Heimskringla - 05.10.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.10.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 5. OKT. 1932. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSW TIL KAUPENDA HKR. Með þessu blaði byrjar 47. árgangur Heimskringlu. Hún er elzta fyrirtækið sem enn er við lýði meðal íslendinga hér í álfu. Tilgangurinn, sem upphaflega vakti fyrir stofnendum hennar var sá, að greiöa úr skilningi manna, er hingað voru að flytja, á högum og háttsemi þessa lands. Vekja hjá þeim sjálfstæða tilfinningu gagnvart hinum ýmsu þjóðflokkum, er hér voru búsettir, veita þeim tækifæri til að halda við tungu sinni, þjóðerni og kynningu, þó vegir skildust hér á víðáttunni, og fyrir þeim lægi að dreifast og flytjast víða vegu út um álf- una, svo að þeir vissu þó alt- af hver af öðrum, og gætu einn- ig, hvenær sem þörf krefðist, náð saman til gagnlegra hluta. Mönnum skildist þá strax á þess um fyrstu árum, að framtíðin yrði fremur lítil, ef með því að dreifast út um víða veröld, alt innbyrðis samband þeirra á með al ætti að slitna og þá að daga uppi í smáhópum, einangruð- um og afskektum, inn á meðal hinnar hérlendu þjóðar. Það var ofurlítið leggjandi í sölurn- ar, til þess að verjast þeim ör- lögum á meðan unt var. Minna varð ekki kostandi til en sem svaraðí einu blaðsvirði á ári — og raunar ekki öllu meiru held- ur, eins og þá var ástatt — en það var vel til vinnandi og um það dró engann, svo að hon- um væri ekki jafn lífvænt fyrir því, hvort það var til eða frá. Tilgangi þessum, er útgef- endrurnir settu, hefir Heims- kringla reynst trú fram á þenna dag, og mun ekki frá honum víkja, hvort sem að henni am- ar reykur eða bruni. Hún hefir leitast við í þessa tæpu hálfu öld, að greiða úr skilningi manna, svo að þeir áttuðu sig á högium og hátterni landsins. Það hefir ekki verið athugað sem skyldi, eða spurt að ástæð- unum fyrir því — þó eftir því hafi verið tekið — hvað það er sem því hefir valdið, að íslend- ingar eru fljótari að átta sig á öllum aðstæðum hér í landi, en flestar þjóðir aðrar, er hing- að h?.fa flutt. Þeir eru svo að segja á einu eða tveimur árum orðnir kunn- ugir mönnum eða málefnum. og stefnum og lifnaðarháttum, sem hér tíðkast. Ætli það sé ekki blöðunum að þakka, frem- ur en öllu öðru, og þeim rit- gerðum, fréttum og frásögnum sem þau hafa flutt, þó út á það flest megi setja og það sé ekki alt gull í skel? Oss er nær aö halda það. Heimskringla, frá því að hún hóf göngu sína, hefir flutt ótelj andi ritgerðir um menningu og starf hinnar íslenzku þjóðar á liðnum og yfirstandandi tím- um; fréttir af því, sem er að gerast heima á ættlandinu, og betur má; fréttir af þeim Is- lendingum, er hér í álfu hafa getið sér orðstír og skarað fram úr, og æfisöguágrip þeirra manna, sem hér hafa í valinn fallið, en lifað hafa við sæmd og ókvíðnir dáið. Alt þetta hefir miðað til þess að vekja og við- halda sjálfstæðistilfinningunni, sem svo er nauðsynleg til and- legrar og veraldlegrar farsæld- ar, og færa hugsunarháttinn í rétta afstöðu, bæði gagnvart þjóðflokkunum, sem hér voru fyrir, og hinum, er hingað hafa flutt. Ekkert er aumara en am- lóða-kendin, þetta sem enskur- inn nefnir “inferiority complex’’, gleyma uppruna sínum og ætt- erni og heykjast fyrir höfða- fjöldanum, og telja sig öðrum vesælli. Heimskringla hefir flutt ljóð og ritgerðir margra hinna rit- færustu manna, er á meðal vor hafa verið, sem og þeirra, er uppi hafa verið með heimaþjóð- inni á þessum tíma. Fátt má fremur telja þjóðerni voru og tungu til viðhalds en það. Og fátt sem miðar öllu meira til menningar og vitsmunaþroska en það. í þessi 47 ár hafa birtar verið fleiri hundruð fréttagreina, úr hinum mörgu of dreifðu bygð- arlögum, svo hvarvetna hafa menn haft spurnir hvorir af öðrum, og getað fylgst með kjörum og hag hvers annars, afnt þeirra er þeir þektu bezt, sem hinna, er þeir áttu sam- leið með um stundarsakir. — Hefir þetta haldið við svo sterku innbyrðis sambandi, að það hef- ir verndað oss gegn því, að deyja og daga uppi í innflytj- endaiðunni. Samtök hafa því getað átt sér stað, ium öll þau efni, er varðað hafa alþjóðar heill. Án blaðanna hefðu slík samtök verið óhugsandi. Og jau samtök hafa verið mörg og gagnleg, og eru að verða feg- ursti kaflinn í sögu þjóðarinn- ar hér í álfu. Þegar það er gleymt, sem um var deilt, þá verður þeirra getið. Hvers virði eru þá blöðin? Eru þau ekki bezti gesturinn, sem kemur heim á heimilið og einhver hlnn þarfasti líka? Eru lau ekki, að öllu saman lögðu, )að sem vér megum sízt missa? Er hægt að hugsa sér nokkuð, er minna geti kostað, og kom- ið gæti í þeirra stað og gert gæti það sem þau hafa gert? Er hægt að leggja minna af mörkum til þjóðar viðhalds á ári hverju, svo að sömu notum komi, en andvirði blaðanna? Bent er á hérlendu vikublöðin. Eru þau saman berandi við ís- lenzku blöðin? Hvers konar fréttir flytja þau frá íslandi, úr bygðarlögunum íslenzku? íslenzku blöðin eru oss nauð- synleg. Þau eru eina alþjóðlega stofnunin, sem við eigum. Þau ættu að vera á hverju íslenzku heimili. Þau eiga ekki og meiga ekki falla. En hverjir eiga að halda þeim úti? Útgefendur eða áskrifendur? Hvorirtveggja, )á er fyrirtækinu borgið. Blaðaskuldir eru drengskap- arskuldir. — Heimskringla á nú meira fé útistandandi, en hún má við. Framtíð hennar er bókstafleg hætta búin, ef á- skrifendur gera henni ekki sem greiðust skil á þessu ári. Vér bendum á þetta ekki í ásökun- arskyni, heldur til þess að menn átti sig á því, að elzta fyrirtæk- ið og hið þarfasta, sem þeir hafa haft með höndum, stend- ur og fellur með skilvísi þeirra. Yfir góðu árin hefir greiðslan gleymst. Meira fé stendur nú úti meðal áskrifenda, en hluta- bréfum nemur. Nú eru ervið- leikaár, en þó ekki þau, að vér vonum, ef góður vilji styður þá sannfæringu, að blöðin megi ekki falla, að ekki geti flestir greitt að minsta kosti ársverð- ið, og sumir meira. Gerið það sem þér getið. KATRÍN GUÐBRANDSDÓTTIR JÓNASSON. BRÉF TIL HKR. Blaine, Wash. 20. sept. 1932. Kæri ritstjóri Hkr. Eg þakka þér fyrir vinsam- lega fréttagrein í blaði þínu 31. ágúst s.l., þar sem getið er um komu okkar bílferðafólksins frá San Francisco og Blaine til Win nipeg. En þar sem grein þessi var rituð skömmu eftir að við komum til Winnipeg, gat hún ekki tekið fram þau atriði, er eigi má ganga framhjá, úr því á komu okkar var minst. Á eg þar einkum við heimboð og frábærar viðtökur á heimili þeirra Mr. og Mrs. Ásmundar Jóhannssonar, Mr. og Mrs. Summers, og Mr. og Mrs. Niku- Iás Ottenson. Ástúðlegrar gest- risni þessa fólks, sem sumt — eins og Ottensons fjölskyldan — var okkur með öllu ókunn- ugt, munum við ávalt minnast með ánægju og þakkarhug. Vinsamlegast, S. Stoneson. Hún fæddist að Húnlátri á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu 4. marz 1853. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðbrandur Guðbrandsson og Lilja Ólafs- dóttir. Þau fluttu síðar að Vatni í Haukadal í Dalasýslu, og þar ólst Katrín upp til fullorðins- ára. Þar giftist hún fyrra manni sínum Sveinbirni Björnssyni. Var þá faðir hennar dáinn fyr- ir tveimur árum. Giftist móðir hennar aftur og átti þá Jón Bjarna.norðlenzkan mann, föð- umafn hans er ókunnugt þeim er þetta ritar. Stóð bruðkaup þeirra mæðgnanna beggja að Vatni 1873. Föðurætt Svein- bjarnar var norðlenzk. Móðir hans var Ingibjörg Hallsdóttir, Hallssonar. Voru þær bræðra- dætur Ingibjörg og Margrét ólafsdóttir Magnússon, móðir Jóseps O. Magnússon í Blaine og þeirra systkina. Sveinbjörn og Katrín bjuggu að Krossi i Haukadal. Þau eignuðust fjögur börn: Björn, dó 3 ára; tveir syn- ir lifa — Guðbrandur bóndi í Wynyard, Sask., og Jón bóndi að Hallson, N. D. — dóttirin Lilja, kona Jóns bónda Berg- sveinssonar að Wynyard, dó að heimili sínu 2. apríl 1922. Árið 1881 misti Katrín Sveinbjörn mann sinn eftir 8 ára sambúð. 1. janúar 1883 gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Jón Jóns son frá Krossi í Haukadal (sjá Dakotasögu Thorstínu Jackson bls. 208). Sama ár fluttu þau til Vesturheims, dvöldu eitt ár í Winnipeg, en námu síðan land að Hallson, N. D., og bjuggu þar í 22 ár. Árið 1906 fluttus*. þau til Blaine, Wash., og bjuggu þar síðan í fullan aldarfjórð- ung. Þeim varð sjö barna auðið Þau eru: Ingibjörg, kona J. O. Magnuson kaupmanns í Blaine: þá ólína, kona Sigurbjörns Hansons, kaupmanns í Blaine: þá Jónas bóndi að Akra, N. D., þá Ragnheiður Jakobína, kona Kristjáns A. Davis, Wenatchee, Wash. (hennar nafn hefir fall- ið úr í Dakotasögu, bls. 208); þá Kristbjörg, kona Ólafs Stev- enson, stöðvarstjóra í Blaine; þá Halldóra, kona Martin Olson. af norskum ættum, í Californíu. Yngsta barnið, Lára Sigurrós, dó í Hallson þriggja ára. Katrín var elzt 18 systkina. Dóu sum ung. Þessara alsyst- kina er getið: Ólafur, dó um tvítugsaldur, af afleiðingum slysfara; Jörundur bóndi að Vatni; Ólöf, kona Árna Jóns- sonar, Jörfa, nýlega dáin; Krist- ín, kona Björns Sveinssonar að Svold, N. D., dáin fyrir mörg- um árum; Soffía, ekkja Einars Einarssonar í W’innipeg; Júlíus, að Brandon, Man.; Guðbjörg, kona V. J. Vopni, að Belling- ham, Wasli.; Guðbrandur, að Churchbridge, Sask. Hálfsyst- kini: Björn, kaupmaður í Borg- arnesi; Ingólfur, druknaði tví- tugur í Haukadalsá; Ragnhild- ur, gift kona sunnan lands; Lilja, kona Jóns Óla (Árnason- ar) í Haukadal. Katrín heitin er orðin kyn- sæl ættmóðir. Við andlát henn- ar voru 37 barnabörn hennar á lífi ,og þeirra börn 17. Síðan hefir andast, á bezta aldri, son- arsonurinn Valtýr (Walter) Guðbrandsson, Sveinbjömsson- ar, skólastjóri í Mozart, Sask vel gefinn maður og glæsilegui ásýndum. Eins og vænta mátti eru niðjar Katrínar yfirleitt fríðleiks- og myndarfólk. Sjálf var hún tilkomumikil og hraust kona fram á efri ár. Síðustu árin vora hins vegar all þung- bær sakir vanheilsu. Hún and- aðist að heimili sínu laust fyr- ir hádegi, þriðjudaginn 5. janúar ■s. 1., hartnær 79 ára. Um næstu áramót hefðu sambúðarár henn ar og Jóns orðið 50. Katrínu heitina þekti eg lít- ið persónulega, en meira af kynningu við niðja hennar, ætt- ingja og samsveitunga. Segja það allir eins, að hún hafi ver- ið hin ágætasta kona. Er við bmgðið hjálpfýsi hennar og var þó oft af litlum efnum að taka. Hún var íslenzk móðir og eig- inkona, í göfugum skilningi þess orðs. Allir, sem á hana minnast, tala um hana með ó- venjulegum velvildaryl. Hvers vegná er láni mannanna svo misskift í því efni? Margt á- gætt fólk finnur til þess, og harmar það, að það sé misskil- ið og eigi fáa vini. Hvar liggur sökin? Með einhverjum hætti f hugsun og framkomu þessa fólks sjálfs. Eða hvers vegna er fátæka, óbreytta, ómentaða ís- var — Hann var ýmist kallað- ur Grikki eða ítali, en sá orð- rómur lék alt af á, að hann væri af aðalsættum á Sikiley. Hefði hann flúið þar frá öllu og gefið bændum eignir sínar, en sú saga hefir aldrei verið sönn- uð né afsönnuð. En svo vom strangar gætur hafðar á hon- um að eitt sinn, er ein af vin- konum hans fór frá London, símaði Scotland Yard þá fregn til allra lögreglustöðva í Norð- urálfu. Einu sinni var Malatesta flutt ur í útlegö til eyjarinnar Lampe- dusa í Miðjarðarhafi. Þaðan tókst honum að flýja ásamt tveimur föngum öðrum. Tíu ár æfi sinnar sat hann í fengelsi, en um aldamótin fekk hann frið land í Englandi. Árið 1919 voru pólitískum útlögum gefnar upp sakir í ítalíu og þá hvarf Mala- testa heim. Var hann fyrst fylgismaður Mussolinis, en eitt- hvað slettist upp á vinskapinn seinustu árin.—Lesb. Mbl. TVENNIR TfMAR Nýlega er látin í París greif- ynja Richard d’Aste, nafkunn kona. Hún var afkomandi hins fræga enska marskálks Roberts lávarðar, en gift franska greif- (anvim Richard d’Aste. Þegar lenzka alþýðukonan, virt og.,þau giftust, var hún með skart- viðurkend af öllum er kyntust henni? Ekki kaupir staðan né ríkidæmið henni vinsældir. Nei, það er hreina, drengilega fasið og fölskvalausa ástúðin — ljúfa móðureðlið, sem umvefur heim- ilið sitt, ástvinahópurinn allur, og verður við það svo stórt og ríkt, að það nær jafnframt til allra, sem á vegi verða. Þann ig hafa íslenzkar mæður verið. Og þetta er hinn heilagi leynd- ardómur kærleikans, að hann verður því máttugri til fórna, sem hann fórnar meiru. Rúmt var í þessu móðurhjarta; þar gripi, sem voru hálfrar miljóna franka virði, og um langt skeið var hún helsta stjaman í sam- kvæmislífinu í París, og gjörn á það að gefa mönnum undir fótinn. Hjónaband hennar var ófarsælt og samkomulagið svo, að einu sinni gengu þau hjónin á liólm heima hjá sér með skammbyssur að vopnum. Fyrir nokkurum mánuðum fluttist geifinn til nýlenda Frakka en konan heimtaði skilnað. Litlu senina var hún rekin burtu úr hinum viðhafn- armikla bústað sínum og varð skipuðu tengdabörnin jafn veg- að fá sér leigt lélegt herbergi í legan sess sem eiginbörnin. ParíSi en skuldir hennar yoru Enda voru þeir hugir og hend- ur margar, er veittu henni ást- ríki og hjúkrun í baráttunni við hnignunaröflin. Þeir sömu hug- ir og hendur vemda nú eftir megni aldurhníginn ekkjumann, er dvelur nú einn á bújörð sinni. Katrín heitin var auðvitað aldrei neitt annað en fslend- ingur. Fyrir því fór það saman í sál hennar, að hún unni lút- erskri trú og kirkju þjóðar sinn- ar, en var jafnframt yfir það hafin, að fella sig við nokkur önnur trúaratriði en þau, er skynsemi hennar taldi þess verð. Mun hún því, eins og fleiri Haukdælir hér vestra — mjög hafa hneigst að frjálslyndi í trúarefnum — þess sanna frjálslyndis, sem varpar frá sér eftirlegukreddum vanþekkingar og þráa, en vígist jafnframt máttugri trú, lotningu og til- beiðslu. Jarðsetningin fór fram síð- degis, föstuúaginn 8. janúar, frá úffararstofu Blainebæjar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Undimitaður jarðsöng. Friðrik A. Friðriksson. svo miklar, að hún mátti ekki um frjálst höfuð strjúka. Mátti hún muna tvenna tímana, þegar hún lifði í glaumi, gleði og ó- hófi í dýrustu veitingahúsum og baðstofum heimsins. Fyrir skömmu fór hún út í kirkjugarðinn Saint Ouen, þar sem ættargrafreiturinn er. Bætti hún nafni sínu með blý- ant á legstininn: “Greifynja Richard d’Aste, 48 ára gömul.’’ Síðan tók hún inn eitur. Hún var þegar flutt í sjúkrahús, og iar lá hún með óþo*landi kvöl- um í 4 daga áður en hún dó. —Lesb. Mbl. STJÓRNLEYSINGINN Enrico Malatesta. Nýlega er látinn suður í Róm sá meður, sem um eitt skeið var talinn hættulegasti stjórnleys- ingi í heimi. Hann hét Enrico Malatesta og var nú orðinn 76 ái;a að aldri, og hafði haft hægt um sig seinustu árin Mun hann hafa haft þörf í hvíld í ellinni, því að mestan hluta æfinnar flæmdist hann land úr landi, sífelt með lög reglu á hælum sér. Hann var fluttur í útlegð og þrisvar sinn- um dæmdur til dauða, en tókst altaf af sleppa. Um aldamótin átti hann heima í London, og lifði þar sem rafmagnsfræðingur. Hafði hann ofurlitla biið í úthverfi borg- arinnar og var altaf höfuðsetinn af lögreglu. Enginn vissi í raun réttri hverrar þjóðar Malatesta FRANKLIN D. ROOSEVELT Frh. frá 1. bls. >að var eins og byggingin gók- staflega ætlaði að springa ut- an af fólksþyrpingunni. Þannig liðu nokkrar mínútur að Roose velt gat ekkert sagt eða látið til sín heyra, hann bara stóð og horfði yfir manngrúann; og eg þóttist sjá hvað hann var að hugsa. Líklega það, að nú væri hann kominn á einhvem þann einkennilegasta stað veraldar- innar. Svo hóf hann upp hendi, og í sama bili sló þögn á alla. Svo hóf ríkisstjórinn mál sitt, og ætla eg að láta mér nægja að geta aðeins helztu atriðanna er hann tók sérstaklega fram. Hann sagði meðal annars: “Það má ef til vill þykja skrítið, að eg er ekki hingað kominn til þess að lofa því, er mér er stór gáta um hvort eg gæti efnt, eða til þess að halda hér kosningaræðu í bardaga- anda. Nei, heldur er hingað kominn á þennan heimsfræga stað til þess að sjá, heyra og læra. Eg er einnig hin’gað kominn eftir 20 ár, sem liðin eru síðan eg kom hingað síð- ast, til þess að virða fyrir mér þær undra framfarir, er þetta sól skinsríki hefir orðið aðnjótandi á þessu áður umgetna tímabili, alt fram að síðastliðnum fjórum árum, að afturhald og framtaks leysi hefir náð heljar tökum á >essu ríki, sem öðrum ríkjum sambandsins — hinna auðsælu Bandaríkja. Sömuleiðis er eg kominn hér til þess að biðja tilheyrendur mína og helzt alla íbúa þessa ríkis, um eindregið fylgi í for- setakosningunum, sem nú fara hönd (lófakíapp), er geta orð- ið til þess í heild sinni komist eitthvað áleiðis út úr þeim ó- verðskulduðu deyfðarkringum- stæðum, er hafa orðið hlutskifti hennar, eins og flestra annara landa, bæði fyrir mislukkaðar tilraunir með tollalög vor, og óhagstæða millilanda verzlun, og óhagfelda sparsemdarstefnu er þetta land, eða réttara sagt öll ríki vor hafa aðhylzt að undanförnu. Það er ásetningur minn að gefa alt mitt vit og orku til hagsmuna fyrir þjóð vora í heild; ekki fyrir vissar deildir þjóðfélagsins, heldur fyr- ir alla. Og ekki mun eg sízt bera umhyggju fyrir þeim þegn- um vorum, sem afskiftir hafa orðið í atvinnumálum og öðru. Eg mun hugsa til mæðra með svöng börn í kringum sig, eins og auðvelt er að finna í þús- undatali, standandi í hörmung- arástæðum fátæktar og von- leysis. Verði eg kosinn, mun eg gangast fyrir því einnig, að fækka núverandi sultarlíknar- stöðvum, er velviljað en getu- lítið fólk er að reyna til að stofna og viðhalda á þessum neyðartímum, án þess að fá verðskuldaða hjálp frá núver- andi stjórn landsins. Eg mun einnig beita mér fyrir umbót- um á vatnaleiðum hinna sam- einuðu ríkja, fyrir allar sigling- ar vorar. Einnig gangast fyrir því, að þjóðfélag vort í heild eignist hindrunarlaus yfirráð yfir öllum stórfeldum vatns- straumum, er geta aukið raf- magnsframleiðslu vora. Því við ódýrt vinnuafl mun þjóð vor reisa við almenna velmeg- un; eins og hver einstaklingur hefir rétt til þess að verða hlut- takandi í velmegun landsins. Stjórnarskrá vor er bygð á því atriði að tryggja réttlæti og vernd einstaklinga, er mynda þjóðarheildina. Og þetta er að- eins fáanlegt með því, að þjóð vor beri gæfu til að velja sam- vizkusama fyrirliða. Ekki fyrir- liða, er ætla að bíða átekta, um að núverandi deyfðarástand vort lagist með tíð og tíma. og af ófyrirsjáanlegum atvikum, Heldur fyrirliða, er þora og vilja beita framtakssemi sinni, til að hrinda einhverju því allra versta er þjóð vor hefir horfst í augu við, og sem hún á svo erfitt með að hrinda. Með þeim möguleikum er eg bý yfir, verði eg kosinn forseti, vil eg gefa mig allan við að endurnýja almenna vellíðan. — Það eitt vil eg að fólk hafi hug- fast við næstu kosningar. Ekki nefndi Roosevelt neitt um það, hvar hann stæði gagn- vart vínbannslögunum. Enda tók hann það fram í byrjun, að hann gæti ekki tímans vegna lialdið langa ræðu. Með sínu eins og meðfædda brosi, er Roosevelt mjög fríður maður og góðlegur, framgöngu- prúður og miklum mannkostum búinn; enda er honum eignað það, jafnt af andstæðingum hans og þeim, er honum fylgja að málum; því alstaðar er sagt, í þessum 22 ríkjum, sem hann hefir nú þegar ferðast um, að hann hafi vakið vinsemd og virðingu. Erl. Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.