Heimskringla - 09.11.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.11.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 9. NÓV. 1932. HEIMSKRINOla 5 BLAÐSIÐA. ils má vænta frá hendi þessa unglings.’’ I>essum unglingi auðnaðist að leysa af hendi það verk, sem ef til vill hefir markverðast ver- ið gert í almennri sögu mann- anna um margar aldir. Meðal annars verður það til hans rak- ið, að bundinn varð endi á hin eiginlegu trúarbragðastríð. — Þrjátíu ára stríðið er síðasti stórófriðurinn, sem háður hef- ir verið út af þeim efnum. Hin mikla hugsjón kapólskra máttar valda var að sameina alla ver- öld undir andleg yfirráð kirkj- unnar og undir veraldleg yfir- ráð katólsks þjóðhöfðingja, er styddist við andlegt vald kirkj- unnar. Með þrjátíu ára stríð- inu er kveðin niður sú hugsun, að þetta skuli ná fram að ganga. Þrjátíu ára stríðið er stærsta og örðugasta refsing, sem yfir þjóðir hefir gengið fyrir ósanngirni og skort á um- burðarlyndi við hugsanir og trúarskoðanir. Með þessum ó- friði lærði heimurinn .sína stærstu lexíu um, að menn verða annaðhvort að sýna hver- ir öðrum umburðarlyndi í þess- um efnum, eða sjálfir að bíða tjón og líða hörmungar. Og verkfærið í höndum forsjónar- innar til þess að menn mættu nema þetta, varð Gústaf Adolf öllum mönnum framar. Hann kom til hjálpar trúbræðrum sín- um í Þýzkalandi, en sjálfir voru þeir frábærlega örðugir banda- menn. Mótmælendaheimurinn þýzki var allur klofinn innbyrð- is, ekki einungis af valdafýkn hinna prótestantisku höfðingja og eilífum reipdrætti, heldur af hinu eigi síður, að ófriðurinn innan mótmælendastefnanna var orðinn að óvildareldi, sem naumast varð við ráðið. Mót- mælendaríkin utan Þýzkalands, England, Holland og Danmörk, voru enn ótryggari, því að hvert einasta þeirra sveikst marg- sinnis undan merkjum, ef það gat með því aflað sér einhverra fríðenda á annara kostnað. — Öll sú saga er óslitin frásögn um mannleg óheilindi. Og eng- inn ber í þeirri grein af öðrum, því allir eru undir sömu sök seldir. Og hið katólska Frakk- land beið átekta, þar til það gæti séð færi á að vinna ógagn trúbræðrum sínum en erfða- féndum — hinni hapsborglegu keisaraætt. Gústaf Adolf einn hefir annað markmið en sinn eigin stundarhag. Hann var bú- inn að búa um sig og gera Svíaríki sterkara en það hafði nokkru sinni áður verið í sög- unni, en hann hafði stöðugt augun á þessu, að það lá í sjálfri hinni katólsku hugsjón, að annaðhvort yrði að yfirstíga hana eða að hún mundi yfir- stíga heiminn, og þá jafnvel landið í norðrinu, sem hann unni um alla hluti fram. “Ann- aðhvort verðum við að hitta keisarann að máli suður í Stral- sund, eða hann kemur til okk- ar norður í Kalmar.’’ Hve hann hefir hér skilið hugsanir forráðamanna hirfb heilaga róm- verska keisaradæmis rétt, má af því marka, að til eru bréf frá skriftaföður keisarans til annars Jesúíta skömmu eftir þetta. Þar er því haldið fram, að nú sé komið að þeim tíma, sem katólsk kirkja hafði miðað að öldum saman, að koma á fullkomnu heimseinveldi. Ráðið var að taka öll völd af hinum frjálsu Hansaborgum og upp- hefja samband þeirra, bera fjöll af gulli í Danakonung, til þess að halda honum fyrir utan bar- áttuna, bjóða Gústaf Adolf alls- konar vildarkjör, þar til unt yrði að styrkja Póllendinga svo gegn hönum, að hægt væri að þurka Svíaveldi í burtu. Gústaf Adolf sá í gegnum alt þetta, og eins er honum var boðið að leggja alt Prússland við veldi sitt og gerast sjálfur Prússa- konungur. Segja mætti, að hver vitur maður þátímans hefði átt að geta séð í gegnum þessi óheil- indi og risið yfir allar freist- ingar, sem ætla mætti að væru lagðar fyrir menn í því skyni, að þær yrðu þeim að fótakefli. En eitt er það að minsta kosti, sem tekur af öll tvímæli um, hvers konar tegund af mann- dómi var í þessum sannarlega konunglega manni. Það var þegar hann hafði svo að segja brotið alla mótstöðu á bak aft- ur. Her keisarans var tvístrað- ur og mótspyrnan hafði riðlast eins og reykur fyrir stormi. — Leiðin til Vínarborgar lá opin. Allir bandamenn Gústafs Adolfs og tryggustu vinir hans og ráð- gjafar lögðu að honum að halda til Vínar og setja sjálf- ur keisarakórónuna á höfuð sér. En Gústaf Adolf neitaði. Hann hafði tækifæri til þess að verða voldugasti maður jarð arinnar. Hann hafði sannað sjálfum sér og öðrum, að enginn var betur til þess fallinn. í hon- um var ekki vottur af van- trausti á sjálfum sér. En hann neitaði. Á þessari ósanngjömu, grimmu öld hefir hann ef til vill verið eini maðurinn, sem fann, að hann átti ekki rétt — þótt hann hefði rétt máttarins og aflsins — til þess að kúga undir sig katólska menn. Hann trúði á, að hann berðist fyrir heilögu málefni, en jafnvel þótt trú hans væri honum heilög, þá var hún ekki heilagri en sanngirni og umburðarlyndi. Þetta er ekki vizka rökvísinnar, heldur vizka hjartans, hinnar göfugu lundar. Það . er flestra fræðimanna mál, að Gústaf Adolf hafi ver- ið einn mesti hershöfðingi, sem sagnir eru af. Vér óskum og' vonum að sú íþrótt leggist nið- ur og rísi ekki upp aftur. En hins mætti ekki síður æskja, að hvar sem ástríður mann- anna skella saman í heift og ofsa, þar sé þeim eiginleikum haldið svo í skefjum, sem þessi maður gerði á grimmustu öld og mest eyðandi mannsaldri, er komið hefir yfir hvíta menn. Hann hélt máttugri verndar- hendi yfir katólskum mönnum, hvar sem hann hafði lagt land undir sig. Hann refsaði sínum eigin landsmönnum fyrir að hnupla hænu frá katólskum bændum, á þeim tíma, sem her- flokkum var yfirleitt ætlað að halda í sér lífinu með ránum. Hann áreitti ekki einu sinni katólska klerka, sem hann hef- ir þó vafalaust talið sína skæð- ustu og hættulegustu óvini. — Hann gat gengið inn í kirkjur þeirra og hlýtt á messugerð þeirra, og þeim fanst svo til um þenna undarlega og óvenju- lega óvin, að þeir köstuðu sér fyrir fætur hans til þess að biðja hann um að gerast kat- ólskan mann. Vér getum sagt, að hann hafi ekki gert annað en það, sem rétt var, en hann var einn sinna samtíðarmanna um þá hugsun, að það væri rétt að vera óvinum sínum miM ur. Margt þykir benda til þess í sögu síðasta árs Gústaf Ad- olfs, að hann hafi þózt vita fyrir, að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Og eins og kunnugt er, féll hann í orustunni miklu við Lutzen. Sagnir sjónarvotta eru á þá leið, að manni finst maður vera að lesa riddarasögu eða fornt æfintýri. Þegar hann sá að miðdeild hers hans var að riðlast undan ofureflinu, þá keyrði hann hest sinn sporum inn í miðja orustuna og frændi hans og hestasveinn á eftir. Út úr púðurreiknum kom kúla, er hitti hest hans í hálsinn. Önn- ur braut hönd konungsins, sem um tauminn hélt. Hesturinn virtist ætla að hníga niður og konungurinn bað frænda sinn að styðja sig, því að hann væri mjög særður. Þeir sneru við, en þá kom kúla í bak konungsins og hann féll af hestinum. Her- toginn frændi hans flýði, en sveinninn var kyr. Riddarar úr óvinaliðinu riðu að og spurðu, hver þar lægi fallinn. Konung- urinn reis upp og svaraði: “Eg er konungur Svíanna, sem inn- sigli trú og frelsi Þýzkalands með blóði mínu.’’ Stóðu þá sverð riddaranna jafnskjótt í brjósti hans, en sveinninn var særður til ólífis. Hestur kon- ungs hljóp álblóðugur inn í fylkingar Svíanna, og var þá sem allur herinn tryltist. Kvöld- inu lauk með sigri Svía, sem talið var víst að tapa mundu um miSjan dag. Gústaf Adolf dó eins og hin- ir beztu víkingar, forfeður hans höfðu gert. Um slíkt er mikils vert, en hitt þó meir, að hann lifði eins og kristið karlmenni. Það er raunaleg tilhugsun að annars eins maður skyldi þurfa að eyða afli sínu, líkamlegu og andlegu, í hernaði og blóðs- úthellingum; en þó er það fyrir slíka menn sem hann, að mann- kyninu hefir ekki þegar blætt út. Fyrir atorku slíkra manna er það, að eitthvað vex eftir hin- ar hræðilegu fórnir. Þrjátíu ára stríðið er ömurlegasti, hræðileg- asti ófriður, sem til er í sögum hvítra mann. Gustaf Adolf var ekki nema skamma stund áþeim vettvangi voðans, en tveggja ára þátttaka hans nægði til þess, að upp úr þrjátíu ára stríðinu spruttu möguleikarnir til þess, að mótmælendur fengju haldið samvizkufrelsi, og af frelsinu hefir alt sprottið, sem markverðast hefir verið í lífi mannanna þessar þrjár ald- ir, sem nú eru liðnar frá falli hans við Lutzen. Gústaf Adolf helgaði baráttu mótmælenda, sem allir aðrir þjóðhöfðingjar höfðu lært að svíkja. Ágætur sagnfræðingur segir þessi orð um Gústaf Adolf: “Hann var alþýðlegur, hugrakk- ur, örlyndur, tryggur hugsjón- um sínum. Hann hafði hina næmustu tilfinning fyrir konung ari skilning á erindinu, sem ar skilning á erindinu, sem hann ætti að rækja á jörðu, því að ekki verður sannara um hann sagt, en að hann hafi haft látlaust auga á því, er hann trúði að guð ætlaði sér að leysa af hendi. Meira verður ekki um nokkurn mann sagt.’’ R. E. K. GULLBRÚÐKAUP Tryggva 0g Berglaugar ólafsson Glenboro, Man. 1882 — 1932 Gullbrúðkaup þeirra Tryggva Ólafssonar og Berglaugar Guð- mundsdóttur, var hátíðlegt hald ið á laugardagskvöldið 15. okt. s. 1., af börnum þeirra og ís- lendingum í Hólabygðinni, og nokkru af vinafólki þeirra frá Glenboro, sem áður hafði átt heima í þeirri bygð. Samsætið fór fram á heimili þeirra, og séra Egill H. Fáfnis hafði^orð fyrir fólkinu, og las bibh'u- kafla. Ávarp var þeim flutt, er G. J. Oleson las upp, og talaði hann einnig nokkur orð til þeirra, og afhenti þeim peningasjóð sem vináttumerki gestanna. Hr. A. E. Johnson mælti einn ig nokkur orð. Voru þá nokkrir söngvar sungnir. Og síðan voru veiting- ar framreiddar, gómsætt kaffi og kræsingar. Séra Egill Fáfnis þakkaði fyrir hönd heiðursgestanna, heimsóknina, gjöfina og vin- skap þeim sýndan. Milli 40 og 50 manns voru þarna saman komnir. Eftir skemtilega kvöldstund og fjörugar samræður, héldu allir heim til sín glaðir í anda láust fyrir miðnætti. Gullbrúðguminn er sonur Ól- afs M. Jónssonar frá Kúðá í Þistilfirði, er þar var hrepp- stjóri, og merkur maður, en gullbrúðirin er dóttir Guðmund- ar Jónssonar frá Sköruvík á Langanesi, sem var sveitarhöfð ingi og hinn merkasti maður. Gullbrúðhjónin bæði eru fædd í Þistilfirði. Til Vesturheims fluttust þau 1882 og giftust stuttu eftir að þau komu vesur, eða 14. októ- ber 1882. (Af sérstökum ástæð- um var ekki hægt að koma því við að heiðra þau þann dag. — Varð að vera degi síðar.) Fyrstu 10 árin dvöldu þau í Grafton, N. D., en 1892 komu þau í Hólabygðina og hafa bú- ið þar síðan rúm 40 ár. Þau eru valinkunn hjón og vinsæl, og ramíslenzk í anda. — Börn þeirra eru: Ólína Friðrika, gift Kristjáni Sveinssyni bónda þar í bygð; Abegail, gift Jóni Sig- urðssyni, býr í Winnipeg; Sofía gift C. Eymundssyni, býr í Norður-Alberta, og Gunnar J. Ólafsson, sem nú hefir fyrir skömmu tekið við búi föður síns, og er sveitarráðsmaður í Suður-Cypresssveitt. Hann er giftur Emily Johnson frá Grand Forks, N. D. Börn þeirra voru öll í sam- sætinu nema Sofía, er gát ekki verið þar sökum fjarlægðar. G. J. Oleson. * * * ÁVARP til Tryggva og Berglaugar Ólafsson. f gullbrúðkaupi þeirra, 14. okt. 1932. Heiðruðu gullbrúðhjón! Fyrir hönd allra, sem hér er- um saman komin í kvöld, vil eg færa ykkur hugheilar ham- ingjuóskir við þetta hátíðlega tækifæri, á þessum merkisdegi ykkar — gullbrúðkaupsdegin- um. Það er dagur sem fáum auðnast að njóta. Það er dag- ur, sem er fágætur í - sögu mannanna. Það er dagur, sem gullnum bjarma slær frá yfir alt lífið. Á þeim degi hljóta að rifjast upp allar beztu og feg- urstu endurminningarnar úr endurminningasjóðnum. Og það er okkur öllum, vinum ykkar og nágrönnum, óumræðilegt gleðiefni, að geta komið hér saman með ykkur, samglaðst með ykkur, brosað með ykkur, og hjálpað til þess að rifja upp með ykkur hugljúfar endurminn ingar liðinna ára. Um leið rétt- um við ykkur hendina, og þökk- um með hlýhug og kærleika fyrir langa samleið og bjarta, og ánægjulegt samstarf. Því þó árin hafi liðið hjá, hefir and inn, sem þjá ykkur hefir ríkt gagnvart félagsmálum og gagn- vart einum og öllum af okkur, aldrei breyzt. Gestrisni og góð- vilji til manna og málefna, hef- ir jafnan verið heilbrigður og hreinn. Við getum öll lokið upp sama munni um það, að það hefir verið eins og að koma í foreldrahús, þegar við höfum komið til ykkar. íslenzk gest- risni og höfðingsháttur hefir æf- inlega verið ykkar stórmerki- lega einkenni, og alúðin hefir altaf verið svo hrein og fölskva- laus, að það hefir hitað manni um hjartaræturnar; og manni hefir æfinlega liðið svo vel und- ir þaki ykkar. Mannsæfin er ekki löng, en hún er merkileg, þegar skoðuð er í réttu ljósi og guðs náð vakir yfir henni. Þið hafið oft átt erfitt og horfst í augu við sorg og dauða. En guðs náð hefir fylgt ykkur í gegnum líf- ið. Og nú hafið þið náð þeirri sigurhæð, sem fæstum auðnast að ná. — Þið hafið verið góðir félagsmenn, góðir borgarar, og góðir nágrannar. Og þótt á móti hafi blásið, þá hafið þið mætt því sem hetjur. — Vina- hópurinn, sem hér er í kvöld, vill þakka ykkur fyrir þetta, og óskar þess og biður að guðs náð vaki yfir ykkur og niðjum ykkar fram í aldir. Við þetta hátíðlega tækifæri erum við fáorð, en við hugsum margt. Við hugsum margt um liðna tíð, og í huganum þökk- um við margt ,og við biðjum um margt. Megi æfikvöldið verða ykkur fagurt. Við biðjum um það, að kvöldsólin máli húmsins tjöld með þeim feg- urstu litum, sem engin mannleg orð fá lýst. Guð blessi ykkur og heimili ykkar, og guð blessi bygðarlagið sem hefir verið heimkynni ykkar í fjörutíu ár. Guð blessi ykkur og gefi ykk- ur sigurskjöld lífsins. UM SIGURÐ SKAGFJELD. Þann 24. október söng óperu- söngvarinn okkar íslenzki, Sig- urður Skagfield, fyrir Canad- iska klúbbinn í Calgary, í Cent- ral Congregational kirkjunni. Madame Glen. Broder, viður- kend ein af fremstu hljómfræð- ingum þessa lands, aðstoðaði söngvarann. Við samkomuna voru um 800 manns, og bar öllum saman um, að aldrei hefði Skagfield tekist betur en í þetta sinn. Dagblaðinu Calgary Albertan farast orð á þessa leið: “Hans tilkomumikla rödd er jafn-aðlaðandi fullum rómi sem í nærri hvíslandi þýðleik.’’ Calgary Herald segir um söngva Sigurðar: “— — fluttir af nákvæmni, dramatiskum þrótti og frábæru raddvaldi.” Það er auðsætt að Sigurður Skagfield vinnur sér meiri og meiri vinsældir með degi hverj- um á meðal enskumælandi fólks. I. Gíslason. FUNDUR. Mánudagskvöldið 24. október komu aftur saman menn þeir, sem verið hafa að skoða mögu- leikana til þess að stofnað yrði kennaraembætti í íslenzku við Manitobaháskólann. Var þessi fundur haldinn að heimili Mr. og og Mrs. J. G. Jóhannsson. Fundarmenn voru 24. Mr. Eggert Feldsted var kjör- inn fundarstjóri. Prófessor Skúli Johnson las fróðlega og ítarlega skýrslu frá nefnd þeirri, sem hefir verið að kynna sér kenslu í íslenzku við háskóla í Ameríku og á Bret- landi. Var próf. Johnson og nefndinni þakkað fyrir vel unn- ið verk. Mr. Walter J. Líndal flutti næst álit nefndar þeirrar, sem átti að kynna sér afstöðu ýmsra íslenzkra félaga og einstaklinga gagnvart þessu máli. Mr. Lin- dal skýrði frá fundum og sam- tölum, sem nefndin hafði átt hér og þar, og sagði að nefnd- inni hefði alstaðar verið, tekið vel, þó bent hefði verið á ýmsa erfiðleika, sem væru fram- kvæmdum til fyrirstöðu, þá var nefndin eggjuð á að skoða mál- ið til hlítar, og allir lofuðu hjálp sinni, ef ákveðið væri að halda áfram. Var eins og þeir sögðu til forna, “gerður góður rómur’’ að máli Mr. Líndals. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að leita ekki löggild- ingar nú, en láta málið bíða næsta fundar, sem haldinn verður bráðlega. Mr. G. S. Thorvaldson benti á, að þótt margir Islendingar hefðu stundað nám við háskól- ann og útskrifast þaðan, þá hafi landi aldrei átt sæti í stjórnairáði háskólans (Board of Governors). Vildi Mr. Thor- valdson að við ynnum að því, að íslendingur yrði settur í stjórnarráð háskólans þegar tækifæri gæfist. Þá var kosin framkvæmdar- nefnd til næsta árs: Heiðursforseti, dr. Sigurður Nordal. Forseti, Walter J. Lindal. Varaforseti, Eggert Feldsted. Skrifarar, J. G. Jóhannsson og G. S. Thorvoldson. Aðrir: Dr. Jón Stefánsson. Próf. Skúli Johnson. J. J. Swanson. Rev. Philip M. Pétursson. J. G. J. HVAÐ Á SILKI SKLT VIÐ HVEITIMJÖL? Á bak við tjöldin hvílir æfin- týri með tilbúning allra fæðu- tegunda. Iðnaðar aðferðir eru tengdar hverri annari yfir alla jörðina. Nefna má til dæmis silki vefnaðinn. Hverjum myndi detta í hug að jafnmikið sam- band væri á milli silki iðnað- arins og hveitimölunar hér á vestur sléttunum eins og í raun og veru er? En sem sagt, stór- ar hevitimillur eins og Robin Hood, hafa stóra stabba af fín- ast silki í vörugeymslu húsum sínum er hlaupa upp á mörg þúsund dollara. Er þetta kall- að “Bolta-silki.” Silki þetta er notað við hina afar vandasömu mjölsigtun, til þess að aðskilja ryk og jurta tætlur frá mjölinu. Vígindi eru afar smágerð svo að yfir 100 möskvar koma á fer þumlung- inn. Aðeins hið hreinasta úr mjölinu fer í gegn en hitt verð- ur eftir sem svo er safnað og notað fyrir svinafóður. Þessi silki sigtun tryggir það, að mjölið er hreint og laust við ryk og hálm efni. Þegar úrsigti þessa er tekið milli fingranna er það að áferð líkast stufi upp úr gólfdúkum. Sé það kyrt í mjölinu, veldur það mishefan á brauði, er gerir brauðið þungt og óbragðljúft. Til þess nú að tryggja hús- mæðrum í Vestur-Canada að brauðið geti jafnan orðið sem bezt nota hinar helztu mölunar stofnanir sem Robin Hood eigi annað en “bolta’’-silki í mjöl- sigtin. Silkið er ræktað á ítal- íu sent til Sviss og unnið á bændaheimilum, en þaðan sent með skipum og járnbrautum til Moose Jaw, Calgary og Saska- toon. Kostnaðurinn við notkun þessa bolta silkis, er eitt af mörgum útsvörum, er nýtízku hveitimillur þurfa að bera til þess húsmæður geti fengið sem fullkomnast mjöl til allra bakn- inga. Prestur nokkur tók eftir því, a ðkerling ein í sókn hans kom framar öðrum oft til altaris- göngu. Eitt sinn spyr hann hana, hvað því valdi, hvort það sé af trúrækni hennar, eða öðr- um hvötum. “Og það er af því,” mælti kerling, “að mér þykir vínið svo gott.” Prestur innir hana eftir, hvort það sé einung- is af því. Kerling segir, það sé ekki af öðru, hún segi það satt. Prestur spyr hana, hvort henni geti þá ekki verið sama að koma rétt inn til sín, og hann gefi henni þar að súpa á víninu. “Ójú,” segir kerling, “eg vil það mikið heldur, því eg kann að fá drýgri sopann, þegar aðrir drekka ekki í blóra við mig.” Blanda. Spuming: Hvað er hámark samkvæmt sveitarlögum innan Manitoba, sem hægt er að setja á hvert dollars-virði á eignum sem skattskyldar eru — eða hvað mörg miils? Svar: Hámarkið er 30 mills yfirleitt, að undanskyldum skólaskatti, samkvæmt fylkis- lögum. En þó fyrir komi að sveitir leggi á hærri skatt en það, veitir fylkið vanalega sam- þykki sitt til þess. Álítur sveita- stjórnirnar fara næst um xörf- ina. * * » — REMEMBER — Liberty lodge meets Monday, the 14th at 8. p. m. in the I. O. G. T. Hall, Sargent Ave. All members are kindly requested to attend and mepibers who find it inconvenient to be pre- sent please get in touch wlth Fin. Secy. Joh. Goodman, 639 Lipton St., or phone 37 885 at once. Help the order — keep in good standing. Asst. Sec.: J. Harold Johnson Fin. Sec.: Joh. Goodman.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.