Heimskringla - 12.10.1932, Page 6

Heimskringla - 12.10.1932, Page 6
6 BLAÐSH5A HEIMSKRINGLA WINNIPEG 12. OKT. 1932. þér sem notiS T I M BUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltá. Birgðlr: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfl, Bank of Hamllton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY “Hver ein og einasta manneskja! Hver einasta kona, hvert einasta barn! Hvað held- urðu um slíka böðla, slíka blóðhunda? Bónd- inn, sem skýldi mér, sagði mér frá því. Hefði eg þá verið inni í borginni, þá hefði eg þrifið sverð og ætt um og drepið alla sem eg hefði náð í, svo æðisgenginn var eg. Bóndinn vildi fela mig þangað til hermenn okkar kæmu, en eg eirði þar ekki lengur, — eirði hvergi og hafði ekki og hefi ekki enn viðþol nema eg sé á rjátli. En þey, Isabel kemur. Við megum ekki láta hana frétta þetta sem stendur.” “Jæja, Isabel mín,’’ sagði hann við hana, er hún náði þeim, “segðu mér nú hverjum það er að þakka að þú ert komin hingað.” “Mr. Bathurst verður að segja þér það, doktor,” svaraði hún. “Eg treysti mér varla til að hugsa um það enn þá, hvað þá að segja þá sögu mína.” “Jæja, Bathurst, byrjh þú þá á sögunni.” “I>að er nú átakanleg saga fyrir mig að segja,” svaraði Bathurst. “Átakanleg fyrir þig, Mr. Bathurst,’’ tók Isabel upp og var hissa. “Eg hefði haldið að ----” hér nam hún staðar og þagnaði, en Bathurst hélt áfram: “Hún er ekki öll átakan- leg, — en viss atriði í henni er það, og til muna. Eg hefði heldur kosið að segja þér þá sögu eftir að við erum sezt að í kvöld, doktor, ef forvitni þín leyfir þér að bíða svo lengi.” “Eg verð þá líklega að reyna að bíða,” svaraði doktorinn, “en nauðungakostur er það Seg þú mér þá núna, Isabel mín. hvað komið hefir fyrir andlitið á þér. Lofaðu mér samt fyrst að sjá þessi fleiður betur. Eg sé að handleggirnir eru óálitlegir líka. Hvað í ver- öldinni hefir komið fyrir þig?” “Eg brendi*mig með eitursýru, doktor,” svaraði hún. “Mr. Bathurst segir þér frá því!” “Þar komstu með það! Leyndardómur á leyndardóm ofan! Skárra er það! Jæja, góða mín, þér hefir tekist að súrsa þig í þeirri sýru! Veistu það, barn, að svona til orðin sár skilja eftir ör engu minni eða betri viðfangs en hruna sár af eldi. Eins og þú ert nú, ættir þú að sitja í koldimmu herbergi með andlit og hand- leggi reifaða í dúkum, í stað þess að vera á gangi í bruna sólarhita.” “Eg hefi meðferðis bæði verk-eyðandi meðöl og áburð,” sagði Isabel, “og hefi brúkað þau meðöl með reglusemi síðan eg brendi mig. Fleiðrin eru ekki heldur mjög aum nú orðið.” “Nú, þau eru nú ekki svo ljót,” sagði doktorinn eftir að hafa skoðað þau með gaumgæfni. “Nýtt hörund er óðum að mynd- ast og alt sýnist ganga vel í því efni. En trú þú mér til, að örin verða lengi að hverfa, ef til vill fleiri ár. Eg er, meira að segja, ekki viss um að þau hverfi nokkurn tíma fyrir fult og alt. Jæja, um hvað eigum við þá að tala?” “Til þess að sýna þér hve brjóstgóð eg er skal eg nú ganga með þeim feðginunum á undan,” sagði þá Isabel. “Þá getur Bathurst sagt þér söguna.” “Það er sannarlegt gustukaverk, góða mín,” sagði doktorinn. “Komdu þá með sög- una, Bathurst.” Þeir drógust nú aftur úr, og byrjaði Bat- hurst á sögunni þannig: “Þú manst það, doktor, að þú sazt fram á og varst að tala við Murad, en eg var aftur í og sat hjá Isabel, þegar skothríðin hófst." “Já, eg er nú heldur á því, að mig reki minni til þess,” svaraði doktorinn. “Og eg held að eg gleymdi þeirri stund ekki, þó eg lifði að verða tíræður. En hvað svo um það?” “Eg stökk útbyrðis!” sagði Bathurst og studdi hendi á öxl doktorsins. ‘Eg rak upp hljóð, — eg veit það, þó eg muni það ekki, — og henti mér í fljótið.” Doktorinn glápti á Bathurst hissa, en sagði svo: — Sama gerði eg, — stökk útbyrðis eins og kólfi væri skotið. En því segirðu frá því í þessum sérlega róm? Auðvitað hljópstu fyrir borð. Hefðirðu ekki gert það, þá hefðirðu ekki verið að labba eftir brautinni þeirri arna núna.” “Þú skilur mig ekki, doktor,” svaraði Bathurst armæðulegur. “Eg sat hjá Miss Hannay — hjá stúlkunni, sem eg elska. Við vorum að tala saman í lágum róm; og án þess eg geti gert mér grein fyrir nokkurri á- stæðu til, þá kom mér einmitt sú lokleysa í hug, að þrátt fyrir sneypuna, er eg hafði beðið, þrátt fyrir það að hún vissi svo *vel hve huglaus eg var, þá fanst mér þá, að henni væri fremur hlýtt til mín, og að ske mætti, að hún yrði mín að öllu loknu. Um þetta var eg að hugsa, þegar skotin riðu af. Er það þá trúlegt, að eg í sama vetfangi hefði hlaupið á fætur eins og huglaus héri og steypti mér í fljótið, í stað þess að hugsa um hana og sjá hver yrðu hennar afdrif? Hefði eg ekki fastráðið að bjarga henni, eða láta líf- ið við þsw tilraunir, þá hefði eg fyrirfar- ið sjálfum mér þá á augnablikinu, — eg segi, þegar eg raknaði við, því þegar eg var að skríða upp á sandinn fyrir handan fljótið, kom byssukúla við höfuð mitt og fló skurð eftir því frá hvirfli og fram undir enni. Eg vissi því ekki um mig fyr en stundu síðar, þegar þeir Wilson voru búnir að draga mig inn í skóginn á bakkanum.” “Já, en hamingjan góða! Hvað annað gaztu gert, Bathurst?” sagði doktorinn. “Eg var jafnfljótur og þú að hlaupa fyrir borð og hugsaði ekki meira um mig eða aðra en þú, og slíkt hið sama gerðu allir, sem megnuðu að lyfta sér yfir borðstokkinn. Hugsaðu þér bara, hvaða gagn þú hefðir gert með því að sitja kyr. Hefði það máske verið hagur eða ánægjuefni fyrir hana, ef þú hefðir verið höggvinn eða lagður í gegn við hlið hennar í bátnum? Þú sérð sjálfur, að hefðir þú látið lífið þar, þá hefði hún verið brytjuð sundur í nótt er leið og líkami hennar hefði legið í bunkanum með hinum niðri í brunninum við fangelsið í Cawnpore. Þú lítur öfugt á þetta alt, vinur.” “Það var öðru máli að gegna með mig en hina,” svaraði Bathurst. “Það var ekkert sem hamlaði ykkur frá að hlaupa í fljótið. En eg sat þarna við hliðina á stúlkunni, sem eg elsk- aði út af lífinu. Mér var því skylt að gera annað tveggja, grípa hana í fang mér og hlaupa með hana útbyrðis, eða sitja kyr, og láta eitt ganga yfir bæði. í stað þess breytti eg eins og eg hugsaði aðeins um mitt eigið arma líf, en ekkert um hana.” “Nei, Bathurst minn góður!” sagði dokt- orinn, “þú hugsaðir bókstaflega ekkert um þitt eigið líf, og er sannfærður um að eng- inn okkar hugsaði um eitt eða annað. Augna- bliksáhrifin báru hugsanafæri okkar allra of- urliði, og í hugsunarleysi steyptum við okk- ur allir út úr bátunum. Það er lokleysa fyrir þig %ð láta þér finast til um þetta. Eins víst og við erum hér báðir á lífi nú, eins víst hefðir þú verið myrtur fyrir augum hennar eins og alir hinir í bátnum, og geturðu ímynd- að henni hefði þá verið lífið léttara á eftir? Hefðirðu synt með hana yfir fljótið, eru all- ar líkur til að þið hefðuð bæði látið lífið yfir á sandinum, því þar taldi eg einn tíu dauða menn morguninn eftir, enda skall hurð nærri hælum hvað þig snerti, úr því kúlan snart höfuð þitt og særði þig. Nei, eins og við hinir, hlýddir þú eðlishvöt, er þú hljópst einn í fljótið, en það var viturleg eðlishvöt. Það var eina viturlega ráðið, og því tókst þú það óafvitandi, og fyrir það er nú Isabel Hannay í tölu lifenda enn og úr mestu hættunni.” “Fyrir tilviljun hefir þetta snúist þannig, og guði sé lof að hún er leyst úr hættunni,” svaraði Bathurst. En þetta breytir í engu þeim sannleika, að eg, Englendingur að upp- runa og af góðum ættum, hugsaði bara um það að forða mér, en lét stúlkuna, sem eg elska, og sem eg þá sat hjá, sitja eina eftir í dauðans hættu. En tölum ekki meira um þetta. Það er búið. Þar eru endimörk allra minna vona. Nú skal eg segja þér sögu mína.” Doktorinn hlýddi á söguna og sagði ekk- ert, fyr en þar kom, að Bathurst sagði að Isabel hefði verið flutt til Bithoor. Þá gat karl ekki orða bundist: “Svívirðilegur fantur!” sagði hann þá. “Eg hefi líka harmað það í meira en mánuð, að eg gaf þeim fjanda ekki éitur, og nú----- jæja, haltu áfram. Hvernig annars í veröld- inni fórstu að því að ná henni út þaðan?” Bathurst sagði honum þá sögu alla og fagnaði karl yfir því og fanst mikið um. “Drengilega gert!” sagði hann. “Eg vissi fyrir löngu að það er kjarkur í þeirri stelpu, og það þurfti kjark, skal eg segja þér, til að brenna sig eins og hún hefir gert, að ótaldri hættunni, að örin sjáist alla æfi. Og það út af fyrir sig er nú ekkert smáræði fyrir kven- mann.” Bathurst fór fljótt yfir viðureignina í fangagarðinum, en doktorinn vildi fregna meira um það atriði, og spurði og margspurði um þetta og hitt í því sambandi. “Ekki svo linlega að verið fyrir huglaus- an mann, Bathurst! sagði hann svo. “Já, en þar var ekki um neina skothvelli að gera,” sagði Bathurst. “Það er ósagt, hvernig hefði farið ef þeir hefðu haft skot- vopn; en þó veit hamingjan, að undir þeim kringumstæðum hefði eg gert mitt ítraSta að gugna ekki á hverju sem hefði gengið, enda hafði eg gert ráð fyrir að þeir hefðu pístólur á beltinu og var að vona að eg þyldi hvell- ina. Og eg er á því enn, að eg hefði á ein- hvern hátt staðizt þá raun.” “Eg er viss um það, Bathurst. En áfram með söguna,’ sagði doktorinn. — “Nú, og hvernig leið þér þá?” spurði hann svo, er Bathurst hafði sagt honum, hvernig hermenn- irnir þustu fram hjá honum og Isabel á leið- inni og létu hvert byssuskotið reka annað. “Hvernig leið þér þá, því það er ekki hættan, heldur hvelirnir, sem ofbjóða taugakerfi þínu.” “Eg varð einu sinni ekki var við það,” svaraði Bathurst. “Eg hefi ekki hugsað út í það síðan; en nú þegar þú spyrð mig um það, þá verð eg að segja, að eg er alveg hissa á sjálfum mér. Eg man nú að eg fann ekki ögn til skotdynkjanna. Eg tók bara eftir skotdynkjun- um en hugsaði ekkert um það, — hugsaði bara um að láta þá ryðjast fram hjá, þrífa um handlegginn á Isabel og skjótast út og burt, og það gerði eg.” “Mér þykir ekki ómögulegt, Bathurst, að þú sért laus við þessa taugaveiklun þína fyrir fult og alt,” sagði doktorinn. “Eg get bezt trúað, að úr því þú þoldir að heyra skothvelli, án þess að þér yrði ilt af einu sinni, þá þol- irðu að heyra þá í annað sinn, og altaf upp frá því. Eg segi ekki að þetta sé víst, en að það sé mögulegt og jafnvel líklegt. Þegar þú steyptir þér í fljótið voru taugar þínar all- ar lamaðar að venju, vegna skothvellanna, og mér þykir ekki ósennilegt að vatnskuldinn hafi verkað á þær samfara blóðmissinum úr sárinu er kúlan gerði á höfðinu á þér. Eg veit mörg dæmi þess, að menn tapa valdi á taug- um sínum vegna byltu af hestbaki, eða eftir óvænta árás af óargadýri, og því um líkt. Það er ekki óhugsandi að snögg og óvænt ofraun geti læknað sjúkt og lamað taugakerfi, eins og hún getur lamað það taugakerfi, sem áð- ur var heilt.” “Það vildi eg að guð gæfi að reyndist rétt tilgáta,” sagði Bathurst. “Eg verð að játa, þegar eg íhuga þetta, að þá þykir mér yfirgengilegt að eg skyldi þola skothvellina í fárra feta fjarlægð. Auðnist okkur að ná til Allahabad, skal eg prófa mig — skal standa rétt hjá fallbyssu, sem á að hleypa af. Þoli eg þá raun, geng eg í sjálfboðaliðið, og fer með því upp um land aftur, til þess að taka þátt í að hefna. Geti eg einu sinni gengið fram sem fullveðja maður í orustu, dey eg ánægður, ef svo vill verða, næsta dag.” “Láttu ekki svona, drengur!” sagði dokt- orinn. “Það liggur ekki fyrir þér að falla í orustu. Eftir að hafa sloppið ómeiddur ai þekjunni í Deennugghur, þar sem þú gerðir sjálfan þig að skotmarki; eftir að hafa slopp- ið úr vargakjöftum í kvínni við virkisvegginn, og eftir að hafa sloppið úr svaðilförinni á fljótinu, þá er ekki líklegt að fyrir þér liggi að falla í stríði. En nú skulum við herða ganginn og ná hinum. Isabel er víst farin að undrast yfir mælginni í okkur, og af því hún getur ekki talað eitt orð við þaufeðginin.þá hlýtur henni að finnast tímlnn líða seint. — Æði mikið hefir nú grenst í öllum þessum hrakningi. Sérðu hvað göngulag hennar er breytt frá því sem það var — sporið ekki eins fjörlegt og áður, en svo er það nú líklega því að kenna, að hún gengur berfætt. Fóta- búningurinn hefir meira en smáræðis áhrif tá göngulagið. Sjáum til dæmis muninn á göngulagi höfðingjans, sem æfinlega er í voð- feldum skóm og sniðnum eftir máli, og göngu- lagi sveitamannsins, sem dragnast með þunga, járnslegna klumpa á fótunum. Fótabúning- urinn og vaninn gerir auðvitað mikið að verk- um og breytir göngulagi mannsins öldungis eins og göngulagi hestsins.” Bathurst svaraði engu, en brosti, er hann heyrði doktorinn halda fram skoðunum sínum og rökstyðja þær að fornri venju. “Ertu orðin sárfætt, Isabel?” spurði dokt- orinn, er þeir náðu þeim. “Nei, doktor," svaraði hún brosandi; “en það má eg segja, að mér hefir aldrei þótt vænt um þetta ryk fyrri, — en nú þakka eg fyrir að það liggur svo þykt og mjúkt á veginum. Það er rétt eins og mjúkur gólfdúkur undir fæti. Nei, sárfætt er eg ekki, en mér fellur auðvitað ekki vel að ganga berfætt.” “Þú þarft ekki annað, góða mín, til að gera gott úr því,” sagði doktorinn, “en að í- mynda þér að þú sért að ganga i'rr baðklefa þínum niður um sandinn við einhvern sjóbað- staðinn á Englandi. Festu bara þá ímyndun { höfðinu á þér, og þá líður þér ágætlega.” “Já, en til þess þarf meira ímyndunarafl heldur en eg hefi ráð á, doktor, í þessum steikjandi hita — svo gagnólíkur sjávarsval- anum á Englandi,” svaraði Isabel. “En svo er það satt, að það er barnaskapur að hugsa um það, að maður sjálfur sé berfættur, þar sem maður sér varla nokkra hérlenda konu öðruvísi en berfætta. Og skrítið er það líka, að mér finst minna um það, af því fætur mín- ir eru litaðir. Væru þeir með eðlilegum lit, fyndist mér það hálfu óviðfeldnara, en hvers vegna veit eg þó ekki. En sleppum nú að tala um það meira. Eg er að reyna að gleyma því, en tel mér trú um að eg sé virkilegur Hindúi.” Það var fáferðugt um veginn, og þeir sem mættu þeim, námu ekki staðar, en heilsa bara á indverskan hátt um leið og þeir fóru hjá. Sýndi þetta að engan grunaði, að þau Isabel og Bathurst og doktorinn væru annað en þau sýndust vera, — þ. e. indverskur bændalýður á ferð eftir alfara vegi. Þegar dimdi sneru þau út af veginum og tóku sér bólfestu í skógarbelti nálægt, og mátti þaðan sjá kaup- tún meðfram veginum í hálfrar mílu fjar- lægð. “Eg ætla að bregða mér heim í kauptún- ið, kaupa þar hrísgrjón og fá um leið fréttir,” sagði Rujub, þegar þeir höfðu búist til næt- ursetu í skóginum. Að klukkustund liðinni kom hann aftur, og voru hans fyrstu orð þessi: “Bretar hafa tekið Dong eftir allharða or- ustu. Fréttin barst fyrir tveimur stundum síðan. Sepoyar vörðust vel og óðu enda út fyrir vígi sitt móti Bretum, en skothríðin var of skæð til þess, að þeir stæðust hana á ber- svæði og hörfuðu þeir því bráðlega inn í víg- ið aftur, en héldu því æði tíma áður en þeir lögðu á flótta. Þeir veittu og fyrirstöðu við Pandoo-brúna, en sú sókn varð stutt. Þegar her Breta komst nógu nærri, þéttfylktu þeir fótgönguliðinu og réðust svo hlaupandi með nakta byssustingi á Sepoya, sem þá ærðust og f!ýðu í allar áttir. Var ótti þeirra þá svo mikill, að þeir gleymdu alveg að sprengja brúna, svo hún stendur óhögguð enn.” Ráðguðust þeir nú mikið um hvað gera skyldi, hvort heldur halda áfram göngunni, eða að reyna að ná í her Breta og fylgjast með honum til Cawnpore aftur. Urðu þau úr- slitin að vænlegast þótti að halda áfram til Allahabad, því einmitt næstu dagana myndi minst hættan að ferðast eftir veginum — að orustunum rétt afstöðum. Snemma næsta morgun lögðu þau þvf af stað og gengu þar til hitinn var kominn á hæsta stig. Þá lágu þau í leyni, til þess er sól lækkaði á lofti, en hófu þá gönguna á ný og geneu til þess er dimt var orðið. — Þannig héldu þau áfram f þrjá daga samfleytt, og að beim tíma liðnum náðu þau til Allahabad. Virkið var þéttsetið mjog, og var þar fjöldi kvenna, er þangað hafði flúið úr öllum átt- um. Karlmenn allflestir gegndu herstörfum og stóðu á verði, og um þrjátíu höfðu gengið í sjálfboðaliðið og fylt hinn fámenna riddara- flokk Havelocks og voru nú farnir með hon- um upp um land. Undireins og doktorinn hafði tilkynt her- foringjunum, hver hann og föruneyti hans var. var þeim öllum fagnað sem bræðrum úr heliu heimtum. Konurnar þyrptust utan um Tsabel og tóku hana með sér, en karlmenn- irnir umkringdu þá doktorinn og Bathurst, og ^purðu um alt í senn, um stjTjöldina, um áríandið í Cawnpore. og hvernig þeir hefðu sloppið. Frá Dong höfðu þeir fengið fréttir kvöldinu áður. með sendimanni frá Haveloek, er sagði mótspyrnuna meiri en gert var ráð fvrir og bað um meira lið. Af bví þá var alt orðið kyrt í Allahabad og grendinni, hafði Neil hershöfðingi valið tvö hundruð og briá- tíu hermenn úr áttugustu og fjórðu herdeild- inni. sent þá af stað á uxavögnum og sjálfur farið með. Doktorinn sagði ekki frá níðingsverkinu mikla í Cawnpore, sagði við Bathurst að þær fréttir bærust nú innan skams, og þá tryðu menn þeirri sögu, en það myndu margir þeirra ekki gera, ef hann segði frá, “en mundu æra mig alveg með spurningum, og svo berast líka illar fréttir æfinlega nógu fljótt,” sagði hann. Þeir Bathurst spurðu eftir Wilson við fyrsta tækifæri, og fréttu sér til mestu á- nægju, að hann náði heill á húfi til Allaha- bad, og að hann var nú genginn í sjálfboða- riddaraliðið og kominn upp í land með Have- lock. Foster hafði aldrei komið til Allaha- bad og enginn hafði heyrt hann nefndan. “Hvað hefir þú nú hugsað þér, Rujub?” spurði Bathurst töframanninn morguninn eftir. , “Eg ætla til Patna,” svaraði Rujub. “Eg á þar vini og ætla eg að dvelja þar þangað til þessi styrjöld er á enda. Eg sé nú, að þú sagðir satt, Sahib, þó eg gæti ekki trúað þvf þá, að brezka valdið yrði endurreist. Eg hélt að Sepoyarnir reyndust jafningjar Breta, og það auðvitað héldu Sepoyar sjálfir. Eg sé nú að það var ástæðulaus ímyndun. En stórvirki mikið er það, sem nú bíður ykkar Bretanna. Oude-héraðið og enda öll norðvestur héruðin eru í báli. Þar standa yfir tvö hundruð þús- undir manna undir vopnum og taka knálega á móti Bretanum. Þó held eg að Bretar yfir- bugi þenna sæg. Þeir eru mikil þjóð og eg er hættur að óska eftir breytingu. Eg legg af stað héðan einhverntfma eftir hádegið.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.