Heimskringla - 08.07.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 8. JÚLÍ 1931.
HEIMSKRING^A
6. BLAÐSÍÐA
Gamalt Sendibréf
(frá bónda í Hallson bygC veturinn 1900, tll slú'* 1f'rnt.s -Y.1®, neu'^ftu't'káldió
Grand Forks N.D., upphaflega ritaC á ensku, en hér 1 *ft„ '•Hkr ”
gótSkunna "Þorskabit”. Bréfib kom upp 1 gomium skjolum og er Hkr.
ánægja ab lofa kaupendum sínum aó lesa þaó jafnframt þvi sem hun
því nú metS þessum hættt höfundi og móttakanda. Br.et'ts lysi,r„,™1
og kostum bændalífsins á þeim árum ásamt ymsum Y!tS1>!'SSf ^
er stöku menn létu sig þá var6a, þó þaö sé alt sett fram 1 glettni og
-'vmanyríum.)
Ef leiðist þér að læra og æfa vit,
ei létt þér myndi finnast bóndans strit,
er sömu verkin vinnur hvern einn dag,
frá vöknun morguns fram á sólarlag,
að hreisna fjós og hauga burtu draga.
Að höggva tré og flytja, kljúfa og saga
; og bera inn, svo húsið megi hita,
er hægðarleikur enginn — skaltu vita.
Svo hey og stráið heim af engjum flytja
— er harðara en á skólabekk að sitja —
í hríðarbyl þá hulið alt er snjó,
þá hafa sumir stundum fengið nóg,
og þá er betra að bili ei sköft né taumar,
— hjá bændum eru oft sentatekjur naumar-
og lítill tími að laga og endurbæta
j' því líka fleiri verka þarf að gæta.
Þá heim er komið kúm og hestum brynna
er kvöð, sem bóndinn ætíð þarf að sinna.
Til húsfreyjunnar brennið inn að bera,
svo blauta og snjófga ei þurfi sig að gera.
Að gæta kálfa, kinda, hænsna og svína, '
á kvöldin áður en legst í hvílu sína.-----
* Á næsta morgni er nótt burt dagur hrekur
sú nauðsyn búsins strax sig endurtekur.
En svo er fleira. sem að kallar að:
að sjá um börnin, — ekki minst er það. —
Að kenna þeim við önnur börn ei ýfast,
og eins þeim skýrg hvað sé ljótt að rífast.
Sem bezt og glegst þeim greina frá
þeim guði, sem enginn maður sá,
en elskar þó börnjn sín ef þau trúa
og auðmjúk í lotiiingu til hans snúa
að kirkjuboðum og banni hlýði
og breytingar engar á játningum líði.
Að Mose boðorð í heiðri þau haldi,
og hlífi sér eigi við presta gjaldi.
Að rengi ei neitt, það sem ritningar þylja
í ráðgátum, — engum sem hægt er að skilja.
Á trúnni þau byggi, nær þekkingin þrýtur,
og það sé hún ein, er um boðana flýtur.-----
Nú sérðu hvert bóndinn má vanrækinn vera,
og víst er það nóg, sem hann hefir að gera.
Já, svona eru örlög hins erjandi manns,
sem öll eru skráð út um bygðir hvers lands.
Hann aldrei fékk litið í bók eða blað,
því búskapar annirnar leyfðu’ eigi það.
Á andlegu fóðri komst aldrei að kaupum,
— en einstöku molum gat stolið á hlaupum. —
Ef ættirðu að feta í fótspor hans vel,
þá fljótt gengi úr lagi þín hugsana vél,
fyrst lífs þíns á morgni þú mæðist án þarfa.
og möglar um fábreytni daglegra starfa,
við mentun þíns anda í allskonar fræðum,
sem eru þér lyklar að framtíðar gæðum.
Og hafa nægtir af bókum þeim béstu,
sem birta þér sannleika nýjann — ef lestu,
og lærir og temur þér tungumál flest
er túlka þér vísdóm og þekkingu best.-------
— Þá hugsa eg um allskonar æfingamót, ý
með íþróttalistir og glaðværðarhót,
og dansleiki og spil, sem úr tímanum teygja,
og töfrandi ástahjal sveina og meyja,
er brosandi stundum á stéttum reika,
og storka til afbrýði mánanum bleika
með öfundar glottinu um andlitið sitt-----
og alt þetta veit eg er hlutskifti þitt. —
— Þá hreyfir sig spurning í huga mér
já, hvað er það annars sem gengur að þér?
Hvað girnistu fleira, — mig fýsir að sjá —
en fá þess að njóta, sem bent er hér á.------
Og velgengnis-.hlut þinn ef virðirðu smáann,
ef væri eg yngri, — eg gæfi þér — á hann!
—Þýðing.
U
|r'
rw
V r
\
t *
i íiJ
¥
inn en “Choral Society’’ er fyr-
ir samkomunum stóð og sjálft
sat að öllum hagnaðinum? Var
ekki söngstjórinn í þjónustu
]>ess — umboðsmaður þess?
Gaf það honum þá ekki vald
til þess að ráða hvern sem hann
vildi og völ var á í hlutverkin?
Og þeir sem han nréði, voru
þeir þá ekki ráðnir í þjónustu
félagsins? Það getur naumast
verið miklum vafa bundið. —
Enda auglýsti félagið samkom-
ur þessar sem sínar og sjálft
sig sem það stæði fyrir þeim.
Það hélt engum í neinni óvissu
um það, á hvers forlag þær
væru haldnar, né heldur hver
bæri ábyrgð á þeim. Það stóð
straum af þeim og bar allan
kostnað. Á prógramminu sem
það lét útbýta við kirkjudyrnar
stóðu þessi orð:
“Millennial Cantata, present-
ed by The Icelandic Ohoral
Society’’, og neðst á sömu síðu
nöfn forstöðunefndarinnar. í
auglýsingum í íslenzku blöðun-
um 25. og 26. febrúar og
25. og 26. marz. er þess getið
að “Hátíðar kantata Björgvins
Guðmundssonar verði sungin
af The Icelandic Choral Socie-
ty.”
Verður því fremur lítið úr
þessari “leiðréttingu’’ en henni
er skotið að til þess að styrkja
söguburðinn og afasaka félag-
ið gagnvart þeirri afstöðu, sem
það hefir tekið viðvíkjandi fjár-
hagsábyrgðinni, sem á því hvíl-
ir gegn þeim, sem fyrir það
hafa unnið. Enda finnur höf-
undurinn til þess, og er þessi
síðari grein hans af þeirri til-
finningu sprottin. Vitnar hann
til sjálfs sín og félaga sinna
um að þeir fari með rétt mál,
og ætti þá ekki að þurfa frek-
ar vitnanna við. Það hefir löng-
um þótt nægilegt að bera vitni
í sjálfs sín sök til þess að
sanna hvern málstað. Hversu
mikið þeir félagar vaxa við slík-
an framburð, skal eg láta ó-
sagt, en þess gætir höfundur-
inn ekki, sem þó öllum er ljóst,
að með því að nota þessa aðferð
til þess. ef unt væri að koma
félaginu hjá fjárhagslegri á-
byrgð og fegra framkomu þess
gagnvart gestkomandi manni,
játar hann að hann hafi verið
notaður sem ábyrgðarlaust á-
hald, til þess að fá fólk til að
aðstoða sig við kantötuna án
endurgjalds af félaginu. Lægra
getur nú ekki sjálfsvirðingin
lotið.
Ummæli hans um mig per-
sónulega læt eg mig engu
skifta, því þau falla eigi fjær
garði þess sem þau flytur en
eplin falla frá eikinni. Vel er
ef höf. hefir “hnekt rógburði’’
með þessari síðari ritsmíð sinni
og samgleðst eg honum yfir því
íafnframt því sem eg finn til
samúðar með honum yfir hinu
að eigi skuli hann hafa átt kost
á sæmilegri dulu en þessari, er
hann ljær yfirlætinu og hé-
gómaskapnum til að dansa í.
Sig. Skagfield.
TUTTUGU OG FIMM ÁRA
AFMÆLI
kvenfélagsins “Frækorn’’ í
Grunnavatnsbygð.
Mjög markvert samkvæmi
var haidið í Norðurstjörnu skól
anum í Grunnavatnsbygðinni,
þann 25. maí s.l.. Kvenfélag
bygðarilnnar, sem Frækorn
heitir, hélt 25 ára afmæli sitt.
Hafði það boðið almenningi úr
bygðinni og allmörgum lengra
að til samkvæmisins. Voru þar
saman komnir um 400 manns:
þar á meðal nokkrir úr Winni-
peg og úr Nýja íslandi.
Kvenfélagið Frækorn var
stofnað 25. apríl árið 1906. —
Voru stofnendur þess 12 kon-
ur, sem þá áttu heima í bygð-
inni. Var svo til ætlast í fyrstu
að félagið leiddi hjá sér allan
ágreining um trúmál og önn-
ur mál. Var sett grein í félags-
lögin, sem beinlínis tekur það
fram, að slíkur ágreiningur
skuli aldrei gerður að sundr-
ungarefni innan félagsins. Hafa
möðljlmir félagtsins dyg^^ega
lifað samkvæmt stefnuskrá
þess öll þau 25 ár, sem það er
búið að vera til. 1 félaginu hafa
allajafna verið konur úr báð-
um söfnuðum bygðarinnar (lú-
terskum og únítarískum) og
sömuleiðis nokkrar. sem ekki
haíja verið í neinum söfnuði.
En samkomulag hefir ávalt
verið hið bezta og alls engin
misklíð hefir komist að, út af
skoðunum félagsmeðlima. Fé-
lagið hefir styrkt báða söfn-
uðina jafnt með fjárframlög-
um og auk þess styrkt önnur
fyrirtæki og hjálpað fólki, sem
í bili hefir þurft á hjálp að
halda, bæði innan bygðar og
utan. Fast að tvö þúsund doll-
ara hefir það gefið í peningum
og auk þess sendi það smá-
gjafir til margra hermanna á
ófriðarárunum.
Félagskonur hafa flestar orð
ið 23. Hafa sumar gengið úr
félaginu víð burtflutnipg úr
bygðinni og af öðrum ástæð-
um, en sumar hafa haldið á-
fram að vera meðlimir þess, þó
þær hafi fluzt burt. Nú mun
tala félagskvenna |þeirra, er
heima eiga í bygðinni vera eitt
hvað nálægt því, sem hún var,
er félagið var stofnað. Er það
aðdáanlegt, hve miklu starfi
svo lítið félag hefir getað af-
kastað, og þá ekki síður hitt,
hve lánsamar þessar konur
hafa verið með samvinnu og
einingu, þar sem flest önnur
íslenzk kvenfélög í bygðum ís-
lendinga hér í landi eru safn-
aðarkvenfélög og starfa að
miklu leyti í þágu þeirra safn-
aða, sem þau eru tengd við.
Samkvæmið var í alla staði
hið veglegasta. Var það haldið
prentað hér á eftir. Sigtryggur
Kristjánsson mælti nokkur vel
valin orð og Vigfús Guttorms-
son flutti félaginu kvæði, sem
er prentað hér. Söngflokkur
frá Lundar, undir stjórn Vig-
fúsar Guttormssonar, skemti á
milli ræðuhaldanna og var gerð
ur hinn bezti rómur að söng
hans.
Meðan á ræðuhöldunum
stóð sátu núverandi félagskon-
ur fyrir gafli hússins gegnt á-
heyrendunum. Sú elzta þeirra,
Mrs. Margrét Sigurðsson, er
nú á fyrsta ári yfir nírætt, en
með áfbrigðum ern og fylgdist
hún vel með öllu því, sem fram
fór, þótt heyrnarleysi bagi
hana nokkuð.
Stór-rausnarlegar veitingar
voru fram reiddar af félags-
konum. — Til minningar um
mannfagnað þenna, sendu þær
skáldinu J. Magnúsi Bjarna-
syni og konu hans 25 dollara
að gjöf, en hann var allmörg
ár kennari við Norðurstjörnu
skólann og bjuggu þau hjón þá
þar í bygðinni.
Ailir gestir þeir. sem þarna
voru saman komnir, voru sam-
mála um að samsæti þetta væri
eitt hið stór-myndarlegasta, er
nokkurn tíma hefði verið hald-
ið þar um slóðir.
Viðstaddur.
* • •
Tii þess að vera með í þess-
um mannfagnaði, og sem aðrir
að gleðjast yfir sigurvinning-
um kvenfélagsins “Frækorn’’,
þegar það á þessum tímamót-
um yfirlítur sitt tuttugu og
fimm ára starf, vil eg iesa nokk
ur orð, ef þolinmæði ykkar
leyfir; ekki til að flytja neinn
kjarna eða nýmæli, heldur til
að masa, því stundum er ekki
sanngjarnt að þegja, ef maður
á sjálfur einhverja sannfæringu
í samræmi við þau mál, sem
eru á dagskrá, og eg veit, að
það er einhuga vilji fjöldans, er
hér er saman kominn, að sem
flestir taki þátt í gleðinni, sam-
fagni með félaginu við þessa
minningarathöfn, gleðjist yfir
því að starfsemin hefir hepnast
eins vel og þegar er búið að
útskýra með hinum snjöllu og
áhrifamikiu ræðum. sem flutt-
ar hafa verið. Hversu mikið
gleðiefni er það ekki, þegar
hin góðu málefni líða engan
baga innan félagstakmarka, þó
skoðanamunur sé ríkjandi í
mörgum greinum.
Það eru rúmlega tuttugu og'
fimm ár liðin síðan hið mikla |
Minni “Jóns Trausta,,
flutt að “Þorrablóti” 14. febrúar 1931
af séra Friðrik A. Friðrikssyni.
Hann Gutenberg karlinn, sem “gæsalöpp” skar,
svo grannlaus, í pílviðarbolinn,
hann frétti það aldrei, hve Frónbúinn var
við fróðleik og bóklestur þolinn.
En það mega búvitrir segja til sánns —
— er sjá hann með alla þá pésa —
að oft væri gildari askurinn hans,
ef ei hefði’ ‘ann kunnað að lesa.
Því ei skýlir bókvitið öreigans nekt,
né umsnýr það holtum og móum,
né höndlar það torfið, ef hreysið er lekt,
né hlýr það að norpandi króum.
Þeir kveða að vísu um kvæðanna yl.
Þá kenni eg þann, sem er betri.
Því altaf er brennið með ágætum til
í óþurð hjá Líndal og Pétri.*)
Og þó er oss bökuð sú höfuga hrygð,
að hér er það félag við lýði,
er heldur með lestri sem happi og dygð
og heilnæmri þjóðemisprýði.
Og bókum er safnað í sérhverri tíð.
— Þeir semja slík kynstur á Fróni —
En alt, sem var prentað hjá íslenzkum lýð,
er opið til lesturs hjá “Jóni”.
“Jón Trausti” er ræðinn, er rökkvar á leið,
og ratvís, sem leiddur af eldi.
Hann býður þér með sér á skáldanna skeið,
og skundar um sögunnar veldi.
Hann hulum af fyrnskunnar fjölkyngi slær
og ferðast með áifum og tröllum.
Hjá Einstein hann vísinda-víðsýni fær
á viðhorfum nútímans öllum.
Og Haraldar-skoðunum hefir hann reynt
að heimila vegferð um landið.
Og ýmislegt veit hann, sem áður fór leynt,
um ástina og hjónabandið.
Um guðspeki’- og þjóðmála- svífur hann svið,
og syngur þá eggjandi tóni.
Og forherðist sál þín í frjálslyndum sið.
er freistingin skæðust hjá “Jóni’’.
En það munu forsjálir hyggja vort happ,
ef hæft er að þann veginn stefni,
að landinn sé farinn að lina sitt kapp
við lestur og frónþjóðleg efni.
Því magnað er nútímans matfangaþras,
og mörg er hún árlega kvöðin.
Sjá, þrjú hundruð dali í þeysi og “gas”!
— Við þegjum um íslenzku blöðin!
En “Trausti”, sem erfði sitt áræðna blóð,
er austrið tók strikið til vesturs,
mun framvegis auka sinn annálasjóð
og eggja svo fólkið til lesturs.
Og ef hann samt, blessaður, bryti sitt skip
í brimsogum þjóðernistapsins —
ja, þá yrði Guðjón**) minn gneipur á svip
og grátlega stirfinn til skapsins.
En þeir sem hér enn eru þverir í lund
og þrjózkast gegn almennings i^áði,
og þjóðernið vita sitt verðmesta pund
og vegljós á framanda láði,
þeir biðja nú reyndar um fríðindi og fjör
til fylgdar við gamla “Jón Trausta”:
Að hann eigi langa og hagsæla för,
unz honum sé skotið til nausta.
*) Hjörtur Líndal og Pétur Finnsson, bændur í Blaine.
**) Guðjón Johnson, kaupmaður í Blaine, forseti Jóns
Trausta um margra ára skeið.
\
l
andlega jökulhlaup klauf og sem kann í einhverjum skiln-
sópaði Vestur-íslendipgum í jngi að hafa orðið fyrir hrakn-
tvo andstæða flokka í trúar
legum skilningi. Leysingin byrj
aði að sönnu löngu fyr. En um
>að leyti var hávaðinn einna
mestur hér um slóðir, skifting-
ingi á hinu stóra mannlífshafi,
svo að tækifæri sé að rétta
fram hjálpandi hendur.
Þau tækifæri hafa ekki ver-
stundarsakir. og ógnandi öðrum
með eymd og niðurlægingu, þá
muni hin síðasta alda varpa
sérhverju mannlífsfleyi in á
hina einu og sömu heitt þráðu
friðarhöfn. Að þeim skilningi
in ákveðnust, straumamir
jyngstir; djúpir farvegir mynd-
uðust, þar sem straumþunginn
var mestur, og stundum varð
barmafult, svo að út af flóði.
Þess vegna má kalla það
ið látin fara fram hjá ónotuð
af þessu félagi. Það hefir ekki
fyrst verið hafin rannsókn og
spurt, hvaðan sá hjálparþurfi
hafi komið eða á hvaða öld-
hygg eg að góð samvinna leiði,
og að þýðingarmesti parturinn
í starfsemi þessa félags hafi
verið og muni verða enn um
langan aldur, að eyða misklíð
síðari hluta dags og endaði
með kvöldskemtun, sem stóð
langt fram á nótt. Séra Guðm.
Árnason stýrði því og sagði
með nokkrum orðum frá starfi
félagsins og tilgangi frá byrj-
un. Mrs. Oddfríður Johnson frá
Wlinnipeg, sem um mörg ár
var ein af starfsömustu félags-
konum, og er enn meðlimur
félagsins, hélt ágæta ræðu um
félagið og afstöðu þess í félags
lífi bygðarinnar. Bergþór E.
Johnson kaupmaður frá Win-
nipeg, sem er upp alinn í bygð
inni. flutti snjalt erindi um
bygðarlífið á æskuárum hans.
og einkum áhrif kennara, er
þar hefðu verið, á hugsunar-
hátt æskulýðs bygðarinnar.. —
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hélt
fjöruga ræðu um bygðina, og
kvað hana að mörgu leyti með
fremstu og farsælustu íslenzk-
um bygðum, þótt landgæði
þættu þar ekki eins mikil og
víða annarsstaðar. Ágúst Magn
ússon, sveitarritari flutti hið á-
gætlega orðaða erindi, sem er
merkilegan söguviðburð, að á
þeim umbrotatímum skyldi
“Frækorn” festa rætur í því
mikla ölduróti, og að rótfesta
þess skyldi verða svo sterk. að
hin beljandi öfl fengu því ekki
haggað. Þroski þess var meiri
og víðtækari, líknarverkin fleiri
og fjölbreyttari. Bilið á milli
þessara strauma var eitt sinn
svo ákveðið og stórt, að fáir
voguðu sér þá leið, en “Fræ-
korn hefir brúað bilið, með því
að breiða lim sitt út yfir eyð-
una, svo að hættan sé í það
minsta hér margfalt minni með
það að verða andlega úti.. —
Sumum kann að skiljast, að
bilin hafi verið víða brúuð á
þessum síðari árum, og að það
séu straumhvörf tímans, sem
mestu ráði í þeim efnum. En
þá vil eg bæta því við til frek-
ari skýringar, að mér skilst að
hér á þessum slóðum haldi hver
sinni óbreyttri skoðun og sann-
færingu, stefni að settu marki,
beygi ekki út af leið, nema til
að bjarga bróður eða systur,
um borist, heldur seglum hefl-
að aðeins til að hjálpa, og síð-
an aftur tekin hin fyrri stefna.
Skilningur og hugareining hef-
ir vaxið við hverja aflraun við
þessi björgunarsamtök; og eins
og það hefir hepnast vel í fjár-
hagslegum efnum, var vakin sú
von, að síðar kynni einnig að
verða samleið í andlégum efn-
um. Og þó að hafnsögumenn-
irnir hafi verið margir og bent
sinn á hverja leið, fer sá skiln-
ingur vaxandi, að mismunandi
leiðir kunni að liggja til sömu
hafnar, mest sé áríðandi að
seglum sé rétt hagað og reynt
sé af fremsta megni að stýra
fram hjá boðum og blindskerj-
um; að hinn virkilegi leiðar-
steinn sé heilbrigð skynsemi,
í samræm við þær bendingar,
er gefnar hafa verið af þeim
alvísa og algóða hafnsögu-
manni; að þó að vindarnir blási
úr mörgum áttum, og að öld-
urnar rísi hájt, lyftandi sum-
um til heiðurs og allsnægta um
og misskilningi, en tengja sem
bezt bræðra- og systraböndin
i heilbrigðri og sannri merk-
ingu.
Fyrst að greinarnar á þessari
smáu eik, sem hér hefir vaxið,
hafa náð þeim þroska, hafist
svo hátt yfir hleypidóma, að
geta veitt vegfarendum skjól,
er eðlileg afleiðing, að þessi
tegund, þetta “Frækorn” fram-
leiði önnur frækorn. sem flytja
megi og gróðursetja í mörgum
stöðum, sem álitið er að geymi
meira frjómagn heldur en
Grunnavatnsreitur. Eitt er víst,
að frækomið kom í byrjun frá
Garðarshólma. Bömin fluttu
það sem arf eða gjöf frá móð-
ur sinni vestur yfir hina köldu
Atlantsála, og hér hefir það
endurlífgast í Manitoba. Hinar
miklu vetrarhörkur þessarar
álfu hafa aukið lífskraftinn, og
hinir mildu og ljúfu vestrænu
straumar og vermandi sólmagn,
lífgjafi og þroskaskilyrði tilver-
(Framh. & 8. síðu*