Heimskringla - 07.12.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.12.1932, Blaðsíða 2
2. SfcÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 7. DES. 1932 tiM MATARÆÐI VORT AÐ FORNU OG NÝJU. Eftir Stgr. Matthíasson. '•‘Matur er mannsins megin,’’ segir máltækið, og sannast það & oss íslendingum ekki síður en öllum öðrum þjóðum. Veraldarsagan sýnir, að hin “Maturinn er fyrir öllu, seg- matföng voru fyrir hendi og sem Karon fyr við fljótið Styx ;* enn gamalt íslenzkt máltæki, j hvemig tilreidd. •I orðið fyrir harða reynslu-l * * ’iekkingu sultaraldanna. I>að eru vissulega engar öfgar að segja, að nógur og hollur mat- ur sé og hafi ætíð verið fyrsta skilyrði til framfara hjá .öllum þjóðum. Meðan þjóðir eru á frumstigi fer svo að segja all- ur tíminn í matarstrit, veiði- mestu þjóðþríf eru vön að fylgja því, ef þegnamir hafa mensku og aflabrögð. Það verð- nóg og gott viðurværi, en hvers ur nærri enginn tími afgangs, konar hnignun, andleg jafnt og iikamleg, fylgir í fari sultarins. fíaga okkar íslendinga skift- ist nokkuð greinilega í þrjú höfuðtímabil: 1. Meðan við höfðum nóg að fcorða. 2. Meðan við sultum. 3. Eftir að við aftur fengum Saddan kvið. Fyrsta tímabilið var land- námsöldin, frelsisöldin og rít- öldin, og kallast af sumum gull- öld, alt fram á Sturlungaöld. — f>á var yfirleitt nóg til að bíta 'og brenna, og þá var dugur í íslendingum. En þegar kom fram undir 1300, hefst — Annað tímabilið. Tók þá við ’Bultur og hélzt með litlum upp- rofum, næstu fimm aldirnar. — 'eða fram á 19. öld. Þá drotnaði vesaldómur f landi, svo að stund um lá við fullum hordauða, .jáfnt andlega sem líkanfilega. Þriðja tfmabilið hófst í byrj- un síðastliðinnar aldar og helzt enn. — Batinn fór hægt, en verulega drjúgur og hraðfara hefir hann orðið síðustu 30 ár- in. Þetta er mesti þróunar- og framfaratfmi sögu vorrar og hefir þjóðinni aldrei vegnað bet- ur, aldrei veríð alment líkam- lega og andlega hraustari, með- alæfi manna hefir aldrei verið iengri, manndauði og kvillasemi þar af leiðandi aldrei minni, hvað sem því líður, að svo margir kvarta nú um mikla berklaveiki og margskonar kvilla, af því að heilsufræði- þekking er orðin meiri, lækn- arnir svo margir til að kvarta um við, og af því að svo margt ®r skrifað og skrafað nú á tím- um, sem þagað var yfir fyrr- um. En nú þekkjum við varla "Bullaveiki, holdsveiki, hungur- sóttir og allskonar kröm. aldrei verulegt næði til að jafna sig og sinna neinu öðru. Þess vegna er lífið fátæklegt bæði efnalega og andlega. Allar gullaldir, sem veraldar- sagan getur um, hafa verið að bakka fyrst og fremst nógri og hollri saðningu fólksins. En bæta má því við, að hollast hefir verið að undan væri geng inn ýmsra gæða skortur, og að stöðugt þurfi talsverða baráttu til að afla sér matfanganna. Sem frekari áréttingu þess- hve mikið er matarins pund, má loks taka það fram, að það “r ekki einasta að sérhver þjóð verði fyrir matarins tilstilli lík- amlega styrkari og voldugri, heldur einnig andlega vel að sér ?er, þ. e. vitrari og betri. Og hvað það snertir, sannast þar útlent máltæki, sem hljóðar eitt- hvað á þá leið, “að frá mag- anum liggi laundyr til hjart- ans.” Allar þjóðir hafa meiri og minni og lengri og skemri sult- arsögu að segja, og kemur sagnariturum saman um, að ó- tal margt fylgi í fari sultarins og nægir að nefna, auk líkam- legra vanþrifa og veikinda ým- iskonar, andlega óáran í mann- fólkinu, svo að algengt er ósam- lyndi og tortrygni, gripdeildir og glæpir, uppreisnir og mann- víg. Gamall vitur Kínverji komst þannig að orði: “Allir klækir orsakast af örbirgð, örbirgðin af matarskorti, en matarskort- urinn af vanrækslu jarðyrkj- unnar og annara friðsamlegra aflabragða.’’ 1 því sem hér fer á eftir skal nú stuttlega athugað, hvaða fæðu forfeður vorir og vér niðj- ar þeirra höfum nærst á fram á vora daga og orðið ýmist gott af eða ilt, eftir þvf hver “Helgi lá með her sinn í Brunavágum, og hafði þar ■>trandhögg og átu þar hrátt.” Þannig segir frá Helga Hund- ingsbana í Sæmundar-Eddu. — Mlar frumþjóðir hafa í óra- fimdinni, áður en þær þektu afnot eldsins, verið hráætur. Þjóðir heitu landanna átu hrá aldini og tráar ætijurtir, en þeg ar kom til kaldarai landa, þar sem gróður þvarr og engin ald- ini uxu, urðu þjóðimar kjötæt- ur og fiskætur, — og lærðu smám saman að temja dýr og hagnýta sér mjólk þeirra. Vafa- iaust hafa sumir forfeður vor- ir á landnámsöldinni með köfl- um etið eingöngu hrátt, eins og Helgi Hundingsbani. Enn þann dag í dag verða heim- ikautafarar í viðlögum, að sætta sig við sama kost, og hafa sum- ir látið vel af, eins og t. d. Frið- þjófur Nansen og Vilhjálmur Stefánsson. Og enn lifa ýmsar þjóðir á hráu kjöti, eins og t. d. Færeyingar, sem eta vindþurk- að kjöt, og við íslendingar harð fisk. Asíuþjóðir kunna enn, líkt og Húnar forðum, að merja hrátt kjöt svo að meirt verði, og má vel vera, að sumar kunni enn siði Húnanna, að merja það undir sér í hnakknum eða á berbökuðu hrossinu. Hrátt kjöt, marið vel með hnalli, þyk- ir nú meðal menningarþjóða herramannsmatur undir nafn- inu “bæuf á la Tartare’’ eða Tartara-buff. Eg kyntist fyrir nokkrum ár- um merkum Skagfirðingi, sem Jón hét og kallaði sig Ósmann, af því að hann bjó við ós Hér- aðsvatnanna og var þar ferju- maður. Hann var hraustmenni hið mesta, hár og þrekinn, ramm ur að afli, skytta góð og vel hagorður. Minti hann mig fornkappa vora, og hugði eg hann, líkt og sagt var um Skarphéðinn, “að eg vildi hafa fylgi hans fremur en tíu ann- ara”. Um hann var þetta kveðið: Við sérhvert handtak frár og fiks, á flestu hefir gætur; Það skal borga sig að ‘VEFJA SÍNAR SJÁLFUR’ Frá venjulegu sparsemdar sjónarmiði— á hverjum 20c pakka af Turret Fine Cut, er efni í að minsta kosti 50 cígarettur—og Chantecler cígarettu pappír ókeypis. Frá Sjónarmiði reykinga nautnar jafnast ekkert við það að vefja sínar sjálfur úr hinu milda og ilmrika Virginía tóbaki, sem þér fáið í Turret Fine Cut pökkum. Það skal borga sig að vefja sínar sjálfur úr Turret Fine Cut. og 20c pakkar —einnig i '/2 pd. loftheldum baukum ÓKEYPIS Chantecler cígarettu pappír fylgir hverjum pakka. TURRET F I N E Clgarett C U T Tofetk hann ferjar daga’ og nætur. Hann skaut margan sel og hafði þann sið, er hann hafðl innbyrt skepnuna, að opna henni æð á hálsinum, leggja munninn við og drekka lyst sína af heitu selsblóðinu. “Gott er selsblóðið, læknir,’’ sagði hann og bætti við: “það er fjallgrímm vissa fengin fyrir því." En þannig komst hann oft að orði. Hann taldi sig eiga heilsu sína og hreysti að þakka sels- blóðinu hráa, og má vel vera að hann hefði langlífur orðið, ef hann hefði ekki hvolft ferj- unni og druknað fyrir örlög fram. Segir fátt af einum; en hann var að sumu leyti ógæfu- samur, t. d. var hann talsvert hneigður fyrir vín, og má það hafa meðfram valdið slysinu.*) Hrátt blóð og hrátt hold æðri sem lægri dýra hefir reynst vera hin hollasta fæða — nota bene, ef dýrin eru heilbrigð og laus við sóttkveikjur og sýkla. t kaldari löndum þar sem slíka fæðu má geyma óskemda lengi, getur hráætið gefist vel, en þar sem hitinn er meiri, og fljótt er hætt við rotnun og spillingu, getur margt ilt hlotist af hrárri dýrafæðu, og verður mjög að gjalda varhuga við frá sjónar- miði heilsufræðinnar. Og þeg- ar ræða er um hold af sjúkum dýrum, getur jafnvel ekki löng suða eytt óhollustunni svo ör- ugt sé, t. d. hefir það orðið mönnum að bana að neyta kjöts af gripum, sem drepist hafa úr miltisbrandi (þó lengi væri soð- ið), og pestarkjöt af sauðfé hefir einnig reynst varasamt stundum. * * * Forfeður vorir, landnáms- mennirnir, þektu vel eldinn og höfðu löngu komist upp á að matreiða sér, með eldsins hjálp, kjöt og fisk, svo að hvorttveggja varð lostætara en ella. Fom- fræðingar segja, að á þeim tímum hafi landsmenn ekki hag nýtt sér blóð sláturdýranna, heldur látið það renna til spill- is. Þegar talað er um slátur í sögunum, mun ætíð vera meint með því soðið kjöt og innyfli. Hvenær blóðmörinn kom til sög unnar, er mér eigi fullkunnugt, en algengt var að fommenn gerðu sér mörbjúgu, og var það slíkur þjóðréttur, að íslending- ar hlutu fyrir það nafnið Mör- landar. Annars má yfirleitt segja, að matargerð sú, sem landnáms- menn fluttu með sér frá Noregi og Vestureyjum, yTði arfgeng í landi voru, og héldist að miklu leyti óbreytt alt fram á vora daga. Alidýrin fluttu þeir með sér og samskonar fiska og fugla gátu þeir veitt hér sem í fyrri heimkynnum sínum. Kjötið kunnu þeir að reykja og jafn- vel þurka, fiskinn kunnu þeir að herða, og úr mjólkinni kunnu þeir að gera skyr, súrmjólk og osta. Dr. Jón Stefánsson í London hefir sagt mér, að Persar kunni enn að búa til skyr, og nafnið sé enn hið sama, þ, e, “skirr" eða eitthvað því líkt. Bendir Það á að Norðurlandabúar hafi flutt skyrgerðar kunnáttu með sér austan úr Asíu, þegar þjóð- irnar fóm að dreifa sér þaðan vestur á bóginn. Af sögunum má þó sjá, að skyrgerðin hefir ekki verið kom in á eins hátt stig í þá daga, eins og síðar varð hér á landi, því að skyrið var þunt og í rauninni líkara súrmjólk, eins •) Þetta sögukrn er sett hér tll að sýna gott dæmi þess, hvemig 6s- mann trúði því, sem margir hafa frá fornu fari trúað, að hrátt og lif- andi blóðið væri miklu kraftmeira en ef það væri soðið i blóðmör. En hráætistrúin hefir verið á réttum rökum bygð, þvi á seinnl árum hef- lr það sannast, að við hitun, steik- ingu og suðu, spillast eða gereyð- ast hin nauðsynlegu fjörefni eða vitamin-efni i ölium mat. og enn tfðkast í Noregi. Sést þetta t. d. af því að menn supu skyrið og drukku skyríð. Þor- móður Kolbrúnarskáld segir t. d. á Stiklastöðum: “Nú em’k svá fölr sem ef ek hefði nýsop- ið skyr úti á Islandi’’. Og Egill drakk skyrið, sem hann seinna spjó framan f Ármóð. Og f Ljós- vetningasögu hefir Þorbjörn rindill “nýsopit skyr”, þegar Eyjólfur á Gnúpufelli ræðst á hann og leggur kesjuna á hann miðjan, en þá “sprændi ór hon- um skyrít,’ ’segir sagan. Alt þetta bendir á, að skyrið hafi verið miklu lakara en nú þekkist, og mörg húsfreyjan á seinni tímum mundi hafa kallað það ólekju, glundur, úrystur, eða jafnvel graðhestaskyr, en öll þau afbrigði urðu illa þokk- uð, enda orsökuð af þvf, að mjólkin var hleypt ýmist of köld eða of heit, og skyrið ekki nógu vandlega síað. — Það má vekja furðu, hve seint vér íslendingar komumst upp á að nota ís og snjó til matar geymslu. Allar líkur benda til að menn hafi aðeins gripið til þeirra ráða á vetrum, þegar ís og snjór voru við hendina, og að íshús eða ískjallarar hafi ekki þekst. Salt var lengi lítt þekt og ekki notað að neinu ráði til matargeymslu fyr en seint á öldum. En kjötið kunnu menn að geyma reykt, smjörið létu þeir súrna og geyma sig sjálft, og fiskurínn var hertur. Á meiri háttar heimilum voru stórir fisk hlaðar, matarforði á gætur til langs tíma, t. d. er í Eyrbyggju getið um harðfiskhlaða svo stóran, að þurfti stiga tll þess að komast upp á hann. Langmerkasta matargeymslu aðferðin hefir frá aldaöðli verið sýrugeymslan. Mjólk og mysa, smjör og skyr súrnar við geymslu, þar til komið er á- kveðið sýrumagn, og haldast þá þessar fæðutegundir mánuðum og árum saman óbreyttar og hollar til neyzlu. En hér við bætist, að í mjólkursýru, súr- mjólk og súrskyri mátti geyma allskonar matvæli langa tíma óskemd hvað næringargildi snerti. Saman við súrskyrið mátti blanda margskonar grösum og laufum til bragðbætis, og er yfirleitt gaman að minnast þess, hve súrmjólkur- og skyr- sáirnir og sýrukeröldin urðu húsmæðrum ómetanleg forða búr til að geyma í svo að segja hverskonar mat, sem annars hefði farið til spillir. Sýrukeröldin voru á öllum meiriháttar heimilum afar stór, eins og t. d. keraldið á Flugu- mýri vottar, sem Gizur jarl faldist í. Það var varla sú matartegund til, sem ekki mátti geyma í súm um, t. d. allan úrgang úr kjöti og fiski, egg, hrogn, kútmaga, sundmaga, roð og ugga .sporða og fiskbein, já, ekki að gelyma hverskonar beinum. beinin urðu að strjúgi, urðu meir sem ost- ur furðu góð til átu; en lengi þurftu þau að liggja í súrnum til að meyrna vel; t. d. kinda- bein heilt ár og stórgripabein og hnútur jafnvel tvö ár. Þá var það ekki lítils virði, að smjör gat geymst sem góður og hollur matur, þó að það súrnaði. Nú á tímum þekkjum við varla súrsmjör, og allir am- ast við smjöri, sem ekki er al- veg nýtt. En það er þó ekki lengra síðan en í minni okkar, sem eldrí erum, að súrt smjör þótti mörgum betra en nýtt smjör. Það er lfkt með smjörið eins og skyr, að það þarf að hafa næði til að súrna, svo það nái vissu sýrumagni, til þess að það verði góð og gild vara upp á gamla vísu. Þá verður það jafnsúrt og allgott á bragð- ið. Eggert Ólafsson segir frá því í ferðabók sinni, að algengt hafi verið að súrsmjör geymdist f 20 ár án þess að spillast. Sama segir séra Björn Halldórsson í riti sínu, Arnbjörgu, og tekur það fram, að hins vegar verði saltað smjör alveg óætt eftir tveggja ára geymslu. Hvað er nú að segja um korn matinn. Okkur finst nú undar- iegt, að fólk skyldi öldum sam- an lifa svo, að varla var um korn eða hveiti að ræða í dag- legrí fæðu. Og ekki var þá þvf að heilsa að til væri kartöflur er komið gætu í stað mjöls. Alt frá landnámstíð og fram á 19. öld var lítið um kornmat. Stund um liðu svo ár, að ekkert flutt- ist hingað af korni, og stund- um var það meira og minna skemt. Lengi framan af var ræktað korn í landinu sjálfu, einkum sunnan lands, en tókst misjafnlega, og var þar svo að segja eingöngu um bygg að ræða. Úr þessu byggi gerðu menn grauta og stundum malt til ölgerðar. tslenzka maltið þótti þó standa að baki út- lendu malti. Brauðgerð úr byggl tókst illa, enda mun byggbrauð lftið hafa verið notað, eftir þvf sem fræðimenn segja. Annað brauð kom því lítið til mála fyr en seint á öldum og ætíð af skornum skamti eða einungis við hátíðleg tækifæri, jafnvel fram að minni elztu núlifandl manna. (Sbr.: “Það á að gefa börnum brauð að bíta á jólun- um’’ — eins og stendur í Gils- bakkaþulu). Hið eiginlega dag- lega brauð var öldum saman harðfiskurinn, en ekki brauð, og má furða sig á, að barninu var ekki kent faðirvorið þann- ig að biðja drottinn um dagleg- an harðfisk, því brauð þektist varla. Það var líka um eitt skeið, sem harðfiskur okkar gekk undir nafninu “islandsk bröd” í Danmörku. “Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, og heldur ekki harðfiski. Engin einhæf fæða, jafnvel ekki mjólk og mjólkur- afurðir, sem þó helzt fullnægja efnaþörf líkamans, verður við- unandi til lengdar. Þess vegna reynir maður að prófa alla hluti, sem ætir kunna að vera, og velur sérstaklega þá, sem reynast hollir átu. Það má sennilegt telja, að af öllum íslenzkum grösum hafi landsmenn smám saman, fyrir löngu síðan, fundið og valið úr einmitt þau fáu, sem orðið gátu manna fæða. Hins vegar má vel vera að fyr eða síðar finn- ist aðferðir til að gera nothæf til manneldis öll þau grös, sem dýrin ein kunna nú að melta — svo að við t. d. getum daglega haft töðu og súrhey til matar. Af innlendri jurtafæðu var furðu margt, sem landsbúar lærðu smám saman að hagnýta sér. Strax í fomöld sést getið um fjallagrös, söl, fjörugrös og hvannarrætur, og varð þetta mjög eftirsóttur matur til bú- drýginda, en seinna bættist við heymula, vallar- og veggjasúr- ur, hófsúrur, lambasúra, smær- ur eða vallarsmári, og ekki að gleyma fíflarótarlaufum — og svo berjum, kræki- og bláberj- um. Af öllum þessum grasnytj- um þótti mest koma til fjalla- grasa og hvannaróta. Um fjalla- grösin er alkunnugt, í hvílíkum metum þau stóðu, bæði tU að gera úr grasamjólk og grasa- grauta, og til að blanda skyri, en þá fyrst var þó grasagraut- urinn verulega vinsæl fæða, þá er hann var soðinn með bygg- grjónum eða mjöli, og þá var það kallaður bættur grautur. Saman við skyr mátti blanda allskonar grösum og laufum tU bragðbætis og hoUustu. Oss má öllum þykja fróðlegt að kynnast þeim söguþætti þjóð ar vorrar, sem skýrir frá því, hvernig hin stöðugt yfirvofandt hallærisneyð fyr á öldum kendi mönnum að fara sparlega með öll matföng í daglegu lífi, meta hátt sitt daglega brauð, eg þakka guði fyrir máltíðina, já, hvern munnbita. Þurfaraaður ert þú mín sál, þiggur af drotni sérhvert mál,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.