Heimskringla - 12.10.1932, Page 2

Heimskringla - 12.10.1932, Page 2
2 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 12. OKT. 1932. FRÁ fSLANDI (Eftir heimanblöðum frá 4.— 14. september.) Siglufirði 2. sept. Mikil síldveiði síðustu daga og í morgun hafa allmörg skip komið inn með síld. Síldin hefir í dag og í gær verið tekin hér úti skamt frá landi. Hafa torf- urnar verið gríðar stórar og mörg skipanna sprengt herpi- aótina. í dag hefir verið hér gott veður, en sjór vaxandi, og nú (kl. 17.30) má heita að komið *é stórbrim. Veiðiskip eru nú sem óðast að koma inn. Þar á meðal liggja Kveldúlfsbotnvörp ungarnir allir hér. Þorskafli góður. * * * Siglufirði 10. sept. Búið var að verka hér í gær- kvöldi 87,754 tunnur af salt- sfld, 24,518 af krydd- og sykur- saltaðri síld, 38,901 fyrir Þýzka- Ungfrú Jessie Marie De Both landsmarkaðinn, 8,643 hreins- aða og 716 tn. af millisíld. Ríkisverksmiðjan hefir tekið ið 137,000 málum síldar, en fljaltalín 37,860 málum. Talsvert hefir borist að af ■íld síðustu dagana, og virðis* era skamt undan, en veður er ihagstætt. FlestÍT hafa nú lokið við að salta það, sem þeir ætla sér. — 'jangmest af síldinni hefir ver- ið sent út nokkurn veginn jafn- óðum eða fer í næstu viku. — Mun mest af því, sem farið er, vera selt. Talsvert liggur þó eft ir, en einvörðungu seinsöltuð íld. Saltsíldarverð um 14 kr. tunnah. Reknetaveiði er ekkert stund ið upp á síðkastið, en rekneta- veiði Norðmanna sögð allgóð. Norsku skipin munu nú flest farin af stað áleiðis til Noregs eða komin þangað. Þorskafli ágætur þessa viku. Hafa bátar aflað upp í 10—11 þúsund pund í róðri. ¥ ¥ ¥ Seyðisfjörður. Verzlunarmannafélag Seyðis- iarðar hefir gefið út bækling með myndum um Seyðisfjörð, 'egu kaupstaðarins, atvinnu- 'iætti o.fl.—Er bæklingur þessi á íslenzku og þrem erlendum fungumálum. Efninu er skift 'iður í kafla og hefir hver sína 'yrirsögn: Höfnin, Flughöfn, '^eðrátta, Bærinn, Sjúkrahúsið, Banki, Vélasmiðja, Verzlun og siglingar, Framtíðarmöguleikar ■'g Ferðamenn. ¥ ¥ ¥ Sólskin í gær 10.7 stundir. -— Yfirlit: Grunn lægð yfir Norð- urlandi, á hægri ferð austur eftir. Alldjúp lægð yfir Bret- landseyjum. — Horfur: Suð- vesturiand, Faxaflói: Breytileg átt og hægviðri. Smáskúrir. — Breiðafjörður, Vestfirðir, Norð- urland: vestan og norðvestan gola. Norðausturland, Austfirð- ir, suðausturland: Hæg vestan- átt, léttskýjað. ¥ * * Þjóðverjinn Walter Grieg, rithöfundur, sem getið var um hér í blaðinu á dögunum í sam- bandi við kvikmyndatöku hér á landi, til að auglýsa ísland sem ‘ferðamannaland”, er nú kominn hingað til bæjarins. — Hefir hann kynt sér bæinn og nágrennið að nokkru, og kveð- ur góð skilyrði fyrir hendi að beina ferðamannastraum hing- að, ef eitthvað sé gert til þess að auglýsa bæinn og hið fagra umhverfi hans. ¥ ¥ * Kveldúlfsbotnvörpungarnir. Skallagrímur og Þórólfur eru hættir veiðum og koma síðdegis í dag eða nótt. Skallagrímur hefir aflað alls 15,600 mál, en Þórólfur 16,700 mál síldar. — Hinir Kveldúlfsbotnvörpungarn- ir munu hætta veiðum næstu daga. ¥ ¥ ¥ Síldarútflutningurinn í ágústmánuði s.l. nam 86,160 tunnum,, verð kr. 1,599,900, en á tímabilinu jan.—ágúst 107,766 tn., verð kr. 1,944,940. Á sama tíma í fyrra 85,357, verð kr. býr til sína bragðjúfu Epla Snúða með Magic Baking Powder "‘Þegar ung húsmóðir spyr mig að því hvaða Iyfti duft hún eigi að nota” segir ungfrú De Both, forstöðukona nafntoguðu De Both Home Makers’ Cook- ing Schoois, ”þá er ráðlegging mín þessi: notið það bezta —það, sem er hreint, jafnt að gæðum og óbrygðult. Þér getið ekki notað hinar lægri tegundir og búist við jöfnum árangri. “Reynsla min með Magis hefir verið einkar farsæl. Eg hefi fundið að það er ekki breytilegt að gæðum og að það bregst aldrei. Svo veit eg að það er laust við öll skaðleg efni.” Vitnisburðir annara vel þektra matreiðslusérfræðinga eru í fullu samræmi viö þessa niðurstöðu ung- frú De Both. . . . I sannleika notar meiri hluti allra fæðu sérfræðinga og matreiðslu kennara í Canada einvörðungu Magic og mæla meö því. EPLA SNtJÐAR 1 pottur af mjöli 1% bolli af mjólk 2 teskeibar Magic Sykur Bakíns: Powder Kanel H teskeiti af salti Epli 2 matskeibar af smjöri BlandítS saman í skál, mjölinu lyfti duftinu og saltinu. Núih smjörinu út i þaö. Helllö i betta mjólkinni kaldri unz deigió er lint. BreitSiö út á mjölbornu bortii. SkerltS i ferhyrninga. Afhýöiti og kjarna- skeriti epli og leggit5 á ferhyrning- inn. Fylliti kjarnaholuna metS litlum bita af smjöri, sykrl og örlitlu af kan el. VefjitS svo ferhyrnlngunum upp í snútSa utan um eplitS og athugitS vel atS þati sé vel hulitS svo atS hvergi sjál í þatS, því gufan innan í snútSnum bakar eplitS metSan deig- itS er atS bakast. RjótSritS svo dá« litlum rjóma yfir og bakitS í metSal heitum ofnl 400° F. í 40 mínútur. FrarareitSitS met5 rjóma og eplalög. I*»ud A«MW(J by \ iZA'AK 0—Iq 1 Quttelaútcíníiílaie -j, MA.vrA(v*r.»y ChcteUwi* Æ<xQQiine S LauNt vi9 Alfin” I»eMMÍ Ntfliihipfins; A hverjum hauk er yfiur trjKKlns; fyrir . J>vf . afi 3f a k I c Bakin^T Powder er lanMt vlfi Alfin iinn- ur Mkafileflr efnl. Msd« is Coaadfl MATREIÐSLTJBÓK ÓKEYPIS—Fyrir heimabökun, fáið þér allskonar for- skriftír i hinni njrju Magic Cook Book, fyrir ýmiskonar ljúffenga matarbökun. Skrifið Standard Brands Ltd., Fraaer Ave. & Liberty St., Toronto Ont. Rvík 9. sept. Gísli fsleifsson ’krifstofustjóri í fjármáladeild stjórnarráðsins andaðist 9. sept. í Landakotsspítalanum, eftir langvinnan sjúkleik og miklar þjáningar. ¥ * * Hannes S. Blöndal, skáld og bankaritari andaðist 9. sept. í Landsspítalanum, eftir stutta legu. ¥ ¥ * Rit Jónasar Hallgrímssonar. Anað bindi af ritsafni þessa ástsælasta skálds íslenzku þjóð- arinnar, er nú komið út. Eru í þessu bindi sendibréf skálds- ins til vina og kunningja, og mun margan fýsa að kynnast þeim. Bókar þessarar verður nánar getið síðar. * ¥ * Frú Anna Bjarnardóttir frá Sauðafelil er nýlega komin heim, eftir að hafa dvalið í sumar á Englandi og Skotlandi, með styrk frá Alþingi, til þess að kynna sér þar fræðslumál. Heimsótti hún marga skóla og var á landsþingi félags þess á Skotlandi (Scottish Association for Mental Welfare), er berst fyrir bættum mentunarskilyrð- um vanþroska barna. * ¥ * Séra Benjamín Kristjánsson og frú hans eru nýkomin heim frá Vesturheimi. Hefir hann, sem kunnugt er, verið þjónandi prestur þar vestra um fjögra ára skeið. Er séra Benjamín talinn einna atkvæðamestur hinna yngri kennimanna vorra, og munu margir fagna heimkomu hans. * ¥ * Akureyri 10. sept. Prestkosning í Grundarþingum fer fram sunnudaginn 23. þ. m. 1 kjöri verða aðeins tveir: séra Benja- mín Kristjánsson frá Ytri- Tjörnum og Gunnar Jóhannes- son cand. theol. frá Fagradal. * ¥ * Rvík 12. sept. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 9 stig, ísa- firði 6, Akureyri 8, Seyðisfirði 4, Vestmannaeyjum 8, Stykkis- hólmi 8, Blönduósi 7„ Hólum í Horpafirði 7, Grindavík 9, Fær- eyjum 4, Julianehaab 7, Jan Mayen 1, Angmagsalik 2, Hjalt- landi 10, Tynemouth 13 stig. (Skeyti vantar frá Raufarhöfn) — Mestur hiti hér í gær 10 stig og minstur 6. Úrkoma 0.7 mm. 2,367,800. ¥ ¥ ¥ Áfengisbruggun. Aðfaranótt laugardags setti lögreglan mann nokkurn í varð hald fyrir áfengisbruggun. — Annan mann setti lögreglan í varðhald, sem hafði ólöglegt á- fengi í fórum sínum. * * * Útflutningur á saltfiski. Útflutningur á verkuðum salt fiski nam í ágústmánuði s. 1. 8,428,760 kg„ verð kr. 3,291,- 980, en á tímabilinu jan.—ág. 38,081,250 kg„ verð 13,229,050, en á sama tímabili í fyrra 33,- 707,720 kg„ verð kr. 12,962,210. Útflutningur á óverkuðum salt- fiski nam í ágústmánuði s. 1. 424,830 kg„ verð 99,890, en á tímabilinu jan.—ágúst 12,664,- 130 kg„ verð kr. 2,492,630. Á sama tíma í fyrra 11,268,350 kg„ verð kr. 2,929,300. * * ♦ Af Landbúnaðarafurðum var flutt út í ágústmánuði s.l. sem hér segir: Lax fyrir 2,710 kr.; æðardúnn fyrir 20,740; hross fyrir 25,690; freðkjöt fyr- ir 5340; ull fyrir 86,660; sútað- ar gærur fyrir 1,770; söltuð skinn fyrir 440 og hert skinn fyrir 13,840. Samtals 157,190 kr. — Útflutningurinn nam alls 5,839,900. — Geta ber þess að lítið af landbúnaðarvörum er jafnaðarlegast flutt út í ágúst- mánuði. — Fróðlegt væri að fá safnað skýrslum um sölu inn- lendra landbúnaðarafurða í landinu mánaðarlega. * * * f Vestmannaeyjum er nú stöðugt róið til fiskjar. Er fiskurinn lagður í enskan botnvörpung, Cylvida, sem fisk- sölusamlagið Ægir hefir tekið á leigu. Fer hann sennilega af stað áleiðis til Englands á morg un í fyrstu ferð sína. Samlagið á von á öðrum botnvörpungi enskum til fisktöku innan skams. * * * Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. Þriðjudaginn 6 september var stofnað í Reykjavík félag, sem heitir Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. Stofnendur voru um 100. Félagið var stofnað samkvæmt lögum um Bygging- arsamvinnufélög frá síðasta Al- þingi. Tilgangur félagsins er að koma upp íbúðarhúsum fyrir félagsmenn, að safna eigin fram lögum félagsmanna og reka lánastarfsemi. Staðfesting ríkis- stjórnar er fengin á því, að fé- lagið fái ábyrgð ríkissjóðs á þeim lánum, er það tekur, í samræmi við lögin um Bygging- arsamvinnufélög. 1 stjórn voru kosnir: Formaður Þórður Eyj- ólfsson lögfræðingur, ritari Ey- steinn Jónsson skattstjóri, gjald keri Brynjólfur Stefánsson skrif stofustjóri og meðstjórnendur: Stefán Jóh. Stefánsson hæsta- réttarmálflm. og Fritz Kjartans son verzlunarm. I varastjórn voru kosnir Gunnar Viðar hag- fræðingur, Valtýr Blöndal lög- fræðingur og Axel Sveinsson verkfræðingur. Endurskoðend- ur voru kosnir Tómas Jónsson lögfræðingur og til vara Stefán Rafnar bókari. * * * Skólaganga atvinnulausra unglinga. Guðrún Lárusdóttir vakti máls á því á fundi bæjarráðs 9. þ. m„ hvort bærinn gæti ekki stuðlað að því áð atvinnulausir ungir menn hér í bænum gætu fengið aðstoð til skólagöngu eða einhvers náms. Bæjarráð fól borgarstjóra, Guðrúnu Lárus- dóttur og einum manni úr at- vinnu úthlutunamefnd að at- huga það mál og ræða um það við kenslumálaráðherrann. ¥ ¥ * útflutningur ísl. afurða nam í ágústmánuði síðastliðn- um kr. 5,839,900, en á tímabil- inu jan.—ágúst kr. 24,700,900. Til ágústloka í fyrra nam út- flutningurinn kr. 26,356,000, en 1930 kr. 31,896,000 og 1929 kr. 35,894,950. * * ¥ Aflinn nam þann 1. sept. samkvæmt. skýrslu Fiskifélags íslands 53,- 233 þurrum smál. Á sama tíma í fyrra nam aflinn 63,191, 1930 66,389 og 1929 58,682 þurrum smálestum. ¥ ¥ ¥ Fiskbirgðir námu þann 1. sept. samkvæmt reikningi gengisnefndar 26,624 þurrum smál., á sama tíma í fyrra 42,263, 1930 34,781 og 1929 23,880 þurrum smál. * * * 100 ára öldungur. Á morgun, 7. þ. m„ á Kristj- án Ásmundsson í Víðigerði í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, 100 ára afmæli. í blaðinu Degi á Akureyri segir svo: ‘‘Þrátt fyrir þenna háa aldur hefir hann enn ferlivist, en sjón hans og heyrn er nokkuð tekið að daprast. Kristján hefir alla tíð verið vinsæll maður og vel lát- inn. Hann var elztur systkina sinna og er nú einn á lífi. Bróð ir hans var Ásmundur “fóta- iausi”, er fór til Ameríku. — Kristján Ásmundsson hefir lengi dvalið í Víðigerði á vegum dótt- ur sinnar og dóttursonar, Hann esar Kristjánssonar bónda þar. * * * Taugaveiki hefir komið upp á ný á bænum Skriðu í Hörgárdal, að því er Akureyrarblöðin herma þann 1. þ. m. * * * Dr. Páll E. Ólason fyrv. aðalbankastjóri Búnaðar- bankans, hefir verið settur skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu fyrst um sinn. Hafði Gísli ísleifsson, skrifstofustjóri ráðuneytisins, fengið missiris- hvíld frá störfum sínum sök- um veikinda. Er láts hans get- ið á öðrum stað hér í blaðinu. ¥ ¥ ¥ FerSafélag fslands hefir í hyggju að efna í haust til sýningar, á allskonar áhöld- um og útbúnaði til ferðalaga, og hefir verið farið fram á að bæjarstjómin lánaði félaginu sundhöllina í þessu skyni. Sýn- ing þessi verður sennilega opn- uð í nóvember. í sambandi við þessa sýningu er ráðgert að hafa sýningu á “amatör’-ljós- myndum. BANNLÖG OG ÁFENGIS- NAUTN Á ÍSLANDI Brot úr skýrslu héraSslæknis. Eftir Stgr. Matthiasson. Mér dylst það ekki að of- drykkja hefir farið í vöxt í héraðinu á síðustu árum, eink- um meðal yngri manna — og kvenna einnig nokkuð. Margir unglingar hafa fallið í freistni fyrir Spánarvínunum og lært á þeim að drekka. En nú hefir bæzt í búið, í þessu læknishér- aði eins og fleirum, ef ekki flestum héruðum lands vors, ný tegund görótts drykkjar, er “Landi” er kallaður hér í sveit og líklega svipaður “Höskuldi” syðra. Það er misjafnlega látið af vörugæðunum, en suma hefi eg heyrt hrósa þessum íslenzka iðnaði og telja það framför mikla, sem margur hefði efast um fyrir 30 árum síðan, að ís- lenzkir, óbreyttir og óskóla- lærðir sveitamenn mundu nú geta framleitt brennivín, engu lakara en danskt kornbrenni- vín, bæði handa sjálfum sér og jafnvel handa sjálfum verzlun- arstjórunum í kaupstaðnum. — Ekki vantar gáfurnar hjá vorri frjálsbornu þjóð. Sá orðrómur gengur hér á Akureyri, að vínverzlun ríkis- ins hér í bæ hafi sí-minkandi aðsókn og afsetningu, síðan “Landinn” fór að útbreiðast, ýmist gefins eða með gjafverði. Einnig heyri eg því hrósað, að þetta íslenzka vín hafi þegar dregið nokkuð úr innsmyglun brendra drykkja frá útlöndum. Þykja það að vissu leyti góð tíðindi, úr því útlend munaðar- vara á að bannfærast og við- kvæðið er “styðjið íslenzkan iðnað”. Það er fyrst á þessu ári 1931 sem við læknar héraðsins höf- um orðið varir við “landann”. Eg hefi nokkrum sinnum séð menn ýmist góðglaða eða vel drukna af þessu heimabruggi. — . í nokkur skifti hefir mér verið boðið að bragða, og hefi eg þá, hlýðandi orðum postul- ans, “reynið og prófið alla hluti”, og meðfram af embætt- isskyldu, sopið á til að forvitn- ast um drykksins bragð og varasömu náttúru. Það hefir í tvö skifti vakið furðu mína, hve vel hefir tekist bruggunin, en einnig hefi eg séð gráleita og grugguga blöndu, er mér fanst ódrekkandi. Eg skal þó taka það fram, að hvorki hefi eg né aðrir læknar héraðsins enn orðið varir við, að neinum hafi orðið meira meint af “land anum” en venjulegu útlendu brennivíni, enda hér tæplega verið um annað að ræða en etyl-alkohól, þar sem efnin eru aðeins sykurblanda og ger. — Hins vegar er fyrirsjáanlegt að þessi leyni-iðnaður geti haft margt ilt í för með sér. 1 sveit- um, þar sem einmitt eru miklu meiri brögð að heimabruggun en í kauptúnunum, þar hefir um langa hríð verið lítið um vínföng, svo að meginþorri mamyji, einkum þeirra yngri, hefir lítið eða ekki orðið fyrir freistingum. Nú er eins og upp- spretta sé fundin, þar sem öll- um býðst ódýr, ginnandi drykk ur. — Hér er svipuð hætta á ferðum og þegar mislingar og ViSS MERKI eru vottur um sjúk nýru. Gin Pills bæta fljótt og gersamlega, þar sem þær verka beint en þó þægilega & nýrun — og þannig bæta, lækna og styrkja þau. Kosta 50c í öllum lyfjabúðum. 132 aðrar farsóttir koma að landi eftir langt hlé. Þá verður sóttin miklu magnaðri en elli. Líkt verður hér um brenni- vínið, sem snögglega sprettur upp að mönnum því nær óvör- um. Menn glæpast á því, eins og af barnaskap, óvanir þeirri hættu, sem af því stafar, að láta ginnast af tælandi áhrifum þess og kunna sér ekki hóf. Menn læra að drekka í laumi — í einlægum feluleik, sem esp- ar og örvar ástríðuna, er ann- ars dottaði í kyrþey. — Mér er sagt, að sumstaðar í sveitum séu að verða svo mikil brögð að heimadrykkjuskap, að húsmæður beri sig illa og kvarti sáran yfir því. Sagði einn kunningi minn, að nú væri að upprenna ný öld. “Áður komu menn fullir úr kaupstað — nú koma þeir fulilr úr sveitinni”. Um Akureyri kvað Gröndal forðum: “enginn þaðan fullur kemst”. Skyldi þetta vísuorð eiga eftir að snúast upp á sum- ar sveitirnar. Það þarf vissulega hið allra fyrsta að leita snjallra ráða til að kveða niður laumubruggið í landinu. Til þess gagnar ekk- ert að senda andstyggilega þef- ara og njósnara út um landsins bygðir og inn á heimilin. Það gerir aðeins ilt verra. Ekki er eg heldur trúaður á að það hafi nokkra þýðingu, að fara að skerpa á ný refsiákvæði bannlaganna, t. d. með því að hóta hýðingum og líflátshegn- ingum, heldur hygg eg að fyrsta stigið ætti að vera algert afnám bannlaganna, og að síð- an verði tekin upp ný og mann- úðlegri stefna í baráttunni gegn áfengisbölinu, og heppilegast að ríkið taki algerlega að sér tilbúning á öllum spíritus og annist alla útvegun og sölu vín- fanga. Það hefir löngu sýnt sig, að þjóð vor hvorki vill né getur hlýtt hinum ströngu bannlög- um, og að yfirvöldin hvorki vilja né geta framfylgt þeim sem skyldi. Þrátt fyrir röskar tilraunir vors gáfaða og rögg- sama fyrverandi dómsmálaráð- herra (að honum ólofuðum fyr- ir sumt annað), varð aðeins litlu áorkað, og er vart trúlegt að öðrum takist betur. Þeir drukku karlarnir eftir sem áð- ur — brensluspritt, “glussa”, hárvatn o. fl. þegar ekki fékst annað. En nú hefir versnað um allan helming, síðan “landinn” kom til sögunnar — líklega ein- mitt fyrir tilstilli alls dugnaðar- ins. Bannið hefir orðið samskonar hneyksli hjá okkur eins og hjá þjóðunum þremur, sem ilu heilli Allar framfarir eru breytingar, en allar breytingar eru ekki framfarir En hvenær sem breytt er til og notuð MODERN PURE MILK er breytingin til hins betra — sannið það með reyslunni. SÍMIÐ 201 107 “Þér getið þeytt rjómann en ekki skekið mjólkina.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.