Heimskringla - 05.08.1931, Qupperneq 3
WINNIPEG 5. ÁGÚST 1931
HEIMSK.RINGLA
3. BLAÐSÍÐA
sagði. að menn ættu að gjalda
guði samvizku sinnar það, sem
honum bæri, hvað sem keisar-
anum liði. Þessir menn kunna.
að vera svo óh'kir innbyrðis, að
þeir stefni í allair höílöáttir
heims, og langar leiðir frá höf-
undi orðanna, en það er sama
þensluaflið, sem rekur þá á-
fram.
Endurminningar
Eftir Fr. Guðmundsson.
Frh.
Eg gat um sæluhússbygging
una við Jökulsá á Fjöllum, en
það er mjög merkur minnis-
varði á minni æfileið, jafnvel
þó húsið sé engin höll; eg held
það sé 20 fet á lengd og 12
fet á breidd. En það er úr
grjóti og bygt á bjargi. Nú er
kofi þessi 50 ára gamall, og
getur vel hafa sparað mönn-
um og hestum líf og heilsu.
Þó er það einkum annað, sem
eg hafði í hyggju, að það var
sem bygging þessi tylti’ mér á
tá, svo alment væri farið að
veita mér meiri eftirtekt sem
efnilegri viðbót í mannfélagið.
Vegur minn hafið vaxið við
byggingu þessa, af því að amt-
ið hafði trúað mér fyrir fram-
kvæmdinni. Og nú kemur það
sem mest var í varið, eg fékk
sjálfur meira álit á mér, en var í
fyrstunni hálfhræddu rvið að
ráðast í þetta stórvirki. En þeg-
ar það var búið, og allir hlut-
aðeigendur voru ánægðir, þá
fanst mér eg vera orðinn fær
í flestan sjó, og trúnaðarvin-
ur amtmannsins, Júlíusar Hav-
steen.
Um sumarið kom amtmaður
að Grímsstöðum til foreldra
minna og spurði strax eftir
mér; en honum var sagt, að eg
væri á engjum, en kæmi bráð-
um heim, af því kvöld var
komið; og þegar eg kom heim
þá mætti hann mér úti á hlaði
Hann var í einkennisbúningi.
og eg get ekki neitað því, að
mér hnykti við sem snöggvast
að sjá þessa gullumgerð 4
manninum; en það var ekki
lengi, því að hann var hvort-
tveggja, fallegur maður, og svo
bróðurlegur í viðmóti. Hann
var búinn að skoða sæluhúsið
við Jökulsá, og hrósaði mér
fyrir alt, sem að því laut. En
hann gerði meira. Þegar við
vorum komnir inn í stofu og
farnir að tala meira saman,
þá segir hann við mig. að eg
eigi að fara á Möðruvallaskól-
ann. Eg sagði honum að mér
hefði dottið þetta í hug, en
væri samt á báðum áttum með
það. Honum hefir víst sýnst
eg vera einurðarlítill, því hann
bauð mér að hann skyldi tala
úm þetta við föður minn. En
eg sagði honum eins og var,
að enginn ætti betri föður, og
hann myndi sízt standa á móti
því, enda gæti eg sjálfur borg-
að fyrir mig óinn vetur á
skóla. Svo féll það mál niður.
En segja verð eg dálitla sögu
sem gerðist í sambandi við
þessa heimsókn amtmannsins;
en hann gisti hjá okkur um
nóttina, en var hins vegar á
ferð austur á Seyðisfjörð.
Það var ein af höfuðreglum
gestrisninnar á þeim árum, að
taka bezta reiðhestinn á bæn-
um og ríða vel á veg með
heldri mönnum, sem heimsóttu
þannig. Faðir minn var lasinn,
eins og mörg seinni ár æfi sinn
ar, og var því illa fær um að
fylgja amtmanni til næsta bæj-
ar, þegar hann lagði af stað
morgunin neftir. Það féll því
í minn hlut, og veit eg að mér
hefir fallið það betur en að
standa við orfið. Veðrið var
skínandi sólfagurt, lygnt og
blítt, vegurinn góður, en leiðin
löng austur í Víðidal. Það þurfti
ekki annað en að sjá Júlíus
Havsteen; hann bar það með
sér> að hann var greindur mað-
ur; og það minnir mig að hann
hefði fyrstu einkunn úr lög-
fræðisskóla, og á þessum tíma
var hann búinn að afla sér
mikillar reynslu, sem embættis-
maður, heimilisfaðir og borgari
í mannfélaginu. Nú lá vel á
honum. Hann var í indælasta
veðri úti í frjálsri náttúrunni
uppi á Hólsfjöllum. Fylgdar-
maður hans var laust á undan
með nokkra hesta, sem hafðir
voru til skiftanna, og sjálfsagt
með ferðakistur, þar sem geymt
var koníak, romm og kampavín
til hressingar og upplífgunar,
T I M BUR
KA UPIfí
AF
The Empire Sash & Door Co, Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA
A Thorough School! -
The “Success’’ is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In; twenty-one years, since the founding of the “Suc-
cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi-
mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this
College. The decided preference for “Success’’ train-
ing is significant, because the Icelanders have a keen
sense of educational values, and each year the numbei
of our Icelandic students show an increase.
•
Day and Evening Classes
OPEN ALL THE YEAR
The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTONSTREET.
PHONE 25 843
ef holdið girntist ,og pela höfð
um við í vasanum, en það var
bara kombrennivín; og það lá
svo Ijómandi vel á okkur, og
mér fanst við vera orðnir jafn-
ingjar; já, að minsta kosti það.
Eg hálf furðaði mig á því, hve
amtmaðurinn var annað slagið
barnalegur. Hann sá alt í einu
gras eða stein ,sem hann vildi
fara að tala um. Það sem eg
; sá á hverjum degi. og þótti
I ekkert vænt um; og svo komum
við þar að, sem ljónslappar-
toddi óx í litlu halli öðrumeg-
in við götuna. Þá misti eg hann
af baki. Hann gekk að toddan-
um og snerti litlu blöðin blíð-
lega, eins og það væru sár-
j þjáðir sjúklingar, og svo lyfti
hann blöðunum ofurlítið upp
að framan, til þess að sjá lit-
armunninn, ljósgráu eða silfur-
litu hliðina; svo lyktaði hann af
kollinum og dáðist að fegurð-
inni. Þar voru líka Máríustakk-
ar að þamba sólarljósið og mála
blöðin sín. — Hann kraup og
þagði um stund; eg held hann
hafi verið að lofa guð og þakka
honum. Og hann ljómaði af
gleði, þegar han ngekk aftur
að hestinum og steig á bak. —
Mér var orðið vel við þenna
mann áður, en eg elskaði hann
eftir þetta. Það hittist líka svo
á, að mér þótti ekki eins vænt
um nein blóm eins og ljóns-
löpp og Máríustakk, sem bygðu
oft sömu stöðvar á mínum
æskuheimilum. Eg hafði áður
hugsað mér, að háttstandandi
embættismenn stæðu að minsta
kosti með höfuðið upp úr því.
sem við alþýðumennirnir vær-
um að glápa á og héldum mest
upp á. En nú sá eg inn á önn-
ur hugarlönd. Þeir ekki einung-
is sæju það sama, heldur sæju
það á miklu fullkomnari hátt,
nytu miklu meiri dygðarbirtu
af fegurð náttúrunnar, heldur
en við smalarnir.
Eg sá það sjálfur á amtmann
inum. að þetta var ekkert ann-
að en draugaglæta, sem eg
skoðaði náttúruna í. Svo var
eg alt í einu orðinn gramur yf-
ir þekkingarleysinu, og var alt
af að minka og sjá eftir því að
slást í för með amtmanninum
eins og eg væri eitthvað að
bæta hann upp. Eg væri kanske
ekki vitlausari en fylgdarmað-
ur hans, en það væri líka nóg
fyrir hann að hafa einn hálf-
vita í förinni. En þá alt í einu
segir amtmaður við mig á svo
prúðmannlegan hátt: Það verð-
ur lítið úr stofustássinu okkar
kaupstaðarbúa(nn.'a, þegar við
komum til ykkar fjallabúanna,
þar sem ilmur og fegurð nátt-
úrunnar er á hæsta stigi. Eg
sagði að . menn hefðu ekki
neffla hálft gagn af náttúrunni
sökum þekkingarleysis. Hann
sagðist vera mjög ófróður í
grasafræði, en hann sagðist eins
fyrir því njóta yndis af feg-
urðinni og ilminum; og honum
lukkaðist að sætta mig við
þekkingarleysið.
Þegar við komum í Víðidal.
þá var að byrja útför frá því
heimili. Barn hjónanna hafði
dáið fyrir nokkrum dögum o£
átti nú að jarðsyngja það. —
Þetta atriði lýsir nokkuð ljóst
fréttasambandinu uppi í strjál-
bygðum sveitum á þeim tíma
sem hér um ræðir. Barn deyr
á næsta bæ við okkur, líkið
stendur uppi í nokkra daga.
eins og alvanalegt var, og þenna
dag á að jarðsyngja það, og
við höfðum ekkert af þessu
frétt. Bæjarleiðin á milli mjög
löng, um 8 mílur enskar. En
allra mest voru það heyannirn-
ar, sem fyrirmunuðu alt ónauð
synlegt ráp á þeim tíma ársins
Hins vegar hefði gagngert ver-
ið sent með andlátsfregnina. ef
annaðhvort hjónanna hefði lát-
ist.
Það lýsir og hjartalagi Júlí-
usar amtmanns, að ekki vildi
hann fara framhjá þegar þann
ig stóð á. Honum hefir fundist
það óþolandi hluttekningar-
leysi og lítilsvirðing, þó hann
ekki þekti fólkið neitt. Mig
minnir að presturinn við þessa
athöfn væri séra Þorleifur á
Skinnastað, á heimleið frá
Seyðisfirði. — Okkur var fylgt
inn í baðstofu; þar var alt
hreinlega um gengið og við-
feldið. Líkkistan litla stóð inni
í hjónaherberginu undir opn-
um glugga og alt var undirbú-
ið. Eg var beðinn að byrja söng
inn. Lagi ðkunni eg reiprenn-
andi og hóf sönginn angurblítt
o gtitrandi af hluttekningu með
konunni, sem átti svo bágt á
þessum augnablikum. En eg
hafði þá gleymt laginu í þess-
um raunalegu stellingum. Samt
hélt eg áfram til þess að koma
í veg fyrir sársauka, og reyndi
að vera nærgætinn og blíður f
rómnum; en enginn reyndi að
syngja með mér? Hann fer að
raula með mér og gaf mér
hugrekki til að yrkkja lagið
jafnlangt versinu. Á næsta
versi náði eg réttu lagi og alt
gekk slysalaust sem eftir var.
Þega rvið vorum komnir út
hældi han nmér fyrir það að
hafa haldi ðáfram, og sagði aö
lagið hefði verið býsna lag-
legt.
Frh.
R. J. D.
Mér hefr verið bent á að
R. J. D. sé í Lögbergi að snussa
við mér. En er það ekki von?
Hún líklega veit að eg er blind-
ur og öllu óhætt. Eg veit a?
hún átta rsig á því auminginn
að eg er að skrifa mfnar end-
urminningar, en ekki hennar
Svo þegar hún skrifar sínar.
þá bera þær eins og gull af eiri.
verða fullkomnari fyrir gall-
ana á mínum. Svo mér finst
nú, að við ættum að vera kunn-
ingjar. Við lesendur blaðsin?
hefi eg það að segja, að fyrr
vísan, sem R. J. D. finnur að
vitnar með mér sjálf. Hún hef-
ir seinni partin nsvo:
“Flaskan svarta sigrar mig,
seims og bjarta gerður.’’
Ekkert skáld hefði gengið
svo frá vísunni, að hafa flösk-
una svarta í fyrri hendingunni
en bjarta í seinni hendingunni.
Og auðséð er á hverju þeir vill-
ast, sem hafa vísuna svona- að
þeir halda að seims gerður sé
kvenkenning, eins og t. d.
seymagerður; en það eyðilegg-
ur hugsun skáldsins á þessum
stað. Flaskan inniheldur alkó-
hól til mannsins, en konan ást
til hans.
Eg lærði seinustu hending-
WINNIPEG TEIÐ — 100% CANADISKT. — Á-
BYRGST AÐ VERA BETRA EÐA JAFNGOTT
HVERRI TE-TEGUND SEM UM ER BÚIÐ OG
INN ER SENT ANNARSTAÐAR FRÁ.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG
CANADA
una þannig: “seims óbjarta
gerður”, og þá er flaskán sjálfri
sér samkvæm: altaf óbjört.
R. J. D. eignar skáldinu Bald-
vini Jónssyni þessa vísu: “Héð-
an frá þó hrekjast megum’’; og
það er aðal ástæðan til þess að
eg tók þetta andkalda greinar-
korn til umtals. Þegar eg í vet-
ur tilfærði þessa vísu sem einn
af gimsteinum, sem alþýðumenn
hafa lagt þjóðinni til, þá fanst
mér ekkert nauðsynlegt að
nefna höfundinn annað en
Þingeying.. En höfundur þess-
arar vísu var Sigurbjörn Jó-
hannsson á Fótaskinni. Og af
því mér er vel kunnugt um
þetta, þá líð eg engum ómót
mælt að hnupla vísunni handa
öðrum, ef það kemur til minna
eyrna, því mér er hægt að
sanna mitt mál á þessum stað.
R. J. D. neitar því, að séra
Björn í Laufási hafi ort vísuna:
“Þar skall hann Pétur’’. Og hún
segir, að svo mikil norn hafi
hann ekki verið. — Var maður-
inn nokkuð verri fyrir það, þc
hann gæti gert að gamni sínu
Séra Jóhann Ingjaldsson í Húsr
vík samdi ofurlítið ljóðakver, er
hann kallaði “Aldaskrá’’, og
sendi það séra Birni í Laufási
til umsagnar. Þá skrifar Björn
honum til baka þessar vísur:
“Þó mér líki þessi stíll,
því hann er stirður eins og fíll;
á einu vil eg þó eiga von,
exemplari Björn Halldórsson,
til að hryggjast af heimskunni.
herra prestur í Laufási.’*
Og þessa vísu seinna:
Óskast þess að Aldaskrá á ísa-
fróni
út komi frá aftur Jóni
Ingvaldssyni hempuþjóni.
Er nú ekki séra Björn í Lauf-
ási sjálfur a ðsanna það með
þessum vísum, að hann var fær
um að gera að gamni sínu þeg-
ar Pétur amtmaður dó, jafnvel
þó hann hafi kunnað að meta
kosti hans eins og hver annar?
Og þetta alt án þess að verða
fyrir nokkru nornarheiti.
Alt er þetta röksemdalaust og
ástæðulaust hjá R. J. D.
Svo skal eg muna það að R.
J. D. kann þetta vers: “íslands
er hetjan nú hnígin í valinn’’,
af því mér finst það hafa verið
aðalerindið að sýna það.
Fr. Guðmundsson.
FRÁ ISLANDI.
Líkneski Hannesar Haf-
stein.
Rvík 1. júlí.
Forsætisráðherra hefir sent
bæjarstjórn bréf, þar sem hann
skýrir frá því, að hann fallist
á það að líkneski Hannesar
Hafstein verði reist á stjómar-
ráðsblettinum, þar sem líkneski
Jóns Sigurðssonar stendur nú.
Jafnframt er mælt svo fyrir að
líkneski Jóns Sigurðssonar
verði reist á Austurvelli, þar
sem nú er líneski Alberts Thor-
valdsens, en það líkneski verði
flutt suður í skemtigarðinn hjá
tjjörninni. Veganefnd hefir haft
mál þetta til athugunar, og
leggur til að bæjarstjómin heim
ili þessa breytingu og kosti flutn
inginn á líkneski Torvaldsens
suður í Tjamargarðinn- ef til
kemur.
Mbl.
The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr-
ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega
og fljótt og vel af hendi leyst Látið oss prenta bréfhamsa
yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta.
Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi.
THE VIKING PRESS LTD
j 853 SARGENT Ave., WINNIPEG
í
^ Sími 86-537
3
I