Heimskringla - 24.08.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 24. ÁGÚST 1932.
ITretmskrmgia
(Stofnuð 18S6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG 24. ÁGÚST 1932.
HARÐFISKUR
Fyrir skömmu birtist grein í þessu
blaði með ofanskráðri fyrirsögn. Var
hún tekin upp úr Alþýðublaðinu heima,
og var áminning til íslenzkra kaupmanna
um að hætta ekki að verzla með hertan
fisk. Þótti greinarhöfundi það í meira
lagi undarlegt, að hertur þorskur skyldi
ekki fást í verzlunum í Reykjavík og
Hafnarfirði, sem þó fylgdust svo vel með
framförunum að birgar væru ávalt af
laxi frá Alaska, túnfiski frá Californíu,
sardínum frá Noregi, álum frá Danmörku
og kröbbum austan úr Japan. Þetta er
að vísu undarlegt, en þannig fer oft með
viðsklftin, þegar þau leika lausum hala,
og eftirlit er ekki haft á því, að þau séu
landinu í hag, ekki síður en kaupmannin-
um. Fríverzlunar-berserkir hér vestra,
gætu þarfa lexíu af þessu lært.
En samt var það nú ekki þetta, sem
kom oss til að minnast á grein þessa. Það
hefir á síðustu tímum verið að brjótast
um í hugum ýmsra Vestur-lslendinga,
hvað þeir gætu gert til þess, að hrinda
af stað einhverjum viðskiftum milli ís-
lands og Canada. Það dylst ekki, að við-
skiftasamband, í hvað smáum stíl sem
væri í fyrstu, gæti orðið tengiþráður
nokkur milli Austur- og Vestur íslend-
inga. Og þessi hugsjón virtist að nýju
fá byr í seglin, er Hudson sflóasjóleiðin
var opnuð til vöruflutninga milli Evrópu
og þessa lands.
En menn spyrja oft vandræðalega,
hvað ísland ætti að selja þessu landi.
Því virðist fljótsvarað. Það er harðfiskur,
hertur þoskur, og eitthvað af reyktum
riklingi og ef til vill laxi, ef ísland getur
framleitt nægilegt af honum með tíð og
tíma til útflutnings.
Þorskveiðin er ein af stærstu fram-
leiðslu-greinum íslands. Að þurka þorsk-*
inn er eflaust ein af ódýrustu aðferðun-
um til að gera hann að útflutnings vöru.
Hann geymist endalaust. Þolir líklega
betur hita og kulda en nokkur önnur
óniðursoðin matvara. Og frá íslandi beint
til Churchill, er ekki meira en 5 daga
ferð á togurum. Burðargjaldið getur þvi
ekki verið afskaplegt. Það yrði ekkert
tiltakanlegt meira en til annara landa frá
íslandi.
En er þá nokkur sala fyrir harðfisk
hér? í svip líklegast ekki nema hjá ls-
lendingum og Skandinövum. En hjá þeim
er sala.n viss. Og þeir eru ekki svo fáir
alls. Vér teljum víst, að slík heimili yrðu
ekki til lengdar án hert þorsks, ef fáan-
legur væri. Vér höfum séð Enskinn hér að
vísu geifla á harðfisk, er íslenkar eða
norskar búðir hafa stundum selt, eins og
lömb,'er þau koma fyrst á hey, og hann
virðist ekki hafa'haft mikla hugmynd um,
að hann hafi verið að leggja sér góða
fæðu til murins. En væri hann fræddur
um alla kosti þessarar fæðu, trúum vér
ekki, að ókleift reyndist að kenna hon-
um átið. Og það er það sem Vestur-ls-
lendingar þyrftu að gera.
Það væru engin smáræðis viðskifti sem
úr þessu gætu orðið, er það væri byrjað.
Héðan mundu skipin aftur fara hlaðin
hveiti, helzt ómöluðu, og íslendingar
heima koma sér upp milnu til að mala
það sjálfir. Það gæti orðið þeim atvinnu-
vegur ofur lítill 'í kaupbætir.
Eru nú Vestur-íslendingar ekki þess
megnugir, að færast þetta í fang, að því
leyti er með þarf hérna megin hafs? Vér
ætlum þeim, sem verzlunar-fróðir eru,
að svara því, eða leggja eitthvað til þessa
máls.
*
Það er ekki laust við að það sé stork-
unarlegt til þess að vita, að hér skuli
vera 35 til 40 þúsund íslendingar, og til
merkis um viðskifta samband þeirra, að
bókum undanskildum, við Austur-íslend-
inga, skuli eftir öll þau ár, sem þeir eru
búnir að vera hér, ekki vera annað en
50 til 100 króna virði af hákalli árlega.
Fæðu gildi hert þorsks, ætti að ryðja
honum hér braut til markaðar, ef að því
væri unnið að kynna það. Hertur þorsk-
ur má heita mata beztur. Hann er yfir-
leitt ríkur af næringar-efnum þeim, er
líkaminn þarfnast mest með. í honum
er og auk annars óvenju mikið af málm-
söltum, er þeir kostir fylgja, að þau
þroska heilan og taugakerfið eigi síður
en aðra hluta líkamans. En það hefir
fiskfæða yfirleitt fram yfir aðrar fæðu-
tegundir. Til dæmis er þar að nefna joð
efnið. — Þeim til fróðleiks og skemtunar,
sem ekki hafa lesið mikið um þýðingu
þess í fæðunni skal hér bent á, hvernig
dr. Björg C. Þorláksson farast orð um
það í Manneldisfræði sinni, bók, sem
ætti að vera á hverju íslenzku heimi, en
sem því miður er það ekki. Orð hennar
eru þessi:
“Það er alment viðurkent, að joð lík-
amans hafi hin mestu áhrif á heila-
þroska og gáfur. Er þá auðsætt að mat-
væli þau og næringarefni, sem auðug eru
af joði, muni vera langtum heillavæn-
legri til gáfnaþroska á unglingum og
börnum, og til viðhalds á andlegu starfs-
þreki hjá fulltíða mönnum, heldur en þau
matvælin, sem fátæk eru að þessu merka
og mæta efni.
Nú vifl svo vel til, að þorskurinn okkar
hefir þann mikla kost til að bera, auk
annara gæða, að vera svo þrungin af
joði, að einungis ein tegund sjávardýra,
og næringar efna, fer fram úr honum,
af þeim sem alment eru til fæðis notað-
ar hér á landi (íslandi), og á Norður-
löndum. Og þessi eina skepna er laxinn.
Er undir það hálft annað milligram af
joöi í hverju kílógrammi af nýjum laxi,
(>g aðeins vitund minna í þorski. 1 kjöti
öllu þar á móti, er sama sem ekkert af
joði. Enda er sjón sögn ríkari, að þær
þióðir verða yfirleitt gáfaðri, sem lifa
meira á góðum fiski en kjöti og það þó
um nýtt kjöt sé ávalt að ræða. Harð-
fiskur er öllum öðrum mat betri til and-
legs þroska. Og ætti að nota hann á
hverju einasta heimili í landinu. Hann
er auðmeltur af því að eggjahvítu-efnin
eru ekki harðhlaupin vegna suðu, og
hann er joðmikill, ef um þorsk er að
ræða.”
U m þorskalýsi og þorskalifur er hið
sama að segja. Manneldi íslendinga var
því ekki eins mikil skrælinga fæða —
þó ýmsir virðist halda það, meðan þeir
neyttu þessarar fæðu í drýgra mæli, en
þeir nú gera.
Þrátt fyrir þetta sem síðast hefir verið
minst á og er sannleikur, gleymir engin
því, að það kemur fleira til greina, en að
eta fisk, er um það er að ræða, að auka
alin við hæð sína gáfnafarslega! En það
sem gera þyrfti, er að fræða hérlent fólk
um það hvernig manneldi yfirleitt hertur
þorskur er. Væri það gert af góðri greind
og þekkingu, væri mjög ólíklegt, að hér
yrði ekki brátt mikill markaður fyrir
hann, ótakmarkaður liggur oss við að
segja. Hér hafa menn það daglega fyrir
augum sér, að byrjað er að auglýsa
nýjar vörur sem innan skamms eru
orðnar feikna útbreiddar, þó lítið eða
ekkert hafi til síns ágætis.
SÓLMYRKVI
Verði heiðskýrt veður milli klukkan
tólf og eitt að deginum næstkomandi
miðvikudag, munu Winnipegbúar sjá þau
teikn á himni, að rönd af tunglinu byrji
að færast fyrir nokkurn hluta sólar.
Verður það greinilegast um kl. 1.30 e. h.
en stendur yfir fram undir klukkan 3 e. h.
Munur birtu verður hér enginn, en á 100
mílna breiðu svæði í Quebec fylki verður
myrkt og innan þess svæðis verða bæ-
irnir Montreal og Sherbrooke og hluti af
Nýja Englands ríkjunum sunnan landa-
mæranna. Er sagt að í 101 sekúndu
byrgist alveg fyrir sól og almyrkt verði
sem á kol-dimmri nóttu.
Til þess að gera rannsóknir meðan á
þessu stendur, flykkjast hingað nú vísinda
menn frá flestum löndum heims.. Óttin,
sem fyrrum átti sér stað við sólmyrkva
er nú horfinn. Hafa vísindafélögin dreift
sér til og frá um svæðið til þess að rann-
sóknin verði sem fullkomnust.
Búast má við að heyra ýmsa segja —
já, en hvern fjandan ætli þeir geri gott
með því.
Því verður ekki svarað hér. Aðallega
er það hvíti hringurinn, sem út undan
rönd tunglsins sézt er myrkvar eru, og
sem nefndur er “corona’’, sem rannsaka
á. Víð eina slíka rannsókn fanst t. d.
svo vér munum eftir, helium efnið, þetta
gasefni, sem er léttara en loft, í sólinni,
og sem varð til þess, að það var fundið
hér á jörðu.
Yfirborð sólar eins og það sézt í þess-
um hring, virðist ávalt vera ærið rann-
sóknarefni vísindamönnunum. Og lit-
sjáin og myndavélin, sem svo margt hafa
í Ijós leitt áður bæði um efni og útlit
sólar og annað, er auga manns með sín-
um beztu sjónaukum, hefði aldrei séð,
eiga ef til vill þama eftir að birta ein-
hvern áður óþektan raunvemleika.
Oft hefir með þekkingunni á að reikna
út sólmyrkva, verið hægt, að sanna og
leiðrétta tímatal, eða ártal viðburða, er
sagan getur um og tengdir hafa verið við
sólmyrkva. Og svo er nákvæmnin nú
orðin í þeim efnum, að búið kvað vera að
reikna út alla sólmyrkva, er verða á
næstu 200 árum, upp á sekúndu, eins og
hitt, hvar þeir verða sýnilegir á jörðunni.
En það sem þó er ennþá undrunar-
verðara er hitt, að fyrsti maðurinn, sem
sagði fyrir um sólmyrkva, var grískur
spekingur, Thales að nafni, uppi á sjöttu
öld f. K. Enda varð hann víðfrægur fyr-
ir. Að öðru leyti, mun ekki með ná-
kvæmni hafa verið gengið til verks í
þessu fyr en við byrjun raunvísinda-tíma-
bilsins.
DEILA ÍRA OG BRETA
Deilan milli de Valera eða fríríkisins
írska og Breta út af jarðaskattinum, er
ekki enn til lykta leidd. Fórust de Valera
nýlega orð um þennan skatt á þessa
leið:
“Eg hefi sagt það og eg ætla mér að
standa við það, að við greiðum ekki Bret-
um þetta skattfé, fyr en þeir sanna, að
þeir eigi nokkurt tilkall til þess. Það er
mín stefna í því máli. Skatturinn frá
1923 og 1928 verður ekki goldin án þessa.
Við höfum féð geymt á sérstökum
reikningi í þjóðbankanum. Hver sem vill
hafa fyrir að gá að því, getur séð að
það er þar. Og það verður þar, unz aö
óvilhöll nefnd verður skipuð til þess að
rannsaka hverjum það ber. Féð er þar á
öruggum stað, því landið sjálft er á bak
við það. v
Þetta stafar ekki af neinum sérstökum
óvildarhug til Englands. Eg mundi gera
hið sama, hvaða land sem í höggi ætti.
Ef nokkur þjóð í heiminum hefði sýnt
oss annað eins ráðríki og Bretar hafa
gert á liðnum árum, hefðum við fyrir
löngu krafist réttar vors.
Að því er jarðaskattinn snertir, sagði
de Valera, að stjóm fríríkisins víki ekki
frá kröfu þeirri er lögð hefði verið fram
á fundi er hún hefði átt með forsætisráð-
herra Ramsay MacDonald og Rt. Hon.
H. J. Thomas og sem þeir hafa nú fallist
á. En það er að óvilhöll nefnd verði
skipuð til þess að gera algerlega út um
málið, nefnd, sem báðir aðilar koma sér
fyllilega saman um að fela það á hendur.’’
Það virðist samkvæmt þessu eitthvað
öðru vísi liggja í þessu máli, en til þessa
hefir verið látið uppi. Það hefir ávalt
verið gefið í skyn), að skattur þessi væri
ekki annað en greiðsla á gömlu láni. Ef
svo væri, mundi de Valera tæplega vera
svona öruggur um sigur og hann virðist.
Saga hans mun óálitleg''ef skoðað er ofan
í kjölinn.
Að öðru leyti virðist þetta mál ekki
hafa aftrað íram neitt frá þátttöku í
málum á Ottawa-fundinum. Og Canada
hefir nú þegar gert sömu samninga við
fríríkið írska og við nýlendurnar innan
Bretaveldisins.
í bréfi frá’>einum vini “Hkr”, er á það
minst, að fréttir sem teknar séu úr ís-
lenzkú blöðunum heima, séu sumum
lesendum blaðanna torskildar, ef um mál
og vog er að ræða, og hann álítur það
kost mikinn, ef blöðin segðu um leið og
þau flytja slíkar fréttir frá gildi talanna
í metramálinu í hérlendri vog og máli.
Þetta -væri óneitanlega kostur. En vegna
þess að metramálið er nú orðin íslenzk
vog og mál, þyrftu helzt allir að nema
það. í fréttum sem teknar eru óum-
skrifaðar úr blöðum að heíman, myndi
þetta iðulega gleymast.
Bezta ráðið væri að fá töflur í eitt
skifti fyrir öll yfir gildi metramálsins og
máls og vogar þessa lands. Og sú tafla
er til á íslenzku í kveri er Baugabrot
heitir og gefið var út fyrir nokkrum árum
af Stefáni Einarssyni. Kver þetta fæst
á skrifstofu Heimskringlu og kostar 25c.
Það hefir og ýmsan annan nauðsynlegan
fróðleik að geyma, og bezta lausnin á
þessu máli væri að ná sér í þetta kver.
FRIÐARMÁL OG FLÓNSKA
Frá því skýrði “Heimskring-
la’* — og fleiri blöð — fyrir
skömmu, að þegar fundurinn í
Geneva um afvopnuarmálið
hófst á síðastl. vori, gerði Lit-
uinoff fulltrúi Rússlands þá til-
lögu að allar þjóðir heimsins
legðu viðstöðulaust niður allan
vopnabúnað til hernaðar. Til-
lögunni svaraði Madariaga full-
trúi Spánar, með ófyndinni
“dæmisögu”, sem þó orsakaöi
það að fulltrúa hópurinn brast í
hlátur (!). Tillagan var ekki
rædd, en borin undir atkvæði.
Fylgi hennar var lítið, aðeins
Rússinn og Tyrkinn.
Hér virðist ýmsum sem léttúð
og yfirskin á meðferð opinberra
mála, hafi náð hámarki, og þvi
átakanlegra, sem málið er al-
vöruþrungnara í eðli sínu. Verð-
ur ekki hjá því komist að minn-
ast orða Lloyd George er hann
lét falla fyrir ári síðan, er líkt
stóð á, að svo gæti farið í fram-
tíðinni að þjóðirnar hlægju ekki
að Rússum.
Önnur mikilsverðari frétt hef-
ir borist út um heiminn nýlega.
Það er fundarboðunin í Geneva
28. júlí síðastl. Til þess fundar
boðuðu ýmsir frægir menn (og
einnig konur) svo sem Albert
Einstein, Henri Borbusse. Up-
ton Sinclair, Romain Rolland o.
fl. Fundurinn var boðaður til
þess að ræða og skipuleggja víð
tæk samtök mót ófriðaranda og
styrjaldar hættu, með sérstöku
tilliti til ófriðar ástandsins í
Austur Asíu og yfirvofandi
hættu, að Japanir séu að her-
væðast til árásar á Sovjetsam-
bandið. Fundarboðendur sendu
áskorun út um heim, til félaga
og einstaklinga til liðstyrks frið
arhugsjóninni. Má nú vænta
þess að ekki verði erindi það
sem hér um ræðir, haft að
skopi. Að minsta kosti ætti að
mega vænta þess, að kirkjan,
um víða veröld, er telur sig
starfa í nafni leiðtogans frá
Nazaret, bregðist vel við málinu,
og leitist við að verða við slíkri
kröfu sem Haig herforingi
Breta gerði til hennar er hann
sagði: “It is the duty of the
Church to make my work im-
possible”, og hrindi af sér því
ámæli: Að hún sé þögul iim ó-
friðarhættu í friðartímum. Að
hún sé liðsöfnunarstöð á ófrið-
artímum, og að loknum ófriði
festi hún upp nöfn fallinna fé-
laga til að sýna hve miklu hún
fórnaði fyrir stríðið.
Oss var kent á ófriðarárunum
að hin ægilega styrjöld “væri
stríð til að enda stríð,” og
bjarga menningunni. Margir
létu blekkjast og trúðu því. Nú
standa þjóðirnar augliti til aug-
litis við sömu hættuna og fyr,
og fulltrúar þeirra á friðarráð-
stefnu henda skopi að tillögu,
er felur í sér einu leiðina til að
enda stríð og koma í veg fyrir
þær margvíslegu hörmungar
sem af þeim leiðir. \ opna
framleiðslunni hefir ekki lint,
heldur að henni unnið í fer-
legri stíl en áður, með reynslu
síðasta ófriðar að undirstöðu
fyrir fullkomnari útbúnaði til
eyðingar mönnum og menn-
ingu.
Vonir miljóna karþi og
kvenna munu vaka yfir og
vefjast um auðnu þeirrar hug-
sjónar, sem stefnir friðarmál-
um þjóðanna í trygga höfn. og
sem nú hefir fengið aukna
orku, fyrir atbeina ágætustu
manná. Og sá tími kann að
vera framundan,.að Albert Ein-
stein ferðist í annað sinn um
Bandaríki Ameríku, og verði
þá látinn í friði af þeim, er
áður vildu hefta för hans þar í
landi fyrir að vera berorður
málsvari friðarins.
17_8—’32
Ásgeir 1. Blöndahl.
FRÁ TENGCHOW
Mikil breyting hefir orðið á
hugsunarhætti almeninngs í
Kína síðan stjórnarbyltingar ár-
ið 1911. Skólamentunin nýja og
stjórnmálin hafa mjög farið í
bága við fræði Konfúsíusar, sem
virðist hafa erfikenningar al-
þjóðar síðan 500 áruni fyrir
Krists burð, Þetta kemur í ljós
á margan hátt. T. d. hefir hof-
unum víðast hvar verið breytt í
skóla eða stjórnarbyggingar, en
skurðgoðin mulin í sundur. Af-
staða æðri manna og lægri til
kristindómsins, er gjörbreytt.
hleypidómarnir gömlu eru að
miklu leyti horfnir, en ótal leit-
andi sálir sækja á fund boðber-
anna kristnu. Á þessum miklu
alvörutímum, er sjálfstæði
þjóðarinnar virðist vera í veði,
hafa kærulausir menn og létt-
úðugri vaknað og orðið algáðir,
og eru nú loksins móttækilegir
fyrir boðskapinn um Guðs ríki.
Og margir af leiðtogum þjóðar-
innar eru kristinnar trúar. Er
nú ef til vill sú fylling tímans
komin, sem ótal vottar Krists
hafa þráð og skygnst eftir í
yfir hundrað ár?
Það er óhætt að segja um
þá erfiðleika, sem kínversk al-
þýða hefir átt við að búa þessa
síðustu tíma, að ekki er ein bár-
an stök. Síðan í fyrra sumar
hafa fregnir borist héðan út um
allan heim um flóð, styrjaldir
og hungursneyð.
Hungursneyð er að þessu
sinni á tiltölulega litlu svæði,
sem betur fer, aðallega hér í
Tengchow og umhverfinu.
Síðan 1. apríl hafa kristni-
boðarnir gengist fyrir matgjöf-
um, bæði hér í bænum og í
Laohokow; alls njóta þess nú
um þúsund manns. Lengi drógst
að kínversk yfirvöld létu þessi
vandræði almennings til sín
taka, en nú sjá þau um 8 þús-
undum manna fyrir einni mál-
tíð daglega. Miklu fleiri munu
þeir þó vera, sem eru á verð-
gangi hingað og þangað um hér
aðið á stöðum, sem betur hefir
árað. Hægt væri að rekja feril-
inn: Börkurinn er fleginn af
trjánum meðfram veginum.
Margir hafa dáið og týnst úr
hópunum þegar að því kemur
að þeir hverfa heim aftur í byrj-
un hveitiuppskerunnar, fyrstu
dagana í júnímánuði.
Þegar þetta er skrifað eru um
600 manns í mötuneyti okkar.
Nú má enginn halda að alt þetta
fólk sitji kringum dúkuð borð,
með hnífa og gaffla í höndun-
um. Við höldum til í stórum
hofgarði skamt frá kristniboðs-
stöðinni. Fólkið situr á hækjum
sér í löngum, tvöföldum röðum,
og snýr bökum saman. Matinn
berum við svo til þess í fötum
og ausum upp í skálarnar. En á
meðan standa stundum mörg
hundruð manns fyrir utan hlið-
ið í þvögu; sumir grátbiðja um
mat, aðrir hafa í hótunum við
okkur, en enginn fær áheyrn;
eg læt sem eg ansi þeim engu,
en stundum finst mér að þessi
neyðaróp muni fylgja mér alla
æfi héðan af.
Kínverjar láta sér ekki alt
fyrir brjósti brenna og eru yfir-
leitt ekki sérlega hörundssárir,
en þó sé eg að flestir kippa sér
upp við að líta inn til þessara
nauðstöddu landa sinna. Við
höfum gert okkur far um að
liðsinna einkanlega gamalmenn
um og aumingjum, sem aðfram-
komnir eru af hungri og veik-
indum. Hér sér maður á einum
stað 60 manns, sem eru hver
öðrum sóðalegri til fara, flestir
með kýli og kláða, horaðir og
örmagna af meltingarsjúkdóm-
um og hitaveiki. 58 manns dóu
þarna á þrem vikum.
Kristinboðsvinum mun vera
kunnugt að í ráði hefir verið,
að Kínasambandið norska byrj-
aði trúboðsstarf norður í Man-
sjúríu. Tvær kenslukonur og
fjórir vígðir kristniboðar verða
sendir þangað í lok þessa mán-
aðar. Kristniboði ykkar hefir
fengið lausn frá starfi sínu hér