Heimskringla


Heimskringla - 29.04.1931, Qupperneq 2

Heimskringla - 29.04.1931, Qupperneq 2
1 BLAÐSffiA HCIMSKRINCLA WINNIPEG 29. APRIL, 1931. Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. Vitrir menn segja, að biblíu- bóka höfundarnir hafi ekki ver- ið innblásnir menn nema ann- að slagið, þeir hafi reiðst þegar grauturinn var brendur eða kýrnar stóðu í túninu, og verið lengi að jafna sig. Eg hef setið hálfreiður á vandlætingastóli útaf illri með- ferð á olnbogabörnum, en nú er eg að jafna mig og lofa þá öllu góðu. Einn besti kunn- ingi minn í Winnipeg sagði við mig rét't áður en eg fór, að mér leiddist ekki að gorta af Þing- eyingum. Ekki er eg minni vinur hans fyrir það, en nú kann fleirum að finnast þetta, og samt held eg mínum upp- tekna hætti, af þeirri ástæðu annarsvegar að eg er mér þess meðvítandi að eg hafi alls ekki hælt þeim en sagt sanna við- burði, og það hinsvegar, að ef einhver lítur þannig á af al- vöru. þá er það af því að mín- ar frásagnir eiga vei við á hans uppeldis stöðum en geta líka verið ósvikul meðmæli með Þingeyingum, og undirstaða missýninganna. Er það ekki skrítið hvað menn geta orðið lífslegir í einni fallegri vísu eða málsgrein? Þingeyingar sem aldrei hafa verið taldir skáld, og hafa held ur ekki verið það nema á fáum augnablikum lífs síns. Þeir hafa þó búið til vísur, sem aldrei verður hætt að kveða, og vil eg nú benda á nokkrar þeirra. Tveir karlar hittust á f.rn- um vegi, annar var kvenna- maður, hinn drykkjumaður. Þeir voru gamlir félagsbræður og kunningjar og töluðu margt um raunir sínar og rangsleitni heimsins, en það endaði með því að drykkjumaðurinn gerði þessa vísu: Ilt og margt sem angrar þig, oft svo kvarta verður. Flaskan svarta sigrar mig, seims óbjarta gerður Er þetta ekki vel hnoðað í báða enda eins og á stóð? t Winnipeg er 82 ára gamall ís- lendingur innfæddur og upp- alinn í Þingeyjarsýslu, hann er svo hógvær og öfgalaus, og lætur svo líti? yfir sjálfum sér að fáir munu veita honum eftir tekt einsog vert væri, hann hef ir góða heilsu á þeim aldri og er vel frár á fæti. Minnugur er hann, ættfróður og vel að sér um marga hluti. Hann er fallega skáldmæltur maður, hefir kannske ekki ort mikið, en í hans kvæðúm liggur mikil og heilbrigð hugsun. Hann varð eitt vor að íslenzkum sveitasið, að leggjast á tóu- greni, til þess að fyrirgera dýr bítnum; grenið var langt frá heimili hans og hann varð að hafa með sér annan mann og mikið nesti, því ómögulegt er að gizka á hvað löng útivist- in verður, þeir höfðu legið lengi á greninu, þegar nestið var þrotið og farið var að hríða. Skemst var til manna ofan að Mýri í Barðardal, þar hétu húsmæðurnar Aðalbjörg hver fram af annari. Þangað sendi hann vinnumann sinnr með matarskrínið og skrifaði þessa vísu á blað sem hann lagði í skrínið; áður var hann kunnur á þessu heimili. Lofið oss að hjálpa yður að finna “Leyni Herbergid!” ... Það er næstum því í hverju húsi . . herbergi sem hefir týnst—gleymst í útlagningu. Það er stundum rétt und ir súðinni, eða í leynistað í kjallaranum eða úti á efri svölunum á bakhlið hússins. Ef tll vill nefnið þér það “gagnlaust gým ald”, en hvað er herbergi annað en rúm innan fjög- ra veggja? Vér skulum sýna yður hvemig koma má fyrir veggjunum. Með TEN/TEST veggþynnur, það er leyndardómurinn. Þessar al-canadisku vegg- þynnur, sem útUoka hita, kulda, og hverskyns hávaða. Með því, eignist þér þæg- indastfu fyrir yður sjálfa, leikstofu fyrir bömin, setu stofu handa konunni, eða svefnherbergi fyrir þjón- ustu stúlkuna. Hvort þess a má gera úr hinu gagns I a u s a gýmaldi” m e ð TEN/TEST. Leitið eftir upplýsingum og verðlagi hjá WESTERN DISTRIBUTOR The T. R. Dunn Lumber Co., Limited WINNIPEC, MAN. TD3R Hjá oss vakir minning mörg, margt er æfintýri. Það er ennþá Aðalbjörg, aðal björg á Mýri. Það var ekki spurt um endur- gjalð, en skrínið kom fullt af bezta mat til baka. Þetta var laglega mælst til liðsinnis. Eyfirðingur sem eg ungur kyntist á hans ellidögum, sagði mér nokkrar vísur sem hann hafði búið til.um dagana. Einu- sinni meðan hann stóð í blóma lífsins og stóð í helgu hjóna- bandi, varð hann svo óheppinn að fella hug til annarar konu; þá bjó hann til þessa vísu: Ó hvað eg er óstiltur, enga freysting þoli, Guðrún hjartað gagntekur, gleymd er konan Hólmfríður. Þessi vísa varð honum af munni við sérstakt tækifæri. Ekki bíður svarið Sveins, sízt eru hagir duldir. Eg á ekki neitt til neins, nema börn og skuldir. Þessa vísu bjó hann líka til um sjálfan sig. Sveinn eg heiti Sveini borinn maður, reyndar tvö viðriðinn slot, Ráðagerði og Trassakot. En það voru virðingarnöfn hans sjálfs á heimilum þeim, sem hann veitti forsjá. Nokkr- ir Þingeyingar voru til samans staddir á gistihúsinu á Húsa- vík, en með því veður var bjart og gott þá ætluðu þeir allir að halda heim um nótt- ina, en vildu eiga glaða stund saman sem lengst fram á kvöldið, enda sumir þeirra orð- nir kendir, eins og þá byrjaði að brenna við, en veitingamað- urinn var úrillur og vildi fara að sofa fyrst þeir ekki ætluðu að gista hann um nóttina, þeir urðu því að hverfa frá svo búnu, en um leið og þeir gengu út, segði þó einn þeirra. Héðan frá þá hrekjast megum heims hvar þjáir vald, skálann háa allir eigum, uppheims bláa tjald. Eg held þessi andlega fjöl hæfni yfir alt land hafi verið séreign íslenzku þjóðarinnar, lánuð ljós f stjálbyggð og fá- menni, til að sjá í gegnum fjöll in og yfir þau. Á kirkjustað einum í Þing eyjarsýsl var vinnukona ein, ung og efnileg, sem menn þótt- ust hafa orðið varir við að væri hagmælt. Þó voru menn ekki á eitt sáttir með það Prestssonurinn hafði ætlað sér að ganga úr skugga um það, og nú gafst tækifæri. Vinkona stúlkunnar var gestkomandi á prestssetrinu og þær voru báð- ar frammi í stofu að tala sam- an og hlæja hvað eftir annað svo fólk heyrði; þá gengur Jafnið Fæðið VoriS er komið, lystin lítil gefur tilkynna að þér þurf- ið meira af- CITY MILK Byrjið nú þegar, breytið til með fæði, drekkið pott á dag af City Mjólk. prestssonurinn að stofuhurðinni tekur hana opna í hálfa gátt og segir. Hlæið í gleði hlæið í nauð, hlæið í beiskum trega, hlæið þið lífs og hlæið dauð, hlæið eylíflega. Það kemur alvörusvipur á stúlkuna stundarkorn, en þá segir hún við prestssoninn. Þú átt hjá mér ljóða lán, litlu vil eg þægja, vertu eins lengi vafinn smán Og bið áttum að hlægja. Það fóru engar sögur af því hvort prestssonurinn sannfærð- ist. Fleiri menn hjálpuðust að, til þess að búa til vísur um allt fólkið á sveitabæ einum, en þær urðu allar meira og minna vit- lausar, en éin hver vakti máls á því að gamli Jón hefði orðið útundan. Þá heyðist í pilti til hliðar, sem áður hafði setið hlutlaus. Sunnulónalundinum, lýst mér tjón að gleyma, geðs á fróni glaðlyndum, gamla Jóni á Hvannstöðum. Þúsundum þúsunda af þess- um týrum hefir alþýða tilt upp alt í kringum ísland, og bera þær ekki síður vott um and- legt ástand þjóðarinnar öllum á öldum en þjóðsagnarusl. Vísurnar eru að sjálfsögðu meira og minna lýsandi stjörn- <ur á alþýðu himninum, en samt ætla eg nú að skifta á umtals- efni í bráðina. Það eru nú 64 ár síðan afi minn Árni á Víð- irhóli dó, eg hef getið um það áður, en nú þarf eg að minnast á endurvöknuð atriði frá sama tíma. Eg var þá 6 ára gamall og eins og gerist með stráka á þeim aldri, þá var eg byrjaður að sortéra menn og hluti í vonda og góða. Á heimilinu voru til þrjár Jónsbækur, mér var illa við tvær, en ósköp vel við eina þeirra. Það var Jóns lagabók, Jóns postilla, og Jóns kvæðabók, og hún var sú, sem mér þótti vænt um. En þetta ástand mitt mátti nú enginn vita, sérstaklega var mér illa við postilluna. Mér var skip- að að hafa frið á meðan lesnir voru húslestrar og eg skildi að það var sanngjarnt, en eg var sannfærður um að það var ekki sanngjarnt að þeir væru svona langir, og eg man eftir rökfræði minni í þessum efnum. Eg vissi nú vel að það voru til draugar, og vissi meira að segja hvað þeir hétu margir þeirra, og eg vissi það vel að þeir voru eitthvað í þjónustu skrattans og að hann var enn- þá verri en draugarnir, þá á- lyktaði eg svo, að það ætti hreint ekki að nefna skrattann í húslestri, nú feðm mínir voru fastmæitir svo þetta varð svo tilfinnanlegt; já ee hataði bók- ira og var orðið illa við bisk- upinn ?ka, og um tíma var mér illa við alla biskupa af sömu ástæðu, þaneað til Pétur b’skup sætti mig við þá, bless- nður ka~’inn. Það var af mörg- :rn ástæðum að mér var vel ið kvæðabók séra Jóns Þorláks 3onnr á Bægisá, mér var gef- in hún þetta sama vor 1867 og ’>að var held eg fyrsti hluturinn sem eg atti einn og sjálfur, og eg var látinn skilja það að eg hafði borgað hana, með því að syngja óskaplega hátt þessa vísu í bókinni. Lukkan ef mig lætur hljóta, líkann honum fararskjóta, sem mig ber um torg og tún, vakriskjóni hann skal heita, honum mun eg nafnið veita, þó að meri það sé brún. Mér þótti vísan falleg, lagið fallegt og karlinn svo smellinn, sem stóð á bak við þetta, að ætla sér að kalla brúna meri Vakraskjóna; eg skelli hló að þessu; svo var nú blessuð kerlingin, sem gaf mér bókina, hún hafði séð séra Jón I oft, og sagði mér hvernig hann leit út, og hvernig stóð á þess- ari vísu: Á Bæi sá ytri borinn er bísna valinn kálfur. Væntum þykja mundi mér, mætt eg eiga hann sjálfur. Hún Sagði mér að biskupinn hefði skrifað honum og orðið vondur við hann, en eg fyrirgaf séra Jóni. Svo fann eg nú þessa vísu, Hrútur drafst úr hrossasótt í hitt eð fyrra. Og altaf batnaði bókin, svo tók einhver upp á því að halda ljóðabók Bjarna fram yfir Jóns bók, og þá þurfti eg að fara að sanna það, að mín væri betri. og þá óx hún líka mikið í verði. Á næstu jólum var mér gefið Nýjatestamentið, spánýtt í fallegu leður bandi, það var hér um bil 10 þumlunga langt og 8 þumlunga breitt, og einn og sjálfur þumlungur á þykt; og þá átti eg hest, sem hét gamli brúnn; mér var sagt eg ætti hann, en eg var nú aldrei viss um það, mundi ekki eftir að hafa borgað hann, en þá var eg myntur á það, að hafa dott- ið af bakinu á honum og þá hefði eg borgað hann með því að fara ekki að skæla. Þetta alt hafði sína þýðingu á skiln- ing minn og tilfinningu. Það er ekki þýðingarlaust, að gera sér grein fyrir áhrifunum sem börnin verða fyrir, í sambandi við upplag þeirra. Eg hef tekið svona aftur fyrir og gert þenna út úr dúr, til þess að sýna hvernig eg var farinn að hugsa og skilja hlut- ina, og á þeim tíma hefir það sjálfsagt verið hvortveggja, minn eiginn skilningur, og álit annara sem merktu viðburð- ina á minnisspjöld mín en eftir hátíðarnar þenna næsta vetur 1868 gerðist eftirminni- legur atburður, sem eg nú ætla að segja frá Vinnukona var í Hólsseli á Fjöllum; hún hét Ragnheiður; sjálfsagt hefir hún verið kyndarleg í sér, því hún ferðaðist manna á milli til þess að sauma smávegis fyrir konur. Eg held það hafi verið góð tíð raman af um veturinn og mikið til auð jörð og fram undir jól, getur þó eins vel verið að kom ið hafi góð hláka á Jólaföst- unni og tekið upp áður kominn snjó. Ekki man eg fyrir víst hvort það var fyrir eða eftir háfíðarnar, að hreppstjórinn Björn á Grímsstöðum kom snemma dags að Víðirhóli til foreldra minna, hann var ríð- andi og ætlaði að ferðast í hreppstjórnar erindum vestur yfii Hólssand, ofan, Axarfjörð. Faðir minn hafði skrifað fyrir hann einhverjar skýrslur sem hann tók með sér. Eg man vel eftir veðíinu, þykt og grátt loft dálítið frost og lítill snjór á jörðu. Dagur var stuttur, og hreppstjórinn vildi ekki standa við. Faðir minn og hann fóru inn í stofu að sækja skjölin, en hesturinn stóð við stjakann á hlaðinu og við Árni frændi minn og jafm aldri tókum upp á okkur að skrafa við hestinn og hjúkra honum, við hlupum á víxl upp í bæarsundið, slitum þar upp- VISS MERKI PILLS eru vottur um sjúk nýru. Gin Pills bæta fljótt og gersamlega, þar sem þær verka beint en þó þægilega á nýrun—og þannig bæta, lækna og styrkja þau. Kosti 50c í öllum lyfja búðum. 132 töðu og gáfum rauð Björns svo það varð aldrei á milli fyrir honum, svo komu þeir út, og Björn reið af stað með það sama, en þá var byrjað að hríða ósköp hægt og lítið. Eftir að Björn fór frá Víðirhóli, hafði annar maður slegist í förina með honum, ekki man eg hver sá maður var, en líklegast hefir það verið ferðamaður, á leið heim út í Axarfjörð eða Núpa- sveit. Veðrið hélst við það sama, og ekki voru þeir félag- ar komnir nema vel á miðja heiðina þegar þeir mættu gang andi kvenmanni, en það var Ragnheiður frá Hólsseli. Hún hafði verið um tíma út í Axar- firði að sauma en var nú á heimleið. Björn segir strax við hana, að hún verði að snúa aftur með þeim, hann skuli lána henni hestinn sinn, en ekkert vit sé fyrir hana að halda áfram í svona óálitlegu veðri, h.ún geti líka orðið sér samferða á morgun heim aftur, en hún þver neitar hans ráða- gerð, og segir sér liggi á að komast heim. Björn var góður drengur og mjög ákveðinn og afgerandi svo það var alment fallist á það, sem hann réði til„ en stúlkan sat einbeitt við sinn keip og sagðist fara heim, og Þægileg leið til Islands Takið yður far heim með eimskip. um Canadian Pacific félagsins. þá verðið þér samferða mörg- um Islendingum. Þér mun- uð njóta ánægjulegrar ferðar, góðrar þjónust. Ágætra máltíða, og allra þæginda er hið volduga flutninga félag hefir til að bjóða. Skrlfið eftir upplýsingum um far- bréfaverð til Evrópu er Innifelur allan kostnað. Gerið fyrirspurnir til umboðs- manna á staðnum eða til W. <!. CASEY, Gen. Pass. Agent, C.P.H. Bldg., Winnipeg, Phones 25 815, 25 816. CANADÍAN PACIFIC STEAMSHIPS HREINLÁTASTA OG HOLLUSTUMETSA MJOLKURSTOFA I WINNIPEGBORG Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim. Hreinlæti í meðferð allra afurða og stjórnsemi. Veldur framgangi vorum og vexti. SÍMI 201 101 “Þér getið slegið rjómann en ekki skekið mjólkina.’’ MODERN DAIRY LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.