Heimskringla - 17.02.1932, Qupperneq 5
WINNIPEG 17. FEBR. 1932.
HEIMSK.RINGLÁ
5. SIÐA
Albin Olson; dáin.
Jóhanna, gift finskum manni,
F. W. Fossberg, Blaine.
Kristján, kvæntur Jakobínu Pét-
ursdóttur Finnson, Blaine.
Jóníba, átti ísl. mann, 'Jön
Johnson; dáin.
Lúðvík, kvæntur amerískri
konu, Bessy Allen, Blaine.
Karl, kvæntur am. konu, Pearl
Allen, frænku síðastnefndrar,
Blaine.
Elín Margrét, gift am. manni,
O. W. Fillhouer,
Þorbjörg Sigriður, gift am.
manni, H. R. Bogen.
Af 7 systkinum Jóns heitins
kunnum vér að nefna Karólínu,
konu Dr. Jóns heitins Þorkels-
sonar skjalavarðar, og Jóhönnu,
konu Halldórs Árnasonar í
Glenboro, Man. Hefði Jón lif-
að ári lengur hefðu sambúðarár
hans og Sigurlaugar orðið 50.
En það bera henni allir að hún
hafi ávalt reynst manni sínum
ágætur förunautur.--------
Að lýsa persónu Jóns heitins
svo rétt sem skyldi er naumast
á valdi manns, er ekki sá hann
fyr en hann var orðinn háald-
raður og kominn að fótum
fram. En af nokkrum samtöl-
um við hann, svo og af frá-
sögn gamalla granna hans,
gerum vér oss þessar hugmynd-
ir um öldunginn:
Hann var sérstæður persónu-
leiki, og ja'fnframt mjkið í
hann spunnið. Mannskapur ein-
kenndi hann til sálar og lík-
ama. Þróttur var í skapgerð
hans og fasi. Enda var hann
gæddur þeirri eftirsóknarverðu
guðsgáfu, sem er tilkomumikill
málrómur, og sterk og fögur
söngrödd. Svo fágætt sem
það var á hans æskutíð, leit-
aði Jiann sér að einhverju leyti
söngþekkingar, og var eftir-
sóttur forsöngvari við guðs-
þjónustur og gleðimót. Fyrir
því átti hann og öðrum al-
þýðumönnum fremur samleið
og vinskap við margt stór-
menni á Islandi, áður hann
hélt til Vesturheims, og má
þar einkum tilnefna fyrnefnda
húsbændur hans.
Jón var greindur maður,
hafði allgott vald á þrem tungu-
málum og las alla tíð mikið.
En lesturinn gerði hann þá ekki
að öllu sáttan við samtíð sína
og bar ýmislegt til. Hann var
forn í lund; víkingur að skaps-
munum; sjálfstæður í háttum
sínum, jafnvel á stundum harð-
lyndur um skör fram, hreint
ekki öllum að skapi né allra
vinur, heldur aðeins tryggur
vinur fárra. Menn með slíku
lundemi eiga yfirleitt örðugt
að taka þátt í almennum fé-
lagsmálum, þar sem ávalt þarf
mildi og tilhliðrunarsemi. Kirkju
maður vildi hann með engu
móti vera né heita. Verður
slíkt að vísu ekki tilfært sem
neitt ábærilegt séreinkenni á
vorri tíð. En ymurinn af öld-
unum, sem vér urðum varir
við í sál gamla mannsins, virt-
ist segja eitthvað á þessa leið:
Jón er fæddur á fyrri hluta
síðustu aldar. Fyrir hæfileika
sína til söngs og vits verður
hann á árum áður mjög sam-
rýmdur beztu félagsmenningu
sinnar tíðar, og þá efalaust
emlægur sonur sinnar lútersku
þjóðkirkju, svo og vinur og dá-
ari ýmsra atkvæðamanna er
hún þá átti. Miðaldra fer hann
til Vesturheims, rétt nm það
sem efnishyggjan og kirkju-
gagnrýnin er að ná tökum um
allan heim. Jón sér þegar að
gagnrýnin er á rökum bygð.
En sökum fastlyndis síns fell-
ur honum hin andlega bylting
illa, og á örðugt með að sjá,
að aftur sé bygt það, sem brot-
ið er niður. Hvorugur málstað-
urinn gat því átt hann að liðs-
manni. Of greindur fyrir hið
gamla! Of forn í lund fyrir hið
nýja!
Jón heitinn mun hafa verið
kapps- og eljumaður hinn mesti
meðan honum entist þrek. Og
þrekið var mikið og entist lengi.
Góða sjón hafði hann og las
mikið til hinstu stundar, og
var þó á 89. árinu, er kallið
kom. Bjó hann ávalt allgóðu
búi, þótt stór væri fjölskyldan;
var áreiðanlegur í orði og verki
og fús til að létta undir meö
grönnum sínum, ef bágindi bár-
ust þeim að höndum. Eru niðj-
ar hans orðnir fjölmargir —
yfirleitt mjög myndarlegt fólk,
og margt ágætlega sönggefið.
Jarðarförin fór fram mið-
vikudaginn 4. nóvember, frá
heimili hins látna, í ágætu
veðri, að viðstaddri eiginkonu
hans og börnum þeirra öllum,
sem á lífi eru, svo og mesta
fjölda bygðarmanna. Séra Fr.
A. Friðriksson jarðsöng. Séra
Clarence B. Seely, prestur Me-
þódista hér í bæ, vinur fjöl-
skyldunnar og margra íslend-
inga frá fyrstu dvalarárum
þeirra hér í bygð, flutti ræðu á
sinni tungu.
Er með Jóni Freeman kvadd-
ur þróttmikill persónuleiki; eigi
óaðfinnanlegur fremur en við
flestir hinir, en jafnframt um-
fram marga aðra gæddur ýms-
um frumkostum íslenzkra ætt-
arerfða..
Fr. A. Fr.
* * *
(Þessi æfiminningu eru Ak-
ureyrarblöðin vinsamlegast beð
in að flytja.)
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ
Einstöku menn hafa opinber-
lega sett sig á móti Þjóðræknis-
félagsskap okkar hér vestan
hafs, og farið ljótum og óþörf-
um orðum um þann félagsskap.
Er það hvorttveggja, að þeir
hafa engin skynsamleg rök fært
fyrir þeim sleggjudómi, enda
hefir það legið í augum uppi,
að það eru mennirnir, sem stað
ið hafa fyrir þeim félagsskap,
meira en málefnið sjálft, sem
þeir hafa beint skeytum sínum
að. Mér finst það undur eðli-
legt, að meiri hluti íslendinga
hérna megin hafsins vildi til-
heyra þeim félagsskap. En vilj-
ugan er hvern bezt að kjósa.
Hins vegar er það auðséð, að
efnahagur félagsins er mest
undir því kominn, að sem flest-
ir áhugaríkir menn tilheyri því.
En hvað er þó það, sem veldur
áhugaleysinu? Efast íslending-
ar sjálfir um það, að íslend-
ingseðlið sé gott og miði til
gildisauka canadisku heildar-
þjóðinni? Eða halda menn, að
áhrifin verði þau sömu, þó að
ekkert ’sé aðhafst, ekkert mint
á þjóðrækni, engin íslenzka
kend unglingum, sem ekki eiga
kost á því í heimahúsum, og
ekkert tímarit gefið út?
Hvernig lítur svo þessi hugs-
unarháttur út, samanborið við
öll önnur félagsmál þjóðarinn-
ar?
Það minkar og tæmist alt
sem af er tekið. Við missum ár-
lega menn, sem voru sann-
þjóðræknir, og með þeim hætti
veikist okkar afl til áhrifa út
á við, og við því verður ekki
gert. En svo höfum við ennþá
fjölda marga þjóðræknjsvlni;
en þeirra áhrifaafl er líka ár-
lega að eyðast, af því það nýt
ur ekki lifandi strauma frá upp-
sprettunni. Og við vitum, að
þroskinn er ómögulegur, ef nær
ingin er engin. Það þurfa að
vera einlæg og öflug sístarf-
andi samtök með Austur- og
Vestur-íslendingum, til þess að
íslendingseðlið njóti sín full-
komlega. Það er ekki nóg að
standa föstum fótum á því
þroskastígi, sem íslendingar
voru staddir á, þegar við flutt-
um burtu fyrir mörgum árum
síðan. Við þurfum að gerþekkja
hvað hæfileikar þeirra þýða,
þegar á er reynt, hvað árlegri
afkomu líður, andlega og verk-
lega. Við eigum ekki að tefla
neinar svikamyllur, og ekki of-
metnast af neinu hrósi, en
gleðjast af niðurstöðum sann-
leikans í öllum efnum. Við verð
um að vera gagnkunugir öll-
um hreyfingum heima og sam-
lífir þeim eins og þátttakendur
— vegna íslenzka þroskans í
sjálfum okkur. Það er að hug-
ur og hjarta beri ávalt heima-
landsmótið, eins og eðlið legg-
ur til; það fer okkur altaf bezt.
Þá erum við bezt klæddir, eft-
irtektarverðastir og áhrifarík-
astir.
En þetta alt er önnur hliðin.
Hin hliðin eru myndirnar, sem
við gefum heimaþjóðinni ís-
lenzku, af farsælustu viðburð-
unum í okkar heimsálfu. Þess
vegna má Tímaritið aldrei vera
alt að heiman, heldur að jöfnu
héðan og þaðan. Þjóðræknis-
tímaritið ætti að koma út tvisv-
ar á ári. Það er prýðilegt rit og
þroskaskilyrði, næring og lífæð
okkar þjóðræknkisfélagi. ■ Allir
íslendingar hér ættu að vera í
Þjóðræknisfélaginu, með lOc,
25c, 50c eða dollar, eftir eigin
vild og getu. Það er fallegt að
viðurkenna og tilheyra þeim
félagsskap, og það er ungling-
unum fyrirmynd, sönnun þess
að við eldri mennimir vorum
sannfærðir um gildi þjóðernis
okkar. Það eru harðir tímar.
en engan munar um 25 cent
einu sinni á ári innan í bréf til
forseta Þjóðræknisfélagsins. —
Ekkert aðhald nauðsynlegt, —
hvergi þarf að skrifa nafnið sitt.
Viljuglega bezt að kjósa. Það
eru kæru endurminningarnar
um landið og þjóðina, sem eru
að láta sig í ljós með litlu þátt-
tokunni. 1600 fullorðnir íslend-
ingar leggja til 400 dollara, þó
enginn sendi meira en 25 cent.
Þjóðræknisfélagið okkar gæti
verið fullkomnasti og falleg-
asti bautasteinn látinna og lif-
andi vina á ættjörðinni. — Ef
skilningsríkustu menn dást að
hæfileikum okkar, gerum þá alt
til þess að úrkynjast ekki. Ef
okkur þykir stjórn Þjóðræknis-
félagsins órétt og öfug á ein-
hvern hátt, bendum þá á það
með skýrum rökum og hóg-
værð, en hiklaust.
Mozart 11. febr. 1932.
Fr, Guðmundsson.
an til Grand Forks árið 1893.
Þar dó Jón maður Margrétar í
aprflmánuði árið 1927. Sumar-
ið 1929 flutti Margrét frá Grand
Forks til Canada, og var eftir
það til heimilis hjá dóttur sinni
Emilíu, sem þá var gift G. J.
Ólafssyni.
Börn þeirra Jóns og Margrét-
ar voru 6. Af þeim dóu 2 á
barnsaldri, og 2 á þrítugsaldri.
En tvær dætur eru á lífi: Mar-
grét, ógift og á nú heima í
Winnipeg, og Emilía, sem áður
er nefnd. Systkini Margrétar
voru 10 að tölu, tvö eldri en
hún; hin öll yngri, og af þeim
eru aðeins þrjú á lífi: Berglaug
í Glenboro; Sigfús, í Edmon-
ton, og Sófonnías, að Garðar.
Margrét var fríð kona og
myndarleg, glaðlynd, greiðug og
hjálpfús við alla bágstadda, og
að öllu hin bezta kona.
Blessuð sé hennar minning.
Vinur.
staðar og engar skemdir höfðu
orðið. Ætla menn helzt að vá-
bresturnn hafi stafað af því,
að loftstein nhafi fallið til jarð-
ar og sprungið með þessum
ógurlega gný.
Mbl.
♦ * *
Vinnudeilur I Svíþjóð.
Verkamenn í járniðnaðinum
hafa hafnað tillögum sátta-
semjara til að leiða til lykta
deilumál þeirra og atvinnurek-
enda. Félag atvinnurekenda hef
ir lýst yfir verkbanni í ölum
verksmiðjum innan sambands
þeirra. Nær verkbannið til 93,-
000 manna. Verkbanninu er
lýst yfir frá og með 24. jan..
Til Klemens Jónssonar.
MINNINGARORÐ.
Fimtudaginn 19. nóvember
1931 andaðist ekkjan Margrét
Guðmundsdóttir Johnson, eftir
mánaðar sjúkdómslegu, að
heimili dóttur sinnar og tengda
sonar, stuttu fyrir norðan bæ-
inn Glenboro, Man.
Hún var fædd að Flögu í
Þistilfirði í Norður-Þingeyjar-
sýslu í ágústmánuði árið 1852.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Jónsson Sigurðssonar
frá Syðralóni á Langanesi, og
kona hans, Guðrún Jónsdóttir.
Ólafssonar, ættuð úr Eyjafirði.
Guðmundur bjó á Flögu, en
síðar bjó hann á Syðralóni á
Langanesi, og síðast og lengst
í Sköruvík í sömu sveit, og við
þann bæ var hann eftir það
kendur.
Margrét ólst upp hjá foreldr-
um sínum til 16 ára aldurs.
Fór þá í vistir til annara um
nokkur ár, þar á meðal til Vig-
fúsar Sigurðssonar, sem þá var
prestur í Sauðanesi, og Sigurð-
ar bónda Jónssonar í Kumbla-
vík á Langanesi; og sumarið
1875, þá er Margrét var 23 ára,
að aldri, gekk hún að eiga Jón
son Sigurðar í Kumblavík. —
Næstu þrjú árin voru þau til
Þessar vísur orti eg, þegar
herra Klemens Jónsson sagði
af sér forsetastöðu lúterska
safnaðarins í Selkirk. Þess skal
geta, að kirkja safnaðarins var
á sama tíma skuldlaus. Þannig
skildi hann við það viðfangs-
mikla starf.
Við söknum þín, vinur, þú sagð-
ir af þér,
en sigurinn hlauztu hinn bjarta.
Hver fyllir skarð þitt, og hvar
stöndum vér,
ef kærleikann vantar í hjarta?
Eg býst við þinn líki ei birtist
oss hér,
bölsýnir megum því kvarta.
Þá gæfunni hallar, oss glað-
lyndið þver,
grúfir að náttmyrkrið svarta.
Þitt starfsvið var mikið, og
stórfelt um leið;
þú stjórnaðir söfnuði heilum.
Þolgóður varst þú í þrautum
og neyð,
þróttstór með kjarki óveilum.
Forsvari margra hér fyrrum þú
vast,
fátæka studdir í raunum.
Fjölhæfa þekkingu af fjöldan-
um barst.
Frægðina hlýturðu að launum.
Margrét J. Sigurðsson.
HVAÐANÆFA.
Einkenilegur atburður í
Þrændalögum.
Á jólanóttina varð einkenni-
legur atburður í Þrændalögum
í Noregi. — Skömmu eftir að
menn voru farnir að sofa, heyrð
ist gríðar mikill vábrestur, svo
að hvert mannsbarn í fjórum
sveitum hrökk upp með and-
fælum og héldu margir að
dómsdagur væri kominn, en
flestir héldu að húsin væru að
hrynja yfir sig. Sumir segjast
hafa séð bregða fyrir bláleitu
leiftri, svo björtu, að glóbjaVt
varð inni í húsunum.
Um þrumu gat ekki verið
að ræða, því að loft var heið-
skírt, enda var þessi brestur
miklu meiri heldur en nokku^
þurma, sem menn hafa heyrt.
Menn urðu mjög óttaslegnir, og
það jók á óttann, að allar raf-
leiðslur höfðu bilað samtímis
og bresturinn varð, svo að
hvergi var hægt að kveikja.
Dagin neftir var farið að
rannsaka, hvernig mundi hafa
staðið á vábresti þessum. Eng-
in sprenging hafði orðið neins
“Kungsholm”, hið nýja mótorskip Sænsku Ameríkulínunnar, er
fer i skemtiferð til Xslands og annara Norðurlanda næsta sumar.
Amazing Plastic Leather
SnveM Kvery Famlly
Mmiy DolInrN
A blessinK in / Wf : /T
hard times—no /
hammer, nails k..-
or pegs requir- * V
ed. Koonomy >
l’lnsfh- I.eniher—spreads
like butter on bread, ?—
hardens overnight, giv-
ing a water-proof, flex-
ible sole, adding months
of wear at small cost. Also
rebuilds heels, repairs rub-
bers, auto tops, tires, etc. Only
one nl*e. prlee per tln del. $1.00.
ItesoleM shorN in low bm IOc.
Order illrect.
ECONOMY SALES o o
176A llarkrt St., WlnmtpeK Man.
Dealers and agents wanted
ínnköliunarmenn Heimskringlu:
I CANADA:
Arnes .................................. F. Finnbogason
Amaranth ........................... J. B. Halldórsson
Antler.....................................Magnús Tait
Árborg.................................G. O. Einarsson
Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville ............................ Björn Þórðarson
Belmont .................................. G. J. Oleson
Bredenbury ............................. H. O. Loptsson
Brown............................. Thorst. J. Gíslason
Calgary............................. Grímur S. Grímsson
Churchbridge.........................Magnús Hinriksson
Cypress River......................................Páll Anderson
Dafoe, Sask............................. S. S. Anderson
Ebor Station............................Ásm. Johnson
Elfros.............................J. H. Goodmundsson
Eriksdale .............................. ólafur Hallsson
Foam .Lake...............................John Janusson
Gimli.................................... B. B. ólson
Geysir.............................................Tlm. Böðvarsson
Glenboro.................................G. J. Oleson
Hayland...............................Sig. B. Helgason
Hecla.................................Jóhann K. Johnson
Hnausa....................... . . .. Gestur S. Vídal
Hove.................................. Andrés Skagfeld
Húsavfk............................................John Kernested
Innisfail ......................... Hannes J. Húnfjörð
Kandahar .............................. S. S. Anderson
Keewatin................................Sam Magnússon
Kristnes.................................Rósm. Árnason
Langruth, Man...................................... B. Eyjólfsson
Leslie.............................................Th. Guðmundsson
Lundar ................................. Sig. Jónsson
Markerville ....................... Hannes J. Húnfjörð
Mozart, Sask............................ Jens Elíasson
Oak Point..............................Andrés Skagfeld
Otto, Man.................................Björn Hördal
Piney...................................S. S. Anderson
Poplar Park.......................................Sig. Sigurðsson
Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík .... ........................... Árni Pálsson
Riverton ............................ Björn Hjörleifsson
Silver Bay ........................... ólafur Hallsson
Selkirk........................ .. Jón Ólafsson
Siglunes...............................GuBm. Jónsson
Steep Rock ............................... Fred Snædal
Stony Hill, Man........................... Björn Hördal
Swan Rlver........................... Halldór Egilsson
Tantallon................................Guðm. ólafsson
Thornhill..........................Thorst. J. Gfslason
Víðir...................................Aug. Einarsson
Vogar...................................Guðm. Jónsson
Vancouver, B. C..................... Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis..........................August Johnson
Winnipeg Beach.........................John Kernested
Wynyard................................F. Kristjánsson
I BANDARÍKJUNUM:
Akra ..................................Jón K. Einarsson
Bantry................................. E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...................... John W. Johnson
Blaine, Wash....................................... K. Goodman
Cavalier ........................... Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg............................Hannes Björnsson
Garðar................................S. M. BreiðfjörB
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson.................................Jón K. Einarsson
Ivanhoe..................................G. A. Dalmahn
Milton...................................F. G. Vatnsd&l
Minneota .. • • .. .. .. .. .. .. ., .. G. A. Dalmann
Mountain............................Hannes Björnsson
Pembina............................Þorbjörn Bjarnarson
Point Roberts ......................... Ingvar Goodman
Seattle, Wash........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold .............................. Jón k. Einarsson
............................... E. J. Breiðfjörð
The Viking Press, Limited
Winnipeg, Manitoba