Heimskringla - 19.10.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 19.10.1932, Blaðsíða 7
WINMPEG 19. OKT. 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSlÐA FJALLGÖNGUR Á HIMALAYA FYh. frð. 3. bls. einum stað alveg að leiðangr- inum. En hávaðinn varð svo ó- skaplegur, að sagt er að enginn nema þeir, sem heyrt hafa til þessara ísflóða, geti gert sér hann í hugarlund. Leiðangurs- menn sáu nú að hér var ómögu legt að ráðast til uppgöngu, en sneru sér að norðvesturhlið- inni. Eftir ógurlega fyrirhöfn komst flokkur undir forystu hins óþreytandi Schneiders upp í 21 þús. feta hæð, en þá var gersamlega óhugsandi að kom- ast hærra, þar eð leiðin þangað lá upp eftir hrygg, þannig að fara þurfti yfir fjölda hnjúka og gjáa, og var ógerningur að koma farangrinum lengra, enda hvergi svo mikið rúm að hægt væri að koma upp tjaldi til að hafa þar næturstað, og urðu leiðangursmenn frá að hverfa. En í nágrenninu voru önnur fjöll, sem aldrei hafði verið gengið á. Komust þeir Schneid- er og Smythe all-hæglega upp á Ranthang-fjall, sem er 23,111 fet. Ennfremur var klifrað upp á Nepal-tind, sem er 23,470 fet, og Dodang Nyima, sem er 23,- 603 fet. Frægust varð þó förin upp á Jonsong-tind, sem er á landamærum Tíbet, og er 24,- 473. Var það hæsti fjallatindur er menn höfðu komist á. — Reyndar hafði verið komist hærra á Everestfjalli af ýmsum flokkum frá þeim tveim leið- öngrum, er þangað voru gerð- ir, og 2 fjallgöngumenn, er fór- ust þar, þeir Nallory og Irvini, sáust aðeins 800 fet frá efsta tindinum. En ekki vita menn hvort þeir komust alla leið, því þeir komu aldrei aftur, og ekki vita menn, með hvaða móti þeir hafa farist. Alls komst “alþjóðaleiðangur- inn” árið 1930 á fjóra fjalls- tinda, sem voru yfir 23,000 fet, og á fjóra eða fimm, sem voru yfir 20,000 fet, sem ekki hafði verið gengið á áður. Árið áður en þetta fór fram, það er 1929, hafði verið gerð mjög harðsvírug tilraun til þess að komast upp á Kangséndjún- ga úr austurátt. Var það leið- angur af Bæjaralandsmönnum undir forustu dr. Paul Baer. — Klifu félagar þessir upp hér um lóðréttan ísvegg og hjuggu sér hella í hann til þess að tjalda í. í 20,000 feta hæð hrapaði Schaller, einn leiðangursmanna — og með honum einn af inn- lendu burðarmönnunum. Lágu þeir dauðir þúsund fetum neðar er þeirra var leitað. En hinir létu þetta ekki breyta áformum sínum, en héldu áfram viður- ‘úeninni við fjallið. En þegar komið var í 24,272 feta hæð, höfðu veður spilst svo, að óhjá- kvæmilegt var að snúa við. Á leiðinni niður eftir áttu harð- ^axlarþessir við geysilega erfið- leika að stríða en komust þó slysalaust niður. Er förin niður talin engu síður frækileg en förin upp, enda á hún engan sinn líka í allri sögu fjallklif- ursmanna. En leiðangursmenn gáfust ekki upp, þó þeir yrðu að snúa heim. Tveim árum síðar (1931) hófu þeir nýja árás á fjallið frá sama stað. En er þeir voru þá komnir upp í 23,600 feta hæð, voru þeir komnir yfir verstu erfiðleikana, og var þá fjallið ekki eins bratt. Var útsýnið svo dásamlegt og breyttist svo með hverjum degi, að það fylti þá jafnan nýjum eldmóði. Eftir tíunda næturstaðinn var bratt- inn svo lítill, að þeir þurftu tæplega að nota ís-axirnar. En þá varð fyrir þeim geysileg ó- færð sökum lausamjallar. Þrátt fyrir alla erfiðleika, og þó þeir bæru stórar byrðar, voru þeir komnir svo hátt, að þeir gátu tjaldað ellefta náttstað sinn í um það bil 25,000 feta hæð. — Hinn 17. september komust tveir þeirra, Hartmann og Wien og síðar tveir aðrir, Allvein og Pircher, upp á drög, er voru rétt yfir 26,00 fet. En þar urðu þeir fyrir miklum vonbrigðum, því á milli þeirra og hæsta tind- arins var snarbrattur snjóvegg- ur, um 600 fet á hæð. Mun það hafa verið brattari hliðin á fönn er svona var geysilega stór. — Rannsökuðu þeir vel þenna vegg, en fundu hvergi stað, er þeir gætu ráðist upp án þess að eiga víst að steypa yfir sig snjóflóði, er mundi hafa sópað þeim niður af fjallinu. Skein hæsti tindurinn bjartur og fag- ur yfir þeim, og var í beina linu ekki nema ein 3250 fet frá þeim, en veðrið svo yndislegt, sem mest varð á kosið. Samt var ekki um annað að velja en að snúa við. Höfðu Þjóðverjar þessir framkvæmt það, sem alla furðar á, og sem menn undrast því meir, því betur sem þeir þekkja til erfiðra fjallgangna. Hafði við ferð þessa staðfest sú reynsla, er menn fengu á Ev- erest-fjalli árið 1924, að venja má sig við að anda í mikilli hæð, og þar með komast hjá hinni svonefndu fjallaveiki, er menn fá er þeir koma í mikla hæð, af því loftið er þar svo þunt, og mönnum þar af leið- andi erfitt um andardráttinn. En þessi veiki hefir til skams tíma verið talinn einn versti örðugleikinn við að ganga á mjög há fjöll. Höfðu þeir milli 25 þús. og 26 þús. feta hæðar komist 650 hæðarfet á klukku- stund, þó þeir bæru stórar byrð- ar og þyrftu að vaða mikla ó- færð. Álitið er, að með einum náttstað enn, myndu þeir til- tölulega auðveldlega hafa kom- ist á efsta tindinn, ef ekki hefði orðið fyrir þeim áðurnefndur snjóveggur. ENDITRMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Eg held eg hafi áður tekið það fram, um það leyti sem foreldrar mínir fluttu að Syðra- lóni, að þá var okkur spáð því, að við mundum aldrei una hag okkar vel í þeirri sveit, á rétt- nefndum útkjálka landsins, þar sem lífæðar þjóðarlíkam- ans og framfarastraumarnir næðu ekki til, alt væri í ram- asta forneskjustíl. Við höfðum verið á aðal póstleið landsins, og á reglulegri þjóðbraut, með starfræktan póstafgreiðslustað, þar sem nýjustu fréttirnir frá einum landshluta til annars og útlendar fréttir gátu ekki farið fram hjá og þar sem öll þau ár menningarskilyrði voru fyrir hendi. Þegar við svo vorum t-O-OMO The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að vérkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst Látið oss prenta bréfhausa yðar og umsliög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VKING PRESS LTD 853 SARGENT Ave., WINNIPEG iSfmi 86-537 sezt að í þessari nýju sveit, og farin að kynnast sveitar- og lafnaðarháttum fyrir alvöru, þá kom það í ljós að munurinn var ekki eins mikill og af var látið, og allra sjzt í lakari átt- ina, nema í einstöku atriðum. Fljótlega urðum við þess vör, að ýmsar óheillafylgjur aldar- háttarins höfðu aldrei komist alla leið út á Langanes. Yfir- lætisleysið, trúmenskan og ein- lægnin, áttu þar ennþá heima, sem elztu menn aðeins minn- ast frá æsku á báðar síður að- al þjóðvegunum. Á Langanesi var það meiðandi að vilja hafa skriflega samninga, nema um jarðarkaup væri að ræða. Það vill svo vel til að nokkr- ar bygðir íslendinga hér í Ame- ríku, geta af eigin reynslu gert sér hugmynd um sveitalífið á Langanesi á þeim tíma, sem eg kom þar. Því á sömu árunum fluttust nokkrir bændur úr þeirri sveit til þessa lands, eink- um til Dakota og Nýja íslands. Mætti eg þar til nefna Sigur- jón Jóhannesson, Jóhannes Torfason, Daníel Daníelsson, Einar Eymundsson, Jóhann Gestsson, Aðalmund og Sigurð Gúðmundssyni, Jón, Sigurð og Eirík Eymundssyni o. fl., sem allir settust að í Dakota. Eg hugsa að allra þessara manna sé minst sem væru þeir trúverð- ugir og sinnugir alvörumenn. Þá fluttust fáum árum seinna til Mikleyjar í Nýja íslandi þrír bræður, Vilhjálmur, Tómas og Helgi Ásbjarnarsynir, og hefi eg heyrt sérstaklega vel af þeim látið þar. Af því bræður þessir fóru nokkrum árum síð- ar til Ameríku, þá þekti eg þá dálítið persónulega, og'gæti vel skilið að þeir hafi viljað forð- ast alt vamm í fari sínu. En svo kem eg þá aftur heim í sveitina mína. Eg hefi áður í endurminingum mínum að nokk uru leyti getið þeirra bænda, er bjuggu næstir mér í suðurenda sveitarinnar. En við svo búið má ekki standa. 1 miðri sveit- inni sinn hvoru megin á nesinu bjuggu tveir bændur, sem að mínu áliti sköruðu fram úr öll- um bændum sveitarinnar að mörgu leyti, og mér er óhætt að segja, þó víðar væri leitað. Það kann að virðast að mér sé nokkur vandi á höndum að minnast þessara manna rétt, þar sem annar þeirra var svili minn; en hinn mágur. Þó skal nú á það hætta. Eg hefi áður getið þessara manna í sam- banda við opinber störf í sveit- inni, en ekkert sérstaklega. — Annar þeirra er Sæmundur hreppstj. Sæmundsson á Heiði. Hann var þéttvaxinn meðal- maður á allan vöxt, og fjörleg- ur í öllum hreyfingum, andlits- fríður með hátt enni og hvass- ar augabrýr, augun skýr og fjör leg, Ijóshærður með mikil hof- mannavik upp af gagnaugun- um, og mikið skeggjaður. Hann hafði fríðar, karlmannlegar hendur, en fremur slitlegar. Hann var andlega vel gefinn maður, en öldungis óupplýstur, skrifaði þó laglega hönd og reiknaði einfaldar tölur, sem hann hafði lært á hlaupum af því sem fyrir augun bar, en þegar hann óx upp og hafði meiri ráð, þá keypti hann bæk- ur og las heilmikið, og varð þvf nokkuro veginn samferða á flestum sviðum. Hann hafði verið kátur og var að eðlisfari stríðinn og glettinn; kom það einkum í ljós, þegar honum meiri menn áttu hlut að máli. Hann var framúrskarandi kjark- maður og þoldi engum yfirgang. . Þá brá hann beittum orða- skeytum og horfði hvössum augum út í hött, eins og liann langaði til að orðasennan endaði með áflogum. Hann var fram- úrskarandi greiðamaður. Aldrei lá betur á honum en þegar sem flestir þáðu af hans borði. Und- ur þekti eg manninn vel. Hann var hreppstjóri í 18 ár, og allan þann tíma var eg samverka- maður hans, og skrifaði fyrir j ^ Nafnspjöld Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldsc Skrlfstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lunsnasjúk dóma. Br aTJ flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. ogr 2—6 e h Helmili: 46 Alloway Ave Talnfmlt 3.*U5N DR A. BLONDAL S02 Medlcal Afts BlrlK Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdðma. — Ab bltta: kl. 10—12 « k. og 8—6 e. h. Helmlll: >06 Vlctor 8t. Slml 28 180 Dr. J. Stefansson 216 NEDICAL AKTS DLUG Hornl Kennedy ogr Oraham Stundar elngðDgu a u n a - ejmn nef- ok kverka-ajflkdóma Br aS hitta frá kl. 11—12 f h og kl. 8—6 e. h Talalml: 21H84 Helmill: 638 McMillan Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Office tlmar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL, ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054 Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir iyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 hann allar skýrslur til þess op- inbera. Hann var höfðingi í lund og borgaði fyrir alt vel, er fyrir hann var gert. Aldrei taldi hann tímann eftir, var líka af- bragðs vandlátur og vandvirk- ur, og vildi sjá að alt væri rétt og f^eri vel. Hann var ekki síð- ur vandur að við sjálfan sig, en aðra. Það sem hann bygði, var hvorttveggja, fallegt og trútt. Sæmundur var fallega hagorður maður en lét lítið á því bera. Eg skal sýna hér eitt dæmi af því. Mágur okkar, Daníel á Eiði gifti sig. En þá þótti það mesta skemtun, ef einhver hafði samið brúðkaups- kvæði, og vissi eg að til þess var ætlast af mér, og kom eg því með heil-langt kvæði, en efnislítið og illa uppsett. Kona Daníels var úr Suður-Þingeyjar- sýslu, og qitt erindið í mínu kvæði var svona: “Úr suðrinu er konan þín kom- in, kærasti Daníel minn, -— eg óska að seinna það sann- ist — með sólskin í búgarðinn þinn.’’ Seinna um kvöldið hvíslaði Sæmundur að mér þessari vísu: “í suðrinu er ei sæla stór, það sanna dæmin rík, en meinspilt sál með blakkan bjór og Bismarcks pólitík. Þá sat að völdum í Þýzka- landi járnkanslarinn Bismarck. Vísa Sæmundar er vel gerð. Móðir Sæmundar á heiði var Þórdís Einarsdóttir, systir Torfa á Kleyfum og Ásgeirs á Þing- eyrum. Þórdís var gáfuð kona og hagmælt vel, einkum á gróf- ari hliðina. Sögð var hún kraftaskáld, og er þessi munn- mælasaga til um það. — Það var í miklum vorharðindum og siglingaleysi, að það sáust einn morgun skip á hafinu úti fyrir, Frh. &8. bk G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 I W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAB á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur &B Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenskur Lögfrœðingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: M anitoba. A. S. BARDAL selur Mkkletur og ann&st um útfar- Ir. Allur útbúnabur sá bestl Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarba og legstelna. 848 SHERBROOKB 8T. Phonei 86 607 WINNIPBS HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DH. 8. G. 8IMPSON, N.D., D.O.. D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TR.4CHRK OF PIANO N.14 BANNINO 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 96 210. Helmllis: 33828 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— H.KK'P and Farnltnre NotIm 762 VICTOR ST. StMl 24.500 Annast allskonar flutnlnga fr&m og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lalenakur lOKfneblnKnr Skrlfstofa: 411 PARIS BLDO. Sími: 96 933 _____________________________! DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talilmli 2HK89 DR. J. G. SNIDAL TANNL.EKNIR 614 Someraet Bloek Portage Avenne WINNIPBfl BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stillir Planos ng Orgel Siml S8S45. 594 Alveratofce SL

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.