Heimskringla - 12.10.1932, Side 7

Heimskringla - 12.10.1932, Side 7
WINNIPEG 12. OKT. 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSIÐA I tm SÉRSTAKT VILDAR BOÐ YNCdSLEGA PERLUFESTI Seml póslfrltt fyrir aíelnn 2 verö- lnuna mifln af ROYAL CROWN Flaked Lye og IOc Kaupií5 2 bauka af Royal Crown Flaked Lye, bezti lúturinn sem fcér getitl keypt, taki?5 af þeim miíana og senditi oss þá ásamt lOc ok skíra á- ritan y?5ar, meT5 fullu nafni. ok til baka met5 pósti sendum vér y?5ur 24 þumlunga langa yndisleRa og óbrot- gjarna þerlufesti. Sendi'5 strax til— VÍíeROYALCROWN SOAPS LTD-winnipeo JAPAN OG MANCHURIA Frh. fr& 3. bla. sem Japanir og Kínverjar áttu, var í höndum japönsku stjórn- arinnar. Svæði þetta náði yfir 64,000 ekrur og 1925 voru íbú- ar þar 274,625, nefnilega 180,- 534 Kínverjar, 82,625 Japanir og 1466 annara þjóða. Pélagið fékk full umráð þessa svæðis. Japan hafði nú náð fótfestu á meginlandinu og með því að ná Kóreu á vald sitt 1910, hafði Japan fengið landflæmi, sem bætti úr brýnustu þörfum þeirra á hráefnum þeim, sem þá skorti og hafnirnar voru þannig lag- aðar, að óvinirnir gátu ekki stöðvað flutning, ef til ófriðar kæmi. En það eru ekki ein- göngu hráefnin, sem nota átti, heldur skyldi landið taka við öllum Japönum, sem ekki höfðu rúm heima fyrir. Tvent var það, sem fékst með þessu. Aðstað- an bættist öll heima fyrir og um leið unnu þeir á í Kína. Höfðu menn í þeim efnum mikla trú á loforði því, sem Eng lendingar gáfu þeim, er brezk- japönsku samningarnir voru endurnýjaðir. Því að þá viður- kendu Englendingar sérréttindi Japana í Manchuríu og héruð- unum í kring, en það höfðu þeir ekki gert áður. En nýlenduráða gerðir þeirra verða mikil von- brigði. Útflutningurinn frá Jap- an varð sáralítill, og var að kenna bæði loftslaginu og ó- dýrri vinnu Kínverja. Þrátt fyrir 25 ára starf eru aðeins 200,000 Japanir búsettir í Manchuríu. En samt hafa þeir ekki hætt við það og hafa flutt um 1 milj. Kóreumenn, sem eru japanskir þegnar og komið þeim fyrir á þessu svæði. Þrátt fyrir öll þessi vonbrigði, lintu þeir ekki látum en tóku að fást við námugröft, hafnargerðir, skipaflutning, hó- telrekstur o. s. frv. Hafa þeir lagt meira en 2 miljarða yen í þessi fyrirtæki í Manchuríu, svo ekki hefir verið klipið við nögl sér. Árið 1917—’28 var flutt með járnbrautunum 8,- 266,000 farþegar og 18,500,000 tonn af vörum, svo að á þessu sést að samgöngutæki þetta er ekki neitt smáræði, þegar litið er á fé það, sem Japanir hafa lagt í það, og einkum eins og öllu hagar til núna, þá er eng- In furða þótt þeir hafi vakandi auga á þvf, sem fram fer í Man- churíu um þessar mundir. — Fjöldamörg japönsk iðnaðarfyr- Irtæki og verzlunarhús hafa hagsmuna að gæta í Manchuríu og þaðan fá Japánir af hráefn- um kol, járnblending, olíu og matvæli. í Suður-Manchuríu fá þeir 1.5 miljarð tonn af járn- blendingi. Ashan járnblendings- námurnar hafa að geyma 300 milj. tonn og verksmiðjan þar getur framleitt 280,000; í Man- ohuríu eru ennfremur margir miljarðar smálesta af kolum. önnur lönd hafa lagt lítið fé í fyrirtæki þar, samtals 5500 miljón yen, og á Austur-kín- verska járnbrautarfélagið 85 prósent af því, England 40 milj., Ameríka 2’6 milj, Prakkland 21 milj., Danmörk og Svíþjóð til samans 1 milj. Fjárhagslegar afleiðingar deil unnar eru þær, að Kínverjar hafa lagt bann á allar japansk- ar vörur og það svo ósleitilega að einsdæmi er í sögunni. Tjón það sem Japanir bíða við þetta er svo mikið, að ástandið getur orðið óþolandi í landinu. Að vísu er Japan við þessu búið. En sem stendur fara öll auðæfi Manchuríu í herkostnað, og á- góði sá sem þjóðin fær af upp- skeru sinni eru éinskis nýtir seðlar. Það sem fyrir Japönum vakir er að vernda samnings- bundin réttindi sín og koma betri stjórn á, því að nú er alt í fjárhagslegum glundroða og ránskap, illu heilli fyrir landið i sjálft. Komist kyrð á í Manchu- ríu, myndi Japan fá tjón sitt að miklu bætt, og verzlun þeirra við Kínverja lagast mikið, enda er það bara tímaspursmál, hve lengi Kínverjar geta verið án þess að kaupa vörur frá Japan. | Samkvæmt símfregn frá Washington þann 9. ágúst, á- i sakar Lyttonnefndin, sem send var til Manchuríu, Japani harð- lega fyrir að hafa hrundið Manchuríu styrjöldinni af stað. I Lyttonnefndin var send til Man- j ohuríu til þess að safna upp- I lýsingum fyrir Þjóðabandalagið j og er formaður nefndarinnar Lytton lávarður og er nefndin við hann kend. Hefir nefndin | verið all-lengi í Manchuríu við athuganir sínar og hefir komið skýrt fram í ýmsum fregnum frá Manchuríu, að Japanir hafi haft horn í síðu nefndarinnar. Pullnaðarskýrslur eru ekki enn komnar frá Lyttonenfndinni, en samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- um þeim, sem um getur í framannefndri símfregn, ásakar nefndin Japani fyrir að hafa undirbúið ófrið á hendur Kín- verjum og jafnvel Rússum. Samkvæmt bráðabirgðaskýrsl unum telur nefndin Japani seka um margt og eru ásakan- irnar í 15 liðum. Meðal annars er japanska herstjómin ásökuð um að hafa undirbúið atburði þá, sem gerðust í Manchuríu 19. sept. 1931. Er skýrt frá því í þessu sambandi, að japanskur herráðsforingi hafi farið frá Manchuríu snemma í septem- ber til Tokio til að fá fullnaðar fyrirskipanir frá aðalherráðinu. — Hernaðarfyrirætlanir Japana voru allar tilbúnar fyrirfram og herlið Japana í Manchuríu hafði fengið skipun um að vera við- búið ófriði þann 18. til 19. sept. Kæra Japana um að kínverskir hermenn hafi gert tilraun til að sprengja í loft upp jámbrautar- brú fyrir austan Mukden, var tilbúningur einn. Nefndin hefir ekki getað fengið nokkrar sann- anir fyrir því, að brúin hafi í raun og veru nokkru sinni ver- ið sprengd í loft upp, en “brú- arsprengingin’’ var ein aðal á- tylla Japana til að beita her- valdi. Japanir voru undir það búnir að til ófriðar kæmi við Rússa ,og unnu að því að stjórnmálasambandinu væri slit ið, þangað til Shanghai-atburð- irnir gáfu þeim annað umhugs- unarefni. Shanghai atburðina vill nefndin ekki kenna Japön- um. — Hina “óháðu’’ Manchu- ríu telur nefndin í öllu vera háða valdi Japana, og hafi þess- ari stjórn verið komið á í ó- þökk Manchuríubúa. Loks tel- ur nefndin Japani hafa séð svo um, að í Manchuríu stjóminni væru margir japanskir þegnar, og kínverskir menn vinveittir Japan, en margir þeirra væru gersamlega óhæfir til þess að hafa stjórnarstörf á hendi. Islendingur. Fregnir frá Lundar segja, að herra Kári Byron gestgjafi hafi selt gistihús sitt manni, að nafni Mr. McLeod frá Winnipeg Beach. Kaup fóru fram við mánaðarlokin síðustu. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Á þessu heiðarflæmi eru mörg sel, bak við fjallgarðana þá er næstir eru sveitinni. Sel þessi bera nöfn af höfuðbýlun- um, svo sem Hermundarfells- sel, Kollavíkursel o. s. frv.. Að ríða fram hjá þessum seljum, kemur manni til að hugsa um þátíðina, hugsa um kosti og lesti beirra búskaparhátta. Allir sjá og skilja strax aðalþáttinn í því kaðaltogi við náttúruna, sem laut að því að draga til sín all- an bezta kraftinn úr landinu, í mjólk og smjöri og alskonar hunángi. Óvíst er þó, að for- feðurnir, sem þetta búskapar- lag höfðu, hafi skilið og gert sér grein fyrir öllum þeim ó- metanlegu kostum, andlegum sem líkamlegum, sem þessu voru samfara. Vogin og maginn báru vitni um það að mjólkin, ostarnir og smjörið var meira og betra, og sjálfsagt tóku þeir eftir því að búpeningurinn, ær og kýr, var feitari á haustin, og betur undir veturinn búinn. Þá hafa menn og talið fjalla- grösin búinu til gildis, en sel- konurnar náðu oft miklu af þeim. En hvað er þá ótalið? Munu nú heimilis-gleðistund- irnar, ánægjan og menningin, sem þessu var samfara, hafa verið tekin til greina eins og vert var? Ungur, var eg gamalli konu samtíða í fleiri ár, sem hafði verið selkona þegar hún var ung og áður en hún gifti sig. Hún var komin yfir áttrætt. Það voru því áreiðanlega liðin 50 ár frá selvist hennar, og þó hækkaði hún í sætinu og hopp- aði af gleði, þegar hún mintist þeirra tíma. Ekkert var til að endurminnast af hennar löngu æfi, sem komst í nokkurn sam- jöfnuð við selveruna. Ennþá og æfinlega, þegar hún gat komið því við, þá sagði hún siögur og æfintýri úr selinu. Ein sagan var það, að smalinn var kom- inn langt yfir fermingaraldur, en var svo tornæmur að ekki voru nokkur ráð að kenna hon- um kverið. Húsmóðir drengsins, sem greind og góð kona, og presturinn ræddu þetta vanda- mál, og kom að lokum ásamt um það, að það yrði að ferma drenginn upp á faðirvorið, en verst var að hann kunni það ekki heldur. En nú skyldi þó eera seinustu tilraunina, og biðja selkonuna að troða í hann faðirvorinu um sumarið, þó það yrðu þá engin fjallagrös til um haustið. Svo voru þau komin í selið, dálítinn torfkofa á fall- egum lækjarbakka. Ærnar voru alt í kring óvanalega spakar, og blómin geisluðu og anguðu alstaðar. Drengurinn sat og glápti á náttúruna með opinn munninn. “Þér þykir fallegt hérna?” segir selkonan. “Já,’’ svarar drengurinn. “Veiztu hver hefir búið þetta alt til?” spyr selkonan. “Nei. Hver gerði það?” “Faðir vor,” segir hún. “Faðir vor? Er það sá sami sem húsmóðirin stagast á á hverjum degi?” segir hann. “Og hvar á hann heima?” “Á himnum,’’ segir hún. Og á einum degi kendi hún honum faðirvorið í sambandi við nátturufegurðina. Þá byrj- aði hún á kverinu með hann og alt kunni hann það um haust- ið, og var fermdur eins og önn- ur börn næsta vor. Drengurinn í selinu vissi ekkert hvað fram var að fara; hann glápti með opinn munninn, það var hvorki sætt né súrt, engin líkamleg nautn, en það gerbreytti hon- um. Þeir sem eru honum meiri hafa líka orðið þess varir; þeir hafa hrifist af heiðafegurðinni — helgiblænum. Þeir geta aldrei gleymt því, en heldur aldrei gert sér grein fyrir því. Það er eins og standi fyrir framan mann í ' öllum áttum, næfurþunt og gagnsætt ljóss og litbrigða for- tjald, sem hefir alla eiginleika fegurðarinnar í fari sínu, og litina á valdi sínu. Á haustin eftir að heim var komið úr selinu, voru sagðar sögur og æfintýrí, sem juku á heimilisgleðina og búsældar ánægjuna. Og svo hafði hinn stöðugi búferla flutningur, milli sels og bæjar, sín æfintýri í för með sér. Seinni part vetrar byrjaði ný ráðagerð um selsetu, og alt af var hún lífið og sálin í leiknum. Mörg andleg hreysti- verk í ljóðum og sögum eru upp alin í seljunum, og á göml- um seljatóftum. Norðmenn hafa enn í dag kýr í seljum upp á fjallahillum sínum. Má eg nú ekki segja eina of- urlitla sögu um Jakobsfífil. — Hann er yndislega fagurt blóm en lítið til af honum, þar sem eg þekti til. Þar sem eg var fæddur og upp alinn til 10 ára aldurs, á Víðirhóli á Fjöllum, var sem eg man eftir, einn Jakobsfífill í túninu norðarlega og vestarlega, á leiðinni frá bænum að hesthúsunum. Hann var á að gizka 8 þumlunga hár, leggurinn hvítur og beinn, og engar greinar út úr honum fyr en upp kom að laufkrónunni, en þar skiptist leggurinn í fleiri greinar, og krónan eða fífill- inn var því margfaldur; alt snjó- hvítt til að sjá, en þegar maður fór betur að athuga, þá voru litlu blöðin öll brydd með undur veikum heiðbláum lit. Eg sem krakki leit oft á þetta blóm, en passaði að meiða það ekk- ert; þótti það fallegt og kendi í brjósti um það að vera ein- samalt. Þegar eg kom í Syðra- lón 22 ára gamall, var einn Jakobsfífill þar neðarlega í túninu. Mér þótti hann fallegur, og eg hikaði við að slá hann; vissi þó að ekki var betra að kussur slitu hann upp, en það kom þá á hina piltana. Nokkrum árum seinna var eg staddur uppi á háheiði og fór þar meðfram litlum læk. Þá sá eg nokkra Jakobsfífla í fall- egu brekkuhalli öðrumegin við lækinn. Eg skoðaði þá ná- kvæmlega og undraðist fegurð þeirra. Þeir voru ekki mikið hærri en minn fífill, en þrekn- ari og krónan fyrirferðarmeiri og fegurri, heiðbláa bryddingin skærari og undur fín ljósrauð rönd á röðinni á bláu brydd- ingunni. Mér þótti sem krón- urnar væru hæfilegar engla- húfur. Blómið hreif mig svo mikið að eg þráði að hjúkra mínum fífli, svo hann yrði eins hraustlegur og fagur. Þegar eg kom heim aftur og á næstu árum reyndi eg ýmislegt við fíf- ilinn, en alt árangurslaust. Mér fanst hann eldast og rýrna, og eg hélt hann þyrfti að komast að læk. Fósturbróðir minn var vinnumaður í koti lengst inni á heiðinni. Hann kom einu sinni sem oftar til mfp í góðu veðri á hásumri, og talaði mikið við móður mína um fegurðina og kjamann inni á heiðinni. Þetta minti mig á fífilinn minn, og með því að húsbóndinn f köt- inu var skáld og góður kunn- ingi minn, þá fann eg upp á því að fara með honum um kvöldið inn á heiðina. Stakk eg þá upp fífilinn með dálitlum hnaus, gekk vel frá honum í hnakktösku minni og fór með hann að læknum þar sem hin- ir fíflarnir vom, og gekk þar vandlega frá honum. Einum 5 árum seinna fór eg sjálfur í fyrstu göngur, í góðri tíð að haustlagi. Eg fékk gangnafor- ingjann að koma með mér að læknum, þó það væri dálítill krókur, og eg skellihló, þegar eg sá að minn fífill var þá lif- andi eftir alla lífsreynsluna. — Hann var heldur styttri en hin- ir, en svo pattaralegur, og krón- an nokkurn veginn jafn stór og fögur eins og hinna. Það eru þá ekki einungis mennirnir með dómgreindina, og svanirnir með endurminn- Ingarnar og þrána og eftirlöng- •* Nafns pjöld Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldff. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk dóma Br ab flnna á skrlfstofu kl 10—12 f. h. oc; 2—6 e h. Heimili: 46 Alloway Ave Talafmf: 3I1ÖN G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 DR A. BLONDAL «02 Medlcal Arts Bldg. Talsfml: 22 296 Btundar sérstakleaa kvensjúkdóma og barnasjúkddma. — Atl hltta kl. 10—1» « k. oa 8—5 o. h. Halmlll: »06 Victor St. Slml 28 180 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAB á. oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur a8 Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. J. Stefansson 21« MBDirAL ARTS BLDG Hornl Kennedy og Graham Stnndar elogöngu a u g’n h - ryrn« *»«*#- ok kverka-NjOkdöina Er aT5 hltta frá kl. 11—12 f h ok kl. 8—6 f h l'nlMlmi: 21H84 letmlll 638 MoMilIan Ave 4269' DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tfmar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyg&Ucgir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Simi 27 057 unina, eins og líka allar aðrar skepnur, heldur eru það líka jurtirnar, sem njóta einhverrar sérstakrar fullnægju á heiðun- um heima, þó veturínn sé þar langur og kaldur. En nú ætla eg að flýta mér ofan í Þistil- fjörðinn. Eg kom að Svalbarði til séra Ólafs Petersens rétt eftir fóta- ferðartíma, og skilaði eg hon- um strax hestinum. Sagði prest- ur að bakið á klámum bæri vitni um það, að eg hefði ekki brúkað hann á leiðinni. En eg sagði honum að gestrisnin og viðmótið alt í hans foreldra- húsum, hefði verið vel þess virði að eg myndi það á leið- inni heim, og létum við það þá fallast í faðma. Þarna át eg nú og drakk eins og góðu hófi gegndi. Hún frú 'Ástríður var þá ung og var þá ekki að telja það eftir, að trítla á milli búrs og stofu, og nóg var til. Þau runnu upp eins og fífill í túni, af því þau höfðu gaman af að búa, en hitt þori eg ekki að segja, eins og Páll á Hallfreð- arstöðum: “Af því eg kendi þeim að búa”. Nú sagði þó Guðmundur á Torfastöðum mér einu sinni, í mesta bróðerni, að eg væri betri búmaður en Páll, en hann kynni nú auðvitað ekkert að búa. Þetta var nú samt sem áður eitthvert mesta hrós, sem eg fékk fyrir það að vera búmaður, á meðan eg var heima á íslandi. En svo þegar til Canada kom, þá frétti eg úr öllum áttum, að eg væri bezti búmaður. Svona gekk þetta lengi, og mér þótti vænt um það. En þá bar svo við, að einn af greindustu nágrönnum mín- um var staddur hjá mér, og þótti víst að eg hafa fallegt bú og vera að græða árlega. Eg heyrði á honum að hann undraðist þenna uppgang, en sjálfur var hann bezti búmað- ur. Þá færði hann sig nær mér og spurði mig í hálfum hljóð- um, hvort konan mín réði ekki Frh. & 8. bls. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur LögfræSingw 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, Manitoha. A. S. BARDAL selur likkistur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnaT5ur sá bestl Ennfremur selur hann allskoaar minnisvaröa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phones 607 WINNIPIG HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMI’SON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TR.tCHER OF PIANO RM BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 96 210. Helmilis: 3332* Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Bacgace aaé Fnraltare Movlac 762 VICTOB 8T. 8IMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. falenckur lðgfrKtllacvr Skrlfstofa: 411 PARIS BLDG. Simi: 96 933 I DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Saslc. Talnlml: 28 889 DR J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somcraet Blnck Portagf Avrnnr WINNIPKO BRYNJ THORLAKSSON Sðngstjóri Stllllr Pianos og Orgel Slml 88 345. 594 Alverstoba St

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.