Heimskringla - 05.10.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.10.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 5. OKT. 1932. FRÁ ÍSlANDI Július Sigurjónsson cand. med. lauk í júlímánuði prófi í gerlafræði við Lundúnahá- skóla, segir Læknablaðið. — Hefir hann lagt stund á þá fræðigrein í vetur við “London School of Hygiene and Tropi- cal Medicine’’. Kensla þessi er aðeins fyrir þá, sem tekið hafa læknapróf, og er nljög til hennar vahdað, ekki nema 13 læknar á námskeiðinu í vetur, en færustu gerlafræð- ingar Lundúnaborgar annast kensluna. Júlíus hefir fengið styrk frá Rockefellerstofnuninni í eitt ár til. Hann er nú kom- inn til Berlínar, til að leggja stund á meinafræði. Ætlast er til þess að Júlíus verði aðstoð- armaður Dungals, er hann kem- ur heim, frá námi þessu. Hann er hinn mesti dugnaðarmaður, og hefir fengið góð meðmæli kennara sinna. * * ¥ HaMdór Hansen læknir hefir sapiið stóra bók, er heitir “Pseu doulcus Ventriculi”, og fjallar um sjúkdóma, er líkjast maga- sári, en eru t. d. vægir berklar. Hefir Halldór farið fram á, að verja rit þetta, sem doktorsrit- gerð við Háskólann og hefir læknadeildin samþykt ritið til doktorsprófs. Fer doktorsvörn- in sennilega fram skömmu eftir að háskólinn byrjar. * * * Snæfellsjökulstöðin. Enn hefir ekki tekist að koma farangri vísindamannanna upp á Snæ- fellsjökul. Hefir farangurinn legið undanfarið uppi á Jökul- hálsi. En í gær var byrjað að flytja hann upp í jökul. Vrar flutt á hestum. En vísinda- mennirnir hafa, að því er frétt- ist í gær, hætt við að reisa stöðina upp á hájökli. Verður hún reist á svonefndum Þrí- hyrningum, sunnan í jöklinum. * * * Leiðarmerki fyrir sjómenn. Vestan við Eldvatnsós hafa ver- ið reistar 4 leiðarstaurar, tveir þeirra með prentuðum leiðbein- ingum og landabréfum, og stendur annar þeirra yst á tanganum vestan við ósinn, en hinn um 300 metra vestar. Þaðan er óhætt að halda beint að Hnausum í þeirir stefnu, sem pjaldið sýnir, eða beygja á niðri leið upp að Syðri-Fljótum ustan við Kúðafljót hafa einn- 5 verið reistir 4 leiðarstaurar, r sýna leiðina til hygða. Skip- rotsmenn mega ekki freista að fara yfir Eldvatnið eða Kúða- Ijót, því að vötn þessi eru al- :'ær yfirferðar. * * ¥ Safnaðarfundur var nýlega aldinn í kirkjunni á ísafirði og ar sóknarnefnd falið að fá út- nælt og afhent land undir nýj- m kirkjugarð á Tungnaskeiði g láta gera uppdrátt að garð- inum. Fundurinn lýsti sig ein- Jregið mótfallið fækkun presta- kalla í prófastadæmi Norður- ísafjarðarsýslu og landinu yfir- leitt. * * * Hæli fyrir skipbrotsmenn hef- r verið reist um 100 metra NV ’rá vitanum á Alviðruhömrum. iinnig hefir verið reist staura- >ð frá Kúðaós og til hælisins. * * * Skipstrand á Akranesi. 31. gÚ3t s. 1. var norska flutninga- kipið ‘Stat’, við bryggju á kranesi. Var verið að skipa kolum upp úr skipinu. Um rvöldið tók að hvessa. Færði ’.kipið sig þá 50—60 faðma frá bryggjunni. Lá það þar við ikkeri. En auk þess var aftur- ndi skipsins bundinn við “hafn- írbauju” með vírstreng. En um kl. 11 slitnaði þessi írstrengur. Ætlaði skipstjóri bá að létta akkerum. En áður n hann hafði fengið ráðrúm 1 þess var skipið rekið á land. það upp í kletta rétt innan ið bryggjuna. Stefni skipsins ar svo skamt frá bryggjunni, 'ð það tókst að leggja langan tiga frá bryggjunni og út í kipið, og gátu skipverjar kom- ist eftir stiganum upp á bryggj- una. Það var um miðnætti, að kipverjar komust í land. Um 480 tonn af kolum eru eftir í skipinu, þar sem það liggur þarna í klettunum. í gær var skipið ekki talið mikið brotið, en þó talið fremur ólíklegt, að hægt sé að bjarga þvi. ¥ * * SæluhúsiS við Hvítárvatn. Þegar Ferðafélag íslands réðist í að reisa hið vandaða sæluhús við Hvítárvatn fylgdu því fyrir- æki hrakspár all-margra manna. Fram á þann dag hafði það ekki tekist, að halda sælu- húsi í óbygðum í sæmilegu standi. Sóðaleg umgengni erðamanna í sæluhúsum hefir verið ofboðsleg. — Bjuggust margir við því, að eins myndi ara hér, húsbúnaður og áhöld iiiyndu þarna drabbast niður. — En sem betur fer ætla þessar pár ekki að sannast. Um- gengni ferðamanna í þessu vandaðasta sæluhúsi landsins iiefir yfirleitt verið góð. Húsið var fullgert 1930. í gestabók hússins hafa menn ritað nöfn sín. Fyrsta árið gistu þar 15 leitarmenn 9 inn- lendir ferðamenn aðrir og J erlendur. 1931 gistu þar 58 leitarmenn, 38 innlendir ferða- menn aðrir og 15 erlendir. En í Sumar hafa þar gist 133 inn- lendir ferðamenn, 23 fjárleitar- menn og 9 útlendingar. Allmargir hafa gist þar efra í fleiri en eina nótt, sumir verið 4—5 nætur. En auk þeirra sem gist hafa þar, hafa fjölmargir komið þar við, áð þar og mat- ast. Af áhöldum þeim, sem þar voru sett í upphafi, hefir ekkert horfið. En nokkuð af áhöld- um hafa menn skilið þarna eft- ir, til viðbótar við það sem fyrir var. í súmar var sett girðing kring um húsið, og gaf Mjólkurfélag Reykjavíkur ' girðingarefnið. Svefndýnur í húsið hafa þeir gefið versl. Verðandi og hús- eagnaversl. Ág. Jónssonar. Steinolíu er jafnan í húsinu til afnota fyrir ferðamenn, og hefir Olíuverslun íslands gefið hana. Fjöldi manna getur gist þarna í einu, en til þess vel fari um alla, ef margir eru þarna næt- ursakir þyrfti sæluhúsið að fá fleiri svefndýnur en þar eru nú; og eins teppi. Allur húsbúnað- ur geymist vel í húsinu yfir veturinn. —Mgbl. 1—3 sept. ¥ ¥ ¥ Frá SiglufirSi. Siglufirði, 3. sept. Síldveiðin hér þangað til í gærkveldi: 84.250 tn. saltsíld, 24.176 krydd og sykursaltað, 36.994 verkað fyrir Þýskalands- markaðinn, 7.332 önnur sér- verkun og 700 tn. millisíld. Þú segir satt/ það borgar sig að “VEFJA SÍNAR SJÁLFUR” með.. Þúsundir neytenda segja þetta, því * þeir hafa reynt það, upp aftur og aftur. Þér getið vafið upp að minsta kosti 50 cígarettur úr 20c pakka af Turret Fine Cut, cígarettu tóbaki. Og yður mun geðjast að hverri cíga- rettu sem þér vefjið upp. Þess fleiri sem þér vefjið upp, þess meiri nautnar njótið þér af þeim. -4 . ÓKEYPIS Chantecler cígarettu pappír fylgir hverjum pakka. TURRET F I N E Cigarettu C U T T o b a k Bræðslusíld: Hjaltalín 34.760 mál. Ríkisbræðslan 128.000 mál. Vikusöltun 10.950 tn. Stórsjór úti fyrir í gær og dag, en hægur hér inni. Fjöldi skipa liggur hér inni. Norsk skip eru mörg farin heim eða að fara. Hér snjóaði niður undir bygð í nótt. Fisktökuskip kom hingað í nótt, en hleður ekki í dag sök- um brims. ¥ ¥ ¥ Innflutnings- og gjaldeyris- nefnd. Þess hefir verið getið að í vændum væri fyrirkomu- lagsbreyting viðvíkjandi fram- kvæmd innflutningshaftanna og gjaldeyrisverslunarinnar. Svo sem kunnugt er, hafa hér starf- að tvær nefndir, hin stjórnskip- aða innflutningsnefnd og svo- kölluð gjaldeyrisnefnd, sem bankarnir settu á laggirnar. Nú hefir sú breyting verið gerð, að hér eftir starfar aðeins ein nefnd og nefnist hún Inn- flutnings og gjaldeyrisnefnd. Hún tekur að sér störf beggja hinna nefndanna. f hinni nýju nefnd eru: Lud- við Kaaber bankastjóri, til- nefndur af Landsbankanum, Jón Baldvinsson bankastjóri, tilnefndur af Útvegsbankanum, ennfremur Björn Ólafsson stór- kaupmaður og Svavar Guð- mundsson fulltrúi, tilnefndir af ríkisstjórninni. Gamla innflutningsnefndin hætti störfum í gær og settist sú nýja þá jafnframt á laggirn- ar. Ekki er búist við , að veruleg- ar breytingar verði á frem- kvæmd innflutningshaftanna nú á næstunni. Verður framkvæmd þeirra svipuð og verið hefir. Þó mun verða reynt að haga því svo, að þeir sem innflutnings- leyfi fá — þeir fái einnig gjald- eyrisleyfi. ¥ ¥ ¥ Skipi bjargað. Norska flutn- ingaskipið, sem strandaði 31. ágúst við Akranes, hefir nú náðst á flot. Vélsmiðjan Hamar hér í bænum var fengin tii þess að reyna að bjarga skipinu. Kafari var sendur héðan, einnig véldælur og aðstoðarmenn. Á laugardag og sunnudag var unnið að því að dæla úr skip- inu og þétta það og kl. 5 í gær- morgun komst það á flot aftur. Var Magni svo fenginn til þess að draga skipið hingað og kom hann með það í gærkvöldi. Vélsmiðjan Hamar sá að öllu leyti um björgunina. —Mgbl. 4. sept. SAMGÖNGUR á sjó og landi. Tíminn hefir til fróðleiks gert samanburð á útgjöldum ríkisins annarsvegar til samgangna á landi og hinsvegar til sam- gengna á sjó í 26 ár, á tímabil inu 1906—1931. Sá saman- burður er tekinn eftir lands reikningnum og bráðabirgða- yfirliti fjármálaráðherra fyrir árið 1931. Yfirlitið fer hér á eftir. Til samgangna. (Minni upphæðum en þús- undum er sleppt). Á landi Á sjó 1926... 791 359 1927.... 1,083 400 1928.... 1,191 356 1929.... 1,555 261 1930..., 1,980 509 1931... 1,475 588 Samtals 13.051 5.647 Árið 1930 nam viðhald þjóð- veganna fyrir utan allar við- bætur, rúml. 611 þúsundum króna. Sú upphæð er 102 þús. kr. hærri en allur reksturshalli strandferðanna það ár (Strand- ferðaskipin — Eimskipafélagið — Flóabátar). Það liggur í augum uppi, að samgöngurnar á þessu strjál- býla landi eru mjög dýr fórn, sem þjóðin leggur á sig og verð- ur að leggja á sig vegna hinna dreifðu bygða,. og aðallega til farþega- og póstflutninga. Þungavöruflutnnigar á landi eru neyðarúrræði og koma ekki til mála nema á hafnlausum svæðum og frá höfnum inn til næstu bygða. — Tíminn 3. sept ARNARHÓLSTÚNIÐ Ár: þús. þús. 1906 94 58 1907 126 62 1908 189 60 1909 175 72 1910 159 98 1911 82 93 1912 176 108 1913 138 102 1914 174 104 1915 171 132 1916 160 151 1917 198 180 1918 290 174 1919 214 188 1920 664 216 1921 356 211 1922 430 325 1923 360 286 1924 339 260 1925 481 294 Yfirskoðunarmenn geta þess í XVIII. athugasemd sinni við LR. 1930, að kostnaðurinn við Arnarhólstúnið í Reykjavík hafi verið rúmlega hálft þriðja þús- und krónur, en geta þess þó um leið, að inn í þessari upp- hæð sé nokkur kostnaður við trjáplantanir á öðrum stöðum. Telja endurskoðunarmennirnir, að vert sé að taka til athugun- ar með hliðsjón af því að túnið er í eignaskrá ríkisins metið á kr. 1.141.400,00 og með hliðsjón á lóðakaupum ríkissjóðs síðasta ár, hvort ekki væri hægt að gera þessa eign arðberandi. Svar stjórnarinnar er á þessa leið: “Ríkissjóður vann Amarhóls- tún með málaferlum við Reykja víkurbæ, sem taldi sig hafa rétt til þess. Á þríhyrnu þeirri, sem er á milli Ingólfsstrætis, Hverf- isgötu og Kalkofnsvegar, var reist líkneski af fyrsta land- námsmanni á íslandi. Var sú mynd gjöf alþjóðar og líkneskið talið tákn þjóðarinnar sjálfrar. Fyrstu árin eftir að mynd þessi var reist, var ekkert hirt um blettinn og myndina. — Sóða- skapur hinn mesti var oft sýni- legur við myndastyttuna og- bletturinn í kring að fara í flag. Ómerkileg girðing var í kring og ‘draugur’ í hliðinu, þar sem gengið var upp að styttu Ing- ólfs. Var allur þessi aðbúnaður að verða þjóðinni til hneisu. Eftir stjórnarskipftin 1927 var túnið girt, friðað og ræktað, ekki svo mjög vegna heyfengs- ins, sem nú gengur til búsins á Kleppi, heldur til að þessi blett- ur sé þrifalgur, samboðinn myndinni og geti verið leikvöll- ur barna í bænum. Er það eini gróni völlurinn, sem börn höf- uðstaðarins eiga aðgang að. En til þess, að sómasamlega sé séð fyrir allra umgengni á Árnar- hólstúni og við Ingólfslíknesið, hefir stúlka gætt blettsins alt sumarið. Kostnaðurinn við túnið er þessvegna við plöntun þar, ræktun blettsins og um- VISS MERKl um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa og þvafgsteinar. GIN PILLS lækna nýrnaveiki, me8 því ai5 deyfa og græöa sjúka parta. — 50c askjan hjá öllum iyfsölum. 131 talaða vörzlu”. (Leturbreyting hér). Hér skal þess getið til skýr- ingar, að þríhyrningur sá, sem stjórnin getur um í svari sínu að hafi verið girtur og ræktað- ur, er einungis nokkur hluti af Amathólstúni. Á þeim hluta túnsins, sem liggur austan við Ingólfsstræti, hefir hin mikla skrifstofubygging “Amarhvoll'’ verið bygð, svo ekki verður ann- að sagt en að sá hluti túnsins hafi 'veriö gerður arðbær. Allir sem til þekkja, munu minnast þeirra miklu umskifta, sem orð- ið hafa á þeim hluta Arnar- hólstúns, sem er umhverfis styttu Ingólfs. Eins og skýrt er frá í svari stjórnarinnar var þessi hluti túnsins í svo dæma- fárri vanhirðu. Nokkur hluti af þeim rúml. tveimur og hálfu þúsundi, sem talinn er kostnaður við Arnar- hólstún i LR. 1930, fór til þess að gróðursetja trjaplöntur ann- arsstaðar en á Arnarhólstúninu, en mestur hlutinn af þessu fé fór þó til gróðursetningar á trjáplötum þar, til þess að ljúka við að rækta túnið og hylja flögin þar og nokkur hundruð krónur til þess að greiða konu þeirri er gætti túnsins, kaup. Munu fáir verða til þess að segja, að þessum peningum hafi verið illa varið og allir þeir sem þekkja önnur verðmæti en peninga eina, munu telja að túnið hafi þá verið arðberandi fyrir Reykjavík og alla íslenzku þjóðina. — Tíminn. BERNSKUMINNING Eitt sinn endur fyrir löngu og á meðan eg enn var bam að aldri, var eg send til þess að reka heim hross ofan úr heið- inni. Degi var tekið að halla og friðsöm kyrð næturinnar færðist yfir dalinn minn. Eg rölti hægt upp í hlíðina fyrir ofan bæinn, eg þurfti ekk- ert að flýta mér, svo að eg hugsaði mér, að í þetta sinn skyldi eg vera lengi .... lengi úti, fyrst eg var ein og sjálfráð. Fátt var mér gert verra en-að vera rekin snemma í rúmið á svona kveldum. Já, það er víst áreiðanlega satt, að eg fór mér að engu oðslega. Eg gekk álút upp rindana með beizlið á öxl- inni. Kveldblærinn strauk lokk- ana frá enni mér og svalaði heitum, rjóðum vöngum mín- um. Eg dró andann hægt og rólega. Það var svo sælt að bergja af hinni svalandi friðar- Til að halda góðri heilsu—hættið við þessar stóru máltíðir, en drekkið daglega tvo potta af “CRESCENT” ER GERILSNEYDD Phone 37 101 Crescent Creamery Company Ltd.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.