Heimskringla - 28.12.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 28.12.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 28. DES. 1932 HEIMSKRINGLA 7. Sfi>A SJÓNLEIKIR OG ÞJÓÐLEIK- HOS. Einkunnarorð: Menning vor er ekki eins mikið komin undir því, hvað vér gerum, þegar vér erum j að vinna ,eins og þvi, sem vér gerum í fristundunum. Herbert Hoover. Leikhúsin í New York. Það kom fyrir leikhúsin í New York 1929—30, að fyrsta flokks leikhúsin fóru að standa auð, svo að ekki var kveikt Ijós í 38 leikhúsum á Broad- way. Eitt stórblaðið sendi val- inn mann til þess að komast fyrir af hverju þetta kæmi, því ætlun blaðsins var að ráða bót á ástandinu, ef unt væri. Blaðamaðurinn fór til allra helztu leikhússtjóra og spurði þá, af hverju þessi mikla deyfð kæmi. Orsakirnar sýndust vera að alt við leikhúsin væri orðið fjárhættuspil. — Húseigendurnir eigendurnir fundu upp á því að heimta vissan part af ágóðan- um. Leikararnir, sem jafnan eru ráðnir til að leika í vissu leik- riti í vissu leikhúsi, og voru at- vinnulausir, þegar hætt var við það, þeir áttu atvinnu sína á hættu, heimtuðu 250 til 500 dollara um vikuna og ekki skem ur en tvær vikur. Mest lögðu leikritaskáldin á hættuna, því Ameríkumenn skrifa um 3000 leikrit á ári og láta vélrita þau til að bjóða leikhúsunum, en aðeins 30 ný leikrit eru sýnd í Bandaríkjunum á ári, hæst 50. Greinilegasta ástæðan til á- standsins er þó sú, og hana getur blaðamaðurinn ekki um, að fyrsta flokks leikhúsin í New York voru 13 árið 1900, 30 árið 1910, 61 árið 1921 og 1928 hér um bil 70. — Bærinn er yfir- bygður að leikhúsum. Fyrir ut- an þessi leikhús er mesti ara- grúi af minni leikhúsum í bæn- um og bíóleikhúsum. Kenneth Macgowan, sem hef- ir ferðast frá hafi til hafs í Ameríku og fengið allar þær upplýsingar, sem unt var frá leikfélögum í Bandaríkjunum, vonar að talmyndimar taki 20 til 30 af þeim leikhúsum að sér, sem nú standa auð. Tveir klettar úr hafinu. Sendimaður stórblaðsins fann þó leikhússtjóra, sem vom ó- snortnir af ástandinu. Annar var David Belasco, sem mun vera frægasti leikari Banda- ríkjanna. Hann kom fyrst fram í litlu leikfélagi, og vakti þegar eftirtekt á sér og hefir, eftir því sem séð verður, fastan leik- flokk. Hann segir, að til þess j að leikhúsið sé í góðu gengi, þurfi ekki annað en að leika góð leikrit. En það er alger- lega óvíst, að allir sjái það í' hendi sér, þegar þeir taka ritið. Það mun hafa verið “Street- scene’’, sem hann sagðist hafa leikið vestur í San Francisco í ágiistmánuði. Leikhúsin í Lon- don og New York höfðu öll neitað að taka það. Leikritið fékk hina beztu aðsókn í hans höndum, og var það tekið bæði í New York og London á eftir. Belasco er gamall maður með hvítt hár, en fullur af hug- rekki. — “Þér missið leikarana yðar í talmyndirnar,” sagði blaðamaðurinn. “Það getur vel komið fyrir,” sagði Belasco, “en þeir koma aftur.” “Og skáldin fara þangað líka,’’ sagði blaða- maðurinn. “Má vel vera, en þeim leiðist þar fljótt, og þeir koma aftur.’’ Belajsco leikur einkum ný leikrit. Hinn kletturinn upp úr haf- inu í New York er Eve le Gal- lienne. Það er miðaldra kona, hún hefir fasta leikara, og leik- húsið hennar er utarlega í New York, nærri höfninni. Hún á- lítur að úrlausnin fyrir leikhús- in sé að skifta um leikskrá á hverju kvöldi. Nýtt eða nýupp- tekið gamalt leikrit leikur hún oft fyrst annaðhvort kvöld, en ekki oftar. Með sömu leikend- um kemur samleikur, sem ó- mögulegt er að fá hjá leikur- um, sem koma sinn úr hverri áttinni. “Eg fæ ekki ný leik- rit,” segir hún, “því höfund- arnir vilja fá borgunina strax, en hjá mér fá þeir hana á löng- um tíma." “Því fáið þér yður ekki leikhús á Broadway?” — ‘Þau eru svo illa bygð, að þar verður ekki skift um leiksvið nema milli þátta. r— Eg sem leik mest gömul stórfeld leikrit, verð að geta skift um leiksvið 20 sinnum á kvöldi, án þess að nokkur töf verði að því. Bezta ráðið fyrir leikhúsin er að skifta um leikskrá á hverju kvöldi, og með því móti fæ eg 4 sinnum fult hús meðan leikhúsin, sem bezt ganga á Broadway, fá það ekki nema tvisvar”. — Hún hefir verið “leikstjarna’’, en vildi nú ekki vera það lengur. Hún hleypur æfinlega þreytt af æf- ingu til að tala við blaðamenn og fer þangað þreytt aftur. David Belasco kvartar undan því í þessum samtölum, að nú leiki þeir fyrir gulldollara, sem ekki séu meira virði en 60 cent voru fyrir styrjöldina, og sviss- nesku bankarnir segja, að gull- frankinn þeirra nú sé sama sem 60 centímar voru fyrir stríðið. Farandleikir og leikfélög. Það var mjög títt í Banda- ríkjunum, að farand-leikfélög fóru frá New York og léku hingað og þangað. í stærri bæj unumléku þau nokkurn tíma, og í minni bæjunum ef til vill sitt kvöldið í hverjum. Franz Gilmore segist hafa leikið í Tex- as eingöngu í 6 vikur eitt kvöldið á hverjum staðnum, þegar hann var ungur maður. Nú séu þessháttar staðir þar að eins þrír. Eftir áð heimsstyrj- öldin byrjaði urðu ferðalögin dýrari, og kvikmyndirnar sett- ust að í húsunum í smábæjun- um, þar sem áður hafði verið leikið. Smábæirnir fengu ekki að sjá talaða sjónleiki, og það an spruttu upp leikfél. í Banda- ríkjunum í hundraða eða þús- undatali til þess að bæta úr því, að menn áttu ekki á annan hátt færi á að sjá og heyra talaða sjónleiki. Hvað sum af þeim hafa færst í fang, má sýna fram á með því, að leikfélag, sem hafði leikið í kjallara í einum bænum, hafði á þremur árum sýnt 34 leikrit eftir Shake- speare. Menn tóku sjálfir upp málið, þar sem svo sýndist sem talandi sjónleikir væru lokaðir úti. En þeirra geta Bandaríkjamenn ekki án verið. Leikfélögunum mörgum óx fiskur um hrygg, og þau kornu sér upp leikhúsum sem þau oft reka með dugnaði og forsjá, og við góða aðsókn. Þessi lýðhreyfing var ekki lengi óstudd, eða litið niður á hana. Æðri skólarnir mynduðu líka leikfélög, og loksins tóku sumir háskólanna upp málið, kendu leiklist, leikritagerð og alt, sem þar að lýtur, að teikna og mála leiktjöld, að smíða ramma undir þau og setja þau upp á leiksvið- ið, og meðferð á ljósum á leik- sviði, og að síðustu senda há- skólarnir nemendurna, sem lengst eru komnir, til að að- stoða leikfélögin í starfi þeirra, þegar þau óska þess. Þessir há- skólar koma sér allir upp leik- húsum fyrir tilraunir sínar, þeg- ar þeir geta. Að síðustu má geta þess, að Carnegiestofnunin hef- ur sett upp sérstaka kenslu- síofnun, er kennir leikni í öllu, sem leiksviðið snertir. — Svo hafa æskulýður og mentastofn- anir svarað því, þegar kvik- myndirnar ætluðu að byggja út talaða sjónleiknum í minni bæj- unum í Vesturheimi. Kvikmyndir. Kvikmyndir komu hingað fyr- ir rúmum 30 árum, og voru nokkurn tíma að ná fótfestu. Nú eru þær orðnar fastur liður í skemtanalífi bæjarins, og reyndar eins í öllum bæjum með 1500 manns eða fleiri íbúum. Hér er oft talað um vélamenn- ingu, en eins vel mætti tala um bíómenningu. Hér sáust oft áður myndir úr veraldarsög- unni, gerðar með meiri tilkostn- aði en nokkurt leikhús getur leyft sér . Hollywood gtur, þeg- ar vel er, fengið allan heimin fyrir áhorfanda, en leikhúsið er búndið við bæinn, þar sem það stendur. En það lítur svo út sem þessar dýru myndir hafi ekki borgað sig, því um sinn hafa þær ekki sézt hér á landi. Fínustu myndirnar, sem hér sá- ust áður, voru sænskar eða norskar, oft eftir sögum Selmu Lagerlöf eða Bjömsons. Þá veif- aði andi skáldskaparins yfir mann veiþóknun og vellíðan meðan horft var á þær. Eg hefi séð skilmingar á bíó, sem hvergi munu sýndar nema ef vera kynni í skilmingaskólum Parísar, og þá helzt fyrir 1914. j Þótt mikið sé látið af fegurð, ýmsra filmkvenna í auglýsing-! um, þá hefi eg aldrei séð á kvik- j mynd — með einni undantekn-j ing má vera — svo fríða konu, j að ekki sé hægt að rekast á jafnfrítt andlit á Austurstræti í Reykjavík. Hollywood keypti aðalleikar- ana, eyðilagði alveg skáldskap- inn í efninu, og eftir nokkur ár kom Lars Hanson aft urtil Ev- rópu til að leika þar á leikhúsi. “Jú — þeir koma aftur”, sagði David Belasco. Aðgangurinn er svo ódýr að kvikmyndahúsunum, að þau eru I skörpustu keppinautar leikhús- anna. Skúli Skúlason sagði fyrj ir nokkrum árum í erlendu' blaði, að fólksvöxtur Reykja- * víkur mundi fremur hafa farið til kvikmyndáhúsanna en leik- hússins. Annarsstaðar á Norð- urlöndum voru leikhúsin mjög hrædd við kvikmyndahúsin, en 1928 var alment álitið, að leik- húsin hefðu samt haldið velli á móti þeim. Ágóðahluti frá kvik- myndunum hefur verið hafður til þess í Noregi að styðja þjóð- leikhúsið í Oslo, og hér á landi til þess að koma upp vel bygðu leikhúsi og styðja leikina þar, þegar það er komið upp. Talmyndir. Talmyndir eru nú komnar fyrir nokkru hingað, og upphaf- lega héldu sumir að þær mundu getá komið í staðinn fyrir leik-j húsið. En málrómur leikend- j anna sumra var svo afskræmd-i ur, að það særði eyrað, og hinar svokölluðu talmyndir breyttustj því fljótt í hljómmyndir eöa j söngmyndir, til að sleppa hjá j málrómnum. Grammófónninn j breytir líka hljóðinu í söng ogj hljóðfæraslætti, eins og öllum er kunnugt, sem hafa heyrt hann. Aðalatriðið er þó, að tal- myndirnar yrðu ávalt á útlendu máli hér á landi. Þeim verður ekki snúið á íslenzku eins og út- lendu leikriti. íslenzka yrði ó- þekt mál á öllum kauptúnum og kaupstöðum, sem hafa 1,500 í- bua, mætti búast við áhrifunum frá Babalsturninum á íslenzk- una í kaupstöðunum. 1 London var þeim illa tekið í byrjun, vegna þess að þær töluðu allar ameríska ensku, en ekki aust- mannaensku. Englendingar byrj uðu fljótt sjálfir að gera tal- myndir. Síðan þær komu er Hollywood að leysast upp, því hver þjóð tekur sínar talmyndir handa sér, og gerir þær 'sjálf. Filmstjörnurnar gömlu deyja út eins og flugur, því þær geta margar ekki talað — ekki einu- sinni sitt móðurmál. Þrátt fyrir alt, sem hér hefir verið bent á, eru bíósýningarn- ar samt sem áður mikið menn- íngarmeðal fyrir landsmenn. Fataburðurinn breiðist út með kvikmyndunum, svo íslenzku stúlkurnar geta verið eins móð- ins og London eða Höfn. Siðir og venjur flytjast hingað afar- fljótt, og nú getum við séð út um allan heim, og hann liðið fyrir augun “eins og skugga- mynd á tjaldi’’. Þegar þreytt fólk kemur á bíó þá er það tæpast gert til þess að hugsa um það sem sýnt er, fólk kemur til að sjá. Allra sízt er það til þess að kljúfa útlent mál til mergjar og geta sér þess til, hvað það þýðir. Þessvegna sýn- ist talmyndin — á útlendu máli — eiga miklu minna erindi hing að en þöglar myndir með hljóm- leik undir. — Hljómarnir eru tunga hjartnanna, og eru eins auðskildir fyrir tilfinningalífið og bendingaleikurinn. Svipbrigð- in á andlitinu eru hin sömu um allan heim. Svo miklu má oft kosta til bíósýninga að hvert leikhús færi á höfuðið af þeim tilkostnaði. Aftur á móti getur leikhúsið miklu betur sýnt tveggja eða þriggja manna samtal en nokk- ur talmynd er fær um. — Ekk- ert mikið bíóleikskáld sýnist enn hafa komið fram. — Það er enn í vændum. — Skáldskap höfum við séð í þögulum myndum Svía og Norðmanna, eins og áður var drepið- á, og stöku þýzkum myndum. En bíóið er þrátt fyr ir alt gott menningarmeðal ekki síður hér en annarsstaðay, því landið liggur svo langt burt frá heiminum. Leikhúsið, sem nú er byrjað að byggja. Leikhúsið hefir verið bygt, það sem af er, fyrir skemtana- skattinn, sem hefir safnast sam- an frá því 1923. Ólaunuð nefnd stendur fyrir byggingunni og heldur henni áfram eftir föng- um. Skemtanaskatturinn hefir nú verið látinn ganga í lands- sjóð í eitt og hálft ár. Nefndin hreyfði engum mótmælum, því hún setti nauðsyn ríkissjóðsins hærra en leikhúsmálið, og henni verður tæpast talið það til for- áttu. En bygging leikhússins dregst um 1| ár, og á meðan er hætt við að leiklistin fúni niður. Það er ekki eins dæmi, að leik- hússbynggingar dragist. Bret- ar voru 24 ár^ að safna fé til Shakespeares-leikhússins í Strat ford, sem var opnað 23. apríl þ. á. Norðmenn byrjuðu að efna til þjóðleikhússins, sem nú er, fyrir 1885, og það var opnað 1. september 1899. — En meðan Norðmenn voru að byggja það, höfðu þeir annað leikhús í full- um gangi, sem aðeins var minna, en þó vel mannað. Mótbárurnar gegn þjóðleik- húsinu eru helzt þessar, að erf- itt verið að bera það kostnaðar- ins vegna. Við höfum borið skemtanaskattinn frá því 1923, og hann liggur aðallega — ekki alveg eingöngu — á bíóunum í kauptúnum með 1,500 manns eða fleiri. Frá bændum eða landsveitum hefur enginn eyrir verið heimtur. Þegar búið er að koma leikhúsinu upp, þá gengur skemtanaskattur þangað, til þess að halda þar uppi sjónleik- um. Nefndin hefir fengið leyfi handa leikhúsinu til að halda þar bíósýningar því til styrktar. Að leyfið verði notað, t. d. á sumrum, er líklegt, en alls ekki víst. — Öll þau útgjöld, sem til leikhússins verða greidd, eru komin á nú þegar. Það er ekki líklegt, að aðstókn að bíóunum aukist fyrir það, að þriðja bíóið kemur. Sú aðsókn skiftist þá niður milli þriggja á einhvern hátt, í stað þess að skiftast milli tveggja. Nú hefur verið leikið að staðaldri í meira en 30 ár. Þegar leikhúsið kemur, flyzt leikaðsóknin úr lakara húsi og í annað betra. Það er líklegt, að aðsóknin fremur aukist en minki, þegar leikhúsið er komið upp, af því fólk fái betri sæti og líklegast betri leik, og af því það verði eitthvað hátíðlegra að koma þar en i húsið, sem nú er leikið í. Það er ekki aukin byrði þótt Reykjavík vaxi og aðsóknin að leikhúsi og bíóum aukist vegna þess. Meðaltals-útgjöldin á mann þurfa ekki að hækka fyrir því. Nú hefir bær og ríki styrkt leikina, sem nú eru, með nokk- urri upphæð. Líklega fellur eitt- hvað af þeim styrk niður, þegar leikhúsið er komið upp, og þá of ’ N afns pjöl Id ■* 1 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldic. f Skrifstof usími: 23674 Stund&r sérstaklega lungrnasjúk- dóma. Er ati flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ava. Talnfiui: 3.11SM DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma ok barnasjúkdðma. — Ab hltta: kl. 10—12 « h. og S—6 e. h. Helmlll: S06 Vlctor St. Siml 28 180 Dr. J. Stefansson 216 NBDICAL ARTS BLDtí. Horni Kennedy og Grahara Stundar elnidlngu biiiCiih- eyrni nef- og kverka-MjAkdóma Er hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—6 e h TalMfmi: 21H34 HeimiIJ: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Office tímar 2-4 Heimlli: 104 Home St. Phone 72 40& Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. •Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited AbygKuegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. NSu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 verður hann aðeins borgun fyr- ir tríkisstúkuna í leikhúsinu, þar sem konungi er ætlað að sitja, ef hann er hér á landi, en ráðherrunum annars. Allan þann kostnað, sem leikhúsið hefur í för með sér, bera menn nú í dag. Það vita menn, að menning- unni verður ekki haldið uppi kostnaðarlaust, og að hún er því dýrari sem færri eru til að halda henni uppi. Eftir 100 ár verða 250,000 manns á íslandi. Er sparsöm stjórn væri hugsanleg í þingræðislandi, verður hægra fyrir þá, sem þá lifa, að halda uppi menningu vorri en það er nú. Að Reykjavík fái sinn hluta af fólksfjölguninni getur enginn efað, og með 60-80,000 manns verður bærinn fastari grundvöll- ur undir menninguna en nú. Önnur mótbára gegn Ieikhús- inu er það, að nema leikarar og leikkonur hafi gengið í gegnum leikskóla í nokkur ár, sé ekki unt að stofna þjóðleikhús. Til þess er rétt að svara, að þegar hirðleiksúnin voru stofnuð í Þýzkalandi um 1780, og þegar Holbergrleikhúsið (síðar kgl. leikhúsið) var stofnað í Höfn, voru engir slíkir ”lærðir" leikar- ar til, en af leikurum var mikið til. Ekkert af þessum gömlu hirðleikhúsum var sett upp með “lærðum” leikurum. Bezti leik- skólinn fæst með því að leika. Leikarinn fæðist með þeim hæfi leikum, en fær þá ekki. List- gáfa og snilli fæst ekki í sölu- búðum. Maður, sem gengur í leiksólann við konunglega leik- húsið, er æfður sem unt er í því að bera fram dönsku. Sá fram- burður er einskisvirði hér, því við leikum ekki á dönsku. Það sem allir slíkir skólar gera, er að stryka út alt hið persónu- lega hjá nemendum og setja skólareglur í staðinn. Hjá Dön- um sjálfum þýðir skólagangur- inn ekki meira en það, að nem- andinn verður að ganga undir það próf í einhverju leikhúsi að Frh. á 8. bls. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bkif. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAB á óðru gólfi 825 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvrkudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, tslenzkur Lögfrceðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur líkkistur og ann&st um útfar- lr. Allur útbúnattur sá bastL Ennfremur selur hann allskon&r minnisvarba og legrstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phonet H6 607 WINNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DH. 8. G. 81MP809I, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO K«4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúainu. Sfmi: 96 210. HcimUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Ba(K>xt and Fnrnltnre Morlmi 762 VICTOR ST. SiMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fslenjr.kur lögfræíílngur Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96 933 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talllml t 28 888 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆJKNIR 614 Someriet Bloek Portage Avenoe WINNIPK® BRYNJ THORLAKSSON Sðngstjóri Stilllr Pianos og Orgel Simi 88 345. 594 Alverstohe St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.