Heimskringla - 01.04.1931, Page 5
WINNIPEG 1. APRIL 1931.
HEIMSKRING^
5. BLAÐSIÐA
Jón Björnsson látinn.
Jón Björnsson, fyrrum bóndi á
Grund í Hnausabygð í Nýja Islandi,
andaðist að heimili tengdasonar síns,
Gísla Einarssonar í Riverton, þann
6. marz s.I., 93 ára og rúma tveggja
mánaða betur. Fæddur var hann á
Borg í Skriðdal í Suður-Múlasýslu,
34. desember 1837. Foreldrar hans
bétu Björn Asmundsson og Margrét
Eyjólfsdóttir. Jón heitinn ólst upp
ú þeim stöðvum til fullorðinsára. Ar-
ið 1868 kvæntist hann Margréti Guð-
mundsdóttur frá Rauðholti í Hjalta-
staðarþinghá. Þau bjuggu um hríð á
Islandi, en fluttust til Vesturheims
árið 1876; dvöldu hinn fyrsta vetur á
Sandy Bar, en tóku svo land í norð-
anverðri Hnausabygð, nefndu Grund
og bjuggu þar farsællega til ársins
1914, að Margrét kona Jóns dó.
Þau eignuðust 8 börn; tvær stúlk
ur dóu úr bólunni á hinu fyrsta dval J
arári þeirra. Dreng höfðu þau mist
á Islandi. Snjólaug dóttir þeirra,
kona Jóns Jónssonar frá , Jónsstöð-
um í Hnausabygð, dó 1910. A lífi
eru: Guðmundur Magnús Kristinn,
kvætur Sigríði dóttur Mr. og Mrs.
Páls Halldórssonar, fyrrum bónda á
Geysir, búsettur í Riverton; Oddný
Jakobína, ógift; Guðrún, Mrs. Sam-
son, búsett I Winnipeg; Sigurbjörg,
kona Gísla Einarssonar i Riverton.
Náfrændur Jóns heitins eru þeir
Gunnar B. Björnsson í St. Paul,
Minn., og Jón bóndi Sigurðsson á
víðir, ásamt systkinum þeirra.
Eftir að Jón misti konu sína dvaldi
hann lengst af hjá Sigurbjörgu dótt-
ur sinni og Gísla manni hennar; um
hríð dvaldi hann og. hjá Jóni Sig-
urðssyni frænda sínum.
Jón heitinn var hraustmenni alla
æfi, fjörugur og glaður í viðmóti,
ern og snar' í hreyfingum, fram til
hinztu stundar að kalla mátti. Fróð-
ur og minnugur á margt. Söngrödd
hafði hann frábærlega góða. Trú-
maður var hann og unni sið feðra
sinna. (
Þau Jón og Margrét bjuggu góðu
búi á Grund. Var þar oft glatt á
hjalla og gott að dvelja þar. Munu
margir eiga hlýjar minningar um
heimilið og heimilisfólkið.
Jarðarför Jóns heitins fór fram
12. marz: var fyrst kveðjuathöfn
frá heimili dóttur hans og tengda-
sonar og svo frá Lútersku kirkjunni
í Riverton, að viðstöddu mörgu fólki
er heiðruðu minningu elzta mannsins
I bygðarlaginu.
S. ó.
HITT OG ÞETTA,
\
Þrælasala og hungursneyð
i Kina.
Opinberar skýrslur frá Kína herma
að i héraðinu Shensi hafi 400 þús.
Kínverjar verið seldir mansali á síð-
ustu mánuðum, og tvær miljónir
manna hafi dáið úr hungri þar á
sama tíma. A síðustu tveimur árum
hafa mörg þorp lagst í eyði.
Harðger innbrtsþjófur.
Nýlega tókst þýzku lögreglunni
að handsama alræmdan ránsmann
og þjóf. Þegar lögreglan kom að
honum i húsi einu, er hann hafði
brotist inn í, tókst honum að skýla
sér bak við húsgögn. Lögreglan hóf
skothríð á hann, en þjófurinn gaf
sig ekki fyr en um 30 skotum hafði
verið skotið í fætur hans og hand-
leggi. Ekki heyrðist þó frá honum
æðruorð.
. (Visir)
Brezk sýning i Kaupmannahöfn
Nú sem stendur er haldin brezk
sýning í Kaupmannahöfn. Er þar
sýnt meðal annars enskt kaffihús
frá árinu 1667. Var Shakespeare þar
Hafið gát á Postinum
Á MORGUN
(eða nú þessa nœstu daga)
HANN FLYTUR YÐUR
GÓÐAR FRÉTTIR
Það er ALVEG OVÆNT TÆKIFÆRI
—-þér getið unnið
The Arctic Ice & Fuel Co. Ltd.
NÝR UNDIRSTÖÐU
KLÆÐNAÐUR
LAGAR VÖXTIN EFTIR HINUM GRÖNNU TfZKU LfNUM
Engin kona þarf héðan af líða fyrir luralegt vaxtarlag. Þessir nýju
undirstöðu klæðnaðir, umskapa vaxtarlagið og breyta því til fegurðar
og fulls jafnvægis, svo haglega gerðir að þeir draga úr óvexti hvarvetna
°S laga hann svo að vaxtarlagið semur sig eftir fullum fegurðarlöguni
alstaðar.
UPPÁHALDS VORBÚNINGUR—FYRIR YNGRI
SEM ELDRI VÖXT. FYRIR EFTIRMIÐ-
DAGS SEM KVÖLD KLÆÐNAÐ.
Lily of France bolir samfellur og lindar kræktir _
á hlið, Laga vöxtin án þess þó hamla hreyfingum
eða valda óþægindum. Verð $7.95 upp í $16.00
Gossard Models—Fullkomið úrval af hinum fegur-
stu klæðum, svo sem Bolum, Mittisböndum, Lind-
um, o. fl. V erð $4.95 upp í $18.50.
Nemo Foundations—Svo haganlega gerðir að þau
styrkja vöxtin og laga hann jafnframt. Mittisbolir,
Lindar, kræktir á hlið, Bolir hneptir upp o. fl. Verð
$2.95 upp í $12.50.
New Rengo Belti—Rómuð fyrir hvað þau eru mjúk,
sterk og mikil vaxtar prýði. Lindar kræktir ..
hlið, Bolir og Mittisbolir og Knipplinga bolir. Verð
$2.95 upp í $7.95.
The Brassiere—Sýndir á myndunum, eru úr finu
satin og möskva kniplingum með teyjuböndum.
Verð $2.25.
—t Boldeildinni, á fjórða góifi, Hargrave St.
^T. EATON C°
daglegur gestur, og á einn vegginn
er krítuð ein fyndnissetning hans.
• • •
Dráttvélar sem notaðar eru við
jarðyrkju á landi, eru um 60, eftir
því sem Sigurður búnaðarmálastjóri
segir, og er búist við um 20—30 á
vori komanda.
—Mbl. 1. mars.
FRÁ rSLANDI.
Inflúensan. Vikuna sem leið, vitj-
uðu læknar bæjarins 1200 inflúensu-
sjúklinga. Bæjarlæknir telur að fjöl-
margir muni eigi hafa leitað lækn-
is og má vera að helmingi fleiri
hafi sýkst en þetta. Yfirleitt breið
ist inflúensan út ennþú, og legst
heldur þyngra á menn en í fyrstu.'
—Mbl. 1. mars.
i Englandi, Þýskalandi og jafn vel
til Aemríku. Þá nýung tekur út-
gerð þessi upp, að hirða alt af
fiskinum og er búið til fóðurmjöl
úr slóginu og hryggjum um borð,
svo að ekkert fer forgörðum.
—Mbl. feb. 28.
* * *
Yfirlæknisstaðan á Nýja Kleppi.
Jón Þorláksson flytur svohljóð-
andi tillögu til þingsályktunar í
sameinuðu Alþingi:
“Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina:
Að gera tafarlaust ráðstafanir til,
að dr. med. Helgi Tómasson verði
aftur settur inn í yfirlæknisstöðuna
við geðveikrahælið á Kleppi.”
ISLENZKAN MIN.
Þú hrífur mig alla, þú hlýborna mál,
Þú hefir ei galla, en lifapdi sál.
I hljómfegurð þinni býr háfjalla ró.
Hafrót þitt gellur við stórbrota sjó.
En hreimurinn læsir sig hjartanu að.
og helgar mér alt, sem líf mitt til-
bað.
Sem vorblær þú andar við angandi
rós.
1 andlegri hrifning þú tendrar hvert
Ijós.
Kjaminn í orðunum kastar til báls,
kveifara bölsýni stígur á háls.
En snertir þó strepgi, sem stilla
hvert tár.
Þinn styrkur mun hljóma i mörg
þúsund ár.
Um 40 manns, sem kom héðan að
sunnan á dögunum til Akureyrar,
er haldið i sóttkví vegna inflúens-
unnar. Hefir bærinn fengið Hótel
Akureyri handa fólki þessu. Vörð-
ur er um hótelið dag og nótt, svo
ekkert beri út af um einangrunina.
I fyrradag var hópnum hleypt út
og leyft að ganga sér til hressing-
ar út Bekkugötu. En hafðar voru
sterkar gætur á, að enginn bæjar-
maður kæmist í snertingu við hið
einangraða fólk.
—Mbl. 1. mars.
. • t
Mjólkurbú ölfusinga hefir haldið
aðalfund sinn. I félagsbúi þessu eru
24 búendur í ölfúsi 20,3 aura hefir
búið getað gefið þátttakendum fyrir
mjólkurpottinn, að meðaltali. Um
% miljón lítra hefir búið tekið þá
9 mánuði, sem það starfaði árið
sem leið.
—Mbl. 1. mars.
• • •
Höfnin var öll lögð í gærmorgun
og var ísinn 7—8 þuml. þykkur.
Hafnarbáturinn Magni var látinn
brjóta rásir fram úr höfninni, svo
að bátar gæti komist inn að bryggj-
um. •
—Mbl. 1. mars.
• • •
Mannfjöldi í Reykjavík við síð-
asta manntal, 2. des. síðastl. Innan
lögsagnarumdæmisins (Skildinganes
ekki með talið) reyndist mannfjöld-
inn við lauslega samtalning, er fram-
kvæmd hefir verið af Hagstofunni,
28,182. Hagstofan getur þess, að
þessi tala muni reynast of lág vegna
þess, að 1776 manns hafi sagst vera
hér staddir, en sumir þeirra hafi
átt eftir að útvega sér hér hús-
næði.
—Mbl. 1. mars.
...
Fylgir tillögunni ítarleg greinar-
gerð.
—Mbl. feb. 27.
» * *
Frú Ingibjörg Þorvaldsdóttir and-
aðist í .gærkvöldi að heimili tengda-
sonar síns, Þorsteins Gíslasonar rit-
stjóra, rúmlega níræð, fædd 18. des-
ember 1840. Hún var ekkja Páls Hall
dórssonar trésmiðs og málara, og
eru börn þeirra Þórunn, kona Þdr-
steins Gíslasonar og Þorvaldur lækn-
ir. *
Vísir 23. febr.
* * *
Bjarni Björnsson leikari og frú
hans, voru meðal farþega, sem hing
að komu með Esju frá útlöndum
síðast. Þau fóru héðan um nýárs-
leytið til Berlinar. Þar söng Bjarni
nokkur lög á Polyfon grammófón-
plötur, en þær munu koma hér á
markaðinn með vorinu.
Vísir 24. febr.
* * *
Hagleysi nftin nú vera víða um
land, eftir því sem fregnir herma.
Undanfarna daga hefir verið snjó-
koma norðan lands og mun vera
haglaust í mörgum sveitum. Er víða
búið að eyða miklum heyjum og eru
sumir farnir að óttast heyleysi, ef
ekki skiftir um tíð bráðlega. Hér
sunnan lands er í mörgum sveitum
haglaust með öllu, og er þó óvíða
mjög fanndjúpt, en jörð ákaflega
svellrunnin. Sjaldan verður haglaust
í Þingvallahrauni, en þar mun nú
ekki hafa verið nokkur snöp síðan
skömmu eftir nýár. Hefir hraunið
ekki verið svo svellrunnið sem nú
siðan 1920.
Vísir 24. febr.
Hljómþýð er ástin og sannheilög sér.
Samt á hún sterkasta ítak hjá þér.
Hún túlkar þar alt, sem er hjartanu
hreint.
Þar heldur hún stefnu að takmarkl
beint.
Já, alt sem er lífmagn i landsisns sál,
í list hverri talar þitt hreimfagra
mál. .
Eg virði og elska þig, íslenzkan mín.
Eg eigna mér hugrós, sem bára er
þín;
því tungumál annað ei túlkað það '
fékk.
Þú tiguleg situr á hæsta bekk.
Þar bærði eg vör fyrst við brjóstin
þín,
sem bergmála æskuljóðin mín.
Yndó.
STYZTA LEIKRITIÐ,
H.: kemur þú með fullan" mann
inn til min?
V.: Nei, þetta kalla eg óþolandí
ýkjur.
H.: Þá veit eg ekki hveraig full-
ur maður ætti að líta út.
V.: Jú, þegar maðurinn er dott-
inn á jörðina og rígheldur sér í
grasið til beggja hliða, til þess að
detta ekki, þá er hann fullur.
Báðir sjmgja:
Þú slagar og álpast, sem i þér búi
sullur,
og þó ertu hreint ekki að réttu lagi
fullur.
Haldirðu í grasið dottinn, til þess
ekki að detta,
þá dæmist þú fullur ,svo rétt er nú
þetta.
(Tjaldið fellur)
i Fr. G. •
Austri nefnist nýtt vikublað, sem
farið er að koma út á Seyðisfirði.
Abyrgðarmaður blaðsins heitir Arni
Kristjánsson. Blaðið heldur fram
stefnu Framsóknarflokksins.
■—Dagur. 19. feb.
• • •
Snjóbílar.
1 vetur ganga 2 snjóbílar yfir
Hellisheiði til fólks- og mjólkurflutn-
inga. 3. snjóbíllinn flytur fólk og
póst yfir Holtavörðuheiði og sá 4.
gengur um Fagradal milli Reyðar-
fjarðar og Héraðs. Reynast þeir all-
ir prýðilega. Eru þetta ein hin
þörfustu samgöngutæki, sem komið
hafa til landsins.
—Dagur, 27. feb.
• • •
Hætta Frakkar fiskiveiðum hér ?
1 færeyska blaðinu 'Tingakross-
ur’, er svolátandi frétt 4. febrúar:
Stórútgerð Frakka hefir borið sig
illa seinustu árin, og nú hafa út-
gerðarmenn togara þar I landi sam-
þykt, að senda ekki skip sín til
veiða hjá tslandi, Grænlandi eða
Newfoundlandi á þessu ári. Mörg
útgerðarfélög hafa tapað stórfé:
150.000—400.000 frönkum á skipi.
Crtgerðarmenn seglskipa hafa gert
samskonar samþykt sín á milli.
—Mbl. feb. 28.
Skotar fara á Grænlandsmið. — 1
Aberdeen hefir verið stofnað út
gerðarfélag, sem ætlar að stunda
veiðar hjá Grænlandi. Hefir það
keypt stórt "móðurskip” og 50
hreyfilbáta, sem eiga að fiska i
það. Fiskurinn verður frystur í
skipinu og siðan á að selja hann
NEALS STORES
“WHEREECONOMY RULES”
A FEW ATTRACTIVE SPECIALS FOR THURSDAY
AND SATURDAY
All Stores open until 10 p.m.
BREAD—White or Brown,
16 oz. Loaf ................................
POTATOES—
10 lbs. 5c; 90 lb. Sack ....................
EGGS—
Fresh Firsts, doz...........................
Fresh Extras in Carton .....................
BACON—Swift’s Delico Sliced,
(4 lb. pkt., 2 for ........
Swift’s Premium Sliced, y2
lb. pkt.
COFFEE—
Finest Santos, per lb....................
SWANSDOWN CAKE FLOUR—
Large Pkt.................................
HOT CROSS BUNS—Doz.
(Thursfjay only, while they last) .......
CHEESE—
Finest Ontario, Semi-sharp, Sept. 1930, lb.
Finest Ontario, Mello and Sharp, June, 1929, lb.
(Always visit our store for Cheese)
tHONEY—
Manitoba, 2(4 lb. tin gross .............
PEAS—Ontario 4 Sieve,
No. 2 tall tin, 3 for ...................
CORN—Ontario Golden Yellow
No. 2 tall tin, 2 for....................
TOMATOES—Ontario,
Large No. 2% tin, 2 for .................
FLOUR—Snowdrop,
7 lb. sack .............................
24 lb. sack ..........v..................
“AND MANY OTHERS”
733 WelHngton <við Beverley) 717 Sargent Ave.
759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes)