Heimskringla - 15.07.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.07.1931, Blaðsíða 5
HEIMSK.KINCj_A 5. BLAÐSÍÐA WINNIPEG 15. JÚLÍ 1931 En Piccard flaug ekki til þess að setja met, heldur til þess að gera vísindalegar rann- sóknir í efra gufuhvolfinu. Á síðustu árum eru menn famir að greina á milli neðra gufu- hvolfsins (troposfæren) og efra gufuhvolfsins (stratosfæren). í neðra gufuhvolfinu er veðrið óstöðugt og kuldinn vex eftir því sem ofar kemur. Efra gufuhvolfið byjar í Mið- Evrópu um 10,000 m. frá jörðu, í hitabeltinu þó nokkuð hærra, en lægra við heimskautin. í efra gufuhvolfinu er veðráttan stöðug, himininn skýlaus og kuldinn heldur ekki áfram að vaxa. í neðsta hluta efra gufu- hvolfsins er stöðugt 50 — 60 stiga frost, en smátt og smátt verður heitara, eftir því sem ofar kemur. Rannsóknir, er gerðar hafa verið með mann- lausum loftbelgjum, hafa leitt þetta í Ijós. Menn giska á að í 50,000 m. hæð sé loSthitinn hér um bil hinn sami og sumar hitinn í Mið-Evrópu. Piccard ætlaði sér að rann- saka stjörnugeislana í efra hvolfinu og um leið flugskilyrð in. Hann gerir ráð fyrir að flugleiðir verði í framtíðinni lagðar um !efra gufuþvolfflð. þar sem veðrið er stöðugt, heiðskírt og mótstaðan í loft- inu þfitfl. Flugkraðþin getur því orðið langt um meiri en í neðra gufuhvolfinu. Ennfremur ætlaði Piccard sér að rannsaka rafmagnið í efra gufuhvolfinu. Loftið þar er góður rafmagnsleiðandi og hefir það mikla þýðingu fyrir útvarp. En fyrst og fremst var það tilætlun Piccards að rann- sako stjörnugeislana í efra gufuhvolfinu. — Eðli þeirra er mönnum ennþá óráðin gáta. En Piceard býst við, að þarna megi finna miklar og óþektar orkulindir, sem menn geti ef til vill hagnýtt sér. Yfirleitt Ibeinist athygli vísindamanna nú meira og meira að hinum mörgu óleystu gátum í efra gufuhvolfinu. ♦ • * Engum gat dulist að flug- ferð Piccards var áhættumikil. 1 efra Gufuhvolfinu er loftið svo þunt, að menn verða að hafa með sér súrefni til inn- öndunar. í>ar að auki gat kuldinn orðið Piccard hættu- legur. Og svo vissu menn heldur etoki fyrirfram, hvaða • ájhrif stjörnugeislamir kynnu að hafa á iifandi verur í þess- ari hæð. Loftbelgur Piccards er stærsti loftbelgur í heimi, rúmar 14,- 000 teningsmetra af gasi. Karf an, sem Piccard og förunautur hans voru í, er úr aluminum og loftþétt. önnur hlið henn- ar var máluð svört, hin hliðin hvít. Svörtu hliðinni snéri Pic- card að sólinni, ef of kalt var í körfunni en hvítu hiiðinni, ef hitinn var of mikill. * * * Piccard og förunautur hans. Kipfer veðurfræðingur, lögðu af stað í loftfarinu frá Augs- burg í Þýskalandi þ. 27. maí kl. 4 að morgni. Þeir höfðu með sér mat og súrefni til tveggja daga. Veðrið var hið ákjóslanlegasta. Loftfarið steig fljótt í loft upp. Kl. 8 sást það ennþá í sjónauka, en svo hvarf það bak við skýin. Piccard hafði gert ráð fyrir. að loftförin mundi taka 7 klukkustundir fram og aftur. Hann hefði því átt að vera kominn aftur kl. 11. En klukk- an varð 11 og meira án þess að nokkuð sæist til loftfarsins. Menn fóru því að óttast, að Piccard og Kipfer mundu ekki koma lifandi heim úr ríki stjörnugeislanna. Kl. 14 J sást loftfarið loksins aftur. Það sveif þá yfir Gar - misch-Partenkirchen í Bayern, leið hægt suður yfir Alpafjöll- in í 4000 metra hæð og iækkaði smátt og smátt í lofti. En hvers vegna lenti Pic- card ekki norðan við Alpafjöll'- in? Hann átti á hættu að rekast á Alpatindana, þegar loftfarið rak suðureftir. Flug- vélar voru sendar af stað frá Munohen. En flugmennirnir gátu ektoert lífsmark jséð í loftfarinu. Menn voru því hræddir um, að Piccard og Kipfer væru meðvitundarlaus- ir í körfunni, eða ef til vill helfrosnir eða kafnaðir vegna loftleysis. Að minsta kosti væru þeir í hættu, því vel gat farið svo að loftfarið rækist á klettavegg í Alpafjöllunum. ♦ * * Kvöidið leið án þéss' að loft- farið l>enti, og að lokum hvarf það í myrkrinu. Að morgni næsta dag var það hvergi sjá- anlegt. Menn áiitu því svo að segja vonlaust um að loftfarar- nir væru á lífi. Leit var strax hafin og fundu ítalskir flug- menn fljótlega loftfarið skamt frá ítölsku landamærunum. En fiugmennirnir sáu ekkert til Piccards eða Kipfer. — íbú- arnir í þorpinu Obergurgl höfðu líka komið auga á loftfarið á skriðjöklinum og voru strax sendir menn frá Obergurgl upp á jökulinn. Á leiðinn þangað mættu þeir Piccard og Kipfer. Þeir höfðu ient á skriðjöklinum kl 22 kvöldið áður, sofið í körfunni um nóttina og voru nú á leiðinni til mannabygða. Þeir fylgdust með leitarmönn- unum til Obergurgl. Þar fékk Piccard skeyti um það, að kon- an hans hafði fætt honum son á meðan hann var uppi í efra gufuhvolfínu. * * * Picoard er mjög ánægður með ferðina. L«ftfarið steig á 25 mínútum upp í 15000 metra hæð. (Mount Everest, hæsta fjall í heimi er 8,840 m.). — 11 klukkustund seinna var loft- farið í 16,000 m. hæð. í efra gufuhvoifinu var iofthitinn 50 — -f-60 stig, en inni í al- uminiumskörfunni var 40 stiga hiti vegna þess að Sólin skein á svörtu hliðina. Loftþrýsting í 16,000 m. hæð var 76 mm eða 1/10 af ioftþrýstingu niðri við jörðina. Loftsnerill á ioftbelgnum var í ólagi. Þess vegna gat Picc- ard ekki lent, þegar hann var yfir Beyern seinni hluta dags- ins h. 27. Hann varð að bíða þangað til að loftið kólnaði eftir sólariag og loftbelgurinn lækkaði í iofti af sjálfu sér. Lendingin á skriðjöklinum var áhættumikil. en tókst þó vel og öll vísindaieg áhöld eru ó- skemd. Piccard kveðst hafa gert margar þýðingarmiklar mæl- ingar viðvíkjandi rafmagni og stjörnugeislum í efra gufuhvolf inu. Geislarnir standi í sam- bandi við “radio-aktivitet" stjarnanna. En annars getur Piccard ekki sagt neitt nánar um geislana að svo stöddu. Þar að auki hefir loftför hans sýnt að manneskjur geti þolað að fljúga í þessari hæð og flugskilyrðin séu þar að öðru leyti hin bestu. Khöfn í mai 1931. P. —Lesb. Mbl. HITT OG ÞETTA Einkennilegt morð. Lögreglan í Buda-Pest hefir nú með höndum morðmál nokkurt sem mun vera alveg einstakt í sinni röð. 24. marz s. 1. fanst maður nokkur við jáimbratutarteina í rtánd við Buda-Pest. Hann var að deyja. Við ransókn kom í ljós, að maðurinn var vínkaupmaður nokkur, Herzog að nafni. Hann fékk meðvitund í nokkrar mín- útur, en neitaði alveg áður en hann lézt að segja hver hafði reynt að myrða hann. Eftir að lögrgelan hafði rannsak- að málið mikið tók hún ungan mann fastan og ákærði hann fyrir morðið. Ungi maðurinn “Gljúfrabúi gamli foss” Með þakklæti til söngvarans Sigurðar Skagfield. “Gljúfrabúi gamli foss” gripin töfra strengja þinna, mjúkt og voldugt hljómsins hnoss, hreint og dýrt sem móðurkoss, sigrar, hrífur, særir oss sæmra að hugsa, stærra að vinna, “Gljúfrabúi gamli foss’’ gripin töfra strengja þinna. Dalsins ríka dýrðarmynd, djúpum reifuð sumar friði, stormsins slag á sterkum tind, stærsta gleði, dýpsta synd, rennur alt í eina lind inn í þínum söngva niði. Dalsins ríka dýrðarmynd djúpum reifuð sumar friði. Sólarheima söngva við sitja á fögru júníkveldi, hlusta á þennan þunga nið þennan milda tónaklið sem að hjartað fyllir frið. fyllir hugan þrá og eldi. Sólarheima söngva við sitja’ á fögru júníkveldi. Listamaður, þökk sé þér, þjóðarsóma á skjöld þinn ristu. Hversu stopul stundin er stærsta unað sem oss lér, guðaloginn blossann ber brjóstum þeim er sólar mistu, Listamaður, þökk sé þér, þjóðarsóma á skjöld þinn ristu. T. T. Kalman. Frelsið! James Russel Loweli ’í Þið! sem komin þykist af þjóð sem frelsið heimi gaf; meðan einn ber ok um háls er þá nokkur maður frjáls? Ef þið finnið aldrei stríð áþján, strit og bræðra níð? Eruð þið ekki þrælar þá, þý, sem frelsis hugsjón smá. Eða er frelsið aðeins það eigin hagsvon stuðla að, og með þótta þumbast við þó við myrðum annars frið? Nei! Hið sanna frelsi finst fyrst ef bróður þíns er minnst; látir huga, hönd og mál hrista fjötra af bundnri sál. Þú ert blindur þræll með sann þæirðu ei að verja hann sem að minni máttar er , mæti háð og forsmán þér. Ef þú varpar oki af háls öreigans, og hugsar frjáls, þá fyrst ertu þræll ei meir, þó þér fylgi einn og tveir. T. T. Kalman. kvað Herzog hafa greitt sér, mörg hundruð krónur fyrir að | myrða hann, og sýndi bréf og j önnur skilríki frá Herzog því til sönnunar. Herzog hafði ver- ið mikið skuldugur. Hann hafði nýlega líftrygt sig fyrir offjár og með því fé ætlaði hann að greiða skuldina og sjá eftir- lifandi fjölskyldu sinni far- borða. • • • Prestur myrðir prest. 1 Bandaríkjunum varð sá at- burður rétt fyrir síðustu páska- er nú skal greina Prestur nokk- ur, Brown að nafni, var sett- ur af embætti í dezembermán- uði. Sá, er tók við embætt- inu af honum og hét Rider, heimsótti hann rétt fyrir pásk- ana og bauð honum að predika í kirkjunni á páskadag. Er Rider hafði borið fram erindi sitt þreif Brown skammbyssu og skaut Rider í Brjóstið. Rider féll þegar á kné og bað fyrir sál morðingja síns um leið og hann féll fram á andlit sitt örendur. —Alþbi. í Bordeaux í Frakklandi ríldi það til hér á dögunum, að menn heyrðu að morgni dags veinkennileg hljóð, sem erfitt var að gera grein fyrir hvaðan komu. Hafðist þó upp á því, að hljóðin komu úr reykpípu einni innanhúss. Var síðan gætt inn í reykop úr ofni og sást þá á kvenmannsfætur í múrpípunni. Nú var kallað á slökkvilið, og það fengið ti! þess að höggva gat á múrpíp- una, nægilega stórt til þess að kvenmaðurinn næðist út um það. Hún var í einum náttkjól fata. Sá var orðinn all-blakkur af sóti. Stúlkan var mjög að fram komin. Ekkert vissi hún hvernig stóð á því, að hún var þarna komin. Hún hafði sofnað út af kvöldið áður, frá skáld- sögu lestri. — í svefni hefir hún klifrað upp á húsþakið og dottið niður í reykháfinn og vaknað þar við vondan draum. SAMTÖL MILLI LANDA. SfMTÖL UMHVERFIS JÖRÐ- INA. Á síðastliðnu ári urðu mjög miklar framfarir á sviði síma- viðskiftanna milli landa, svo að menn eru nú daglega farnir að talast við í síma milli hinna fjarlægustu landa. 1 byrjun ársins 1929 var símasamband opið milli 26 landa, en 1930 var slíkt samband komið á að einhverju eða öllu leyti milli 177 landa. Hinu alþjóðlega símasambandskerfi er venju- lega skift í 3 meginbálka. Sá fyrsti nær yfir Norður-og Suð- ur-Ameríku. Annar bálkurinn eru 3 ný samibandskerfi milli Evrópu og Suður-Ameríku, frá París, Berlín og London til Buenos Aires og landlínur tengja 20 önnur lönd við þetta kerfi. I þriðja flokki er sam- bandið milli London og Sidney, 9192 enskra mílna fjarlægð, og eiinufg hefír verið komið á beinu sambandi miili Banda- ríkjanna og Ástralíu. Tilraunir hafa verið gerðar til þess, að koma á samtali úr flugvél yfir Buenos Aires við stóra Atlants hafsskipið Mjestic á leið frá Ameríku til Evrópu, og einnig við Sidney í Ástralíu í 14000 mílna fjarlægð, og tekist sæmi- lega. Nýlega hefir einnig tek- ist að tala umhverfis hnött- inn. Að því er segir í Nature og Electrical Communieation, voru á síðastliðnu ári í al- þjóðasímakerfinu, 50 þúsund númer í 2718 borgum í 38 löndum. ísland er ekki meðal þess- ara ianda. Hvenær kemst það í slíkt samband við umheiminn svo a ðunt verði að tala til ann ara landa, þegar á liggur og þa ðkemur sér betur en sím- skeytið. Lögr. FRÁ ÍSLANDI. Rvík 20. maí. Dr. Sigfús Blöndal er nýlega útnefndur lektor í ný-íslenzk- um bókmentum og tungu við háskólann í Kaupmannahöfn. til þriggja ára fyrst um sinn. * * * Rvík 20. maí. ‘ttslendingar í Danmörku”, heitir nýtt rit eftir biskupinn, dr. Jón Helgason. Segir þar frá íslendingum, sem sezt hafa að í Danmörku á seinustu öld- um og afkomendum þeirra, og fylgja myndir margra þeirra. og er í ritinu mikill fróðleikur. * * * Rvík 20. maí. “Náttúrufræðingurinn" heit- ir dálítið tímarit um náttúru- fræðileg efni, sem þeir pró- fessor Guðm. G. Bárðarson og magister Árni Friðriksson eru famir að gefa út, og er þar ýmislegur læsilegur fróðleikur. —Hvar hefir þú verið allan þennan tíma, Kristján? —Eg hefi verið á ferðalagi. — Hvers vegna sóttirðu ekki um náðun, asninn þinn? Frúin (við bónda sinn, sem gleymt hefir afmælisdegi henn- ar): Það er aðeins einu sinni á ári að þú manst eftir því, að þú átt konu — þegar skatta- framtalið er á ferðinni. Innköllunarmenn Heimskringlu: í CANADA: Árne8...................... Amaranth .................... Antler......................... Árborg ...................... Baldur ...................... Belmont ..................... Bredenbury .................. Beckville ................... Bifröst ..................... Brown .. .. .. .. .. .. • • * * Calgary...................... Churchbridge................. Cypress River................ Ebor Station................. Elfroa....................... Eriksdale ................... Framnes...................... Foam Lake.................... Gimli...................... Glenboro .................... Geysir...................... .. Hayland...................... Hecla........................ Hnausa .. .. •. gr*: • • • • • * • Húsavík...................... Hove......................... Innisfail ................... Kandahar .................... Kristnes..................... Keewatin..................... Leslie....................... Langruth .................... Lundar .................... . Markerville ................. Nes.......................... Oak Point.................... Otto, Man.................... Poplar Park.................. Piney ....................... Red Deer .................... Reykjavík.................... Riverton .................... Silver Bay .................. Swan River.............. .. .. Selkirk.................... Siglunes................... Steep Rock .................. Stony Hill, Man.............. Tantallon.................... Thornhill.................... Vfðir...................... Vogar ....................... Vancouver, B. C.............. Winnipegosis................. Winnipeg Beach............... Wynyard...................... .. F. Finnbogason .... J. B. Halldórsson .. .. Magnús Tait .. G. O. Einarsson .. Sigtr. Sigvaldason ..... G. J. Oleson ....H. O. Loptsson .... Björn Þórðarson Eíiríkur Jóhannsson Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson . Magnús Hinriksson .. .. Páll Anderson .. .. Ásm. Johnson J. H. Goodmundsson .... ólafur Hallsson . Guðm. Magnússon .. .. John Janusson .. .. B. B. ólson .. .. G. J. Oleson .. Tím. Böðvarsson .. Sig. B. Helgason Jóhann K. Johnson .. Gestur S. Vídal . .. John Kernested . . Andrés Skagfeld Hannes J. Húnfjörð .... S. S. Anderson . .. Rósm. Árnason .. Sam Magnússon ,. Th. Guðmundsson ....Ágúst Eyólfsson ..... Sig. Jónsson Hannes J. Húnfjörð .... PAll E. Isfeld .. Andrés Skagfeld .......Björn Hördal . .. Sig. Sigurðsson . .. S. S. Anderson Hannes J. Húnfjörð ....... Árni Pálsson ... Björn Hjörleifsson .... ólafur Hallsson , .. Halldór Egilsson .. Jón Ólafsson . .. Guðm. Jónssoft ....... Fred Snædat ...... Björn Hördal . .. Guðm. ólafssoi Thorat. J. Gfslason . .. . Aug. Einarsson .. .. Guðm. Jónssoa .... Mrs. Anna Harvey . .. August JohnsoB . .. John Kernested . .. F. Kristjánsson I BANDARÍKJUNUM: Ákra .....................................Jón K. Einarsson Blaine, Wash................................ K. Goodman Bantry..................................... E. J. Breiðfjörð Cavalier ............................. Jón K. Einarsson Chicago...................................Sveinb. Árnason Edinburg..............................Hannes BjörnssoB Garðar...................................S. M. Breiðfjörð Grafton....................................Mrs. E. Eastman Hallson .. ............................ Ivanhoe.....................................G. A. DalmaúB Miltoc......................................F. G. Vatnsdal Mountain................................Hannes Björnssoft Minneota...................................G. A. Dalmans Pembina...............................Þorbjörn Bjarnarson Point Roberts.......................Sigurður Thordaraoa Seattle, Wash.........J. J. MiddaJ, 6723—21st Ave. N. W. Svold ...................t............ Jón K. Einarsson Upham..................................... E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.