Heimskringla - 09.11.1932, Side 8
8 BLAÐSÍÐA
HEIMSKftlNGLA
WINNIPEG 9. NÓV. 1932.
Sendið grlugrgatjöldin yðar til viðurkendrar hreingerningastofn-
unar, er verkið \rinnur á vægu verði
PBBrlessTnnndry
“Verkhagast og vinnulægnast”
55, 59 PEARL STREET StMI 22 818
Urvals fatnaður
KARLMANNA
á hinu sanngjarnasta verði
bíður yðar í verzlun—
Humphries Ltd.
223 Portage Ave.
við Liggett’s hjá Notre Dame
FJÆR OG NÆR.
Séra Ragnar E. Kvaran flytur
guðsþjónustu í Riverton á
sunnudaginn kemur, 13. nóv. kl.
11. árdegis og í Sambandskirkj-
unni í Winnipeg kl. 7. síðdegis.
Þetta verður að líkindum síð-
asta guðsþjónusta prestsins í
Riverton um all-langt skeið.
* * *
Skemtisamsæti.
1 tilefni af því að þau hjón,
Capt. og Mrs. J. B. Skaptason,
hafa nú flutt sig aftur hingað
til bæjarins og sezt að á sínum
fornu stöðvum, þar sem þau
bjuggu upp að þeim tíma, að
þau fluttu norður til Selkirk fyr
ir rúmum 11 árum síðan, kom
saman á heimili þeirra á mánu-
dagskvöldið var dálítill hópur
kunningja og samverkamanna
frá fyrri árum, til þess að fagna
komu þeirra og bjóða þau vel-
komin í vinahópinn aftur. —
Færri gátu þó komið því við
en vildu, að vera þar viðstadd-
ir, ollu því veikindi og aðrar
tafir, er eigi varð við ráðið. —
Samsætinu stýrði dr. M. B.
Halldórsson. Afhenti hann þeim
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
■ ...... ...
J. A.
JOHANNSON
Garage and Repair Service
Hanning and Sargent
Sími 33573
Heima sími 87136
Expert Repair and Complete
Garage Service
Gas, Oils, Extras, Tires,
Batteries, Etc.
örlitla minningargjöf frá gest-
unum til minja um komuna,
stundaklukku, er knúin er af
rafafli. Bauð hann þau velkom-
in á fornar stöðvar, og lýsti á-
nægju hinna mörgu vina þeirra
hér í bæ, yfir því, að skemri
væri nú orðin bæjarleiðin heim
til þeirra en verið hafði. Tóku
ýmsir til máls að lokinni ræðu
forseta. Þá voru og sungnir
nokkrir íslenzkir söngvar, stýrði
þeim hluta skemtunarinnar Mrs.
S. B. Stefánsson. Að framborn-
um veitingum var samsætinu
ilitið um miðnætti.
* * *
Matfangasala í fundarsal Sam
bandskirkju fimtudaginn 10. þ.
m., kl. 2 e. h. og að kvöldinu.
Allskonar heimatilbúinn matur
við ódýru verði. — Kvenfélag
Sambandssafnaðar..
/ f y ¥
Afmælisvísa.
Yfir lífsins urð og hjarn
æfisporin liggja.
Eg er orðinn aftur barn,
áttatíu og þriggja.
M. Á.
Vísu þessa kvað Magnús
Árnason (frá Miðhúsum) á af-
mælisdaginn sinn s.l. sunnudag.
* * ¥
Mr. Grey bæjarráðsmaður í
Winnipeg hefir lagt til, að bær-
inn setji á laggirnar sinn eigin
banka, með svipuðu fyrirkomu-
lagi og var á fylkisbankanum
sæla. Málið hefir fengið dauf-
ar undirtektir.
* * *
Um borgarstjórastöðuna í
Winnipeg sækja þessir í kom-
andi kosningum: Núverandi
borgarstjóri R. H. Webb, John
Queen, leiðtogi verkamanna-
flokksins á fylkisþinginu, og
Jacob Penner, tilnefndur af Un-
ited Front Workers, hverjir sem
þeir eru.
* * *
Á næsta skólaráðsfundi í
Winnipeg verður rætt um, hvort
ekki sé ráðlegt að loka barna-
skólum bæjarins yfir allan des-
embermánuð. Eins og fjárhag
bæjarins er komið, skoða ýmsir
þetta enga fjarstæðu.
Silver Tea.
Eins og auglýst var í íslenzku
blöðunum síðastliðna viku, hef-
ir Jóns Sigurðssonar félagið
Silver Tea föstudaginn 11. þ. m.
að heimili Mrs. J. B. Skaptason.
Öllum íslendingum er kunn-
ugt um að Mrs. Skaptason er
aðalstofnandi Jóns Sigurðsson-
ar félagsins, sem svo ósleitilega
vann til aðstoðar og uppörvun-
ar íslenzkum hermönnum með-
an á stríðinu mikla stóð. Er
því vel til fallið, að þessi dag-
ur — sem er vopnahlésdagur-
inn (Armistice Day) — hefir
verið valinn fyrir þessa heim-
sókn. Vonar félagið að hinir
mörgu velunnarar þess sýni
því þá velvild að fjölmenna á
þetta samkvæmi.
öllum inntektum af þessu
Silver Tea verður varið til þess
að gleðja fátæka um jólin.
* * *
Fyrra mánudag, 31. okt. s. 1.
andaðist í Toppenish, Wash.,
að heimili tengdasonar og dótt-
ur sinnar, Baldurs og Berg-
þóru Benediktsson, fræðimað-
urinn og öldungurinn Sigfús
Magnússon, er lengi bjó í Du-
luth, Minn. — Sigfús var fædd-
ur á Garði í Kelduhverfi 19.
marz 1845; sonur séra Magn-
úsar Jónssonar á Grenjaðarstað
í Suður-Þingeyjarsslu, og var
Kvæntur Guðrúnu, dóttur séra
Benedikts Kristjánssonar eldri
í Múla. Er hún dáin fyrir mörg-
um árum síðan. Einn sonur
þeirra hjóna, Leifur Magn-
ússon í Washington, D. C., og
fjórar dætur eru á lífi. Eru tvær
búsettar í Duluth, skólakennar-
ar þar, en tvær vestur á Kyrra-
hafsströnd.
Sigfús heit. er með þeim allra
fyrstu íslendingum, sem hingað
fluttu vestur; stofnandi smá-
nýlendunnar íslenzku í Neb-
raska ásamt Torfa Bjarnasyni
í Ólafsdal og Jóni Halldórssyni
eldra úr Bárðardal. Eftir fárra
ára veru hér á þeim árum,
hvarf hann heim aftur, en flutti
svo alfarinn vestur aftur árið
1884. — Sigfús var fróður mað
ur og prúðmenni hið mesta. —
Æfiágrip sitt og ýmsar minn-
ingar frá fyrri árum hefir hann
ritað, og það verið birt í Al-
manaki Ó. S. Thorgeirssonar.
* * *
Fund heldur þjóðræknisdeild-
in “Frón” í efri sal G. T. húss-
ins föstudagskvöldið 11. nóv.
Byrjar kl. 8. Auk fundarstarfa
verða upplestrar og hljóðfæra-
sláttur. Allir velkomnir. Frjáls
silfur samskot. — Nefndin.
* * *
Séra Ragnar E. Kvaran fór s.
1. mándag út til Lundar til að
aðstoða við leikæfingar. Eru
sambandssöfnuðirnir þar nyrðra
að efna til leiksýningar, er inn-
an skamms mun fara fram.
* '* *
Hjónavígslur framkvæmdar af
séra Rúnólfi Marteinssyni, að
493 Liþton St., Winnipeg, þriðju
daginn, 1. nóv., þau Vilhjálmur
Eggert Ólafsson og Rannveig
Gillis, bæði frá Brown, Man.;
ög Laugardaginn, 5. nóv., þau
Leifur Bergsteinsson frá Ala-
meda, Sask., og Evelyn Eliza-
beth Helen Moore frá Winnipeg.
* * *
BÓKAFREGN
“Kveldræður í Kennaraskól-
anum”, eftir séra Magnús
Helgason, skólastjóra. Ein á-
gætasta bók sem fluzt hefir
hingað frá íslandi. í giltu skinn-
bandi $3.00, póstgjald lOc.
Prestafélagsritiö. Tímarit fyr-
ir kristindóms- og kirkjumál.
Ritstjóri Sigurður P. Sívertsen.
14. ár. Ritið er yfir 200 blað-
síður; fjölbreytt að innihaldi.
Verð: $1.50.
Ólafur S. Thorgeirsson,
674 Sargent Ave., Winnipeg
Alderman J. A. McKerchar
óskar eftir
atkvæði yðar
og aðstoð
til endurkosningar
sem
ÖLDUMAÐUR
ANNARIKJÖRDEILD
við bæjarkosningarnar 25.
nóvember 1932. — Merkið
tölustafinn 1 við nafn Mc-
Kerchar á atkvæðaseðilinn.
Þekkingin er fyrir öllu
UM ÞETTA LEYTI ÁRS, ÞEGAR
TEKIÐ ER AÐ HAUSTA AD—
REYNIÐ
Dominion Lui
$6.25 tonnið
P
MCpURDY CUPPLY fö. I TD.
L/ Builders' |3 Supplies ^^and J^Coal
Office and Yard—136 Portage Avenue East
94 300 • PHONES - 94 309
WONDERLAND
Föstudag og laugardag
11. og 12. nóv.
MABX BROTHERS
í leiknum
“HORSE FEATHERS”
Mánudag og þriðjudag,
14. og 15. nóv.
MAtJRICE CHEVALIER og
JEANETTE MacDONALD
í leiknum
“LOVE ME TO-NITE”
Miðvikudag og fimtudag,
16. og 1" nóv.
R. CHATTERTON
í leiknum
“RICH ARE ALWAYS
WITH US”
Open every day at 6 p. m. —
Saturdays 1 p. m. Also Thurs-
day Matinee.
Arni Árnason frá Kristnes,
Sask., hefir verið í bænum
nokkra undanfarna daga. Hann
er að heimsækja forna kunn-
ingja og dvelur hjá Friðriki
Kristjánssyni.
Það er vinsamleg beiðni til
allra unglinganna, sem tilheyra
barnastúkunni “Æskan’’, að
koma á fund í G. T. húsinu kl.
2.30 næsta laugardag, og enn-
fremur er þess óskað að marg-
ir fleiri unglingar komi nú og
verði með.
Mrs. Stephensen.
forstöðukona.
* * *
Wonderland Theatre.
Til ritstj. Heimskringlu,
Winnipeg, Man.
Kæri herra!
Þar eð vér höfum heyrt tals-
verðar umkvartanir utan að um
fyrirkomulag sýninga á ofan-
nefnÖu leikhúsi, langar oss til
með yðar leyfi að segja frá fyr-
irkomulagi því, sem vér höfum
hugsað oss að taka upp. Vér
vorum áður stjórnandi þessa
leikhúss, og vorum vissir um
að á þeim tíma voru skiftavin-
ir vorir ánægðir. Höfum vér og
sterka trú á því, að geta gert
þá ánægða aftur.
Hugmynd vor er að velja
myndirnar vel, sjá um að fólk
hafi það sem þægilegast og un-
aðslegast meðan það er gest-
ir hjá oss, og að það finni til
þess að lokinni hverri sýningu,
að það hafi fengið peninga
sinna virði. Kurteisi starfsfólks
vors er sjálfsögð skylda. Mynd-
imar, sem sýndar verða, verða
auglýstar í blöðunum Free
Press, Tribune og blaði yðar.
Ef þeir, sem að einhverju
leyti hafa áður orðið fyrir von-
brigðum, vildu veita oss þá
ánægju að finna oss að máli
í leikhúsinu, yrðum vér þeim
innilega þakklátir fyrir það. —
Skal ekkert látið ógert af vorri
hálfu til að vinna traust manna
og þá vináttu, er vér áður átt-
um að fagna. Leikhús þetta
skoðum vér hægt, með því fyr-
irkomulagi, sem vér höfum hugs
að oss, að gera eitt af skemti-
legustu leikhúsum.
Vonum vér að hér sé ekki
farið fram á ofmikið og að bréf
þetta taki ekki upp tilfinnan-
legt pláss í blaði yðar með því
að birta það —
er eg yðar einlægur,
George Larson.
um fjallaskörðum eða í dimm-
um skuggahvömmum undir há-
fjallahlíðum og klettabeltum.
Svellin rifna, urra og stynja
með háum hvellum, að öðru-
hvoru, og klettarnir bermála og
ýkja ólætin. Á slíkum augna-
blikum er enginn maður svo
taugasterkur að hann líti ekki
eftir álfareiðu mtil hliðar við
] sig, og heiti á hestinn sinn. Var
það ekki undarlegt, hvað sum-
um mönnum leið illa úti í
glansandi tungsljósi? Var það
ekki einskonar skygni? Hind-
urvitnalausir menn sáu gull og
silfur og dýra demanta, þeir
sáu sjóarskrimsli, íklædd öll-
um litum náttúrunnar, þeir sáu
álfa og drauga í skrautklæðum
og loðnum gærum og þeir svitn-
uðu úti í brunafrosti yfir fyrir-
brygðafjöldanum og vildu held-
ur vera einir í myrkri en
tungsljósi. Það var ekkert hug-
sjónabrask, þetta stóð í augun-
um á þeim. _
Það er sérstakt ástand að
vera litblindur, sýnast rauður
flötur grænn. Eg hafði ensk-
ann vinnumann hér í Canada
hann sá nokkurnveginn vel með
sérstökum gleraugum, þau voru
þykk alt í kring út við umgerð
ina, en skál í þeim miðjum og
þar næfur þunn, þegar hann
þvoði sér tók hann gleraugun
af sér, og eg sá að hann fálm-
aði svo einkennilega eftir sápu-
stykkinu. “Sérðu ekki sápu-
stykkið þegar þú ert gleraugna-
laus?’’ sagði eg. “Jú, það ligg-
ur nú við það,’’ segir aumingja
maðurinn, “en þá er það stórt
eins og faðmur á hvern kant,
og eg veit ekki hvar hið veru-
lega sápustykki er statt, fyr en
eg loksihs hefi handsamað það.’’
Eg fór snöggvast að hlægja, því
hann byrjaði feti ofar en sáp-
an lá að fálma eftir henni en
eg skammaðist mín rækilega
þegar eg sá hvað maðurinn leið
með þessari sjón. Honum sýnd-
ist hestarnir vera fjöll ef gler-
augun rótuðust á honum. Eg
gleymdi að spyrja hann hvað
hann sæi í tunglsljósi. Aðrir
þurfa stækkunargler. Getur ekki
óviðráðanlegt ástand sjónarinn-
ar valdið álfa og drauga um-
ferð, fremur í tungsljósi en
endranær?
MESSUR 0G FUNDIR
i kirkju Sambandssafnaóar
Messur: — á hverjum sunnudegl
kl. 7. e. h.
Safnaðarnefndin: Fundtr 2. og 4.
fimtudagskveld í hverjum
mánuði.
Hjálpamefndin. Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenféiaglð: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngfiokkurinn. Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: — Á hverju/\
sunnudegi, kl. 11 f. h. j
ENDURMINNINGAR.
Frh. frá 7, bls.
talin orsök heilsubilunar á
mönnum og konum að það
hafði gengið svo mikið á svo-
kallað votengi. Þá man eg
eftir því, að við sem aldrei kom-
um í votann sokk á sumrin,
öfunduðum þá sem höfðu
blautu engjamar og þar afleið-
andi nóg skautasvell á veturna.
Það er dularfyllra og draum-
sjónaríkara en, að því verði
með orðum lýst, þegar menn á
heiðskýrum vetrarkvöldum í
glansandi tungsljósi, ferðast um
gljálagða dali, ár og vötn sumir
á skautum og aðrir á skafla-
jámuðum skeiðvökrum gæðing-
um og fjörhestum, einn norður
og annar suður, ýmist fyrir opn-
Bregðum blysum á loft, bleika
lýsum grund,
glottir tungl en hrín við hrönn
og hraðfleyg er stund.
Þegar eg endurminnist ör-
nefnanna, í landinu þá finst mér
að í þeim muni felast ótæmandi
uppspretta þekkingar, skilnings
og menningar ástands þjóðar-
innar á ýmsum sviðum fyrri
aldanna. Eg get ekki betur séð
en að margt af því, sem ör-
nefnin megi enn í dag vera
þjóðinni til viðvörunnar, upp-
byggingar aðstoðar á ýmsan
hátt.
Skamt fyrir austan bæinn á
Grímsstöðum á Fjöllum, heitir
Vinnumannaflötur, og rétt sunn-
an við hann, heitir Jafnaðar-
beggjatjörn. Eg átti tal við
gamlann greinilegan mann sem
var kunnugur á Fjöllunum þeg-
ar hann var unglingur. Hann
sagði mér að það hefði verið
siður að ljá vinnumönnunum
engið á fletinum þegar þeir áttu
kindum og vildu heyja fyrir þeim
á sunnudögum og þeir máttu
slá suður á móts við miðja
tjörnina, en húsbóndinn sjálfur
átti engi þar fyrir sunnan út á
móts við miðja tjörnina, og því
hét hún þessu einkennilega
nafni, Jafnaðarbeggja-tjörn.
Hann sagðist hafa heyrt svo um
talað að þetta hefði verið regla
frá ómuna tíð og þessvegna
hefði engjabletturinn fengið
þetta nafn, Vinnumannaflötur.
Á bak við þetta liggur mannúð
og mikil nærgætni. Þetta engi
var næst bænum, vanalega vel
sprottið og mjög gott kindafóð-
ur. Það var uppörfandi fyrir
lúna vinnumenn, sem heyjuðu
fyrir húsbóndann alla virka
daga vikunnar, að þeim var vel-
komið þetta góða og nærtæka
1 engi á Sunnudögum ef þeir
| vildu það á sig leggja og vel-
i komnir hestar til að flytja það
heim sem þeir heyjuðu. Norð-
austur frá Grímsstaðabænum,
heitir Léttasóttarbrekka. Sami
maður hafði heyrt þá sögu þar
um: Konan á bænum hét Letja.
Hún var mesti dugnaðar skör-
ungur og gekk sjálf á engjarn-
ar, eins þó hún væri komin að
falli. Þá kom það fyrir í eitt
skifti þegar heimilisfólkið var að
heyja við áðurnefnda brekku,
þá tekur Letja léttasóttina og
skipar þá að bera sig heim, en
það er klukkutíma gangur. Voru
þá hnýttar saman treyjur og
buxur á ermum og skálmum og
hún lögð á þann feld og borin
áleiðis heim, en þegar ennþá var
eftir nokkur spölur Letjumelur
og brekkan þar sem hún veiktist
fyrst Léttasóttarbrekka. Alt átti
þetta að hafa fengið góðann
enda. Sagan ber það með sér
að hún er æfagömul, nafn hús-
freyjunnar er ekki þekkjanlegt
í nálægri tíð, og þetta fyrir-
hyggjuleysi og kæringarleysi,
líkara löngu liðnum öldum.
Frh.
Bryan Lump
Viðurkent af verkfrseðlngum
stjórnarinnar sem
BEZTU KOL
til
HEIMILISNOTA
í Vesturiandinu
ÞAU ERU HITAMEST
ösku og raka minst
og endast eins og harðkol í
ofninum
Kol þessi hafa hingað til selst
á $13.75
TONNIÐ
Vér ábyrgjumst að fólk sé
ánægt með þau
SIMAR:
j NU á $12
c rrr"T'T¥r'
!
25 337 -37 722 8
j HALLIDAY |
l BROS., LTD. I
I JÓN ÓLAFSSON, Sími 31783 I
Opinn skemtifundur
Að aflokinni guðsþjónustu á sunnudagskvöldið kemur
þann 13. þ. m. í kirkju Sambandssafnaðar. Er alt safn-
aðarfólk að sjálfsögðu, sem og vinir og styrktarmenn
safnaðarins, boðið velkomið á fundinn. Verður þar
skýrt frá starfi og högum safnaðarins, á þessu sumri og
hausti, og þeim fyrirtækjum sem söfnuðurinn hefir haft
með höndum. Þá verður og ýmislegt til skemtana, auk
kaffiveitinganna, svo sem ræður, söngvar, o. fl.
FR. SWANSON
Ritari
M. B. HALLDÓRSSON
Forseti