Heimskringla - 05.10.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.10.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐS©A HEIMSKRINGLA WINNIPEG 5. OKT. 1932. *zsr T I M BU R *AZ'° The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðlr: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfl, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. I Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY “Hann er að eg vona annaðhvort í Alla- habad og úr allri hættu, eða þá með herflokk- unum, sem nú eru á leiðinni hingað. Sonur Oude-höfðingjans, sem þú manst að sendur var til að fylgja okkur, komst líka undan á sundi og einn manna hans með honum, og þeir héldu áfram ferðinni með Wilson. Þegar Wilson komst að því að eg ætlaði að verða eftir í Cawnpore, í þeim tilgangi að reyna að fá þig lausa, vildi hann umfram alt vera með, en af því að hann er nú ófær í hérlenda mál- inu, þorði eg hreint ekki að láta það eftir, því eg vissi, að undir öllum kringumstæðum mundi hann auka á vandræði mín. Eg þori að segja, að hann hefði með ánægju látið lífið fyrir þig, hefði það gert gagn, enda neitaði hann algerlega að yfirgefa mig, þangað til eg sannfærði hann um að það yrði að miklum mun erfiðara fyrir mig að ná þér, ef hann yrði eftir í Cawnpore líka.” “Það gleður mig að heyra, að hann er úr hættu,” svaraði Isabel. “Hann er ágætur drengur, Mr. Bathurst, blátt áfram, greiðvik- inn og vinfastur. Eg er viss um að hann hefði gert alt, sem honum hefði verið unt, og jafnvel lagt líf sitt í sölurnar fyrir mig.” “Já, mér þykir vænt um hann líka, Miss Hannay,’ ’sagði Bathurst. “Áður en uppreisnin var hafin, hélt eg að hann væri bara kæru- laus galgopi, en eftir því sem sóknin harðnaði og eg lærði að þekkja hann betur og betur, sá eg að hann var alt annar maður, og eg spái því, að hann verði mikilhæfur maður og ágætis herstjóri, ef honum endist aldur til.” “Hvaða flokkar af okkar liði eru á ferð- inni Mr. Bathurst? Hvað mannmargur er sá her? Eg hefi auðvitað ekkert heyrt um þetta.” “Okkar hermenn, sem nú eru á leiðinni hingað eru um sextán eða seytján hundruð alls, þar af tólf hundruð Norðurálfumenn. Auðvitað hefi eg ekki annað fyrir mig að bera í þessu efni, en sögusögn hérlendra manna,” svaraði Bathurst. Það er ómögulegt að svo lítill hópur geti rutt sér veg alt til Cawnpore, gegnum fylk- ingu eftir fylkingu af Hindúum, auk grúans í borginni sjálfri. Eg er viss um að þar er Nana Sahib tífajt liðfleiri,” sagði Isabel. “Það lætur nærri, held eg,’’ svaraði Bat- hurst; “en þó er eg nærri viss um að okkar menn yfirbuga alt þetta lið. Þeim er kunnugt um níðingsverk Nana, um manndrápið á fljót- inu, og um háskann, sem vofir yfir konunum og börnunum, sem hann heldur í fangelsi. — Geturðu ímyndað þér, að menn, sem vita alt þetta og meira, láti nokkurn her Hindúa yfir- buga sig? Sepoyar og aðrir flokkar og miklu mannfleiri en ðkkar menn, sátu fyrir þeim í ágætu vígi í Futtehpore, en eftir fárra mínútna sókn flýðu þeir undan okkar mönnum, eins og fis flýr undan storminum. Næsta sókn býst eg raunar við að verði erfiðari, en eg bara veit fyrirfram hver verða úrslit þeirrar viðureign- ar." Leiddist nú tal þeirra til Deennugghur og til vinanna allra, sem þar þreyttu stríðið svo röggsamlega, en sem nú voru komnir út yfir takmörk mannlegrar sjónar. í fyrsta skifti síðan hörmungarnar dundu yfir, slepti nú Isabel taum við tilfinningar sínar og grét sáran. “Næst frænda, sakna eg held eg dokt- orsins mest,” sagði hún. “Já, þar var sannarlega góður maður,” sagði Bathurst. “Eg held mér sé óhætt að segja að hann hafi verið sá eini sanni vinur, sem eg hefi átt á Indlandi. Fyrir hann vildi eg alt gera.” “Hvenær leggjum við af stað?” spurði Isabel. “Undireins og sól fer að lækka á lofti. Það er of svæsinn hiti um miðjan daginn til þess að ganga,’’ svaraði Bathurst. “Eg hefi verið að tala um það við Rujub, og leggur hann til að við förum ekki langt í dag. Það væri óviturlegt að koma í nánd við Dong, fyr en við fréttum um leikslokin þar, og þangað eru ekki meira en tuttugu mílur héðan. Ef við þá förum af stað klukkan þrjú, og höldum áfram til klukkan sjö eða átta í kvöld, þá gerum við vel, eins og ástatt er.” “Hann virðist vera undraverður maður,” sagði þá Isabel. ‘Manstu eftir áliti okkar og tali um töfra um kvöldið í Deenugghur, áður en við fórum yfir til Hunters til þess að sjá til hans?” “Já,” svaraði Bathurst. “En manst þú, að þá vorum við, doktorinn og eg, nærri þeir einu, sem höfðum trú á töfravaldi hans? Og eg get sagt með sönnu, að eg er miklu trúaðri á slík dularöfl nú. Hann svæfði varðmennina úti fyrir hliðinu og fimm af átta fangavörðun- um inni í girðingunin. AuðAdtað er það blátt áfram dáleiösla. Og dóttir hans var virkilega miðillinn, sem skilaði til þín boðum frá okk- ur, og sagði okkur, hvernig öllu var háttað innangarðs. Þetta er auðvitað dáleiðsla, og þó frábrugðin þeim, sem alment er talað um, því hann gat ekki gert þetta á meðan þú varst í Bithoor — gat það ekki fyr en eftir að Rabda hafði séð þig og snert og þú hafðir kyst hana. Með því var fengið það sálnasam- band sem þurfti, og eftir það gat hann sent þér boð frá mér. Og þetta er nú í rauninni ekki neitt yfirnáttúrlegt, og auðvitað kann hann að hagnýta sér öfl, sem okkur eru hulin og alskostar ókunn. En skilið get- um við þó, að eins manns hugur geti verkað á annan, og ekki ólíklegt að tveir menn, sem eitthvað hafa sameiginlegt, geti verkað hvor á annan úr fjarlægð, einkum ef annar er dá- leiddur. Hingað til hefi eg álitið alt slíkt slúður, en hlýt að játa, að framvegis Terð eg trúaðri á þessu efni. En svo hefir hann full- vissað mig, að hann hafi ekki sýnt okkur nema lítinn hluta af því, sem hann hefir kunnáttu og vald til þess að sýna; og eg fæ ekki séð, af hvaða ástæðum hann vildi draga mig á tálar í því efni, eftir að hann hefir lagt svo mikið í sölurnar fyrir mig. Trúiröu þvi, að Rabda bauðst til þess að fara inn í fang- elsið, því faðir hennar hefði getað útvegað henni leyfi til þess, hafa fataskifti við þig, láta þig fara út, og vera háð sömu örlögum og hinir fangarnir. Eg neitaði að þiggja slíka fórn, enda þótt líf þitt væri í veði, og vissi líka að þú hefðir neitað að fara út þaðan á þann hátt.” “Það hefði eg auðvitað gert. En hvílíkt göfuglyndi að bjóða þetta,’’ sagði Isabel. “Viltu nú gera svo vel og segja henni að þú hafir sagt mér þetta, og að mig langi til þess að gefa henni í skyn, hve innilega þakklát eg sé?” Bathurst kallaði til Röbdu, sem sat af- síðis, og sagði henni orð Miss Hannay. Hún tók hendina, sem Isabel rétti henni og þrýsti henni að enni sér og svaraði svo: “Líf mitt tilheyrir þér, Sahib! Það var ekki nema sangjarnt að eg byði það til lausn- ar ungfrúnni, sem þú elskar!” ' “Hvað sagði hún?” spurði Isabel. “Hún sagði að líf sitt tilheyrði mér, síð- an eg forðaði henni frá tígrinum, og að hún væri fús til þess að leggja það í sölurnar, ef mér væri ant um að leysa þig úr fangelsinu.” “Er þetta virkilega það, sem hún sagði?” spurði Isabel. Hún tók eftir að hann hikaði við er hann þýddi orðin. “Það er kjarninn, um það má eg fullvissa þig,’’ svaraði Bathurst. “Það var ekki nóg með að hún byði þetta, faðir hennar var því samþykkur. Af því sérðu, að Hindúar geta verið þakklátir. Þeir eru teljandi, Englend- ingarnir, sem mundu bjóða slíkt hið sama, enda þótt sá maður ætti í hlut, sem fyrir til- viljun hefði borgið lífi þeirra.” “Segðu ekki af tilviljun, Mr. Bathurst,” svaraði Isabel. “Hvernig stendur á því að þú gerir æfinlega svo lítið úr þér og því sem þú gerir? Þú líklega segir næst, að þú hafir bjargað mér — rétt fyrir tilviljun.” “Ja, þú átt nú lausn þína þeim feðginum að þakka fremur en mér,’ ’svaraði Bathurst. “Að vissu leyti er það satt,” svaraði Isa- bel, “en þau voru þar bara verkfæri í þínum höndum. Þau þektu mig ekki frá öðrum, en þú hafðir keypt þjónustu þeirra með því að leggja líf þitt í sölur fyrir þau, og nú hefir þeim gefist tækifæri til þess að launa það.” Klukkan þrjú um daginn bjuggust þau til ferðar. Hafði Bathurst þá farið úr einkenn- isbúninginum og tekið á sig bændabúning, er þeir höfðu tekið með sér. Lagði nú Rujub til að hér eftir skyldu þeir fara eftir þjóðvegin- um, af því að þar var greiðfærara en í skóg- inum. “Það kemur engum í hug, að við séum annað en það, sem við sýnumst vera,” sagði hann. Ef bændurtaka okkur tali, þá svörum við, og ef kona skyldi mæta okkur og á- varpa stúlkurnar, þá svarar Rabda.” Þeir höfðu nú um æði langan tíma heyrt drunur í fjarlægð, og þóttist Bathurst þar þekkja óminn af fallbyssuskotum, og vissi þá að orustan var hafin að Dong, eins og gert hafði verið ráð fyrir. “Sepoyarnir veita augsýnilega öfluga mót spyrnu, úr því skothríðin heldur áfram enn,” sagði hann, er þeir gengu af stað í áttina til þjóðvegarins. “Já, þeir hafa líka tvo staði að verja,” svaraði Rujub. “Þeir höfðu gert sér öflugt vígi tvær mílur fyrir neðán Dong. Megi þeir sín miður þar, þá byrja þeir nýjan leik við brúna, sem eg var að segja þér frá.” “Þá gefur að skiija, að orustan stendur þeim mun lengur,” sagði Bathurst; “en svo virðist mér nú að þessi langa sókn sanni, að Sepoyar standi sig betur nú en þeir gerðu um daginn í Feltehpore, því þar var helzt ekkert fyrir Breta að gera, nema að reka flóttann, að því er þú sagðir mér. En bíðum nú við,” hélt hann áfram eftir að þeir nálguð- ust skógarjaðarinn; “eg held eg ætti að fara á undan og gægjast fram á brautina, til að sjá hvort nokkrir eru á ferð, áður en við lát- um sjá okkur öll. Það gæti kveikt grunsemi, ef einhver sæi okkur koma fram úr skóginum á þessum stöðvum.” Gekk hann svo hægt og gætilega fram að skógar- brúninni, þangað til breiður og sléttur þjóðvegurinn blasti við honum, og sást langt eftir veginum þaðan sem hann stóð, þótt hrísrunnar og skógarbelti væru víðast- hvar meðfram brautinni. — Ekki sá hann þar annað manna en einn gamlan og lotinn og haltan Hindúa, er studdi sig við prik. Var Bat- hurst í þann Veginn að segja þeim Rujub og stúlkunum að koma fram úr skóginum, þegar hann sá gamla manninn taka viðbragð, standa svo og hlusta og svo snögglega hendast eins og orskot út af veginum og fela sig í skóginum. Var þá gamli maðurinn óvenju snar í snún- ingum, eins hrumur og hann virtist. “Verið nú varkár, sagði hann við' þau Rujub. “Það stendur eitthvað tU. Eg sá gaml- an bóndamann á brautinni, en nú hefir hann tekið kipp og horfið inn í skóginn, eins og ætti hann von á eftirför. Og litlu síðar hélt hann áfram: “Þama kemur það! Hópur af ríðandi mönnum og fara geyst! Hörfið þið lengra inn í skóginn.” í sömu svipan heyrðu þau hófaþytinn, gægðust þá út á milli hrístáganna og sáu hvar tuttugu riddarar úr einni Hindúaherdeld- inni þustu framhjá. Gekk þá Bathurst fram í skógarjaðarinn á ný, og spurði Isabel sam- stundis, hvort hún myndi eftir myndunum í reykjargufunni, og var auðheyrt að hann bjó yfir einhverju. “Nei, eg man það ekki,” svaraði hún, “og hefi eg þó oft hugsað um þær myndir. Mér er ómögulegt að muna hvernig þær voru og hvað þær sýndu. Mér finst stundum að það hafi alt verið draumur, þar sem maður sér svo margt, rétt eins og það væri virkilegt, en vakn- ar svo, og um leið eða litlu síðar gleymist draumsjónin.” “Þannig hefir það verið fyrir mér, með þeim eina mun, að einu sinni eða tvisvar hafa myndirnar rif jast upp fyrir mér. Annari mynd- inni hafði eg gleymt nú lengi, en alt í einu sá eg hana aftur. Manstu eftir skógi á myndinni, og að karl og kona í Hindúabúningi komu fram úr skóginum, og að þá gekk þriðji Hin- dúinn á móti þeim?” “Jú, jú, nú man eg það!” svaraði hún með ákafa. “Og nú sé eg að útsýnið hér er alveg eins. En hvað svo meira, Mr. Bathurst?” “Þektirðu þremenningana á myndinni?” spurði þá Bathurst. “Já, það rifjast nú alt upp fyrir mér; eg þekti þar þig og doktorinn áreiðanlega, og mér sýndist helzt að konan væri eg sjálf. Eg talaði um þetta við doktorinn daginn eftir, en hann bara hló að því, og síðan hefi eg aldrei hugsað um það.” “Doktorinn og eg vorum á sömu skoðun þá,” sagði Bathurst, “að myndin sýndi mig koma fram úr skóginum ,og okkur sýndist ekki betur en að þú værir stúlkan, en við vorum ekki vissir um það vegna þess, að andlit þitt var að sjálfsögðu skolbrúnt á Iit, og að auki alt afmyndað með einhverjum skellum eða skurfum — algerlega eins og það er nú. Og maðurinn, sem þá gekk til móts við þau, var doktorinn, það sáum við og þektum báðir. Og nú skal eg segja þér það sem meira er — það, að það sem þessi mynd sýndi er nú komið fram! Eg er nokkurn veginn viss um að Hin- dúinn, sem eg sá áðan úti á brautinni, er dokt- orinn og enginn annar!” “Ó, það vona eg að hamingjan gefi að reynist rétt!” svaraði Isabel með ákafa og flýtti sér fram í skógarjaðarinn. Sáu þau þá að gamli halti Hindúiíin kom eftir brautinni. Þegar hann kom á móts við þau, sá hann þau og heilsaði þeim að Hindúa sið og ætlaði svo að halda áfram og framhjá þeim, en í því þekti Tsabel hann og hrópaði upp: “Ó, það er doktorinn!” Og án nokkurs undandráttar tók hún á sprett fram á brautina og vafði hendumar um hálsinn á doktornum. “Isabel Hannay!” hrópaði doktorinn utan við sig af undrun og fögnuði. “Elsku litla stúlkan mín! Elsku bamið! Guði sé lof að þú ert sloppin! En hvað hefirðu gert við and- litið á þér? Og hver er þessi maður með þér?” “Þú þektir mig forðum á myndinni í reyknum,” svaraði Bathurst og greip með fögnuði í hægri hönd doktorsins; “en nú förlast þér sýn, er þú þekkir mig ekki í hold- inu.” “Þú líka, Bathurst!” sagði doktorinn og þrýsti fast hönd vinarins. “Þökkum góðum guði fyrir þetta, drengur minn. Að sjá ykkur bæði hér og úr hættunni, það er kraftaverki næst. — Já, myndin í reyknum! Við töluð- um mikið um hana kvöldið það í Deennugg- hur; en síðan hefir mér ekki komið hún í hug. Er nokkur með ykkur?” “Vinur minn töframaðurinn og dóttir hans eru með okkur, doktor,” svaraði Bat- hurst. “Já, þá skil eg í þessu kraftaverki,” sagði doktorinn, “því eg gæti trúað þeim náunga til að færa okkur í gegnum heilan steinvegg, ef honum sýndist, og ef honum þóknaðist bara að veifa annari hendinni.” “Ekki hefir hann nú gert það enn,” svar- aði Bathurst, “en ósegjanlega mikið er hann búinn að gera fyrir mig, og án lians hefði eg engu getað um þokað.” Þau feðginin gengu nú fram úr skógin- um og heilsaði doktorinn þeim vingjarnlega. “En segðu nú okkur, doktor, hvernig komstu undan og hvar hefirðu hafst við síð- an?” spurði Bathurst. “Eg steypti mér í fljótið undireins og fantarnir hófu skothríðina,” svaraði hann, og slepti ekki gáti af mér eitt einasta augna- blik. Eg bjóst við að falla fyrir kúlum þeirra ef eg synti þvert yfir fljótið, svo í þess stað stakk eg mér og lét strauminn bera mig í kafi svo lengi sem eg þoldi. Þegar eg þoldi ekki lengur, rak eg höfuðið upp úr vatninu til að draga andann, dýfði mér svo aftur og stýrði mér þá ögn til hægri handar, og þegar eg næst kom úr kafinu, var eg kominn upp undir skógarhríslur er héngu fram yfir bakk- ann fáa faðma fyrir neðan fantalýðinn með fallbyssurnar. Þá greip eg í hríslu, en hreyfði mig ekki, og var þar alla nóttina og heyrði hvert orð sem talað var. Eg heyrði þegar þeir lentu bátunum, og hefði eg þá haft nokk- urt vopn í höndum, hefði eg í vitstola bræði ætt á móti öllum hópnum, og reynt að drepa sem flesta áður en eg félli sjálfur. En eg var tómhentur og sat því kyr. Þegar leið að morgni, heyrði eg skröltið í vögnunum og falibyssunum, og vissi þá, að þeir. voru að leggja af stað heim. Til þess að vera viss, að allir færu burtu, lá eg klukkustund enn' niðri í vatninu, en þá skreið eg upp á bakk- ann, og dró mig svo undir eins þangað sem bátarnir voru. Þegar eg sá að Isabel og hin- ar konurnar tvær voru burtu, þóttist eg vita að verið væri að flytja þær til Cawnpore. Eg beið svo þarna til kvölds, en þá gekk eg heim að bóndabýli mílu frá borginni. Eg hafði veitt honum töiuverða læknishjálp fyrir tveim árum, og hafði hann ávalt verið mér þakk- látur fyrir, og nokkrum sinnum sent mér ali- fugla og fleira smávegis. Nú tók hann mér líka eins og bróðir væri, hýsti mig, fæddi og klæddi og litaði — umhverfði mér í Hindúa að ytra útliti. Morguninn eftir gekk eg inn 1 borgina, og það hefi eg gert á hverjum degi síðan. Vitanlega gat eg ekkert gert, 'en eg gat ekki slitið mig í burtu, en ráfaði svona dag eftir dag í grend við fangelsið, og það ætlaði eg að gera þangað til hermenn okkar næðu' til Cawnpore og brytu upp fangelsið. í morgun hugkvæmdist mér að ganga af stað og mæta hermönnum okkar á leiðinni, en það datt mér sízt í hug að eg mundi rekast á ykkur hérna.” “Við vorum nú rétt að leggja af stað,” sagði Bathurst; “en af því þú ert búinn að ganga talsverða leið í dag, þá er réttast við setjumst að og verðum hér þangað til með morgninum. Eða hvað sýnist þér, doktor?” “Nei, nei, Bathurst, við skulum halda á- fram!’ ’svaraði doktoriinn. “Eg vii miklu heldur vera á hreyfingu og á leiðinni getur þú sagt mér þína sögu.” 22. kapítuli. # Bathurst var doktornum svo kunnugur, að hann sá undireins, að hann bjó yfir ein- hverju og var niðurdreginn, þrátt fyrir fögn- uðinn yfir þessum óvænta vinafundi. Af þessu, og af því, að hann hafði breytt ætlan sinni og farið burt frá Cawnpore áður en her Breta kom — af þessu fór Bathurst að álíta að búið væri að framkvæma ódæðisverkið, sem hótað hafði verið. Eftir að hafa gengið litla stund, aflagaðist slæðan, sem Isabel hafði yfir sér, °g þurfti hún að nema staðar augnablik á meðan Rabda lagaði búninginn. Þeir karl- mennirnir gengu áfram á meðan og greip Bathurst það tækifæri til þess að segja í lág- um róm: “Eg frétti í gær um fyrirætlanir Nana. Er mögulegt að búið sé að framkvæma það?” “Það var gert í morgun,” svaraði doktor- inn. “Hvað, allir? Það er ómögulegt, doktor!"

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.