Heimskringla


Heimskringla - 22.02.1933, Qupperneq 7

Heimskringla - 22.02.1933, Qupperneq 7
WINNIPEG 22. FEBR. 1933 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA HITT OG ÞETTA. DÝRT FRÍMERKI Fyrir nokkrum árum fann drengúr í Georgetown í Banda- ríkjunum frímerki í rusli og hirti það. Þetta var 1 cents frí- merki frá bresku Guayana, eitt af þeim fyrstu, sem gefið var út. Eftir nokkur ár seldi dregurinn frímerkið fyrir $1.50, en sá sem keypti, seldi það aftur Thomas Redpath í Liverpool á Englandi fyrir 600 dollara. Redpath átti frímerkið aðeins skamma hríð og seldi það svo fyrir 700 doll- ara. Eftir stríðið hækkuðu sjald- gæf frímerki mjög í verði og þá var þetta frímerki selt á upp- hoði fyrir 32,000 dollara. Kaup- andinn var Arthur Hinds í New York. Nú er það virt á 50,000 dollara. milli Austurríkis og Þýskalands og Austurríkis og ítalíu. — Hann telur þó, að þessi tillaga Frakka sé alveg út í bláinn, aðallega sökum þess, að lega Austurríki sé hvergi sambæri- leg við ríki eins og Sviss. MAMMÚT Á WRANGELSEYJU. Rússneskur íshafsleiðangur hefir nýlega fundið ýmsar mam- mútleifar á Wrangelseyunni, eða alls 52 stykki úr mammút og verður hið þyngsta um 50 kg. GRÆNLANDSMÁLIÐ Frá Haag er símað: í ræðu lieirri, er Steglich Petersen flutti tók hann til athugunar öll hel- stu atriði úr ræðum málflytj- enda Norðmanna og taldi skoð- anir þeirra rangar. í ræðulok fór hann vinsamlegum orðum í garð Norðmanna. Kvað hann Danmörku einnig í framtíðinni mundu standa við allar alþjóð- legar skuldbindingar sínar, en danska stjórnin bæri mikinn vel vildarhug í brjósti til Norð- manna og mundi af heilum huga leitast við að virða lögleg- ar kröfur þeirra, að því er at- vinnuskilyrði í Grænlandi snerti. KEISARAFÁNINN Á AFMÆLI ÞÝSKA RÍKISINS Berlin 18. janúar. Á fundi prússneska iandþings- ins í dag mintist Kerl forseti þingsins 62. árs afmæli þýska ríkisins, sem stofnað var í speg- ilsalnum í Versailles 18. janúar 1871. — Skýrði hann frá því að hann hefði ákveðið að flagga í dag með gamla keisaraflagginu. — Jafnaðarmaðurinn Jurgens^n stóð upp og mótmælti eindregið þessari ráðstöfun og bar fram tillögu um það, að flaggið yrði tekið niður og forseti látinn bera allan kostnað af flögguninni. — Með þessari tillögu greiddu at- kvæði jafnaðarmenn, kommún- ist, ríkisflokkurinn og miðflokk- urinn, en sökum þess að nokkr- ir úr þessum flokkum voru fjár- veraridi, var tillagan feld. — Nazistar gerðu allmikinn hávaða ámeðan á umræðum stóð um þetta mál. / Trotski. Prag, 18. jan. — Trotski hefir skrifað framkvæmdarstjóra ■ Kommúnistaflokks Rússlands | og ásakað Stalin um ofsókn gagnvart sér og fjölskyldu sinni. ; Telur hann ofsóknir Stalins hafa leitt til sjálfsmorðs dóttur (sinnar) Sinai Volkoff, í Berlín nýlega. * * * Hraust kona látin Um miðjan jan. lézt í Eng- I landi flugkonan Miss Winnifred , Spooner, 32 ára að aldri. Var I hún einkuni kunn fyrir afrek i sín í kappflugi þar heima. Árið ; 1930 gerði hún tilraun til að I fljúga til Höfðaborgar, en varð jað nauðlenda á sjónum við j suðurströnd ítalíu, og skemdist ; flugvélin þá talsvert. Synti Miss , Spooner þá í land, um hálfs annars kílómetra vegalengd. * * * Páfaríkið Frá byrjun þessa árs þurfa allir, sem koma í Vatikanið (páfahöllina) að sýna vegabréf, og er sagt að þetta sé til þess að minna menn á að Vatíkanið sé nú óháð ríki. Er mælt að Páfaríkið ætli að gefa út sérstök I frímerki og láta slá mynt. Sviss- j nesku verðirnir, sem er málalið i páfa, eru í einkennisbúningum j sömu gerðar og tíðkast hefir í 500 ár. Það var Michaelangelo, sem gerði fyrirmyndina að þeim. ENDURMINNINGAR. Eftir F. Guðmundsson. ELDGOS Mikið eldgos hefir brotist út í Krakatao, eyju einni milli Sumatra og Java. Óhug mikl- jm hefir slegið á eyjarskeggja, vegna þess að fyrir fimtíu árum varð eldgos á eynni sem varð 35,000 manns að baiia. FÓLKSFJÖLDI f JAPAN Berlin 25. jan. Japanska stjórnin liefir gefið út skýrslu um fólksfjöldann í Japan. í Japan og nýlendum þess búa nú 90 miljónir manna, en í Japan sjálfu 64'/2 miljón. , Höfuðborgin Tókíó hefir 5,408,- 000 íbúa. — Af skýrslunni sést það ,að í Japan eru rúmlega 300 þúsund fleiri karlar en kon- ur. Tilraun að stía sundur Þjóð- verjum og Austurríkis- mönnum Fréttaritari enska blaðsins Daily Telegraph í París skýrir frá því, að Frakkar ætli sér að koma fram með tillögu um að gera Austurríki að ævarandi hlutlausu ríki, líkt og Sviss er nú. — Fréttaritarinn bætir því við, að Frakkar ætli sér með þessu að koma í veg fyrir sam- einingu Þýskalands og Austur- ríkis og um leið að kæfa allar fyrirætlanir um tollasamband Frh. Eg hefi áður getið um það í endurminningum mínum, að I haustið 1878 sprakk út fyrsti ) vísirinn að kaupfélagsskap Suð- j ur-Þingeyinga, er árlega þrosk- aðist og blómgaðist, þangað til hann var orðinn að þeim mikla og blessunarríka ávexti, sem nú breiðist yfir alt landið að heita má: Verzlunarsamvinnu- j félagsskapnum. Eins og’ nærri má geta, þá stóðu Norður-Þingeyingar næst- ir til að taka um þenna nýja verzlunarhátt, til að komast að vægari skilmálum á útlendum varningi. En það kom fljótt í 1 ljós að hin miklu áhrif menn- j ingarinnar í suðursýslunni náðu ekki norður fyrir Jökulsá, og allra sízt austur yfir Axarfjarð- arheiði. Þó árlega væri talað um að fara að dæmi samsýsl- unga okkar að sunnan og vest- an við Jökulsá, og stofna kaup- íélag í norðurhreppunum, þá var það þó aldrei nema ráða- gerð, íyr en árið 1887, eða eft- ir að félagið hafði staðið í 9 ár í suðursýslunni, að haldinn var stór fundur á Ytra-Álandi í Þistilfirði, til þess að stíga1 fyrsta sporið í kaupfélagsáttina. Á þessum fundi var það sam-. þykt að kaupa timbur frá Man- dal í Noregi, í völugeymsluhús, sem byggja skyldi á Þórsröfn, því mönnum var það ljóst að skýli yrði að vera til yfir vör- urnar, sem pantaðar væru. Á þessum sama fundi var gerð ráðstöfun til þess að safna' dá- lítilli vörupöntun, er kaupa skyldi af sömu stórkaupmönn- um, sem Kaupfélag Suður-Þing- eyinga skifti við. Framkvæmd- arstjórn var kosin og alt fór reglulega af stað. Þessi fund- ur var haldinn í október um haustið, veturinn leið og sumar- ið kom með sól og regn. Fylgj- ur og andi forfeðranna svifu í loftinu yfir fomum frægðar- ströndum, og efnuðustu bænd- ur í sveitinni höfðu fengið eft- irþanka um ótrygð við anda feðranna í landinu, og sáu jafnvel landvættimar ygla sig. Þeir mintust þess að í félags- lögunum stóð að allir ábyrgð- ist fyrir einn og einn fyrir alla. Hugsýki þeirra ágerðist eftir því sem betur hlýnaði í veðrinu. Þeir fóru að leita að bakdyrum á félagshöllinni, til að laumast út um. Þessi fyrsta óhamingja kaupfélagsviðleitninnar í norð- urhreppum sýslunnar, brauzt út á þann hátt, að menn óttuðust að húsið yrði sú byrði, sem hrepparnir ekki ; gætu staðið undir. Prestur í einni hlutaðeig- andi sveit, lánaði mælsku sína til að útlista voðann, sem steðj- að gæti að sveitinni í tilefni af vörugeysmluhúsinu; og óttinn, sem stafaði af timburkaupun- um var orðinn svo mikill, að menn seldu prívatmanni hver af öðrum sinn hluta í húsinu með niðursettu verði. Þeir fáu, sem vildu> halda áfram með fé- lagshugmyndina, voru ofurliði bornir og neyddust til að selja sinn hluta líka. E nvildu þó auðvitað ekki slá af verksmiðju- verðinu. Bót í máli var það, aði maðurinn, sem keypti húsvið- ina, var sérstaklega vinsæll, framkvæmdasamur og vel efn- aður. Þegar hann hafði komið upp húsinu keypti hann borg- arabréf og byrjaði á ofurlítillij verzlun á Þórshöfn. En það var sú fyrsta verzlun, sem þar hafði j átt sér stað á landi uppi, þó að áður væri verzlað þar um borð í skipum, er lágu þar á höfn- inni. Vöruslattinn, sem pant- aður var um veturinn, kom aldrei. Var það talið fyrir föð- urlega milligöngu Örum og Wulffs verzlunarinnar, sem vildi njóta ávaxtanna af verzluninni á Þórshöfn. Þannig fór um sjó- ferð þá. Tímarnir breytast og menn- irnir með. Aftur færðust íbúar þessara norðursveita í aukana. . Daglega bárust fréttirnar af hagsælli verzlunarviðskiftum úr suðursýslunni, og árið 1895, var tilraun gerð að nýju til þess að mynda kaupfélag. Var þá safnað pöntunum og vörur pantaðar frá Louis Zöllner í Eldinburgh á Skotlandi, þeim sama og félag Suður-Þingey- inga skifti mest við á sínum fyrstu árum. Vöruslattinn kom um sumarið, og alt gekk að óskum. Menn komust á verð- muninn á útlendu vörunum, og bændur svifu í tíunda himni yfir krásinni. Alt var borgað um haustið og endurminning- in var öllum hugljúf, og fram- tíðaráhuginn glaðvakandi. En liér fór eins og áður, að óham- ingjunni varð alt að vopni. — Næsta ár settu Örum og Wulff sig niður með fastan verzlunar- stað á Þórshöfn. Nú mætti geta sér þess til að einmitt þessi út- víkkunaráhugi gömlu selstöðu- verzlunarinnar, á seinasta tug nítjándu aldarinnar, yrði til þess að efla menn til fylgis við- kaupfélagsskapinn, svo lengi höfðu menn liðið og þolað of- ríki þeirra. En hér fór öðruvísi en skyldi. Og bar margt til þess. Eldgöm- ul verzlunaráþján olli því, að almenningur leit upp til þeirra manna, sem unnu við þessar ríku verzlanir; jafnvel lægstu þjónar þeirra verzlana þóttu standa almenningi ofar. Var það líkt og hér er litið á banka- þjóna, eins og það sé upphefð- arvegur að læra og gera sér meðeiginleg þrælatök auðvalds- ins. Það er því í rauninni ekki kominn tíml til að lá þenna niðurlægjuhátt alþýðunnar, fyr en bóndinn og verkmaðurinn, með fjósrekuna eða orfið eða árina, er tekinn fram yfir gull- ið sem gjaldmiðil ríkjanna. Hér fór sem oftar að eins líf er annars dauði. Sjálfsagt var það mesta óhamingja hins unga kaupfélags, hvaða mann að sel- 'i stöðuverzlunin valdi að verzl- unarstjóra á Þórshöfn, og það í tvöföldum skilningi. En það var Snæbjörn sonur séra Arn- ljóts í Sauðanesi, ungur, aðlað- andi, vinsæll og vel hæfur mað- ur. Og þar með fylgdi hitt að sjálfsögðu, að séra Arnljótur og hans mikla bú mundi alger- iega tilheyra gömlu verzluninni. og stríða á móti kaupfélaginu. En hér var ekki ein báran stök, fremur en vent er. Þar sem brimsjóar falla að landi, og ógnar öldur rísa úti fyrir, þá eru altaf þrjár öldur í röð hver á eftir annari, sem taka yfir öll önnur ólæti sjávarins og ganga lengst á land. Þannig voru höfuðöflin, sem hótuðu kaupfélaginu okkar bráðum dauða, strax á öðru tilveruári þess. Fyrsta aldan var sú, að Snæbjöm hafði verið valinn verzlunarstjóri á Þórshöfn. — Önnur sú, að séra Arnljótur, hinn vitrasti og bezti maður í okkar hópi, sinti okkar hug- sjónum ekki, en stríddi heldur á móti. Þó furðaði eg mig stundum á því, hvað lítið hann gerði til að flýta fyrir leiks- lokum. Þriðja aldan, sem vana- legast gerir út af við lífið, var sú, að eg hafði verið kosinn kaupfélagsstjóri. Sjálfsagt var enginn maður í nærliggjandi sveitum hlyntari kaupfélags- stefnunni af alhug, og eg veit ekki, hvort mér er leyfilegt að segja, að eg hafi þá verið of sauklaus til að skilja djöfuls- ins vélabrögð, anda einokunar- innar og aldarháttinn. Auðvit- að vissi eg minst af því, sem um mig var talað. Þó varð eg þess var að sumir héldu að eg drykki eins og svampur. Þá fór eg í Goodtemplararegluna, ekki af því að eg hefði fyrir neinu að gangast, því laun mín voru engin, átti að vísu að vera lítil hugnun, eða viðurkenning, en gat aldrei orðið neitt í fram- kvæmdinni, af því að ekkert var til að taka af. Hins vegar hélt eg að barnið kynni frekar að komast óflekkað í gröfina, ef eg sem fóstri þess væri álitinn reglumaður. En þá frétti eg að eg væri of mikið góðmenni til að halda uppi kaupfélagi. Það hlaut að vera guði að kenna, og við því gat eg ekkert gert. En bráðum frétti eg að eg væri stórþjófur, og alt það, sem fé- laginu væri borgað, rynni inn til mín. En með því að enginn sá mig græða sem prívat mann þá stóð það ekki til, þar sem eg var í Goodtemplarareglunni, drakk sjálfur og veitti öllum templurum. Fleira kann eg að hafa heyrt um sjálfan mig, sem eg hefi þá gleymt og náttúrlega fyrirgefið. En hvað sem það nú var fleira en drykkjskapur, góð- menska, stórþjófnaður, vitleysa og þekkingarleysi, þá var eg þó í sex löng og kveljandi ár, kos- inn til þess að halda þessari þýðingarlausu baráttu uppi, svo eg skyldi þó áreiðanlega líða með dauðateygjum sjúklings- ins, og verða að nýjum og berta manni. Þegar svo kaupfélagið okkar var liðið undir lok, þá naut eg samhygðar allra góðra manna og var dáðst að mér fyr- ir þolgæðið. Nú stóðu sakir svo, að kaup- félagið skuldaði Zöllner stór- kaupmanna 2000 krónur, sem að sumu leyti var útistand- andi hjá fátækum og getu- lausum mönnum, út um sveit- irnar í kring, en aðrir höfðu sloppið með skuldir til Ame- ríku, sem svaraði alls 900 kr. Mr. Zöilner fór afbragðs vægt og mannúðlega í sakirnar, í fyrstu að minsta kosti. Sendi til okkar gamlan sýsluskrifara, vanan og vel þektan málafylgju- mann, bóndann Þorberg Þorar- insson á Sandhólum á Tjörnesi. Átti hann að yfirlíta ástæður og að gera við okkar bráða- byrgðar samninga; en þetta var vorið 1902. Alt fórst honum vel við okkur, og við reyndum á 4afi ns PJ iöl Id Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BldK. Skrifstofusimi: 23674 Stundar sérstaklegra lungrnasjúk- dóma. Er ati finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. ogr 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talafmli 33158 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg: Talsimi: 22 296 Stundar sérstaklegra kvensjúkdóma ogr barnasjúkdóma. — A?J hitta: kl. 10—12 * h. ogr 3—6 e. h. Heimlli: 306 Vlctor St. Simi 28130 Dr. J. Stefansson 21« MEDICAL AHTS BLDG. Horni Kennedy ogr Graham Stnndar einK»ngu anjtna- eyrna- nef- ok kverka-njflkdóma Er ab hitta frá kl. 11—12 f. h. ogr kl. 3—6 e. h. Talnfml: 21834 Helmlll: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegjr lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Simi 27 057 næstu árum að innkalla skuld- ir alt sem við gátum. En ekk- ert vanst; alt sem skldunautar okkar gátu, var að borga sín- ar árlegu lífsnauðsynjar til Snæbjörns. Þannig stóðu sak- ir í fleiri ár. Vörugeymsluhús kaupfélagsins, sem' hafði kost- að mikið í fyrstunni, var nú nær óseljanlegt á þessum stað, því það var að segja Örum og Wulffs verzluninni stríð á hend- ur, að ætla sér að setja upp aðra verzlun við hliðina á henni. Á útmánuði veturinn 1905, kom heim til íslands frá Can- ada, frændi minn Brynjólfur Ámason, nú kaupmaður í Mö- zart, Sask. Hann hafði verið heimilismaður hjá mér áður en hann fór til Ameríku, og var okkur hjónum að öllu góðu kunnur. Nú, þegar við höfðum stundum gert ráð fyrir að rétt- mundi það vera fyrir okkur að flytja til Ameríku, — þá var nú auðséð að hér bauðs bezta tæki- færið. Við vorum efnalítil, en höfðum orðið þunga ómegð, og undir þeim skilyrðum er fæstum framfaravon efnalega heima á fslandi, eða svo var það á þeim tíma. Eg var enn þá ungur; f mér spriklaði lífsfjörið og sjálf- stæðisþráin, og gat eg ekki 44 ára gamall hugsað mér, að eg stæði á hátindi sjálfstæðis míns, og yrði nú hvað lengur liði að fara að standa í skjóli annara. sem ekki hefði staðið upphaf- lega betur að vígi. Hér fyrir ut- an hafði eg þá skoðun, að okk- ur mönnunum væri ekki mark- aður bás á þessum litla hnetti, og okkur ræki engin nauðsyn til að standa kyrrir í þeim haga sem ekki fullnægði hungrinu. Konan mín var til með að fara til Ameríku, og ekkert var í veg- inum nema þá skuldir kaup- félagsins. Ekkert var af mér að hafa, en minnar aðstoðar var auðvitað þörf, þar til skuldin væri borguð. Frh. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIH LÖGFBÆÐINGAB á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfrœöingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoha. A. S. BARDAL selur likkistur og ann&st um útfar- lr. AUur útbúnabur sá bastL Ennfremur selur hann allskonar minnísvaróa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phone t 86 007 WINNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAW. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 96 210. Heimilis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baaaaae and Fnrnlture Nortlg 762 VICTOB ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bælnn. J. T. THORSON, K. C. fslenzkur l5glr«SlDgur Skrlfstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talelmli 2« 8K» DR. J. G. SNIDAL TANNLÆ3KNIR 614 Sumenet Block Portage Avenae WINNIPM BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri. Stillir Pianos og Orgel Stmi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.