Heimskringla - 01.02.1933, Page 6

Heimskringla - 01.02.1933, Page 6
6. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. FEB. 1933. “Herra Strand! Þessi kvenmaður, sem kom hingað í kvöld virtist vera eitthvað reið við mig. Hún var viss um, að eg væri að segja ósatt, þegar eg sagðist vera systur dóttir hr. Cobdens. Hvað þýðir þetta? Hver er þessi kvenmaður? “Það er orðið of áliðið nú til þess, að tala um fleira í kvöld. Það er bezt að þér reynið að gleyma framkomu hennar alveg. Góða nótt, ungfrú Arnold. Eg vona að þér sofið vel í nótt og að yður megi líða vel hér hjá okkur frænda yðar.” “Góða nótt, hr. Strand. Eg er yður mjög þakklát, og miín aldrei gleyma hvað þér hafið tekið mér vel og verið mér góðir. XIII. Cora var í því sáiar ástandi að hún gat ekki skoðað atvikin nema frá einni hlið, þar sem hún hraðaði sér niður steintröðina og inn í vagninn sem beið hennar við hliðið. Henni fanst það svo sem engum efa bundið, að Jón hefði verið einn með einhverri stúlku, inn í setustofunni. Hún sá það sjálf. Að þessi kven- maður væri systurdóttir Cobdens gamla, kom henni ekki til hugar að trúa. Enda hafði gamli maðurinn ekkert kannast við hana. Og hún hafði búist við að hitta Jón einan, niðurbrotinn af einstæðingskap og leiðindum. “Eg hata hann,” sagði hún og voru tár í augum hennar. Þegar heim kom fór hún rakleiðis til her- bergja sinna; fleygði sér upp í rúmið og grét. Þannig var hún langa stund. Svo fór henni að smá hægja fyrir hjartanu. Gráturinn hætti og geðshræringin linaði. Hún fór að geta hugsað með meiri stillingu og athugað við- burðina í Ijósi skynseminnar. “Ef þessi ungi kvenmaður hefði sagt satt og hún væri nú virkilega sú, sem hún sagðist vera? Þá hlýt eg að hafa sært Jón ákaflega mikið með fljótfærni minni og ástæðulausum grun. Eg gat ekki merkt það, á svip hans að hann væri sekur um það sem eg grunaði hann um að vera. Eg hlýt þó að hafa getað séð það, ef hann hefði verið að leyna mig sann- leikanum. Eg hlýt að hafa orðið alveg frá mér af afbrýðissemi, að eg skyldi tala á þann hátt sem eg gerði.” Þannig hugsaði Cora þegar hún var búin að jafna sig ögn. Hún fór að örvænta. f hjarta sínu fann hún, að Jón var ekki sá maður, að hann færi að sýna annari stúlku blíðu. Svo var þessi stúlka svo ung; bara barn, og svipur hennar svo sakleysislegur. Þess meir og lengur sem hún hugsaði um þetta þess betur fann hún til þess, að afbrýðissemin hafði hlaupið með hana í gönur. Hún hafði bersýnilega gert Jóni og þessari stúlku stórkostlega rangt til. Það má með réttu segja það um Coru, að hún var eng- in ókind í eðli sínu. Ef hún sannfærðist um, að hún hefði gert einhverjum rangt til, þá var hún æfinlega viljug að biðja fyrirgefningar á þvf. Henni var ekki svefnvært um nóttina og reis úr rekkju árla næsta morgun. Hún eyddi litlum tíma til morgunverðar en hraðaði sér yfir að heimili Jóns. Þegar Jiún barði að dyr- um, var það Joyce sem til dyranna kom. Stóðu þær nú þarna augliti til auglitis hvor við aðra en hvorug þeirra sagði orð, bara rannsökuðu hvor aðra með augunum. Joyce varð fyr til að taka til máls. “Herra Strand er ekki heima, nú sem stendur,” sagði hún. “Það eruð þér, sem mig vantar að tala við, ungfrú Arnold. Má eg koma inn?” spurði Cora vinalega. “Gerið svo vel,” sagði Joyce og leiddi hana inn í setustofuna. og bað hana að taka sér sæti. Beið svo eftir að heyra hvað hún hefði við sig að tala. “Eg finn sárt til bess, að eg hafi verið bæði ósanngjörn og dónaleg í yðar garð í gær- kvöldi er eg kom til að finna hr. Strand, en fann yður þá inni hjá honum einum. Eg varð auðvitað undrandi og-----” sagði hún og var óstyrkur á henni af mikilli geðshræring. “Undrandi yfir því, að sjá mig,” spurði Joyce. “Já, eg get vel skilið það, því frændi minn áttj ekki einu sinni von á mér. Eg er nú að tilreiða morgunverð fyrir hann og á von á honum til að borða á hverri stundu.” “Er ekki hr. Strand hér til húsa lengur?” “Jú. en nú sem stendur er hann hér í næsta húsi hjá kunningja sínum, sem hann fór að heimsækja. Á eg að fara að segja hon- um að þér sé komnar og vanti að sjá hann?” “Eg er aðallega komin með fyrirgefningar bón til yðar á framkomu minni í gærkvöld. Eg hefi enga ofsökun fram að bera aðra en þá, að eg komst í ofsa geðhræring og-----” Það var stutt þögn, og Cora gat naumast fundið kjark til að segja það sem hún vildi segja og henni bjó í brjósti. “Eg vil vera hreinskilin við yður,” hélt hún svo áfram. “Eg var afbrýðissöm.” “Afbrýðissöm af mér,” spurði Joyce og hló svo hjartanlega. “Eg er trúlofuð hr. Strand, og þegar eg sá hann einan með yður, hugsaði eg——”’ Joyce varð föl í framan og greip andann á lofti. “Nú—skil—eg,” stamaði hún upp er hún hafði jafnað sig. “Grunur yðar var stór móðg- un til mín. Herra Strand var góður við mig, að taka mig inn í hús frænda míns'áð honum fjarverandi, þegar hann vissi að eg var ein- stæðingur og að mér leið svo illa.” Svo vék hún sér að Coru og spurði: “Eruð þér unn- usta hr. Strands? — Elskið þér hann. Og samt getið þér grunað hann um ljótt athæfi og sakfelt hann strax, að öllu ósönnuðu. Ung- frú Cora, þetta er ekki sú ást sem eg hefi heyrt talað um, og hún er alt annan veg en eg hefi hugsað mér hana.” “En þér eruð barn og skiljið því ekki hlútina. Þegar eg sá yður þarna inni hjá honum í setustofunni, þá hafði eg getað------” “Það er engin ást, ef henni fylgir ekki fult traust. Þér hafið enga ástæðu til að biðja mig fyrirgefningar á neinu, en þér hafið góða ástæðu til að biðja hr. Strand að líta til yðar vægilega fyrir tiltækið.” Nú opnuðust dyrnar og gamli Cobden kom inn í stofuna. Hann var búinn að liggja lengi vakandi í rúmi sínu og hugsa um það, sem skeð hafði kvöldið áður. Hann mundi það alt, og fyrirvarð sig stórlega fyrir það, að systurdóttir hans skyldi hafa séð hann í því ástandi sem hann var í. En þar fyrir utan var hann glaður með sjálfum sér yfir því, að hún var komin til hans. Hann mundi þó ekkert eftir því, að Cora hafði komið þá um kvöldið og það var ekki fyr en hann sá hana þarna inni nú, að það ryfjaðist upp fyrir honum. Nú mundi hann, að hún hafði komið og hvað hún hafði sagt. Hann leit til hennar alt annað en hýru auga. “Herra Strand var að koma inn, og er nú uppi í herbergjum sínum, ef yðar göfugheit óskið eftir að sjá hann,” sagði hann kuldalega.. “Eg kom nú eiginlega til að fá fyrirgefning frænku yðar.” “Já rétt er nú það. Finnið þér til þess, að full mikið hafi verið sagt af yðar hálfu? Þér þyrftuð þá einnig að fá fyrirgefning Jóns Strand, ef þér óskið eftir að geta staðið í báð- ar fætur jafnt,” sagði Cobden. “Það, að þér afneituðuð frænku yðar, varð orsök í því, að eg hegðaði mér á þann hátt, sem eg gerði, og ef það var í fyrsta skifti sem þér höfðuð séð hana, gæti fyrirgefningar leitun náð til yðar einnig,” sagði Cora og lýsti sér nokkur stórkun í orðum hennar og svipur- inn var stórmenskulegur. “Sannleikurinn er sá, að eg vissi alls ekki, að eg ætti neina systur dóttir, né að eg hefði nokkru sinni átt nokkrg, svo þér getið ekki ásakað mig fyrir það, þó eg þekti hana ekki. En svo skil eg ekki, að það hvíli á mér nokk- ur sylda til þess, að viðurkenna alla, sem að dyrum koma, sem ættingja mína, svo þér meg- ið haga orðum yðar og athöfnum sem mentuð- um kvenmanni sæmir. Eg ber enga ábyrgð á framkomu yðar.” “Eg á ekki við það,” sagði Cora og leit til gamla mannsins því augnaráði, að honum duldist nú ekki við hvað hún átti. “Eg neita því ekki, að eg hafi verið undir áhrifum víns í gærkvöld, sem aldrei ætti að koma fyrir. Joyce getur þú fyrirgefið mér það?” “Cora! þér eruð ósanngjarnar og grimm- úðugar — þér ættuð að fara,” sagði Joyce í fyrirlitningarróm. Svo gekk hún yfir til frænda síns og kysti hann mjög innilega og blítt. “Nú er eg til fyrir morgunmat,” sagði gamli maðuririh. En Cora skildi að í raun og veru var þetta bending til hennar um það, að hún væri ekki meir en svo velkomin gestur. Fór hún því að týgja sig af stað. Þegar hún kom fram í gangveginn, stanz- aði hún snögglega því hún sá að Jón var að koma ofan stigann. Þegar hann sá Coru, brosti hann nú ekki til hennar eins og hans var venja til. “Ó, Jón!” sagði hún. “Viljið þér fyrir- gefa mér?” Og hiin rétti fram báðar hendur sínar mót honum. “Þér ættuð að biðja ungu stúlkuna, sem þarna er inni, að fyrirgefa yður. Hana hafið þér stórlega móðgað með fljótfærni yðar og stórmensku,” sagði Jón kuldalega. “Eg hefi talað við ungfrú Arnold. Strax og eg var farin héðann í gærkvöldi, fann eg hvað ranglát eg hafði verið.” “Hafið þér þeðið hana að fyrirgefa yður?” spurði Jón jafn kuldalega og fyr. “Já, og hún hefir fyrirgefið mér. — En þér, Jón. Getið þér fyrirgefið mér? Það var ást mín til yðar sem kom mér til að hegða mér eins og eg gerði. Eg varð hálf brjáluð af afbrýðissemi, en eg get ekki talað við yður hér, það, sem mig vantar að segja yður. Viljið þér koma til mín nú þegar?” “Eg hefi mikið verk að ynna af hendi nú.” “En þér gætuð gefið mér eina stund. Eg fer nú heim og bíð yðar þar.” Hann horfði á hana augnablik þegjandi. Aldrei fanst honum hann hafa litið hana jafn yndislega og nú. | Hann skildi það, að hún hlyti að hafa lagt mikið að sér, að ; biðja Joyce fyrirgefningar, og það hafði hún aðeins getað ..— sökum þess, hvað hún elskaði hann heitt og innilega. “Eg skal koma,” sagði hann svo. Hún rétti fram hönd sína. Ef hann að- eins vildi taka í hönd hennar, það var fróun til hennar. En hún þráði svo heitt að hann tæki hana í faðm sér og kysti hana eins og hann hafði áður gert. En hann var búinn að snúa sér frá henni og genginn burt fyr en hún vissi af. Hún stundi mæðulega og gekk til dyra. Gerald Southwold hafði komið til að sjá Coru og var nú búinn að bíða heima hjá henni nokkra stund. Fór hún því strax til hans inn í lestrarsalinn er hún kom heim frá því að sjá Jón. “Hafið þér séð Strand?” spurði hann er hún kom inn í stofuna. “Já, eg kem frá honum nú,” svaraði hún. “En þú lofaðir mér því að þú skildir skilja málið eftir í mínum höndum. Cora eg er orð- inn órór yfir þessu öllu. Yðar vegna vantar mig að þú segir mér nú frá öllu.” Gerald tók eftir því, þegar Cora kom inn, að henni leið eitthvað ekki vel og hann fór að undrast yfir hvað fyrir hefði komið. Cora byrjaði á því, að segja honum frá heimsókn sinni til Jóns kvöldið fyrir, og frá komu Joyce á heimilið og að hún hefði séð hana og Jón einar inni í setustofunni. “Hvernig lítur þessi stúlka út. Er hún fríð og myndarleg?” “Já, hún er meira en fríð, hún er falleg.” Svo sagði Cora honum frá því hvað hún sjálf hafði sagt. Síðast sagði hún honum frá för sinni og erindi þangað þá um morguninn. “Þegar kvenfólk verður ástfangið, virðist sem það tapi allri skynsemi. Cora, þú hefir hagað þér eins og flón. Framkoma þín hefir verið þannig, að hún hefir blátt áfram gefið Jóni ástæðu til að fjarlagast þig og fara að gefa meiri gaum þessari nýkomnu stúlku. Þú segist eiga von á að hann komi hingað’ nú í morgun?” “Já.” Hann horfði á hana eins og hann væri að athuga útlit hennar og fegurð. “Ef þú aðeins hagar þér skynsamlega, veit eg, að fergurð þín heillar hann á ný er hann komur, Cora, það er alveg nauðsynlegt að þessu máli sé ráðið til lykta nú í dag. Það má enginn tími tapast. Þegar þið hafið svo lokið ykkar sökum, þá vil eg biðja þig, að láta hann ekki fara án þess, að eg nái að tala ögn við hann. Þú mátt eins vel vita það, að mér er bráðnauðsynlegt að ná tali af honum nú sem allra fyrst í dag. Eg átti frekar von á, að eg fengi bréf frá honum í gær, þar sem hann léti mig vita um það, að hann tæki tilboði mínu. Ef hann væri eins og flestir menn ger- ast, veit eg* að hann hefði skrifað mér þess efnis. Eftir því er eg frétti nú, víðsvegar frá, þá hefir ræða hans í þinginu haft tryllandi á- hrif á fólkið og hann er nú orðinn einskonar guð hjá því. Eg verð því að ná honum yfir á mína hlið, með góðu — eða illu.” ; “Eg hefi enga von um að eg geti á nokk- urn hátt hjálpað þér til þess, frændi.” “Heimska! Eg treysti meir á þín áhrif en það tilboð. sem eg hefi gert honum. Maður- inn hefir óbilandi traust á sjálfum sér og trúir því fastleea að hann komist áfram á sviði stjómmálanna án minnar aðstoðar. Ef til vill er hann réttur þar. Eg er sannfærður um, að ef þú værir ekki ástfanginn í honum, þá gætir þú látið hann gera að vilja þínum. Fyrir (nokkrum vikum síðan hafðir þú skýra og skarpa hugsun og mikla drift í öllum fram- kvæmdum, en nú. — Svona fer ástin með kvenfólkið. Eg vil legga til, að þú sýnir hon- um enga ást eður blíðu nú þegar hann kemur. Það kemur honum til að leita á, ef hann elsk- ar þig, og þá verður hann viðráðanlegri fyrir þig.” Cora kvaðst skyldi fylgja ráðum hans. Gerald var ánægður yfir því og fór. Hún sat ein eftir og beið komu Jóns. Hún hafði búið sig öllu því skarti sem hún átti til og gat nú búningur hennar allur sómað hvaða drottningu sem var. Hún gerði þetta alt til þess að Jón skyldi verða sem mest hrifin af henni. Hún gekk fyrir spegilinn og skoðaði sjálfa sig í honum og var nú hæðst ánægð með útlit sitt. Dálítil geðshræring hafði sett roða í hennar Robin ÞETTA MJÖL KOSTAR MINNA VEGNA ÞESS AÐ FLEIRI BRAUÐ FÁST ÚR POKANUM vanalega fölu kinnar og augu hennar tindruðu. Svo kom þjónn inn og sagði að herra Strand væri kominn. Hún gekk fram á mitt stofugólfið og beið hans þar. Þegar Jón kom inn í stofuna tók hún ósjálfrátt nokkur spor áfram mót honum en mundi þó alt í einu hverju hún hafði lofað frænda sínum og stað- næmdist. Þegar þjóninn var farinn og hafði lokað hurðinni, hafði hún enn gleymt loforði sínu og hljóp mót Jóni og fleygði sér í fang honum. “Jón, eg hefi verið flón, segið að þér fyr- irgefið mér,” bað hún. “Að sjálfsögðu fyrirgef eg yður, Cora,’r sagði hann hæglátlega og losaði sig úr örm- um hennar með hægð. “Eg sló yður á vangann eins og einhvern fant. Mér hefir liðið óbærilega illa síðan,” sagði hún í klökkum róm. Það greip hana hræðsla er hún leit í augu hans og sá að þar var ekki sú ást og blíða, sem hún hafði átt von á að hún sæi þar. Held- ur sá hún nú þar meðaumkun. “Jón, elskið þér mig ekki lengur?” spurðl hún æðislega. “Jú, Cora, eg elska yður, en------” “Vér skulum ekkert minnast á neitt ann- að. Eg elska yður, Jón. Eg dýrka yður! Eg hefi verið flón, en skynsemin er nú komin til mín aftur. Mig vantar bara yður, elskan mín — ekkert, ekkert annað.” Hún hélt sér fastri í faðmi hans. Hann var kaldur og sýndi enga blíðu. “Cora, eg hlýt að taka til greina fram- tíðar velferð yðar. Eg hefi verið blindaður af ást minni á yður. og hefi því ekki getað séð hlutina í réttu ljósi. Þér kölluðu mig föður- leysingja, sem hafði fundist í saurrennum borgarinnar og-------” Hún greip hendinni fyrir munn hans eins og hún vildi þurka burt orðinn af vörum hans. “Eg fyrirverð mig fyrir þau orð, sem eg. talaði, fyrirgefið mér þau!” “Vér erum komin af gegn ólíkum ættum og stétt mannfélagsins. Þér eruð af miklum ættum og hafið alist upp við auð og allsnægtir. Mín ætt er óþekt og eg hefi alist upp meðal fátæka lýðsins. Hugsjónir vorar og lífsskoðan- ir eru einnig ólíkar, og----” “En ást vor er hin sama, Jón. Eg elska yður þrátt fyrir alt og eg veit að þér elskið mig.” Þessi stolti kvenmaður hugsaði ekkert um það á þessu augnabliki, að hún væri að lítil- lækka sig. Hún hugsaði einungis um það, að hún elskaði þennan mann af öllu sínu hjarta, og yrði að ná honum og ástum hans hvað sem það kostaði. Hvað hún þráði heitt, að hann legði arma sína um háls hennar og kysti hana . Hún greip báðum höndum sínum aftur fyrir háls honum og dróg höfuð hans niður þar til varir þeirra mættust. Þrátt fyrir það, hvaða sælu kossinn veitti Jóni, fann hann til þess hvað hann var veikur á svellinum og dróg sig með hægð frá henni. Hann var ekki nógu sterkur til að yfirstíga þrá ástarinnar svo áður hann vissi af, var hann búinn að draga hana að sér aftur og þrysti henni upp að hjarta sínu. “Ó, Cora! Eg elska yður svo heitt og inni- lega,” hvíslaði hann í eyru hennar. Og nú var það hann sem auðsýndi öll blíðu atlotin. Hann úthelti hjarta sínu og hún horfði hrifin og ástfangin í augu hans meðan hann tjáði henni enn einu sinni ást sína með allri *þeirri blíðu sem hann átt til. “Nú h'ður mér svo vel,” sagði hún, þar sem hún lág með höfuðið upp við brjóst hans. Þau þögðu bæði og færðu sig að legu- bekknum og settust þar hlið við hlið. “Jón, viljiö þér þurka burt úr huga yðar það, sem eg sagði um yður og láta þau orð aldrei komast þangað inn aftur? Þér hafið fyrirgefið mér, Jón?” “Eg hefi ekkert að fyrirgefa.” “Eg er svo lukkuleg núna, að eg get ekki hugsað til þess, að þar vrði breyting á. ó, ef að eg fengi ekki að njóta yðar.” “Eg er ekki viss um að eg sé að gera það, sem rétt er, þér munduð fljótlega gleyma mér, og það er margt, sem er á móti því að þér ættuð að verða konan mín.” “Eg veit ekki um nokkurn hlut er því gæti verið til fyrirstöðu.” Jón leit á úrið og stóð snögglega á fætur.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.