Heimskringla


Heimskringla - 01.02.1933, Qupperneq 7

Heimskringla - 01.02.1933, Qupperneq 7
WINNIPEG 1. FEB. 1933. HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. Einu sinni var málari í Florenze Frh. frá 3. bls. þessara gersema hugsaði hann aldrei. Hann vildi láta alt vera með kyrrum kjörum í gluggun- um, og varð hryggur, þegar hann sá að gimsteinn eða gull- men höfðu horfið þaðan. Hann saknaði þeirra eins og aðrir sakna góðra vina. Eitt kvöldið, þegar hann stóð við brúarsporðinn sá hann unga konu koma utan fljótsbakkann. Það sló á hana gyltum bjarma frá kvöldsólinni, og Alessandro starði á hana, eins og hann hefði aldrei séð konu fyr. Um leið og hún gekk fram hjá hon- um leit hún til hans og svipur hennar brendi sig inn í sál hins unga og viðkvæma listamanns. Alessandro starði á eftir henni yfir brúna. . . . Honum fanst hann hafa séð himneska sýn, fengið guðlega opinberun. Hann var gagntek- in af fegurð þessarar konu, og gleymdi öllu nema henni. Nokkra stund stóð hann í sömu sporum. Svo gekk hann heim og upp á vinnustofu sína. Eftir þetta sá hann konuna hvar sem hann var. Þó að hann lokaði augunum, þá sá hann hana. Hann sá hana nótt og* 1 dag, úti og inni, í vöku og1 svefni. Hann þráði ekki að nálg ast hana eins og aðrir sveinar ástmeyjar sínar. Honum nægði að hugsa um hana og sjá hana í draumi. Þegar hann kraup í hinni heilögu Kristskirkju, þá laut hann henni. n. j Þolinmæði fóstru var á þrot- um. í sex ár hafði hún aldrei séð Alessandro vinna að öðru en einni konumynd. Oftast þeg ar hún kom inn í herbergið hans stóð hann með pensilinn í hendinni, fyrir framan mynd- ina og varð þess sjaldnast var að fóstra hans kom inn. Þó hun yrti á hann, var oft eins og hann heyrði það ekki. Stund- 1 um sat hann í stóra hæginda- stólnum frá morgni til kvölds og horfði á myndina. Það var eins og hann lifði í öðrum heimi. Fóstru fanst myndin fullger fyrir langa löngu, og gat ekki séð að hún tæki neinurti breyt- ingum, enda þótt hann væri alt af að vinna að henni. öll önn- ur málverk sín hafði hann eyði- lagt. Fóstra var orðin mjög á- hyggjufull yfir öllu þessu fram- ferði drengsins, og sannfærð um, að ekkert yrði úr honum, ef þessu héldi lengur áfram. — Það gengur á fé mitt, bráðum er eg úr sögunni, og hver verð- ur þá til að annast um hann, hugsaði fóstra. Hún hafði orð á þessu við Alessandro, en hann horfði aðeins á hana með dökk- um, dreymandi augum, og skildi auðsjáanlega ekki, hvað hún átti við. Hún sagði að hann yrði að fara að sækja í sig veðrið, mála fleiri myndir, og koma sér í kynni við unga og lífsglaða listamenn og taka djarflega á lífinu. Hann kvik- setti sig að lifa svona einn og innibyrgður. Enginn þekti verk hans og bráðum myndi enginn að hann væri til. Hún gat ekki unað þessu lengur. Alessandro brosti eins og sak- laust barn, og hafði auðsjáan- lega gleymt því, sem fóstra hans sagði, áður en hún lauk máli sínu. Oft talaði hún við hann í fullri alvöru, en hann hélt uppteknum hætti eftir sem áður. Oft gægðist hún inn um skráargatið, til að sjá livern- ig honum liði, en hann var alt af samur við sig ... Svo lædd- ist hún niður, hristi höfuðið yfir fóstursyninum og sann- færðist altaf betur og betur um það, að þetta væri óþolandi lehg ur. Hún varð dauðhrædd um að drengurinn yrði að fífli eða fá- bjána ef þessu héldi áfram. En að ræða þetta við hann, það var eins og að ætla sér að hand- sama reyk. Loks ákvað fóstra hans að taka til sinna ráða. Hún fór að þvo og skreyta stofur sínar, og sendi út eftir vínföngum og vistum. í kvöld ætlaði hún að bjóða til sín nokkrum glöðum listamönnum og ungum Flor- enz-dætrum og vita hvort Al- essandro fjörgaðist ekki í hin- um glaða hóp. Ef til vill gat fegurð einhverrar meyjar vak- ið hann til lífsins og sett ólgu í blóð hans . . . En hún ætlaði ekki að láta Alessandro vita neitt um þetta fyr en gestirnir væru komnir, því annars gat hún átt á hættp að hann væri kominn niður að Arnofljóti og stæði þar fram á nótt. . . . Maður verður eitthvað að aðhafast til þess að gera dreng- inn að manni, hugsaði fóstra. Og hún vissi að Florenzdætur höfðu hitað mörgum undir bring unni, m. Gestirnir voru komnir og stof- urnar hjá fóstru mintu á æfin- týr. Alt var skreytt fegurstu blómum, rósum, liljum og túli- pönum. Vínið glóði í þungum silfurbikurum. Ilmur blóma og víns vafðist að vitum allra og gleðin dansaði í loftinu. — Lista mennirnir voru þyrstir og þeir drukku mikið. Hinar dökkeygðu Florenzdætur voru hálfnaktar eins og viltar skógardísir. Þær breiddu út faðminn, ungar og sólbrendar, og suðræna blóðið logaði í æðum þeirra. Alt hús- ið bergmálaði af hlátrum og| söng. ... | Það var auðséð að gestunum geðjaðist vel að mega haga sér eins og þeim bezt líkaði og sleppa allri uppgerðarhæversku og hirðkenjum. Fóstra var í sjöunda himni yfir gestum sínum. En það var annað, sem truflaði gleði henn- ar. Tvisvar sinnum liafði hún farið upp á loft og beðið Aless- andro að koma niður og taka þátt í veizlugleðinni, en hann var ókominn ennþá. Hann sat fyrir framan myndina, og þegar hún spurði hann, hvort hann heyrði ekki hlátur unga fólks- ins, þá brosti hann eins og sak- laust barn. Hún bað hann að koma niður og taka þátt í glað- værðinni, og hann lofaði því. En auðvitað hafði hann strax gleymt því loforði, gleymt fóstru sinni og gestunum, öllu nema myndinni. í síöustu lög vildi fóstra hans láta gestina fara upp til hans, en því hafði hún þó heitið, að hann skyldi ekki komast hjá því að sjá þá. Veizlugleðin jókst. — Gestirn- ir urðu heitari og háværari. Það var eldingaleiftur í augum Florenzdætra. Listamennirnir þutu eins og stormur um stof- urnar og létu rigna yfir þær rósum og liljum, en þær flugu upp um hálsinn á þeim og kystu þá. Allur þessi vilti flokkur ljóm- aði af gleði hinnar frjálsbornu æsku. Enginn mundi eftir Ales-' sandro nema fóstra hans. Sumir gestanna höfðu aldrei séð hann. Nú ætti Alessandro að vera kominn, hugsaði fóstra, þegar gleðin stóð sem hæst. Það má vera undarlegt efni í drengn- um ef hann ekki þráir gleði og kossa, eins og aðrir ungir lista- menn ... Alessandro kom ekki. Fóstra tók til örþrifaráðsins. Hún leit ennþá einu sinni yfir hópinn, til að ganga úr skugga um það, liver yngismeyjan væri fegurst. Signora Rósa Linda sat 'á knjám unnusta síns og hallaði sér ástúðlega upp að brjósti hans. Það gat engum dulist að hún bar af öllum hinum. Fóstr- an kallaði á hana og bað hana að fára upp til fóstursonari síns og reyna að fá hann til að koma niður. Hún vísaði honum á herbergi hans og sagði henni að ganga inn, þó hann svaraði engu þegar hún dræpi á dyr. Rosa Linda þekti Alessandro ekkert, en hún var ung og góð og vildi gera þetta fyrir fóstru hans. Rósa Linda barði að dyrum hjá Alessandro. Fóstran beið úti á ganginum. Rósa Linda barði aftur. Steinhljóð. Þá opnaði hún hurðina í hálfa gátt og gægðist inn. Hún sá ungan og fölleitan svein sitja þar inni og stara með stórum og dreymandi augum á yndis- lega konumynd. Rósa Linda hrökk við eins og hún hefði verið stungin. Hún var lostin undrun. Hún starði á myndina og trúði ekki sínum eigin aug- um ... Rósa Linda var í þann veginn að snúa við, en það var eitthvað sem seiddi hana inn. Hún læddist á tánum án þess Alessandro yrði hennar var. En alt í einu leit hann upp og sá hana. Hann spratt á fætur, féll að fótum hennar — Rósa Linda stóð hreyfingar- laus eins og marmarastytta. Svo fór hún ósjálfrátt að strjúka hár sveinsins . .. Hvorugt þeirta sagði orð. Loks laut hún niður og kysti hár hans. í því opnuðust dyrnar. Unn- usti hennar kom þjótandi inn. — Rósa Linda, sagði hann. Það var ásökun og harka í röddinni. Hún leit biðjandi á hann, en hreyfði sig ekki. — Rósa Linda! sagði hann aftur og rödd hans skalf af reiði. Hann hrifsaði í öxl henn- ar, kipti henni til sín og spark- aði um leið í Alessandro. — Hann hafði séð myndina og við það æstist hann ennþá meira. Hann hélt fast um öxl unn- ustu sinnar og reiddi upp hnef- ann. — Nú veit eg hver þú ert. Svona mynd er ekki máluð eft- ir minni. Hvaða laun hefir þú fengið fyrir að standa hér með- an hann málaði þig? Hvað hefir þú selt þig háu verði? Rósa Linda fór að gráta, sagð ist aldrei hafa komið hér fyr og aldrei séð Alessandro svo hún myndi. — Þú lýgur, sagði unnusti hennar. Þú hefir leikið þér að því að fara á bak við mig og svívirða ást mína. En nú getur þú ekki blekt mig lengur. Nú veit eg að ást þín hefir aldrei Verið annað en uppgerð og lýgi . . . Heldurðu að eg vilji eiga konu, sem er frylla ann- ars manns? Nei, Rósa Linda, eg hata þig ... * Hann hratt henni frá sér og hún hálfdatt á gólfið. Hann hló en það var grátur í hlátrinum. Alessandro var risinn á fæt- ur. Jfann stóð náfölur upp við myndina og skalf eins og hrísla. Hann sagði ekki orð, en starði á Rósu Lindu, eins og hún væri drotning í ríki listanna, fegurð allrar fegurðar, guðdómurinn sjálfur . . . Hávaðinn hafði heyrst niður og nú kom fóstra þjótandi inn ásamt öllnm gestunum. — Hvað gengur á fyrir ykk- ur, börn, sagði hún. Yngismeyjarnar fóru til Rósu Lindu. Listamennirnir ráku strax augun í myndina. Svo litu þeir á Rósu Lindu og svo aftur á myndina. — Þetta sá unnusti hennar, benti á hana og sagði með fyrir- litningu: — Áður en eg fer, vil eg lýsa því yfir, að þessi kona er ekki lengur unnustu mína heldur op- inber skækja í Florenz. — Svo ruddist hann fram, stökk niður stigann, tók hatt sinn og yfir- höfn og þaut út, án þess að kveðja. Það sló óhug á alla. En líkt og þetta kom þó stundum fyrir meðal blóðheitra listamanna. Rósa Linda grét eins og verið væri að kvelja úr henni lífið. Konurnar studdu hana niður, lögðu hana upp á legubekk og grétu með henni. Þær vissu all- ar að hún var saklaus, að ást hennar hafði verið falslaus og einlæg. Fóstra stóð yfir henni um stund, ráðalaus og lömuð. Svo fór hún upp að vita hvað Alessandro liði. — Hann var sestur í stólinn, framan við myndina. Andlit hans lýsti angist. Það var eins og lífið blakti á skari í augum hans. Listamennirnir stóðu í kringum hann. Það var hljótt eins og í heilögu musteri. ■ Allir störðu á myndina. Hún var af ungri konu, í fullri lík- amsstærð. Hún var á gangi hjá Ponte Vecchio og leit við um leið og hún beygði inn á brú- | arsporðinn. Líkami hennar var | sveipaður gulbleiku klæði, sem ! minti á öldurnar á Arnófljótinu j um sólarlag. Geisladýrð ljómaði | um hana alla, hárið gljáði og | augun leiftruðu, djúp og alvar- leg. Það hvfldi guðdómleg tign ! yfir þessari konu, himnesk feg- j urð, eilíf æska. Og þó var þetta j engin önnur en Rósa Linda, i dóttir Florenzborgar, jarðnesk kona. — Myndin andar. Hún er lif- andi, sagði einn af listamönnun- um. — Meistaraverk, sagði annar. Fóstra brosti í gegnum tárin og fann að Alessandro vildi vera einn. — Við skulum koma niður, hvíslaði hún til gesta sirina. Þá lagði einn þeirra, sem var listmálari, handgeginn höfð- ingjanum Lorenzo de Medici, hendina á öxlina á Alessandro og mælti: — Ungi meistari! Mynd þín er ódauðlegt listaverk. En það var eins og Alessandro heyrði það ekki. Gestimir fylgdu fóstru niður. Alessandro sat einn eftir hjá myndinni. . . . Skömmu seinna kvöddu gestirnir fóstru. Þeir höfðu lif- að viðburðaríka og ógleyman- lega stund. Rósa Linda vildi ekki fylgd þeirra. Hún sagðist vilja vera ein. Þegar hún fór út frá fóstm gekk hún rakleitt niður að Arnófljóti . . . og enn- þá heyrast síðustu andvörp hennar gegnum ámiðinn. — •* Nafns ipjöld •* | Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bld*. Skrlfstofusími: 23674 Stund&r sérstaklepa lungn&sjúk- dóm&. Er aB flnna á. skrlfstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Avt Talsfml i 33158 DR A. BLONDAL 602 Medic&l Arts Bldg. Taisími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma of barnasjúkdðma. — A75 hitta: kl. 10—12 « h. og 3—6 e. h. Helmlll: 806 Vlctor St. Siml 28 180 Dr. J. Stefansson 21Q MKDICAL ARTS DLDG. Homl Kennedy og Grah&m Stnndar elngöngu autfna- ryrna nef- og kverka-njflkdftma Er atf hitta frá kl. 11—12 f h. og: kl. 3—6 e. h. TaUlmi: 21*34 Helralll: 688 McMlllan Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Otflce timar 2-4 Heimili ■ 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 IV. Um klukkan eitt daginn eftir var barið að dyrum hjá fóstru. Hún gekk hægt til dyranna og opnaði. Hún hrökk við og náði varla andanum fyrir undrun. Úti stóð sjálfur höfðinginn Lorenzo de Medici og málarinn, sá af gestunum, sem mest hafði hrósað Alessandro kvöldið áður. — Gerið þér svo vel, yðar há- söfgi. sagði fóstra og hneigði sig djúpt. — Það er hér, sem málarinn Alessandro býr? sagði Lorenzo de Medici. — Já, yðar hágöfgi. Hún fylgdi gestunum upp á loft og opnaði dyrnar að vinnu- stofu málarans. Þau gengu inn. Alessandro hallaði sér aftur á bak í stólnum. Önnur hendi hans hekk út af stólbríkinni, hin hvíldi í skauti hans og í henni helt hann á pensli. Hann sat hreyfingarlaus. Augu hans voru opin og undarlega starandi. Fóstra hans ýtti við honum. — Alessandro. — . Hvar er myndin, sagði Ixirenzo de Medici. — Yðar hátign, sagði leið- sögumaður hans vandræðaleg- ur. Eg verð að biðja yður að fyrirgefa . . . Það lítur út eins og eg hafi viljað gabba yður. Myndin er farin af dúknum. Hann hefir málað yfir hana í nótt . . . með svörtum lit. Þá setti báða hljóða. Fóstra var náföl. — Alessandro. Höfðinginn Lorenzo de Med- ici laut yfir sveininn, horfði í j augu hans, lagði hendurnar á , enni hans, leit til leiðsögumanns síns og mælti: I — Eftir því, sem þér segið hefir Florenz mist sinn guðdóm- Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búSir — Sargent and Sherbrooke búS—Sími 27 057 legasta meistara. Alessandro er ekki lengur í tölu hinna lifandi. Hann tók pensilinn úr hendi hans, athugaði hann nákvæm- lega. — Þessi pensill hefir ekki komið í svartan lit. Hefir nokk- ur komið hingað í nótt? — Nei, húsið var læst, sagði fóstra grátandi. Svo athuguðu þeir alla pensl- ana, sem þeir fundu. Það var ekki Svartur litur í neinum þeirra. Þeir athuguðu nákvæm- lega alt sem inni var, en ekk- ért benti til þess að málað hefði verið yfir myndina, þó að hún væri orðin kolsvört eins og myrkrið. Það greip þá djúp lotning. Svo mælti höfðinginn Lorenzo de Medici, sem frétt hafði and- lát Rósu Lindu: — Myndin hefir verið hluti af sál þeirra beggja, sameinast þeim í dauðanum og horfið með þeim inn í eilífðina. Svarti lit- urinn á dúknum er skuggi dauð- ans. Svo gengu þeir út. Fóstra var ein eftir og grét yfir líkinu. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. (1925). —Mbl. BANDALAG MEÐ RÚSSUM, KÍNVERJUM OG JAPÖNUM. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON (SLENZKIR LÖGFHÆÐINGA* á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur afl Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvfkudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, tslenskur Lógfræðingur 845 SOMERSBT BLK. 0 Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur líkklstur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnatfur sá bemtl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarba 03 legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phonei H6 607 WINNIPI6 HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DH. 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TKACHKH OF PIANO 8S4 BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinuJ Sími: 96 210. HeimUls: 33S2S Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggaare and Pnrnitore MotIh 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Arrnast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. falenxkur lÖKÍrœVingnr Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. 1 enska blaðinu Daily Tele- graph birtist grein frá frétta- ritara þess í Aaustur-Asíu um nýja samninga milli Rússlands og Kína. Telur hann að samn- ingurinn sé ekki gerður af fjandskap við Japani, heldur muni Rússar ætla sér að koma á samkomulagi milli Japana og Kínverja, ef tilraunir Þjóða- bandalagsins mishepnast. Séu margir þeiirar skoðunar, að ef þetta takist, þá muni Rússar, j Kínverjar og Japanir gera með sér bandalag. Alþ.bl. Talslml: 28 88» DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block Portage Avenue WINNIPM BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stlllir Planos <ig Orgel Siml 38 345. 594 Alverstoiie St.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.