Heimskringla - 12.10.1932, Síða 3
WINNIPEG 12. OKT. 1932.
HEIMSKRINGLA
3 BLAÐStÐA
«
CANADIAN
PACIFIC
STEAMSHIP
LINES
[Ferðir til ættlandsins
ódýrar fljótar og þægilegar
MEÐ
Canadian Pacific Steamships
Vikulegar fer«ir frá Montreal til Glasgow.
Ný og stór eimskip meti rúmmiklum og björtum herbergjum.
Gott fæöi, kurteis þjónusta, hljómleikar, skemtanir og leikir.
Vér ráöstöfum vegabréfum og öörum skjölum. Landgönguleyfi
fyrir konur og yngri börn, ennfremur trúlofaö fólk.
Þriðja farrými til Reykjavíkur,
aðra leið $98.50 — báðar leiðir $167.00
Peningnr Hemllr <11 nllrn Ktafin I veröldlnnl.
Eftir fullkomnum upplýsingum leitiö til nœsta umbotSsmann
eba skrifib á íslenzku til: —
W. C.
CASEY, Sten innhip General Pnn«enger Agent
872 Mnin St., WinnlpeK, Man.
Phone 22 935 Pbone 25 237
HOTELCORONA
20 Room* Wllh Bath
Hot and Cold Water in Bvery
Room. — $1.60 per day and up.
Monthly and Weekly Rates
on Request
Cor. Main & Notre Dama East
WINNIPEG, CANADA
að komast í samband við bygð
frá jökultindinum, til þess að
ráðlegt sé að hafa þar vetrar-
setu fyrir aðeins tvo menn. Þá
hefðu þeir átt að vera þar ein-
ir þrír eða fjórir.
inleiddu svipuð þvingunarlög. —
Norðmenn og Pinnar hafa nú
séð að sér og afnumið þenna ó-
fögnuð, og ættum við að fara
að dæmi þeirra og verða Banda-
ríkjunum til fyrirmyndar. —
Geti “landinn” orðið til þess að
flýta fyrir afnámi bannsins, átti
hann vissulega erindi í lónið.
Prá sjónarmiði vínhneigðra
alþýðumanna má skoða fram-
komu “landans” á sjónarsviði
sögu vorrar, sem hugulsama
forsjónarinnar jafnréttfstilhög-
un til bráðabirgða. — Pátæki
maðurinn hefir fengið sinn
“snaps’’ eins og hann æskti eft-
ir, og getur nú kotroskinn skál-
að við hina mörgu samseku, sí-
brotlegu viskýsmyglandi höfð-
ingja landsins, sem hafa svo að
segja getað lifað og leikið sér
fyrir öllum bannlagavörðum
eins og engin bannlög væru til,
meðan hins vegar hinir til-
komuminni urðu að sætta sig
við suðuspritt, “glussa’’, pólitúr
og annan óþverra, en fara í
steininn ef uppvíst varð um
smyglun heilnæmari drykkja.
íslendingur.
ATHUGANASTÖÐIN Á
SNÆFELLLSLJÖKLI.
(Eftir Mbl. 8. sept.)
Prófessor Mereanton frá Zu-
rick, sem fór vestur á Snæfells-
nes um daginn, til þess að koma
athuganastöðinni á fót uppi á
Snæfellsjökli, er kominn hing-
að til bæjarins fyrir nokkrum
dögum. Hann fer héðan með
Lyru í dag.
Hann hefir sagt blaðinu svo
frá ferð sinni:
Eins og kunnugt er, lentum
við í hinum mestu óveðrum
þarna vestur á Snæfellsnesfjall-
garðinum. Við gátum komið
farangrinum upp undir jökul.
. En allur flutningur upp á jök-
ulinn var óframkvæmanlegur
dag eftir dag. Og enda þótt tek
ist hefði að koma t. d. efniviðn-
um í húsið upp á jökul, þá var
sífelt svo mikið hvassviðri þar
uppi, að engin tiltök hefðu ver-
ið að reisa húsið. En meðan
rikið, rigningin og þokan var á
jöklinum, var því sem næst ó-
mögulegt að fara með hesta á
jökulinn. Því þó hestarnir reynd
ust okkur hinir beztu meðan
þeir fóru um auða jörð, þá
voru þeir staðir og lítt viðráð-
anlegir í þoku og roki á jökl-
inum.
Við þá reynslu, sem við feng-
um um veðráttuna á jöklinum,
komumst við að þeirri niður-
stöðu, að ómögulegt væri að
reisa stöðina uppi á efsta jökul-
tindinum.
Pyrst og fremst hefðu flutn-
ingarnir þangað orðið alt of
erfiðir. f öðru lagi, og á þvf
valt mest, þá er sýnilegt,* að
athuganir á jöklinum hefðu
orðið altof stopular, vegna þess
hve oft er þokuhnúfur á tind-
inum, þó bjart sé uppi yfir að
öðru leyti.
í þriðja lagi er það of erfitt
Því ákváðum við að reisa
itöSina við litla gígi, sem standa
upp úr jöklinum á 850 m. hæð.
Það eru ekki hinir svonefndu
Þríhyrniingar, eins og sagt hef-
ir verið, heldur eru þessir gígir
nokkurn veginn beint í austur
frá tindinum, og er þaðan út-
sýni gott bæði til Breiðafjarð-
ar og Faxaflóa, en það er til
hæginda fyrir þá, sem athugan-
irnar annast.
Gígir þessir eru ekki tilgreind
ir á uppdrætti herforingjaráðs-
ins, hafa ef til vill verið jökli
huldir, er uppdrátturinn var
gerður.
Prófessor Mereanton bjóst
við því, að stöðin mundi verða
komin upp um næstu helgi. —
Sjálfur gat hann ekki verið
lengur þarna vestra, sakir
starfa er bíða hans heimafyrir.
Vélamaðurinn la Cour verður
við stöðina fyrst um sinn, fram
í næsta mánuð. En er hann fer,
verða þar tveir, dr. Ziing hinn
svissneski og danskur loft-
skeytamaður, Jensen að nafni.
ORÐIÐ “FRÁ”
í sambandi við mannanöfn.
Til auðkennis menn fest sér fá
“frá” með skírnarnöfnum.
Davíð og Sigfús finnast “frá’’
Pagraskógi og Höfnum.
Bjarna frægan bent skal á, —
bjó um lífstíð heima.
Var sá nefndur Vogi “frá”,
vænn í minni að geyma.
Jóns “frá’’ Sleðbrjót minnast
má,
mælskugarpsins slynga;
hann og og Jónas Hriflu “frá”
héldu til Alþinga.
Menn nafnkenda minst hef á,
mörgum víst þó gleymi.
Kunnur er Jónas Kaldbak “frá’,’
sem kveður í Vesturheimi.
Einn að lokum eg finn þá,
efni ljóðs míns skýri.
Kvað margt fagurt karlinn sá.
kallaður Jón “frá” Mýri.
Við nafn mitt á eg ekkert “frá”,
og ei er við bæ neinn kendur.
Ungur hélt eg höfin á
úr Höfh við íslands strendur.
Hef nú orðið hærugrár,
um hrakning ei þó dreymi;
í fjörutíu og fögur ár
á ferð í Vesturheimi.
Ef kemst sem gestur ættland á
áður í jörð er falinn,
“frá” Winnipeg þar verð eg þá
vitanlega talinn.
Pramandi mig fyndu þ£
frændur og æskuvinir;
og auðkendur með orðinu “frá”
yrði eg loks sem hinir.
Gott er heimsins öldum á,
með auðkennum og nöfnum,
ættlands vors að finnast “frá”
Fagraskógi og Höfnum.
BALDUR GUÐJOHNSEN
Hinn 8. maí 8.1., andaðist að
heimili sínu í Seattle, Wash.,
einn af okkar mætu Islending-
um, Baldur Guðjohnsen. Hann
var fæddur á Húsavík í Suður-
Þingeyjarsýslu 19. nóvember
1879, og var því á 53. aldurs-
ári er hann dó. Hann dó af
krabbameini.
Faðir Baldurs var Þórður
Guðjohnsen, um langt skeið
verzlunarmaður á Húsavík, og
er sú ætt öllum íslendingum
kunn. Móðir hans var Halldóra
Sveinbjarnardóttir, systir tón-
skáldsins fræga, sem öllum ís-
lendingum er hjartfólginn, þeim
sem enn finna hjartataugarnar
titra við óma þjóðsöngsins “Ó,
guð vors lands”.
Alsystkin Baldurs eru: 1. Þórð
ur, læknir í Danmörku; 2. Ste-
fán, verzlunarmaður á Húsa-
vík; 3. Sveinbjörn, formaður
Sparisjóðs S.-Þingeyjarsýslu, bú
settur á Húsavik; 4. Kristín,
ekkja eftir Ásgeir Blöndal lækni
búsett á Húsavík. Baldur var
5. og yngsta barnið af fyrra
bjónabandi föður síns. Hálf-
'ystkin Paldurs eru þessi: 1.
^riðrik, búsettur í Winnipeg:
2. Selma, gift rafmagnsfræð-
'nei í Kaupmannahöfn; 3. Hall-
dór, búfræðingur í Kaupmanna-
höfn; 4. Halldóra, gift lækni í
Kaupmannahöfn; 5. Guðrún,
býr í K.höfn; 7. Sveinn Vík-
’ngur, til heimilis hjá móður
sinni í Kaupmannahöfn.
Baldur naut mentunar í æsku
í heimahúsum, meiri en alment
•?ar á þeim tíma, því foreldrar
hans héldu heimiliskennara fyr-
:r börn sín. Meðal þeirra voru
Kristján Jónasson og Bríet
Bjarnhéðinsdóttir. Ókunnugt er
mér þó hverjir kennarar Bald-
irs voru. Ekki er mér heldur
kunnugt um framhaldsnám
bans, að öðru en því, að hann
mun hafa numið skrúðgarða-
ræktun (landscape gardening)
í Danmörku.
Árið 1900 kom Baldur vestur
um haf, þá um tvítugt. Stóð
bann aðeins mánuð við í Win-
nipeg, hjá ættingjum og vin-
um. Meðal þeirra var Friðrik
hálfbróðir hans og frú Lára
Bjamason, föðursystir hans, en
kona sr. Jóns sál. Bjarnasonar.
Prá Winnipeg hélt hann vestur
að Kyrrahafi, til Seattle, og
þaðan áfram til æfitýralands
þeirra daga — Alaska. Eins og
aðrir, sem þangað fóru, var
hann auðvitað í leit eftir gulli
og gæfu. Tíu árum eyddi hann
í þá leit, því þrautseigja íslend-
ingsins knúði hann til þess aö
gefast ekki upp fyr en að full-
reyndu. Þessi tíu ár munu þó
hafa gefið honum gullið af
skornum skamti, en af æfintýr,
um og mannraunum fann hann
gnægð, og sé gæfa manns fólg-
in í þroskun eigin manndóms,
mun hann áreiðanlega hafa afl-
að hennar í þessu tíu ára stríði
í Alaska.
Til Seattle kom hann aftur úr
útlegðinni árið 1910. Þar bjó
hann síðan til dauðadags. Árið
1918 kvæntist hann ungfrú
Salóme ólafsdóttur, Kristjáns-
sonar, frá Múla í Gufudalssveit
í Barðastrandarsýslu. Móðir
Salóme var Guðrún Aradóttir,
en Ari var föðurbróðir Björns
Jónssonar, ritstjóra Isafoldar.
Tvö börn eignuðust þau Bald-
ur og Salóme, pilt og stúlku —
óskabörnin. Þau heita Baldur
Óðinn og Ása Þóra, falleg og
mannvænleg börn. Ekki verður
um það vilzt að þessi nöfn eru
íslenzk, né heldur hitt, að ást
og virðing foreldranna fyrir
þjóðerni sínu voru óskert þegar
nöfnin voru valin.
Baldur sál. var þrekmaður að
burðum og afkastaði meira en
meðalmaður, að hverju sem
hann gekk. Réði og skapgerð
nokkru um þetta, því hann var
metnaðarmaður og gerði sig
ekki ánægðan með að vera
meðalmaður. En þó hann legði
þenna mælikvarða á sjálfan sig,
var hann hógvær og sanngjarn
við þá sem minni máttar voru.
Aldrei varð eg var við heimsku-
legt ættardramb hjá honum,
og leit hann víst svo á, að rétt-
mætt stolt hvers manns ætti
að hvfla á eigin atgervi og af-
rekum. Bar hann því höfuðið
hátt hvar sem hann fór. Odd-
borgarahátt og hræsni hataði
hann og fyrirleit. Hann var því
aldrei myrkur í máli né dulur
á skoðanir sínar, við hvem sem
hann átti. Félagslyndur var
hann og starfaði með alúð og
ósérplægni að þeim félagsmál-
um, sem hann tók þátt í. Hann
var einn af stofnendum íslenzka
lestrarfélagsins “Vestri” í Se-
attle fyrir liðlega 30 árum síð-
an, og hélt trygð sinni við það
félag til hins síðasta. Munu fé-
lagsmenn lengi minnast hans
með söknuði. Hann var skemti-
lega máli farinn og tók oft
þátt í kappræðum eða flutti er-
indi. Sönghneigður var hann,
eins og hann átti kyn til í
báðar ættir. Var hann því ætíð
sjálfsagður að vera með, þegar
íslendingar höfðu um hönd
söng. íslenzkri tungu unni hann
og vildi láta börnin læra hana.
Enda var hann einn af kenn-
urunum við íslenzkuskóla, sem
haldið hefir verið uppi af lestr-
urfélaginu nú nokkur undanfar-
in ár. íslenzkur féjagsskapur í
Seattle hefir mist mikils við
fráfall hans. Trúmaður var
Baldur á sína vísu, en kirkju-
maður enginn. Ætti það að vera
kirkjumönnum alvarlegt íhug-
unarefni, hve mörgum einlæg-
um og góðum mönnum er þann
ig farið nú á dögum. Samt
starfaði hann talsvert með
frjálslyn’du kirkjunni hér, þó
bann gerðist ekki meðlimur
hennar. Munu þau hjón hafa
hallast að Christian Science
kirkjunni, og þó einkum Mr.
Guðjohnsen. Pór jarðarför Bald-
urs fram undir umsjón þess fé-
lagsskapar, er sýndi Mrs. Guð-
’öhnsen mikla velvild og hlut-
tekningu í sorg hennar. Eg,
sem þetta rita, var beðinn að
faka þátt í athöfninni, og var
mér það ljúft. Heyrði eg það
haft á orði á eftir, að athöfnin
hefði 'verið ein samstæð heild,
þó tveir kirkjuflokkar væru þar
að verki. Get eg þessa aðeins
fyrir þá sök, að mér finst það
miklu máli skifta, að menn
veiti því athygli, hve eðlilega
rííkar stundir feykja burtu
froðuhjómi sérskoðananna af1
yfirborði trúarlífsins, og sam- j
eini menn í dýpri skilningi á j
því, að undir yfirborðinu er!
The Marlborouáh
,!Helzta Hotel Winnipeá-boréar
SJEBSTAKUB MIÐDAGSVEBÐUB, FYBIB KONUB 40c
Framreiddur á miðsvölunum
BEZTI VEBZLUNABMANNA MIÐDAGSVEBÐUB I BÆNUM 60c
ReyniO kaffistofuna. — Vér leggjum oss fram til að standa fyrir
allskonar tækifærisveizlum.
F. J. HALL.ráðsmaður.
Við söknum þín, Baldur. —
Þökk fyrir góðar og glaðar
samverustundir. Heimili þitt
drúpir, því þú varst ástríkur og
umhyggjusamur eiginmaður og
heimilisfaðir. Börn, blóm og
sönggyðjan sakna þín, því það
voru þínir einkavinir og hjart-
fólgnustu hugðarefni.
Tvisvar á lífsleiðinni hefi eg
verið návistum við Baldur Guð-
Johnsen. Við lékum okkur sam-
an sem litlir drengir einn sum-
artíma á Húsavík. Þá fór eg
til Ameríku og leiðir skildu, og
lágu ekki saman aftur fyr en
fyrir fjórum árum síðan, að
við hittumst hér í Seattle. Þá
töluðum við oft saman um
“gamia landið” og sameiginleg-
ar æskuminningar. Ráðgerðum
við að ferðast saman “heim”
til æskustöðvanna — eins fljótt
og kringumstæður leyfðu. Nú
verður það ekki á þann hátt,
sem við höfðum hugsað okk-
ur. En minningarnar eru allar
ljúfar frá fyrri fundum, og þá
sannfæringu áttum við báðir,
að við mundum eun eiga eftir
að finnast, því dauðinn væri
ekki endir, heldur atvik í lífi
mannsins; að skáldið Einap
Benediktsson hefði rétt fyrir
sér, þar sem hann segir: “Að
nefna dauða er dauðlegt mál,
því duft og loft er fult af sál
síns guðs, í kjarnan insta inn”.
Þess vegna finnast mér engin
kvéðjuorð túlka tilfinningar
mínar eins vel og þýzku kveðju-
orðin: “Auf wiedersehen”.
A. E. K.
Aths: Svo var ætlað til að
mynd ar Baldri heitnum fylgdi
æfiminningu þessari, en sökum
þess að hraða varð útkomu
blaðsins í þetta sinn, var mynd-
in ekki tilbúin og verður því
ekki birt fyr en í næsta blaði.
Ritstj.
JAPAN OG MANCHURIA.
straumurinn einn og stefnan
ein, að: “Þú 'einn ert guð oss
öllum og ein er von og trú”.
Fjöldi íslendinga í Seattle j
voru við jarðarförina, og létu
í ljós vináttu sína og virðing
með blómsveigum, sem þöktu
kistuna.
Hið almenna eymdarástand í
heiminum, söluerfiðleikar í Ame
ríku, lágt verð á silfri og nú
síðast deilan um Manchuríu,
hefir valdið Japönum miklum
og margvíslegum erfiðleikum.
Japan er í raun og veru í svo
mikilli klípu, að um líf og
dauða getur verið að tefla fyr-
ir ríkið. — Deilan um Manchu-
ríu er þess vegna mikilvægt at-
riði í heimspólitíkinni,, og það
er víst að Japanir skeyta ekki
eins mikið um hinn bláa himinn
hugsjóna Þjóðabandalagsins í
Sviss og um samningsbundin
réttindi við Kína.
Vér skulum ofurlítið athuga
fjárhag Japana um leið og að-
stæður þeirra í þessu máli. I
Japan eru um 60 miljónir íbúa,
hver miljón, sem bætist við ár-
lega, eykur áhyggjur þeirra um
afkomuna. Iðnaðinum hefir
fleygt áfram og dregið fólkið
til borganna, og vandræði þau,
sem nú steðja að honum, valda
miklu atvinnuleysi, enda þótt
samheldni ættanna, sem bygg-
ist á forfeðradýrkuninni dragi
nokkuð þar úr. Iðnaðurinn í
Japan er ungur, fljótvaxinn,
næmur fyrir öllum örðugleik-
um. Útflutningurinn er einhliða
og verða þeir að fá öll sín hrá-
efni annarstaðar frá. 40 prósent
af öllum útflutningi Japana fer
til Bandaríkjanna og er mest-
megnis silki. Um tíma ætlaði
samkepnin með silkilíki að gera
þeim skráveifur, en þá tóku
þeir sjálfir að framleiða silki f
stórum stíl. En nú hefir eftir-
spurn á silki í Bandaríkjunum
stórum minkað. Af hráefnum
nota Japanir 50 miljónir smá-
lesta af kolum árlega, en fram-
leiða sjálfir aðeins 30 miljónir.
Landið þarf 2 miljón tonn af
olíu, en framleiðir sjálft aðeins
300,000; það framleiðir aðeins
fjórða hluta af járni því og
stáli, sem til iðnaðarins fer, og
af matvöru eru t. d. fluttar inn
2 milj. smálesta af baunum.
Þetta tvent, mannfjölgunin og
hráefnin, ráða mestu í verzlun-
arpclitík Japana og náið tvinn-
uð deilunni um Manchuríu. —
Þegar Rússar gerðu jámbraut-
ina Moskva-Wladivostock, og
seinna brautina frá Harþurt til
Dalmy og Port Arthur, þá drógst
Manchuría inn í málið. í stríð-
inu við Japan urðu Rússar að
láta af hendi mikinn hluta
brautarinnar frá Chanzun til
Dalmy. Þessi braut varð Japön-
um frjó í nýlendupólitík þeirra.
Járnbrautarfélagið South Man-
churia Railway Co. fékk ekki
einungis leyfi til að reka hana,
heldur og alt svæðið meðfram
henni. Þar náðu Japanir fót-
festu, sem þeir notuðu sér vel.
Hlutaféð — 400 miljón yen —
SYh. á 7. bls.
]}ara skolið burtu óhreinindunum...
Gillett’s Lye hrífur burtu Fitu,
Gráða-, og Þráa-bletti, án bursta-
þvottar . . .
Til hvers er að vera að slíta sér út
við húshreinsun með margra klukku-
tíma nuddun og burstaþvotti ?
Notið Gillett’s Pure Plake Lye.
Þessi kraftmikli lútur gerir fljót skil
öllum þunga þvotti. Hann bara skol-
ar burtu óhreinindunum!
Fita og gráðablettir hverfa án
þess á þá sé borinn bursti. Jafnvel
þráustu óhreininda blettirnir hverfa.
Hafið Gillett’s Pure Flake Lye á-
valt við hendina, til þess að hreinsa
með fituílát, eldhúsgólf, skólpker og
baðker. Ein teskeið leyst upp í köldu
vatni* er örugg og ódýr þvottablanda.
* * *
Og . . . Gillett’s Fure Flake Lye, skaðar
hvorki glermálið eða vatnsleiðslu pípumar.
Notiö það óblandað i setskálar og skólp-
ræsi.
GILLETT’S LYE
ETUR ÓHREININDI
Gillett’s Pure Flake Lye drepur sótt-
kveikjur og eyðir öllum óþef.
Verið vissir með að fá hið rétta GUlett’s
Pure Flake Lye. Biðjið um það með nafni
í verzlaninni.
I