Heimskringla - 08.07.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.07.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 8. JÚLÍ 1931. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA Og eg mundi sakna þess ó- tvírætt, ef það væri ekki um hönd haft við sérhverja guðs- þjónustu. Við það skal kann- ast, að því fer fjærri að eg hafi ávalt hugann við innihald þess, er eg hlíði á það. Það nær til mín á annan hátt. Vér höfum líklega flest lært að fara með “Faðir vor’’ áður en vér gerðum nokkura tilraun til þess að átta oss á innihaldi þess. Sjálf orðin standa , huga vorum í nánu sambandi við sérstakt hugarástand — á- stand friðar og velvilja, sem vakin hefir verið í oss undir svefninn í bernsku vorri. Vér þurfum ekki að festa hugann við sjálft innihald orðanna til þess að hafa þeirra not. Bæn- in er ekki lengur venjuleg bæn — “Faðir vor” er tákn, symbol, lykill að sérstökum dyrum sál- arlífs' vors. Sannleikurinn er, að “Faðir vor” hefir fullkomna sérstöðu í öllu helgisiðaformi kristinnar kirkju. Það hefir sömu afstöðu til trúartilfinningarinnar eins og fáninn hefir til föðurlandsást- arinnar. Fáninn er vitaskuld ekkert nema dúkur úr mislitu efni, þegar litið er á hann frá einu sjónarmiðinu. En það sjón armið segir oss einungis ekkert um það, sem markverðast er við fánann. Ekkert um þá Wýju, sem fer um hugann, þeg- ar vér t. d. sjáum íslenzkan fána á skipi úti á hafi. Fána- dýrkun getur vitaskuld orðið að fjærstæðu, eins og alt annað, en sönn ást á landi sínu og ættbálk er engin fjærstæða, heldur mikilsverður veruleiki. Og hér er eitthvað líkt á kom- ið eins og með “Faðir vor". Þessi einföldu orð, tíguleg og full af barnslegu trausti- hafa fylgt kirkjunni í gegnum alla hennar æfintýralegu sögu, í gegnum alla hennar sundrung. Niðurlagsorðin, sem bætt hefir verið mjög snemma á öldum við sjálf bænarorðin, finst mér ekki til lýta, heldur þörf á- minning til vor og kirkjunnar um að gleyma því ekki, að hver sem forlög hennar verða, þá skuli hún ekki leita sinnar eigin dýrðar, heldur hans, sem hún telur sig eiga að þjóna. Eg vil ekki sleppa “Faðir vori” úr guðsþjónustum vorum. • • * Að endingu hlýt eg að þakka Mr. Böðvari H. Jakobsson fyrir hans snjalla og ágæta bréf. Eg held að það sé góðs viti, að safnaðarmaður og safnaðar- prestur hans geti haft eins ó- líkar skoanir að mörgu leyti eins og athugasemdir mínar við bréf hans bera með sér — og samt farið vel á. Eg vildi óska, að hver maður í öllum söfnuð- um vorum væri að þessu leyti líkur þessum manni — hugs- uðu sjálfstætt um mál vor og viðfangsefni og sýndu oss þá velvild að láta uppi skoðanir sínar. Feti fleiri í hans spor mun oss vel gegna. Enn meira gull Vegna þess að þú, ritstjóri góður, fékst því ekki viðkom- ið að láta grein mína “Meira gull”, í blað þitt ummæla- laust, og þar með sýndir mér þann heiður að veita nokkur mótmæli, langar mig nú til að bæta nokkrum orðum við, þó ekki væri nema fyrir kurteis- is sakir. Það er eitthvað svo kuldalegt að hundsa þann, sem á deilir. Þó að eg færði hina fyrri grein mína í þann háðsbún- ing, sem hún birtist í, var mér. eins og þú veizt, bláköld alvara; því grunn-mál það, sem bak- við lá, er undirstaða alls þess, sem okkur, mennina, varðar nokkuð um á jörðu hér. Eg var, satt að segja, ekkert að hugsa um hver í hlut ætti, enda var umtalsefnið ópersónulegt og í eðli sínu almennings eign. Það, sem fyrir mér vakti, var aðeins að vekja athygli les- andans, ef unt væri, og eg þykist sannfærður um að flest- ir hafi skilið hvað eg átti við. Eins mátt þú vera viss um að eg áttaði mig fullkomlega á efni upphafs — greinarinnar — það var ekki svo flókið. Hitt var það, að tillagan var svo barnaleg að eg gat ekki stillt mig um að grínast að henni of- boð lítið, fyrsta sprettinn. HVERNIG VINNA MÁ auka verðlauna peninga VIÐ Heimaeldunar deildir á sveitamótum og sýningum! 1930 unnu Robin Hood mjöl notendur eftirfylgjandi verðlaun: Giillverðlauaiiapeiiiii^ini^ Tvo silfur ver<S>la^napeniii§£a 103 fyrstu veröla^jm og samtals 225 verðlaun við 40 tegundir af heimabök • unartilraunum við verðlaunasamkepni í heimabökun, úr öllum hugsanlegum hveititegundum, á sýningum í Vesturlandinu. Þessir æfðu og verkhögu brauðgerðar- menn leggja áherzlu á að nota beztu mjöltegundir og halda eindregið fram- Robin Hood FI/OUR ATHUGIÐ: Takið eftir verðlauna skránni á Fylkissýningunum i “B” flokki og á sveitamótunum, hinum sér- stöku Robin Hood tilboðum. þér sem nitií TI M BUR KA UPIP A The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSlr: Henry Ave. East Phone: 26 3S« Skrifstofa: 5. gólfl, Bank of Hamllton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Veit eg vel að ýmsir sér- fræðingar í þjóðmegunarvís- indum hafa svipaðar hugmyndir og hin áminsta grein hafði að færa; og einnig veit eg að þeir byggja skoðanir sínar á einhverri staðreynd”, eins og þú segir. En það er nú einmitt meinið. Aumingja fólkið trú- ir að þeir séu allir sannorðir vitringar og kennimenn en þeg- ar til stykkisins kemur og eitt- hvað reynir á, hafa þeir ekkert nema staðreyndir til að styðja si(g við, svo alt verður að hjakka í sama farið. Jafnvel þó að svo ólíklega vildi til að einhverjir þeirra fengju nýjar og vonríkar hugsjónir, mættu þeir ekki láta þær í ljósi, nema því aðeins að þeir væru ásáttir með að þola útskúfun og bann- færingar, að boði drottnanna. Þvi hafa allar umbætur og framfarir til þessa orðið að fæðast í hugum þeirra mót- mælenda, sem ekki hafa verið of mjöglega fjötraðir af göml- um staðreyndum. Eg geng þess ekki dulinn að aukinn framleiðsla á gulli kynni að hafa einhver áhrif á heims- markaðinn; en þau yrðu sízt til hins betra, og leikslokin þau, að peningaláns-mennirnir næðu bara þeim mun meiri peningum til að okra á. Allar umbætur, sem reisa ætti á svo fúnum grundvelli, hryndu að vörmu spori — hræfareldar. sem kynti vonir hinnar vit- fyrtu alþýðu og lengdu ófarir- nar að því skapi. Sérhver viðtekin skoðun á hagfræði- málum er frá sömu rotnuninni runnin. Það er til lítils að setja nýja bót á gamalt fat eða nýtt vín á gamla belgi. Heimurinn er dauða-sjúkur og sóttinn heitir “Gull”. Ef menn vilja helzt að veikin megnist, þarf ekki annað en bæta við gullið, eða gefa slifrinu sömu skilyrði. Þú ferð svona hálf-háðsleg- um orðum um að eg sé ekki alskosta ánægður með vesæld og hungur heimsins barna og biii máske yfir áður óþektum og óviðjafnanlegum þjóðfélags- vísindum, sem eg ætti að birta hið fyrsta — ef eg hafi nokkra raunverulega þekkingu á þeim efnum! Eg hafði ekki áður vitað að það álitist áfellisvert að láta sig hag almennings að nokkru skifta, en það má, að sinni, til síðu færa, því hérmeð skal fúslega játað að eg hafði. fyrst og fremst, eigin hagsmuni fyr- ir hugskotssjónum. Eg þrái að lifa við bærileg kjör í ó- brjáluðu mannfélagi og sé ekk- ert eftir þó öðrum líði eins. En eg veit að hungrið og hörmung-> arnar eru ekki enn orðin svo almenn að fjöldin geti séð hvað að er. Þó hart sé, verður enn meira hungur og enn meira vonleysi að blasa við áður en fólkiö fæst til að yfirgefa þræl- | dóm sinn, og aðhyllast óreynd ' ráð, og þá aðeins með því móti að rætt sé um þau við og við. | Ekki þykist eg hafa neina ! sérþekkingu á þeim sviðum. Skoðanir mínar eru eflaust æfagamlar, þótt eg hafi ekki ; orðið allra þeirra var ,en tíð- ræddar hafa þær naumast ver- ið sfðan Mammon náði yfir- tökunum á hugarfari heimsins. Þær eru því í miklum minni- j hluta, enn sem komið er, og engin staðreynd við hendina til áherzlu, því mannkynið hefir trúað á og búið undir hinu núverandi fyrirkomulagi, kapi- talismanum, síðan sagan hófst. Að vísu hefir þekking mann- anna aukist að ýmsu leyti, ! sérstaklega í vélfræðjisáltijina, en að svo komnu berjumst við ' en með þær hagfræði-hugsjón- ir og að mestu leyti við það þjóðfélagsskipulag, sem forn- sögulegir villimenn létu okkur að erfðum. Ef það virkilega á- lízt góðgá að tvíla notagildi þess aldnakerfis á þessari stór- stígu öld áræðis og framfara, þá fer eg að minsta kosti að efast um veruleik framþróun- arinnar. En ástand alls heimsins virð- ist bera þess glögg merki að hið gamla fyrirkomulag sé að þrotum komið, hversu ósleiti- legt sem fyrir viðhaldi þess verður barist. Þó að hinir ó- tölulegu þrælar fái aldrei séð hve óviturlegt og úrelt það er, og alikálfar þess vilji ekki sjá það, þá hrynur það um sjálft sig á næstunni. vegna þess að það er á fölskum forsendum reist. En þá er það fyrir öllu að menn séu undir það búnir að ganga hina einu réttu leið. Allt mun verða reynt til þess að draga úr sporinu, sem tekið verður, því enn er íhaldið ramt og óttinn við ljósið og sann- leikann megn. Eigingirnin án ljóss þekkingarinnar, á svo af- ar erfitt með að sjá sinn eigin hag í allra heill. Séreignarétturinn, sem dýpst um tökum hefir náð í gegn- um veldi gullsins, er rótin að náiega öllu því illa sem mann- heim þjáir. Væri hann afnum- inn, hirfu samstundis flestar þær raunir sem mannfólkið á við að búa. Fátækt og þræl- dómur gætu ekki lengur átt sér stað og glæpir findu enga frjómold sér til eldis. Heilsu- far manna batnaði óðum og vís- . indunum fleygði svo ótrúlega fram að undrum sætti. Þessi “eymdadalur", vor ágæta jörð, yrði fljótt að sæluríkum bústað fyrir réttsýna og, ef til vill, ei- lífa menn, sem gagnrýndu ó- hræddir eðli hvers hlutar og aðhyltust hvern sannleika, hversu nýr, sem þeim virtist hann vera. Þú álítur nú, kannske, að þetta séu stórar staðhæfingar, sem ekkert mark sé takandi á, því engin mannleg reynsla sé þeim til sönnunar og auðveld- ara muni vera að áforma krist- nina en iðka hana. Vissulega er það hverju orði sannara, og ef sigur hugsjónarinnar ætti í fyrstu að hvíla á viti og velvild mannanna — sem ætíð haldast hönd í hönd — þá væri vonin á veikum rökum bygð. En það er svo gæfunni fyrir að þakka að ef séreignir væru úr sög- unni þá yrði auðveldara- að gera rétt en rangt, og eigingim in, eins og áður, myndi velja léttari veginn. Jafnvel nú er hinn auðfjötr- aði skilningur manna komin svo langt að hægt er að mæla þyngd og fjarlægð hnatta, sem sterkustu sjónaukar fá ekki lýst. Þótt engar staðreyndir séu til taks trúa flestir þeim niðurstöðum, sem vísindin bjóða fram í þeim efnum, og eg hefi þekt ritstjóra, hvað þá aðra, . svo leiðitama að þeir hafa trúað á eitthvert yfirnátt- úrlegt líf eftir dauðann, stað- reyndalaust. *) I stuttu máli sagt, verður öll okkar framtíð að byggjast á því hugsjónalega ef vel á að fara. Hið gamla er allt vegið og léttvægt fundið, en kórvilla allrar fortíðar er kapitalisminn, sem svo margir hagfræðingar erfiða svo ötullega við að aÞ saka, fyrir fánýta þóknun Ekkert hugsanlegt fyrirkomu- lag gæti verið hörmuglegra og ópraktískara en hann, svo eng- in hætta gæti mögulega fylgt því að breyta til. Hann er svo óheill og eitraður að hann ferst von bráðar af eigin áverka. ef svinnir almúgamenn fá ekki viti fyrir heiminn komið áður en sprengingin ríður af. í þVí augnamiði að tjá mitt litla lið til stuðnings þeirrar tilraunar eru þessar línur ritaðar. Þó eg geti séð í huga mínum glögga og eðlilega tilhögun nýs fyrirkomulags, læt eg mér hana *) Höfundi er með öllu ó- kunnugt um skoðanir ritstjóra Hkr. á “öðru lífi’’ og hlýtur með þessum ummælum að eiga við einhvern annan en hann. Þú ÁTT MIKIÐ EFTIR, EF Þú ÁTT EFTIR AÐ PRÓFA ÞETTA KAFFI, SEM ER LJÚFFENGT OG BRAGÐGOTT. MEÐ ENGUM BEISKJUKEIM — JAFN ILMSÆTT KAFFI HAFIÐ ÞÉR ALDREI SMAKKAÐ. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA í léttu rumi liggja; enda yrði það öf langt mál. Menn, sem geta lijarað á einhvern hátt undir vitfyrring kapitalismans verða ekki í neinum vandræð- um með að haga háttum sín- um skynsamlega undir eðli- legu samvinnu fyrirkomulagi, þar sem hver einstaklingur hlýtur að efla eigin heill, á- samt annara, með hverju hand- taki og hverri hugsun í stað- inn fyrir að yera ólánsamur og ánauðugur þræll fárra, óham- ingjusamra auðkýfinga. Ekki veit eg vel hvað þú átt. við með því að “vatn renni upp á móti eigi síður en niður eftir hallanum’’; hvort þú átt við að Mississippi áin t. d. sé lengra frá miðpunkti jarðar við mynn ið en upptökin, eða hvort þú átt við að hægt sé að sprauta vatni í loft upp með rafmagns- dælu. En það gerir ekki svo mikið til. Eg býst við að hvort- tveggja hafi verið tortrygt í fyrstu, á meðan það var nógu nýtt, eða lá bara í huga þess frömuðs, sem fyrst varð þess vís. En ef þú hyggur með því dæmi að sanna að kapitalism- inn sé eins heppilegur og eðli- legur eins og ismi án séreigna og peninga, er eg hræddur um þér fatist bogalistin; því fæstir af hinum fákænu, hvað þá verkfræðingum, myndu trúa því að það kostaði jafnmikið erfiði — að horfa á fossinn hrynja niður glúfrið eins og að þrýsta honum aftur upp á stall- inn. En þvílíkum fjarstæðum þarf hver sá að trúa, sem kapitalismafyrirkomu - ólagið aðhyllist. Hver einasti fullvita maður, sem nokkuð hefir um málið hugsað, er í hjarta sínu Social- isti, hvort sem hann kannast við það eða ekki. P. B. SUNDAFREK Mannslífi bjargaS (Ágúst Jóhannesson bakara- meistari var 31. maí sæmdur “Álafoss-gullmedalíunni”. fyrir sundafrek og björgun. Áður hefir aðeins einn maður feng- ið þessa medalíu, Jón Þor- steinsson íþróttakennari (19- 30). • • • Það var 2. sept. 1924. Is- lensku skipin Lagarfoss og Goðafoss hittust þá í Lieth og lágu við sama hafnarbakka. Goðafoss var á förum til ís- lands, en Lagarfoss nýkominn frá Danmörku og á leið hingað líka. Meðal farþega á Lagarfossi var Ágúst Jóhannesson bakarameistari. Fór hann á- samt fleirum um borð í Goða- foss um kvöldið, rétt áður en hann fór, til þess að kveðja kunningja, sem þar voru. Kom- ið var fram undir niðnætti og svarta myrkur. Alt í einu kallar einhver á þilfari Goðafoss, að maður hafi fallið fyrir borð. Það var einn þjónanna á skip- inu. Mönnum brá mjög í brún, því að allir töldu víst að mað- urinn mundi drukkna þarna því að hann var ósyndur. — En ekkert sást til hans vegna myrkurs og þama er straumur mikill og var því hætt við að hann mundi óðfluga bera brott frá skipinu. Þenna sama dag hafði og maður drukknað þarna í höfninni. Féll hann fyrir borð á skipi, og vegna þess að hann var ósyndur, og enginn nálægur, til að rétta honum hjálparhönd, þá fórst hann þar rétt hjá landi, eins og svo margir aðrir. (Framh. & 7. síðu.) ( A Thorough School! The “Success’* is Canada’s Largest. Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success’’ train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of ducational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PH0NE 25 843

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.