Heimskringla


Heimskringla - 05.08.1931, Qupperneq 6

Heimskringla - 05.08.1931, Qupperneq 6
6 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINQLA WINNIPEG 5. ÁGÚST 1931 Veróníka. “Já, mér þótti væ-.t um hann”, mælti hann. “Mér var farið að þykja of vænt um hann til þess, að mér tæki ekki sárt að sjá hann eins og hann var”. “Það vildi eg, að hann hefði verið kyr”, hraut fram af vörum hennar, án þess að hún gæti að því gert. “Burchett” —rödd hennar skalf, — “eg er ásökunarverð. En eg get ekki sagt yður frá því. En — en ef þér getið hjálpað mér til þess að komast eftir hvert hann hefir farið. Ef þér gætuð sent honum einhver skeyti! Haldið þér, að þér getið það ekki?” Hún var með grátstaf í kverkunum og tár í augunum. Burchett hristi höfuðið alvörugefinn. “Nei, ungfrú Veroníka. Hann mintist eitt- hvað á Ástralíu, en honum hefir hæglega getað snúist hugur. O ghvað skeytið snertir —” Hann hristi aftur höfuðið. “Það get eg ekki heldur. Og þó að eg gæti —” Hann þagnaði, en lagði áherslu á síðustu orðin. En hún stokkroðnaði. “Þér vilduð ekki gera það? — Þér skiljið þetta ekki. Og eg get ekki sagt yður frá því. Góða nótt”. — Hún þagnaði. “Mér þykir vænt um, að yður féll vel við hann og létuð hann fá peninga, Burchett. Góða nótt!” Hún var farin áður en hann gæti sagt neitt og hann fylgdi henni ekki til dyra. Hún gekk hratt gegnum rjóðrið. En er hún kom að kjarrskógimum er lá að gras- flötinni, heyrði hún fótatak. Hún nam stað- ar ,dró hettuna neðar og stóð svo hálf-hulin á bak við runna. Hún heyrði að fótatakið leið eftir grasflötinni og brátt kom hún auga á Talbot. Henni fanst ekkert undarlegt við það, þótt hann fengi sér síðdegisgöngu. Hún beið svo þar til hann var kominn framhjá, svo hélt hún áfram og heim. Gegndarleysið og óhófið, íburðarmiklu húsgögnin og alt er mætti augum hennar í herbergi hennar gerði hana æsta í skapi. Hún var sællífiskvendi, þar sem Ralph, maðurinn er unni henni, varráfandi einhversstaðar úti í víðri veröld. iStolt! Hvar var stolt henn- ar, ef hún gat þolað slíkt líf? Enginn þræll gat verið snauðari að virðingu fyrir sér en hún, ef hún þægi fórn þá, er Ralph vildi færa, og héldi áfram að lifa á Court. Án þess að bíða eftir Goodwin, afklæddi hún sig og gekk til sængud. En henni varð ekki svefnsamt. Ásakanir samvisku hennar létu hana ekki í friði — Ralph tapaður. Hún bylti sér þreyjulaus í rúminu. Alt í einu fann hún brunalykt, alvek eins og verið væri að brenna föt. Hún settist upp og hlustaði. Heyrði að dyr voru hljóðlega opnaðar. Var kviknað í húsinu, eða hvað? Hún fór á fætur. opnaði hljóðlega dyrnar að herbergi sínu og heyrði þá þau orð, er fóru á milli Talbots og þjóns hans. Eins og áður, er hún sá Talbot á grasflötinni, fanst henni einnig nú það ekki vera neitt óeðli- legt þó að hann væri að brenna eitthvað á þessum tíma nætur. Hann var starfsmaður mikill og er hann var á Court, þá var hann oft starfandi við skriftir eða lestur fram á nætur. Hún fór affcur til hvílu sinnar og lét sér nægja skýringu Talbats. Hún lá svo vak- andi í rúminu og rifjaði upp fyrir sér útlit og málróm Ralphs. Það fór að elda aftur, og er fuglarnir tóku að syngja var henni hrygð hennar óbærileg. Hún átti brátt að ganga til morgunverð- ar, borða af óteljandi diskum, hafa fjölda 'þjóna til aðstoðar við borðið — og þetta átti að verða þannig alt hennar líf. Hamingjan góða! En hve þeir dagar mundu langir. Von- andi í sífeilu eftir Ralph en árangurslaust, vissi ekki einu sinni hvort hann væri á lífi. “Eg get það ekki! Eg get það ekki!”' sagð hún við sjálfa sig. “Eg mundi deyja af smán. Slíkt líf væri mér svívirðing. Mitt fyrra líf væri mér margfalt betra.” Hún hætti, því að hugsun sú, sem orð hennar höfðu vakið í huga hennar, greip hana með töfravaldi. Hvers vegna skyldi hún ekki varpa frá sér öllu óhófinu, fjötrunum, og hverfa til síns fyrra lífs? Hvers vegna átti hún ekki að elta Ralph og taka þátt í kjörum hans? Hugsunin setti blóðið í hreyf- ingu í æðum henni og brá upp birtu fyrir augum henni, er hún sá í gegnum ógrátin tárin. Hún sá í hugsa sér þá erfiðu ieið, er hún átti fyrir höndum. en vonarstjarnan skein við enda hennar. Finna Ralph, sjá hann aftur!” Hún stökk fram úr rúminu og fór að klæða sig. í einum fataskáp héngu gömlu og snjáðu fötin hennar, er hún hafði komið að Court. Hún fann þau og fór í þau. Svo skrifaði hún bréf og reit utan á það til jarlsins. Hún lagði það síðan á borðið og gimsteinana og djásnin öll, er jarlinn hafði gefið henni, hjá því. Hún hvolfdi peningunum úr pyngju sinni og taldi þá. RI 1 FI/CkjH Abyrgðin er yðar trygging lOSisecooseeðssososeceeoQðseoðoraeocissosoooððCioseoðQcoi. Til allrar hamingju hafði hún alveg ný- skeð hafið ársfjórðung eyðslufé sitt. Aulc þess átti hún nokkur pund frá síðasta árs- fjórðungi, svo að hún var allvel stæð pen- ingalega. — Miklu betur stæð en Ralph. Hún hugsaði lengi um, hvort hún gæti tekið pen- inga með sér. Þar sem henni voru greiddir þeir sem nokkurskonar laun, þá ákvað hún að hirða þá. Hún bjó svo það allra nauð- synlegasta í lítinn böggul, og í lélegustu föt- unum sínum opnaði hún dymar og hlustaði. Goodwin var á stjái í næsta herbergi. Annars var alt kyrt í húsinu. Hún læddist ofan stigann með böggulinn í hendinni og opaði útidyrnar mjög hljóðlega. Hún nam staðar í bili og horfði í kringum sig. Henni hafði þótt mikið koma til þess mikilfenglega húss, verið stolt af hverjum depli í því, en það stolt var horfið. Henni fanst það nú engu líkara en fangelsi og hún yfirgaf það án þess að henni þætti fyrir að sjá því á bak. Svalur blærinn mætti henni og snerti huga hennar. Hún gekk niður breiðu gang- stéttina og var á leiðinni yfir grasflötina út á þjóðveginn er hún mundi eftir Sally. Henni þótti fjarska vænt um þessa tryggu uppáhalds skepnu sína. Og það mundi aðeins tefja hana eina eða tvær mínútur að “kveðja” hana. Hún fór inn í hesthúsið, þar sem Sally var. Hryssan sperti eyrun og hneggjaði er hún heyrði fótatak Veroníku. Veroníka tók utan um makkan á henni, hélt honum í hand- arkríka sínum og strauk henni um kjálkana og flipann. Sally nasaði að henni og nartaði í fötin hennar. Veroníka beygði höfuðið á Sally niður og hvíslaði kveðjuorðum í eyra henni. “Mér fellur þungt að yfirgefa þig, Sally.” sagði hún lágt, “en eg ætla að fara til annars- er þykir enn vænna um mig en jafnvel þér.” í>essi hugsun gaf lienni byr undir báða vængi. Hún gekk út úr hesthúsinu, fór hratt yfir skemtigarðinn og hélt til stöðvarinnar. Hún vissi, að snemma þessa morguns átti lestin að fara til markaðarins. Er hún kom þangað, voru þar alimargir bændur og bænda konur, með körfur á handleggjunum. Þær virtust ekkert hissa á því að sjá Veroníku svona snemma á ferli. Veroníka kinkaði kolli til þeirra, eins og alt værí með feldu. Án þess að sjá nokkuð í skildinginn tók hún einn besta klefann og var auðvitað ein um hann. Henm varð það ekki ljóst fyr en hún hafði yfirgefið lestina, að hún hafði séð á bak allsnægtunum neydd til að hafa ofan af fyrir sér sjálf. En, því var ekki þann- ig farið. Var hún ekki lögð af stað til þess að finna Ralph og hjáipa honum í baráttu lífsins? Hún hló lágt og roðnaði um leið og hún hugsaði til þess hvernig hann myndi útlits er hann sæi hana, hvað hann myndi segja, er hún fyndi hann og legði hönd sína í hönd hans og segði: “Eg kom á eftir yður, Ralph, af því að eg fann svo vel, að eg gat ekki lifað án yðar. Nú er eg hjá yður og þér sleppið mér ekki.” Tálbot fór á fætur með morgunsárinu. Hann hafði legið andvaka og starað á vegg- inn. Það var eins og viðburðurinn í skóg- inum væri þar uppmálaður. Ásjóna myrta mannsins gægðist til hans frá vegnum. End- urrómúr dauðahryglunnar barst að eyrum honum úr hverju horni herbergisins. Bonum var næst skapi að fara ekkert á kreik úr herberginu, forðast alla. En hann vissi, að ef hann hagaði sér á einhvern hátt öðruvísi en venjulega- gæti það vakið eftir- tekt og grunsemi, og því reynst hættulegt fyrir hann. Hann hringdi því á Gibbon. Gibbon kom inn, hijóður og undirgefinn eins og hann átti að sér. Honum varð allra snöggvast litið á föla andiitið á húsbcnda sínum. “Baðið er til, herra.” Þannig var hið fastskoraða orðatiltæki hans við slík tækifæri. En hann bar það fram hljómminna en venju- lega. “Þakka,” mælti Talbot. Hann horfði í kringum sig er Gibbon fór að iagfæra frá kvöidinu áður. “Eg er smeykur um, að þér finnið fötin mín fremur illa á sig komin. Eg lenti í ófæru í skóginum í gærkvöld og datt. Þér megið eiga þau, en náið í önnur handa mér.” Þegar Gibbon rendi augunum eftir mold- ugu fötunum, brá fyrir ánægjuglamapa í þeim. “Þakka yður, herra,” mælti hann þakk- látlega. “Á eg að fara til borgarinnar nú í dag?” “Hvað? Nei, eg man,’ svaraði Talbot. '‘Það er ef til vill betra, að þér farið hvergi. Skeð getur, að eg leggi sjálfur af stað til borgarinnar einhvern tíma í dag og þurfi þá á vður að halda.” “Já, herra,” svaraði Gibbon með djúpri lotningu. Hann hélt svo á fötunum úr oc lét þau óburstuð og að öllu leyti óhreyfð á kistubotn sinn. Talbot fór niður til að snæða morgunverð. Veroníka var þar ekki fyrir. “Er ungfrú Veromka ekki komin á fætur?” spurði hann. “Nei. herra,” svaraði kjallarameistarinn, “ekki enn þá. Hún vill ef til vill borða í herbergi sínu. Eg ætla að senda til að spyrja að því.” Talbot settist sv oað borð- inu og neyddi sig til að borða en hann kom varla neinu niður, hver biti ætlaði að kæfa hann. Hann drakk hálf an bolla af tei og gerði svo aðra atrennu en hann kom engu niður. Svo stóð hann upp frá borðum og fór að lesa bréfin sín. Meðan hann var að því, kom Gibbon inn. “Hans hágöfgi óskar að tala við yður, herra”, mælti hann. Talbot hrökk við og horfði í litlausa and- litið á Gibbon. “Langar til að tala — hvað er það,. hvað? Eg á við — vissulega, vissu- lega”. Gibbon lyngdi augunum, opnaði dyrnar hævensklega og Talbot fór upp á loft td jarlsins. Jarlinn sat uppi í rúminu. Hann hélt á opnu bréfi í hendinni. “Goðann daginn, Talbot”, sagði hann hásum rómi. Mér þykir leitt að hafa ónáðað þig við morgunverðinn, en það hefir dálítið komið fyrir.” Talbot var enn fölari. “Dálítið komið fyrir?” endurtók hann hásum rómi. Jarlinn horfði á hann undrandi. “Já, þú virðist vera æstur í skapi. Veistu nokkuð um þetta. ef eg má spyrja?’ “Eg! eg! Hvenig ætti eg að vita nokkuð um það"” mælti Talbot ör í bragði og meö dálitlum sjálfsþótta blæ. “Eg fór snemma að hátta í gærkveldi. Gibbon getur sagt þér hvenær — nei, og lét hann fara að hátta, eg m.an það núna. Eg — eg — hvað er þetta, herra?” Jarlinn einblindi á hann köldum rann- sóknaraugum. “Það er ekki mjög mikils- varðandi”, mælti hann átillilega. “Það er ekki annað en að Veroníka er alfarin frá Court.” “Veroníka — alfarin frá Court!” “í guðanna bænum, endurtaktu ekki orð mín eins og páfagaukur”, mælti jarlinn, þó ekki reiðulega en með ískaldri fyrirlitningu. “Það er eins og eg segi — hún er farin. — Hún fór í morgun eða í nótt sem leið — eg veit ekki hvort heldur. Eg býst þó við, að það hafi verið í morgun. Þetta bréf og gim- steinarnir, er eg hafði gefið henni, lágu á borðinu hjá henni”. Hann leit á bréfið. “Hún er ekki margorð. Bréfið er dásam- lega samið. Eg ætla ekki að lesa það fyrir þér — eg les ekki vel og bréfið nyti sín því ekki. Aðalefni þess, er, að hún segist vera orðin leið á þessu háða og ófrjálsa lífi, og hún ætli sér að lifa lífi sínu — að mig minn- ir í heiðvirðu og dáðríku starfi”. “Hvers vegna fór hún?” spurði Talbot er nú hafði náð sér að fullu. Jarlinn ypti öxlum. “Skiftir það nokkru máli? Ástæður kvenna eru sjaldnast veiga- miklar. Hún er farin og það er nóg. Auð- vitað breyti eg erfðaskrá minni. Það er ekki nema þér í vil, að Veroníka yfirgaf Court —- og eg — þú færð Wagneford og eignir mínar”. Talbot kafroðnaði og augu hans leift- ruðu. “E" — eg —”, stamaði hann. “Nei -crtu ekkert að þakka”. sagði jarl- inn kuk’qlega, um leið og hann hallaði sér aftur é bak á koddonn. “Ef þú finnur þig vera í þakklætisskuld við einhvern, þá er það Veroníka, sem hefir svo að segja ánafn- að þér þetta. Viltu gera svo vel, að segja þjóninum mínum að finna mig?” Talbot fór út. Blóðið ólgaði í æðum honum. Hamingjusól hans stóð í hádegis- stað. Vibjóðslega varmennið hann Datway var úr sögunni, Veroníka lækkuð í sessi og hann sjálfur var —. Hann hló ánægjuhlátur með sjálfum sér, en hláturinn hvarf af vörum honum er hann mætti Gibbon í stiganum. “Sendið hans hágöfgi þjóninn hans”, mælti hann. Gibbon færði sig fast upp að vegnum til þess að lofa húsbónda sínum að fara fram hjá sér. Hann lygndi augunum og tautaði fyrir munni sér: “Já, herra”. XXII. Kapítuli. Fanny Mason frétti morguninn eftir, að Ralph væri farinn, er hún kom til kofans til að taka til. “Farinn,” hljóðaði hún upp yfir sig star- andi á Burcbett og náföl. “Eg sá hann í gærkvöld með bagga á bakinu, en eg hélt að hann væri á leiðinni til borgarinnar. Eg hugsaði ekki —” Hún sneri sér við til þess að ekki sæist framan í hana. “En hvað var það, sem kom honum til að fara, og það svo skyndilega. Burchett?” “Það kemur honum við, en ekki mér né þér,’ ’svaraði hann hálfbrystur. Henni leið illa. En það var stolt hennar en ekki ást sem var sært. Slíkum konum sem henni er ekkí gefið að elska heitt og innilega. “Ef eg hefðf vitað að hann var að fara, þá hefði eg talað við hann og ef til vill —” Hún hikaði og beit á vörina. “Ekkert orð af vörum bínum hefði haldið honum. Hann fór í áríðandi erindum,” mælti Burchett. Hann var að fara frá kofanum er Talbot kom eftir rjóðrinu. Hann var hraustlegur útlits. Fölleikinn var horfinn úr andliti hon- um og augu hans tindruðu. Honum hafði alt gengið að óskum, og nú átti hann eftir að heyra enn fleiri góðar fréttir. “Góðan daginn, Burchett,” mælti hann. “Eg gekk hingað til þess að fá að vita hvem- ig fuglunum liði. Mér hefir komið til hugar að við hefðum bráðlega veiðiför.” “Það lítur vel út með þetta, herra,” svar- aði Burchett. “Veiðiför? Eg verð þá að fá mér einn eða tvo aðstoðarmenn. Eg hefi alveg nýskeð séð á bak ágætum manni. Ralph er farinn.” Talbot lét á engu bera. “Einmitt það,” mælti hann. “Óánægður, býst eg við. Hann er víst annars efnilegur. Hvert fór hann? Fengið sér aðra stöðu?” “Nei, herra. Eg held að hann hafi ætlað til Ástralíu. Þaðan kom hann.” Talbot létti í huga. Hamingjusól hans var í hádegisstað og forlagadísin virtist með einu handtaki hafa gert brautir hans beinar. Bur- chett ætlaði að bæta einhverju við, en þagn- aði. “Þér vilduð ef til vill gera svo vel að segja Veroníka, að eg skuli senda henni jurtaræturnar, sem hún bað mig um," mælti hann. “Eg get gert það í dag.” Veroníka hafði undanfarna daga haft mikið dálæti á nokkrum villijurtum er voru í nánd við kofann. Talbot kinkaði kolli. “Þér þurfið ekki að gera yður ómak þess vegna. Ungfrú Vero- níka er farin frá Court. Hún fór í heim- sókn og verður burtu nokkuð lengi.” Burfchett tók til húfunnar og gekk burt. Talbot var á leiðinni á eftir honum, er Fanny kom fram í dyrnar. Hún var lagleg. Sól- skinið féll á andlit henni og gullna hárið hennar. Það var roði í kinnum henni. því að brottför Ralphs hafði komið blóði hennar í hreyfingu. — Og Talbot var nú í því skapi að dást að henni. Venjulega var hann seinn að verða fyrir áhrifum. “Góðann daginn,” mælti hann þýðlega. “Þér eruö Fanny Mason, er ekki svo?” “Jú herra,” mælti Fanny kafrjóð af á- nægju yfir því, að hinn mikli Talbot skyldi gefa henni gaum. “Já, jú, eg man eftir því. Auðvitað. Eg man eftir yður er þér voruð lítil stúlka. Þér voruð ljómandi falleg þá undir eins. Þá lék- um við okkur sarnan, er við vorum litlir krakkar. Eg hefi ekki séð yður upp á síð- kastið, en það er af því, að eg er svo sjald- an á Court. En hvað það er heitt. Eg held að það sé best að eg komi inn og hvíli mig stundarkorn.’ Hann fór inn í kofan og settist niðu-'. Hélt svo áfram að tala við hana meðan hún var að vinna. Að sleppa við þetta, gerði Talbot ánægð- an með sjálfan sig; hann hafði yndi af stúlk- unni og jafnvel loftinu, er hann andaði að sér. Alt í einu bað hann Fanny um glas af vatni. Hún bar honum glas af mjólk og um leið og hann tók við því, horfði hann framan í hana með brosi, er kom hjarta aum- ingja Fanneyjar í loga. Og þar sem það var dálítið sært af burtför Ralphs, þá var það ekkert kraftaverk að hremma hjarta hennar. Talbot reyndist það því auðvelt. (Frh. á 7 bls.)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.