Heimskringla - 22.02.1933, Side 8

Heimskringla - 22.02.1933, Side 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG 22. PEBR. 1933 Úrvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verSi bíSur ySar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. vlð Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Ársþing Þjóðræknisfélagsins hófst í dag. * * * íslendingamót Fróns er ann- aðkvöld (fimtudag), * * ♦ Séra R. E. Kvaran flytur fyr- irlestur á Þjóðræknisþinginu í kvöld (miðvikudag). * * * Guðmundur Grímsson dóm- ari flytur fyrirlestur á Þjóð- ræknisþinginu á föstudagskvöld ið kemur. * * * Kvenfélag Sambandssafnaðar er að undirbúa spilafund, sem haldinn verður 6. marz. * * * Mrs. Halldóra Gíslason frá Wynyard, Sask., kom til bæjar- ins s. 1. mánudag. Hún er full- trúi *á ársþingi Þjóðræknisfé- lagsins frá deild þess í Wyn- yard. * * * Mrs. Matthildur Friðriksson frá Kandahar, Sask., kom til bæjarins í byrjun þessarar viku. Hún kom sem fulltrúi á Þjóð- ræknisþingið. * * * Árni Jósepsson, bóndi frá Glenboro, Man., andaðist s.l. mánudagsmorgun, 20. febrúar, á heimili sínu. Hann var hníg- inn að aldri. Hafði búið rausn- arbúi, fyrst í Minneota og síð- an 1920 að Glenboro. Með hon- Sendlð glnggatjöldin yðar tll vlðurkendrar hrelngemingaatofn- unar, er verkið vinnur á vægu verði Peerless Jaundry “Verkhagast og vinnulægnast” 55, 59 PEARL STREET SIMI 22 818 um er einn hinna eldri dáðríku og dugandi íslendinga til mold- ar hniginn. Hann var ættaður af Austurlandi. * * * Mrs. Kristín Þorkelsdóttir Ei- ríksson að Wynyard, andaðist s. 1. mánudagsmorgun á heim- ili dóttur sinnar í Wlnnipeg, Þorbjargar Eiríksson, kennara við Success skólann. Líkið verð ur sent vestur til Wynyard til greftrunar, og fer útförin þar fram n. k. laugardag. Dr. Rögn- valdur Pétursson jarðsyngur. * * * Kristján Sæmundsson í Sel- kirk, Man., lézt s. 1. laugardag. Hann var 58 ára að aldri. Hafði búið yfir 20 ár í Selkirk. 3f.3f.if. Jón G. Gunnarsson frá Win- nipegosis, Man., kom til bæjar- ins 4. þ. m. að leita sér lækn- inga. Var gerður á honum upp- skurður við innvortis meinsemd 7. þ. m., og er hann nú á góð- um batavegi. Hann er á Almenna sjúkra- húsinu. * * * Sagan sem birtist í síðasta blaði eftir Alexandre Dumas, heitir “Grímudansinn” en ekki “Grundardansinn’’ eins og í blaðinu stendur. * * * í grein “Bónda” í Heims- kringlu fyrir skömmu, varð sú prentvilla að þar stendur vatna- veitusvæði en átti að vera vatnabygðasvæði. * * * Ingvar Gíslason frá Árborg og kona hans, litu inn á skrifstofu Heimskringlu s. 1. þriðjudag. — Þau hafa setið stórstúkuþingið er staðið hefir yfir þessa dag- ana. . * * * í bréfi frá Dr. C.. H. Thordar- son frá Chicago til dr. Rögnv. Péturssonar, getur Mr. Thord- arson þess, að hann sé nú það til heilsu kominn, að hann sé á skrifstofu sinni, og undir upp- skurð hefði hann ekki þurft að ganga, eins og útlit' hefði þó verið fyrir í fyrstu. * * * Félagið Jón Sigurðsson I. O. D. E. er að undirbúa afmælis- samkomu, sem haldin verður 20. marz og auglýst síðar. 9f.3f.3f. C. T. Spil og Dans. á hverjum þriðjudegi í G. T. húsinu,.. Sargent.. Ave... Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. — Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla, að upphæð $5, $2, $1. * * * Félagið Jón Sigurðsson. ICELANDIC HOCKEY Competitlon Olympic Rink, Main St. and Church St. --SATURDAY FEB. 25 and MONDAY FEB. 27- Eight Teams are Entered Draw is as follows:— Saturday February 25 6.00 p. m. FALCONS vs. Winnipeg Morning Glory 7.30 p. m. LUNDAR vs. Winnipeg PLAMORE 9.00 p. m. GIMLI vs. SELKIRK GLENBORO vs. ARBORG ADMISSION:— Adults: 25c. Children 10c Monday February 27 ALL WINNERS PLAY AGAIN Semi-Final and Final First Game at 7.00 p.m. Brennið kolum og sparið peninga BEINFAIT, Lump ................ $5.50tonnið DOMINION, Lump ............./.... 6.25 — REGAL. Lump .................. 10.50 — ATLAS WILDFIRE, Lump ......... 11.50 — WESTERN GEM, Lump ............ 11.50 — FOTTHILLS, Lump .............. 13.00 — SAUNDERS CREEK “BIG HORN”, Lump 14.00 — WINNIPEG ELECTRIC KOPPERS COKE 13.50 — FORD or SOLVAY COKE ......... 14.50 — CANMORE BRIQUETTS ............. 14.50 — POCAHONTAS Lump .............. 15.50 — MCfURDY CUPPLY f0. I TD. V Builders’ Supplies V/and I jCoal Office and Yard—136 Portage Avenue East 94 300 • PHONES - 94 309 Jóns Sigurðssonar félagið hefir verið starfandi í seytján ár, og unnið margt til gagns þjóð sinni og einstaklingum. — Sérstaklega hafa það verið heimkomnir hermenn, sem það hefir reynt að hjálpa og gleðja (vitjað þeirra, er þeir hafa leg- ið sjúkir á aðalsjúkrahúsi bæj- arins). Minning fallinna hermanna heiðraði það með vandaðri bók sem það gaf út, sem sýndi myndir og æfiágrip allra sem þátt tóku í stríðinu mikla. Marg ur hefir sagt að það væri ein sín kærasta eign, og að það verk verði metið betur og bet- ur eftir því sem árin líða. Það hefir líka hjálpað ung- lingum, sem hafa orðið fyrir slysum, til náms svo að þeir yrðu sjálfbjarga í lífinu. Ennfremur veitir það tillag til I. O. D. E. War Memorial Fund. Eins og kunnugt er, þá er styrkur (scholarship) veittur árlega úr þeim sjóði ýmsum börnum fallinna hermanna, er skarað hafa fram úr í hærri skólum þessa lands, og þeim á þann hátt veitt tækifæri til að ná enn hærri mentun. Margt fleira mætti upp telja. Nú eru ný áramót, og dugar eigi aðeins að horfa yfir far- inn veg, því þessir yfirstandandi hörðu tímar krefjast atorku og samvinnu til framkvæmda, að reyna að bæta böl þeirra, sem ■ bágt eiga eftir fremsta megna. Líka hefir framkvæmdar- nefnd félágsins látið í Ijós á- huga sinn, fyrir að saga ís- lenzkra frumbyggja þessa lands verði skrifiið, og minning þeirra heiðruð sem bezt. Með auknum starfskröftum er margt hægt að vinna til að greiða veginn yfir örðugasta hjallann. Konur! Leggið hönd á verkið og komið á næsta fund félags- ins, þriðjudaginn 7. marz þ. á. að heimili Mrs. J. S. Gillies, fi80 Banning St. í framkvæmdarnefnd félags- ins voru kosnar eftirfylgjandi |konur: Heiðursforseti, Mrs. B. J. l Brandson j V'ara-heiðursforseti, Mrs. Th. S. Borgford. . I Forseti, Mrs. J. B. Skaptason i 1. , varaforseti, Mrs. Berthaí Thorpe 2. vara-forseti, Mrs. Gróa 1 Brynjólfsson. Skrifari, Mrs. J. F. Kristjáns- son. Féhirðir, Mrs. P. S. Pálsson Skrifari fyrir “Echo”, Mrs. Roger Johnson ^soQOocoeoooooeosoeoososoc ♦ WONDERLAND ♦ i y 4 Föstudag og laugardag 4 f| Feb. 24—25 | Ú “I AM A FUGITIVE FROM A CHAIN GANG” f Paul Muni Mánudag og þriðjudag, ÍFeb. 27—28 ‘BILL OF DIVORCEMENT’ John Barrymore Miðvikudag og fimtudag, Mar. 1—2 1‘CABIN IN THE COTTON’ Richard Barthlemess I Open every day at 6 p. m. — | Saturdays 1 p. m. Also Thurs- | day Matinee. I «0000000000000000000000 1 Merkisberi, Mrs. E. Hansson. Meðráðendur: Mrs. S. Jakobsson Mrs. J. Ólafsson Mrs. J. S. Gillies Mrs. P. J. Sivertson Mrs. H. G. Nicholson GILDRA Eftir Frédris Boutet “Leyf mér að endurtaka það, ungi maður,—hér verður ekki faríð með yður eins og ritara, heldur sem vin. Það var mælt mjög með yður, og eg þarf ekki að bæta því við, að eg álít ó- þarft, að gera frekari eftir- grenslanir. Eg dáist að hinum göfuga metnaði yðar, að halda hinu mikilsverða námi yðar á- fram, þrátt fyrir örðugleika fjöl- skyldu yðar. Sem sagt, — bókasafnið, það verður yðar ríki. Fyrri hluta dags búið þér í hendur mér efniviðinn í hið mikla ritverk mitt: “Saga aðals. ætta héraðs vors”, og síðari hluta dags milli 2 og 3 förum við saman yfir dagsverkið. Eftir það er yður fullkomlega frjálst að helga yður yðar persónulegu áhugamálum og búa yður undir próf yðar. — Eg er viss um, að þér kunn ið vel við höllina, herbergi yðar eru þægileg og skyldur yðar ekki erfiðar um of. Alt virðist þannig benda á, að veturinn verði oss báðum til gagns og gleði. í kvöid ætla eg að kynna yður frú de la Berviére, börn- um okkar tveim og fóstru þeirra. Eg fyrir mitt leyti vona, að samvinna okkar verði bæði skemtileg og löng.” Hr. de la Berviére hallaðist upp að risavaxinni eldstónni í viðhafnarsalnum og tíndi út úr sér þessa ræðu með tiginmann- legum ástúðleik. Pierre Jallier hlustaði alvarlegur á, með lotn- ingarfullum fáleitissvip á sínu fríða andliti. Hann var full- komlega hamingjusamur, en lét ekki á neinu bera. Loksins gat hann haldið námi sínu áfram í þessu rólega og ríkmannlega umhverfi, og gat lifað án þess, að láta hvern smámuninn á móti sér. Með fáum vel völd- um orðum, sem hann kryddaði með hæverskum undirstraum af smjaðri, þakkaði hann hús- bónda sínum. “Nefnið þér það ekki, kæri Jallier minn,” tók hr. de la Berviére fram í, ástúðlegri en nokkru sinni áður. “En eg verð að kveðja yður nú, til þess að fá mér morgunreiðsprett minn. En hérna kemur hr. de Santio- lin. Hann er fjarskyldur ættingi minn og gamall vinur, sem oft stingur sér hér inn, til að heim- sækja okkur. Hann er, — hm — okkar á milli sagt, hálf laus- máll, og segir yður að líkind- um sand af sögum um breysk- leika náungans hér í grendinni. Eg ætla að biðja hann að sýna yður umhverfið hér.” Lítill, roskinn maður, ofur- lítið snjáður, með hvast nef og háðsleg augu heilsaði þeim, og fimm mínútum síðar var Pierre Jallier farinn að labba um löngu trjágöngin í skemtigarðinum við hliðina á herra Santiolin. Við- ræður hans voru eins og hr. de la Berviére hafði látið á sér skilja, ákaflega hneykslanleg- ar, með fágaðri og biturri mælsku greindi hann samvizku- Frh. HLJÓMLEIKAR. Á þriðjudagskvöldið þann 14. þ. m., hafði Mr. Arnold Johns- ton fiðluleikari, hljómleika með um 30 af nemendum sínum, í Y. W. C. A. byggingunni. Var nemendum skift niður í tvo flokka, af eldri og yngri nem- endum. Til aðstoðar við sam- spilin voru þau Miss Elizabeth Eyjólfsson, pínanisti, Mr. Har- old Myers Cellist, Mr. Paul Dal- mann, Bass, og Mrs. Clara Low- er, accompanist. Yngri flokkurinn fékk mjög MESSUR OG FUNDIR ( klrkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðarnefndln: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngfiokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjuiA sunnudegi, kl. 11 f. h. smá lög, sem tókust einkar vel, þar á meðal var hið fagra lag eftir Mozart: “Drink to me On- ly With Thine Eyes”. Einnig þrjú Minuets eftir gömlu snill- ingana Bach, Handel og Mo- zart. Þá lék eldri flokkurinn nokk- ur erfiðari lög, sem tókust prýð is vel. En tilkomumestur þótti mér seinasti parturinn úr fimtu Symphoníu eftir Haydn. Solos léku þeir Edward John- ston, Brodie Oddleifsson, Kerr Wilson, Thomas Milligan, W. Wilson. Tókst þeim öllum yfir- leitt vel, en bezt fanst mér leikið Brindisi Waltz, sem Ed- ward Johnston lék, og Ma- zurka de Concert, sem Brodie Oddleifsson spilaði. Þá lék Miss Elizabth Eyjólfsson forkunnar vel á píanó, Carnival Pranks, eftir Schumann. Það er annars að verða meira en lítill menningarbragur á þeim framförum í hljóðfæra- slætti, sem vort unga íslenzka fólk hér, gæðir okkur nú á ár- lega. Þökk sé þeim öllum, því slíka leikni eignast enginn án mikillar ástundunar og fyrir- hafnar. J. F. ALMENNURFUNDUR verður haldinn í Goodtemplara húsinu, efri sal, þann 1. MARZ 1933, BYRJAR kr. 8 e.h. Fyrir þeim fundi liggur 1. Að taka mót skýrslum íslendingadags nefndarinnar fyrir árið 1932. 2. Að ráðstafa íslendingadags haldi á þessu ári. 3. Að kjósa sex menn í nefndina til tveggja ára. Fjölmennið! G. P. Magnússon, Ritari nefndarinnar. Eftir verði á hinum Betri Eldivið og Kolum Leitið upplýsinga hjá Blggar Bros. SÍMI 21 422 Þegar þér símið spyrjið eftir L. Holm CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Servioe Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. SENSA TIONAL SALE of all withdrawn Victor Records Regularly 6Sc NOW RED SEAL RECORDS from $ j .00 to $0.00 NOW 39c 40 89c RMm ___ Limited gar^ent Ave. at ^herbrook* Phone 22 688 Open till 11 each evening KOeðOCðOOSOeOOOSSQSOSððCOQOSSSOOðQCCOOQOOOOSOSOeOCC PETER’S ALT SAUMAÐ VERK > SKÓGERÐIR ALLAR ÁBYRGSTAR OG SKÓR BÚNIR TIL EFTIR MÁLI Sniðnir eftir fætinum. Verð Sanngjarnt — Allir Gerðir Ánægðir 814 ST. MATTHEWS AVE. við ARLINGTON y/lr=!r':-'-?9sa—(fMMMfpi rMMMMF >- - u

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.