Heimskringla


Heimskringla - 08.03.1933, Qupperneq 5

Heimskringla - 08.03.1933, Qupperneq 5
WINNIPEG, 8. MARZ 1933 HEIMSKRINGLA 5. SCÐA veröld þá er ekki vert að kvarta eða draga niður seglin. Stæðstu sigrarnir hafa verið unnir í veröldinni þegar útlitið hefir verið sem ískyggilegast og jafn- vel minsta von um sigur, og máske upp af rústum þessara hörmunga tíma spretti margt fagurt, sem mann varla dreymir um. Eitt er eg viss um, það beygir ekki viljaþrek þitt, né skerðir söngrödd þína hina fögru. Með ósk um farsæld og sigur á framtíðarbrautinni, og með kærustu kveðju frá mér og mín- um. G. J. Oleson. UTAN ÚR HEIMI. Er kreppunni að linna? ....Norskt blað birtir eftir ára- mótin greinar frá fréttariturum sínum víðsvegar um heim, um fjármálaástand þjóðanna. Mjög eru skýrslur þessar sitt á hvað, en sums staðar líta menn bjart- ari augum á framtíðina nú um áramótin en t. d, um næstliðin áramót. * * * Frá Þýzkalandi er það sagt, að birta taki nú yfir þýzkum atvinnuvegum. Framleiðslan er tekin að aukast, svo sem fram- leiðsla kola, járns og ýmsra vörutegunda, er notaðar eru til daglegra þarfa. * * * f Sviss eru horfur heldur ó- tryggari. Þar taka menn ekki ákveðnar til orða en svo, að menn vonist eftir, að bati sá, sem fundist hafi í einstöku iðngreinum, komi brátt í ljós á flieri sviðum. I Odýr Eldiviður Fyrir hverskonar veðráttu. Spar ar yður dollara ef þér kaupið beztu tegund. (Jr undirlögum námunnar. Mylsnulaus. BIENFAIT MINE Lump eða Cobble $5.50 IWESTERN DOMINION Lump eða Cobble j $6.25 i HALLIDAY 2 » BROS., LTD. J SfMAR: l 25 337 --37 722 Jón Ólafsson Sími 31 783 Winnipeg, Man. í I ! ( I f Frakklandi gerði kreppan seint vart við sig. En hún varð brátt þungbær. Nú er sagt að rofað hafi þar til tvo síðustu mánuðina fyrir áramótin. * * * Indverjar hafa thekjuafgang á fjárlögum sínum og ágætan verzlunarjöfnuð. Nú er þar sæmilegur friður í landinu. Samstarfið við Breta fer batn- andi og er þess vænst, að sjálf- stjórn Indlands sé nú ekki langt undan’ landi. * * * í Ástralíu hafa verið batn- andi horfur síðan í haust, og verzlun meiri 1932 en árið áður. —Mbl. BRÉF FRÁ KÍNA (Ólafur Ólafsson trúboði í Kína hefir beðið Hkr. fyrir bréf þetta til birtingar). Þeim, sem fylgst hafa með í skrifum mínum til kristniboð- sveina undanfarin þrjú ár, mun hafa þótt að nokkurrar óvissu gætti þar um framtíð okkar sem kristniboða í Kína. Um tíma leit helst út fyrir að okkur væri ofaukið hér, á okk- ar gömlu stöðvum, er ræningja og kommúnistaherir þrengdu að á alla vegu. Kínasambandið norska þarfna^ist alls ekki að- stoðar okkar, er helmingur stöðva þess lágu í eyði en kristniboðarnir þó jafnmargir og endranær. Um líkt leiti bárust okkur margar áskoran- ir, (sumar mjög ákveðnar), um að hverfa heim aftur til íslands og starfa þar um stundar sakir a. m. k. Óþarft er að nefna hér á hvaða rökum áskoranir þessar voru bygðar. En ykkur mun skiljast að þetta tvent, erfiðar aðstæður hér eystra en á hinn bóginn góð starfsskil- yrði heima á íslandi, verði það að verkum, að við vorum um tíma á tveim áttum. Persónulega óskuðum við einskis annars fremur, en að geta orðið að sem mestu liði heima á ættjörðinni, en hins- vegar gátum við ekki efast um að Hann, sem hefir kallað okk- ur til þjónustu á meðal heið- ingjanna fyrst og fremst, mundi opna okkur dyr og opinbera vilja sinn í þessu efni. Nú munu bréf frá okkur og greinir hafa borið það með sér, að við höfum ekki þurft hingað tii að standa auðum höndum. Aðstæðurnar hafa að vísu oft verið erfiðar, en sýnilegur ár- angur kristniboðs hefir sjald- “Vertu viss með að legga peninga ávísan innan í” -f Notið Royal Bank peningaávísanir þegar þér viljið senda peninga áhættulaust með pósti. Þær eru gefnar út á öllum stærðum upp í $100. og borganlegar allstaðar í Canada, Bandaríkjunum og Brezku eyjunum — í dollurum eða pundum. Fáanlegar í öllum fitbúum bankans The Royal BanR of Canada Höfuðstóll og varasjóður $74,155,106 Samtals eignir yfir $700,000,000 Við andlátsfregn Þorbj'örns Bjarnarsonar Skálds Til minnis um þig, vinur, eg mæli þessi orð, — við máttum báðir útlegðina kanna, — Með sannleikann í Ijóðum þú lýstir Vestur-storð; en launin smá, eg veit, að þetta sanna. Því þeir, sem hafa vitið og vilja hugsa rétt, — það villir um þá flesta í þessum heimi, — Með þagnarmerkjum fjöldans er saga þeirra sett; þó sannleikann hér aðeins nokkra dreymi. Þó fólkið sé hér mentað, það* finnur þetta eitt, að fyrirmyndir geyma liðnar tíðir. ' Að þora að hugsa sjálfstætt, það var svo fáum veitt og vonir þeirra eins og kólna’ um síðir. Um öræfi og vegleysur að leggja’ í sannleiks leit, og láta til vor fréttir þaðan berast. — Að rita þeirra sögu, það vandasamt ég veit, það vita fáir hvað þar er að gerast. Og heilsuleysi og fátæktin, þar fylgja flestum þeim, sem fara vilja sínar eigin leiðir. Við þekkjum svona flestir þá græðgi í gróðans heim, á glapstigu sem allan fjöldann seyðir. Og það vlar þetta, vinur, sem særði þína sál; og söngur þinn varð þrumustormi líkur. Og móðurmálið hjá þér varð' beitt, sern bezta stál, þars blóðug sárin hylja rændar flíkur. En vesturheimskan íslenzka, hún er hér söm við sig: og syngur um það lof í öllum blöðum, og yfirlætið birtist, hún eignast hafi þig á íslenzkunnar fátækustu stöðum. Og vinir þínir drúpa í helgri hugar þögn, og hugsa um þig, vinur! ekki dáinn! Því sorgin skerpir trúna á sérstök andleg mögn. Á sálu þinni rætist eilíf þráin! Þú fyrirgefur, vinur, hvað fátækt þetta varð, þér fylgir hugur andans huldu leiðir. í hópinn þann, sem yrkir, er höggvið stærsta skarð, og hinum bráðum tímalengdin eyðir. SigurSur Jóhannsson. an verið hér meiri en einmitt þenna erfiða reynslu tíma, eins og sj ámá af breéfum til kristni- boðsveina t. d. nr. XXX og nr. XXXIV. Eg get ekki munað að við nokkurn tíma höfum tekið von- glaðari til starfa að haustinu en nú. Þær fjölskyldur sam- verkamannanna okkar norsku, sem á síðast liðnu vori fluttust til Kuling, eru allar komnar aftur. Eftir að ræningja og kommúnistaherirnir hafa ýmist verið gereyddir eða reknir til fjarlægari landshluta, hefir nú verið hægt að hefja starf aftur á kristniboðsstöðvunum öllum, sem við urðum að yfirgefa um tíma. Eg kom hingað til Tengchow með fjölskyldu mína snemma í september. Þetta langa ferða- lag var enginn leikur þótt börn- — LANDNEMINN (Hann reis upp úr gröf sinni eftir 50 ár.) Hann reis upp úr gröfinni hraustur og hress og hristi’ af sér fimtuga mold, og svipurinn ljómaði’ af þakklæti þess að þyngdu’ ekki tuskur né hold. Við svefninnn og friðinn í fimmtíu ár hve fagurt var draumlandið hans!: því niðjarnir uxu til frægðar og fjár í faðmi hins algóða lands. Hann mundi hvað glíman var lamandi’ og löng við lífið á þessari jörð, hve brekkan var örðug, hve brött og hve þröng var brautin, sem honum var gjörð. Hve fjöldamörg vonin í fæðingu dó, hve förlaðiset hamingju leit. — En eitt var í fyrndinni þungbærast þó, og það var — að dæmast á sveit. Því fanst honum sjálfsagt að flýja þann dóm og flytja sig vestur um haf. — Þó elskaði’ hann jafnan hvert einasta blóm, sem fslandi hamingjan gaf. Hve landneminn átti hér örþrönga skó, það einungis skaparinn veit; en ánægður var hann og þakklátur þó, að þurfa’ ekki’ að dæmast á sveit. Ef bróðir hans átti’ ekki björg eða hús, ef brauðvana systur hans kól, þá bauð hann þeim seinasta bitann sinn fús og bygði þeim sæmilegt skjól. Við sjálfan sig mælti hann, er mintist hann þess, hve mannlega skldi’ ’hann við hold. “Nú rís ég úr gröfinni hraustur og hress og hristi’ af mér fimtuga mold. r > — Hve sæl verður stundin! Að sækja þá heim, og sjá þeirra eining og völd, því drottinn mér leyfði að dvelja með þeim í dag — eftir hálfnaða öld.” Og það var að sjá, sem hann þyldi’ ekki við, hann þaut eins og örskot af stað; en signdi sig áður að íslenzkum sið — Hún amma hans kendi’ honum það. Á fólkið sitt alskygnum augum hann leit. — En ánægju svipurinn hvarf, því dugandi menn sá hann dæmda á sveit og drukkinn út landnemans arf. Hann vatt sér í gröfina, vafði sig mold og vonbrigði hnykluðu brár---------- Hann dreymir nú kvalið og klæðlítið hold í komandi fimtíu ár. Si,g. Júl. Jóhannesson. in séu ekki nema þrjú og það yngsta orðið árs gamalt. Þið getið séð okkur í hugan- um, er við leggjum af stað frá Kúling. Pjönkurnar höfum við bundið í 40-50 punda bagga. Burðarmennirnir eru komnir þrefalt fleiri en við þörfnumst. Þeir fara að skifta farangrin- um á milli sín og semur þá á- líka vel og hröfnum um hræ. Þeir sækjast eftir þyngstu böggunum, enda er þeim borg- að eftir vigt og geta þeir þá unnið sér inn margföld dag- laun á nokkrum klukkustund- um. En mannúðlegra hefði verið að leggja þessar þungu klyfar á íslénska burðarklára. Svo leggja þeir af stað með lang ar stengur um þvera öxl og hanga baggar á stangarendun- um. Við rekum svo lestina, eldri börnin tvö í einum burð- arstól en konan með yngsta barnið í öðrum, og eg aftastur fótgangandi. Frá rótum fjalls- ins ökum við í bifreið og erum nokkrum klukkustundum síðar komin um borð í enskt farþega- flutningsskip. Við komum til Hankow daginn eftir síðla en ferðumst þaðan með járnbraut nokkur hundru,ð^km. norður í Honan hérað. Síðasta spott- ann, frá járnbrautinni og til Tengchow, ökum við í bifreið, en það eru 250 km.' Vegna rigninga vegalengd ekki bílfær fyr en eftir 8 daga bið. Fyrsta vikan hér gekk í nefndar störf og því næst varð eg að sækja kirkju og trúboðsþingið í Lachokow. Þegar þetta er skrifað hefi eg hjólað snöggva ferð til útstöðvanna, en þessa viku höldum við útbreiðslu eða trúboðs samkomum hér í bæn- um þrjár á dag. íslensk blöð hafa sagt það mikið frá óeirðunum norður í Mansjúriu að ykkur kemur varla á óvart þótt ekki verði úr ferðalagi mínu þangað að sinna. — Bið eg ykkur svo virða á betri veg að fljótskrift hefir orðið á þessu bréfi, en úr því get eg ef til vill bætt síðar. Tengchow, 10—10—3 Ólafur Ólafsson. Innköllunarmenn Heimskringlu: f CANADA: Arnes..................... Amaranth ................. Antler.................... Árborg ................... Baldur.................... Beckville ................ Belmont .................. Bredenbury................ Brown .. •• •• •• •• •• •• Calgary................... Churchbridge.............. Cypress River............. Dafoe, Sask., ............ Ebor Station................ Elfros.................... .. F. Finnbogason ... J. B. Tb’!h,f'rsson .. .. Maenús Tait .. G. O. Einarsson . Sigtr. Sigvaldason .... Björn Þórðarson ........G. J. Oleson ....H. O. Loptsson Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson . Magnús Hinriksson .. .. Páll Anderson .... S. S. Anderson .. .. Ásm. Johnson J. H. Goodniundsson Eriksdale ..........................•>... Ólafur Hallsson Foam Lake............................. . •• John Janusson Gimli................................................. K. Kjemested Geysir................................ Tím. Böðvarsson Glenboro....................................G. J. Oleson Hayland..................................Sig. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa.........0 bc*i ................Gestur S. Vídal Hove....................................Andrés Skagfeld Húsavík.................................John Kernested Innisfail .......................... Hannes J. Hiinfjörð Kandahar ................................ S. S. Anderson Keewatin . .•.........................................Sam Magnússon Kristnes................................Rósm. Árnason Langruth, Man............................... B. Eyjólfsson Leslie................................Th. Guðmundsson Lundar .................................... Sig. Jónsson Markerville ......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask................................ Jens Elíasson Oak Point...............................Andrés Skagfeld Otto, Man...................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Poplar Park.............................Sig. Sigurðsson Red Deer ........................ Hannes J. Húnfjörð Reykjavík................................... Árni Pálsson Riverton ............................. Björn Hjðrieifsson Silver Bay .........................•••• Ólafur Hallsson Selkirk..................................... Jón ólafsson Siglunes...................................Guðm. Jónsson Steep Rock ................................. Fred Snædal Stony Hill, Man.............................Björn Hördal Swan River............................. Halldór Egilsson Tantallon...............................Guðm. Ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vogar...................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C ......................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.................-.......... Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson f BANDARTKJUNUM: Akra ....................................Jón K. Einarsson Bantry.................................... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................ John W. Johnson Blaine, Wash................................ K. Goodman Cavalier .............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.............................Hannes Björnsson Garðar.....................................S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson....................................Jón K. Einarsson Ivanhoe..................................G. A. Dalmaúa Milton......................................F. G. Vatnsdal Minneota.................................C. V. Dalmann Mountain...............................Hannes Björnsson Pembina..............................Þorbjöm Bjarnarson Point Roberts ........................... Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. MiddaJ, 6723—21st Ave. N. W. Svold ................................. Jón K. Einarsson Upham..................................... E. J. Breiðfjörð TheViking Press, Limited Winnipeg, Manitoba / /

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.