Heimskringla - 28.12.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.12.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 28. DES. 1932 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA n*» 33 »SS Pko» as M HOTEL CORONA 2« Roomi Wttk Botk Hot and CoM Water tn Krery Room — $1.B0 per day and up. Montkly and Weekly Rates on Request Cor. Matn & Notre Dame Bast WINNIPEG, CANADA legastar myndir. Skilur þú mig? “Já, eg skil,” svaraði eg. “En það olli miklu mann- tjóni og fleiru illu.” “Nei, er það virkilega?” hróp- aði eg. “Já, það er alveg áreiðan- legt,' ’sagði Shackel. “Það vildi til á þann hátt, að beinagrind- inni var komið fyrir í aftara sætið á stærstu og beztu flug- vél félagsins, er þalæfður flug- maður stýrði. En hvað skeði? Strax og flugvélin var komin dálítið upp frá jörðu, og búin að ná fullum hraða, varð flug- maðurinn sjálfur ósýnilegur og beinagrindin sýndist vera kom- in í hans stað í framsætinu, og farin að stýra vélinni. Og á sama tíma varð myndatökumað urinn bráðkvaddur. Svo leið ekki nema örlítil stund, þar til flugvélin sýndist standa í björtu báli, hátt upp í loftinu. Og svo hrapar hún alt í einu niður með flugmanninn örendan. — Og kallar þú ekki þetta talsvert tjón?” Jú, eg hélt nú það; og svo bætti eg því við, að mér þætti þetta merkiieg saga. “Já. Og þetta er það min-sta, sem hlotist hefir ilt af þessari rælni félagsins. Því í stað þess að borga Wood skólastjóra fleiri þúsund dali fyrir lánið á beina- grindinni og höfuðkúpunum, fórust sex menn í flugvél frá þessu sama félagi daginn eftir. Og þann sama dag varð kona skólastjórans brjáluð. Af þessu er það fyllilega sannað, að illir andar hljóta að fylgja beina- grind Carlos Consetto. Eða að minsta kosti halda flestir það, er hafa kynst þessari sögu.’’ “Já," sagði eg, “þetta er vafa laust stórmerkilegt fyrirbrigði, ef hér væri um raunveruleika að ræða.” “Þú trúir þessu þá ekki?” sagði Mr. Lamar Shackel við mig, um leið og hann lyfti sér ofurlítið upp og tii hliðar á bekknum, sem við höfðum set- ið á. “Eg veit ekki,’’ sagði eg. “Eg held helzt að það sé einhver hjátrú ofin utan um þetta alt, því flugvélaslys eru æfinlega mjög tíð.” “Svo þú ert þá ekki mjög trú- aður á það, að þeir dauðu geti ráðið hér miklu?” “Nei, ekki svo mjög,” svaraði eg. “Þú ert þá ljóti vantrúarmað- urinn, það verð eg að segja,’’ sagði nú Mr. Lamar Shackel. “Eg er búinn að eiga hér heima í 40 ár, eins og eg hefi þegar sagt þér, svo eg veit sjálfur hvað eg er að fara með, um það helzta, sem komið hefir fyrir í sambandi við þessar hryggilegu leifar dauðans. Þú hefir ef til vill ekki heyrt getið um drauma Mr. Warners og draum Mr. Sid Gaurmans, leik- hússtjóranna frægu. Þá dreymdi báða sama drauminn, nóttina áður en beinagrindin og höfuð- kúpurnar voru látnar fljúga.” “Nei,” sagði eg. “Hvernig voru þeir draumar?” Þá dreymdi báða, að átta menn kæmu til þeirra, naktir og alla vega afskræmdir, með moldarkekki á fótunum, og bæðu þá að láta jarða sig sem fyrst að þeir gætu, því að það væru einhverjir illir menn að reyna til að henda þeim upp í skýin. Og þetta hafa náttúrlega verið þeir menn, er lifðu fyr- meir í beinagrindinni og hinum hræðilegu höfuðkúpum. — Og síðar fór að koma þessi ósjálf- ráða skrift á höfuðkúpurnar. — Trúir þú nú, Mr. Johnson?” sagði þessi sögumaður minn að endingu og leit til mín mjög alvarlega. “Eg veit ekki," svaraði eg. “Það er svo erfitt að slá nokkru svona löguðu föstu.” “Jú, það er óhætt í þessu tilfelli,” sagði Mr. Shackel. “Og síðan Indverjinn Tetabala Sur- tan, var fenginn til þess að mæla nokkur orð yfir beina- grindinni og höfuðkúpunum, hefir ekki neitt komið fyrir.” Nú gátum við Lamar Shac- kel ekki lengur heyrt hvor til annars, því nú gullu við hljóð- | in í sjúkravögnunum. Stóðum við því báðir upp og skiidum þarna, sáttir en ekki sammála. Endir. Við heimkomu úr stríðinu ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. í öllum stéttum mannfélags- ins, alt frá fjóströðinni upp í prófessorsstólinn, er álit, far- sæld, virðing og velgengni manna komin undir því, hvern- ig þeir standa í stöðu sinni, ekki á eina síðu, heldur á all- an hátt. Það er t. d. ekki nóg að presturinn sé útsjónarsam- ur, ráðsnjall og framkvæmdar- samur búmaður, og jafnvel þó hann sé líka góður prestur í kirkjunni, þá vantar þó mikið á að vel sé, ef hann er ekki prestur, eða öllu heldur í anda prestsembættisins alla daga, í viðmóti og viðskifta- og félags- lífi. Og nærri má geta, hvað miklum áhrifum prestkonan veldur í þessum efnum, ef hún skilur stöðu sína rétt. Það er kanske meira bókstaflega rétt, en við höfum búist við, að mað- | urinn og konan séu eitt, þar sem hjónaástin ríkir. Fyrir utan að það er mest á valdi konunn- ar, að heimilisfólkið, gestir og gangandi, allir fari sáttir frá j matborðinu. Þá er það líka mjög j mikið á hennar valdi, að allir gangi glaðir að verkinu, eins og hluthafar í afreksverkunum og niðurstöðunni. En fyrir utan þessi dýrmætu áhrif konunnar, er streymir til allra af orðum hennar, viðmóti og nærgætni í öllum útlátum og tillögum við almenning, þá eru þó óumtöluð áhrif hennar á manninn, og sem prestkona og eitt með mann- inum, þá er hún blærinn á hverri ræðu prestsins, og and- legur þáttur í allri hans fram- komu og viðskiftum út á við. Ekki man eg eftir því að frú Hólmfríði vantaði nokkurn tíma í insta sætið til vinstri handar framan við kórinn, þegar eg var staddur við Sauðaneskirkju, allan þann tíma sem maður hennar þjónaði þar. Þetta sæti var í ölum kirkjum kallað prest- konusæti. Og væri enginn prest ur á kirkjustaðnum, þá sátu helztu hefðarkonur safnaðarins þar. Ávalt voru dætur frú Hólm- fríðar hjá henni. Og þó að org- elið og góður söngflokkur væri vanalega í kringum það uppi á loftinu, þá stafaði þó altaf blíð- asti og tilfinnlngaríkasti þátt- ur söngsins frá prestkonubekkn- um, eins og það lét í mínum eyrum, og man eg eftir að fleiri en eg söknuðu raddanna af þeim bekk, þegar þær dreifð- ust út í lífið og söfnuðust til feðranna. Önnur hlið sannrar guðs- þjónustu er lotningin og kyrð- in. — Ef menn eru vissulega komnir til kirkjunnar í einlægri eftirlöngun til þess að fræjSast um guð, af þekkirigar- ríkari manni — prestinum, — og komnir til þess að sjá og skilja betur sína eigin afsþöðu til föðursins, sjá sig í réttu ljósi á grundvelli trúarinnar, þá hefir kyrðin í kirkjunni mikið að þýða, og þá liggur lotning- in fremur í andriimsloftinu, en að hún sé eiginleiki einstakling- anna. Það er sém hún styöjist við mann af manni, frammi fyrir guði sjálfum. Kyrðina og lotninguna mætti ekki vanta í neina kirkju. Hér stend eg bet- ur að vígi en margir aörir. Eg skildi það ekki á fertugs aldri, en er nú kominn á áttræðisald- ur, og -blindur í mörg ár, finn eg það hvaða þýðingu lotningin Til Kristjáns bróður höfundarins, að Winnipeg Beach 1919. Kom heill til vor úr herför þinni, bróðir! Kom heill til vor á þenna forna blett. Hér þekkirðu alla, þekkir gamlar slóðir, og þú oss færir mikla sigurfrétt. Þú varst þar með, er oddahríðin æddi, og eldi spjó hvert vlgabáknið stórt. En kkert var, sem hetjuhug þinn hræddi. Þann hrikaleik þú hefir meiran e tórt. Vér fögnum, bróðir, kærri komu þinni, og kappans metið getum hyggjuval. Og heiðra vildum öll þitt mæra minni, og muna til þín sérhvern okkar skal. Og hvað sem nú á vegi kann að verða, þér vel mun til hjá hverjum góðum dreng; því allir þekkja feril þinna ferða, og för þín snertir lýðsins hjartastreng. Það hug vorn snart, er heyrðum vér þig fara, þá hátt var komið fram á æfidag. Þú fylgja vildir djörfum drengjaskara, með dáð og dug af fornum hetjubrag. Þitt kjörland var þér kært að fara og verja, er köldum að því beint var heiftarflein. Og tókst svo vel á tröllum fárs að berja, að trautt mun framar ná að gera mein. Svo kom þú heill úr herför þinni, bróðir! Kom heill! Og þökk sé hverjum örvalund, sem með þér leið í för um Frakklands slóðir, til frelsis oss og vorri kjörlands grund. Að bæta ykkur böl og þunga daga, er bón, sem nú af landsstjórn verður heimt. En ykkar verka gætir gefin saga. Alt glaðna fer, þó tárin hafi streymt. Með komu ykkar heim í forna haga, er hafið þegar annað tímabil. Þótt margt sé enn að læra, bæta og laga, samt láta mun nú flestum alt í vil. Við hörmungar og helstríð góðra manna, fékk heimur lagað mörg sín raunakjör. En þeir, sem allar bjargir reyna að banna, þeir bæla og hefta sinna bræðra för. Kom heil Itil vor úr herför þinni, bróðir! Kom heill ti! vor á þenna forna blett. Hér þekkirðu alla, þekkir gamlar slóðir, og þú oss færðir mikla sigurfrétt. Vér fögnum, bróðir, kærri komu þinni, og kappans metið getum hyggju-val, og drekka vildum öll þitt mæra minni, og marindáð þína kjörland heiðra skal. Jón Kernested. og kyrðin hefir í kirkjunni. Og hvaða áhrif það hefir að heyra menn koma lengst inn í kirkju, heilsast með fulum barkarómi, bjóða hver öðrum í nefið eða tala ruddalega og hlæjandi, um færið og frosna skó eða for og bleytu á veginum, eins og þeir væru staddir á skemtisamkomu. Þetta ætti að vera fyrirboðið, því einum getur verið alvara, þó ananr sé hræsnari. Og eng- inn veit hvað innvortis býr með þeim næsta. Og kirkjan á að vera í orðsins fylstu merkingu friðhelgur staður. Hún frú Hólmfríður gleymdi ekki að líta sviplega í rétta átt ef einhver byrjaði á hávaða- spjalli inni í kirkjunni. Hún gleymdi aldrei, þegar hún var nálæg, að aðstoða manninn sinn til þess, sem betur fór. Svo á eg þá eftir að festa tölumar í þenna kufl endur- minninga minna af Sauðaness- heimilinu. Þeir séra Stefán Einarsson og séra Haldór Björnsson, voru klerkar eldri kynslóðarinnar, báðir gáfumenn, virtir og vin- sælir, fyrst og fremst af sínum sóknarbörnum, og þá eins langt út á við og fréttirnar bárust, með fótgangandi mönnum að þátíðár sið, í hringferðaleysinu. Þeir nutu hógværir kostanna af Sauðanesi, eins og selurinn sólskinsins í blíðviðrinu á stein- inum. Þeir ætluðu sér að eiga góða daga í mjúku Sauðanes- sænginni, og vera öðrum góðir, vermandi og seðjandi alla, sem þeir náðu til. Og þeim lukkaðist það. Margir fleiri en kringum- stæðurnar leyfðu þráðu þó að gráta við grafirnar þeirra, eftir því sem mér skildist á elztu mönnum í Sauðanessókn. Þegar nú séra Vigfús Sig- urðsson kom að Sauðanesi, — sjálfsagt hátt á sextugsaldri, og þó hann nú væri eldri tíðar klerkur eins og fyrirrennarar hans, þá kom það fljótft í ljós að hann var annars eðlisháttar maður. Hann var ekki kominn að Sauðanesi til að verma sig, hvort sem honum varð aldrei kalt, eða hann var altaf kaldur. Hann hafði dáðst að Sauðanesi og elskað staðinn, frá því að |hann var þar aðstoðarprestur séra Stefáns heitins. Nú hafði hann fengið töglin og hagldirn- ar og vildi alt við staðinn reisa, stækka hann og prýða. Hér að framan hefi eg lýst verklegri framkvæmdasemi lians, staðn- um til langærrar uppbyggingar. “Sá sem hefir í eldi tvent, ann- aðhvort mun verða brent”. Á hinni andlegu hlið prestakalls- ins, fanst mér það kenna meira keims af fyrirrennurum séra Vigfúsar. Þó fanst mér að séra Vigfús mundi hafa verið hlýð- inn skyldunni sem prestur, en enginn andlegur framfaramað- ur. Gæluyrði séra Vigfúsar, við hvern sem í hlut átti, þegar vel lá á honum, var þetta: “Lambið mitt”. Það var sem hann einn væri fullorðinn. Gæluorð séra Hjörleifs Guttormssonar á Skinnastað, við öll hjón í sókn lians, voru þetta: “Pæi” við manninn og “mamma” við kon- una, eins og hann væri eina barnið, en hinir allir fullorðn- ir. Á þesu er mikill munur, þó engar ályktanir verði bygðar á því. Þá er röðin komin að séra Arnljóti. 69 ára gamall kemur öldungurinn í Sauðanes. Eins og eg hefi áður getið um, þá fundumst við snöggvast, rétt áður en hann reið heim á stað- inn í fyrsta sinn, og lofaði eg honum þá að finna hann heima að Sauðanesi næsta dag, eins og eg líka gerði. Enginn óvilhallur lifandi maður er til á þessari jörð, nema eg, sem getur í raun og veru borið vitni um það, hvernig séra Amljóti leizt á sig á staðnum fyrst þegar hann leit í kringum sig. Hann var í fylsta máta ánægður og dáðist að framkvæmdarsemi séra Vig- fúsar. Það var ekki fyr en orð- ið var stríð, út af ýmsum auka- atriðum. Hann var ekki kominn í Sauðanes til þess að velta sér hlutlaus í sólskininu. Hann var heldur ekki kominn til þess að ráðast í nein verkleg stór- fyrirtæki. Hann kaus að hafa gott heimili og njóta þæginda lífsins, þar sem hann gæti á- nægður og áhyggjulaus haldið áfram að vera heimilismaður þjóðfélagsins, og þátttakandi í öllum þýðingarmestu málum landsins. Séra Arnljótur til- heyrði ekki eldri kynslóðinni, og svo ólíkur var hann fyrirrenn- urum sínum í flestu, að það var sem mörg ár hefðu fallið úr, milli hans og þeirra. Á með- an séra Vigfús út;byggir mönn- um af kirkjukotunum og legg- ur þau undir staðinn, á meðan hann byggir hafskip og stein- hús og kirkju, og reynir sem hann getur að ná sneiðum af nágrannalöndum undir kirkj- una, þó hann hafi sízt stærra bú en aðrir fyr og seinna á þess um stað, — á meðan er séra Arnljótur að semja Auðfræði, svo skemtilega bók, að hún var á löngum kvöldum lesin upphátt víða um landið í íslenzku sveita baðstofunum eins og fomsög- urnar, öllum til fróðleiks og skemtunar. Og löngum var vitn- að í stílinn á þeirri bók. Þá og rökfræðina, sem að líkindum náði aldrei annari eins alþýðu- hylli, því hún gat í sjálfu sér ekki verið fjöldans meðfæri til fullra nota. Þá samdi hann og litja bók um ómagaframfærslu. Nauðsynlega til upplýsingar öll- um hreppafélögum á sínum tíma. Hér fyrir utan hafði hann á næstliðnum 30 til 40 árum verið samverkamaður landsins og þingsins mestu manna, áður en hann kom að Sauðanesi. — Þegar á þetta er litið, fer milli- bilið að verða skiljanlegt, þó allir hafi þeir verið nauðsynleg- ir, hver á sinu sviði. Þegar á það er nú líka litið, að séra Arnljótur las árlega mikið af dönskum, þýzkum og enskum frægum rithöfundum, og eg held að hann hafi líka lesið franskar bækur sér til fullra nota, eg sá hann með þær stundum þegar eg kom til hans. Hvernig á nú þessi maður að vera skilinn rétt af almenninei uppi í sveit,. Eða hvernig er hægt að jafna þeim saman, hon- uf og séra Vigfúsi, sem bygði steinhúsið og kirkjuna? Menn minnast þess af mörg- um sögum, að séra Arnljótur hlýtur að hafa verið beggja handa járn, þó liann ekki fáist framar við stór steintök. Menn líta á liann eins og fornkappa, því alt af hafði hann verið ofan á, þegar á var flogist. En nú er hann á átjtræðisaldri, hærður og kinnfiskasoginn, og það væri óneitanlega gaman að verða fyrstur til þess að koma honum undir. Það var eins og margir menn hugsuðu líkt þessu. En þeir gleymdu vitinu og skilningnum, sem hafði hald- ið séra Arnljóti á lofti. Það er mín skoðun, að í Sauðanes- hreppi og nágreninu séu menn enn að læra af séra Arnljóti, og læra að skilja hann. Eg hefi ástæðu til að álíta svo, að beztu vinir séra Arnljóts hafi verið þeir rektor BjÖrn M. Olsen, Árni landfógeti Thor- steinsson og séra Matthías Jochumsson; og kunnugt var mér um það, að sérstaklega Björn ávarpaði hann oft, og eins séra Matthías. Séra Amljótur hafði fjöldann allra landsmanna á móti sér í bankamálinu, ótt- aðist ofurvald þeirra og of- ríki, eins og almenningur nú út um allan heim kannast við. En satt er það ekki, að hann hafi engan banka eða lánsstofnun viljað í landinu, en innan vissra takmarka. Eg hefi ekki gleymt því, að séra Arnljótur fékk Sauðanes sem prestur fyrst og fremst. Engan heyrði eg í Sauðaness- lireppi kvartav yfir stólræðum hans. Til þess voru og engar Ííkur, eftir því sem á undan hafði farið. Eg man það vel, að hann var minna bundinn við bókstafinn, en algengast var með prestum áður. En af því hann mundi fortíðina, þekti samtíðina og gerði sér grein fyrir framtíðinni, þá gleymdi hann aldrei að útlista fyrir söfnuðinum, af hvaða ástæðum hann skildi öðruvísi en áður var haldið fram, enda snerist það aldrei um nein meginatriði. Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Hann áleitj sig og vera að hjálpa mönnum, þegar hann benti þeim á að ritningin væri svo mikið líkingamál, eins og dæmisögurnar bæru bezt vitni um. Frh. ÞRÁNDARGIL Þú gilið forna, fagra, með fossana þrjá oog dýrstu mosadýin frá dalsbrún að á. Þig hefir æskan elskað frá ómuna tíð; og elli fékstu fögnuð, þótt fölnaði hlíð. Þú leiðst á sælu sumri um sandinn og grjót með ljúfri léttri hreyfing sem leikandi snót. En fossar óðu í úða við ársólar glit og rúnum ristu bergin í regnbogans lit. Eg sat hjá þér og Sögu um sólroðin kvöld og hugann lýstu leiftur frá landnámsins öld er milli fjalls og fjöru stóð frumskóga val og hollar vættir vörðu hinn víðfræga dal. Við Breiðafjörðinn brostu í blámóðu fjöll, er faðminn breiddi frelsið og fegurðin öll. En frægðarljómann lagði um leikvöllinn minn úr Dofrafjalla dölum í Dalina inn. Þá varð mér hlýtt um hjarta við hetjanna snild, er stýrðu eftir stjörnum um stórhöf að vild. — Því handtök voru að hæfi sem hreystileg orð » hjá þeim, er sjóinn sigldu með súlur um borð. Og kosið helzt eg hefði að Hrafnistu-byr eg fengi á mínum ferðum í framtíðar styr. En ekki hljóta allir þá ástsemdar gjöf, sem feður vora frægði í fornöld um höf. Sem feður mfnir forðum eg flutti um höf: en bíða hlaut eg byrjar og bagi var töf. Eg eldi fór sem aðrir um ónumin lönd en fley er undið festum, hað fúnar við strönd. Úr fjarlægð heim eg hugsa og hugsa til þín, sem ert, þó annað breytist, jafn unaðsleg sýn. Eg vildi fá að vaka um vorkvöld hjá þér, fyr svefninn vinnur sigur er sækir að mér. Eg hefi fjallhring fagran og frumskóga séð, er prýddu hæstu hlíðar, en heilluðu geð. Og marga fræga fossa, sem fögnuðu mér; og unnað öðrum giljum — en engum sem þér. Kristian Johnson. Halldór Kiljan Laxness hefir selt Gyldendal í Dan- mörku og Unsel Verlag í Þýzka- landi útgáfurétt í þessum lönd- um að báðum bókum sínum: “Þú vínviður hreini’’ og “Fugl- inn í fjörunni”. Verður strax byrjað á þýðingu bókanna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.