Heimskringla - 22.02.1933, Page 3

Heimskringla - 22.02.1933, Page 3
WINNIPEG 22. FEBR. 1933 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. Phone 22 »»S I'hone 25 2.T. HOTELCORONA 20 Itoomfi With Bath Hot and Cold Water in Bvery Room. — $1.50 per day and up Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA S. og færði rök fyrir sínu máli. Var það ekki annara en lækna að leggja nokkurn dóm á deilu- atriðin, enda um “mjTkan skóg að villast.’’ Þá tók próf. Guðm. Thorodd- sen til máls. Hann hagaði máli sínu á þann veg, að hann tók flesta aðalkafla bókarinnar hvem fyrir sig og lagði jafn- framt spurningar fyrir doktors- efnið, eða bað um frekari upp- lýsingar um vafa-atriði. Svar- aði doktorsefnið jafnóðum. Nú var það bæði að bókin var löng og efnið margbrotið, enda var þetta löng viðureign. Þó bæði J. Hj. S. og G. Th. hefðu ýmislegt að athuga við mörg atriði, þá lofuðu þeir höf. fyrir áhuga hans, dugnað og lærdóm. Að lokum þakkaði doktors- efnið fyrir góð orð í sinn garð og óskaði háskólanum ails góðs gengis. G. H. mælti síðast nokkur orð. Kvað hann bók H. H. vera “Menetekel” fyrir íslenzka lækna og sýna hvað þeir gætu gert þrátt fyrir alt annríki, að hún væri háskólanum til sóma en ómissandi handbók fyrir lækna ,hér og erlendis, sem fást við þessi efni. Afhenti hann síðan Halldóri Hansen doktors- skjalið. GULLLIÐ OG SUÐUR-AFRiKA Það þótti tíðindum sæta þeg- ar Suður-Afríku lýðveldið hvarf frá gullinnlausn um áramótin, en þetta kom þó ekki á óvart þeim, sem fylgst höfðu með í stjórnmáladeilunum þar og fjár- málunum. En tíðindum sætti þetta vegna þess, að þar sem Suður-Afríka framleiðir landa mest af gulli, þá hefir það sér- staka þýðingu fyrir hana að gullið haldi kaupmagni sínu. Hver hækkun gullverðsins eyk- ur gildi Randnámanna, því að fyrir hverja únzu af gulli, sem þaðan kemur, fæst þá meira af vörum en áður. Og þetta er á- stæðan til þess að Suður-Afríka hóf aftur gullinnlausn, rétt eft- ir stríðið, að ráðum dr. Kem- merers og annara. og hóf að slá gullmynt í myntsláttunni í Pre- toría. Þegar Bretar hófu aftur gull- innlausn árið 1925, var aðeins um að ræða mótað gull, en gullmynt var engin í umferð. Einu gullpeningarnir — sover- eigns og half-sovereigns — er slegnir hafa verið eftir stríðið, hafa komið frá myntsláttunni í Pretoria. En þegar Bretar hurfu aftur frá gullinnlausn haustið 1931, var því spáð, og menn biuggust við því í Lond- on, að Suður-Afríka mundi fara að dæmi þeirra. En forsætis- ráðherrann, Herzog hershöfð- ingi, er foringi hollenzka flokks- ins og sá flokkur kærir sig ekk- ert um að fvlgja Bretum, hvorki í stjóríimálum né fjármálum, enda þótt Suður-Afríka taki alt af lán í London, þegar hún er í fjárþröng. Afleiðingin af því, að Suður-Afríka fór ekki að dæmi Breta varð sú, að seinustu fimtán mánuði var suður-afrík anska guilpundið í hærra verði heldur en enska pundið og verð ið var jafn stopult og breytilegt eins og gildi ameríska dollars- ins gagnvart pundinu. Bændurnir í Suður-Afríku og flestir þeirra eru af hol- lenzku bergi brotnir, gerðust brátt órólegir, því að verðfall varð gífurlegt á útflutnings- vöru þeirra, sérstaklega ull og ávöxtum, Herzog forsætisráð- herra greip þá til verndartolla og verðlauna fyrir útflutning, pn ve-ndartollarnir urðu til þess að hækka verð á iðnaðarvörum og öllum öðrum vörum, sem Búar verða að flytja inn. Út- flutningsfirmu urðu að selja vörur sínar með gangverði á Heimsmarkaðinum, en framleið endur urðu að kaupa erlendar vörur með uppskrúfuðu verði, vegna tollanna. Búar framleiða t. d. ekki nóg af hveiti og kart- öflum handa sjálfum sér, og verndartollamir hafa nú hækk- að verðið svo rnjög,, að fyrir eitt sterlingspund er hægt að fá helmingi meira hveiti, eða þrisvar sinnum meiri kartöflur í Englandi, heldur en fyrir eitt gullpund í Suður-Afríku. Fatn- aður og allar iðnaðarvörur eru líka miklu dýrari í Suður-Afríku en á Englandi, þrátt fyrir það enska pundið er lækkað um nær 30 prósent, í hlutfalli við suður-afríkanska pundið. Nýskeð kom út ritgerð í Jo- hannesburg um fjármálaástand ið í Suður-Afríku. Höfundurinn er nafnkunnur þjóðhagsfræð- ingur og hefir lagt mikið fé í gullnámur og landbúnað. Hann segir að betri hafi orðið útkom- an á rekstri þeirrar gullnámu, sem hann á í, árið 1932, heldur en nokkru öðru ári síðan 1913. En á hinn bóginn “eiga allar iðngreinir, demantanámurnar og kolanámurnar í vök að verj- ast, og bændur hafa aldrei ver- ið jafn aðþrengdir og nú”. — Hann lætur þess síðan getið, að gullnámið sé ein helzta tékjulind ríkisins. Árið 1931 var hagnaður af gullgreftinum 11 Yz miljón gullpunda, en af því runnu 3Vá miljón í ríkissjóð. Afganginn fengu hluthafar í Suður-Afríku og á Englandi. Árið 1928 sagði embættismað- ur í fjármálaráðuneyti Suður- Afríku, að þriðjungurinn af öll- um tekjum ríkisins kæmi beint og óbeint frá Rand-gullnámun- um. Seinna fór hagfræðis pró- fessor að rannsaka þetta, og komst hann að þeirri niðurstöðu að um helmingur af öllum tekj- um ríkis og bæjarsjóða kæmi beint eða óbeint frá gullnám- unum. Sú hefir orðið raunin á í Suð- ur-Afríku, eins og alstaðar ann- arstaðar, að útgjöld ríkissjóðs hafa farið hækkandi — úr 12 miijón punda árið 1912 upp í 35 miljónir punda árið sem leið. Síðan 1910 hafa ríkisskuldir hækkað úr 158 í 274 miljónir punda. íbúar ríkisins eru taldir aðeins 8Í4 miljón, en þar af eru 6,400,000 blökkumanna. Útlitið er ískyggilegt, því að þrátt fyrir bættar vélar og vinnuaöferðir til þess að ná í málma djúpt í jörðu, lítur svo út sem Randnámurnar sé bráð- um þurausnar að gulli, og fram- leiðsian hlýtur innan skamms að fara minkandi. Og þegar fram í sækir, verður Suður- Afríka að treysta mest á það, sem hún getur flutt út af ull, á- vöxtum, kolum, kvikfénaði o. s. frv. Enn verður ekki sagt um það hvort stjórnin getur setið við völd áfram, eða hvernig hún ætlar að viðhalda genginu, ef hún situr áfram. Framsýnir menn þóttust þegar fyrir nokkru sjá að hverju fór, og byrjuðu þá þegar að breyta fé sínu í breska seðla eða annan erlendan gjaldeyri. “Flóttinn frá afríkanska pundinu” byrjaði, og menn tóku út gull í stríðum straumum í bönkunum tíl þess að geyma það. Þess vegna var það að stjórnin tók þá ákvörð- un “að leysa Reservbankann undan þeirri skyldu “að leysa inn seðla með gulli”, svo að viðhöfð sé hennar eigin orð. Að vígu þarf þetta ekki að þýða hið sama og það, að Suður-Afríka hætti við gullmyntfót. Eftir áramótin var hægt að kaupa 100 ensk pund fyrir 70 Suður- Afríkupund. Getur stjórnin því staðið sig við að lækka gull- gengi seðla sinna um 30% og taka síðan aftur upp gullinn- lausn. — Lesb. Mbl. .iUAIPRO I i liv A iSLANDI. -.tir Bjarna AgL.stsson Meehle Öllum, sem nokkra þekkingu hafa á skíðaíþrótt, kemur sam- an um það, að hún sé bæði skemtileg og gagnleg. En við skulum nú fyrst líta á skemti- legu hliðina. Það má með sanni segja, að engin íþrótt, sem bor- ist hefir hingað til lands, hafi náð svo mikilli útbreiðslu á svo skömmum tíma eins ög þessi hressandi og fjöruga íþrótt, og gefur þessi mikli áhuga ís- lenzkra æskumanna vonir um góðan árangur áður en langt um líður. Það var fyrst á ár- inu 1929, að áhugi fyrir skíða- íþrótt fór að vakna meðal ís- lendinga, og þessi áhugi Ihefir stöðugt farið vaxandi og lang- mestur var hann í fyrra vetur. Það er von mín að þessi vax- andi áhugi nái hámarki sínu inn an fárra ára, og þá geta íslend- ingar fyrst séð, hvaða þýðingu það hefir fyrir þjóð að eiga góða og áhugasama skíðamenn. Við eigum ekki að vera svo stolt ir, að við ekki veitum móttöku þessu töfrandi seiðmagni og bjarta brosi, sem hin snævi þöktu íslenzku fjöll senda okk- ur frá hausti til vors. Suður- Evrópuþjóðirnar kunnu að meta snjóinn. Þær þyrpast í stórhóp- um norður í snjóinn á veturna og æfa sig þar kappsamlega á skíöum. En þeir, sem ekki hafa tima eða peninga til að ferð- ast þangað norður, þeir æfa sig heimafyrir. Slíkir skíðamenn eru hverri þjóð til sóma. En við sem hér á íslandi höfum snjó dag eftir dag, viku eftir viku, og jafnvel mánuð eftir mánuð, við förum ekki nema einu sinni eða tvisvar, flestir þó líklega aldrei, á skíði allan veturinn. Nei, heldur vill æskulýðurinn labba fram og aftur með hend- urnar í vösunum og sígarettu í munnvikinu. Það eru margir sem halda því fram, að sundið sé sú nytsamasta og bezta í- þrótt, og ef til vill er það rétt. En eg vil setja skíðaíþróttuna jafnhátt sundinu og þær íþrótt- ir eru líka að vissu leyti skyld- ar. Eins og sundið, reynir skíða íþróttin á allan líkamann, bæði brjóst, handleggi, læri og fót- leggi, og fyrir skólafólk eða yfirleitt fólk, sem hefir miklar kyrsetur, eru þessar tvær íþrótt ir bráðnauðsynlegar ekki sízt skíðaíþróttin. Fyrir skömmu ræddi eg um skíðaíþróttina við nokkra ís- lenzka drengi. Einn þeirra spurði mig hvort skíðaíþróttin gæti ekki verið hættuleg. Eg svaraði: “Mitt álit er að hún sé í raun og veru hættuminni en flestar aðrar íþróttir, sé hún rétt með farin.” “En hvað er þá að misnota skíðaíþróttina?” spyr einn þeirra. — “Að mis- nota skíðaíþróttina er að byrja of geyst, ætla sér of mikið á meðan maður hefir ekki feng- ið fult vald yfir skíðunum.” — Það er eflaust miklu hættu- legra fyrir unglinga, að sitja inni á kaffihúsum kvöld eftir kvöld, og anda þar að sér öllum þeim reyk og öllu því ólofti, er þar er, og svo er slíkt að mis- nota sjálfan sig. Eg ætla að koma með eitt lítið dæmi um það, hvaða fjár- hagslega þýðingu það getur haft að vera góður skíðamað- ur. Það var 15. janúar 1928, að skíðamótið í Holmenkollen átti að fara fram. Þar voru samankomnir allir beztu skíða- menn Noregs, og þar á meðal Sigmund Ruud. 9,000 áhorfend- ur voru viðstaddir. Kl. 9.30 var lagt af stað í 30 km. skíða- göngu. Þátttakendur voru 115. Sigmund var sá 70. í röðinni þegar lagt var af stað, en sá 10., þegar kpmið var að marki, og rann skeiðið á skemstum tíma. Ólafur krónprins var sá 8. í röðinni. Klukkan tvö fóru fram skíðastökk. Sigmund var þar einnig fremstur. Stökk 59 metra. — “Kvenbikarinn” fékk hann einnig fyrir fegurst stökk, og að lokum fékk hann kon- ungsbikarinn, sem eru dýrmæt- ustu og beztu verðlaun, sem hægt er að fá. Hann hafði nú fengið verðlaun sem svaraði til 1100 kr. í peningum, og mega það heita góð daglaun. — Þeir, sem vilja kallast góðir skíða- menn, þurfa að stunda bæði skíðagöngu og stökk. Nú skal eg drepa ögn á ýmsar aðferð- ir og reglur, sem byrjendur þurfa að hafa í huga: 1. Það fyrsta, sem læra þarf er að halda rétt á stöfunum og læra að beita þeirn. 2. Að læra að nota bæði gang skíði og stökkskíði. 3. Ganga hratt og liðlega á jafnsléttu og á móti brekkunni, og að vera fljótur að stöðva sig og snúa sér við. 4. Vel skal gæta þess að hafa góða og trausta skó og fataút- búnað, um útlitið gerir minna til. En mesti vandinn er þó að bera rétt á skíðin, eftir því hvernig færðin er. Það er eins ástatt fyrir manni sem er að byrja að fara á skíð- um, og á góð skíði, og manni, sem á góð verkfæri og kann ekki að fara með þau. Hvað vantar? þekkinguna á meðferð verkfæranna. Þannig er því var- ið með skíðamanninn, hann vantar góðan kennara. í flest- um löndum, t. d. í Alpafjöllun- um, hefir hver flokkur sinn kennara og oftast nær þann sama ár eftir ár, og þá geng- ur lærdómurinn eins og í sögu. Eins og eg hefi drepiö á hér að framan, er það nauðsynlegt að kunna eitthvað á skíðum og kunna að fara með þau. Það kemur svo iðulega fyrir að bíl- ar og hestvagnar komast ekki fyrir snjó. Tökum eitt dæmi: Fjölskylda býr uppi á afskekt- um bæ. Einhver heimilismaður verður alvarlega veikur, svo að sækja verður lækni. Úti er klof- snjór, ófært bílum og gangandi mönnum. Hvað á að taka til bragðs? Það eina sem hjálpað gat í þessu tilfelli var að fara á skíðum, og ef til vill eru eng- in skíði til á bænum. Annað dæmi: Það er líka uppi í sveit á afskektum bæ. Það þarf að fara til næsta bæjar að ná í mat. Úti er blindbylur og mik- ill snjór yfir öllu. Húsbóndinn leggur af stað í þeirri von að ná til næsta bæjar, en sökum þess að færðin er svo vond gangandi manni, gefst hann upp og verður úti, og það jafn- vel ekki nema hundrað metra frá bænum. Á þessum tveim dæmum má sjá, hverju þýðingu skíða íþróttin getur haft, og þeir sem ekki eru þegar byrjaðir að æfa sig á skíðum, ættu að byrja strax í vetur. Mbl. BETRA EN MORFÍN Dr. Walter C. Alvarez, sem er læknir við Mayoslækningastofu í Rochester í Minnesota líefir nýlega ritað lofgrein um nýtt kvalastillandi meðal ,sem nefn- ist Dehydromorphinone hydro- clorid og er fimm sinnum áhrifa meira heldur en morfin og þó ó- skaðlegt öllum mönnum, því að það hefir ekki hin lamandi á- hrif með sljóleika eftirköstum morfínsins. Meðal þetta var fundið upp í önole-efnasmiðju í Þýskalandi 1926, en hefir verið lítt notað þangað til læknar í Vesturheimi kyntust því. Þeir nota það nú mikið, sérstaklega við sjúklinga sem þjást af ólæknandi krabba- meini. ' f grein dr. Alvarez, sem birt- ist í “Literary Digest”, segir að meðal þetta stöðvi þjáningar miklu fljótar og öruggar heldur en morffn, og sjúklingar, sem neyti þess, geti verið á fótum og gengið að vinnu sinni. Lækn- ingakraft hefir það engan, nema ef vera skyldi að með því væri hægt að venja menn af ofnautn morfíns, og væri það til mikillar blessunar fyrir mannkynið. KÍNVERSKIR HERMENN VERÐA ÚTI Samkvæmt frétt frá Tokio hefir japanskt herlið fundið 380 Kínverja sem frosið höfðu í hel í Mansjúríu við landamæri Þér sem notiS TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gðlfl, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Kóreu. Kínverjar þessir höfðu verið í bardögum við Japana og flúið undan þeim upp á fjalla tind einn. %Þar hófu þeir skot- hríð á Japana og stóð hún því- nær látlaust í hálfan mánuð. En síðan komu kuldar miklir f Mansjúríu og hætti þá skothríð- in. Kínverjar sem fundust, lágu flestir með byssur sínar í skot- stellingum. SKRITLUR Hjálpræðisherskona kom í fangelsi til þess að tala um fyrir föngunum. Hún sagði við einn þeirra: Er það ekki vegna áfengis ástríðu að þér eruð hér?. Fanginn glápti á hana um stund og mælti svo reiður: Lít eg sVo heimskulega út að mér hafi getað dottið í hug að þessi hola væri veitingastofa? * * * Þétur litli (er að virða fyrir sér nýju loðkápu mömmu sinn- ar). Ósköp hefir vesalings skepn an orðið að líða til þess að þú gætir fengið þessa kápu. Mamma: Svei, Pétur að þú skulir tala svona um hann pabba þinn. ÍSLENDINGAMOT Þjóðræknisdeildarinnar “FRÓN” FIMTUDAGINN 23. FEpRÚAR, 1933. í Goodtemplarahúsinu SKEMTISKRÁ: 1. Ávarp forseta. 2. Isl. Söngvar (sex stúlkur í íslenzkum búning) Undir stjórn Miss S. Halldórsson 3. Duet — Mr. og Mrs. Alex Johnson 4. Ræða — Séra Jónas A. Sigurðsson 5. Einsöngur — Mrs. B. H. Olson 6. Kvæði — Dr. Sig. Júl. Jóhannesson 7. Elinsöngur — Mr. Ó. N. Kárdal v 8. Double Quartette — Undir stjórn B. Thorlákssons 9. Veitingar. 10. Dans (Nýju og gömlu dansarnir) Inngangseyrir: 75c Byrjar kl. 8. e. h. Prentun The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VKING PRESS LTD 853 SARGENT Ave., WINNIPEG ^ Sími 86-5S7 \

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.