Heimskringla - 08.07.1931, Blaðsíða 6
€ BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINOLA
WINNIPEG 8. JÚLÍ 1931.
—
Sigurdsson, Thorvaldson &
GENERAL MERCHANTS
ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED
ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE
TRACTOR AND LUBRICATING OILS
ARBORG RIVERTON HNAUSA
Ptaune 1 Phune 1 Phone 51, Rinjf 14
MANITOBA, CANADA.
Veróníka.
Veroníka rétti höndina að Ralph og hann
tók í hana.
“Já, það geri eg, lávarður minn”, mælti
hún í lágum en mjög ákveðnum róm. “Sök-
in er mín. Eg tek ein á mig ábyrgðina”.
Það kom bros fram á varir jarlsins —
biturt bros.
“Eg er á sama máli”, mælti hann. “t»að
er ætíð konunnar sök, og hún ber afleiðing-
arnar. Eg efast alls ekki um, að þú hafir
uppörfað þennan mann. Eg hafði ætlað mér
að tala við þig eina, en þar sem þú vilt að
hann sé kyr —” Hann ypti öxlum, þagði
eitt augnablik. hélt síðan áfram: “Eg réð af
þeim orðum, sem eg heyrði í dag og í gær
___ já, eg var þá hérna — að þú hafir látið
svo lítið að heita — skógarverðinum mínum
eiginorði”.
Veroníka hóf upp höfuðið og horfði ein-
beittlega á hann.
“Já”, mælti hún hljóðlega, en þó eins
stoltlega og Ralph hefði staðið henni jafnfætis
— eða ofar.
“Eg þakka! Þú ert hreinskilin. Eg get
mér til af því, sem eg hefi heyrt, að þessar
leyndu ástir hafi verið að þróast nú um
nokkurn tíma.”
“Ef þú átt við, að eg hafi hitt hann og
farið að elska hann — þá er það svo”, svar-
aði Veroníka. Hugrekki hennar óx við hvert
orð, þróttur T)enby-ættarinnar var í lága,
hreina málrómnum og skæru augunum, og
hjarta Ralphs barðist ákaft af stolti hennar
vegna. “Þú veist ekki alt. Þú veist ekki, að
hann bjargaði lífi mínu —”
“Nei, nei!” mælti Ralph lágt, en hún hélt
einarðlega áfram þótt varir hennar titruðu.
“Af öllum þeim mönnum, er eg hefi hitt,
er hann sá hugrakkasti, sá tignasti —”
“Eg vil biðja þig, að spara orðagjálfur
þitt”. mælti jarlinn, og bandaði hendinni. “Eg
skoða það þannig, að þessi glöp þín séu
þegar gerð. Eg spurði aðeins af forvitni og
— efi til vill af löngun til að fá vitneskju um
hvort unt væri fyrir mig að rétta út höndina
og bjarga þér frá þeirri niðurlægingu, sem
þú ert að sökkva í”.
Veroníka kafroðnaði og augu hennar
leiftruðu.
“Niðurlægingu, lávarður minn!”
“Langar þig til að þræta um þetta?”
mælti hann gætilega. “Þá er best fyrir þig
að setjast, því að það mun taka dálítinn tíma.”
Hún lét fallast í sætið, en benti Ralph að
færa sig nær. Er hann hafði gert það, snéri
hann sér að jarlinum.
“Sökin er mín — eg á að svara til þessa”,
sagði hann í hásum róm. En jarlinn vildi
ekki hlusta á hann.
“Þegið þér!” mælti hann alvöruþrunginn.
“Eg mun bráðum snúa máli mínu að yður.
Nú, Veroníka, eg At svo á, að glöpin séu
þegar gerð. Eg verð að sýna þessum manni
þann rétt, að kannast við að skömmin skell-
ur á þér. Eg hefi heyrt hvert einasta orð.
Eg veit, að hann reyndi að verjast þér —
að honum tókst það ekki, er fegurð þinni að
kenna.”
Hún reyndi að standa á fætur, stungin af
kuldanum og tilfinningarleysinu í rödd hans,
en féll aftur niður — neyddi sig til að vera
þolinmóð.
“Eg get vel trúað því, að þú hafir notað
þennan fríðleik til að töfra hann. Enginn
maður gleymir svo fljótt stöðu sinni, nema
hann hafi verið tældur til þess — gefið mik-
ið tilefni til þess. Djöfullinn gerði konuna
að freistara, en manninn eftirlátsaman.”
Það sindraði eldur úr augum Ralphs og
hann opnaði * varirnar, en jarlinn benti hon-
um að þegja.
“Þú hefir freistað þessa manns til hins
ítrasta — að hann hefir látið bugast er engin
undur. En hefir þú íhugað afleiðingamar?
Eg held ekki. Konurnar gera það sjaldnast.
Hefir þú íhugað það, að ef þú gerir alvöru
úr þessu, yfirgefur þú Court og sérð af vernd
minni? Þú missir Wagneford og alt sem eg
hefi gert þig erfingja að. Hefir þú íhugað, að
þú tapar stöðu þinni í mannfélaginu, að þú
verður afhrak, útskúfuð af ætt þinni?”
Ralph rak upp hljóð, en Veroníka tók í
hönd honum og þrýsti hana. Dauft bros lék
um varir hennar.
“Þetta eru hræðileg orð, lávarður minn”,
mælti hún, “en þau skelfa mig ekki. Eg skal
ekki verða afhrak þó að eg giftist heiðvirð-
um manni.” Rödd hennar skalf af niður-
hældri geðshræringu, svo varð hún róleg.
“Lávarður minn, eg er ekki vanþakklát —”
Hann bandaði hendinni fyrirlitlega.
“Eg gleymi ekki velvild þinni við mig. Eg
gleymi ekki, að þú lyftir mér upp úr örbyrgð
og hófst mig upp í þægindi og nægtir. Þú
hefir verið mér mjög góður, og” — tárin
komu fram í augu hennar — “Það tekur mig
sárt, að eg skuli sýnast vanþakklát. En, lá-
varður minn, eg — eg get ekki að því gert.
Eg — eg elska hann af öllum mínum hug
og hjarta. Láttu afleiðingarnar verða eftir
því er verða vill, eg get ekki séð honum á
bak. Allar nægtir og öll dýrð veraldarinnar
yrði mér fánýtt hjóm, án hans. Afleiðing-
arnar! Já- eg tek þeim. Eg er reiðubúin
til að taka hlutdeild í kjörum hans, hverfa
til gömlu örbyrgðarinnar og gömlu erfiðleik-
anna. En þeir erfiðleikar verða ekki framar
til, ef hann vill taka þátt í þeim með mér
og lifa með mér!”
Hjarta Ralphs barðist ákaft. Hann und-
raðist, ef nokkur maður gæti horft á þetta
undurfríða andlit og hlustað á þess'a blíðu
rödd, án þess að verð’a snortinn.
Jarlinn var eins og steinn. “Og eg hélt,
að þú værir stolt!” mælti nann.
“Stolt”, endurtók hún eins og hún liti
aftur til síns liðna lífs, er henni var nú að
öllu horfið. “Já, eg geri ráð fyrir að eg hafi
verið það”. Það kom bros fram í augu
henni. “Ástin vísar stoltinu á bug”, bætti
hún við í þýðum róm.
Jarlinn ypti öxlum. “Það er göfug skoð-
un”, mælti hann. “Annað hefi eg ekki við
þig að segja. Nú herra, eg vil tala til yðar
í fám orðum”.
Ralph rendi augunum hægt og hægt af
andliti konu þeirrar, er hann elskaði, og hvesti
þau á jarlinn. Þessir tveir menn litu hvor
á annan eins og einvígismenn horfa hVor
framan í annan um leið og hildarleikurinn
hefst. Augu jarlsins urðu hugsandi og hann
varð enn brúnaþyngri.
“Það hlýtur að vera eitthvað meira í yður
spunnið en alment gerist, fyrst þér unnuð
hjarta þessarar konu”, mælti hann. “Eg vil
því reyna að gleyma því, að þér eruð þjónn
minn og skírskota til yðar — jú, skírskota
til yðar — eins og við værum þessa stund-
ina jafnir að virðingu. Að því leyti vil eg
tala eins og maður við mann”.
Ralph roðnaði og beið. Jarlinn þagði ör-
litla stund, síðan mælti hann seint og rólega.
“Bróðurdóttir mín virðir vettugi afleið-
ingar af glapræði sínu. En þér? Eg geng að
því sem gefnu. að þér — elskið hana”. Hon-
um veitti erfitt að mæla þessum orðum, enda
féllu þau hvellandi af náfölum vörum honum.
“Hafið þér einnig íhugað, hvað þetta glapræði
hennar kann að hafa í för með sér fyrir
hana? Talið þér ekki fyr en eg hefi lokið
máli mínu. Getið þér, sem unnið henni, bor-
ið það, að sjá henni varpað úr þeirri stöðu,
sem hún er borin til?v Getið þér þegið þá
fóm, sem hún er reiðubúin til að færa? Eruð
þér reiðubúinn til að taka hagnað af veik-
leika hennar fyrir yður? Hugsið yður. Fóm-
in myndi ekki vera augnabliksförn, fórn um
stundarsakir. Hún myndi vara alt hennar
líf. Þar til á banabeði myndi hún verða
mark fyrirlitningar mannanna — það yrði
bent á hana eins og hverja þá konu, er gift-
ist þjóni föðurbróður hennar. Getið þér gert
yður í hugarlund, hvað þetta er? Eg held
ekki, en að líkindum getið þér gert yður ein-
hverja óljósa grein fyrir því. Það er nógu
erfitt, er karlmaður tekur niður fyrir sig, en
hvað er það ekki fyrir konuna, er gerir
það —!” Hann ypti öxlum og brosti með
fyrirlitlegum meðaumkunarsvip.
Ralph stóð teinréttur. hver inasti blóð-
dropi var stokkinn úr andliti honum. Hann
starði á jarlinn og leit ekki á Veroníku, sem
snéri sér að honum eins og hún væri að reyna
að lesa hugsanir hans — að vita áhrif af
ræðu jarlsins.
“Enda þótt maðurinn sé auðugur, er það
nógu erfitt fyrir hana. En þér eruð fátækur
— þér dæmið hana í örbyrgð. Getið þér
þolað að sjá hana þjást og fölna undir þeirri
byrði, er fátæktin leggur konunum á herðar
— að sjá hana ef til vill bjarglausa? Það
gæti komið fyrir. trúið mér”.
“Lávarður!” brast fram af vörum Veron-
íku, en Ralph þagði.
“Þér dæmið hana til eymdarfulls lífs —”.
“Nei, nei”, stundi Veroníka upp, en hann
gaf því engan gaum.
“Örbyrgð er slíkri konu eymd. Hún hefir
baðað í rósum, haft alt, er hún vildi hend-
inni til rétta. Hún hefir hlotið aðdáun —
aðdáun þeirrar stéttar, er hún hefir haft sam-
an við að sælda. Haldið þér ekki að þér
munuð komast að raun um, eftir því sem
árin — mánuðirnir líða, alt það, er þessi
vitfirring hefir bakað henni? Bíðið þér við!
Þér standið ofar yðar stéttar mönnum, Ralph
Farrington, en hugsið um aðra í yðar stétt,
bæði konur og karla, er þér neyðið hana til
að hafa mök við! Hún e rstolt — stolt
hennar blundar aðeins undir þeirri blæju, er
ást hennar til yðar hefir dregið á augu henn-
ar. Það vaknar — og það mjög bráðlega,
trúið mér! Og þér verðið að standa hjá henni
og taka þátt í iðrun hennar.
Og þér verðið að bera með henni þá byrði
er niðurlægingin hefir í för með sér. Heyrið
*þér, maður. Ef það er nokkur neisti af aðli
í yður, er hún treystir. þá viljið þér ekki að
hún færi fórnina, niðurlægi
sjálfa sig —”.
Veroníka rak upp hljóð,
en Raph tók í hönd henni og
bað hana, bauð henni að vera
þögul. Andlit hans var mjall-
hvítt, varirnar klemdar fast
saman. Augnablik virtist
hann ekki geta komið upp
orði, en hann héit hendinni á
loft og sagði alvörugefínn:
“Segið þér ekki fleira, eg
fæ ekki borið það. Þér hafið
talað við mig eins og maður
við mann og eg vil svara á
sama hátt. þér hafið hrifið
skýluna frá augum mér. Það er satt- satt,
hvert einasta orð. Fórn — slík fórn — mín
vegna! Nei, nei! Þér hafið rétt að mæla. Eg
get ekki gert það."
Veroníka reis á fætur og horfði í augu
Ralphs., “Ralph!” stundi hún upp með bæn-
arróm.
Hann tók í hönd henni og leit á hana
með allri þeirri angist, er var í augum hans.
“Hann hefir rétt að mæla”, mælti hann
hásum rómi. “Eg get ekki g'ert það”.
“Þér — þér yfirgefið mig?" Rödd henn-
ar heyrðist naumast, en orðin nístu hann að
hjartarótum.
“Já — ne, nei,!” mælti hann bugaður.
“Eg get það ekki! Það er til of mikils ætl-
ast. — Meðan nokkur blóðdropi hrærist í æð-
um mér, hlýt eg að unna yður — þér vitið
það. En eg vil ekki draga yður niður til
mín — ekki niðurlægja yður! Eg ætla að
fara. Eg ætla að reyna að komast áfram,
til þess að verða yðar síður óverðugur —”.
Hann þagnaði og kom ekki upp einu orði
í svip, en hann bældi niður geðshræringu
sína og mælti eins og sá maður, er ekkert
annað á en táls vonir.
“En þér verðið að vera frjáls eftir sem áð-
ur. Ekkert heitorð, engin bönd. Eg — eg
elska yður —”.
Hún hélt sér fast í handleg hans með
báðum höndum og horfði fast í augu honum
Það var eins og sál hennar vildi fljúga til
hans í augnaráðinu.
“Þér — þér seljið mig fram”, mælti hún.
“Þér getið ekki elskað mig!”
Jarlinn hafði hallað sér fram á göngustaf
sinn, og gefið þessu nákvæman gaum. Athug-
að með ískaldri nákvæmni hvert einasta svip-
brigði, hvert einasta orð.
“Veroníka!” mælti hann næstum ásakandi
“Komdu, komdu! Vertu réttsýn. Sýndu hon-
um ekki alt of mikið miskunnarleysi”.
Hún hafði ekki augun af Ralph og vetti
orðum jarlsins engan gaum.
“Svarið þér mér”, mælti hún titrandi
rómi.
“Það er af því, að eg elska yður”, ansaði
Ralph.
Jarlinn stóð á fætur og tók í handlegg
Veroníku. “Farðu heim, Veroníka”, sagði
hann svo sefandi.
Hún hélt sér dauðahaldi í Ralph. “Eg
skal fara — ef þér segið mér það”, mælti
hún döprum rómi.
Ralph brá og var auðsætt, að hann var í
ákafri geðshræringu. Hann ætlaði fyrst ekki
að koma upp orði. Svo losaði hann hendur
hennar og sagði með ákefð: “Já — farið
þér!”
Hún horfði á han neitt augnablik. Síðan
snéri hún sér hægt við og gekk fram að dyr-
unum. Þar nam hún staðar og leit á hann
um öxl sér. — Það augnatillit gekk honum
að hjarta og beygði hug hans. En hann
! elskaði hana, unni henni, og það var ekkert
svar til við þessari síðustu skírskotun hennar
til hans.
Hún varp öndinni þungt og tók hendinni
upp að liálsinum eins og hún væri að kafna
svo fór hún. Ralph gekk stökk á eftir henni
en jarlinn gekk í hægðum sínum.
Það var eins og þetta stökk hefði mint
Ralph á skyldu sína, því að hann nam stað-
ar og lét fallast niður í eitt sætið og fól and-
litið í höndum sér.
Jarlinn stóð fyrir framan hann og horfði
á hann með undarlegu augnaráði. Að lok-
um sagði hann mjög alvarlega:
“Þér hafið hegðað yður mjög drengilega
eins og maður, og það heiðvirður maður.
Þessi raun hefir verið erfið. Eg vil því sjá
úm, að þér þurfið ekki a ðlenda í annari
eins. Að sjálfsögðu farið þér úr stöðu yðar
samstundis. Mér virist ákvörðun yðar, að
fara aftur tii Ástralíu, vera mjög góð og
hyggileg. Ætti eg að þurfa að taka það fram,
að eg vil gera yður auðvelt að framkvæma
þessa ákvörðun? Sannleikurinn e rsá, að það
myndi vera mér sönn gleði að stuðla að því,
að yðar biði glæsileg framtíð. Eg læt um-
boðs '-.-inn m'nn fá fyrirskipanir um það, a ',
hann greiði yður — við skulum segja 200
sterlingspund á ári, meðan þér eruð utan
Englands —”.
Ralph spratt á fætur, óhemjuleg æsing
lýsti sér í andliti honum og varirnar voru
klemdar fast saman. Svo hló hann beiskju-
hlátri.
“Þetta er það eina, sem yður hefir nú
skjátlast í. lávarður minn”, mælti hann stilli-
lega. “í sömu andránni og þér segið að eg
hafi hegðað mér drengilega, eins og heið-
virðum manni sæmdi, farið þér fram á, að
eg breyti eins og vesalmenni! Hvert eg fer,
kemur yður ekki við. E ghafna mútufé yð-
ar —”.
Jarlinn döknaði í andliti. “Eg skil: Þér
viljið reyna að hanga í stöðunni —”.
Andlit Ralphs, sem verið hafði náfölt, kaf-
roðnaði, fölnaði síðan upp. “Ekki einum degi
lengur, ekki einni stundu lengur en eg get
komist hjá!” greip hann fram í með ákefð.
“Yðar hágöfgi þarf ekki að óttast mig . Eg
hefi gefið drengskaparorð mitt, og — eg skal
halda það”.
Jarlinn leit ekki af honum. “Eg trúi yð-
ur”, mælti hann svo. Síðan þagði hann.
“Mér varð á, að eg skyldi bjóða yður peninga
og eg bið yður fyrirgefningar”.
Hann tók ofan um leið og hann mælti
þetta. Svo gekk hann í hægðum sínum út úr
laufskálanum.
XVIII. Kapítuli
Ralph dvaldist dálitla stund eftir að jarl-
inn var farinn og fól andlitið í höndum sér.
Svo stóð hann á fætur og horfði með óákveðn-
um svip umhverfis sig. Han nhafði fundið
svo glögglega, að alt er honum var dýrmætt
í lífinu hafði verið dregið úr höndum honum.
Skínandi sólarljósið virtist draga dár að
honum með ljóma sínum. Orðið “niðurlæg-
ing” hljómaði í eyrum honum. Já, jarlinn
hafði sagt honum sannleikann. Hann myndi
hafa niðurlægt hana, dregið hana niður á
það svið mannlífsins, er hann átti heima í.
Og það var engin von. Það olli honum sár-
ustu harma. Hann hafði talað um að “ryðja
sér braut”, “komast áfram”. En jafnvel þá
er hann talaði þessi orð, vissi hann að þau
voru fánýtt hjal. Þó að hann gerði sitt ítr-
asta- yrði hann aldrei hennar verður. Hann
yrði sífelt Ralph Farrington, nautasmalinn,
gullgrafarinn, skógarvörðurinn. Jafnvel þó
að honum tækist að komast í efni, — en auð-
ur er ekki léttfenginn nú á dögum — yrði
han naldrei pafningi hennar að metorðum.
Han nhafði mist hana um aldur og æfi. En
óstjórnleiki ástar hans myndi vara meðan
líf bærðist í brjósti honum.
Hann gekk út úr laufskálanum, skygði
hönd fyrir auga vegna sólskinsins. Svo reik-
aði hann út í bláinn — um skógana, er hon-
um var farið að þykja svo undur vænt um
— aðallega vegna þess, að hún hafði gengið
um þá.
Það var komið dagsetur, er hann náði
heim til sín. En undir eins byrjaði hann á
því, að tína dót sitt upp úr skríni sínu og
binda það í bagga. Meðan hann var að þessu,
kom Burchett inn. Ralph leit til hans horn-
auga. Burchett sá hversu fölur og hnugginn
hann var.
“Hvað er á ferðum?” spurði hann stutt-
lega.
“Eg er að fara”, sagði Ralph.
“Fara? Hvers vegna?”
Ralph hristi höfuðið. “Spyrjið mig ekki.
Eg get ekki svarað yður”.
“Það hefir eitthvað komið fyrir?”
“Já, það hefir eitthvað komið ðfyrir”,
mælti Ralph samsinnandi, -og brosti beisklega.
“Og það gerir mér ekki unt að dvelja hér á
Lynne Court stundinni lengur. Spyrjið mig
ekki. Leyfið mér að fara, án þess að minnast
á þetta. Mér þykir það leitt, en — en það er
ekki hægt að gera við því. Eg er ekki fram-
ar öruggur hérna”. ,
“Ekki öruggur! En eg spyr engra óvel-
kominna spurninga”, sagði Burchett. “Sér-
hver maður veit hvað honum ber. En mér
þykir þetta leitt. Get eg ekkert gert?”
Ralph hristi aftur höfuðið og varp önd-
inni.