Heimskringla - 30.09.1931, Page 1

Heimskringla - 30.09.1931, Page 1
DYERS & CLBANBRS, LTD. ..fl.OO SPECIAL, Men's Sults Dry Cleaned and Pressed ........... Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ----Jl.00 Goods Called For and DellTered Mlnor Repaira, FREE. Phone 37 061 (4 lines) XLVI. ÁRGANGUR. MAKE NO MISTAKES CALL DYERS * CLEANERS, LTD. PHONE 37 061 (4 lines) WENNIPEG MIÐVIKUDAGINN 30. SEPT. 1931. NUMER 1 H. B. SJÓLEIÐIN Báðum skipunum sem fyrir nokkrum dögum lögðu af stað hlaðin af hveiti frá Churchill. Teiddi vel af gegnum sundin. Annað er skamt undan Eng- landi, en hitt er komið út á rúmsjó. Segir í fréttinni af ■þeim, að ferðin hafi hvergi reynst neitt áhættuspil- Henni hafi þvert á móti svipað til sjóferða frá hverri annari höfn í Suður-Canada. Takist nokkr- ar ferðir sem þessar fyrstu er talið víst, að burðargjald á hveiti til Evrópu, eigi eftir að lækka drjúgum. ÁREKSTUR í LOFTINU. Síðast liðinn mánudag hófust til flugs tveir loftbátar frá Camp Borden flugstöðvunum. Áður en langt var farið, rákust loftskip- in á. Vat þá ekki um annað að gera fyrir flugmennina en að hlaupa út úr þeim og láta sig berast með fall-hlífinni til jarðar. En svo ógæfusamlega tókst til, að fallhlíf annars mannsins opnaðist ekki og féll hann steindauður til jarð- ar. Maður þessi hét G. J. Hitchen og var frá Winnipeg. Hann var 23 ára gamall. Hinn maðurinn, Briscoe, frá Chat- ham Ont., meiddist einnig, en ekki hættulega. C. P. R. OG KREPPAN Vegna viðskiftakreppunnar varð C.P.R. félagið að loka viðgerðarverstæðum sí)ium í Weston (í Winnipeg) fyrir skömmu. Fylgdi því sú óham- ingja að um 2000 manns urðu hér atvinnulausir. Skýrslur eru ekki við hend- ina er sýna hvað mikið tekjur félagsins hafa rýrnað á síð- ustu mánuðum. En á fyrra- helmingi yfirstandandi árs, voru tekjurnar 14 miljón dölum minni en á sama tíma árið áð- ur. En reksturs-kostnaðurinn * hafði þó ekki á þessum tíma mínkað nema um rúma miljón. Tekjur C.N.R. félagsins mínk uðu einnig um 21 miljón á þessu áminsta tímabili. Og reksturs- kostnað sinn færði það niður um 8 miljónir. Járnbrautirnar hafa því orð- ið fyrir barðinu á viðskifta- kreppunni. Og afleiðingin af því er sú að félögin hafa á tveimur síð- ast liðnum árum fækkað starfs- fólki allmikið. Hjá C. N. R. félaginu hefir því fækkað um 25,923 manns, en hjá C. P. R. um 18,660, talið til júníloka á þessu ári. Samkvæmt þessu hefir fleira fólki verið fækkað hjá þjóð- brautakerfinu en C. P. R. Hefir þó skoðun margra verið sú. að C. N. R. hafi ekki nærri eins fækkað starfsfólki og C. P. R. Talsvert er nú um það talað, að sameina járnbrautarfélög- in. Óefað hefði það einhvern sparnað í för með sér. í svip hlyti það að verða óheyrileg byrði á landstjórninni að tak- ast rekstur beggja félaganna á hendur. Og sverfur svo að C. P. R. að það vilji selja mieð góðum kjörum? Þetta mál er verið að rannsaka hvaða þýð- ingu sem það kann að hafa. . En þó margt mæli með þvi, að kerfin séu sameinuð, ef þess er kostur, hefir sú samein- ing samt ekki neinar atvinnu- bætur í för með sér, því starfs- fólki hlýtur að fækka við hana en ekki fjölga. FRÁ BRETLANDI Kosningar á Englandi er bú- ist við að fari fram síðast í októbersmánuði. D agurinn hefir ekki verið ákveðin, en alt ber með sér, að þeim eigi ekki að fresta. Talsvert riðl hlýtur að verða á fiokkaskiftingu í þessum kosningum á Englandi. Stjórn- arsinnar þykir víst talið að verði forsætisráðherra Ramsay MacDonald nýlenduritari J. H. Thomas, conservatívaflokkurinn allur, og þeir úr liberal-flokkn- um, sem toll-ákvæði samsteypu stjórnarinnar eru fylgjandi. Stjómar-andstæðingar verða verkamannaflokkurinn og meginið af liberal flokkn- um. Er grunur manna að Lloyd George verði foringi stjórnarandstæðingi, fremur en Henderson, og því forsætis- ráðherra á ný ef andstæðingar vinna. Fjármálaráðherra Phil- ip Snowden kvað vera ráðinn í að taka sér hvíld frá opin- berum störfum og sækja ekki um kosningu. Stjómarandstæðlingar itelja haettulegt, fjárhag landsins, að flýta kosningum og segja að út í þær sé nú lagt vegna þess að það geti sem stendur verið tollmálastefnu stjórnarinnar hagur. Stjórnarsinnar segja aftur á móti, að hættulegt geti verið hag landsins, að stjóm sitji lengi við völd án þess að leita álits kjósenda um það. Tollmálið mun þv aðal málið í kosningunum. GANDHI OG RÁÐSTEFNAN Af gerðum Gandhi á Ind- landsráðstefnunni á Englandi, fara enn sem komið er litlar sögur. Daginn, sem ráðstefn- an var sett, draup honum ekki orð af munni. Það var á mánudag, en þann dag er hann í málbindindi og segir ekki orð. Ætlum vér það ekki af- leitt bindinni, þ. e. a. s. ekki fyrir hann fremur en aðra. Eftir þann dag, fór hann að láta til sín heyra. Eru kröfur hans hinar sömu og fyrum algert, sjálfstæði fyrir hönd Indlands. Fylgjendur á hann færri á ráð- stefnunni en andstæðinga. Hefir hann einnig látið á sér heyra, að hann geri sér litlar vonir um sigur síns málsstað- ar að þessu sinni. Valdi miklu þar um ástandið á Bretlandi, er hugur þjóðarinnar sé allur við. Og ekki bæti það úr skák, að nú séu kosningar fyrir hönd um því þá verði Indlandsráð- stefnunnni frestað þar til þær séu um garð gengnar. En fram- yfir kosningar sé hann óráðinn í að bíða. Gandhi heimsótti nýlega Lancashire bómullarverksmiðjur nar. En þar er iðnaðarrekstur- inn í slæmu ástandi. Er Gandhi kent um það að nokkru leyti, því Indverjar neituðu fyrir hans tillögur að kaupa nokkuð af þessari iðnaðarvöru. Gandhi fór fram á það, að Indverjar fengju leyfi hjá Bretum til að framleiða eða búa til sjálfir fatnað sinn, en það bönnuðu Bretar. Indverjar máttu .ekki koma sér upp bómullarverk- smiðjum og jafnvel ekki spinna eða vefa sér fatnað á heimil- unum, Við þessu snerist Gan- dhi þannig að liann kom ind- versku þjóðinni til að hætta að kaupa bómullar fatnað frá Lancashire - verksmiðjum Breta. Verkamenn í Lancashire bentu Gandhi á atvinnuleysið þar sem afleiðingu af gerðum hans, en Gandhi sagði þeim, að svo slæmt sem ástandið væri á Bretlandi, þá væri það þó ekki nema svipur hjá sjón bor- ið saman við ástand indversku þjóðarinnar. Og henni bæri sér fyrst að sinna. Ef Bretland yrði nú við sjálfstæðiskröfum Indlands, kvaðst hann fús til að varna iðnaðarvöru annara þjóða en Breta inn í landið með svo háum tollum, sem til þess þyrfti að tryggja Bret- landi markaðinn. En meðan það ekki fengist, yrði að sitja við þær ráðstefnanir sem nú væru gerðar. “VIVE LA PAIX” Þessi orð, ‘‘lifi friðurinn’* voru nýlega töluð á Þýzkalandi. Tilefnið var að síðastliðinn sunnudag, fóru þeir forsætis- ráðherra Frakklands, Pierre La- val og utanríkisráðherra Aris- tide Briand, á fund þýzku stjóm arinnar með það áform í huga, að koma á sátt og friði og sam vinnu á milli þessara þjóða, sameiginlegum hag þeirra til velferðar. • Mun “friðarpostulinn’* Briand hafa átt hugmyndina. Var þeim tekið tveim höndum í Þýzka- landi af Bruening kanzlara og Curtius utanríkismálaráðherra. Á fundi þessum var stofnað ráð eða nefnd, skipuð bæði Þjóðverjum og Frökkum, til þess að líta eftir sameiginleg- um hagsmunum beggja land- anna, og halda við og efla frið milli þjóðanna. Er Briand forseti nefndarinnar í ár, en næsta ár á, samkvæmt reglu- gerð þessa ráðs, Þjóðverji að skipa forsetasætið. Á landamærum Þýzkalands og Frakklands eru eins og kunn ugt er kol og járn óþrjótandi. En því aðeins er sagt að sá auður og þeir framleiðslumögu leikar, sem þar erh fyrir hendi, komi að notum, að samvinna sé um það milli þessara þjóða að notfæra sér þann náttúru- auð. En undanfarin ár hefir misklíð verið svo rótgróin á milli þjóðanna, að þeirrar sam- vinnu hefir ekki verið neinn kostur. Og í pólitískum skiln- ingi hefir hvor þjóðin farið á bák við aðra alt sem unt hefir verið. Þessa misklíð á nú að reyna að uppræta. Virðast stjórnir beggja landanna því mjög unn- andi. Og svo þótti þessi ferð frönsku stjórnmálamannanna góð hafa verið, að lýðurinn á Þýzkalandi hrópaði, er þeir héldu heimieiðis: “Briand — Briand — Vive La Paix!’’ LYFIÐ VIÐ MEINUNUM. H. G. iWells, rithöfundurinn alkunni, segist hafa uppgötvað lyf til að lækna kreppuna * í heiminum. Lyfið er þetta: Að lýsa því undir eins yfir að heimurinn sé bráða-gjald- þrota og greiði engar skuldir. Að einum manni sé falið að sjá um útgáfu peninga í heim- inum. Að hætta vopnaburði og stríð- um og öllu þar tilheyrandi; að loka öllum hendiherra-höllum; kasta öllum hergögnum — hvort sem þau heyra til land- sjávar- eða lofthernaði — út í sorphaug, en setja mennina sem að hernaði starfa, á hrepp- inh. Heiminum á að stjórna með alræði, ekki þessá manns eða hins, heldur viti bornustu og mentuðustu manna. GEFUR KOST Á SÉR. Webb borgarstjóri hefir orð- ið við beiðni þeirra, er á hann voru að skora, að gefa kost á sér fyrir borgarstjóraefni í næstu bæjarkosningum. Áskor- unin var undirskrifuð af 12,- 000 kjósendum. SILFURBRÚÐKAUP. Laugardagskvöldið 26. þ. m. var þeim hjónum Mr. og Mrs. P. S. Dalmann haldið heiðurs- samsæti að heimili þeirra 854 Banning St., í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Fyrir samsætinu stóðu nokkrir vin- ir þeirra og vandamenn. Hófst athöfnin með þvi að sunginn var hjónavígslusálmurinn nr. 589. Hafði séra Rögnv. Péturs- son þá orð fyrir gestum með stuttri ræðu. Ávörpuðu þá brúðhjónin þeir séra Rúnólfur Marteinsson, séra Philip M. Pétursson, séra Benjamín Krist jánsson, Carl Anderson og Björn Pétursson, en kvæði fluttu Þ. Þ. Þorsteinsson og Magnús Markússon. Að ræðum og kvæðum loknum söng ungfrú Sigurveig Hinriksson einsöng. Afhenti þá séra Rögnv. Pét- ursson silfurbrúðhjónunum gjaf ir frá gestunum til minja um daginn, “coffee silver service” ásamt 125 dollurum í silfurpen- ingum. Þökkuðu brúðhjónin gjafirnar og gestakomuna. — Voru þá fram bornar veitingar og skemtu gestimir sér við söng og samtöl fram yfir mið- nætti. Þessir áttu þátt í sam- sætinu og voru flestir við- staddir: Misses: — Margrét Dalman, Alma Dalman, Guðrún Thorarinsson, Sig- urveig Hinriksson, Elín Hall, Hlað- gerður Kristjánsson, Margrét Pét- ursson, Jennie Johnson, Guðbjörg Sigurðsson, Emily Anderson, Sarah Sveinsson, Stefanía Eydal, Kristín Thorfinnsson, Beatrice Gíslason, El- ín Hannesson, R^gnheiður Hannes- son, Rósa Magnússon, og Helga Jó- hannesson. Mrs. — Sigríður Thorarinsson, S. Scott, Laura Burns, María Rinn„ Anna Anderson, Gróa Brynjólfsson, Ingibjörg Bjarnason, Filipía Magn- ússon, Sigurlaug Johnson, ' María Björnsson, Dorothea Pétursson, Helga Johnson, Guðrún Thorsteinsson, Mar- grét Sveinsson, Kr. Albert og Flora Benson. Messrs. — Hannes Pétursson, Þor- vaidur Pétursson, ólafur Pétursson, Pétur Jónas Pétursson, Sigurjón Christopherson, örn Thorsteinsson, H. Hannesson, Helgi Johnson, Vigfús Deildal og Magnús Markússon. Mr. og Mrs. — Jón Markússon, Phil. M. Pétursson, Rún. Marteinsson J. P. Markússon, Benjamin Krist- jánsson, Kr. Hannesson, ólafur Pét- ursson, Björn Pétursson, Rögnv. Pét- ursson, Gísli Johnson, Þ. Þ. Þor- steinsson, Thos. Johnston, Halldór Jóhannesson, G. F. Gíslason, Björn G. Thorvaldson, S. S. Anderson, Carl Anderson, Thorl. Thorfinnsson, Fred Thorfinnsson, Friðgeir Sigurðsson, Jónas Johnson, Thorct. S. Borgfjörð, Jón Magnússon, Jón Ásgeirsson, Ja- kob F. Kristjánsson, Ole Oie, A. G. Polson, ölafur ólafsson, Arni J. Jó- hannsson, Sveinn Pálmson og Thor- kell Johnson. GÓÐUR NÁMSMAÐUR. Hjörvajrður Harvard Árna- son, sonur Sveinbjarnar heitins Árnason frá Oddstöðum í Borg- arfirði, er stundað hefir nám undanfarin ár við Nortliwest- ern University í Chicago, lauk 'burtfaraprófi við háskólann í síðastl. júní með fyrstu á- gætis einkunn (95 stigum) sem B. Sc. Aðal námsgreinar hans voru enska og saga, auk þess las hann verzlunarfræði (Business Administration) í tvö ár og stundaði jafnframt nám við listaskóla borgarinn- ar. Hann hefir búið hjá for- eldrum sínum yfir námstímann fram að sfðastl. vetri þangað til faðir hans andaðist en móð- ir hans fluttist hingað til bæj ar, að öðru leyti hefir hann unnið algerlega fyrir sér sjálf- ur. Hann hefir haldið stöðu hjá Halsey Stewart Investment Bankers við veðsöludeildina og er það talin vandasöm staða. Harvey, en svo hefir hann nefnst, meðal skólabræðra sinna, er fæddur hér í bæ 2 4. apríl 1909. Bjuggu foreldrar hans hér um langt skeið og lauk hann hér undirbúnings námi, fyrst við barnaskólann og miðskólann og síðar við fylkisháskólann. — Að loknu burtfararprófinu hefir hann verið að búa sig undir Magi- sters próf í sumar, og er búist við að hann ljúki þvi á næsta vori. Mun hann hafa í huga að undirbúa sig fyrir háskóla- kennarastöðu í framtíðinni. Hkr. óskar honum til hamingju á mentabrautinni. FRÁ ISLANDÍ. Fiskaflinn Frá áramótum til 1. þ. m. var aflinn á öllu landinu: 283.641 skpd. stórfiskur, 104.516 skpd. smáfiskur, 3209 skpd. ýsa og 3580 skpd. upsi, samtais 394. 946 skpd. á móti 419.931 skpd. í fyrra. ísfisksalan. íslenskir togarar fóru nín söluferðir til Englands í ágúst með ísvarinn fisk, og seldu þeir fyrir £836 að meðaltali í ferð Er það lítið eitt lægra en í fyrra. Þá var meðalsala í á- gúst £869. Togarfélagið Grant & Baker í Grimsby hefir haft fjóra togara í ferðum milii ís- lands og Englands síðan í vor og hefir félagið keypt hér fisk í skipin, einkum í Vestmanna- eyjum. Nú. hefir hið stóra tog- arafélag Consolidated Fisheries Ltd. í Grimsby einnig gert samning við bátaeigendur hér um kaup á nýjum fiski, og eru allmargir bátar frá Keflavík farnir til Austfjarða til þess að fiska aðallega með dragnót. Fiskútflutningur. í ágústmánuði voru fluttar út riimlega 9000 smál, af verk- uðum fiski, og um 1500 smál. af óverkuðum fiski. Fiskibirgð- irnar í landinu voru 1. þ. m. um 264.000 skpd. miðað við fullverkaðan fisk. Fiskiverð er mjög lágt og hefir verið fall- andi. Sildveiðar Norðmanna við fsland. Þann 1. þ. m. voru Norðmenn búnir að flytja heim til sín af veiði sinni við ísland 213.257 tunnur af síld. Af því var krvddað 21.366 tn. Gera má árð fyrir að eitthvað sé enn eftir ókomið heim af skipum þeim, sem veiðar stunduðu við ísland í sumar. —Mbl. * * * Vélbátur sekkur. Einn maður drukknar. ísafirði, 9. sept. 1931. Um kl. 7 í morgun kom vél- skipið Víkingur inn á víkina í Hnífsdal til þess að sækja smokk fyrir óskar Halldórsson, var þá fjöldi báta á höfninni, sem sigldu að Víking. Þegar Víkingur var að leggjast, sigldi vélbáturinn Ölver frá Bolunga- vík á vélbátinn Fræg, einnig frá Bolungavík. Við árekst- urinn lenti “Frægur” þvert fyrir stefni “Víkings” og hvolfdi á svipstundu. Skipshöfnin komst strax utan á “Fræg” nema for- maðurinn, Jón Friðgeir Jóns- son, sem haldið er að hafi orð- ið fastur. og fór hann niður með bátnum, sem sökk bráð- lega og Jón Friðgeir drukkn- aði. Viðstaddur trilubátur bjargaði öðrum skipsmönnum. — Jón sál. var ungur maður um tvítugt og einkar efnilegur. — Vélbáturinn ölver var einn- ig hætt kominn. —Mbl. • • • SÍLDVEIÐIN Óhemju mikið af sild, en öll skip að hætta veiðum. Sigiufirði, 4. sept. Hér hafa verið geisimiklir hitar undanfarna daga og eins er steikjandi hiti í dag. Er stór hætta á því að síldin skemmist af sólsuðu. Flest skip eru nú að hætta veiðum, en óhemju mikið er af síld úti fyrir, og þarf ekki að sækja lengra en rétt út fyrir fjarðarkjaftinn og aldrei verið önnur eins uppgrip og nú. Síld in er feit og vel söltunarhæf. Allir bátar og skip hafa fylt söltunarleyfi sín, en þeir, sem veiða nú, verka sfldina fyrir innanlands markað, eða selja liana nýja á bryggju. Er verð- ið á henni þar komið niður í kr. fyrir tunnuna. Ríkisbræðlsan tekur á móti síld öðru hvoru, eftir því sem hefst undan að bræða. Þegar þró er losuð, getur hún tekið á móti því, er samsvarar tveggja daga afla bátanna, en svo verður hlé á milli, því að ekki er hægt að bræða meira en ,2000 mál á dag. Þór er ^enn á sfldveiðum og kemur fullur eftir hwrja ferð. Mun afli hans vera gefinn þeim bændum, sem nýta vilja. Á féstudaginn var, kom hann til Hofóss alveg fullur af sfld, sem hann ætlaði að leggja þar á land. En þar Var honum sagt neina síld og þeir kærðu sig ekkert um að fá hana í land, og varð Þór að hverfa þaðan við svo búið. —Mbl. * * * Samkvæmt fregn frá Mont- real er nú þegar hafinn undir- búningur að því að senda heil- an flugvélaflota frá Canada til Englands á nsæta vori. í för- inni eiga að vera sex stórar fiugvéiar og þær ætla að leggja leið sína um Grænland, ísland og Færeyjar. —Mbl. 2500 ára gamalt skíði. Fyrir skömmu fanst skíði hjá Övrebo á Vestur-Ögðum í Nor- egi. Telja fornfræðingar að það muni vera 2500 ára gam- alt. En það vekur mesta furða, því að skíðið er að lögun ó- sköp svipað þeim skíðum, sem nú eru talin best og mestu skíðagarpar taka fram yfir önnur. Er það því mjög ólíkt þeim skíðum, sem áður hafa fundist, og geymd eru í forn- gripasöfnum í Noregi og Sví- þjóð, því að þau eru flest mjög klumpsleg. En þessi skíði hafa verið með fallegri og góðri beygju, og mjög rennileg. Þyk- ir það merkilegt að svo vönd- uð skíði skuli hafa verið til í Noregi fyrir 2500 árum. —Mbl.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.