Heimskringla - 24.08.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 24. ÁGÚST 1932.
Á HÁSKA TÍMUM
Saga frá uppreisninni á Indlandi.
Eftir
GEORGE A. HENTY
iBathurst var alveg sannfærður um að
Isabel væri á lífi, og þó hafði hann ekki minstu
ástæðu til að ímynda sér það. Fyrsta skot-
hríðin gat eins vel hafa orðið henni að bana
eins og svo fjölda mörgum öðrum, en hann
neitaði gersamlega að hugsa á þá leið. Lýsing
Wilsons á því, er hann hafði heyrt, meðan
hann sjálfur lá meðvitundarlaus, var helzta, ef
ekki eina, átyllan. Wilson hafði heyrt kvenmenn
hljóða, og úr því annar báturinn var þá sokk-
inn, var ekki um nema þrjá kvenmenn að
ræða, Isabel, Mrs. Hunter og dóttur hennar.
Bathurst var sannfærður um að engin þeirra
hefði hljóðað, og sízt Isabel, ef þeim sjálfum
hefði verið sýnt bana tilræði. Þær sátu líka
allar saman, svo að hefði fallbyssuskot orðið
einni þeirra að bana, hefði það að líkum banað
báðum hinum í senn. Nei, þær hljóðuðu upp
af angist, er þær horfðu á Hindúana myrða
sjúklingana, er í bátnum voru. Honum virtist
alt benda til, að Isabel væri á lífi og auk þess
fanst honum að hann mundi hafa fengið ein-
hverja vitneskju um, ef það væri ekki. “Ef
þessi töframaður getur komið mér í óljósan
skilning um eitt og annað úr fjarlægð, því
skyldi eg þá ekki hafa fengið vitneskju af því,
ef Isabel væri dáin’’? Þetta alt staðfesti hann
í þeirri trú, að hún væri lifandi enn.
Eitt var þó enn, sem staðfesti hann í þeirri
trú ef til vill betur, en nokkuð annað, en það
var “framtíðar-myndin”, sem hann sá á töfra-
sýningunni. “Alt annað, sem hann sýndi, er
komið fram,’’ hugsaði hann. “Hví skyldi þá
ekki sú mynd einnig reynast rétt?’’ Wilson
talaði um doktorinn eins og væri hann dáinn.
Eg trúi því ekki, — annars reynist myndin
fölsk. Hví skyldi mér hafa verið sýnd sú
mynd, ef hún á ekki að reynast rétt mynd af
því, sem fram á að koma? Það sem mér virt-
ist gersamlega ómögulegt, — að eg stæði mitt
í óvinaþröng og berðist eins og fullhugi, — er
þegar fram komið. Því þá ekki þetta? En svo
er þetta alt hjátrú, sem eg hefði hlegið að fyrir
sex mánuðum síðan, en nú held eg dauðahaldi
um þá hjátrú, og byggi á henni mína einu von.
Hvað um það? Eg bíð hér samt, ef þörf gerist,
allan daginn á morgun.’’
En þó hann ásetti sér nú að bíða þarna
sem næst sólarhring, ef á yrfti að halda, þá
var hann æði óþolinmóður. Hann gekk um
skóginn aftur og fram, hægt og gætilega, en
viðstöðulaust, og gægðist með köflum út yfir
fljótið og tautaði fyrir munni sér. Hann lang-
aði til, umfram alt, að taka strax til starfa,
enda þótt það starf yrði hans bani. Honum
var sama um það, en langaði þó innilega til að
Isabel fengi vitneskju og að hann hefði látið
lífið við tilraunir til að bjarga henni.
Sólin kom nú upp fyrir sjóndeildahringinn,
og sá hann þá bændalýðinn ganga til vinnu á
ökrunum, og þá heyrði hann og lúðraþyt frá
Cawnpore. Að lyktum, — eftir það sem hon-
um virtist óendanlega langur tími, en var í raun
réttri aðeins klukkustund eftir sólaruppkomu
— sá hann mann koma eftir fljótsbakkanum.
Þegar maðurinn nálgaðist þróttist Bathurst
þar þekkja töframanninn, en þá var hann samt
í sama búningi og þegar Bathurst sá
hann í fyrsta sinn. Bathurst varð fyrst full-
viss að þetta var Rujub þegar hann sá hann
ganga frá fljótsbakkanum og stefna beint til
sín inni í skóginum.
“Þakkir sé þeim heilögu, að þú komst
undan, Sahib!’’ sagði Rujub, er hann kom svo
nærri að Bathurst mætti heyra til hans. “Eg
átti í miklu sálarstríði í gærkvöldi. Eg var
með þér í anda og sá bátana nálgast fyrir
sátið. Eg sá þig stökkva útbyrðis og synda til
lands. Eg sá þig standa upp og falla aftur og
eg hljóðaði upp yfir mig. Eg hélt þú værir
dáinn, en svo sá eg þig rísa upp og detta aftur
og að lyktum sá eg vini þína koma fram og
draga þig inn í skóginn. Eg hafði gætur á
þér og sá að þú raknaðir við, og að þið genguð
hingað og þá gerði eg þér skiljanlegt að þú
skyldir bíða hér þangað til eg kæmi. Eg kom
með dularbúning handa þér, því eg vissi ekki
að þú hefðir hann með þér. En fyrst af öllu
skaltu nú setjast niður og láta mig reyna að
græða sár þitt og binda um það á ný. Eg hefi
með mér alt sem til þess þarf.’’
“Þú ert sannur vinur, Rujub. Eg ber líka
það traust til þín, að þú hjálpir mér. Veiztu
hversvegna eg varð hér eftir, en fór ekki áfram
með hinum?’’
“Já, sahib, það veit eg. Eg veit eins vel
hvað er í huga þér, þegar þú ert fjarverandi,
eins og þq/ þú værir rétt hjá mér,’’ svaraði
Rujub.
“Getur þú gert það sama við hvorn sem
er?’’ spurði þá Bathurst.
“Nei, Sahib, það get eg ekki. Það þarf að
vera eitthvað sameiginlegt, — einhver trygða-
vináttubönd, opinber eða leynileg, sem á
RobKM
FI/ÖUR
ÞETTA MJÖL EYKUR STARFSÞRÓTTINN
OG BYGGIR BPP LÍKAMANN.
►(>-^^»-(l-^^»-((-^«»<>-«
K1M»()4H»I)«M'()<
einhvern hulinn hátt tengja hug minn og hug
þess eða þeirra, sem eg vil eða ætla mér að
skilja. Ef ekkert er sameiginlegt með mér og
honum, eða þeim, sé eg ekki neitt. Þgar þú
forðum reiddir dóttur mína fyrir framan þig
eftir að hafa bjargað lífi hennar, og þegar eg
þá gekk við hlið ykkar, þá fann eg að þessi
leyni-bönd voru fundin, okkar á milli, og að
þau mundu aldrei slitna. En til tryggingar
þeim böndum var nauðsynlegt að þú bærir
traust til mín og í þeim tilgangi að kveikja það
traust sýndi eg þér margt það, sem eg sýni
mjög sjaldan, og sannaði á þann hátt, að eg
þekti töfraöfl, sem þú varst ekki kunnur. En
þegar kemur til að sjá hvað í annara huga býr,
þá er dóttir mín mér miklu fremri þar. Það
var hún sem fylgdi ykkur eftir í gærkveldi.
Eg sat hjá henni, hélt um hönd hennar og á
þann hátt gat eg einnig fylgt með og séð hvað
gerðist.’’
“Veiztu um alt sem gerðist í gærkvöldi,
Rujub?’’ Bathurst hafði verið að velta þessari
spurningu fyrir sér, en kynokaði sér við að
framsetja hana fyrri.
“Eg veit það eitt, Sahib, að það létu allir
lífið, að undanteknum þremur konum, er kom-
ið var með til borgarinnar rétt þegar sól var
að renna upp. Ein þeirra var frúin, sem þú
stóðst fyrir aftan um kvöidið þegar eg sýndi
töfralistir mínar í Deennugghur, — frúin sama
sem þú ert að hugsa um. Hinar þekki eg ekki.
Önnur þeira var við aldur, en hin var ungl-
ingur.’’
Þessi frétt var svo mikil gleði frétt, að
Bathurst snéri sér um stund frá Rujub og gat
engu orði upp komið. “Sást þú þær, Rujub?’’
spurði hann, er hann hafði náð sér.
“Já, Sahib, þær voru fluttar á fall-byssu
kerru.’’
“Hvernig báru þær sig, Rujub?’’
“Sú aldraða var róleg, en sorgfull og eg
held hún hafi ekki einusinni heyrt ópin og
köllin í skrílnum umhverfis þær. Hún hafði
unglingsstúlkuna í örmum sér, er virtist vera
máttvana og utan við sig af sorg og hræðslu.
Frúin þín sat teinrétt. Hún var náföl og mjög
breytt orðin frá því, er eg sá hana seinast, en
hún bar höfuðið hátt og leit með fyririitningu
á þrælalýðinn, sem æpti og steytti hnefana
framan í þær.’’
“Og þeir hafa látið þær til hins kvenfólks-
ins, sem nú er í fangelsi hjá þeim?’’
Rujub hikaði við en svaraði svo: “Þeir létu
hinar þangað, en fóru með hana til Bithoor.’’
Það var eins og hnífi hefði verið stungið
í Bathurst, og réði hann sér naumast fyrir
viðbjóð og reiði. “Til Rajahins!’’ sagði hann.
“Til níðingsins þess! Komdu! Við skulum
flýta okkur, en ekki henglast hér.’’
“Við getum ekkert gert sem stendur,’’
svaraði Rujub. “Áður en eg gekk af stað hing-
að sendi eg Röbdu til Bithoor. Hún þekkir
marga þar og fréttir hvað stendur til og færir
okkur svo fréttirnar. Sjáifur þori eg ekki að
láta sjá mig þar. Rajahinn er fjúkandi vondur
af því eg fylgdi ekki Sepoyjum að málum, en
fylti flokk þeirra, er sömdu við ykkur. En úr
því nú alt hefir gengið eftir óskum hans, þá
heimsæki eg hann nú bráðum, en í svipinn er
heppilegra að það sé dóttir mín, sem þar er á
vaðbergi, enda þurfti eg að koma hingað til
þín. En nu er fyrst fyrir að skifta um búning.
Þú ert of stór og sterkur til að sleppa í þessum
leiguliða búningi sem þú ert í. Búningurinn
sem eg kom með hæfir betur. Hann er eins
og búningur slarkaranna í Cawnpore. Síðar
getum við fengið nýtt gerfi eftir vild og þörf.
Það er vandræðalaust að komast heim að Bit
hoor-kastalanum, því þar er nú alt á tjá pg
tundri, og menn fara og koma að vild, en það
verður helzt ómögulegt fyrir þig að komast
þangað sem frú þín er eða verður. Kunnugur
eins og eg er þar, treysti eg mér ekki að fá
aðgang þar. í því efni hljótum við að treysta
dóttur minni.”
Bathurst lét sér segjast, og flýtti sér að
klæða sig í fötin, sem Rujub færði honum og
varð hann vígalegur, er hann var albúinn, með
sverð og tvo lag-hnífa í sliðrum á beltinu, og
að auki tvær stórar pístólur.
“Hörund þitt er ekki nógu dökt, Sahib,”
sagði þá Rujub. “Hér er litur, sem eg hafði
með mér, en fyrst þarf að gera við sár þitt og
binda svo um, að ekki sjáist niður undan höf-
uð-dúknum.”
Bathurst hlaut að hlýða, þó honum væri
órótt. Eftir að hafa bundið sárið klipti Rujub
það af hárinu, sem vildi standa niður undan
höfuð-dúknum, og svo litaði hann hörundið,
auga brýrnar, augna hárin og efrivarar-skegg-
ið. Að þessu búnu sagði hann honum óhætt
hvarvetna, og svo gengu þeir tafarlaust af stað
til Cawnpore og fóru yfir fljótið í ferjunni. Svo
gengu þeir eftir borgarstræfunum þangað til
þeir komu á lítið afvikið stræti í “Hindúa-
bænum,’’ eins og ákveðinn hluti borgarinnar
er nefndur. “Hér á eg heima sem stendur,”
sagði Rujub, er hann gekk heim að húsi, tók
lykil úr vasa sínum og lauk upp dyrunum. Und-
ireins og þeir voru komnir inn, hurðinn fallin
að stöfum, kallaði Rujub hátt og gekk fram
öldruð kona. “Er maturinn til? ” spurði hann
og kvað hún svo vera.
“Það er gott,” sagði hann
þá. “Seg Rhuman að setja
hestinn fyrir kerruna.” Að
svo mæltu gengu þeir inn í
laglega búið herbergi þar
sem matur beið á borði.
“Borðaðu, Sahib,” sagði
hann, “þú ert matarþurfi og
þú þarft á kröftum þínum að
halda.’’
Bathurst varð feginn að
setjast niður, því hann fann
til þess á göngunni, að hon-
um hafði blætt að mun, og
sálar angist hans dróg og úr
mætti hans. Hann fór að
borða, en hafði litla lyst í
fyrstu, en sem jókst furðulega, er næringin fór
að hressa hann. Rujub hafði líka látið flösku
af ágætu víni á borðið og hresti það Bathurst
ef til vill mest og skerpti lystina. Þegar Bath-
urst hafði borðað kom Rujub inn aftur og var
nú í búningi eins og þeim, er hann hafði verið í
þegar Bathurst sá hann seinast í Deennuggur.
“Eg er nú eins og nýr maður, Rujub, og
fær í hvað sem vera vill!” sagði Bathurst
“Þá er kerran líka ferðbúin,” svaraði
Rujnb. “Eg er búinn að borða. Við borðum
ekki kjötmat, en lifum eingöngu á jarðargróða
og ávöxtum. Kjötmeti deyfir sálarsjónina, og
er því nauðsynlegt fyrir þá að borða lítinn mat
og léttan, sem vilja komast í okkar innra
bræðralag.”
Úti fyrir dyrunum stóð lítill innlendur
hestur spentur fyrir litla innlenda kerru og
stóð unglingspiltur hjá. “Kom þú með okkur,
Rhuman”, sagði Rujub við hann, er þeir Bath-
urst og hann stigu upp í kerruna. Pilturinn
gerði sem honum var sagt, stökk upp í kerruna
og húkti við fætur húsbóndans og stýrði svo
hestinum, er brokkaði liðlega. Á ferðinni tal-
aði Rujub um eitt og annað og ekki hvað sízt
um styrjöldina, um fréttir af liðsöfnum Breta í
Allahabad, og hve heimskir þeir væru að hugsa
sér að reyna við her Nana Sahibs. “Þeir verða
jetnir upp með húð og hári!” sagði hann. “Þeir
fá ekki einusinni að líta Cawnpore, því okkar
herflokkar fara héðan og mæta þeim á miðri
leið.”
Bathurst var í búningi Cawnpore slarkara
og þurfti að leika einn þann náunga.
Hann sá og skildi að Rujub var að tala
þannig, að enginn grunur kviknaði þó Rhuman
Uynni að segja frá samræðunum. Bathurst
vildi heldur bæta við það en draga úr því og tók
því svo í tilgátur Rujub, að enda Cawnpore-
menn einir gætu yfirbugað þessa brezku am-
lóða, og þyrftu ekki styrk Rajahsins eða Se-
poyja!
Það er stuttur vegur* milli Cawnpore og
Bithoor, og ætíð fjölfarinn, og þá ekki sízt nú.
Það var sífeld röst af hestum og vögnum og
gangandi mönum alla leiðina. Einn hópurinn
var á ferðinni út þangað, en annar á leið til
borgarinnar. Mátti þar sjá Hindúa af öllum
stéttum. Þegar ekki var eftir nema fjórðungur
úr mílu heim að höfðingjasetrinu sagði Rujub
piltinum að fara með hestinn á afvikinn stað
við braut sem hann sýndi honum og þar skyldi
hann bíða þeirra, alt til sólseturs. Yrðu þeir
ókomnir þá, mætti hann haida heim og hugsa
ekki um þá meira.
Þegar þeir nálguðust kastalann horfði
Bathurst ósjálfrátt upp í alla glugga sem hann
gat, eins og ætti hann von á að Isabei sæti við
einhvern þeirra. Þegar þeir komu heim í hall-
argarðinn sjálfan sneiddu þeir hjá gras-stöjlun-
um fram af höllinni ,en héldu sig þar sem flest
var fólkið og tóku sér að lyktum sæti í afskekt-
um stað.
Bathurst neyddist til að láta hugann
hvarfla til liðna tímans, og bera þá stund er
hann var hér síðast, saman við nútíðina. Þá
var allur þessi mikli garður eitt glóandi Ijósa-
haf og þýð og unaðsrík horna-músik lék um
eyru hans, en glitbúnar konur og karlar reikuðu
aftur og fram í kvöld-kulinu. Allir voru kátir
og, glaðir, allir treystu Rajahinum flestum öðr-
um fremur, enda hann þá ekkert nema gæðin
og bííðan og fagurmælin. Nú var þessi sami
maður búinn að drepa eða myrða flesta kárl-
mennina og kvenfólkið var hnept í fangelsi,
það, sem enn var á lífi.
“Segðu mér njeira um liðsöfnuð Breta í
Allahabad, Rujub,” sagði Bathurst, til þess að
dreifa hugsunum sínum. “Hvað mikið liö
hugsa menn að þar fáist saman?”
“Þrjár herdeildir alls, ein þeirra ensk, ein
frá Madras-umdæminu, og sú þriðja saman-
stendur af þessum mönnum með brúskana í
höttunum, sem ganga með bera fót-leggina.*
Eitthvað hafa þeir af fallbyssum, og örfáa ridd-
ara, en er ekki galið fyrir þá að reyna við okkur,
sem höfum hér um tuttugu þúsundir her-
manna? Hvernig geta þeir búist við að sigra?”
“Þú sannar til að þeir sigra,’ svaraði Bath-
* 6 mílur enskar frá Cawnpore.—Þýð.
* Það voru há-skotar, sem Rujub lýsti
þannig.—Þýð.
urst og var fastmæltur. “Þessir menn hafa oft
barist hreystilega, en þeir berjast hreystilegar
nú, en þeir hafa nokkurntíma gert áður, á æfi
sinni. Hver einn og einasti maður í herdeildun-
um álítur háleita skyldu sína að hefna þeirra
rækilega sem fallnir eru fyrir vélræði og drottin
svik, og þá vilja þeir ekki síður hefna sakleys-
ingjanna sem myrtir hafa verið. Þó ekki væri
nema ein herdeild á ferðinni, þyrði eg að etja
henni á móti þessum morðvörgum öllum, — eg
þori það því fremur þegar þrjár eru væntan-
legar.”
“Okkar menn eru að berjast fyrir sjálf-
stjórn og frelsi,’’ sagði Rujub.
“Þeir gera ekkert svipað því!” svaraði
Bathurst einbeittur. “Þeir berjast fyrir nokkuð
sem þeir skilja ekki hvað er, — fyrir nýja herra,
fyrir leyfi til að taka upp gamla háttu, að ræna
og myrða vegfarendur, og margir þeirra berj-
ast blindandi, það er, þeir hafa verið leiddir af-
vega óvitandi og geta ekki snúið aftur. Eg er
sannfærður um að margir þeirra trega nú það
sem orðið er, hversu vongóðir um sigur, sem
þeir annars kunna að vera. Hvað Sepoyjana
snertir, þá hafa þeir með þessari breytni hafnað
eftirlaunum sínum og öllum þeim hlunnindum,
sem margra ára herþjónusta veitir. Þeir hafa
svikið þá í trygðum, sem gáfu þeim mat og salt
og rofið alla sína eiða. Vel veit eg að snaran
er þegar um háls þeirra og að þeim þessvegna
er nauðugur einn kostur, að ganga fram og
berjast, en sú afsökun hlífir þeim ekki fyrir
hefndar-æði okkar hermanna. Eg er eins sann-
færður um, að okkar menn sigra, Rujub, eins og
það að við sitjum hérna, og eg skal bæta því
við, þó ekki sé eg neinn spámaður, að þessi
kastali verður innan skams í rústum. Eg sé
það fyrir og er sannfærður um það, — öldungis
eins og ef nú þegar væri búið að slá eldi í þessar
gullnu súlur og giltu ása.”
Rujub kinkaði kolli. “Það veit eg er rétt,
að kastalinn sá arna er þegar í rústum,” sagði
hann. “Þegar eg hefi verið að virða hann fyrir
mér hefir hann verið hulinn í einhverri móðu
eða reyk, en mér finst það ekki skuld Breta. Eg
hefi ímyndað mér að það væri slys.”
“Getur verið að Rajahinn kveiki í höll sinni
sjálfur,’ svaraði Bathurst, “en svíkist hann um
það, þá gera brezkir hermann það, — trú þú
mér!”
“Eg er ekki búinn að segja þér alt, Sahib,”
sagði þá Rujub og breytti umtalsefninu. Eg
hefi ekki enn sagt þér hví eg gat ekki varað
þig að hættunni á fljótinu, né hindrað þá árás.
Áður en eg fór frá Deennugghur vissi eg að búið
var að senda Rajahinum fregnina. Þegar þið
voruð komin heilu og höldnu í bátana reið eg af
stað til Cawnpore og beið dóttir mín þá
heima við hús mitt og sagði mér að Rajahinn
væri mér reiður, — svo tryltur, að ekki væri
viðlit fyrir mig að koma nálægt Bithoor-setrinu
á meðan hann væri svona. Þegar þannig stóð
gat eg engu um þetta þokað, enda hafði tíminn
verið svo stuttur, að mér kom ekki til hugar að
búast við fyrirsáti fyr en þið væruð kominn
fram hjá Cawnpore. Það var ekki fyr en seint í
gærkvöldi að eg frétti að fótgönguliðsflokkur
með fall-byssu-kerfi, var kominn af stað fyrir
löngu, upp með fljóti, til að banna ykkur veg-
inn. Og þá undireins reyndi eg að komast í
hugar-samband við þig og vara þig við þessu,
en fann að það tókst ekki. Þinn hugur var við
annað og eg náði ekki valdi á honum.”
“Eg var óþreyjufullur og kvíðandi,” svar-
aði Bathurst, “en á engan hátt var eg þess vit-
andi að þú værir að reyna að tala viðmig.eins
og til dæmis, í Deennugghur. Og þó þér hefði
nú tekist að tilkynna mér um fyrirsátið, sé eg
ekki að við hefðum verið hólpnari fyrir það.
Hefðum við farið á land og gengið þá hefðu þeir
náð okkur undireins. Alt hefði komið að einu.
En segðu mér nú, Rujuþ, hafðir þú hugboð um
það, þegar þú varst í Deennugghur, að Miss
Hannay yrði flutt hingað, ef svo færi að við
yrðum handtekin?”
“Já, Sahib, það var mér vel kunnugt. Raj-
ahinn sendi þann boðskap, að karlmenn alla
skyldi drepa umsvifalaust, flytja Miss Hannay
hingað, en.alt annað kvenfólk og börn til Cawn-
pore. Rajahinn hafði veitt henni eftirtekt oftar
en einusinni og ásett sér að taka hana í kvenna-
búr sitt.”
“Þú sagðir mér ekki frá þessu, í Deennug-
ghur?” spurði Bathurst.