Heimskringla - 17.02.1932, Síða 4

Heimskringla - 17.02.1932, Síða 4
4. 'S'ÍÐÁ HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. PEBR. 1932. ^dtnskrin^la (Stofnuð 18S6) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Ávenue, Winnipeg ________Talsími: 86 537______ VerS blaSsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publisbed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 17. FEBR. 1932. FRÁ SAMBANDSÞINGINU. Vegna þess að búast má við, að um- ræðurnar á sambandsþinginu snerti fyrst um sinn ræðu þá, er stjórnarformaður R. B. Bennett hélt 8. febrúar, skal hér minst á helztu atriðin úr henni. Eitt af því fyrsta, sem Mr. Bennett mintist á, var hagur landsins. Kvað hann það eitt af því, sem stjómin þyrfti að hafa nákvæmar gætur á, að þjóðin safn- aði ekki skuldum ár frá ári. Útgjöldin gerði hann sér góðar vonir um að færu ekki fram úr tekjunum á ásreikningun- um, þrátt fyrir hina erfiðu tíma, en auð- vitað yrði að grípa til ýmsra örþrifa- og sparsemdar-ráða, til þess. Launalækk- un stjómarþjóna, þingmanna, bæði efri og neðri deildar, ráðherra, o. s. frv. lyti að því. Tóku flokksmenn stjórnarinnar yfirlýsingu þessari vel, en ýmsir stjórnar- andstæðingar (Gardiner, King og Woods- worth) álitu hana skerða kaupgetu. — Kvaðst forsætisráðherra vona, að menn þessir gætu eftir sem áður veitt sér lífs- nauðsynjar sínar. 1 ræðu, er Mr. King hélt daginn áður, beindi hann orðum að því, að kreppan væri stefnu Bennettstjómarinnar að kenna, einkum tollverndunar stefnunni. Benti nú forsætisráðherra á, að ekkert land hefði farið varhluta af heimskrepp- unni. Ef um nokkurn samanburð væri að ræða, yrði hann sá, hvort Canada hefði hlutfallslega orðið harðar leikið en önn- ur lönd af henni. Kvað hann þessa þjóð geta huggað sig við það, að svo væri ekki, heldur hefðu spell kreppunnar orðið hér minni, en ef til vill í nokkru öðru landi. Og það þakkaði hann tollstefnu stjómar sinnar, sem það hefði leitt af sér, að út- flutt og innflutt vara stæðust nú á. Vör- um hefði ekki verið ausið inn í landið nema í hlutföllum við það, sem út flutt- ist, og skuld landsins hjá öðrum þjóð- um hefði ekki hrúgast upp í hundrað miljón dala tali árlega, eins og áður. í marslok árið 1930 nam viðskiftahallinn 90 miljónum dala; á sama tíma 1931, var hann 103 miljónir; í ár væri enginn viðskiftahalli. Hvaða þýðingu hefir þetta fyrir Can- ada? Ef að þessi viðskiftahalli hefði haldið áfram, eins og hann gerði á stjóm- arárum Kings, hefði landidð orðið gjald- þrota. Það var hann, sem Englandi kom á *barm glötunarinnar. Það voru vörurn- ar, sem hindrunarlaust hrúguðust inn í landið, sem fleygðu svo fram skuld þess við Englandsbanka, að gjaldþol hans brast, og ekkert var orðið til, sem hélt gjaldmiðlinum við. Þegar svo var komið, féllu peningar landsins auðvitað í verði. Landið hafði keypt meira af öðrum þjóð- um en það gat borgað fyrir. Bönkunum var svo um alt kent. En sannleikurinn er sá, að það var landið, með sinni frí- tollastefnu, sem kaupin gerði, er orsök varð til peningahmns Englands og ó- gæfu þeirrar, er landið sem stendur er statt í. Forsætisráðherra Englands, Ram- say MacDonald, lýsti þessu enn geini- legar en vér höfum gert, í ræðu er hann flutti fyrir fáum dögum á Englandi, sagði forsætisráðherra. Á þinginu árið 1929, bentum vér þá- verandi stjórn á, að sá tími væri í nánd, að Canada yrði að standa reikningsskap ráðsmensku sinnar í þessum efnum. Það mundu ekki líða mörg ár þar til gjald- þol þess þryti, með því að auka jafnt og þétt skuldirnar við önnur lönd, vegna sí- hækkandi viðskiftahalla. En við því var ávalt skelt skolleyrum. Varð oss stund- um að orði, hvort Mr. King sem lærðum hagfræðingi, gæti dulist þetta. En við hið sama sat, og öliu var í sama horfi hald- ið, hvort sem gegn betri vitund var gert eða ekki. Flokksmenn núverandi stjómar, sem séð höfðu fyrir löngu hvert stefndi, létu það því verða eitt af sínu fyrsta verki, er þjóðin hafði faiið þeim að fara með völd, að koma með tolllöggjöfinni í veg fyrir hættuna, sem yfir vofði af þessari við- skifta-aðferð. Og hefði stjórn vor ekki gert það, var lítil von til, að öðruvísi hefði farið en á Englandi. 1 stað þess er nú hagur landsins þannig, að hans vegna hefir verið hægt að draga úr kreppunni svo, að ekkert land hefir betur gert það eða átt sama kost á því og Canada. Þegar stjórn vor tók við völdum, varð hún að greiða 365 miljónir dala á ári til lúkningar skuldum sínum hjá öðrum þjóðum. Hvar hefði það lent, ef skuld þessi hefði á ári hverju hækkað um 100 miljónir? Hvað lá annað fyrir, en að stífla þenna sívaxandi skulda-árstraum, sem liberal stjórnin hafði með stjórnar- stefnu sinni veitt yfir landið, og sem bágt er að segja, hvað margir líða fyrir og hvað mikla skaða leiðir af, áður en til fullnustu verður veitt burtu. Og miklu meiri skyldurækni og þjóðrækni kvað for- sætisráöherra það bera vott um, ef þess- ir menn, sem skuld voru í þessu, tækju sér nú meira fram um það, að ráða bót á ástandinu og bæta fyrir sín eigin skað- semdarverk, í stað þess að hrópa út og suður, að land þetta sé hæfari bústaður vörgum og hröfnum en mönnum, — vegna valdafýknar og einskis annars. Að þeir hafi bent á nokkra einhlítari að- ferð en stjórnarinnar, til þess að ráða fam úr kreppunni, sem sveif að, fer svo fjarri, sem mest má verða. í orðum þeirra hefir ekkert það falist, er vér höfum get- að séð heppilega úrlausn vandamálanna, er til framkvæmda hefði komið, enda ef- umst vér um, að þeir sjálfir hafi til þess ætlast. Alvaran hefir ekki verið meiri hjá þeim en þetta. Það yrði ekki skirst við af þessari stjórn, að taka hverja viturlega tillögu til greina í því efni. En fram á hagkvæmi þeirra hafa þeir sjálfir aldrei getað bent, hvað þá aðrir. Þeir hafa með öðrum orðum spunnið sinn pólitíska lopa með ræðum sínum, en hefir verið ósýnt um að sjá nokkur ráð land- inu til bjargar. Viðvíkjandi bænda-afurðum benti for- sætisráðherra á, að með innflutningi smjörs frá Nýja-Sjálandi, er nam 40 miljónum punda árið áður en hans stjórn tók við völdum, hefði verð þessarar vöru hér fallið svo að framleiðslan hafði ekki borgað sig. Nú væri hún aftur að auk- ast og salan á smjöri til Englands, sem aftur væri nú hafin, kvaðst hann hafa von um, að bæði yki verð og framleiðslu vörunnar hér eins og áður hefði verið. Og að því er óhag bænda af tollum snerti, kvað- forsætisráðherra hann ekki á neinu ári hafa farið fram úr upphæð- inni, er núverandi stjórn hefði veitt með hjálpinni, að greiða burðargjald á hveiti bændanna, og hann kvað hana miklu meiri, en þann mun, sem á tollum hefði verið gerður, af sinni stjórn. En beinlínis kvað hann iðnað hafa aukist heima fyrir af völdum tollstefnu stjórnar sinnar, og það hefði bæði veitt mönnum atvinnu auk þess sem tollstefn- an hefði verndað framleiðendum heima- markað, bæði bændum og iðnaðarmönn- um. Og í sjálfu sér hefði útflutningur vöru ekki minkað, síðan árið áður en hans stjórn tók við völdum, heldur hefði innflutt vara mínkað. Og það var það sem til var ætlast. Forsætisráðherra kvaðst nú, sem fyr, þeirrar skoðunar að það væri ávalt hætta fyrir hvert land að þurfa að reiða sig ofmikið á hvernig öðrum löndum reiddi af eða á ástand heimsins yfirleitt. Vöru skifti landa á milli yrðu að eiga sér stað. En þeim viðskiftum yrði að hafa sterkustu gætur á. Annars yrðu þau eins oft þjóðum til ógæfu eins og gæfu. Hvert land ætti í þess stað, að reiða sig sem mest á sjálft sig. Ein- staklingur sem ávalt væri upp á aðra komin, yrði oft illa staddur. Eins væri það með þjóðirnar. Stefna sín “Canada fyrst”, væri í því fólgin, að landið yrði sem sjálfstæðast, og auðsuppsprettur þess væru svo miklar, ef notaðar væru, að það gæti verið miklu betur sjálf- bjarga, en það nú er, og miklu síður hætt við áhrifum af kreppu sem í um- heiminum ætti sér stað. “Smámunir” Herra ritstjóri Heimskringlu! Viðvíkjandi athugasemdum þínum við • bréf mitt í blaðinu, langar mig til að segja þetta: 1. Séra Benjamín Kristjánsson, eins og reyndar hinir austuríslenzku sam- bandskirkjuprestarnir sem nú eru hér vestra, er sósíalisti. Þeir eru gáfaðir, réttsýnir mannvinir, og nógu einarðir til þess að láta skoðanir sínar hiklaust í Ijós. Þó þú kunnir að bera á móti þessu tek eg það ekki til greina. Þeir geta mótmælt því sjálfir, fari eg með rangt mál. Ræður séra Benjamíns eru það bezta sem blað þitt flytur um þjóðfélags- mál. Stefna Bennetts og hans fylgi- fiska fer algerlega í öfuga átt við stefnu sósíalista. Nú virðist mér þú aldrei leggja eins hart að þér, eins og þegar þú ert að fegra aðgerðir og aðgerðar- leysi Bennetts. M. ö. o. pólitískar rit- stjórnargreinar blaðsins, eiga að vega upp á móti boðskap sambandskirkju- prestanna, svo útkoman verði o. Þetta er það sem eg skil ekki. 2. Eg vissi ekki að S. J. J. er ritstjóri Heimskringlu. En þó svo sé, finn eg ekkert í grein hans um Hauk, sem benti á skaldskap eða snild málarans. Um- sögn hans um myndirnar er eins og lofgerð hins rétttrúaða. Hann lofar og prísar og vegsamar, án þess að gera nokkra grein fjTir hrifning sinni á nokk- urn hátt. Þetta gat farið vel, í kvæði, en gagnslaust og vitlaust í blaðagrein; og þú gefur í skyn, að þessi grein eftir S. J. J. sé það bezta sem íslenzku blöðin sögðu um Hauk. Haukur var áður heilan vetur í Winnipeg með myndir sínar, án þess öll íslenzk þjóðrækni vissi nokkuð um hann. — Eg segi þér það satt, herra ritstjóri, að það er meira gagn í að efla og glæða íslenzka list, en að jagast um, hvort Leifur hepni hafi verið íslending- ur eða Norðmaður, eða hvort enska þjóð- in les sögu íslands eða ekki. N.B. — Viltu vera svo góður að gera mér grein fyrir leiðréttingu, sem þú gerð- ir á síðasta skrifi mínu. Mig langar til að vita um uppruna og merkingu orðs- ins “líffeng”. Eg þykist vita að það sé stórmerkilegt orð, en treysti mér ekki til að nota það, fyr en eg veit hvað það þýðir. Langham, Sask., 9. febr. 1932. J. P. Pálsson. * * * Aths. ritstj.:— Nokkrar athugasemdir skulu hér gerð- ar við ofanskráð mál. Ætti það þeim mun síður að vera höfundi þess til móðgunar, sem hann hefir fyrirfram gefið í skyn, að hann taki ekki neinar mótbárur um það til greina. En svo mikið ber oss þó á milli, að ekki verður hjá því komist. Um leið og höf. lætur í ljós ánægju sína yfir því, er séra Renjamín skrifi í Heimskringlu, sér hann samt ekki að útkoman á því verði annað en núll, vegna þess, sem þeir rita, er honum eru ósnjallari! Þetta virðist oss hálfkynleg niðurstaða. Og jafnvel þó að höfundi virðist mótbárur allar óþarfar, munu þeir nú “fyrir finnast”, er bera brigður á þessa rökfræði (logic). En svo illa sem tekist hefir nú til í fyrri málsgrein athugasemda höfundar, batnar ekki stórum fyrir honum er til hinnar síðari kemur. Þar segir hann um skrif dr. S. J. J. um Hauk, að þau séu “gagnslaus og vitlaus” í grein í óbundnu máli, en séu ágætur kvæðaskáldskapur! Góðskáldin mega fara að hugsa margt um vitsmunalegan heiður sinn, ef gæði skáldskaparins verða að dómi fleiri en höfundar talin í því fólgin. að hann sé bæði “gagnslaus og vitlaus”! Samt sem áður erum vér höfundi sammála um það, og höfum enda sagt það áður í Heimskringlu, að það sem prestarnir B. K„ R. E. K„ R. P„ G. Á. og F. A. F. skrifa í Heimskringlu, sé ekki einungis það bezta, sem um stefnur tím- ans er skrifað, heldur einnig það bezta, sem ritað er af íslendingum vestan hafs. En því óskiljanlegra verður oss samt sem áður þetta kropp höfundar í Heims- kringlu, sem hún er eina blaðið, sem skoðanir þessara uppáhalds höfunda hans og fleiri hér vestra flytur. Eða meinar höfundur ekkert með lofinu um austur- íslenzku Sambandskirkju-prestana? Sé það ekki annað en skjall, væru skammir því betri, og þegar ýmislegt er til greina tekið, er að Heimskringlu hefir verið vikið í sambandi við starf þeirra, færi ef til vill fult svo vel á að kalla það því nafni. Enda þótt höfundur kveði það árangurslaust fyrir ritstj. Heimskringlu, að segja nokk- uð um skoðanir séra Benja- míns eða Sambandskirkju prest- anna, efast hann um, að skoð- anir höfundar á þeim séu hóti rétthærri en skoðanir sjálfs hans. Að þeir séu gáfaðir og réttsýnir mannvinir, er áreið- anlegt. En að þeir aðhyllist. nokkrar pólitískar stefnur ann- ara, eins og þær koma af skepnunni, hvort sem það heitir sósíalismi eða annað, ef- umst vér um. Þeir eru of víð- sýnir og of frjálslyndir menn til þess, að binda föggur sínar annara hnútum, í því efni sem öðrum. Þeir trúa meira á mátt mannsandans en nokkrar “dog- mur". Og síður en svo virðist oss sú skoðun Jóhannesar læknis rétt, að hugsjónir forsætisráð- herra Canada séu gagnstæðar þessu, þ. e. séu ógagnlegar, óréttsýnar og ómannúðlegar. Oss virðast tilraunir hans að bæta úr hag landsmanna á þess um tímum bera vott um það, að hann sé eins mikill mann- vinur og verið liefir í hans stöðu áður. Að neita því, að hann hafi verið ósparari á að leggja fram fé landsins til að- stoðar bágstöddum einstakling- um, sveitum og fylkjum, en aðrir stjórnendur hafa verið, eða líkindi eru til að hefðu ver- ið, þó nú væru við völd, er svo mikil fjarstæða, að vér skiljum ekki, að nokkur sanngjarn mað ur léti sér koma það í hug. Samhliða því væri ekki úr vegi að minnast orða Kings, á síð- asta þingi stjórnaárs hans, er farið var fram á það af Mr. Bennett í þinginu, að veita fé úr landssjóði til styrktar at vinnulausum mönnum, í sam- vinnu við sveitir og fylki. Orð hans (Kings) voru þau, að slíkt væri fyllilega glæpsam legt! (sjá Hansard 1930, bls. 1296). Og á þessu þingi veittu Kingstjórninni atkvæðastuðn- ing sinn ýmsir þeir, sem að sjálfsögðu telja sig gáfaða og réttsýna mannvini og sósíal- ista. Jafnvel sósíalistarnir eiga stundum lítið annað sameigin- legt en nafnið. Höfundur heldur ennþá á- fram að krukka í íslenzka þjo&- rækni, fyrir það hve lítið henn- ar hafi gætt gegn listamönn- um. Séu ástæður höfundar fyr- ir þessu góðar og gildar, er Vestur-fslendingum vissara að fara að sjá að sér, því kæran á hendur þeim er borin fram í fullri alvöru, og með hæfilegri fyrirlitningu á skorti á listræni þeirra og andlegum vesal- mensku-skap. En vér höfum nokkra ástæðu til að spyrja í umboði hvaða listamanna höf- dur, haldi því fram, að Vestur- íslendingar eigi þunga sök á baki sér í þessu. Oss er alveg eins um geð, að taka skoðanir hans til greina um það, og lækninum er að taka skoðanir vorar til greina um séra Benja- mín. Hver er t. d. skoðun Björgvins Guðmundssonar á “íslenzkri þjóðrækni" hér vestra? Þá eru stæðhæfingar lækn- isins um stefnu Heimskringlu eigi síður broslegar en sumt annað, sem hann heldur fram. Vegna þess að aðrar skoðanir birtast í blaðinu, en skoðanir ritstjórans, segir hann að út- koma allra þeirra skoðana verði núll. Það tíðkast nú orðið við mörg betri og frjálsjýndari blöð og tímarit, að ritstjórar1 þeirra bjóða hverjum sem er DODDS 'f KIDNEY; PILLS A I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’® nýma pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kviila,. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. orðið og birta eigi síður skoð- anir svæsnustu andstæðinga sinna en annara. Þetta þykir bera vott um svo mikið skoð- ana- og ritfrelsi, að það mæl- ist mjög vel fyrir. Því neitar og engin að margt gott geti af því leitt, enda þótt, og ef til vill eigi síður fyrir það, að stundum er kapprætt o_g jafn- vel rifist um skoðanirnar. Á slík um umræðum er miklu meira að græða, en þegar mál eru rædd aðeins frá einni hlið. Heimskringla hefir líklegast aldrei synjað greinum rúms vegna skoðananna, sem haldið hefir verið fram í þeim, og fyr- ir skömmu hvatti hún lesendur sína til þess, að láta til sín heyra sem oftast. Það hefir hvarvetna fengið góðar undir- tektir. Og höfundur tók meira að segja vel í það í fyrstu. í stað þess er nú þessi stefna eflaust orðin að núlli í höfði hans, eins og það, sem hann á- lítur að bezt hafi verið skrifað, í Heimskringlu. J6N JÓNSSON FREEMAN. Æfiminning. Sunnudaginn 1. nóvember síðastliðinn andaðist öldungur- inn Jón Jónsson Freeman að heimili sínu í Blaine, W&sh. Um eftirtöld æfiatriði hans er að mestu farið eftir ritgerð frú Margrétar J. Benedictson í almanaki Ó. S. Thorgeirsson- ar, ár 1928. Jón Freeman er fæddur að Miðgerði í Mikla- garðssókn í Eyjafjarðarsýslu, 28. maí, ár 1843. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson og Kristín Jónsdóttir, er lengi bjuggu á nefndum bæ og seinna að Finnsstöðum í Grundarsókn. Ólst Jón upp hjá foreldrum sínum fram yfir fermingu, en var síðan hjá ýmsum. Meðal húsbænda hans má nefna séra Björn í Laufási, föður Þórhalls biskups, séra Daníel að Hrafna- gili, og Eínar f Nesi. Hallæris- árið mikla 1882 fluttist Jón vestur um haf, ásamt heitmey sinni Sigurlaugu, dóttur Þor- bergs Þorbergssonar og Kristín- ar Gísladóttur, er lengi bjuggu rausnarbúi að Sæunnarstöð- um í Vindhælishrepp í Húna- vatnssýslu. Giftust þau Jón og Sigurlaug í Winnipeg er þau komu vestur. Frá Winni- peg fluttust þau fljótlega og settust að í Argyle-bygð. Þar bjuggu þau fram tíl ársins 1903 er þau fluttust vestur að Kyrrahafi, keyptu 60 ekrur lands um 4 mílur suður af Blaine, og hafa búið þar æ sfðan. Þeim varð 9 bama auð- ið, er öll náðu fullorðinsaldri. Elsta barn Jóns er sonurinn Valdimar Johnson, búsettur f Blaine, er hann átti heima á íslandi. Móðir Valdimars hét Guðrún Halldórsdóttir, um eitt skeið að Hrafnagili. En börn Jóns og Sigurlaugar eru þessi: Kristín, elst, dáin. Jakobína, átti svenskan mann,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.