Heimskringla - 22.04.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.04.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry Cleaned and Pressed .....-.....$1.00 Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed .. .$1.00 Gooda Cnlled Por and Dellvered Minor Repnirs, FREE. Phone 37 001 (4 lines) XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 22- APRIL 1931. NCrMER 30 The Millennial Hockey Trophy Hockeybikar sá er mynd þessi er af, var gefinn af Þjóðræknis- félaginu á síðastliðnu ári til efl- ingar hockeyleika-iðkuíi á með- al íslendinga. Sá hockeyflokkur inn, er af öllum ber á árinu, vinnur bikarinn og heldur hon- um, þar til annar kemur hon- um fræknari. í vetur hafa 4 íslenzkir hockeyflokkar leikið hér í Win- nipeg. Út um sveitir eru hockey flokkar til, en því miður gátu þeir ekki komið því við að keppa um bikar Þjóðræknisfé- lagsins í ár. Er vonast til að á komandi vetri verði flokkarn- !r fleiri. Þessir hockeyflokkar, sem um bikarinn keptu í vetur, heyra allir til íþróttafélaginu Fálkinn. Nöfn þeirra eru: Fálk- inn, Geysir, Víkingar, NativéS. Á samkomu, sem íþróttafé- lagið Fálkinn hélt s.l. fimtudag. var bikarinn afhentur sigurveg- urunum, sem voru Fálkarnir í þetta sinn. Er sagt að allir flokkarnir hafi leikið furðu vel og oft verið erfitt á milli að sjá hver bikarinn hlyti. Leikendur Fálkans voru: Al- bert Johnson (kapt.), Grímur Jóhannesson, Ingi Jóhannesson Matt. Jóhannesson, Robert Jó- hannesson, Karl Hallsson, Jón E. Bjarnason, Eggert Bjarna- son, Kjartan Johnson, Jack Doig. Bikar þessi er nefndur “The Milennial Hockey Trophy", og minnir því á eitt mesta merkis- ár í sögu íslands. Er bikarinn fallegur og metfé hið mesta. Á honum stendur vísa þessi úr Hávamálum: Deyr fé, Deyja frændr Deyr sjálfr et sama 'En orðstírr Deyr aldrigi Hveims sér góðan of getr. Sveinbjörn Árnason dáinn Las eg fyr en varði og vildi, jdnur, lát þitt skyndilegt. Dauðinn á ei dropa af mildi, dómi hans aldrei verður hnekt. Þú ert farinn. Frænda og vina færðist skuggi lífs á stig. Þú varst inn í eilífðina ekki lengi að búa þig. Ó, hve lífið lítið virðir löngum dauðans þunga sverð. Grunaði mig ei, að þú yrðir undan mér í þessa ferð. Það er ein—og ei sú minsta— örlaganna náðargjöf, fá að stíga hraustur hinsta heljarsporið fram að gröf. Fagur var þinn vorsins draumur vel hann spáði á marga lund. Leið þín æfi lygn sem straumur. Lánið fékstu í heimanmund. Æðsta hnossi er hugur þráði, hamingjan örlát sæmdi þig, — góðri konu, er geislum stráði, gleðinnar alt í kringum sig. Þó ei geymdir gull í sjóði, græddir hylli og vinafjöld. Fleira er lán en fjárins gróði; fleira sæmd en tign og völd. Þér var hygnisgáfa gefin, glöggskygn hún þér sjaldan brást; eygðir gegnum vafa-vefinn veilu, er mörgum yfirsást. Ætíð fékst svo orðum hagað, umræður að spynnust frá. ' Vel ei féll þér, væri þagað vina skemtimótum á. Gætni með til mála lagðir, mælsku keppni beittir ei. “Já og amen’ aldrei sagðir, ef þín dómgreind kvað við nei. Vildir, sjálfs af sjónarmiðum, sérhvert mál er fyrir lá skoða, frá sem flestum hliðum, fyr en dóm þar legðir á. Vinum með er varstu saman vaktir gleði, líf og fjör. Létt þá fjúka léztu gaman, léku bros um hverja vör. Fanst þeim sem úr lofti létti lognmollunnar drunga ský, og að sætu á sólskinsbletti saman fjallahlíðum í. Veit eg, frjálst hvar fylgi ræður, félagsvinir sakna þín; einkum þar sem eins og bræður íslendingar njóta sín. Þökk fyrir gamlar gleðistundir, gamanstef og skemtihjal. Hvort munu okkar endurfundir eiga stað í fögrum dal. Far nú vel! f heimi hinum, hugs til smíða færðu tóm. Öll þau bros er vaktir vinum, verði þér eilíf feginsblóm. Þorskabítur. Stjórnin á Islandi fallin ÞingiS rofið. — Skilnaðar við Danmörku krafist. í blaðinu Winnipeg Evening Tyibune stóð eftirfarandi skeyti í gær frá Kaupmannahöfn: “Fréttir frá Reykjavík á fs- landi í dag (21. apríl) bera með sér að lýðveldishugsjónin er að grafa um sig í landinu. Stúdentafélagið hefir krafist þess að lýðveldi verði stofnað á íslandi eins fljótt og unt er. — Hófu stúdentar kröfugöngu til sendiherrahallarinnar dönsku í Reykjavík í gær. Stjórnmálaástandið á íslandi hefir verið í öngþveiti síðan s.l. viku, að forsætisráðherra Tr. Þórhallssyni var greitt van- traustsatkvæði, sem hefir þing- rof í för með sér. Bíður konungurinn eftir grein argerð frá fráfarandi ráðherra. DýRT ER LÖGMANNSORÐIÐ. Reikningur var lagður fram í Manitobaþinginu s.l. laugar- úag frá lögfræðingunum R. W. Craig og A. B. Hudson. Var hann fyrir vinnu lögfræðing- anna í sambandi við afhendingu náttúru-auðlinda fylkisins, sem ^ú eru loksins komnar í hendur þess. Til þess að byrja með, nam reikningur þessi $65,000. En Brackenstjórninni hefir auð sjáanlega þótt sá reikningur of ^ár, því í þinginu er skýrt frá Pví, að stjórnin og lögfræðing- arnir hafi komið sér saman um ^45,000 . sem fullnaðarbotrgun fyrir starfið. Reikningur Mr. Craigs var fyrir 200 daga starf, en Mr. Hudsons 160 daga. Þegar reikningur þessi var i borinn upp í þinginu, hófustl vsæsnar umræður um hann. J. T. Haig, K.C., og S. J. Farmer, álitu það keyra fram úr öllu hófi, að greiða jafnvel $45,000. að ekki sé nú talað um fyrri upphæðina fyrir þetta starf. Var skoðun þeirra sú, að lög- fræðingastarfið í sambandi við auðlindirnar hefði átt að vera leyst af hendi af skrifstofu dómsmálaráðherra fylkisins. — Hörðnuðu umræður um þessa reikninga, og var Bracken- stjórnin óspart mint á það, að hún væri örlátari á fé til lög- fræðinga en til bænda og sveit- anna. Loks gerði J. T. Haig breytingartillögu, sem í því var eiginlega fólgin að skera reikn- inginn niður um $24,000. Virt- ist Mr. Haig sanngjarnt, að svo mikið ($24,000) væri greitt af námastjórnardeildinni, og veit- ingin til þeirrar deildar væri lækkuð sem því nam. Um þessa breytingartillögu Haigs fór at- kvæðagreiðsla fram í þinginu s.l. föstudag. Voru 14 atkvæði með henni og 30 á móti. Brack enstjórnarsinnar greiddu allir atkvæði á móti breytingartillög unri. einnig tveir liberalar, J. W. Breckey og Skúli Sigfússon. En með henni greiddu conser- vatívarnir og verkamannafull- trúarnir atkvæði. Breytingartil- lagan var því feld, en aðaltil- lagan um að greiða lögmönn- unum $45,000 fyrir starf sitt, var því samþykt. ingja í Catalóníu að máli. — Fylki þetta hafði lýst því yfir, að það ætlaði sér að krefjast skilnaðar frá aðalríkinu Spáni. Hafði för ráðherranna þann á- rangur, að fylkið tjáist ekki ætla að hreyfa aðskilnaði að minsta kosti fyr en þjóðþing kemur saman. Er líklegt talið, að fylkin muni, þegar frá líður. hætta við aðskilnaðarhugmynd- ina, og reyni að sjá lýðveldinu fyrst borgið. nema því aðeins að hann verði því vægari, getur hann orðið tilfinnanlegur fátækum mönn- um með stóran fjölskylduhóp. Þingið hefir samþykt 70 ný lög og lagabreytingar. KOMMÚNISTAÆRSL f WPEG. Sigríður Jónsdóttir Jónsson Hinn 17. s.l. janúar andað- ist að heimili sínu í San Diego í California, Sigríður Jónsdótt- ir Jónsson. Sigríður var fædd að Hömrum í Hraunhreppi í Hítarnesþingum; hún fluttist tveggja ára gömul með for- eldrum sínum Jóni Jónssyni og Þorbjörgu ólafsdóttir að Stapa- seli í Stafholtstungum í Mýra- sýslu og þar ólzt liún upp. Sigríður átti 3 systkini, 2 al- systur sem báðar hétu Vigdís, önnur dó ung og hin var látin heita eftir henni, en hálf bróð- ir hennar hét ísak. Sigríður misti móður sína þegar hún var 9 ára en faðir hennar gifti sig aftur, og átti þenna pilt með seinni konu sinni og þau fluttust bæði til Ameríku. Vig- dís giftist Thorleifi Kristjáns- syni Thorlacius. Þau fluttust til Manitoba og námu land í Mikley og eru bæði dáin fyrir nokkrum árum en ísak var síð- ast búsettur í Ardalsbygð og er nú dáin fyrir fáum árum. Árið 1871 giftist Sigríður eftir lifandi manni sínum Jóni Jónssyni frá Svarfhóli í Staf- holtstungum í Mýrasýslu, syni Jóns Haldórssonar frá As- Frh. á 5 bls. MANITOBAÞINGI SLITIÐ. FRÁ SPÁNSKA LÝÐVELDINU Þrír ráðherrar nýju lýðveld- isstjómarinnar á Spáni, brugðu sér f Ioftfari til Barcelona til að finna. Macia sveitarhöfð- Fylkisþinginu í Manitoba var slitið s.l. mánudag. Hefir það staðið yfir síðan 27. jan. s.l. Málið, sem lá fyrir þinginu síðustu lífsstundir þess, var lög gjöfin um að veita Winnipeg- bæ heimild til þess að leggja nefskatt (Poll Tax) á bæjar- búa. Verkamannaleiðtogarnir börð ust lengi og hraustlega á móti þessari löggjöf. Og þeir höfðu meira að segja í hótunum um að lengja þingsetutímann von úr viti, út af þes^u máli. En eftir langar og ítarlegar um- ræður á mánudaginn um mál- ið, var atkvæði greitt um það, og var nefskatts löggjöfin sam- þykt með 25 atkvæðum - gegn fjórum. Síðan að bærinn hreyfði fyrst þessu skattamáli, hefir hug- myndinni um skattinn lítilshátt ar verið breytt. En eins og bær- inn hefir nú samþykt hann, nær hann til allra manna og kvenna 21 árs að aldri og upp að 60 ára aldri. Undanþága er veitt þeim er eignaskatt og tekjuskatt greiða. — Upphæð þessa skatts hefir ekki ennþá verið ákveðin af bænum. Fjöl- skyldufeður, sem leigja hús, en eiga þau ekki, greiða þenna skatt. Þeir eru ekki skoðaðir gjaldendur neins skatts, þó að fasteignaskattar allir komi lík- legast að mestu eða öllu leyti úr vasa þeirra með húsaleig- unni, sem þeir borga. Nefskatt- ur þessi kemur því niður á hin- um fátækari og eignalausu, og tóku að kasta steinum. Varð einn gluggi Hudson’s Bay búð- - Hm 6000 manns, með leiðtog arinnar fyrir einum þeirra og um kommúnista í broddi fylk-' mjölbrotnaði. Lögreglumaður ingar, safnaðist saman fyrir ut-1 varð fyrir öðrum, en meiddist an þinghúsið í Manitoba s. 1. h'tt. Og þá tók lögreglan til ó- miðvikudag. Erindi þessa hóps I spiltra mála með að elta þá var að finna Bracken forsætis- j Uppi í hópnum, sem óspektirn- ráðherra að máli, viðvíkjandi; ar gerðu. Gránaði þá gaman- vátryggingu gegn atvinnuleysi, jg 0g endaði leikur þessi svo, sem kommúnistarnir fóru fram 1 að lögreglan hafði barið niður á að Manitobaþingið lögleiddi um^níu manns, en alls meidd- nú þegar. Brackenstjórnin veitti J ust um 24. þeim áheyrn og ræddi við kom- I Yfirvöldin hér virðast líta á mumstana um þetta efni inni]uppþot þetta sem hafið meira a stJ°1’narskrifstofunum. Kn tif þegs ag augiýsa kommúnista- við bon kommúnista um að lög I stefnuna> en til þess að bæta ei a v tryggingu gegn at- has atvinnuleysineja. Höfðu 1™.. ^eSS*. einh!er , kommúnistar kröfugöngu í frammi víða um land þenna sama dag. Sambandsstjórnin í ráðstöfun væri gerð fyrir tekj- um í því sambandi, gat fylkis- stjornm ekki orðið. Fylkisstjórn ottawa var heimsótt f sömu ma kyað hann ekki hafa líkt erindum og voru ,undirtektir þn nogar tekjur til þess sem þennar þær gömu og fylkis_ u ’ 'f væf StraUm af’stjórnarinnar hér. Og fréttir þemi utgjoldum, er shkri vá- þárust vfðar að af krofugöng_ tryggmgu væn samfara. En | um kommúnista. Að hinu leyt_ nefnd þessan skyrði hann frá inu kom það f ljós> að þeir * a /. væ” ^011 yrir ai>i kommúnistar, sem handteknir aHar fylkisstjormr landsins yoru f mnlAvegt hofðu ekki verið atvinnulausir nema tvo til jþrjá mánuði og höfðu þann kæmu bráðlega saman í Otta- wa, til þess í samráði við sam- , , ^ uija, liiauuui ii\jil>u \ux iuj af hvern tíma fengið styrk frá bænun, k f ,kæ1n,að K. tekjur tf ,Þeir voru allir e5a flestir Rúss- þess að logleiða atvmnuleysis-1 vátryggingu. Meira gat stjórn- in ekki gert viðvíkjandi mála- leitun kommúnista. Eitt af kröfum kommúnista kvað hafa verið það, að hverj Á meðan að þingað var um um atvinnulausum manni væru þetta á stjórnarskrifstofunum, j'Sreiddir $25 a viku- Hvað sem hélt hópurinn, sem fyrir utan um réttmæti kröfunnar er að þinghúsið hafði safnast, niður seSÍa> lætur að líkum- að við á Portage Ave. Hann fór niður henni eig1 stjórnir bágt með “The Mall’’, en skamt fyrir að verða. sunnan Hudson’s Bay búðina, ^ Ýmsir halda því fram að lög- fóru einstöku menn að sýna af reglan hafi verið óþarflega sér óspektir. Er í fréttunum í þunghent á þessum mönnum. dagblöðunum af þessu frá því Auðvitað voru þeir vopnlausir sagt, að t/vær konur hefðu mjög og varnarlausir. En svo á lög- eggjnð menn til óspekta. Kom regla í vök að verjast, því ef að þvf að einn eða tveir menn til kæmi skaða og skemdar- verka, væri henni Iegið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir þau í tíma. ALFONSO EKKI Á HJARNI. Alfonso fyrverandi Spánarkon ungur er ekki á hjarni staddur, þó útlægur hafi verið gerður úr ríki sínu. Það er sagt að konungshjónin eigi á milli sín í peningum og gimsteinum sem næst $35,000,000. Tóku þau það með sér, þegar þau fluttu frá Spáni. En auk þess er Al- fonso einn af stærri hluthöfum í Monte Carlo og Deauville spilavítunum. Hann er einnig eigandi nokkurra iðnaðarstofn- ana á Frakklandi. Af ríkisstjór- um Evrópu er sagt að Þýzka- landskeisari sé sá eini, er rík- ari hefir verið en Alfonso. Fjölskylda Alfonso er á Frakk landi sem stendur. Er haldið að hann hafi keypt höll í Englandi og að þar muni hann setjast að. Var rétt fyrir fall hans sem konungs, sent ógrynni af fínum og fáséðum húsmunum út úr landinu, sem nú kvað vera komið til Englands. Mál- verkin ein í þeim farangri er sagt að numið hafi $3,000,000. Skoðanir hans á lýðveldinu á Spáni eru þær, að það verði hrunið innan sex mánaða og að þá verði hann aftur kvadd- ur til ríkisstjórnar. Kveður hann verkföll, stjórnleysi og uppreisn verða lýðveldinu að falli. Fáir, og jafnvel ekki nán ustu vinir hans geta tekið und- ir þessa skoðun. Ríkisstjórn féll Alfonso 13. í hendur nokkrum mánuðum áð ur en hann fæddist. Hefir hann því ríkt í 46 ár, þó aðrir færu með stjórn fyrir hann þar til hann varð lögaldra. Síðustu 10 árin stjórnaði hann með dæma- lausri ráðrfkni og ofbeldi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.