Heimskringla - 22.04.1931, Blaðsíða 2
1 BLAÐSflDA
V’Wr$W‘
HEIMSKRINOLA
WINNIPEG 22. APR.IL 1931.
Opið bréf til Hkr.
Tileinkað vinum mínum, Mrs.
Rósu Casper, Blaine-, Wash. og
K. N. skáldi á Mountain, N. D.
húsabyggingar einnig heyrði eg
sagt að Skagfirðingar hefðu í
hyggju að raflýsa meiri part
héraðsins með orku tekjunni
úr Reykja fossi. Alt kemur
þetta með tímanum, úr því fólk
er alment vaknað til meðvit-
Júlí 20. Sunnudagur: Þenna
morgun ýar veður hráslagalegt, undar um þörfina og getuna.
með regni og kulda. Kl. 10. f.h.
kom Gunnlaugur með hesta
okkar, og við kvöddum, og rið-
um að Litlu Gröf. Þangað er
stutt bæjarleið. Þar beið okkar
Siguriaug kona Gunnlaugs, upp
á búin, í fallegum peisufötum.
Ekki gat eg að því gert, að mér
* fannst mikið meira kveða að
henni í þeim búningi en reið-
fötunum, — fanst hún mikiö
fallegri. Þar var og fyrir gest-
komandi, frú Margrét eigandi
Brímnes — nú til heimilis í
Reykjavík, systir frú Kristínar
á Kólkós, og ef mig minnir
rétt, móðursystir frú Sigur-
laugar, konu Gunnlaugs, ög
samkvæmt fyrskráðri ætt-
færslu, frænka mín. Margréti
sá eg í íslenzkum kven-reið-
fötum. Fannst mér þau fara
henni vel — að fornu lagi, og
einhvernvegin fanst mér það
vel viðeigandi og fallegra en reið
fötin okkar. Hún reið og í kven
söðii. En svo vel sem mér þótti
þetta fara, vildi eg þó ei skifta
reið eða reiðbúningi. Eins og
fyr frá segir, eru þessar systur
af Svaðastaðaætt — eða hin
eiginlega Svaðastaðaætt. Litla
Gröf er hýst að fornum sið —
torfbær, þiljaður innan og
þokkalegur meðan vel er á
• haldið. Svo var mér og sagt
að víðast væri í Skagafirði —■
að undanskildum örfáum bæj-
um. Var mér sagt að Skagfirð-
ingar legðu meira kapp á jarða
bætur en sem komið er, en
Frá Litlu Gröf fórum við
laust fyrir hádegi. Næsti áfangi
var að Reýnistað. Þar býr Jón
Sigurðsson, þingmaður Skag-
firðinga. Þangað komum við
fyrir þá sök að þar til heimilis
var öldruð kona, náskyld Mörtu.
og vildi Marta nú sjá hana.
Einnig Sigríður ekkja Daníels
Sigurðssonar pósts. Kyntist eg
henni þegar eg var unglingur
og vildi nú gjarnan sjá hana.
Reynistaður er torfbær, þó eigi
illa hirtur. Þar vorum við, við
messu, hjá sr. Hálfdáni Vígslu-
biskupi. Við kirkju voru 15
manns að okkur fjórum, söng-
flokk og biskupi meðtöldum.
Að guðþjónustu lokinni, var
öllum boðið inn, og sátum við
að súkkulaðs og kaffidrykkju
með biskupi og öðrum gestum,
ásamt nokkru af heimafólki.
En ekki kom þingmaðurinn þar
nærri, né gaf hann sig á tal
við gesti sína. Þó sáum við
hann í svip úti. Ekki var hér
töðuþurk um að kenna. Seinna
heyrði eg sagt, að þeir væru
pólitískir andstæðingar Gunn
laugur Björnsson kennari
Hólum, og þingmaður Skag
firðinga. Já, í öllum löndum
er pottur brotinn, hugsaði eg
Fallegt þótti mér á Reynistað
En það þótti mér svo víða, að
nú er eg hætt að hafa orð á
því að mestu. Það gerir og eigi
lítið til, hvernig jarðir eru setn
ar, þó góðar séu, tún hirt og
húsaður, m. fL 1 Hólmanum
þessu frjóa fagra sléttlendi, sá ■ ast. — Þó það kosti skilnað, —
eg — tilsýndar — kofa svo lé- j ef fundirnir eru góðir og upp-
lega og niðurnídda að líkist | byggilegir. Því fleiru góðu
gömlum hesthúskofum, eins fólki, sem maður kynnist, þess
auðugra verður manns eigið líf.
Úr þeim minninga brunni er
gott að ausa, sér til svölunar
og gleði, þegar nærliggjandi
vötn þorna, eða verða beisk
á bragðið af sora þeim et æ
rennur í spor návigrar og al-
gengrar meðalmennsku. En
hún, meðalmennskan er engin
sér éign almúgans. Hún situr
í hásætum hinna stóru, sem
almúginn lítur upp til, og ætlar
betri — situr þar og ríkir það-
an -r— oft ekki íivað minnst.
Veit eg það?—spyr þú. Ó, já,
eg hefi komist nógu nærri sum-
um þeirra, til að reka mig á
hníflana hennar.
Eg sagðist vita, að ei mundi
eg mæta þessum vinum okkar
Mörtu aftur, og er viss um það.
og þeir litu út í æsku minni.
Vitanlega var þetta — tilsýnd-
ar — og kotbæir voru ekki all
ir reisulegir í gamla daga, og
eru það ekki enn, á öðruni
svæðum. En hér var mér sagt,
að væri um góðar jarðir að
ræða. Ástæðan fyrir hinni lé-
legu hýsingu, væri í flestum til-
fellum því að kenna, að þær
væru stórbændaeignir, sem
leigðu þær út, og létu sig engu
skifta hvert leigendur drukkn-
uðu 'inni í kofanum, frysu eða
yrðu til undir, innfallandi þök-
um og veggjum, meðan þeir
fengju leiguna goldna. En nú
er eg að hafa eftir sveitar-
sögur, og bið afsökunar. Að
hvað miklu leyti þær eru á
rökum bygðar, veit eg auðvitað
ekki En kofarnir eru þegjandi | En Marta mí nbjóst við að sjá
Hafið þér reynt að koma á stað
FROSNUM BlL?
. . . Haflð þér nokkum-
tíma á köldum morgn-
um eytt hálfum kl.tíma
í að koma bilnum á
stað? Agæt stæiing fyrir
vöðvana, . . . en ná-
grenninu síðar til skemt-
unar.
Hefir yður nokkumtíma
komið t« hugar að klæða
bil-skúrinn með TEN /
TEST, og verja þannig
næturfrostinu inn ?
Þér getið það auðveld-
lega. Og tilkostnaðurinn
er smáræði en hugsið
yður munin sem það
gerir!
TEN/TEST er svo létt
að nota. I»á má saga það
og negla sem borðvið.
Fimm-áttundu úr þuml-
ungi, lofthelt og sterkt
og endist æfilangt.
Látið oss sýna yður,
hvemig þér getið breytt
sumar byrginu i vetrar
skýii með TEN/TEST.
Leitið eftir upplýsingum og verSlagi hjá
WESTERN DISTRIBUTOR
The T. R. Dunn Lumber Co., Limited
WINNIPEG, MAN.
FÆST HJA ÖLLUM BETRI TMBURSÖLUM 1 LANDINU
TD2R
vottur, um örbyrgð, framtaks-
leysi eða kæruleysi. í anda sé
eg þessi kot hverfa, en í þeirra
stað koma snotur steinsteypu-
hús fyrir menn og fénað, og
Hólmann verða að paradís á-
nægðra og velmeigandi smá-
bænda. Hvað getur verið því til
fyrirstöðu? Enginn er verð-
ugur góðra gjafa sem vanræk-
ir þær, eða misbrúkar, til að
kúga með þeim aðra, sem
þarfnast þeirra, er hafa farið
á mis við þær, án eigin tii-
verknaðar. Mennirnir eru
fæddir til jarðarinnar til þess
að njóta hennar eftir þörfum.
Frá Reynistað riðum við í
einum áfanga á Krókinn, og
komum þangað síðla dags. Fór-
um öll á gistihúsið “Tinda-
stóll” — minnir mig það héti,
og keyptum okkur hressingu,
sem vinir okkar Mörtu, þau
hjónin Gunnlaugur og Sigur-
laug borguðu, hinn síðasti af
mörgum velgerningum frá j ingsstöðum í
þeirra hendi í okkar garð. Á,var ekki til
þau aftur — éf æfi entist þeim
öllum. Það er þetta litla ef
sem gerir skilnaðinn að alvöru-
augnablikum, jafnvel þar sem
allar líkur eru til, að um stund-
ar skilnað sé aðeins að ræða.
Jónas Kristjánsson, læknir
Við Marta vorum þreyttar
eftir daginn og ásettum okkur
að ganga snemma til hvíldar.
Þó mun Marta hafa símað
móður sinni þetta kvöld, sagt
henni hvar ferð okkar var nú
komið o. s. frv. Að því búnu
fórum við að hátta. Veður
var kalt með regni, kl. um 10,
og við þektum engann á Krókn-
um. Þó vorum við ekki hálf
háttaðar, þegar gestgjafinn
barði, og sagði okkur, að þar
væri kominn dr. Jónas Kristj-
ánsson og vildi hafa tal af mér.
Við klæddum okkur í snatri og
fórum fram til fundar við hann.
Jónas er læknir þar á Krókn-
um, sonur Kristjáns á Snær-
Svínadal. Jónas
friðs nema við
meðan á kaffinu stóð útvegaði
eg okkur Mörtu herbergi, þvf
hér mundum við gista kom-
andi nótt. Næsta dag áttum
við von á bíl að norðan. Með
þeim bíl skildi suðurför okkar
hafin. En hér áttu vegir okkar
að skilja, þ. e. þeirra hjóna og
okkarMörtu. Eftir að hafa
drukkið kaffi, lögðu þau hjón
af stað heimleiðis. Þau áttu
langa leið fyrir höndum, því
heim skyldu þau þetta kvöld.
Við Marta fylgdum þeim gang-
andi inn í gegnum bæinn og út
fyrir hann, og teymdum sinn
hestinn hver — hestana sem
við höfðum riðið, og nú voru
einnig vinir.
Margt gott fólk hitti eg í ferð
þessari — íslands ferð minni.
En ekkert betra, frá hvaða sjón
armiði sem litið er. Bæði bráð-
greind, góðir hagyrðingar og
smekkvís á alt fyndið í þess-
konar efnum og minnug þess.
Og þess vegna skemtilegir föru-
nautar. Alvara lífsins er þeim
og kunn, og skilningur þeirra
þjóðmálastefnum, glöggur
og ákveðin, án þess að gera
iau ofstæk eða einhliða. Gunn-
laugur hefir í fl. ár verið kenn-
ari við Hólaskóla — kennir þar
stærðfræði og tungumál. Um
nokkurra ára skeið, var hann
umferðar fyrirlesari Ungm.fél.
sl, og ritstjóri “Skinfaxa"
blaðs, sem það fél. gefur - út.
Hann er skynsamur í bezta lagi,
hægur og gætinn — einn af
lessum ábyggilegu m|önnum,
sem menn lofa að maklegleik-
um en finna því miður helzt
til óvíða. Með öðrum orðum:
Drengur hinn bezti í hvívetna.
Við Marta gengum heim á
Krókinn í hægðum okkar
jöglar og hugsandi. Eg viss um
að sjá aldrei framar þetta fólk,
sem hafði verið mér —r út-
lendingnum, svo gott. Fyrir mig
voru skilnaðarstundirnar að
byrja, úr þessu mundi hver reka
aðra. Hingað til, höfðu það
verið endurfunda stundir, eða
nýir fundir. úr þessu — alt
skilnaðarstundir. — Nú jæja!
það er þó þess virði, að finn-
kæmum heim með sér. Gerðum
við það, og fengum ágætar við-
tökur. Kona Jónasar er eins
og hann, viðmóts góð og ágætis
kona. Sýndu þau okkur börn
sín, þrjár dætur, einn son og
uppeldisdóttir — alt hin efni-
legustu ungmenni, og öli í
hærri skólanum á leiðinni upp
mentaveginn. Jónas varð
sjálfur að klyfa þá braut hjáip-
arlítið eða hjálparlaust. Það
er þess konar fólk, sem bezt
skilur gildi mentunarinnar, og
notfærir það, sér og sínum til
blessunar og landi og þjóð til
gagns. Hús þeirra hjóna er
stórt og rúmgott steinsteypu-
hús, tvílyft með kjallara undir
allri byggingunni og miðstöð-
varhita. Landrými hafa þau
mikið eftir því sem í bæjum
gerist — alt inngirt með háum
steinsteypu veggjum. Innan
þeirra er matjurtagarður og
blómagarður. Alt er það vel
umgengið úti og inni, og sýnir
allur biær heimilisins samúð
sem eg hvergi mætti í ríkari
mæli. Með öðrum orðum:
Heimilið er fyrirmyndarheimili
eða svo kom mér það fyrir
sjónir. Skamt þaðan er hospítal
sem Jér>-c; kom á fót skömmu
eftir av hann kom á Krókinn
— þá ungur maður og ný-út-
skrifsður læknir. Minntist eg
þess, að hafa lesið um það í
blöðunum fyrir löngu síðan, og
honum hælt mjög fyrir dugnað
og framtakssemi. Nú var orðið
of seint að sjá það, og daginn
eftir vanst ei tími til þess. Við
fórum heim til okkar kl. 12 og
þá í rúmið. Áður við fórum
lét Jónas okkur lofa að koma
þar við og kveðja, er við fær-
um, lofuðum við því.
“Því komuð þið ekki beint
til mín og gistuð hjá mér?’’
spurði dr. Jónas einhverjusinni.
meðan við vorum þar. “Við höf
um nóg húsnæði.’’ Þetta sýnir
gestrisni, svo mikla, að þó eg
mætti henni hvarvetna, er
Jónas eini frændinn, sem tekið
hefir á sig ómak, að sýna mér
óséðri og óþektri honum, slíka
frændrækni og vinahót. Af
hverja? — Af því að hann er
að eðlisfari hinn ljúfasti og
bezti drengur. Eg var ekki und-
antekningin — heldur bara ein
af fjöldanum, sem þau hjón
sýna samskonar hlýleik. Það
er einmitt þess vegna, hvað þau
hjón eru vinsæl. Þetta sama
kvöld áttu þau hjón von á dr.
Gíslason frá Grand Forks, og
föruneyti hans norðan frá
Akureyri. Seinna heyrði eg dr.
Gíslason segja, að Jónas væri
einn af ágætustu mönnum sem
hann hefði mætt á íslandi.
Furðaði mig ekkert á því.
Endurminningar
Eftir Fr. Guðmundsson.
Víða á landinu voru til þeir
menn sem sjálfir voru sann-
færðir um að þeir væru mikil-
menni á einhvern hátt eða með
einhverju móti þó allir aðrir
vissu, að þetta væri meinloka,
og þá var það hvortveggja öld-
ungis rangt, og heldur ekki
mikið reynt, að sannfæra þá
um það gagnstæða, því þeir
virtust vera sælir í sinni skoð-
un. Eg þekti karl á stóru og
fjölmennu prestssetri; hann
hafði verið þar í mörg ár og
altaf fjósamaður. Prófastur-
inn hafði einh^erntíma sagt
við hann að velferð heimilisins
væri undir því komin, að kýrn-
ar væru vel passaðar og ættu
gott og nú þegar hann fengi
honum þetta verk til yfirum-
sjónar, þá skildi ihann, hve
mikla tiltrú hann auðsýndi
honum. Þessari ræðu gleymdi
liann aldrei og varð klökkur.
þegar hann endurminntist þess
að prófasturinn bæri tiltrú til
sín og smásaman varð þetta
starf honum svo þýðingarmik-
ið að hann í einlægni áleit, að
prófasturinn og hann væru
mestu mennirnir að minsta
kost.i í sveitinni, aðeins að pró-
fastur ætti þetta alt og sig
líka, og þá var hann heldur ekki
hræddur um, að það gengi neitt
að sér. Sumir þessir menn
héldu þeir væru heimspekingar,
stórskáld eða einhversháttar
vísindamenn. Einn þessi ein-
kehnilegi maður var við Mý-
vatn, hét hann Jóhann og var
kallaður vindbóla. Hann hélt
sig vera talandi skáld og orti
mikið. Sýnishorn af hans
ljóðagerð er þetta. Hann var
viðstaddur þar sem kú var
slátrað, og mælti þá:
Hnífinn rak hann hálsinn í,
Herjans karlinn gamii,
misti eg þá önd og líf,
og ei að þessu gáði.
Hann var um tíma hjá Pétri
í Reykjahlíð, og var þá sendur
að viða í eldinn, en það fór
að rigna, segir hann þá:
Nú er eg orðinn holdvotur,
og það fyrir löngu,
því er bezt að halda heim,
með stóra viðarbyrði á bakinu,
handa gömlu Guðfinnu,
í eldinn til að brenna.
Annað álíka skáld var á
Sléttu, og orti heilar rímur.
Þannig byrjaði hann eina rímu.
VISS MERKI
um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag-
teppa og þvaigsteinar. GIN PILLS
lækna nýrnaveiki, meS því að deyfa
og græSa sjúka parta. — 50c askjan
hjá öllum lyfsölum.
131
Inn með ánni harður rendi
hundadýri,
Huppaports á harðri mýri,
hrummungsraftur sat við stýri.
Forláts mig og friðar báðu þeir
fjandans þussar,
gerði eg það fyrir gylfa drussa
greitt eg hleypti í höilu kussa.
Þetta verður að duga sem
sýnishorn af skáldskapa þess-
ara manna, eins og gefur aö
skilja þreytti þessi vaðall flesta
menn er til lengdar lét, en þvf
verður hinsvegar ekki neitað,
að oft vöktu þessir menn hlátra
og efndu til heimilisglaðværð-
ar, oftast var þó einhver gömul
menneskja á heimilinu, sem
þrátt og einatt bað um það, aö
ekki væri hlegið að þessunr
aumingjum, áleit það syndr
þeim hefði verið svo lítið lánað,
og það væri ljótt að (espa þá.
En þeir kunnu ekki að meta
þessa nærgætni, og var jafnvel
verst við slíkar manneskjur af
heimilisfólkinu.
Þegar eg er að rifja upp í
huganum dagfar þessara manna
og gera mér skiljanlega grein
fyrir hugsunarhætti þeirra f
samkvæmni við breytnina ogf
eftirlanganirnar og þrár þeirra.
þá man eg eftir einkennilegum
manni sem eg þekti löngu
Þægileg leið
til Islands
•
Takið yður far heim með eimskip
um Canadian Pacific félagsins.
þá verðið þér samferða mörg-
um Islendingum. I>ér mun-
uð njóta ánægjulegrar
ferðar, góðrar þjónust.
Agætra máltíða, og
allra þæginda er hið
volduga flutninga
félag hefir til
að bjóða.
Skrifið eftir upplýsingum um far-
bréfaverð til Evrópu er innifelur
allan kostnað.
Gerið fyrirspurnir tii umboðs-
manna á staðnum eða til W. <!.
CASEY, Gen. Pass. Agent, C.P.R.
Bldg., Winnipeg, Phones 25 815
25 816.
CANADIAN PACIFIC
STEAMSHIPS
HREINLÁTASTA OG
HOLLUSTUMETSA M.IÓLKURSTOFA
I WINNIPEGBORG
Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim.
Hreinlæti í meðferð allra afurða /Og stjórnsemi.
Veldur framgangi vorum og vexti.
SfMI 201 101
“Þér getið slegið rjómann —
en ekki skekið mjólkina.’’
MODERN DAIRY LIMITED
-l