Heimskringla - 22.02.1933, Síða 2

Heimskringla - 22.02.1933, Síða 2
2. StÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. FEBR. 1933 ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR STEFÁNSSON Æfiminning. Að morgni þriðjudagsins. síð- astliðinn 17. janúar, andaðist Þorbjörg Jónsdóttir Stefáns- son, háöldruð, að heimili sonar síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs. J. Stevens, Blaine, Wash. Hún fæddist að Álfgeirsvöll- um í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu, 20. febrúar 1844. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Pálsson, Einarsson- ar, ættaður undan Jökli, og Margrét Halldórsdóttir frá Stafni í Svartárdal. Þau bjuggu lengi að Miðvatni. Þessi systkini Þorbjargar eru á lífi: Þorgrímur Jónsson, Akri við Riverton, Man. Páll Jónsson í Kjarna í Geys- isbygð, Man. Engilráð Sigurðsson, Selkirk, Man. Þorbjörg var tvígift. Hét fyrri maður hennar Stefán Stefáns- son; hann var bróðir Jóns Ste- fánssonar, er lengi bjó á Völl- •um í Hólmi, eru þeir taldir ætt- aðir úr Fljótum. Böm Stefáns og Þorbjargar urðu 4: 1. Margrét, gift C. Wólf, hér- lendrar ættar, San Francisco. 2. María, giftist Hannesi An- dej’son, bæði dáin. 3. Jón, kvæntur Jórunni Ás- mundsdóttur, Þorkelssonar, frá Minniborg í Grímsnesi, búsett- ur í Blaine, Wash. Jón er kunn- ur fyrir blómarækt sína og feg- urðarsmekk. Hann tók sér fjöl- skyldunafnið Stevens, og fyrir því var Þorbjörg heitin löngum kölluð “amma Stevens”. 4. Kristín, giftist Jóni Jóns- syni, hálfbróður Mr. Tómasar Björnssonar í Geysisbygð, bæði dáin. Stefán og Helga bjuggu að Kirkjubóli í Seyluhreppi, og síð- ar að Leifsstöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Þar dó Ste- fán og brá Þorbjörg þá búi. Árið 1885 fluttist hún vestur um haf með seinni manni sín- um, sem varð, Sigurði Stefáns- syni, bróður Halldórs Stefáns- ■sonar, er lengi var á Víðimýri. Þau munu hafa gift sig í Win- nipeg, þegar vestur kom. í Win- nipeg dvöldu þau fá ár. Fluttu þaðan til Geysisbygðar og tóku þar bólfestuland. Árið 1902 flutt ust þau vestur á Kyrrahafs- strönd; voru fyrst tæp 2 ár í Iiallard (Seattle), og settust síðan að í Blaine, Wash. Dvöldu þar bæði til dánardægurs. Þeim varð eigi barna auðið. Sigurður dó 22. nóvember 1922. Síðan bjó Þorbjörg lengst af ein í litlu húsi, er hún ávalt hélt mjög hreinu og vistlegu. Þann 5. julí, 1931 veiktist hún af ellisjúkdómi þeim, er að lok- um leiddi hana til bana. Fékk hún eigi lyft höfði frá kodda í hálft annað ár. Lá hún að heimili Jóns sonar síns, og naut þar þeirrar hjúkrunar og ást- úðar. er kunnugir dáðust að. Virtist banalegan ekki að sama skapi þungbær, sem hún var löng, og lauk sem væri í sælli svefnró. Æfiskeiðið varð 88 ár og 11 mánuðir tæpir. Barnabörn Þor- bjargar eru nú 12 á lífi, en jjeirra börn 18. Fram á andlátsstund bar út- lit hennar þess vott, er þeir segja, er sáu hana unga, að hún hafi verið frábær myndarkona í sjón — fríð, há og íturvax- in. Sálaratgervi hennar var og gott, bæði um greind og hjarta- lag. Að hætti ágætra íslenzkra kvenna, var hún trygg og vin- föst, og vildi grönnum sínum alt. gott gera — oft yfir efni fram Eiginmannsmissi og fá- tæktarkjör á ættjörðinni ollu því, að börn hennar, öll nema hið elzta, Margrét, ólust eigi upp hjá henni. Eigi að síður naut hún af þeirra hálfu bæði elsku og skyldurækni. Söng unni hún og ljóðum, og var laglega hagmælt, þótt lítið flík aði hún því. Trúarskoðun henn- ar mun verið hafa, — að minsta kosti síðari árin, — víðsýn og kreddulaus, eins og sæmir ætt- göfugum og vel gefnum íslend- ingum. Á þeim skyldi sannast — og mundi sannast, væri þeim gefið ráðrúm til þess — þetta sem Þ. Þ. Þ. segir bæði satt og vel: “Bjartsýnin bezta barnatrú þín hóf í hærra gildi. Sanngöfgar sálir sértrú hverja Ijóma eigin Ijósi.” Jarðsetningin fór fram frá út- fararstofu Blainebæjar fimtu- daginn 19, janúar, með aðstoð undirritaðs. Var viðstaddur fjöldi vandamanna og vina. Blaine, 14. febr. 1933. Fr. A. Friðriksson. ÞÆTTIR ÚR SPÁNSKRI BÓKMENTASÖGU. Vesturgotar á Spáni. Eins og áður hefir verið drep ið á, gerðu nágrannaþjóðir Spánverja bæði að norðan og sunnan nokkrar tilraunir til að brjótast inn í landið, og því á- gengari urðu þær, sem ríki Rómverja stóð valtara fæti, unz landvarnarlið keisarans fékk ei við neitt ráðið og varð að láta hverja landspilduna af annar af hendi við innrásarþjóðirnar. Mest hættan stafaði af þjóð- um þeim, sem bjuggu fyrir norð an Rómaveldi. Kölluðu Róm- verjar þær einu nafni “barb- ara”, og hafði það orð fyrst framan af ei þá niðrandi merk- ingu, sem það hefir nú, heldur var það hljóðhermi, sem átti að tákna hin óskiljanlegu hljóð, sem útlendingar þessir gáfu frá sér. Þeim var og gefið nafnið “germanir”. Mun það vera kom ið úr máli keltneskra þjóða, er bygðu Gallíu, og þýðir þar “ná- árásum óvinanna. Trúarbrögð kyntust verzl gerðu , c þeirra voru með líku móti og kröfur til lítsþæginda, brey hinn forn-íslenzki átrúnaður, liáttum sínum í klæðaburði og svipaði þeim að mörgu leyti mataræði í samræmi við þ til trúarbragða frumbyggja sem tíðkaðist meðal lands- Spánar, íberanna. En German- ir létu fljótt kristnast, einkan- lega þeir, sem koma við sögu Spánar. Þeir germönsku þjóðflokkar, sem fyrst brutust inn á Spán, manna. Fáar nýjungar fluttu þeir með sér í staðinn, og urðu áhrif þeirra lítil eða engin, er stundir liðu. Þannig varðveittu þeir tungu sína gotneskuna, að eins skamma hríð, tóku smám nefndust Vandalir, Alanar og saman UPP latínumál í stað grannar”. En þótt þeir gengju undir sama nafni hjá Róm- verjum, var fjárri því að þeir mynduðu eina þjóðarheild. Skiftust þeir þvert á móti í ýms- ar meira og minna fjarskyldar þjóðir, og þær aftur í margar ættkvíslir, sem voru að mestu leyti óháðar hver annari. Fyrstu upplýsingarnar, sem kunnar eru um þessar þjóðir, er að finna í ýmsum fornaldar- ritum latneskum og grískum, og eru það tilvitnanir úr glöt- uðu riti eftir gríska stjörnufræð inginn og siglingamanninn Py- teas, sem lifði um miðja öld f. Kr. Gerði hann út leiðangur frá Marseille norður í höf, komst alla leið til Thule, sem mun hafa verið ein af Hjaltlands- eyjunum eða jafnvel ísland, og sigldi svo þaðan inn í Eystra- salt. Hitti hann þar fyrir Ger- mana. í fyrstu lifðu þeir flökku lífi, höfðu engan fastan verxi- stað, en lögðu fyrir sig veiðar og kvikfjárrækt. Síðar tóku þeir sér fasta bústaði, bygðu sér hús og lifðu saman í smáþorpum og tóku að leggja stund á ak- uryrkju. Loks höfðu mök þeirra við rómversku nágrannan þær afleiðingar, að þeir komust smá saman á hærra stig menningar, lærðu að notfæra sér leir til húsagerðar, og bygðu regluleg- ar borgir með suðrænu sniði. Germanir voru yfirleitt háir vexti, þreknir og ljósir á hár og hörund. Karlmenn fengust aðallega við hernað og veiðar, en létu konur og þræla hafa á hendi heimilisstörf og akur- vinnu. Klæðnaður þeirra og vopn voru mjög ófullkomin, áð- ur en þeir lærðu aðra betri gerð af Rómverjum. Þegar þeir lögðu í hernað í því skyni að leggja undir sig ný lönd og flytja þangað búferlum, fylgdi hernum allur landslýður og ferð uðust konur og böm í stórum vögnum, er stundum voru not- aðir í orustum til hlífðar gegn Svevar. Komu þeir austan af Ungverjalandi og Þýzkalandi, fóru yfir Frakkland með báli og brandi og náðu með aðstoð rómyersks herforingja, sem gert hafði uppreisn gegn keisaran- um, að komast hindrunarlaust inn á Spán. Lögðu þeir mikinn hluta skagans undir sig og dreifðust um landið (árið 409). Ekki festu þeir þó yndi þar og áttu í sífeldum erjum sín á milli. Fóru svo leikar að Alanar hurfu alveg úr sögunni sem sjálfstætt þjóðarbrot, og Vandælir fluttu yfir til Afríku með alt sitt og stofnuðu ríki, þar sem nú heitir Marokko, Álgier og Tunis. Voru þá Svevar einir eftir á Spáni. Bjuggu þeir í norðvestur hluta landsins, þar sem nú heitir Gali- sía, og stóð ríki þeirra þar í nálega tvær aldir, ef/a þangað til Vesturgota lögðu það und- ir sig. Vestgotar þessir voru einnig germanskir, komnir aust an af Ungverjalandssléttum, og flyktust þeir suður á Spán fimm árum eftir innrás þeirra Sveva og Vandæla, en höfðu farið her- skildi yfir flest lönd rómverska keisaradæmisins, og tekið Róm sjálfa. Lögðu þeir nú smám saman allan Pyreneaskagann undir sig, fyrst í nafni keisar- ans, en að lokum fyrir sjálfa sig ,og stóð ríki þeirra þar með blóma í þrjár aldir, til þess er Serkir stigu á land á Spáni (ár- ið 711). hennar, og telja sumir, að got- neska hafi alveg verið undir lok liðin, er Arabar lögðu Spán undir sig. Tiltölulega fá orð úr þvf máli hafa verið tekin upp í spönskuna, en hins vegar eru allmörg spönsk mannanöfn og staða af gotneskum uppruna. í trúarefnum urðu áhrif Vest- gota ennþá minni. Hinum forna átrúnaði sínum á nátt- úruöflin, eða persónugerving- ar þeirra, höfðu þeir hafnað fyrir kristna trú, en af pólitísk- um ástæðum aðhyltust þeir síð- ar kenníngar Arriana, og loks var kaþólsk trú aftur í lög tek in, án þess að þessi trúarbragða skifti hefðu tiltakanlegar deil- ur í för með sér. Á einu sviði má þó segja að Vestgotar hafi látið til sín taka og unnið þarft verk öldum og óbornum, en það er í lögspeki og stjórnfræði og mun síðar vikið að því. — Menningarástandið versnaði st.órum við það að Rómaveldi féll í mola, og skipulag það, er ríkt hafði í landsstjóm og hér- aöa. Skólamir hurfu úr sög- unni og fræðslu var nú ekki að hafa annarstaðar en hjá þeirri einu stétt, sem að jafnaði fékst við annað en stríð og hemað sem sé prestastéttinni. í kirkj- um og klaustrum störfuðu nokk urskonar skólar, þar sem ekki var eingöngu veitt tilsögn kristnum fræðum, heldur einn- ig í öðrum greiríum. Þá var að menn áafi brugðið því fyrir ig alt fram á 7. öld. í stað þess tóku menn upp latínuletur með sérstöku sniði, sem síðan hefir vmist verið nefnt gotneskt eða kent við Toledo, höfuðborg Vest 'ota. í fyrstu voru aðeins not- aðir upphafsstafir, og með slíkri skrift eru elztu handrit. Skrif- að er ýmist á bókfell eða eins- konar pappír, sem var búinn til úr blöðum papyrusplöntunnar. í kirkjum og klaustrum bæði Arríanna og kaþólskra manna voru til stór bókasöfn, og feng- ust margir munkar við að af- ríta bækur — þær, sem mest voru eftirsóttar, — í fjölda ein- taka. Sölu þeirra önnuðust bókabúðir, með líku sniði og þegar höfðu tíðkast í tíð Róm- verja. Vísir. tekiö upp á þeim sið, í samræmi íbúar Spánar voru þegar mjög við siðareglur kirkjunnar, að blandaðir að uppruna, er Vest gotar og frændþjóðir þeirra sett ust að í landinu. Og úr því varð ruglingurinn enn meiri þótt kynblöndunin væri ekki ör fyrst í stað, því að lög Vestur gota bönnuðu þeim að giftast útlendinugm. Síðar var það bann afnumið og sömu lög í því efni sem öðrum látin gilda fyrir alla landsbúa. Alt fyrir það var mikið djúp staðfest milli hinna ýmsu kynflokka. Vest- gotar skoðuðu sig sem yfir- þjóð, litu smáum augum spánsk-rómönsku íbúana og Gyðinga, sem fluzt höfðu í stór hópum til Spánar og voru nú ofsóttir og fyrirlitnir. Flestir höfðingjar og hirðmenn voru gotneskir, og lengi vel mátti enginn gegna opinberri stöðu, nema hann hefði sítt hár, en það var eitt af því sem einkendi gotneska aðalinn. Hélzt það við lengi á Spání, að þeir menn þóttu tignastir, sem gátu rakið ætt sína til Vestgota. Og enn ganga spánskir aðalsmenn, eða þeir, sem “blátt” blóð rennur í æðum, undir nafninu “los godos” þ. e. Gotar (í Argentínu er það heiti haft um Spánverja yfirleitt í niðrandi merkingu, vegna þess, að þeir þykja hreyknir af ættgöfgi sinni, og finst lítið til koma hinna ætt- smáu Ameríkumanna.) * * * Eins og Vestgotar stóðu yf- irleitt framar öðrum íbúum Spánar í öllu því, er laut að hernaði og líkamlegri atgervi, að sama skapi voru þeir eftir- bátar hinna í andlegum efnum. Laut starfsemi þeirra mestöll að hernaði og stjórnmálum, og verður ekki sagt að með þeim hafi borist nýir menningar- straumar inn í landið. Aftur á móti færðu þeir sér í nyt leifar hinnar rómversku menningar, og lærðu margt af Spánverjum, sem stóðu þeim framar að kunn áttu í flestum greinuríi. Má þar meðal annars nefna að þeir tóku nú upp iðnað og verzlun, bafa drengi og stúlkur ekki sam an í bekk, heldur hver í sínu lagi, og hafði það þau áhrif að kvenfólk varð afskift í skóla- mentun og hlaut í flestum til- fellum að láta sér nægja þá uppfræðslu, sem heimilin gátu lá.tið í té, en hún var bæði lítil og .stopul, meðan hinar sífeldu styrjaldir geysuðu um landið og hindruðu menningarlega við- reisn þjóðarinnar. Það voru Gyðingarnir á Spáni sem fyrstir komu á fót vísi til háskóla, með því fyrirkomulagi sem síðar varð alment, að kenn ararnir voru ekki látnir yfir- heyra nemendurna, heldur lásu þeir í áheyrn þeirra hin merk- ustu rit og útskýrðu þau. Á Rómaröldinni störfuðu mjög margir íþrótta- og leik- fimisskólar, en nú lögðust þeir niður, vegna þess að Vestgotar iökuðu ekki aðra líkamsment en þá, sem að einhverju leyti gat æft þá í vopnfimi eða her- kænsku, eins og t. d. burtreið- ar (turniment). Ein af ástæðunum fyrir því, hve öll menning átti erfitt upp- dráttar á þessu tímabili var og það, hvað landslýður var sund- urleitur. Hann skiftist í þrjá ílokka eftir tungumálum. Yfir- þjóðin gotneska talaði, að minsta kosti framan af, got- nesku; afkomendur Rómverja, og þeir, sem höfðu tileinkað sér rómverska menningu, töluðu latínumál, en baskneska var töl- uð af nokkrum ósiðuöum ætt- kvíslum í norðurhéruðum lands ins. Aðeins tvö hin fyrnefndu voru ritmál. Gotneska letrið, er oft er kent við Ulfila biskup eða jýðingu hans á biblíunni, var myndað upp úr rúnaletri og gríska stafrófinu. Með því voru ritaðar bækur Arríana, en hinn rómverski 'hluti þjóðarinnar not aði latínuletur. Eftir það að ka- þólsk trú hafði verið í lög tek- in, var arríönskum bókum tor- tímt hvar sem til náðist, og þvarr þá óðum notkun gotneska letursins, þótt fyrir hafi komið, FRÁ 27.- fSLANDI -30. jan. Bruni á Akureyri. Laust fyrir kl. 7 í gærkvöldi varð vart við eld í vörugeymslu- húsi klæðaverksmiðjunnar Gefj- unnar við Glerá á Akureyri. Brunalið Akureyrar var þegar kvatt til, en þegar það kom, var eldurinn orðinn svo magnaður að ekki tókst að slökkva hann og brann húsið til kaldra kola. Bandaríkin og víðar í Ameríku, og geysar nú á Englandi og meginlandi Evrópu, er komin hingað til lands. Hefir hún þeg- ar náð fótfestu á landinu í 2 stöðum, í Hafnarfirði, og á Ás- mundarstöðum á Sléttu norð- ur. Þórður Edilonsson héraðs- læknir í Hafnarfirði, hefir lýst yfir því, að það sé talinn venju- legur tími, frá því að menn smitist af inflúenzu og þangað til þeir veikjast, 2—3 dagar. . Og þegar Sviði kom til Hafn- arfjarðar, eftir 5 daga ferð frá Englandi, og enginn var veikur um borð, var skipverjum leyft 'að fara í land. En reynslan hef- ir nú sýnt að menn geta geng- ið lengur með smitun en 2—3 daga án þess að sýkjast, því að einn af skipverjum Sviða veikt- ist á sjötta degi frá því að skip- ið fór frá Englandi. I þessu sam bandi er líka rétt að geta þess hvernig fór um Ver. Hann var álíka tíma frá Englandi og Sviði en tók ekki land, heldur fór á veiðar; kom svo inn eftir tvo daga, vegna þess hve margir skipverjar höfðu veikst af in- flúenzu. Þessi tvö dæmi um Sviða og Ver sýna það, að menn ganga lengur með smit- unina, heldur en landlæknir hef ir gert ráð fyrir. Þess vegna megum vér bú- Aðalvörugeymsla og klæða- geymsla verksmiðjunnar var í ast við því að veikin sé hingað þessu húsi, og mun litlu engu hafa verið bjargað. sem komin og gjósi upp bráðlega. Og eftir því sem hún hefir ihag- Hús þetta var járnvarið timb-: að sér erlendis, má búast við urhús og stóð vestan við verk-' því að menn veikist hrönnum smiðjuhúsið, nálega 20 metra frá því. Verksmiðjuhúsið sak- aði ekki. Um upptök eldsins var ekki kunnugt í gærkvöldi. * * * Bruni í Leiru. 30. jan. Um kl. 5 í gærkvöldi kom upp eldur í Bakkakoti í Leiru og brann hann til kaldra kola á skömmum tíma. Um upptök eldsins er ekki enn vitað með vissu. Þetta var timburhús einlyft, og ætla menn helzt að eldurinn hafi komið upp í svefnherbergi, frá ofni þar. Ábúandinn á Bakkakoti heit- ir Jóel Jónsson og bjó hann þar með konu sinni og fimm börn- um. Fleira fólk var ekki á heim- ilinu. Enginn var heima þegar eldur inn kom upp. Var húsfreyjan saman, að allir á mörgum heim ilum leggist samtímis, og heim- ilin verði ósjálfbjarga um sinn. Ver skal ekki spáð. Vér munum enn “spönsku veikina” og ýmsan inflúenzu- faraldur síðan, og þess vegna er nauðsynlegt að gera nú þeg- ar ráðstafanir til þess að mæta þessari inflúenzu. Mbl. * * * HALLDÓR HANSEN dr. med. Doktorspróf Halldórs Hansens fór fram i gær í neðrideildar- salnum í Alþingishúsinu. Er það hvorttveggja, að doktors- próf eru hér ekki á hverjum degi, enda var salurinn troð- fullur af áheyrendum og sval- irnar af stúdentum. Athöfnin hófst kl. 1 og stóð í fullar 4 klst. Próf Guðm. Hann- nýfarin að heiman ásamt elzta j esson stýrði henni, vegna þess barninu, en húsbóndinn var úti að Jón Hj. Sigurðsson, deildar- í hlöðu og voru hin börnin hjá honum. Eldsins varð fyrst vart þann- ig, að frá Kötluhóli sást reykur þar. Var þá safnað mönnum og er á vettvang var, komið, var eldur ekki magnaður, en reykur svo mikill í húsinu að ólíft var inni. Litlu tókst að bjarga af innanstokksmunum, enda stóð húsið í ljósum loga rétt eftir að menn komu þangað. Vatns- geymir var skamt frá húsinu, og var þangað sótt vatn til þess að reyna að slökkva og halda eldinum í skefjum. Ebki tókst þó að slökkva eldinn í húsinu, en hlöðu og fjös, sem er skamt þaðan, tókst að verja með dugn aði þeirra manna, er þar komu að. Borgunblaðið átti tal við síma- stöðina á Leiru í gærkvöldi. Var þá sagt að enn logaði í rústun- um: voru kol geymd í kjallar- anum, og hafði eldurinn þá læst sig í þau, en engin hætta var talin að hann mundi ná til ann- ara húsa. Fólkinu í Bakkakoti var kom ið fyrir á næsta bæ, og var það þar í nótt. Eftir því sem blaðið hefir frétt, mun bæði húsið Bakka- kot og innbú þar hafa verið vá- trygt. * * * Inflúenzen. 27. jan. Það er nú komið á daginn, að inflúenzan, hin bráðsmit- andi pest, sem gengið hefir um forseti, var annar af andmæl- endum. Um leið og hann setti samkomuna gat hann þess, að þetta væri fyrsta doktorsritgerð in í læknisfræði, er háskólanum hefði borist. Þá tók doktorsefnið til máls og sagði frá tildrögum bókar sinnar. Hafði hann skömmu eftir próf tekið að stunda sér- nám í meltingarkvillum erlendis, og rak sig þá fljótlega á það, að margt var enn á huldu í þess um fræðum og orsakir margra meltingarsjúkdóma lítt þektar. Vaknaði þá hjá honum sterk löngun til þess að reyna að ráða einhverja af þessum ráðgátum. Hefir þetta ekki gengið úr huga hans síðan og orðið tilefni til doktorsritgerðar hans. Þá tók, próf. Jón Hj. Sigurðs- son til máls. Lýsti hann fyrst all-ítarlega efni bókarinnar, og þar næst rakti hann hvert at- riði eftir annað, sem honum þóttu að einhverju leyti athuga- verð. Hann kvartaði meðal ann- ars yfir því, að bókin væri ó- þarflega langdregin og erfið af- lestrar, að registur fylgdi ekki, , en sérstaklega þótti honum höf. of trúaður á berklaveikina sem aðalorsök þessa kvilla. — Væri ekki laust við að hann kæmi fram sem málafærslumað ur fyrir sinni skoðun. Var þetta langt og skörulegt erindi, en margbrotnara en svo, að hér verði nánar frá sagt. Næst tók doktorsefnið til máls, svaraði aðfinslum J. Hj.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.