulltrúarnir vissu ekk- ert hvar þeir stóðu í því máli og greiddu hvorki atkvæði með eða móti kaupunum. Og leiðtogi liberala mátti auðvitað held- ur ekki segja neitt af sannfæringu um það mál, vegna klípunnar sem hann er í, síðan á fundinum, sem um sameiningu libéral-<f]okksJijs og Bracbjen-flokksins. var haldinn s. 1. sumar og enn er óútgert 'um, að minsta kosti að svo miklu leiti sem opinbert er. Að öðru leiti sjáum vér ekki nauðsyn- legt hér að minnast frekar á umræðurnar um hásætisræðuna. Þeir sem helzt hafa gagnrynt hana, eru conservatívar. For- sætisráðherra og dómsmálaráðherrar eru einu mennirnir í stjórnarliðinu, sem hald ið hafa uppi svörum fyrir stjórnina sem dálítill veigur hefir verið í. Ræður annara. stjórnarsinna mega heita bergmál af ræðum þeirra. Og hásætisræðan er nú samþykt og þeim kapitulanum í sögu þessa þings því lokið. Hefst nú síðari kapitulinn, um fjármálin. II. Til þessa hefir verið þunnskipað á á- heyrendabekkjum þingsins. Umræðurn- ar um hásætisræðuna eru sjaldnast skemtilegar. í þau fáu skifti sem vér höfum litið þar inn, má segja að bekk- irnir hafi verið tómir og þingmennirnir sjálfir hafa meira að segja setið geisp- andi undir ræðum stéttarbræðra sinna. Það getur vel verið, að ræðumennirnir eigi ekki sök á þessu, en tómlætið og fáskiftnin sem ríkjandi er undir ræðu- höldunum, er svo sérstök og áberandi í þinginu, að vér minnust ekki að hafa séð neitt þvilíkt á nokkrum fundum. Og stundum kemur fyrir, að helmingur þing- manna sem viðstaddir eru, smeygja sér fram fyrir hurðirnar og ráfa reykjandi gamla kosninga-vindla um þinghúsið, meðan ræðuhöld fara fram í þingsalnum, eins og þeim komi þau ekkert við. Svona ganga nú þingstörfin oft allan fyrri hluta þingtímans. Siðastliðið föstudagskvöld, urðu þó snögg umskifti á þessu. Áheyrenda salur- inn var troðfullur og þingmanna sætin voru flest skipuð og allir biðu með eftir- væntingu eftir því, að hlýða á fjármála- ræðu forsætisráðherra Brackens sem fregnir höfðu borist út um að flutt yrði þetta kvöld. Innihald þeirrar ræðu verður að vísu ekki alt birt hér, en á helztu fjármála atriðin skal minst. Verða frek- ari fréttir af fjármálaumræðunum fluttar síðar. Til að byrja með, er tekjuhalli Bracken stjórnarinnar fyrir árið sem leið (frá 1 maí 1930 til 1 maí 1931) sem næst ein miljón dala. Útgjöldin námu $14,859.315. 35, en tekjurnar $13,896,614.10 á áminstu tímabili. Áætlaðar tekjur fyrir árið sem leið voru að vísu $14,343,691.14, en þær urðu $447,077.04 minni en ráð var fyrir gert. Af þessu leiðir þennan miljón dala tekju halla jafnframt hinu, að útgjöldin urðu sem næst hálfri miljón meiri, en áætlaðar tekjur árið sem leið Til þess að mæta þessum tekjuhalla sem færður er á reikning kmandi árs, hefir forsætisráðherrann, tekið úr kapi- tal-reikning fylkisins $7000,000 af fé því er sambandsstjórnin greiddi fylkinu fyrir auðslindir þess árið sem leið. Ennfremur verða skattar hækkaðir á járnbrauta- félögum og tekjuskattur á hinum um- fangsmeiri viðskifta og iðnaðar stofnun- um, er nemur $275.000 alls. Með þessu móti er tekjuhallinn þá jafnaður. Áætlaðar tekjur fyrir komandi ár (frá 1. maí 1931 til 1 maí 1932) nema að meðtöldum þessum tveimur áminstu upp- hæðum $14,441,614.10. Útgjöldin $14,403, 106.10. Er af þessum áætlaða reikningi auðséð, að búist er við minni tekjum á komandi ári, en síðast liðið ár, því á- ætlaði reikningurinn er að frá dregnum nýjum sköttum og fénu úr kapital-reikn- ing fylkisins um $500,000. lægri en tekj- urnar á síðastliðnu ári námu. Þó að tekjur fylkisins væru síðastliðið ár ófurlítið lægbi en áætlað var, er þó ekki hægt að segja þær litlar. Fjórtán miljón- ir dala nema um $20. á hvert mannsbarn í fylkinu. Það mega talsverð útgjöld heita auk útgjalda til sambands sveita og bæja stjórna. En herða mega þó íbú- arnir áróðurinn til þess að það hrökkvi til og fylkisreikningarnir ekki sýni tekju halla. Helstu tekjulindir fylkisstjórnarinnar á komandi ári eru hinar sömu og á liðnu ári. Hagur af áfengissölunni er áætlaður $1,900,000. Skattur sam*bandsstjórnarinn- ar $1,600,000. Gasoline skattur $1,300, 000. Bíla skattur $1,000,000. Tekjuskatt- ur yfir eina miljón, tekjur símakerfisins rúm miljón o. s. frv. Helstu útgjöldin eru rentur af fylkis- skuldinni $4,847,914.76, til mentamála $2,421,000. til deildar opinberra verka $2,142,000, til deildar dómsmála-ráðherra $923,000., til heilbrigðismála $2,346,00., til þingkostnaðar $220.000., o. s. frv. Gert er ráð fyrir lækkun skatta er nemur um $460,000. Er hún aðallega í sambandi við sveitirnar, er síðast liðið ár greiddu $345,000. af ellistjrks kostnaði fylkisins, en sem sambandsstjórnin nú greiðar. Ennfremur á hermanna-löndum, Svo er einnig tekjuskatti létt með öllu af þeim er áður greiddu frá einum til tíu dala skatt í fylkinu. Nemur það að lík- indum sára litlu á komandi ári. Síma- notkunar leyfi úti um sveitir verður og færf niður um $6. á ári. Nemur það eitthvað $60,000 alls á ári. Þennan útdrátt úr fjárhagsskýrslu for- sætisráöherra Manitoba látum vér nægja að sinni. Dagblöðin hér hafa bæði skrif- að ritstjórnar greinar um fjármálaræð- una og virðast ekki sem ánægðust með útkomuna á stjórnarrekstrinum síðast lið- ið ár. Er auðsjáanlegt, að ef stjórnin hefði ekki gripið til fjárins úr þeim sjóði fylkisins, sem ekki er ætlaður til þess að jafna ársreksturs-reikninginn, hefðu fylk- isbúar ekki komist hjá nýrri skatta-á- lagningu, er nam $700,000., á komandi ári. Og í raun og veru kemur að því síðar að þeir verða að sæta þessu, því sjóður þessi endist ekki til eilífðar og var auk þess til annars ætlaður. Hann var ætlaður til þess að mæta þeim kostnaði sem því er samfara að nytja auðslundir fylkisins, sem nú eru í hendur þess komnar. Og það verður ekki gert án talsverðs fjárframlags fyrstu 4 til 5 árin að minsta kosti, samkvæmt því er haldið hefir verið fram af þeim er bezt þekkja til þeirra mála. í Atvinnu- leysinu sem nú á sér stað, er nytjun auðslindanna bráðnauðsynleg. Það er því litlu betra, að hefta það starf en að leggja á íbúana nýja skatta, þó til þess ráðs hafi út úr fjárhagsvandræðunum fremur verið gripið. Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. I Hófs kirkjugarði hvilir Kristján Jónsson skáld, sunnarlega i austurenda grafreitsins, eins og hann var þá, er eg var á Hofi. Ef eg man rétt voru það um tveir klukkutímar sem eg kyn- tist honum og þá aðeins sjö ára gamall, svo að það er fát.t eitt sem eg hefi persónulega af hon- um að segja, en af því hann var sá maður. margra hluta vegna, sem mikið var talað um, ekki sízt í þeirri bygð sem hann dvaldi mest i eftir að hann var fullorðinn og tekinn til að yrkja fyrir alvöru. Og þar sem eg nú var um tíma í þeirri sveit þar sem hann lifði seinasta missari æfi sinnar, þá var það auðvitað svo margt sem eg heyrði um talað sem getur máske orðið til að bregða birtu á æfiferil hans í elnhverja átt, og þvi vil eg lítið eitt minnast á hann. A þeim árum sem Kristján ólst upp voru það lög og venja yfir allt landið að menn urðu að vera í ársvistum. Mér er vel kuþnugt um það að Kristján var í vist hjá föðurbróður mínum í Axarfirði áður en hann kom á Hóls- fjöll, líklega 16 ára gamall og er næst að halda að hann hafi verið þar heilt árð og mér er kunnugt um að á því ári orti hann mikið þó það væri ekki allt mikilsvirði. Sumarið sem hann var í Skógum flutti hann einn dag heim heyband af engi; en Kristín litla’ dóttir Ama á þriðja eða fjórða ári var að leika sér úti i góða veðrinu og sá nokkum spöl frá bænum hvar Kristján kom með heybandshestana og hún hleipur á móti honum en hann kippir henni upp á hnakknefið fyrir framan sig og reiðir hana heim og syngur henni til skemtunar. Ami tók á móti heyinu og heyrði kvað K. söng, en Stína litla var' kölluð Táta, Ami kenndi mér versið, það er svona: Grettir í Grettisbæli grípur nú Tátu í nótt, hirðir ei hún þótt væli, hleypur með vífið mjótt, leikur við bryggju banda, búinn í hildar skrúð, missa þá ætlar anda Ámadóttirin prúð. Grett- isbæli er í Axargnúpi skamt frá Skógum og eru böra hrædd á því. Visan sýnir, að K. var barngóður og fljótur að yrkja, því ekki gat spölurinn hafa verið lang- ur sem hann reiddi bamið. Táta litla var kona sú, sem sem hér er nýlega látin i Winnipeg, Mrs. Christie að nefni. I skammdeginu sama ár var það að K. var búin að afljúka úti verkum kom þá inn og klæddi sig úr snjóplöggum og hallaðt sér afturábak í rúmið sitt og fór að yrkja upphátt, lét hann svo langa kvöldvöku að hann mælti fram eina og eina vísu með litlu milli- bili, þangað til stúlkan sem átti að mjólka kýrnar spurði hvað klukkan væri, þá svarar K. henni. Klukkan átta áðan sló, ofan máttu venda, silkignáttin mittismjó minn skal þáttur enda. Þannig var hann af náttúmnni til allur við hagyrða smíði. Mér finnst af svo mörgu sem eg sá og heyrði um hann, að hann hafi ekki verið vinsæll nema af þeim mönnum sem skildu hann bezt. Allir vissu að hann var góð- menni en þó hræddust menn hann einsog þeir byggjust við að han nhefði eitthvað út á þá setja. Hann var og þekktur að þvi að stilla viðburðina i hendingar með hæfilegum ykjum einsog skálda er siður. ömögulegt var að verjast þesskonar óhöppum í hans nálægð nema fela sig og forðast hann einsog hagl skúrinn. Hann kom einusinni óvart þar sem vinnukonan á heimilinu var bál-reið og jós úr sér skömmum yfir þá sem í kring stóðu, auðvitað þagnaði stúlkutetrið strax þegar hún varð hans vör en hún var líka komin útundir haglið, sem dundi hlífðarlaust á henni. Tíðura fargar friðarstund flagðið arga verst á grund, hefir varga leiða fund, lyndis karga bauga- hrund. Kristján var kominn að Gamlahóli á fjöllum, en þar átti hann annan Ama að hús- bónda, sem skildi hann kanske ver. Árni þessi átti von á vinnukonu innan úr Eyjafirði, en nú hafði hann fengið bréf, sem bar þá frétt að vinnukonan myndi ekki koma, og Kristján heyrði Arna bera sig illa yfir þessum vonbrigð- um; en þá segir hann: Löngu hverfult lukkuhjól lætur mörgum sárna; myrkvast hefir sunnansól í sálardjúpi Ama. Seinna varð K. var við að eitthvað var að rakna fram úr með þessa vinnu- knu. Þá segir hann- Gleðjast tekur geðs um ból, gætir hvassra járna roðar fyrir sunnansól í sálardjúpi Árna. Vinnumaður á næsta bæ, Páll að nafni, barst mikið á í orði og látæði, en þótti ekki að þvi skapi vitur, og Mun K. hafa fundist of mjög til um mannalæti hans, og bjó hann til um .hann þessar vísur, sem mig minnir að séu í ljóðabók hans: Sikling hæða sæmdi Pál, svo er fyrir að þakka, sauð ’ann á hann sjöfalt stál í sundur alt að pjakka. Guð hann engri sæmdi sál, sem sína aðra krakka; hann tilbjó aðeins tóman Pál til að láta hann pjakka. Kristján var staddur á heimili, þar sem fátæklingur gekk um með tóma kollu á bakinu, og var á leið þangað sem hann hafði fengið lof- orð fyrir skyri í kolluna. Þá segir hann eins og í orðastað fátæklings- ins: Til þín, háttvirti herra B. hef eg lyft skyrbón minni, alrikan þig að öllu sé, ' ásján treystandi þinni; láttu mig ekki líða nauð, lífs meðan þarf eg daglegt brauð, svo fátækur fagna kunni. Þegar eg nú hins vegar endur- minnist visnanna í bókinni, sem sé þessara: Nefið sundur bekri braut, eða þessi: Sorgir stríða Sigurð á; • DODD s 'm KIDNEYJ I PILLS m 1 fullan aldaríjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto,.Ont., og senda andvirðið þangað. andi, eins og hann hefir sjálfur fund- ið til og kemur fram í vísunni: Langa búkinn lasta þær.. Nú vil lsvo vel til, að eg á aðra mynd af Kristjáni, og gleðst af því, að geta sýnt nokkrum Islendingum hana áður en eg fell úr sögunni. Eg var 22 ára gamall þegar eg fór af Hólsfjöllum, og allan þann tima, frá því fyrsta að eg fór að taka eftir þvi, sem gerðist i kringum mig, þá var jafnaðarlega eitthvað með Kristj- án að gera, og þá kom það æfinlega einnig þessi: Með hnefum slærðu í haus á þér; og þessi: Tómas minn er trúarlaus, finst mér að alt þetta bendi á, að Kristján hafi ekki getað verið vinsæll með alþýðu manna i nágrenni sínu, og það bendir og líka til þess, að maðurinn var að dag- fari fremur stirður. Kristján var hins vegar þrekinn og karlmannlega vaxinn, en fremur luralegur í öllum hreyfingum, og var því ekkert aðlað- þannig út, að hann var sérstök uppá- haldseeign hvers heimilis á Fjöllum, hvers einstaks manns, og vísur hans Cvty Milk er sú kjarnfæða, er sér- staklega er gagnleg um þetta leyti árs. Þá er kvefhætta mest manna á með- al. a Heilsunnar vegna og til heilsustyrkingar, drekkið hina hreinu CITY MILK. PHONE 87 647 Þægileg leíð til Islands Takið yður far heim með eimskip- um Canadian Pacific félagsins. þá verðið þér samferða mörg- um Islendingum. Þér mun- uð njóta ánægjulegrar ferðar, góðrar þjónust. Agætra máltíða, og allra þæginda er hið volduga flutninga félag hefir til að bjóða. Skrifið eftir upplýsingum um far- bréfaverð til Evrópu er innifelur allan kostnað. Gerið fyrirspurnir til umboðs- manna á staðnum eða til W. C. CASEY, Gen. Pass. Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg, Phones 25 815,. 25 816. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.