Heimskringla - 22.02.1933, Side 5

Heimskringla - 22.02.1933, Side 5
WINNIPEG 22. FEBR. 1933 HEIMSKRINGLA 5. SCÐA því sjálfur var hann hreinlynd- ur drengskaparmaður. — En hræsnin var honum viðbjóður, eigi sízt er hann sá hana “leidda í kirkju” af þeim sem óvandir eru um vinnubrögð í daglegu viðskiftalífi við náungann. — Og hræsninni veitti hann snarp- ar atlögur í snjöllu stuðlamáli, eigi ólíkt því, þá er “Þorsteinn lif§j, vann og söng”. Hrokanum var hann þunghöggur, mann- úðarleysinu magnaði hann and- úð, og fjárgræðgina fyrirleit hann. En þó hann væri sjálf- ur fátækur, varð eg þess aldrei var í náinni viðkynningu okk- ar, að hann öfundaði nokkum mann fyrir fjármunalega vel- skortur svarf að heimili hans. Eigi kann eg að rekja ætt Þorbjarnar, enda má vænta þess að um hann verði skrifað ítar- lega af einhverjum, sem mér eru færari um þau efni. — Jarðarför Þorbjamar fór fram föstudaginn 10. þ. m.. — Frostharður vetrardagur strauk nepjunni um gröf hans. Oft hafði hann áður verið á “veð- urnæmum stöðum” í lífinu og “úrsvalt norðanveður” staðið um spor hans. En yls naut hann þó í ríkum mæli frá þeim, sem meta kunnu gáfur hans, djörf- ung og hreinskilni. Og þótt náttúran legði kaldar kveðjur að hvílu hans, var hann þó að Manitobaþingið. gengni, heldur fagnaði hann því j skilnaði umkringdur hlýrri ef einhverjum gekk vel, þar sem i kveðju nærstaddra og fjar- drengilegt athafnalíf stóð að staddra vina, sem túlkuð var baki. Og það skar hann til hjart! með orðsnild og skilningi þess ans að sjá þróttvana öreiga þok gáfumanns, sem útförinni stýrði ast um veginn, þrauthlaðinn — séra Jónasar A. Sigurðsson mannlegri eymd og vonleysi, ar- undan þrælatökum ótfyrirleit- Ásgeir I. Blöndahl. inna fjárbrallsmanna. — Hann 18. febr. 1933. þráði ríki jafnaðar og bræðra- lags, rfki réttlætis og friðar. Hon um var ljóst að skapgerð mann- anna var svo ólík, hæfileikar þeirra til sjálfsbjargar og þroska svo misjafnir. En honum skild- ist að allir menn væru í heim- inn bornir með sama rétti til að njóta þeirrar gjafmildi, sem móðir náttúra breiðir á veg barna sinna. Annars munu lesendur þess- ara lína kunnir lífsskoðun Þor- bjarnar, eins og hún kom fram í kvæðum hans. “Trúarjátn- ingu” gerði hann í einu kvæði Frh. frá 1. bls. Ekki kvaðst Mr. Taylor bera neinn kala til stjórnarinnar eða neins í sambandi við kosninga- úrslitin s. 1. sumar. Flokki hans hefði verið greitt 90,000 atkvæði og það hefði gefið þeim 9 þing- sæti. Stjórnarflokkinum hefði greitt verið 100,000 atkvæði, en hann hefði 39 þingsæti. Sinn flokkur hefði 35% áilra atkvæða en stjórnarflokkurinn samein- aði 37%. Þingsæta talan sýndi sínu, sem finna má í bók hans. j aðeins hvernig síðustu breyting- Mótmæli eg því fyrir minn skiln 1 ar Bracken-stjórnarinnar á ing, að sá maður sé trúleysingi, kosningalögunum ynnu. Árið sem slíka lífsskoðun hefir. En!l929 hefði flokkur sinn hlotið því hefi eg gert “trú” Þorbjarn-! 45,000 atkvæði og 15 þingsæti. ar að umtalsefni hér, að um; Það, sýndi einnig hagvirkni nýju eitt skeið var trúleysi hans! laganna. nokkuð haft á orði. — Annars er það grátbroslegt, er menn bregða hver öðrum um trúleysi, á meðan fjöldanum gengur eigi betur að sýna trú sína í verkun- um, en raun ber vitni um. Glaður var Þorbjörn og gest- risinn heim að sækja, og aldrei varð umræðu vant í návist hans. Má segja um hann sjálf- an það er hann orti um vin sinn látinn: — “Ætíð léztu beinann bezta boðinn gesti úr vinar mund. Þegar flesta fékstu hresta, fanst þér mesta gleðistund.” Þess er getið hér að framan, að Þorbjörn var sólginn í allan fróðleik, enda var hann síles- andi og kynti sér allar menn- ingarlegar nýjungar, svo sem föng voru framast fyrir hendi. Hann hafði umsjón með góðu bókasafni, er íslendingar í Pem- bina áttu, og stóð fyrir það betur að vígi um bókakost en ella. Auðnaðist honum þannig að komast yfir mikla þekkingu með lestri góðra bóka og fræði- rita, þó eigi ætti hann þess kost að njóta skólagöngu um æf- ina. Eins saknaði Mr. Taylor mest að ekki var minst á í hásætis- ræðunni. En það var háskóla- sjóðshvarfið. Kvað hann það undarlegt, þar sem að Mr. Bracken hefði nú vitneskju um það mál, og hún væri ekki leng- ur geymd í vasa einkaritara hans. Á ótal fleiri mál mintist Mr. Taylor, en á þau er hér ekki kostur að minnast. Þingmenn gerðu góðan róm að ræðu hans. Síðastur talaði Mr. John Queen. Þurfti hann fullar tvær klukkustundir til að flytja mál sitt. Var ræða hans hin bezta, eins og ræður hans oftast eru. Hásætisræðuna kvað hann enga starfskrá vera fyrir þetta þing, nema því aðeins að hún væri stórum bætt. Þessvegna ætlaði hann að gera þá tillögu, að stefnuskrá hins nýmyndaða stjórnarflokks í Canada, the Co- Operative Commonwealth Fed- eration, sé bætt við hásætisræð- una, sem breytingar tillögu. Taldi hann víst og áreiðanlegt, að ekkert af því, sem stjórnin þættist hér saman komin til að gera, bætti að nokkru hag fylkis búa, því það væri alt saman ! kák. Það eina sem nokkurs vert Hann var í bezta lagi kunn- j væri, væri breyting á þjóðskipu ur íslenzkum fræðum, sögu: lagi, eins og hinn nýi flokkur lands ,og þjóðar að fornu og nýju, og jafnan voru honum ís- lenzk mál kært umtalsefni. Mun hann ávalt hafa borið heim- þrá í brjósti, þó eigi yrði þeirri þrá fullnægt. — Þorbjörn mun hafa verið um 39 ár vestan hafs, og 30 ár átti hann heima í húsi sínu í Pem- hefði á stefnuskrá sinni. í há- sætisræðunni kvað hann minst á atvinnuleysið. En hvað stjórn- in ætlaði sér svo sem að gera til að bæta úr því? Jú — hún segði að menn þyrftu að vinna ti] þess að geta lifað, en svo héldi hún öllu í sömu skörðum og áður, svo vinnu væri enga bina, N. D. Á heimili hans ríkti | von um að fá. Hún heldi heil- samúð, skilningur og friður. Fæddur var Þorbjörn á íra- felil í Kjós, en taldi sig Borg- firðing. Og Borgfirðingafélag- ið hér vestra kostaði útgáfu ljóða hans 1914. Nokkuð mun liggja af óprentuðum ljóðum eftir liann, sem geymt er hjá Hirti Þóarðarsyni í Chicago. Og fyrst eg nefni nafn Mr. Þórð- arsons hér, vona eg að mér leyf- ist að geta þess, að hann reynd- brigðum dugandi mönnum í viðjum atvinnuleysisins eða herleiddum eins og Faróa hefði gert Israelsmönnum . Þegar Is- raelsmenn hefðu farið fram á matbjörg, hefði Faróa sagt þeim að gera tígulsteina þó ekkert strá væri til í þá. Og af því að það var ekki hægt, sagði Faraó, að þeir væru letingjar. Þegar h^nn mintist. þessarar harmsögu Israelsmanna, að fornu, kæmu ist Þorbirni drengur mikill, og, sér í hug vinnan í Grassmere styrkti hann með höfðinglegu og í viðargörðum stjórnarinnar fjárframlagi, er heilsuleysi og í þessu fylki. Stjórnin kallaði menn ekki letingja. En hún segði, að þeir þyrftu að vinna. Þó lífsbjörg væri ekki í því, gerði það minst til. En að sjá um að sagan endurtæki sig, í þessu efni gæti skoðast mark og mið Brackenstjórnarinnar, ef breytingartillaga sín yrði ekki samþykt. Mr. Queen benti á, að í há- sætisræðunni væri talað um aðl vinna að friði. Samt væri þing- ið sett með dunum og dynkjum fallbyssa og með vopnuðu her- liði. Það væri friðsamlegt eða hitt þó heldur. Þá gagnrýndi ræðumaður þá stefnu stjórnarinnar, að klípa af veitingum til mæðra og ó- sjálfbjarga fólks til þess að geta greitt auðkýfingum rentur af lánum sínum, sem alveg eins gætu skemt sér þótt þeir sæju aldrei renturnar. Sagði Mr. Bracken fáein orð á eftir þessari ræðu Mr. Queens, er lutu að því, að tillaga hans myndi tæplega vera lögmæt. Er þá að minsta kosti getið þeirra er til málanna lögðu s.l. viku um hásætisræðuna, þó fljótt sé yfir sögu farið og á fátt eitt minst af því, er ræðir- menn höfðu að segja. FIMTUGASTA ÁRSÞING. Stórstúku Manitoba og Norð- Vesturlandsin, I. O. G. T. Það var liáð í Goodtemplara- húsinu við Sargent Ave. s. 1. miðvikudag og fimtudag. Var þingið allvel sótt, fulltrúar mætt. ir frá stúkunum í Selkirk og Árborg og unglingastúkunum á Gimli og Árborg, auk fulltrúa og félaga frá stúkunum hér í bænum og flestallra embættis- manna stórstúkunnar. Þingið var samhuga um að vegna heimskreppunnar og örð ugrar afkomu almennings, bæri nú brýnni nauðsyn, til þess en nokkru sinni fyr að starfa af al- hug að útbreiðslu bindindis og reglusemi í hvívetna. Var fram- kvæmdarnefndinni falið að beita sér fyrir útbreiðslu reglunnar af alefli og er óhætt að treysta henni til þess að liggja ekki á liði sínu í því efni. í framkvæmdarnefnd voru kosnir og settir inn fyrir yfir- standandi ár: A. S. Bardal, Stór-Templar. H. I. Gíslason, St. kanslari Dr. S. J. Jóhannesson St. rit. Miss G. Gunnarsson, St. V. T. G. M. Bjarnason, St. gk. Mrs. L. Thomsen, St. D. Mrs. G. M. Bjarnason, St. fræðslustjóri. Mrs. Christiana O. L. Chis- well, St. G. M. ungtemplara. S. Paulson, St. G. M. löggjaf- arstarfs. Mrs. R. Erickson, St. Kap. Aðrir embættismenn: G. J. Jóhannsson, A. St. ritari Mrs. Magnússon, St. A., D. John Lucas, St. V. A. Bardal, Jr., St. S. Mælt með umboðsmanni Há- templars, H. Skaftfeld og hefir hann einnig sæti í framkvæmd- amefndinni. ^ Allir embættismennirnir eru búsettir í Winnipeg, nema Stór- Kanslari H. I. Gíslason, sem býr í Árborg, Man., og gæzlu- kona ungtemplara, Mrs. Chis- well, sem býr á Gimli, Man. Blaðanefnd. “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun Ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. * * * Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu HeimskringlU með af- ,falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið 1:al af ráðsmanni blaðsins. JACK SNYDAL Það er altaf ánægjulegt að heyra um það, þegar íslendingar hér í álfu vinna sig gegnum margar torfærur og erfiðleika, upp til hárra metorða og áliis. Okkur hafa öðru hvoru undan- farin ár verið að berast til eyrna sagnir um unga og efni- lega menn, sem getið hafa sér góðan orðstír og heiður á ýms- um sviðum í hérlendu þjóðlífi. Og það eru eflaust margir menn og konur af íslenzku bergi brot in, sem rutt hafa sér brautir til frægðar og frama, án þess að nokkuð hafi verið eftir þeim tekið meðal Islendinga, er staf- ar eðlilega af því að starfssvið þeirra er mest meðal enskra, út um bygðir og borgir þessa lands. En þeir eru engu að síð- ur íslendingar fyrir því, og gera þjóð sinni, eða þjóðarbrotinu óbeinlínis mikinn sóma, þó eigi hafi þeir hátt um sig innan vé- banda íslenzks félagsskapar. Mig langar til að geta hér eins landa okkar, sem ekki hefir mikið verið ritað um, en hefði þó átt skilið að hans hefði verið getið fyrir löngu síðan í íslenzku blöðunum. Hann hefir að vísu ekki tekið mikinn þátt í íslenzku félagslífi hér, og staf- ar það af því, að hann hefir haft svo mörgum og mikilsverð um störfum að gegna í þágu þess félags, sem hann hefir starfað fyrir í mörg ár. Þó má geta þess, að hann hefir fylgst vel með íþróttalífi íslendinga hér í borg, og hlynt að því og stutt það og hvatt með ráðum og dáð, mörg hin síðústu ár. Fyrst Falcons Hoc- key leikarana 1920, síðar í- þróttafélagið Sleipni og nú síð- ast Fálkana. Þessi dugandi landi vor, sem unnið hefir sig upp til hárrar og ábyrgðarmikillar stöðu hér í álfu, er Mr. Jack Snydal. — Hann er fæddur í Boundary Creek, eða Winnipeg Beach, er nú er. Hann byrjaði sína lífs- braut með því að gerast verzl- unarþjónn í Argylebygð, eftir að hann hafði lokið skólanámi. Og var hann við þau störf þar til að hann gerðist verzlunarerind- reki frá Winnipeg. Hefir hann haft þann starfa með höndum í 25 ár, og 17 ár af þeim hefir hann unnið fyrir hið alþekta vélafélág, John Deere Plow Co. og er hér hjá þeim enn. í^samfleytt 12 hefir Jack Sny dal verið fulltrúi fyrir North West Commercial Travelers As- sociation, og starfað í því fé- lagi með áhuga og dugnaði, og unnið sér traust og hylli hjá með ráðendum sínum. Hann var kosinn forseti þess félags árið 1922, og tvisvar hefir hann verið endurkosinn síðan. Hann er sá eini af öllum félögum í norðurvestur Canada, sem þeir hafa valið til forseta, og sá eini Islendingur, er þeir hafa í ráðs- deild félagsins. Síðastliðinn desember var Jack endurkosinn í nefnd þessa félags, og þá með svo miklum meirihluta, að fáir stjórnendur hafa náð jafnmörgum atkvæð- um. North West Commercial Tra- vellers Association er talið að eiga eignir upp á $1,338.000 og hefir í varasióði $160.000. Aðal skrifstofa þess er í Win- nipeg í Travellers Hall við King St. og Bannatyne. Það hefir útibú í öllum stórborgum vest- urlandsins og telur yfir 5,700 meðlimi. Eitt markmið þessa göfuga félagsskapar er að vernda alla verzlunar erindreka og fjöl- skyldur þeirra. Jack Snydal var einnig ráð- gjafi fyrir Winnipeg 154 Coun- cil of United Commercial Tra- vellers of America, sem hefir aðal skrifsofu sína í Columbus í Ohio fylki, og stendur fyrir leynilegum sendingum. Fimmtíu ára afmæmli sitt hélt N. W. C. T. A. félagið í haust er leið, fyrstu vikuna eftir að nýja sýningarhúsið var opnað. (Auditorium) Þar hafði félagið iðnsýningu fyrir Can- ada í heila viku og var sú sýn- ing félaginu til stór sóma og heiðurs. C. NÝTfZKU JARÐARFÖR. Það er ein athöfn, kirkjuleg athöfn, sem er orðin æfagömul og að sjálfsögðu löngu komin hefð á og orðin að rótgrónum vana sem ætti að breyta og ger- breyta — og það eru jarðar- farir. En það getur verið hægra sagt en gert að brjóta æfa- gamlar venjur. Þessar löngu ræður og sálmasöngur ættu að leggjast niður, og helzt að ekki væri farið með hinn framliðna í kirkju, því þangað á hinn dauði lítið eða ekkert erindi, ekki sízt hafi hann sjaldan eða áldrei komið þar í lifanda lífi, heldur beint frá heimili hins látna' til hvílustaðarins sem honum er búinn. Stutt heimiliskveðja, vel hugs uð og sögð, og einn vel við- eigandi sálmur er nóg, og til- hlýðilegust athöfn við það tæki- færi. Eins langt og eg fæ skilið, þá eru þessar löngu ræður prest anna, sem oft mistakast hrapal- lega og eru misskildar, og hin- ir mörgu sálmar oft óheppilega valdir, og lögin sömuleiðis, í kirkjunum, ekki til annars en að draga á langinn og gera að- stendunum sorgina og söknuð- inn enn sárari og langdregnari. Það er ekki að ásaka prest- ana fyrir þetta. Þeir eru beðnir að framkvæma þessa kirkju- legu athöfn, og þeir meina ef- laust alt hið bezta með ræðum þessum, og að hugga aðstand- endur og að draga úr söknuð- inum og sorginni, með því að segja þeim að þetta sé aðeins stundar skilnaður og þeir sjái ástvin sinn í öðru og betra lífi, og að þetta sé ráðstöfun guðs, vilji guðs o. s. frv. Þetta er alt gott og blessað, eins langt og það nær, en hefir sára litla þýðingu. Það er senni legast að hlutaðeigendur hafi allareiðu myndað sér einhverja ákveðna skoðun um endurfundi í öðru lífi en sú ákvörðun er nú samt sem áður ekki nógu sterk og ákveðin, til þess að bera sorgina og söknuðinn og tárin ofurliði. Nú, um að þetta eða hitt dauðsfallið sé guðs ráðstöfun og vilji, geta verið skiftar skoð- anir. Eg get vel gert mér í hugar- luna að dauði gamalmennis, er búinn er að slíta kröftum og renna skeiðið, sé ráðstöfun guðs eða tilverunnar. En þegar við göngum upp að líkkistu konu, sem kipt er á burt á bezta aldri og sjá manninn hennar með hóp af börnum á ýmsum aldri, sum sem skilja til hlítar, hvað gerst hefir og hvað þau háfa mist, í kringum kistuna, þá verður að treysta á “kaldlyndi, karl- mensku og þor, en þú kemst ei samt fyrir tárin. Og þér verð- ur á að efast um að þetta hafi verið guðs ráðstöfun og vilji. Nei, nei, það nær engri átt. Þetta er argasta villukenning, og stappar nærri að vera nokk- urskonar útskúfunarkenning, )ví hafi konan verið góð kona og móðir, þá er ekkert hugsan- legra en að guð hefði einmitt viljað láta hana lifa hjá börn- um sínum og hjálpa til . að gera þau að góðum og guðelsk- andi mönnum. Aftur á hinn bóginn. Hafi konan ekki verið góð mann- eskja og ekki góð móðir, sem ekki var trúandi fyrir siðferðis- legu og kristilegu uppeldi barn- anna sinna. Nú, þá er hún tæp- lega eftir kristindömskenning- unni á sáluhjálparvegi. Þessar glymjandi stólræður eða líkræður, sem svo eru nefndar, þessi gjallandi sálma- söngur, oft og tíðum á léleg- um sálmum (því sálmabókin á nú ekki innan borðs nema 20 til 30 sálma, sem nokkurt skáld skaparlegt gildi hafa), og ó- heppilegum lögum yfir fram- liðnum, ætti að leggjast niður. Jarðarfarir eru orðnar svo mis- kunnarlausar gagnvart hlutað- eigendum, að það er engu lík- ara stundum, en að fólk sé að syngja til skemtunar. Væri nú alment htið svo á, að dauðinn sé ekkert sorgarefni, )á væri ekki nema sjálfsagt að syngja sem mest og hæst. En bað verður aldrei. Það verða æfinlega einhverjir, sem hafa um sárt að binda, “æfinlega einhverjir að gráta”. — Þögn- in er tilhlýðilegust og túlkar ef til vill bezt tilfinninguna. Þegar þú mætir kunningja )ínum eða vini, sem orðið hefir fyrir þungu áfalli og þú veizt að sorgin og söknuðurinn sit- urum hann öllumegin, þá finst )ér þú ekkert geta sagt, ekkert hafa til að segja. Þið skiljið báðir, að þrátt fyrir alt, er dap- urlegt, sárt að deyja”. Að það er komið sem komið er og eng- ar ræður, engar bænir orka að )ví verði kipt í lag aftur. Þú getur rétt honum hönd )ína, og í handtakinu og þögn- inni skilur hann máske betur hluttekningu og samúð þína, en með hávaðasamri mælgi um )að, sem er skeð og sársaukan- um og söknuðinum veldur. Þá er nú eitt í sambandi við óessar kirkju jarðarfarir, og það eru þessar líksýningar — eða “líkskoðun”, eins og einn bless- aður presturinn komst svo heppilega að orði. Þær eru sem næst að vera hneyksli. Það dylst engum, sem við jarðarfarir er, að þær eru notaðar sem aug lýsingaskrum fyrir útfararstjór- ann, ekki svo að skilja að eg geti ekki skilið, að margir ná- kunnugir þeim látna vilji sjá hann í síðasta sinn. En þegar útfararstjórinn gengur um í kirkjunni og þröngvar eða jafn- vel rekur fólk til að sjá líkið, þá sér hver maður að hann vill með því auglýsa verk sitt, hvað hann hefir getað gert andlitið fallegt og eðlilegt, eftir að þetta miskunarlausa dauðastríð hafði sett innsigli sitt á það. Mér dettur í hug það sem kona sagði við mig í vetur, að “sér fyndist hún kenna í brjósti um þá, að liggja hjálparlausir og láta glápa á sig.” Væri það nú ekki allsæmileg refsing, fyrir heilbrigðan, lif- andi mann, að vera látinn í kassa, hversu upppuntaður sem hann væri, og hafa óslitna keðju af tugum eða hundruðum manns að gagnrýna sig? Jú, vissulega, það mundi enginn gera nema ef til vill fyrir þenna almáttuga dollar. Því þá að bjóða látnum manni þetta, sem kominn er yfir þau takmörk, að geta mótmælt? Eg býst nú við að sumir muni segja að eg með þessari grein, sé að ofsækja kirkjuna og krist indóminn. En það er ekkert fjarlægara mér heldur en ein- mitt það. Eg veit að þetta er mörgum viðkvæmt alvörumál, og mér engu síður en öðrum. En eg vildi aðeins sjá ofurlitla breytingu á þessari athöfn — til batnaðar. J. B. Holm.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.