Heimskringla - 30.09.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.09.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINLA WINNIPEG 30. SEPT. 1931. 'píimskringla i StofnuB lSSð) Kemur it á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. SSS 09 SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: Í6S37 ▼«rt blaðsins er »3.00 árgangurinn borglat fyrlríram Allar borganlr sendist THE VIKING PRESS LTD. RáðsmaOur. TH. PETURSSON VtanAskrift til biaBsine: Stanager THE VIKING PRESS LTD., SS3 Sargent Ave.. Winnipeg. Ritatjóri STEFAN EINARSSON Vtaniskrift til riistjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA SS3 Sargent Aoe.. Winnipeg. “HelmakrlDgla" is publlshed by and prlnted by The Viking Press Ltd. tSS-SSS Smrgent Avenue, Winnipeg, Man. Talephone: 8Í 894 WINNIPEG 30. SEPT. 1931. ÍSLAND OG GRÆNLAND. (Þýtt úr Winnipeg Tribune) Það er sjaldgæft að ísland sé riðið við alþjóðadeilur, hvort sem er út af land- eignum eða einhverju öðru. Og sín á Diilli má segja, að þeir séu eins lausir við þrætugirni og þeir eru fráhverfir því að fremja glæpi. í öllu landinu er ekfcert fangelsi, þó íbúatala þess sé um eitt hundrað þúsund. Þótt konungur Danmprkur sé að nafn- ihu til konungur lslands, má löggjöf lands ins heita honum óviðkomandi og Alþingi teljast æðsta vald í þeim efnum. • En í sambandi við kröfur þær, er Nor- egur gerir nú á hendur Danmerkur, um yfirráði yfir hluta af austurströnd Græn- lands, — og sem lagðar verða fram til úrslita fyrir alþjóðaréttinn í Haag, hefir nú ísland lýst yfir, að það geri kröfu að miklu leyti til sama hluta af Grænlandi. Og á Alþingi hefir verið samþykt, að vemda þau réttindi, er íslendingar eiga í þessu efni, á Haag-fundinum. Ástæða íslendinga fyrir kröfu sinni er hið foma landnám þeirra á Grænlandi. Á þeim grundvelli halda þeir fram að Al- þingi og stjóra íslands ætti að vera falin umráð Grænlands. í samþyktinni þessu viðvíkjandi segir, að réttur þeirra til Grænlands sé óhrekjandi. Einnig er vitn- áð í ákvæði þau, er gerð vom fyrir nokkm og í gildi hafa verið um hríð við- víkjandi yfirráðum íhafslandanna (Sec- tor Principle). í Kaupmannahöfn er litið á kröfu ís- lendinga til yfirráða á Grænlandi, eða veradar réttar síns þar gegn yfirgangi hverrar þjóðar sem er, sem vott hinnar miklu sjáJfstæðisvakningu þjóðarinnar. fyrir alheimsréttinn hlýtur málið að koma þannig, sem konungur og stjóm íslands séu að krefjast umráða yfir Grænlandi. af konungi og stjórn Danmerkur. En svo stendur á að konungurinn er hínn sami yfir báðum löndunum. Sú afstaða er re- ductio ad absurdum (hlægileg fjarstæða) og ný í málarekstri þjóða á milli, er einn og sama konung hylla. * * * ATHS. — Grein þessi er hér þýdd eins mikið til þess að sýna “hvernig aðrir líta á oss’’, eins og hins, að hún kasti ljósi á þessi mál. Það er satt, að Alþingi hef- ir samþykt að senda fulltrúa til alþjóða- réttarins í Haag í sambandi við deilu Noregs og Danmerkur út af Grænlandi. Og á söguleg réttindi íslands til Græn- lands er ekki öhugsandi að verði bent í því sambandi. Við það er ekkert að athuga, ekki einu sinni fyrir Danakonung vegna þess, að samband hans við ísland er annað en samband hans við Dan- mörku, og er það óflóknara mál en greinarhöfundi virðist það vera. Um hitt í grein hans, að íslendingar séu sín á milli óþrætugjamir, er oss einnig grun- samt um að af meiri góðvild sé sagt, en kunnugleik. ÁBYRGÐ. Ábyrgð hvílir mikil á fylkis- og sveita- stjórnum í þessu landi í sambandi við fjárframlögin til þess að bæta atvinnuá- stand í landinu. Þó að helmingur þess fjár komi frá sambandsstjórninni, er það engin ástæða til að því sé ausið á tvær hendur út, og það sé í alt öðrum skiln- ingi notað, en til var ætlast.. Fé rignir ekki ofan úr skýjunum í sjóð ríkisins. Það kemur úr sömu áttinni í hann og féð í bæði fylkis- og sveita-fjárhirzluraar — úr vasa skattgreiðandans, og skatt- greiðandinn býst við að sjá eitthvað að gagni unnið með peningum sínum. Can- ada er vel statt að því leyti, að geta lagt fram miljónir dala til að efla hér at- vinnu. Það er satt. En það má ekki eyða einum dal af því í óþarfa eða bruðl á neinn hátt. Landið má ekki við því. (Vancouver Province.) AMERfKUÞÆTTIR. Perú-menningin. Þó nokkuð sé nú síðan að síðasti þátt- ur var birtur, og með honum mætti heita lokið frásögninni af menningu Indíána í Mexico og norðurhluta Suður-Ameríku, þar sem menning þeirra komst á hæst stig, er ekki hægt að ljúka svo við sögu- kora þessi, að minnast ekki á Perú- menninguna. Að vísu verður ekki með rétti sagt, að sú menning hafi komist á eins hátt stig og menning Mayanná eða Toltecanna er heita mega Grikkir og Rómverjar þessarar álfu; þó um fullkom- inn samjöfnuð sé þar eins og kunnugt er ekki að ræða, þá samt hefir Perú- menníngin vakið nokkra eftirtekt þeirra er henni hafa kynst. Því hefir verið hald- ið fram, að þar hafi kommúnista-fyrir- komulag átt sér stað í stjómarfarslegum skilningi, og nútíðar kommúnistar hafa stundum vitnað í sÖgu Perúmanna, mál- stað sínum til stuðnings. En jáfnvel þó þeirri menningu svipi í einu eða tveimur atriðum til kommúnisma nútímans, get- ur það ekki talist annað en þekkingar- leysi á sögu Perúmanna að kalla þjóð- skipulag þeirra komnaúnisma. Um Perúmenn er talað sem Inca-þjóð- flokkinn. Að líkindum hefir það verið upphaflega nafnið á leiðtoga þeirra í trú- arefnum. Fyrir norðan Incana bjó annar þjóðflokkur, sem Chibchas nefndist. Hafa menn rakið menningu hans til Mayanna. En í Perú, sem Incarnir réðu yfir, virðist hafa sprottið upp mjög sjálfstæð og eft- irtektarverð menning, er efast er um að nokkuð hafi sótt til hinna eldri menning- arflokka Indíána. Höfðingi Incanna var trúarbragðaleið- togi; og hann var einvaldur, og menn trúðu því, að hann hefði vald sitt frá guði, og að hann væri helgur maður og “sonur sólarinnar’’. Honum lutu prestar og öll stórmenni landsins. Það er að vísu satt, að jarðirnar voru eign þjóðfélagsins, en ábúendur þeirra máttu ekki í sinn hlut taka meira en einn þriðja framleiðslunn- ar. Tvo þriðju hennar áskildi höfðingi þeirra til framfærslu sér, prestunum og stórmenni landsins. Þeir sem ekki vildu að framleiðslu vinna, eins og af þeim var krafist, sættu grimdarfullri hegningu. Um persónufrelsi var þar tæplega neitt að ræða. En höfðingjar og prestar rökuðu að sér auði svo miklum, að Spánverjum sortnaði fyrir augum að Jíta það, er þeir brutust inn í landið. Um glæpi var mjög lítið að ræða á meðal Incanna, og telja Spánverjar það hafa stafað af hinni vægð arlausu refsingu. Verzlun ráku þeir ekki, og peninga höfðu þeir enga. Helztu lífsnauðsynjar hlutu menn að launum fyrir vinnu sína. Tímatal höfðu þeir ekkert og leturgerð (myndletur) halda menn að þeir hafi ekki þekt. En skiljanlega gerðu þeir sig þó hver öðrum í fjarlægð með því, að lita þráðarspotta alla vega, og eftir röð litanna gátu þeir lesið þessi skeyti. Mynd- smíði þeirra stóð einnig mjög að baki myndsmíði þjóðflokkanna fyrir norðan þá. En úr málmum, einkum gulli, sem þeir höfðu ógrynni af, gerðu þeir betri og fegurri muni, en aðrir. Þeir ræktuðu jörðina og höfðu til fæðu, kartöflur og tómatepli (ástarepli?). Þeir höfðu einnig tamið Llamadýrið, sem oft er kallað Ameríku-úlfaldinn, af því að það er líkt úlfaldanum og honum skylt. Skal nú ekki orðlengja meira um Inc- ana. Og með þeim lýkur í þessum Ameríkuþáttum sögunni af þróun menn- ingarinnar hjá Indíánaflokknum. Þó að menn yfirleitt geri ekki mikið úr menningu þeirra, er þó ekki hægt að neita því, að hún var furðu mikil, þegar á alt er litið. Þeir voru því láni ræntir að hafa kynni af öðrum þjóðum, en það kemur nú öllum saman um að sé lyfti- stöng menningarinnar. Og þess vegna varð menning fornþjóða hins gamla heims svo miklu örskreiðari. Önnur ógæfa, sem Indíána henti, var sú, að Ameríka bygðist of snemma Evrópumönnum. Evrópumenn ingin var ekki orðin eins mannúðleg og ákjósanlegt hefði verið, þegar Spánverjar og Portugallar komu hingað. í stað þess að stuðlai að veg og gengi menningar Indíánanna, gereyttu þeir henni. Og það af þjóðinni, sem þeir ekki drápu, hneptu þeir í miskunnarlausan þrældóm og nið- urlægingu. Það eru Indíánamir, eins og við þekkjum þá, en ekki mennirnir, sem hér hefðu getað nú átt sérstæða og eft- irtektarverða menningu, sem hver veit nema að hefði getað lagt drjúgan skerf til velferðar þjóðlífi þessa lands. Jafnvel eftir alla niðurlæginguna virðast menn enn verða varir við þann réttlætis- og göfgis-anda hjá frumþjóð Ameríku, að eftirtekt vekur hjá fremstu siðmenn- ingarþjóðum. í næstu þáttum verður minst á komu Spánverjar og Portúgalla til Mexico og Suður-Ameríku. HEIMUR OG HEIMILI. LjóSabók eftir Pétur SigurSsson. Reykjavík, 1931. ' Ljóðabók þessi, ef Ijóðabók skyldi kalla, hefir verið send Heimskringlu og til þess mælst, að um útkomu hennar væri get- ið. Það gæti margur haldið ummæli þau óviðeigandi, að segja bókina ekki verða Ijóðabókarnafns. En hvað er annað um ljóðabók að segja, sem hvert kvæði í og jafnvel hver vísa, brýtur flest meginlög- mál viðtekinnar íslenzkrar ljóðagerðar, eins og t. d. skipun höfuðstafa, stuðla, lengd vísuorða, áherzlur, kveður o. s. frv.? Ljóðaskáldskapurinn getur fyr orð- ið klossalegur en gengið er á bug við allar þessar reglur, eins og gert, er í þess um nýju Ijóðum Péturs Sigurðssonar. , En hvað er þá um efni kvæðanna? — Yrkisefnin mega heita um veginn og dag- inn. En upp úr því öllu veður þó sér- trúarkredda höfundarins, sem svipuð á- hrif hefir á lesandann sem bumbusláttur hjálpræðishersins á götu úti í storm viðri. Glamrið yfirgnæfir. Ljóðin fá við þetta á sig þennan trúarlega vösólfsbrag, sem nú verður vart við hjá svo mörg- um þekkingarsnauðum og ómentuðum íslendingum. Hversu gott og háfleygt sem yrkisefnið er, kafnar það alt í smekk- leysis orðagjálfri. Lesarinn mun nú segja: Komdu með sýnishom. Já, blessaður, þau eru héraa: María Anna Hrundin fráa, hýr á brá, handa smá, með augun blá, hæl og tá hún hoppar á um húsið þá og til og frá. Það er nú ef til vill til of mikils mælst, að mikið vit sé í gæluvísum til baraa. En tóm vitleysa þurfa þær þó eigi að síður ekki að vera. Og til eru gæluvísur af óðsnild ortar. Næsta visa á sömu síðu um “elskuna” endar með þessum orðum um dýpt og óendanleik ástarinnar: “elskan segir: stöð ugt er meira hægt að fá. Sýnishorn smekkleysanna eru á hverri síðu í bókinni og verða hér ekki fleiri til- færðar. SMÆLKI. Thomas Edison segir að hann skilji ekki kvenfólk. I þessu svipar uppgötv- aranum mikla að minsta kosti til ann- ara manna. * * # Helen Keller segir, að í handsali sumra manna felist sólargeislar, sem vermi hjartað, þegar þeir hels: þér. Hún á auð- sjáanlega ekki við nýtízkufólkið, sem tyftir tveimur eða þremur ísköldum nál- grönnum fingurgómum í lófa þinn, þegar það heilsar. * * * Blaðið St. Catherine Standard heldur því fram, að það sé til fjöldi manna,,er felli sig betur við hugmynd Rússlands um að strika út skuldir, en að veita langan gjaldfrest á þeim. Samkvæmt því eru þeir efalaust nokkuð margir, sem skulda, því hinir munu tæplega aðhyUast þessa hugmynd. * * « Maður sem víða fer, segist hafa tekið eftir því í mörgum bæjum bæði í Banda- ríkjunum og Canada, að eigi allfáir, sem áður ferðuðust í dýrum bifreiðum, bíði nú á götuhornum eftir strætisvögnum. * * * Félag, sem eftirlit hefir með fiskiveið- um í Canada (Canadian Fisheries Ass’n) segir bráðnauðsynlegt að kenna Canada- mönnum að eta meiri fisk en þeir gera. Eflaust yrði það til velferðar þessum iðn- aðj. En gæti það ekki einnig orðið hag- uf fyrir fiskimenn, ef félagið gæti kent fiskinum að bíta gráðugra á beituna en hann gerir. * * * Æ, ósköp eru íslenzku blöð- in nú leiðinleg, sagði maður einn nýlega. Það er hverju orði sannara. En innköllunin stendur nú líka sem hæst. FYRIRGEFNING eftir S. G. Bland, D.D. Sú kenning, að fólk, sem guð hefir skapað, geti aðeins nálgast föður sinn og skapara fyrir verðleika Jesú Rrists og að afstaða guðs gagnvart þess- um böraum sínum væri ekk- ert, nema fyrirdæming, ef ekki kæmi til greina fórnarblóð Jesú virðist mér vera frábærlega ó- kristin. Hún byggist á rangri hugmynd um manninn og á rangri hugmynd um guð. Menn og konur eru breysk og van- þroskuð, en þau eru ekki ger- spillt og skapari þeirra virðist vera engu síður ábyrgur fyrir sumum breyzkleikunum, en þau eru sjálf. Enginn hefir gert sjálfan sig að öllu leyti og jafn- vel í þeim efnum, þar sem svo virðist sem oss sé sjálfrátt um breytni vora. þá sýnist þó svo sem vér ættum að eiga rétt á hjálp og meðaumkun þess all- valds, sem ráðið hefir tilvera vorri. Vér höfum öll framið svo margar yfirsjónir í hugs- unum, orðum og gerðum, að ekkert bætir það úr skák, að blása út ranglæti vort með ó- skaplegum erfðasyndarhug- myndum. Og á engan hátt gerum vér guð dýrlegan með því að gera hann að slíkum harðjaxl, að hann vilji ekkert fyrir oss gera nema fyrir ó- verðskuldaða þjáningu Krísts. Vér verðum að læra að þekkja guð gegnum Jesú, ekki sem siðlausan firrukonung eða blóð- þyrstan eldfjalla-guð, heldur sem líknsaman og fyrirgefandi föður. Þá mun hin kristna guðshugmynd leiða það í ljós, að alt endurlausnarkerfið er jafn vita-þýðingarlaust og björg unarhringir á þurru landi. Guð hefir ávalt verið faðir mannanna. Hann hefir elskað þá að fyrra bragði sem skil- getin börn sín. Hversvegna hann skapaði oss eins og við erum, skiljum vér ekki og vit- um kennske aldrei. En samt sem áður trúum vér því að til- gangur hans hafi verið vísdóms fullur og að honum verði náð þrátt fyrir mörg glappaskot, sem mennirnir virðast gera. Undir engum kringumstæðum getum við trúað því að guð sé tregur að fyrirgefa. Öllu frem- ur gætum vér fallist á það sem Heine sagði eitt sinn, ef til vill í gáska, og ef til vill líka í djúpri alvöru, að drottinn væri önnum kafinn við það starf að fyrirgefa. Ef ekki væri fyrir- guðfræði þá, sem Páll hefir snúið inn í kristna trú um þetta atriði mundu ritningarnar vera afar glöggar í þessari trú, að guð er ávalt reiðubú- inn að fyrirgefa hverjum synd- ara sem snýr sér og bætir ráð sitt. “Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til drottins, þá mun hann miskunna honum, því að hann fyrirgefur rikulega.” 1 fullan aldarfjóðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Toronto, Ont.. og senda andvirðið þangað. En jafnvel eftir að glataði sonurinn er komin heim, og faðir hans hefir fallið um háls honum og kyst hann, loða þó við hann afleiðingar syndarinn- ar, hinnar svallsömu og fáráðu burtveru í fjarlægu landi. Hann hefir eytt öllum. arfi sínum. Óðalið heyrir nú til bróðurnum. sem heima sat og sjálfur er hann orðinn öreigi fyrir ó- spilun sína. Hvaða glæpamanni I og betra lífernis. Eln hinar eðli- legu afleiðingar misgerðarinnar er ekki hægt að þurka út. hvorki á himni eða jörðu. Mað- urinn verður ávalt að standa reikningsskap ráðsmennsku sinnar og bera afleiðingar at- hafna sinna hvort heldur sem er þessa heims eða annars. En hinar raunverulegu hegn- ingar brotsins eru ekki líkar jarðnesku straffi, dýflissuvist eða sektum, sem hægt er að gjalda upp af einhverjum öðr- um. Hin raunverulega refsing er það sálartjón, sem afbrotin baka syndaranum sjálfum: löm- un viljans, vondar venjur, spill- ing ímyndunaraflsins, deyfing siðgæðisvitundarinnar, sam- viskubit, sárar endurminningar, álitshnekkir, og sú hörmung að sjá sorglegar afleiðingar mis- gerða sinna og fá ekkert að gert. Ef hægt er að segja, að einhver einn maður hati verið ábyrgur fyrir hinym óendan- legu hörmungum stríðsins, þá er hann annaðhvort nú orð- inn vís þeirra ábyrgðar eða mun einhverntíma verða það. Hví- líkt víti hlýtur þeim manni lífið að vera! Maður, sem notar sér ástúðlegt traust sak- lausrar meyjar og leiðir hana afvega og eyðileggur líf henn- ar — hvílíkt víti mun bíða hans — einhversstaðar? Hann kann að iðrast einlæglega og hljóta guðlega fyrirgefning í sjálfu sér, en hvaða sannlega hamingju mun hann» hljóta, ef illa fer fyrir fóraarlambi hans? Ef maður hefir verið harður og grimmlundaður, ef hann hefir þrælkað verkamenn sína og féflett ekkjur og mun- aðarleysingja, jafnvel þótt lög stæði til og komið þannig mörgu fólki í vonarvöl — mundi fyrirgefning guðs flytja honum nokkurn frið? Sérhver maður kann að geta hlotið fyr- irgefning á elleftu stundu. en ef líf hans hefir verið öðrum mönnum kvöl og andstyggð hvað stoðar honum þá fyrir- gefning? Faðirinn, sem með drykkjuskap og rudðahætti hef- ir eyðilagt hamingju konu sinn- ar og barna, maðurinn sem sökum aðstöðu sinnar og áhrifa gat hjálpað áfram góðu mál- efni en lét það undir höfuð leggjast sökum ágirndar eða ragmensku og skilur það ekki fyrr en um seinan hvað til síns friðar heyrði — þessi dæmi og þúsund önnur sýna það svo augljóst sem verða má. hversu fráleitt það er, að nokk- ur fyrirgefning geti þurkað út afleiðingar glópsku vorrar, hvernig sem vér iðrumst og skælum eða leitum oss hugg- unar í friðþægingarkenningum kirknanna: “Villist eigi. Guð lætur ekki að sér hæða”, segir sem er verður fyrirgefið undir- ritningin. “Hvað sem mað- hann eins og hann hverfur frá mis- gerðum sínum og leitar guðs urinn sáir mun skera.” upp-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.