Heimskringla - 22.04.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.04.1931, Blaðsíða 6
S BIAÐSTÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. APRIL 1931. JAPONETTA ' eftir ROBERT W. CHAMBERS. [ SnúiS hefir á íslenzku Davíð Björnsson “Jack!” “Já, kæra fröken,’ svaraði hann stilli- lega. “Hvers vegna segið þér ekkert?’’ “Mér var fyrirboðið að gera nokkurn hávaða.’’ “Það er voðalega heitt og hljótt hér úti. Hvers vegna syngja fuglarnir ekki?’’ “Þeir fella fjaðrir sínar, fagra mær”, “Ó, er það þess vegna að þeir syngja ekki i júlí,” spurði hún. “Já, það er þess vegna,’ 'sagði hann al- varlega. , “En hversvegna syngið þér ekki? Þér eruð þó líklega ekki farinn að fella fjaðrir ennþá?’’ “Ólíklegt er það, en getur þá verið að vissu leyti, að minsta kosti hefi eg enga löng- un til þess að syngja núna.” “Hver er ástæðan.’’ “Lausar fjaðrir,’ ’sagði hann glettnislega. “Segðu heldur laus skrúfa Eg hygg að það sé sönnu nær, vegna þess að viljan vant- ar hjá yður en getuna ekki," sagði hún stríð- nislega. “Eg reyni ekki að hrekja rökfræði yðar, fagra mær,’ sagði hann og hneigði sig. “Þér getið það ekki.’’ • “Vil ekki gera það. Mig vantar viljann.” “Þér eruð leiðinlegur.’ “Þakka yður fyrir heiðurinn, fagra mær.” “Eg get ekki liðið yður!' ’sagði hún snúðug yfir ertni hans. “Jú, það getið þér.’’ “Nei.’’ “Ó, þér eruð yndisleg!” “Jack! Viljið þér vera svo góður og fara yðar veg? Þegar *eg bið yður um það,’’ sagði hún hörkulega og ákveðið. “Hún fer fram á það ótrúlegasta,’’ sagði hann eins og við sjálfan sig og hristi höfuðið. “Ef eg vissi ekki að hún meinti ekki helm- inginn af því sem hún er að fara með, þá —” “Það veit þá hamingjan að þér eruð alveg óþolandi Jack,’ 'sagði hún um leið og hún reif bréfið í tætlur og kastaði því á gólfið í lysti húsinu, svo færði hún sig til á bekknum, svo það varð autt sæti við hlið hennar. Hverjum skildi hún hafa ætlað það? — Var það fyrir systir hennar? Hún var þar þá hvergi nálæg. Jack var fljótur að veita þessu athygli og gekk hvatlega inn í lystihúsið og staðnæmdist glottinn og broshýr fyrir framan hana. “Eg er viss um að það er stór galli á mér, hvað eg er eftirgefanleg og — og góð,’’ sagði hún. Jack tók sér sæti við hlið hennar. “Silvíetta!’’ sagði hann blíðlega. “Hvað eigum við að gera okkur til skemtunar í dag?” “Hverjir?” “Eg á við yður og mig vitanlega. Hvað varðar okkur um, fagra mær, hvað aðrir haf- ast að í þessari galandi veröld.’’ “Eg veit ekki hvernig það stendur til með heiminn," sagði hún. “En eitt veit eg og það er að í honum er ein stúlka, sem hefir hagað sér alveg eins og flón, og hún fer nú upp í herbergið sitt til þess að skrifa bréf’’. ’ “Hvenær?” “Nú þegar.” “Þér ættuð ekki að gera það.’’ “Jú, eg skal gera það.’’ “Skal eða vil,” spurði hann sakleysis- lega. “Sumt fólk getur stundum verið svo ósamkvæmt sjálfu sér að það er í fljótu bragði ekki avleg víst á því hver meining þess er í raun og veru. Silvíetta hugsaði sig um augnablik, svo snéri hún sér við og leit á hann. “Jack!’’ sagði hún blíðlega. “Viljið þér vera svo góður að láta af því að vera altaf á hælum mfmim hvert, sem eg fer!’’ “Eg? Að vera á hælum yðar! Þetta er langt frá því að vera réttmæt ásökun, fagra mær Hvaða veraldarinnar flón hefir hvíslað því að yður að mér kæmi í hUg að gera nokk- uð því líkt?” “Getið þér ekki verið svolítið alvarlegur.’’ Augnaráð hennar var angurblítt og næst- um því biðjandi. Hann varð undir eins hátíð- Igeur á svipinn. “Þér hafið þvíngað mig til þess að tala þetta,’’ sagði hún. “Mig langaði alls ekki til þess að gera það. Eg hélt að þér mundúð sjálfur sjá þetta og skilja, en það lítur ekki út fyrir að þér viljið eð'a kærið yður um það. Þessvegna er eg neydd til að segja yður að það er miklu ráttara af yður að — að — „’ Hún endaði ekki setninguna en leit til hans rjóð í andliti. “Þér vitið mjög vel við hvað eg á! En þá verð eg að sitja hér við hliðina á yður og segja þp.ð við yður svo kurteislega, sem mér er mögulegt.” “Hvað er það sem þér viljið segja mér, fagra mær?” “Um yður og mig!” sagði hún ergilega. “Þér vitið það mjög vel að eg hefi oft og mörgum sinnum neyðst til þess að vera alein með yður.” “Hversvegna?” “Vegna þess að eg er aðeins skemtimær hjá foreldrum yðar, en þér eruð einka sonur Mr. Jaoobs Rivetts — —. Þarf eg að tala skýrara?" Hann svaraði ekki, svo Silvíetta hélt á- fram: “Þér vitið að mér fellur vei við yður, og eg veit einnig að yður geðjast að mér. Og þér vitið líka vel að það er ekki rétt gert af yður að vilja ávalt lokka mig úr margménn- inu til þess að vera með yður einum Vitan- lega er það vináttu merki frá yðar hálfu, en það er ekki hyggilegt og heldur ekki nauð- synlegt. Við skulum því gleðjast og vera góðir vinir meðal fjöldans, eins og þegar við erum alein — —.” Hún þagnaði snögglega og roðnaði alveg upp í hársrætur af því hvað hún talaði af sér. En á næsta augnabliki var hún þess líka full viss að hann var of mikið göfugmenni til þess að hagnýta sér mismæli hennar. Þegar hún leit til hans gat hún jafn- vel hugsað sér að hann hefði ekki tekið eftir því, sem hún sagði, svo kærulaust var augna- ráð hans og látbragð, þar sem hann horfði út til klettabeltanna er spegluðu sig í blá- móðu fjarlægðarinnar. Eftir dálitla stund Ieit hann til hennar og sagði: “Hvað var það annars, sem þér voruð að fræða mig um?” “Um samvistir okkar og eintöl.” “Og sögðuð þér að yður geðjaðist að þeim? Eða var það hið gagnstæða?” “Hið gagnstæða — apaköttur!” sagði hún hlæjandi og glöð yfir því að samtalið snérist á þessa hlið. “Ágætt,’ ’sagði hann glaðlega. “Eg ætla þá að biðja yður um að halda yður í fjar- lægð frá mér, og láta það vera að hlaupa á eftir mér út á annað landshorn. Viljið þér lofa mér því?” “Já, því lofa eg,’ ’sagði hún hátíðlega. “Þökk fyrir. — Eg hefi svolítiinn auka- tíma núna. En veit ekkert hvað eg á að gera við hann eða hvernig eg á að eiða honum. Getið þér ekki ráðlagt mér eitthvað um það?” “Nei, það get eg ekki.” “Nú, jæja, þá verð eg vitanlega að finna upp á einhverju sjálfur. — Eeitthvað verð eg að aðhafast — — —.” “Hvernig væri það ef við tækjum einn af litlu bátunum og rérum út á fljótið?” “Þeir hafa aðeins sæti fyrir tvo, Jack.” “Já, það er líka satt. Hvað var eg eigin- lega að hugsa? Ég þakka yður fyrir að þér frelsuðuð mig frá þeim þjáningum----------. En hvað segið þér um að við tækjum litla rauða bílinn í staðinn fyrir bátinn?” “Jack!" “Hvað þá?” “Litli rauði bíllinn hefir ekki heldur sæti nema fyrir tvo.” “Eg hlýt að vera eitthvað ruglaður!” sagði hann með hálfgerðum hryllingi — —. “Silvíetta! Eg skal segja yður hvað við skul- um gera. Við skulum taka göngutúr. Þú verður pláss fyrir miljónir manna í kringum okkur og þeir geta komið með okkur ef þeir vilja, nú, en ef þeir gera það ekki, þá er það ekki okkar sök.’ “Nei, Jack.” “Viljið þér þá ekki heldur ganga?" “Nei. Hversvegna getið þér ekki talað með dálítilli alvöru um þau atriði, sem þegar alt kemur til alls, þýða afskaplega mikið fyrir mig.” “Eg er alvarlegur,’ 'sagði hann. “Þetta snertir mig ekki síður en yður.’ “Nei, það gerir það ekki’>~ “Jú, áreiðanlega. Það er hér að ræða um tvær manneskjur, sem ekki mega vera einar saman, og önnur persónan er eg, svo þér hljótið að sjá og viðurkenna að það snertir mig líka.” Silvíetta leit til hans brosandi en þó dálít- ið óróleg “Vitið þér ekki,” sagði hún, “að athygli foreldra yðar hefir beinst að okkur, og mér kæmi ekki á óvart þó það illi foreldrum yðar talsverðar áhyggju.” Hann hugsaði sig um eitt augnablik, svo snéri hann sér við og ieit á hana. Allur kalsi og^glettni var horfin úr svip hans og lát- bragði en alvara og festa mótaði nú fagra andlitið hans. Hún horfðist í augu við hann hlýlega en ákveðin. “Er þetta fullkominn meining yðar?” spurði hann. “Viðvíkjandi foreldrum yðar?” “Já.” “Já, áreiðanlega, Jack.’ “Því hefi eg ekki veitt eftirtekt,’ ’sagði hann eins og við sjálfan sig. “Eg hefi tekið eftir þvl Það er nauðsynlegt fyrir konu að taka alt þessháttar með í reikninginn, að öðrum kosti gæti það valdið henni talsverðum óþægindum —. Það er ekki ávalt heppilegt að fylgja tilhneyaeingu sinni, Jack.” “Fyrir mig?” “Fyrir------okkur bæði. eg vil vexa alveg einlæg gagn vart þér. Eg held mikið af þér og eg hefi gaman af að vera með þér og spjalla við þig, og það er algerlega mein laust og þýðingarlaust, að minsta kosti felur það ekki í sér þá merkingu, sem fólkið — þv( miður — leggur í samfundi okkar og eintal. — Það er ekki af því að það sé neitt öfugt við mig og yður, Jack, * heldur er það heimurinn sem er heiskur — fólkið — það er heimurinn. Við verðum að liggja undir hleypidómum hans og ákúrum svo lengi sem við lifum í honum — 1—. í alt fall veit eg að eg verð að gera það.’ “Já, það megið þér gera,’ sagði hann um leið og hann færði sig nær henni og tók um hönd hennar. Hann horfði á hönd hennar hvílandi í sinni, svo leit hann í augu hennar og sagði: Robin $ Hood H,dpM Oats Betra því það er “PÖNNU ÞURKAД Hún leit til hans og bros lék um varir hennar. dauft en yndælt “Þér megið ekki fá mig til þess, Jack —• Og það eru litlar líktur til þess að eg fái ást á yður — —. Og þér verðið líka að muna hvað foreldrar yðar hafa ákveðið. Eg vil ekki koma óheiðarlega fram gagnvart þeim.” “Ágætt,” sagði hann stillilega. Þau fylgdust að heim að húsinu. Þar skiidu þau og Silvíetta gekk upp í herbergi sitt og þar fann systir sína sitpandi í stól við að stoppa í sokka. “Viljið þér leifa mér að segja foreldum mínum frá því að eg elski og vilji að þér giftist mér?” “Jack! hrópaði hú neins og sært lamb. “Má eg það?” “Nei. Það megið þér ekki! -— Jack! Verið þér ekki þetta dæmalausa flón. Mér kom ekki í hug að vinskapur okkar snertist á þennan veg. Eg hafði enga ástæðu til að ætla það að hug þínum til mín væri þannig komið, því við höfum ávalt verið svo blátt áfram — og — þér hafið aldrei fyr tekið um hönd mína.” IX Kapítuli Silvíetta lét sig falla niður í hægindastól krosslagði fæturnar og vaggaði sér í stólnum og horfði svo hugsandi út um opinn glugg- ann. Díana horfði á hana spyrjandi og rann- sakandi augum en ávarpaði hana þó ekki. “Jack Rivett hefir biðlað til mín,” sagði hún kæruleysislega og án nokkurra svip- brygða. Díana hló. “Það barn,’ ’sagði hún. Hún var kafrjóð í andliti og andardrátt- ur hennar óreglulegur. Hún reyndi að hlæja og gera lítið úr þessu en henni mistókst það algerlega. “Þér vitið þó vel að foreldrar yðar hafa hugsað yður annan ráðahag,’ ’sagði hún. “Já, eg veit það------. En hvernig er það með yður sjálfa Silvíetta?” “Með mig? Hvað meinið þér?” “Getið þér elskað mig?” “Eg — eg hefi ekki hugsað um neitt í þá átt — áreiðanlega ekki, Jack. Þér vitið það sjáifur. Er ekki svo? Þér skuluð aðeins hugsa ofurlítið til baka um vináttu okkar — hugs^, yður hve stutt hún hefir varað — og hugsa yður hve einlæg, falslaus og blátt áfram hún hefir verið — þér getið ekki fundið þar nokkurn vott um heitari tilfinningar en þær, sem venjulegast rikja milli góðra vina.” “Eg veit það — —. Er þá engin von fyrir mig?” “Von? Nei---------. Þér megið ekki spyrja þannig, Jack-------. Eg elska yður ekki------. Eg hefi ekki leifi til þess. Og guði sé lof að eg geri það heldur ekki. Og eg er nærri viss um að þér elskið mig ekki.heldur — þér kæri, góði drengur! Það er aðeins góðvilji yðar og vinsemd gagnvart ungri stúlku--------. “Eg elska yður Silvíetta------. Þér megið ekki láta þessi orð mín særa yður. Þetta varð að ské. Þér þurfið heldur ekki.að hafa neit.t samviskubit út af því sem eg fer með, Þér eigið enga sök á því —. Eg —Hann hló ofurlítið — “eg byrjaði að elska yður undir- eins, fyrsta daginn, sem eg sá yður-------. Og — eg er glaður yfir því að þér vitið þetta, svo skulum við ekki tala um það meira —.” “Jú, við verðum, Jack! Skiljið þér ekki, að þér hafið gert mig mjög áhyggjufulla? Og skiljið þér ekki, að ung stúlka hefir vissar ábyrgðar tilfinningar þegar ungur og vel metin maður fær ást á henni? Haldið þér að hún geti ypt öxlum kæruleysislega og geng- ið svo að sínum vanalegu hversdagsstörfum án þess að gefa því frekari gaum?” Hún stóð upp og horfði á Jack, æst og alvarleg. % “Ó, Jack! Jack! Hversvegna gerðuð þér þetta? Hversvegna gerðuð þér þetta?” Hann þvingaði sig til að hlæja. “Eg skal aldrei gera það oftar,” sagði hann. “Eg lofa yður því að eg skal aldrei framar verða ástfanginn —- —. Höndin á hjartað!” Nú gat hún ekki brosað lengur. “Ef þér verðið ekki þægur,” sagði hann hótandi, “þá 'læsi eg okkur bæði inni í her- bergi og syng fyrir yður!--------,’’ En brosið dó óðara af vörum hans og glettni hans sner- ist í alvöru. “Eg var asni að kunngera yður tilfinningar mínar. Þér megið ekki láta þetta hryggja yður eða valda yður áhyggjum.” Svo byrti aftur yfir svip hans. Augun tindruðu og bros færðist um varirnar. “Reynið þér að vera hughraust, Silvíetta, þegar frá líður, getið þér ef til vill fengið ást á mér.” “Já.” “Það var heimskulegt!” Silvíetta svaraði ekki. “Hvernig kom það — sem elding frá heiðskýrum himni?” “Já-------. Eg vissi að honum leist vel á mig, en mér kom ekki í hug að hann vildi giftast mér.” “Þú hefir þá víst ekki í buga að gera það?” “Nei.” “Það væri líka of mikill barnaskapur að láta slíkt henda sig, sagði Díana. “Hann er einu ári eldri en eg,” sagði Silvíetta. “Já, ©inu ári eldri, en vitsmunalega og þekkingarlega mörgum árum yngri, og getur altaf verið að skemta sér. Svoleiðis menn verða aldrei fullþroskaðir,’ ’sagði Díana. “Það held eg heldur ekki að hann verði ------. Guð færir sumu fólki þá gjöf.” “Hvaða gjöf?” “Endalausa æsku — —. Eg hefi hana ekki------. En eg hygg að hægt sé að deila henni.” Hún horfði hugsandi út í fjarlægð- ina-------. “Eg verð, að mér finst — mörg- um árum yngri þegar við Jack erum að gaspra saman.” “Þú ættir heldur að reyna til að tala alvarlega við hann og vekja hann til með- vitundar um skildur sínar í lífinu. Annars getur það kæra systir — endað með því að þú gangir í barndóm." “Eg hefi líka talað alvarlega við hann— Eg er vakandi,” sagði hún dreymandi. “Á eg að skilja það svo að samtal ykkar hafi mótað djúp áhrif á hjarta þitt?” “Ó, eg veit ekki ennþá,” sagði Silvíetta. “Þá er hyggilegra af þér að atliuga vel málið,” sagði Díana. “Þú veist hvað foreldrar hans ætla sér með börnin sín. Og ef við eig- um að vera hér áfram þá hygg eg að það væri skynsamlegra af þér að vera dálítið sjaldnar ein með honum, heldur en þú hefii’ verið nú upp á síðkastið. Eða heldur þú það ekki með mér?” “Eg er sannfærð um það.” “Annars væri það efalaust bæði hyggi- legra og heiðarlegra fyrir okkur, eins og nú er komið, að fá okkur þjónustu annarstaðar,” sagði Díana stillilega. “Þetta fólk hefir alt verið okkur mjög ástúðlegt og gott, og við megum ekki sýna því nein óheiðarlegheit eða vanþakklæti.” Silvíetta studdi hönd undir kinn og hlust- aði á systir sína og þegar Díana lauk máli sínu, spurði Silvíetta. “Að hverju leyti væri það óheiöarlegt?” “Hvað?” “Að-------Jack skildi opinbera mér ást sína.’ “Spurðu sjálfa þig. Þú þekkir metnaðar- girni þessa fólks engu ver heldur en eg”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.