Heimskringla - 22.02.1933, Side 4

Heimskringla - 22.02.1933, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. FEBR. 1933 íLii’nnskringlct (StojnuS 18SS) Kemur út á hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 Off 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HÍHMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 22. FEBR. 1933 ISLENZKT ÞJÓÐLÍF VESTRA I. Síðast liðið sumar var dálítil hugveKja skrifuð í þetta blað, hvort sem hún hefir nokkra hugi vakið eða ekki, um nauðsýn Islendinga á því, að standa, eins og Björn að baki Kára, á þessum kreppu tímum, að baki öllum þeim stofnunum, sem hér störfuðu á íslenzkum grundvelli. Þar sem ársþing Þjóðræknisfélagsins stendur nú yfir, sjáum vér ekki rúmi blaðsins til annars betur varið, en að bæta hér nokkru við þær hugleiðingar. Það er enginn efi á því, að margir líta svo á, sem Þjóðræknisstarfsemi öll sé unnin fyrir gýg, vegna þess að hér geti ekki til langframa þrifist íslenzkt þjóðlíf með nokkrum blóma. Þar af leiðandi sé lang fyrirhafnarminst, að lofa því að leggja sig út af og veslast upp í makindum. Hugsunin er öll orð- inn um dauðan. Öðru vísi mér áður brá, mega íslendingar segja. Til forna ortu þeir hetjuljóð meðan hausarnir fuku af þeim. Nú jafnast ekkert á við það að verða karlægur löngu fyrir dauÓa fram. Það á auðvitað fyrir hverjum ein- staklingi að liggja að deyja. En deyja þjóðir eða þjóðlíf þeirra fyrir því? Hvað er um fórn þá, er íslenzku landnemarn- ir hafa lagt hér fram? Er hún einskis verð? Fer mátturinn, sem lyfti steininum sem þeir hafa lyft, með þeim í gröfina? Vissulega ekki. Þjóðareðlið lifir í ætt þeirra. Það sviftir erfingjana því ekki, að þeir eru fæddir hér. Eðlið og upplagið er eins ríkt hjá erfingjunum og hjá feðr- unum. Hvað úr því verður er alt undir því komið hvaða rækt er við það lögð. Ef vögguljóðin, sem við syngjum yfir þeim, eru útfararsálmar, er hætt við að á vegi vorum megi stundum “skiftings augun kenna”, eins og skáldið kvað, í stað íslendings-eðlisins. Uppeldið skapar manninn, í hvaða átt sem það stefnir. það er hægt með voli og víli og skýlum að binda svo fyrir augu afkomendanna ís- lenzku hér, að þeir meti einkis arf land- nemanna. Það er auðlærð ill danska. II. í ræðu einni er Jón Sigurðsson forseti hélt á fimtmíu ára afmæli Bókmentafé- lagsins, og sem prentuð er í Nýjum Fé- lagsritum, leggur hann fyrir sig þá spurn- ingu, hvað það hafi verið, sem haldið hafi við norræna þjóðerninu óbreyttu úti á íslandi, eða með öðrum orðum, hvað hafi haldið íslenzku þjóðerni við til þessa dags. Algengasta svarið við þeirri spurn- ingu er það, að einangrun þeirra hafi valdið því. En Jón Sigurðsson er ekki á því máli. Hann telur bókmentir þeirra að fornu og nýju, hafa verið vernd þjóðern- isins. Þeirra vegna hafi málið, norrænan, haldist þar óbreytt, og með henni þjóð- ernið. Án þeirra hefði tungan glatast, eða orðið að minsta kosti að eins fergilegum mállýzkum og hjá frændþjóðunum á Norðurlöndum. Og með því hefði nor- rænt þjóðerni horfið á íslandi sem ann- arstaðar. Hann mun hafa orðið fyrsti maðurinn til þess að benda rækilega á þetta, enda vita flestir, að hann var manna næmastur fyrir öllu því, sem ís- lenzkt var, eða þvf sem djúpar rætur átti í íslenzku þjóðerni og þjóðlífi. Hann var ekki út í bláinn kallaður “sverð og skjöld- ur” þjóðar sinnar og ættjarðar. Eiga þessi ummæli hans nokkurt erindi til vor? Eins og á stendur fyrir oss, virðist oss þau beinlínis til vor töluð þó sögð væru fyrir meira en ihálfri öld. Það eru bókment irnar, sem halda við íslenzku þjóðerni, hér sem heima. Að nema íslenzka tungu svo að kostur sé á að notfæra sér þær, er fyrsta skilyrðið til þess að halda hér við íslenzku þjóðerni. En jafnframt því að nota heimabókmentirnar, ætti þá einn- ig að halda hér uppi nokkru íslenzku bók mentastarfi. Það er full ástæða til að gera ráð fyrir, að það sem hér er ritað á ís- lenzku um hérlend mál og þjóðlíf, yrði meira lesið, en það sem heima er ritað. þótt þangað hlytum við að sækja höfuð- bókmentirnar íslenzku og við yrðum við þann brunninn að sitja jafnframt, til að verða ekki fráskila við stofnþjóðina. En nú má búast við að spurt verði, við hvað sé átt með vestur-íslenzkum bók- mentum. Þær séu hér ekki til, eða að því er nokkru nafni geti heitið. Þetta má að vísu til sanns vegar færa, þar sem fátt er nú gefið út annað en íslenzku viku- blöðin. Og þau horngrýti dettur engum í hug að telja til bókmenta. Þetta getur einnig satt verið. En betra er að veifa röngu tré en engu. Og hinu verður þó ekki neitað, að þau eru tengiþráðurinn milli íslendinga í þessari álfu — og meira að segja heimalandsins og þeirra einnig. Að öðru leyti er það heldur ekki nema af heimskulegri hótfyndni sagt, að þau standi ekki að bókmemntalegu gildi til öðrum vikublöðum á sporði, þó að þau séu vestur-íslenzk! Og það er í fullu sam- ræmi við þá hugsjón, að vilja sjá alt ís- lenzkt hér leggjast í kalda kol, að hreita að þeim, heldur en að veita þeim þann stuðning, sem þau eiga skilið, því á þeim veltur þjóðræknisstarfsemi vor öll, meira en nokkru öðru. En það sem vér Vildum nú aðallega beina huga að, er það, að úr því að viku- blöðin eru eina bókmentalega starfið, er hér er rekið, að Tímariti Þjóðræknisfé- lagsins og Almanaki Ó. S. Thorgeirsson- ar undanskildum, virðist nú tímabært, áður en ver fer, að minna á það, að þar sé nú tækifærið að sýna, að hér geti ver- ið um dálítinn bókmemntalegan vott að ræða, ef íslendingar noti tækifærið til þess. Vikublöðin eru ef til vill hagkvæm- asta leiðin, sem stendur, til þess að koma því fyrir almennings sjónir, sem hér er rit að af því, sem bókmentalegs eðlis væri. Blöðin ættu bæði að geta verið tímarit og fréttablöð, eða með öðrum orðum, fræðandi og skemtandi, og talist í orðs- ins fylstu merkingu bókmentir, ef menn kæra sig um verulegt bókmentastarf hér. En að þau eru það ekki, er því, sem nú skal greina, að kenna. Bókmentir hverrar þjóðar sem er, bygg ast á því, er mentamenn hennar leggja til þeirra. En hér í landi eru íslenzku mentastéttirnar frábitnar þessu. Allir læknarnir, lögfræðingarnir, prófessorarn- ir, hagfræðingarnir, verkfræðingarnir, vís indamennirnir í ýmsum greinum og kenn- arar rita aldrei línu til að fræða alþýð- una. Það mun víst leit á eins klumsa- lærðramanna stétt í nokkru þjóðfélagi og íslenzka þjóðlífinu vestan hafs í þessu efni. Prestarnir íslenzku eru eina lærða stéttin, sem nokkra rækt hefir hér lagt við að efla og halda við íslenzkri bókmenn- ingu. Fyrir það starf þeirra í þarfir þess, sem íslenzkt er, getum vér fyrirgefið þeim margt. Auðvitað munu mentamennirnir íslenzku hér, einkum þeir yngri, bera því við, að þeim sé ekki eins lagið að rita á íslenzku og enskunni. En bæði er, að það ætti ekki að ná neinni átt, af því að það er. ekki minna hægt af þeim að krefjast en þess, svo skammlaust megi telja þá mentamenn, en að þeir kunni íslenzku, og svo er sannleikurinn sá, að þeir kunna hana meira og minna, og bera þessu aðeins við, vegna leti eða algers áhugaleysis og óskaplegs skeytingarleys- is um íslenzk mál hér. Að 'hinu leytinu liggur ekkert heldur eftir þá skrifað á ensku. Þeir eru alveg eins værukærir með að fræða alþýðuna á þeirri tungunni sem þeir stæra sig af að kunna, og mega auðvitað gera það, og á íslenzku. Og eldri íslenzku mentamennirnir hér taka þeim yngri sem næst ekkert fram í þessu. Er það þeim mun vítaverðara, sem hinir yngri ef til vill líta á þá sem fyrirmynd sína. Vér gætum að vísu undan tekið tvo eða þrjá af hinum eldri, er stöku sinnum sést lína frá í blöðunum, og þá þekkja íslendingar, svo að ekki þarf að nefna þá. En það nær þó engan veginn til heildarinnar. Heima á íslandi, og raun ar hvar sem er annarstaðar en í vestur- íslenzku þjóðlífi, leggja mentamennirnir til stærsta bókmentaskerfinn og efla þekkingu þjóðar sinnar. IV. Vér höfum sérstaklega minst á þetta andvaraleysi mentamannanna, í sam- bandi við blöðin eða bókmentirnar. En því miður grefur það lengra út frá sér og nær til íslenzka félagslífsins einnig. Játað skal samt, að í íslenzku fé- lagslífi séu margir hinna eldri og nokkr- ir hinna yngri mentamanna hér að nokk- uru starfandi. En það er þó í miklu tak- markaðri stíl en ætla mætti. Og margir þvo hendurnar algerlega af því. Við get- um tekið til dæmis þjóðræknissamtökin íslenzku hér. Það mætti ætla að menta- mönnunum, sem betri grein og gleggri geta gert sér fyrir öllu, sem þjóðlegt er og fagurt og göfugt í andlegum arfi ís- lendinga, en við, rynni ekki kalt blóð í æðum gagnvart starfi Þjóðræknisfélags- ins. En þó ilt sé að þurfa frá því að segja, virðist ekki á öðru bera hjá fjöldanum af þeim. Af því að þetta er svo óheilbrigt, dettur manni í hug, hvort ekki sé þörf á að rannsaka, hvort mentamennirnir séu andlega talað eins og aðrir menn skapt- ir, eða hverju að öðrum kosti sé um þetta að kenna. Með stofnun Þjóðræknisfélagsins virt- ist oss hornsteinn lagður að heildarmynd- un íslenzks þjóðlífs hér vestra. Félags- legum áhrifum vorum, sem íslendinga hér, er að mun borgnara með slíkri sam- vinnu, sem Þjóðræknisfélagið fer fram á, en án hennar. Ýms stærri félög hér íslenzk, hafa séð þetta og hafa tekið höndum saman við Þjóðræknisfélagið. Þau hafa séð nauðsynina á því, að íslend ingar vinni sem heild, að verndun þess sem íslenzkt er. Þetta virðist hvorki geta dulist lærðum eða leikum, svo framar- lega sem þeim stendur ekki á sama um, að hver íslenzk taug og tægja sé af tönn þjóðlífsáhrfanna hér nöguð inn að hjarta- rót. KARLAKÓRS-SAMKOMAN Karlakór íslendinga, sem um langt skeið hefir ekki látið til sín heyra, söng s.l. fimtudag í Fyrstu lút. kirkju. Hugðu menn gott til að ‘hlýða á flokkinn, enda olli það engum vonbrigða. Er gott til þess að vita, að samkoman var vel sótt, því að enginn söngur tekur mannsrödd- inni fram. Og maður fær ekki umflúið þá hugsun, að íslendingar séu með því að styðja að veg og gengi þessa söngflokks, að sýna að þeir séu, þrátt fyrir jazztízk- una, ekki ánægðir með, að sín á meðal sé ekki um önnur söngtæki að ræða, en bumbur og skeljar. Af söngnum að dæma dylst ekki, að flokknum er að fara fram. Hann var söngblíðari og mýkri en síðastliðinn vet- ur, er vér hlýddum á hann. Hitt þarf ekki fram að taka að hann er ekki búinn að ná þeim þroska, sem vænta má að hann nái. Flokkurinn er alt of nýr af nálinni til þess, að sanngjarnt sé að gera kröfur til að hann sýni nú það, sem ekki má verða fyr en í fyllingu tímans. En eftir að hafa hlýtt á flokkinn nú syngja, munu flestir réttsýnir menn taka undir það, sem Mr. S. K. Hall skrifaði um hann síðast- liðinn vetur, að í honum búi góð þroska- skilyrði. Innan um sum lögin voru einsöngvar sungnir af sér Ragnari E. Kvaran. Voru þeir allir endurteknir, að kröfum áheyr- enda. Reyndist Mr. Kvaran góður liðs- maður flokksins þetta kvöld. Strengja “kvartett” undir stjórn þeirra Pálmasonssystkinanna, er tvisvar lék, fórst og verk sitt myndarlega úr hendi. Og hið sama má segja um píanó-undir- spil Mr. Erlendssonar. Og síðast en ekki sízt á svo Mr. Brynj- ólfur Þorláksson þakkir íslendinga skilið er þarna nutu sem fyr ánægju af að hlýða á hin fögru íslenzku vísnalög, sung in undir stjórn hans. Munu margir bíða þess með eftirvæntingu að það tækifæri gefist aftur. Þriðja Hockey-samkepni fslendinga um bikar Þjóðræknisfélagsins. Það er að færast fjör í þessa árlegu hockey samkepni um bikar Þjóðræknisfé- lagsins. Síðastliðinn vetur keptu fjórir ís lenzkir Hockeyflokkar um hann. Nú verða þeir sjö. Eru þeir frá Árborg, Gimli, Selkirk, Lundar, Glenboro og tveir frá Winnipeg. í hinum síðasttalda flokki eru allir eða flestir leikendurnir bræður, syn- ir Guðmundar Jóhannssonar í Winnipeg, fyrrum til heimilis í Árborg, Man. Mun það sjaldgæft að þannig sé myndaður heill hockeyflokkur af einni og sömu fjölskyldu. Hockey samkepnin fer fram á Olympic skautasvellinu laug- ardaginn 25. febrúar og mánu- daginn 27. febrúar. Verður það vel þess vert fyrir íslendinga að sinna því og sjá með eigin augum hverjir eru sterkastir á svellinu. Gamall málsráttur seg ir að vísu að allir séu jafnsterk ir á svelli, en til þess getur varla komið þarna. Það verður einhver að hljóta bikarinn. Þarna er búist við einu voða- legu ati. Og Glenboro flokkur- inn, sem sigur hlaut s. 1. vetur, er mælt að vinna verði nú harð- ara en nokkru sinni áður að því að halda dýrgripnum, sem alla fýsir auðvitað líka að ná í og verða hockey kappar ísl. í þessum (intermediate) flokki. Elzti (senior) flokkur Fálkanna fær ekki að slást í þenna leik. Þeir eru nú, er þetta er skrif- að, að búa sig undir að leika á móti bezta Hockey-flokki Manitoba, og freista lukkunnar að verða hockey-kappar þessa fylkis. Og eftir öllu að dæma af leikjum þeirra í vetur, gæt- um vér trúað, að flokkurinn, sem hann háir úrslitaorustuna við, verði laus fyrir honum á svellinu. Þó það komi ekki við sam- kepninni um bikar Þjóðræknis- félagsins, er ekki annað hægt að segja en að íþróttafélagið Fálkinn hafi með hockey-leikj- um sínum á þessum vetri, vakið eftirtekt á íslendingum. Það hefir sent þrjá flokka á ólíkum aldri út af örkinni að keppa við hérlenda flokka, sem allir hafa getið sér ágætan orðstír fyrir hockey íþrótt sína. — Yngsti flokkurinn, sem drengir eru í frá 16 til 18 ára, komst svo langt, þótt þetta megi heita hans fyrsta tilraun, að etja kappi við bezta flokk jafnaldra sinna í fylkinu um það, að verða hockey-kappar í Mani- toba. Værum vér ekkert hissa á, þó þeir ættu eftir á næstu árum, að koma við sögu hockey leikjanna hér. Af þessu er ljóst að þessa í- þrótt ætla íslendingar ekki að leiða eins hjá sér og þeir hafa gert mörg undanfarin ár. — Hockey-leikstarf þeirra er aftur hafið, og þó þaö kunni að drag- ast eitthvað, að þeir feti alveg í spor gömlu Fálkanna, heims- kappanna, er það víst og á- reiðanlegt, að það er mark og mið nafna þeirra. WDODDS ÍKIDNEY 9l*®ÍeCrktrCoHJbJ‘ . SÍI2maTí5H t fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru ' sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir 152.50. Panta má þær beint frá ' Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- ! onto, Ont., og senda andvirðið þang- aS. ÞORBJÖRN BJARNARSON. Frh. frá 1. bls. Svo kunn eru ljóð “Þorska- bíts”, að óþarft er að gera þau að löngu umtalsefni hér. Þau hlutu á sínum tíma hin ágæt- ustu ummæli merkra ritdóm- ara. Þorbjörn var framúrskar- andi orðhagur, og hafði mikið yndi af fögru, þróttmiklu máli. Lljóð hans eru skrautbúin feg- urstu gimsteinum íslenzkrar tungu. Yrkisefni hans voru mörg, enda var hugur hans víð- förull og víðsýnn, sí-leitandi og sólginn í fróðleik. Hann kunni góð skil á því að greina það í nýmælum, er eitthvert gildi hafði, og hinar skörpu gáfur hans gáfu honum ákjósanlega aðstöðu að þrjóta mál til mergj- ar og vinza úr þeim veilumar í röl^ræðum. Hann tók fagnandi hverri frétt er boðaði nýja sigra andlegs atgervis, því tjóður- bönd vana, kreddufestu og þröngsýnis orkuðu aldrei að leggja hömlur á huga hans, Andi hans var fleygur og frjáls, andstæður við og óháður öllu því, er frá hans sjónarmiði stóð þekkingunni og þroskanum í vegi. Kvæði hans til Islands em hvorttveggja í senn: þrungin að- dáun og ást til lands og þjóðar, og með fegurstu náttúrulýsing- um, sem Ijóðbundin hafa ver- ið á íslenzka tungu. Töfraveldi ísl. náttúrufegurðar verður Ijós- lifandi túlkun í ljóðlínum skálds ins. I kvæðinu “Vísur um ís- land” eru meðal annars þessi gullfögru erindi: “Nið’r undan skútum og skörð- um skriður með lyngvöxnum börð- um, liða sig urðunum undir iðandi lækina’ um gmndir. Reyrgresið angandi á öllum eyrum og móum og völlum, geirum og leitum og lautum, leirum og veitunum blautum. Stynjandi hamrabergs hliðin, hrynjandi fallstrauma niðinn, drynjandi djúpristar skriður dynjandi svipvinda hviður. Titrandi líðandi lindum, litfögrum hlíðanna rindum, glitrandi tignháum tindum, titrandi hillingamyndum.” — Þá er ekki síður myndaval og málsnild í kvæðinu “Minni Borgarfjarðar”. í því em meðal annars þessi snjöllu erindi: “Skörð og tinda, skriðugil, skarpar eggjar, klettaþil, nípur, drangar, nátttröll stök, náttúrunnar Grettistök, dísatorg og tívastól, Tröllakirkjur, gýgjaból, afdals vætta óðul hrein, álfaborgir, dvergastein. Efst við heiðan himininn herðabreiði jökullinn gnæfir hátt með höfuð frítt, hárið grátt og skeggið sítt: hjálminn bratta breðastáls ber sem hatt, en sér um háls hélugráan knýtir klút klakabláum rembihnút.” — Og svona mætti halda áfram, en við þessi sýnishom, gripin af handahófi, skal þó staðar numið. Leikandi ljóðgáfa skálds ins leiftrar svo að segja af hverju kvæði er eftir hann ligg- ur. — Trúmaður var Þorbjöra ekki talinn að vera eftir venjulegri merkingu þess orðs, því ekki voru honum kirkjuferðir tam- ar, og mér vitanlega var hann ekki kendur við kirkjulega starfsemi. Honum þótti sem eigi færi ávalt saman yiðleitni manna til kristilegra athafna í kirkjunni og utan hennar. Trú manna vildi hann fremur lesa af verkum þeirra en tíðum kirkjugöngum, viðhorfi þeirra til meðbræðra og mannfélags- mála, fylgi þeirra í orðsins beztu merkingu við þær kenningar, er kendar eru við Meistarann frá Nazaret. Og því var það, að han nhafði anduð gegn því hug- arfari, sem sex daga vikunnar hefir fyrirsát um fjármuni og æru náungans, en varpar um sig hjúp “trúarinnar” hinn sjö- unda dag, með fjálgleik og vangaveltum yfir þeirri nauð- syn, að útbreiða guðsríki á jörðinni. Einlægninni unni hann þó, hvar sem hann varð henn- ar var, jafnt þó skoðanir ann- ara færu á snið við hans eígín,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.