Heimskringla - 27.07.1932, Blaðsíða 3
I
WINNIPEG 27. júlí 1932.
HEIMSKRINGLA
3 BLAÐSlÐA
Sigurdsson, Thorvaldson ltd.
GENERAL MERCHANTS
ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED
ROYALITE COAL OIL, PREMIER CASOLINE
TRACTOR AND LUBRICATING OILS
ARBORG
Phone 1
RIVERTON
Phone 1
HNAUSA
Phone 61, Ring 14
MANITOBA — CANADA
Phone 22 Phone 25 237
HOTEL CORONA
20 Hoomii Wlth Bnth
Hot and Cold Water in Every
Room. — $1.50 per day and up.
Monthly and Weekly Rates
on Request
Cor. Main & Notre Dame East
WINNIPEG, CANADA
eftir því hversu mikils hún
neytir af því, sem hún gæti
verið án. Brezki stjórnmála-
maðurinn Winston Ohurchill
hefir sagt, að sem ríkisféhirðii
gæti hann vel sætt sig við mínk
andi tekjur af áfengissölu. Eng-
inn sérstakur skattur, heldur
velmegun þjóðarinnar yfirleitt,
er undirstaðan undir tekjum
ríkisins.
Allir menn eyða fé, ef þeir
hafa það handa á milli, bæði
fyrir nauðsynlega hluti og ó-
nauðsynlega. Hagur einstakl-
ingsins stendur því betur sem
hann eyðir minna fyrir ónauð-
synlega hluti. Nú er sumri
eyðslu þannig farið, að hún ó-
hjákvæmilega getur af sér nýja
eyðslu. Sá maður, sem kaúpir
hús t. d. verður að kaupa hús-
gögn; sá, sem kaupir bækur,
kaupir bókaskápa o. s. frv. Með
öðrum orðum: eyðsla fyrir viss-
an vaming, bæði nauðsynlegan
og ónauðslnlegan, eykur eftir
spurn efir öðrum varningi og
greiðir fyrir framleiðslu hans.
Eyðslg fjár fyrir áfengi miðar i
ekki til þess að auka framleiðslu I
á neinu öðru. Sá sem kaupir j
áfengi neytir þess um leið og j
honn kaupir það, og eyðir svo
ekki meiru í sambandi við það
fyr en hann kaupir áfengi aftur.
Þar sem iðnaðarframleiðsla er
í vexti, er sú eyðsla á fé, sem
leiðir af sér meiri eyðslu, mjög
þýðingarmikil frá hagfræðislegu
sjónarmiði, jafnvel þótt sumt af
henni sé gagnslaust frá sjónar-
miði einstaklingsins.
Vinnutap og slys af vöidum j
áfengisnautnar eru mikilsverð
atriði hagfræðislega talaö.
Vinnutap, sem orsakast af á-
fengisnautn á Bretlandi t. d. i
er mjög mikið. Náttúrlega erj
það skaði bæði fyrir vinnuveit- |
endur og verkamenn. Fyrir'
verkamanninn er tapið tvöfalt,
vegna þess, að hann tapar
kaupi, þegar hann getur ekki |
unnið af því að hann er drukk-
inn eða hefir nýlega verið
drukkinn, og borgar fyrir á-
fengið. Verksmiðjueigendur eru
yfirleitt hlyntir bindindi, sökum
þess, að það gerir verkamenn
þeirra hæfari til vinnu og eykur
iðnaðarframleiðsluna án aukins
kostnaðar fyrir þá. Slys era
tíðari meðal þeirra, sem áfengis
neyta heldur en bindindismanna
á Þýzkalandi hefir reynst, eftir
því sem skýrslur sýna, að slys
eru yfirleitt þrefalt fleiri af vöid
um áfengisneytenda en af völd-
um annara. Slys eru kostnað-
arsöm, svo að hagfræðislega
skoðað er það mikill gróði að
þau séu eins fágæt og unt er.
Áfengisnautn manna, sem vinna
við störf, sem krefjast stöðugr-
ar eftirtektar, svo sem vélstjóra
á járnbrautarlestum, bílstjóra
og yfirleitt allra, sem fara með
vélar, er svo hættuleg, að venju-
lega er lagt blátt bann við, að
slíkir menn séu undir áhrifum
áfengis við vinnu. Henry Ford
hefir látið þá skoðun í ljós, að
áfengisnautn verði að hverfa
fyrir auknu vélastarfi, því að
það sé alveg nauðsynlegt, að
allir, sem með vélar fara, séu
ekki aðeins algáðir við vinnu
sína heldur stöðugt.
Hversu mikinn skaða áfengis-
nautnin gerir í iðnaði, er auð-
vitað ómögulegt að segja meö
vissu. Nafnkendur brezkur hag
fræðingur, Sir Joshua Stamp
gizkar á að hún minki starfs-
daginn (efficiency) um hér um
bil tíu af hundraði. Og Hoover
forseti Bandaríkjanna sagði
1925 að tíu af hundraði af aukn
ing framieiðslunnar í Banda-
ríkjunum væru banniögunum
að þakka. Prófessor Irving
Fisher, nafnkendur félagsfræð-
ingur í Bandaríkjunum, þakkar
þó aðeins fimm af hundraði af
aukinni velmegun bannlögun-
um; en þá eru þó ekki taldir
bættir hagsmunir þeirra sem
hafa hætt að drekka.
Að öllu þessu athuguðu er þá
ljóst, að frá hagfræðisiegu sjón-
armiði er áfengisnautnin skað-
leg, en að skyndileg stöðvun
hennar hefir í för með sér
nokkra truflun, atvinnumissi í
mili og óhjákvæmilega breyt-
ingu í skattalögum.
IV.
Bannlögin í Bandaríkjunum.
Það liggur í augum uppi að
beinasta leiðin til að losna við
áfengisbölið er algert bann á
tilbúningi og sölu áfengsins lil
drykkja. Sé það rétt, að á-
fengið, jafnvel þó að þess sé
neytt í miklu hófi, veiki líkam-
ann og sé hættulegt heilsu
manna um leið og það er orsök
í því, að hegðum margra, sem
neyta þess, er hættuleg fyrir
mannfélagið, þá vitanlega er
æskilegast að losna við það al-
veg. Og á þeim grundvelli, sem
er bæði félagsfræðilegur og sið-
ferðilegur hafa tilraunir verið
gerðar í ýmsum löndum með
innfiutnings og sölubann.
í Bandaríkjunum, þar sem nú
stendur mestur styr um bann-
lögin, er hugmyndin gömul.
Fyrstu íbúar nýlendanna tóku
eftir því, að áfengisnautn hafði
afarill áhrif á Indíána, og þess
vegna voru snemma reistar
skorður við því að þeim væri
selt áfengi. Margir af frum-
byggjendum nýlendanna voru
aldir upp við hinar ströngu
siðgæðishugmyndir púrítananna
á Engiandi, og voru þess vegna
í rauninni mótfallnir öllu nautna
lífi, en um leið mjög hlyntir
rétti einstaklingsns til að hegða
sér eins og samvizka hans leyfði
honum. Árið 1637 var strang-
lega bannað í Massachusetts
nýlendunni að selja Indíánum
sterkt áfengi, og sömuleiðis í
New Amsterdam (New York),
en þar var bannið látið ná til
maltdrykkju líka. Svipuð lög
voru sett víðar um nýlendurnar
og í Georgíu var tilraun gerð
til þess að útiloka sterkt áfengi
með aðflutningsbanni frá 1733
til 1742.
Tvær kirkjudeildir, Meþódist-
ar og Kvekarar lögleiddu um
þetta leyti áfengisbann meðal
meðlima sinna. Wesley bræð-
urnir komu því ihn í reglugerð
Meþódista-kirkjunnar árið 1743,
að meðilmum hennar var bann-
að að neyta áfengis nema á
brýnustu nauðsyn, og sömu-
leiðis að verzla með það.
Nokkru seinna, 1762, samþyktu
Kvekararnir að banna neyzlu
sterks áfengis. Árið 1777 kom
dr. Rush, frægur læknir í Phila
delphia því til leiðar, að kon-
gressinn mælti með því að þing
ríkjanna “settu ströng lög til
þess tafarlaust að afnema þann
illa sið, að búa til áfengi úr
korntegundum, sem mun að lík-
indum hafa hinar verstu afleið-
ingar í för með sér, sé ekki
skjótlega komið í veg fyrir
hann.” Og nokkru síðar báðu
læknafélög í New York og Phila
delphia kongressinn um að
hefta áfengisnautnina með há
um tolli á áfengi.
Það var þó ekki fyr en um
miðja nítjándu öldina sem bann-
lagahreyfingin í Bandaríkjunum
komst verulega á rekspöl. Rík-
ið Maine setti fyrst bannlög
1846, sem voru endurbætt árið
1851, og á næstu árum fylgdu
nokkur önnur ríki dæmi þess.
Um og eftir þrælastríðið kom
all mikill afturkippur í hreyf-
inguna, en um 1880 jókst henni
aftur fylgi og voru þá bannlög
sett í nokkrum ríkjum. Undir
aldamótin voru samt ekki nema
fá ríki undir bannlögum, og þó
fækkaði þeim eftir það, svo að
1906 voru ekki nema þrjú orð-
in eftir. Síðan fjölgaði þeim
aftur og 1918 voru þau orðin
níu, og helmingur þjóðarinnar
Iifði þá undir bannlögum ann-
aðhvort ríkju eða héraða. Lög-
unum var venjulega slælega
framfylgt og innflutningur á-
fengis í bannríkin átt sér sífelt
stað. í sumum suðurríkjunum
fékk bannið mikinn stuðning,
og hefir enn, vegna þess að
negrarnir þar voru gefnir fyrir
hættulegar samdrykkjur, þótt
þeir séu annars tiltakanlega
hneigðir til áfengisnautnar. Um
þetta leyti náði bannið yfir svo
stóran hluta af landinu að einn
fjórði hluti allra, sem bjuggu
þar sem áfengissala var lögleg,
átti heima í sex borgum, og
helmingur áfengissölustaðanna
var í fjórtán borgum. Þetta
skýrir, hvers vegna mótspyrnan
gegn bannlögunum er nú svæsn
ust í nokkrum stórborgum, ein-
kanlega í austurhluta landsins.
Þegar Bandaríkin fóru í stríðið
voru ríkin, sem höfðu vínsölu-
bann í stjórnarskrám sínum orð
in 11 og 10 höfðu bannlög (ekki
sem stjórnarskrárákvæði) og
fimm voru í þann veginn að
verða bannríki.
Þátttakan í stríðinu flýtti fyr-
ir því að allsherjar vínsölubann
var sett í stjórnarskrá ríkis-
heildarinnar. Það gekk í gildi
sem viðauki við stjómar-
skrána, sá 18, sem gerður hefir
verið síðan stjórnarskráin var
samin. Lögin banna tilbúning,
sölu, innflutning, útflutning
og flutning milli ríkja á öllum
áfengum drykkjum. Neyzla á-
fengis er ekki brot á lögunum.
Með venjulegu lagaákvæði, sem
ekki er í stjórnarskrárviðaukan
um er ákveðið, að hver sá
drykkur sé áfengur, sem hefir
meira en einn hálfan hundraðs-
hluta af alkohol. G. Á.
' Frh.
GRfMSEY.
Eftir Guðmund Friðjónsson.
hún stympast við, á steyptum
grunni
stendur föst.
Og það er gáta þeim er naumast
þola él,
hvað Eyjan stendur af sér hafs-
ins
aðsúg vel.
* * *
Það á sig veit, er útá líður
undirsær:
að borgaherinn byr í seglin
bláu fær.
Því njósn með straumi neðan-
sjávar
norðan berst,
og áð’r en varir uppi og niðri
í odda skerst.
starir
Á bölverk þenna Bjargey
bruna glæst,
og af sér þegir ákalsið,
unz árbót fæst.
Það björgin Eyjar blákalt votta
og bráðfeit mold:
að bein er hún af beinum Fróns,
þess holdi hold.
Er glóbjart norðrið gerir sér
við Grímsey dátt:
Þeir stara á hana, er stórhug
kenna,
en standa lágt.
Sem loftkastali, í logni er hún
úr landi að sjá,
er sumardísir svala í verki
sinni þrá.
í faðm sér tekur himinn hana,
er hilling gefst
og sævarblámi sólarljósi
saman vefst.
Á háborg þessa hýru auga
horfa má,
er heldur í skefjum hafi ’og
vindum
heiði blá.
Og upprisa er út frá þarna
auga birt,
er endurfæðist Eyjan, bláum
Ægi girt.
í háu bjargi hreiðurfuglar
hafa látt,
er guðsþjónustu í Grímsey
fremur
glóbjört nátt.
Og hugur þeirra, er heyra og
skynja,
að himni snýst.
Sjá altaristöflu: Eyjarbjargið
óttu lýst.
FRÁ AÐALFUNDI
EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
Tekjuhalli síðastliðins árs hefir
numið rúmlega 57 þúsundum
króna.
fslendingar! Munið Eimskip.
Af gróðurmold og grasailm
er Grímsey rík,
og silfri og gulli — er sólin skín
í Súlubrík.
Og Eyjan sama og áður fyrri
ávöxt ber:
á fiski og eggjum fullvel getur
fóðrað her.
Hún lifir sjálfstæð, landi þó að
lúti mót.
t röst, sem nálgast ríki Dumbs,
hún rekur fót.*)
Þar blása í lúður byljir fyr en
brestur á.
Um undirspilið Unnur sér
við Eyjar tá.
Þótt brotni á Enni í byljaupp
reisn
bylgjuköst,
*) Fótur heitir nyrzti oddinn.
þér sem
noíitf
TIMBUR
KA UPIÐ
AF
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 35C
Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA
aður á reikningnum kr. 276,535.
62. Árið 1930 var reksturhagn-
aður félagsins áður en afskrifan
ir fóru fram kr. 24.365.74, en
þá hafði verið yfirfært frá fyrra
ári kr. 28.469.17, svo raunveru-
legt tap á rekstri félagsins var
á árinu 1930 kr. 4,103.43 fyrir
utan afskriftir. Rekstursútkom-
an fyrir árið 1931 hefir því orð-
ið töluvert betri en á árinu 1930.
Stafar þetta að mestu leyti af
auknum flutningum með skip-
um félagsins árið sem leið, sér-!
lækkað um 12$% vegna hinna
erfiðu tíma, og vegna hinnar
sérstaklega erfiðu afkomu fé-
lagsins. Um sama leyti var
byrjað á samningum við stjórn
Sjómannafélags Reykjavíkur
sem umboðsmann háseta og
kyndara á skipum félagsins,
vegna þess að samningar fé-
lagsins við þá runnu út 31. mara
þ. á. Stjórn Sjómannafélagsins
gerði ekki að eins að neita að
lækka kaup háseta og kyndara
að nokkru leyti hvað þá heldur
staklega útflutningi. í sam-jkom þar að auki fram með óskir
bandi við þetta má einnig geta j um breytingar á samningum
þess, að millilandaferðum skip- i þeirra við félagið, sem að ýmsu
anna fjölgaði urn 13$ ferð síðastl leyti fóru í þá átt að auka út-
liðið ár (“Dettifoss” ekki talinn! gjöld félagsins. Stjórn Eim-
með) og hefir það vitanlega átt| skipafélagsins reyndi að sýna
sinn þátt í betri afkomu félags I stjórn Sjómannafélagsins fram
ins fyrir þetta ár. — j á það, að ef hún héldi fast við
’ þessa afstöðu sína, þá yrði það
Siglingar skipanna.
Eftirfarandi tafla sýnir hvað
skipin hafa farið margar milli-
landaferðir tvö undanfarin ár: i mönnum félagsins yfir höfuð,
1930 1931 Íen það varð alt árangurslajust.
til að stór spilla fyirrgreindri við
leitni félagsins til þess að fá
12$% kauplækkun hjá starfs-
“Gullfoss'’ .
“Goðafoss’’
“Brúarfoss’’
“Lagarfoss”
“Selfoss” .
“Dettifoss”
10 ferðir 12 ferðir;Þegar svo samningur háseta og
10 —
10 —
8 —
. 9$ —
2 —
11
11
8
9
12
Alls 49$ ferð 63 ferðir
Aðalfundur Eimskipafélags ís
lands var haldinn í gær í Kaup-
þingssalnum. Fundarstjóri var
kjörinn Jóhannes Jóhannesson
fyrv. bæjarfógeti og ritari
Tómas Jónsson lögfræðingur.
Formaður félagsstjórnarinnar
Eggert Claessen hrm., skýrði
frá rekstri félagsins síðastliðið
ár. Studdist frásögn hans við
prentaða skýrslu um það efni,
sem útbýtt var meðal fundar-
manna. Verða hér birtir kafl-
ar úr skýrslu þessari. —
Rekstursútkoman talsvert
betri árið 1931 en 1930.
Eins og reikningur félagsins
fyrir síðastliðið ár ber með sér,
hefir orðið tekjuhalli á árinu,
sem nemur kr. 57,309.13, og
hefir félagsstjórnin ákveðið að
færa þessa upphæð út varasjóði
félagsins. Þegar tekjuhalli er
t^linn þetta, er búið að færa til
útgjalda á reksturreikningi fé-
lagsins kr. 333,844.75, sem fé-
lagsstjórnin ákvað að verja til
frádráttar á bókuðu eignarverði.
Áður en þessar afskrifanir voru
færðar til útgjalda á reksturs-
reikningnum var reksturhagn-
Siglingum skipanna hefir árið
sem leið verið hagað líkt og
undanfarið.
Eigandaskifti hlutabréfa.
Eigandaskifti hlutabréfa frá
aðalfundi 1931 til þessa dags
hafa verið sem hér segir:
Tala hlutabréfa, er orðið hafa
eigendaskifti að: 149 fyrir kr.
14,800. Framseljendur hafa
verið alls 68, en viðtakendur
51. Hvort að hér er um ræða
sölu á hlutabréfum eða arftöku
er ekki hægt að segja með
neinni vissu, en þó mun mest-
megnis vera um arftöku að
ræða.
Efnahagur félagsins.
Eins og sjá má af reikningi
félagsins fyrir 1931, nema eign-
ir þess með því eignarverði, sem
bókfært er, kr. 4,136.234.42, og
skuldir að meðtöldu hlutafé
nema sömu upphæð. Skuldir
félagsins aðrar en hlutafé nema
kr. 2,455,484.42 og hafa þannig
lækkað um 70 þús. kr. á árinu.
Eignir hafa einnig lækkað á ár-
inu sem nernur 127 þús. kr., og
hafa þær þannig lækkað um-
fram skuldir, sem nemur 57 þús.
kr. og er það upphæð sú sem til
var í varasjóði um áramótin
1930 og 1931, og sem nú hefir
verið afskrifuð fyrir reksturs-
tapi síðastliðins árs.
Kaupdeilur. Árangurslaus
málaleitun um kauplækkun.
Stjórn Eimskips skýrir frá
óbilgirni og frekju Verkamála-
ráðs Islands í sambandi við
kaupdeilur á Hvammstanga og
Blönduósi, sem voru Eimskip
algerlega óviðkomandi. Engu að
síður voru skip félagsins sett í
“bann”, sem kunnugt er; þessar
deilur eru landsmönnum svo
kunnar, að óþarft er að rekja
hér.
Þá skýrir stjórn félagsins frá
tilraun, sem gerð var til að fá
lækkað kaup allra fastra starfs
manna. Um það segir svo í
skýrslunni:
Hinn 11. mars þ. á. skrifaði
stjórn Eimskipafélagsins öllum
starfsmönnum félagsins á sjó
og landi viðvíkjandi því, að
kaup allra starfsmanna yrði
kyndara rann út 31. mars, þá
skýrði stjórn Eimskipafélagsins
stjórn Sjómannafélagsins frá
því, að hún sæi sér ekki fært
að gera að svo stöddu bindandi
samninga fyrir ákveðinn tíma
við háseta og kyndara, með-
fram með tililti til áframhald-
andi tilrauna til kauplækkunar
hjá starfsmönnum félagsins yfir
höfuð, en bauð hins vegar að
borgá fyrst um sinn hásetum
og kyndurum sama kaup og
verið hafði. Hefði þá aðstaðan
orðið svipuð hjá Eimskipafélag-
inu eins og nú er, að því er
snertir botnvörpungana, þar
sem að hásetar og kyndarar eru
lögskráðir áframhaldandi með
sama kaupi og þeir höfðu áður,
en án þess að samningar hafi
verið gerðir við Sjómannafélag-
ið; en stjórn Sjómannafélagsins
krafðist þess áframhaldandi, að
Eimskipfélagið gerði samninga
og tók þess vegna í því efni
harðvítugri afstöðu gagnvart
Eimskipafélaginu heldur en
gagnvart botnvörpungafélögun-
um. —
Þegar nú stjórn Eimskipafé-
lagsins hélt við sitt, þá hélt
stjórn Sjómannafélagsins mál-
inu svo til streitu, að 4. apríl þ.
á. gerðu hásetar og kyndarar á
“Goðafossi” og “Selfoss”, sem
þá lágu í Reykjavík, verkfall*
og jafnframt lögðu hafnarverka
mennirnir niður vinnu við skip-
in, svo uppskipun og framskip-
un stöðvaðist sama dag.
Með því nú að stjórn Eim-
skipafélagsins taldi sig ekki
geta haldið út í baráttu á þessu
sviði eins og þá stóðu sakir, og
“Goðafoss” var nærri því full-
lestaður af vörum og átti að
fara af stað sama dag, þá sá
stjórn Eimskipafélagsins sig
knúða til þess að framlengja
samninga við háseta og kynd-
ara, sem giltu frá 31. mars,
þannig, að samningarnir standi
óbreyttir þangað til annar hvor
aðilja segir þeim upp með
þriggja mánaða fyrirvara, en
uppsögn bundin við 1. apríl árs
hvers.
Kauplækkuninni fekkst held-
ur ekki framgengt hjá öðrum
starfsmönnum félagsins, þar
sem sumir þeirra héldu fast við
kaupsamninga er gilda til næstu
áramóta og 1. apríl næsta ár,
og aðrir settu það skilyrði að
kaup lækkaði jafnt hjá öllum
starfsmönnum félagsins. Félags-
stjórnin sá sér því ekki fært að
lækka kaup annara starfs-
Frh. & 7. bls.
\