Heimskringla


Heimskringla - 12.10.1932, Qupperneq 5

Heimskringla - 12.10.1932, Qupperneq 5
WINNIPEG 12. OKT. 1932. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSI£»a mynd aldarinnar, þá táknar jesúsinn hið jarðneska mann- eðli í sínu hæsta valdi. . . í tárum hans gráta tím- arnir hlutskifti sitt, í blóði hans tákna þeir kvöl sína, í krossfestingu hans sína full- komnu uppgjöf gagnvart grimm um máttarvöldum, og í dauða hans, sem um leið er þeirra eig- in dauði, eygja þeir lausn sína. f þessu ömurlega gervi Jesú, sem þrátt fryir niðurlæginguna er gætt hinni æðstu náttúru, felst í senn hlutskifti mann- anna og takmark. 1 dýrkun hans fær virðingin útrás fyrir hinum ódauðlegustu og djúp- settustu eigindum mannsins, sem þeim er bannað að sjá í sjálfum sér. Hvernig skáldin, málaflutningsmenn fólksins, samsama sig þakklátir niður- Iægingu hans, er að eins talandi vottur um sinnisveiki uppgjaf- arinnar, sem lá eins og mara á þjóðinni.” Margir munu verða sammála um, að þetta sé með afbrigðum skarplega athugað og framsett. Og yfirleitt er öll ritgerðin sam- in af ágætum gáfum og stórlega skarplegum athugunum stráð um hana alla. En þrátt fyrir skarpleikann er mjög mikið við niðurstöðurnar að athuga. Svo sammála sem menn kynnu að vera um einstök atriði ritgerð- arinnar, þá tákna Passíusálm- arnir frábærilega mikið meira en “sinnisveiki uppgjafarinnar.” í»eir eru vottur um mjög mikið furðulegri eiarind í mannlegri sál, eins og leitast skal við að gera grein fyrir innan stundar. I>að er haft eftir Lenin, að trúarbrögðin séu svefnlyf eða ópíum þjóðanna. Þessi saga, sem hér hefir verið rakin, virðist vera ágætt dæmi þessa. Hér eru ákveðnar trúarhugmyndir beinlínis notaðar til þess að halda fólki í ánauð og niður- lægingu. Konungsvaldið er reist á þeirri hugsun, að konungur- inn sé staðgengill almættisins, og óttinn við refsingu himnanna er beittasta vopnið gegn óróa- seggjum og þeim, sem mögla undir óbærum byrðum. Hin klerklega stétt hafði á þessum tímum selt áhrifavald sitt í hendur þeim öflum í þjóðlífinu, sem sviftu mennina gæfu og gleði og lífi. Hugmyndirnar um Drottinn og Djöfulinn, sem sagt hefir verið frá, eru vissu- lega framkomnar fyrir tilstilli þeirra manna, sem þurftu á slíkum hugmyndum að halda til þess að sefa hina ánauðugu menn. En eg lít svo á, að hin djúpsetta trú á Jesú, eins og hún birtist t. d. í Passíusálmun- um, eigi sér aðrar rætur, dýpri og vegiegri. Þegar vér rennum augunum yfir það, sem íslenzkir menn hafa listrænt af mörkum lagt fram á trúariegu sviði, þá verð- ur það ekki á nokkurn hátt talið mikið eða markvert. Þeir hafa mjög lítið samið af snildarverk- um, sem sprottin hafa verið upp ai heitri og innilegri trúartil- finningu. Mikið af hinum veiga mestu sálmum vorum eru t. d. þýddir úr öðrum tungumálum. Skáldið Einar Benediktsson skrifaði fyrir nærri fjörtíu árum þau ummæli um íslenzkan sálmakveðskap, sem vissulega var ósanngjarn, en þó ekki marklaus. Hann segir: “Sálmakveðskapurinn, sem alt niður til vorra daga er hið auðvirðulegasta sem andi hinn- ar íslenzku þjóðar hefir skapað verður beinlínis að ritast á reikning kristninnar. íslending- Bm var hin nýja trú mjög mót- fallin í fyrstu og lengi fram eftir brá fyrir vopnbraki og hetjustíl í helgiljóðunum; þegar þetta hvarf með öllu, var ekk- ert eftir annað en tóm og hljóm laus orð, oftast hörmulega rím- uð, sem óvaldir liðsmenn í hinni hreiðu fylkingu keptust við að berja saman hver um annan þveran. Áhrifin utan að, sem úrógu allan þrótt úr tungunni og þurkuðu út einkenni þjóð- ernisins, voru jafn skaðleg fyrir rímarana og “sálmaskáldin’’. En rímnaritararnir höfðu þó eitt fram yfir hina; efnið var eftir eðli rímnanna svo valið, að gamlij sögu- og hetjuandinn ís- lenzkf gat lifað lengur í því lofti. Aftur áttu sálmagerðamennirn- ir eina von, sem rímarana brast. í einstöku manni festi trúin svo djúpar rætur, að hún vakti andagift, brá ljósi og afli yfir orð og hugsanir. — Þetta gerði Hallgrím Pétursson að höfð- ingja meðal íslenzkra skálda’’. Eg. geri hér ekki að umtals- efni það, sem ósanngjarnt kann að vera í dómi þessum, en hitt er tvímælalaust rétt, að Hall- grímur er höfðingi meðal ís- lenzkra skálda. Og nú er það með öllu víst, að hann væri eng- in höfðingi á því þingi, ef lesa mætti ljóð hans eingöngu þeim augum, að hann hefði verið að hjálpa til þess að halda þjóð sinni í andlegri ánauð og verk hans væru fyrst og fremst vott- ur um “ sinnisveiki uppgjafar- innar, sem lá sem mara á þjóð- inni”. Hann er einmitt höfð- ingi vegna þess, að verk hans bera vott um það hugarþel, sem 'rís upp yfir hinar hörmuleg- ustu ytri aðstæður. Það er al- veg rétt hjá Matthiasi, að Hallgrímur kvað í heljarnauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. En fyrir þá sök er glóð skáld- skapar hans heilög, að hún býr yfir einhverju meira en að vera túlkun hins okaða, svívirta manns. Og hvað er þá þetta, sem er undursamlegt við Passíu sálmana og andlegan kveðsltap Hallgríms yfirleitt? Vér skulum renna augunum yfir ástæðurnar aftur. Vér höfum séð að óumræðileg harðýðgi umlukti líf mannanna á alla bóga. Hið fullkomna miskunnarlaeysi var undirstaða lífsskoðunar hinna æðri stétta tímans. Því var trúað að hinn strangi refsivöndur laganna væri hin verulega undirstaða þjóðfélagsins. Þetta var að því leyti satt, að ójöfnuður þjóðfé- lagsins hefði ekki getað hald- ist, ef harðýðgi hefði ekki ver- ið beitt. Vér höfum ennfremur séð, að þessi hörkunnar tíðar- andi, var rökstuddur með þeim kenningum um tilveruna, sem fólust í guðshugmynd þátímans og hugmyndunum um Djöful og kvalastað. Hvert, sem litið var, var hið sama fyrir mönnum: í landinu sjálfu óblíð náttúra, er mennirnir höfðu engan mátt til þess að glíma við. Hver hgrður vetur varð að hungri, hvert eld- gos að mannfelli. f þjóðfélaginu voru nærri ennþá harðvítugri ó- vinir — ágjörn, grimm, sam- úðarlaus yfirvöld. Á himnurn ríkti hinn ægilegi konungur allr- ar tilveru, og í undirdjúpum til- verunnar vakti hinn illi andi, sem hlakkandi beið eftir óför- um mannanna. Umhverfið í heimi anda og efnis var jafn- ömurlegt. Þessar ástæður allar voru í raun réttri þannig, að mönnum var ekki líft við þær. En hvað er það, sem bjargar mönnum í þessu hyldýpi ömur- leikans? Okinu varð ekki létt af. Alþýðan hafði ekki nokkur skilyrði til þess að breyta því stjórnarfari, sem ríkti, eða létta af þeim líkamlegu byrð- um, sem á menn voru lagðar. Óvinir hennar höfðu aðsetur í öllum víggirðingum, sem réðu úrslitum með yfirráðin í þjóð- félaginu. En einmitt hér er það, sem Hallgrímur Pétursson kemur til bjargar. Eða öllu heldur, þjóðin bjargar sjálfri sér, þar sem Hall- grímur er. Eins og eg hefi sagt, þá voru hinar ytri aðstæður og hin andlega sjón á þá leið, að búast hefði mátt við því, að menn hefði með öllu gefist upp við lífið. Á himni sem jörðu virtist miskunnarleysið ríkja í alveldi sínu. En þjóðin leitar og leitar í barmi sínum að einhverj- um öðrum svörum en þessum. Og með eðlisávísan sinni finna menn, sem kafað hafa alla ör- væntingu, að eitthvað er bak við örvæntinguna — að tilver- unni er ekki lýst með kúgun á jörðu og dómara og kvalastað annars heims. Þeir skynja, að lífið er margbrotnara, og misk- unnsemi og góðvild er ein hlið þess. Þessi eðlisávísun, þessi skynjun sálarinnar, finnur bún- ing í sögunni um Jesú. Hann verður mönnum hinn mikli vott- ur þess, að tilveran á þá hlið, sem heitir samúð. Þessi tilfinn- ing brýzt út í brennandi glóð í sálmum Hallgríms. Hann er skáld, andrík sál, sem er hituð upp af magni trúarinnar. Hann er rödd alþýðunnar, hann er heili og hjarta þjóðarinnar. Og ofsahiti hrifningarinnar og ást- arinnar á Jesú, stafar ekki sízt af því , að þjóðin var komin svo nálægt því að kala andlega. Það gerir ekkert til, þótt hugs- anir Hallgríms um Jesú, og skoðanir hans á honum, séu aðrar en vorar. Allur hinn fom- eskjulegi búningur um frið- jæginguna og endurlausnina, er ekki annað en tjáning þeirr- ar tilfinningar, að um tilveruna renni strengur samúðar og ást- ar á lífinu. Þessi trú er ekki sinnisveiki uppgjafarinnar, held- ur tjáning sjálfs lífsþróttarins. Hallgrímur er ekki í vorum aug- ■ini höfðingi á skáldaþingi ís- lendinga sökum þess, að hann sé vandlegar en aðrir menn “bólusettur með goðsögninni tm Jesú”, heldur af því að hann hefir öðrum mönnum dýpri og innilegri skilning á því að tilveran sé ekki ill.. Hallgrím ur gefur oss sannari mynd og hugboð um það, hvað lífið sé, heldur en allar aðrar staðreynd- ir aldar hans samanlagðar. Ljósglampinn frá Passíusálm- unum í myrkri seytjándu ald- arinnar er frábærilega lærdóms- rfkur. Hann er ljóslifandi sönn- un þess, að trúin er ekki svefn- ’yf þjóðanna, heldur aflgjafi beirra. Kenningarnar, sem trú- arbrögðunum eru samfara, eru oft svefnlyf, en þessu tvennu má ekki með nokkuru móti rugla saman. Kenningunum um dómara himins, um hinn illa anda og um kvalastaðinn, var svefnlyf, en það var ekki í sam- bandi við þessar hugmyndir, sem hin eiginlega trú þeirrar aldar birtist. Hún birtist í þeim tilfinningum — ekki sérstöku hugmyndum, heldur tilfinning- ’im — sem bak við Passíusálm- ana standa. Það var þessi glóð. sem þjóðin þurfti mest á að halda til þess að geta lifað, hún var skilyrði lífsins á þeim tíma, og fyrir því var hún heilög glóð. Saga Passíusálmanna er sí- 'elt að endurtaka sig í nýjum og nýjum myndum. Við nána aðgæzlu kemur það í ljós, að trú hvers tíma er leit mannanna að því, sem á þeim tíma er mönnum bráðnauðsynlegast að höndla. Trúin er eilíflega lífs- leit, og fyrir því er hún ávalt heilög leit. Ef spurt er um, hver sé fyrst og fremst leit nú- tímans í trúarbrögðum, þá dylst bað ekki athugulum spyrjanda. Nútíminn leitar fyrst og fremst að afli, krafti. Þetta staf- ar vitaskuld af því, að oss varihagar nú um enga hluti eins mikið. Við höf- um aukið hið líkamlega afl svo mikið, að það er tekið að sliga oss. Fróðum mönnum reiknast svo til, að afl véla vorru og iðju svari til þess, að hver maður hafi 50 þræla til þess að vinna fyrir sig. Afleiðingin af öllu þessu afli er sú, að bákn fé- lagslífs vors hvílir sem bjarg á herðum mannkynsins. Vér vit- um ekki vort rjúkandi ráð af því, að vér erum orðin svo auð- ug. Vér framleiðum svo mikið, að helmingur hvítra manna er við dyrnar á hungursneyð í öllum nægtunum. Þetta verður ekki skýrt á annan veg en þann, að magn vorra andlegu og vits- munalegu afla samsvari á eng- an hátt til hinna líkamlegu afla Og af því stafar hin ákafa leit nútímans eftir trúarbrögðum. sem geti veitt manninum mátt til þess að rísa yfir örðug- leika sína. Hér er enn hið sama á ferðinni: maðurinn er í trú sinni að þreifa eftir því, sem er hin mest knýjandi þörf tímans til þess að lífið fái haldið á- fram og notið sín. Jafnvel Len- in, sem sagði að trúin væri svefnlyf, átti allan árangur lífs- starfs síns undir trú. Kommún- isminn er fyrst og fremst trú. Bjargist Rússland af í sinni stór feldu tilraun með nýtt þjóð- skipulag, þá verður það fyrir þá sök, að það tekst að kveikja í nægilega mörgum mönnum þá tilfinningu, sem vér köllum trú — tekst að kveikja í nægilega mörgum mönnum þá tilfinn- ingu, sem lætur þá glaða leggja fram líf sitt til þes sað hug- sjónir framtíðarinnar megi raét- ast. Farist tilraunin, þá er það fyrir þá sök, að þessa trúar- tilfinningu vantar. Engin mark- verð lífstilraun tekst nema fyr- ir trú. Hún er sjálf aðalsmark mannlegs anda. Það er af þessum orsökum, meðal annars, sem frjálslynd kirkja er flestum hlutum nauð- synlegri nú í mannlegu félagi. Frjálslynd kirkja er reist á virðingunni fyrir trúnni og sjálf- stæðinu gagnvart kenningum síns tíma. Allar kenningar líða undir lok. Þær eru aldrei ann- að en búningur utan um hinn mikla kjarna. Nú í dag stend- ur ekki steinn yfir steini af þeim kenningum, sem Hall- grímur Pétursson hallaðist að og flutti. Samt er hann einn af hinum miklu Ijósvitum þjóðar- ar sinnar. Hann er hinn sígildi vottur þess, að andinn lífgar. en bókstafurinn deyðir. Megi hamingjan gefa að þjóð vor eignist annan eins á vorum tímum — mann, sem varpi eins mikilli hlýrri birtu á viðfangs- efni vorra tíma, eins og Hall- grímur Pétursson lýsti upp sína ömurlegu, dimmu öld. SJÓMANNAVÍSUR. Eftir maddömu Ólöfu önnu Stefánsdóttur í Krossavík (Vísur þessar hafa Heims- kringlu borist frá aldraðri konu ættaðri úr Vopnafirði, er nú býr vestur á Kyrrahafsströnd. Höfundurinn, maddama Ólöf Anna, var talin gáfukona á sinni tíð. Hún var dóttir séra Stefáns á Völlum í Svarfaðardal Þorsteinssonar. Hún var alsyst- ir Skapta Tímóteusar Stefáns- sonar stúdents, er andaðist í Kaupmannahöfn og Jónas Hall- grímsson orti eftir; Jórunnar síðustu kona séra Einars Hjör- leifssonar í Vallanesi, en hálfsystir að móðurinni, Jós- eps læknis Skaptasonar á Hnausum í Húnaþingi, föður séra Magnúsar Skaptasonar og þeirra systkina. Séra Stefán á Völlum, faðir Ólafar, var bróðir séra Hallgríms aðstoðarprests að Bægisá, föður Jónasar Hall- grímssonar. Maddama Ólöf var gift Oddi stúdent í Krossavík, Guðmundssonar sýslumanns ins ríka, Péturssonar. Oddur var bróðir Þorsteins sterka, föður Guttorms, er síðast bjó við Húsavík í Nýja íslandi, föður Stefáns stærðfræðings hér í borginni, séra Guttorms í Min- neota og þeirra systkina. Mad- dama Ólöf varð öldruð kona, andaðist 16. desember 1898. — Þessar vísur hennar þóttu all- merkar á sinni tíð. Þær eru ortar eins og þá var títt um al- þýðukveðskap. Geta þær flestra búenda við Vopnafjörð á þeirri tíð, og eru að því leyti merki- legar fyrir þenna tíma. Hin aldraða kona, er vísurnar sendi, Mrs. Guðríður Jones, segist í æsku hafa þekt maddömu Ól- öfu, hafi hún verið einkar ljúf í viðmóti og laðað að sér börn og unglinga. Kunni hún mesta fjölda af sögum og æfintýrum, er nú munu flest töpuð. Vísur þessar, að því er vitað verður, hafa ekki verið prentaðar áður.) Sjómannavísur. Til skal efna í óðar leit„ ýmsa nefna, þá eg veit orkugefna, úr okkar sveit ýta, er stefna á þorska-reit. .•'1 •. Jón í Straumhöfn strengjamá stýrir landi burtu frá; sitt kann vanda veiðistjá, vaskur branda-týrinn sá. s Jón frá Ljósalandi þar, lýsu ósa brautimar; rakka þjós um rennir mar, Rán þó gjósi sumstaðar. Hann Guðvaldur heyrist mér horskur taldur, hvar sem fer; á báru-mjaldurs-blakki sér byrs við skvaldur þrátt unir. Áttum grunnungs alkunnur, ítur-þunna voð þenur, örva-runnur öflugur, Á Sæunni, Guðmundur. Nýpi þá, þeim fremra frá, frægan má hann Guðmund sjá, út um bláa birtings lá byigju-knáa Jórnum á. Enga Hjálmar hefir bið, heldur skálmar út á mið, Ægis sálma vanur við, vel án tálma um keilu-hlið. Stefán leiðir strauma önd, starfa greiður, út af strönd; ’yndir skeiðin seglum þönd ■vásu reyðarr yfir -lönd. Uiörn um rastar breiða heið, Bláus, hastar greiða leið; ’öðrið fast þá skreið með skeið, skúta þrastar eyðist neyð. Móins díu mætur ver mastra rýju upp festir Vigfús, því hann ötull er, á Júlíus sínum hér. Einatt drottnar Eyjólfur út á Botna, kappsamur, Ægis þrotni þó friður, og þar með brotni sæ-völvur. Hafs um bynginn heldur snar liöldur slyngur marglóðar; leiðin þvingar lúðunnar Langnesinginn, hann Gunnar. Garpur talinn glatt með þel, greitt um svala hrannar hvel Ránar-bala ristir vel röskur halur Daníel. Stefán leitar löginn á, laufa-hneitir Gerði frá; fiska sveitir fyrir lá fagran beitir öngul á. Elli og vindur ama nóg orku myndað fjör af dró; lagar-hind um laxa-mó lætur synda Guðni þó. Helzt án saka, hlaðið mal hafskip taka land þá skal hrindir vakurt hlunnayal herra Jakob Lillienthal. Fínan penna, fagur sén færa nennir höndin klén, líka spennir lagar trén, lipurmennið Níelsen. Á Hafliða herkinn Jón hratt um iðar geddu-frón, megnan viður marar són mastra- sniðugt sveigir -ljón. Svafa-týrinn, sæmdum ann, sínum stýrir knerri hann, Stefán Hlýra stefna kann stökkuls-mýra yfir rann. Ekki gljúpur er að sjá Ásbjörn, Lúpus gamla á, út um djúpa ýsu-lá, einatt hjúpar siglu-rá. Jón með kæti, orku ör, ýtir gætinn þóptu knör, Hringvað lætur herða för hafs um strætið, sverðabör. Eftir rákum öldunhar, ef menn bráka til fiskjar samt á fáki siglu þar sumum skákar Valdimar. Á SMÁRT [i LOTHE OR MEN t, WOME KING'S 1 , DEFERREP PAYMENTS ■j' Hermir þjóðin hrósandi hans af bróður Jakobi, oft hann stóð með ágæti úti á flóða Gulltoppi. Út úr nausti auðna snar ýtir Trausta Pól-Einar, kvíðalaust um kaldann mar klýfur hraustur öldurnar. Lynda-dýri lárviður, um laxa-mýri hugglaður, veiga-týrinn vasklegur Víking stýrir Guttormur. Jón á Bökkum setur sinn súða-kökk á blávöllinn; ekki klökkur, en heppinn eins og mökkur, skjótleikinn. Ört með hrósi, undir slit, eins og kjósa mundi vit, Ægis-drósir espa þyt, er hann Jósep siglir Lit. Ægis-börn þó að drífi æðisgjörn í hafróti, um fiska-tjörn með forsjálni fer hann Björn á Voninni. Engan hræðist öldu knur, úti á Græði margreyndur, heppinn bæði og hugdjarfur Haabet ræður Ógmundur. Hörð þó klofni holskeflan, húðin rofni þangs- um- rann, aldrei dofna Árni kann, af því Fofni beitir hann. Runólfur og Hannes hinn hraustir manna Júnus sinn, stóruhrannar stelkurinn stryka kann um sker-völlinn. Út að dambla í öldu flas, og Ægis braml að reyna þras, köppum svamla kenni eg mas, karlinn gamla við hann Las. Honum flest að frægð hnígur, finst hann beztur sjómaður, á Ránar-hestum ráðugur, röskur mest og stjórnsamur. Líka haga hönd þess manns, hús kann laga og mastra krans án alls baga, fyrða fans færri slaga í sporin hans. Sjóarkallar, svo eg bið, sem um lallið reyðar-hlið, sóma snjallir sætt með frið, sælir allir verið þið. Mín er þulin mærðar-skrá, mitt ei skuluð heiti sjá, öllum hulinn halur sá, hann er þula að geta’ upp á. SNJÓR í ALBERTA. Fyrsti snjór á þessu hausti féll í Alberta á fimtudaginn var. Fylgdi snjófallinu 10 stiga frost. Enn er allmikið af korni úti óþreskt, á sumum svæðum alt upp í 20%. Er búist við að illviðri þetta tefji fyrir þreskingu í viku að minsta kosti. Hríðar- garðurinn tók yfir suðurhluta fylkisins, og hefir því að lík- indum náð til íslenzku bygðar- innar við Markerville. Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. * * * “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinium við Mo- zart, í bókaverzlun Ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.