Heimskringla - 15.03.1933, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.03.1933, Blaðsíða 2
2. StÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. MARZ 1933 FJÓRTANDA ARSÞING Þ JÓÐ RÆKNISFÉLAGSI N& Frh. ttgáfa tímaritsins' Bergþór E. Johnson gerði tillögu, er Asgeir I. Blöndahl studdi, að forseti skipi 3ja manna nefnd i Tímarits-málið. —Samþykt. Skipaðir í nefndina: Bergþór E. Johnson. Séra Guðm. Ámason. Ásm. P. Jóhannsson. Sjóðstofnanir. Séra Guðm. Amason gerði tillögu, er Ásm. P. Jóhannsson studdi, að forseti skipi 3ja manna nefnd í Málið. — Sam- þykt. I nefndina vom skipaðir: G .P. Magnússon. Jón Asgeirsson. Guðm. Eyford. Bókasaf nsmál: Séra Ragnar E. Kvaran gerði tU- lögu, er Ásgeir I. Blöndahl studdi, að skipuð sé 3ja manna Bókasafns-nefnd. Samþykt. Skipaðir voru: Bergþór E. Johnson. G. P. Magnússon. Jónas Þórðarson. Ný Máli Forseti vakti máls á því, að Norð- menn og aðrir Skandinavar í Banda- ríkjum hefðu áformað að reisa Leifi Ei- ríkssyni minnisvarða næsta sumar. Kvað þá hafa leitað styrks í Bandaríkj- unum og Noregi til stuðnings þessu máli. Islendingar í Chicago komu sér saman um, að taka þátt í þessu starfi, og á síðastl. vetri átti hr. Ami Helga- son, frá Chicago, tal við stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins um þetta efni. Leit nefndin svo á, að viðeigandi væri að hún legði málið fyrir þetta þing. Lýsti forseti nú gerð hins fyrirhugaða minnisvarða, og kvað svo verða gengið frá þessu verki, að það yrði engum vafa bundið, að minnismerkið sé reist Islend- ingi, þvi plata verði greypt á styttuna, með kafla úr sögu Leifs og föður hans, Eiriks Rauða, letruðum á íslenzku. Séra Ragnar E. Kvaran gerði tillögu, er séra Guðm. Ámason studdi, að for- seti skipi fimm manna nefnd í málið — Samþykt. I nefndina skipaðir: Ásm. P. Jóhannsson. Séra Guðm. Amason. Miss Elin Hall. Jón Asgeirsson. Ámi Eggertsson. Tónlistarfélag Jóns Leifs: Séra Ragnar E. Kvaran rakti sögu málsins frá byrjun, tildrögum þess, stofnun og starfsemi fram til þessa. Taldi hann málið þess virði, að þingið veitti þvi athygli og góðar undirtektir, ■ og óskaði að svo yrði. — Gerði séra Ragnar svo tillögu, er Mrs. Ragnheiður Daviðsson studdi, að forseti skipi 3ja manna nefnd í málið. — Samþykt. I nefndina vom skipaðir: Séra Ragnar E. Kvaran. Bergþór E. Johnson. Jón Ásgeirsson. B jargráðsmál: Séra Ragnar E. Kvaran skýrði frá því, að ekki hafi verið unt að koma í framkvæmd hjálparstarfsemi, sem nægt hefði til aðstoðar líðandl fólki af þjóð- flokki vorum og þeim, sem enn þá em að berjast gegn þvi, að leita opinberrar hjálpar. Gat hann þess, að menn úr stjóraamefnd Þjóðræknisfél., ásamt mönnum frá hinum ýmsu stofnunum meðal vor, hefðu haft fund með sér á siðastl. hausti, til þess að ræða þetta mál, en komið hefði þeim saman um, að slík starfsemi yrði ekki hafin, án þess að nokkm handbæm fé væri til að dreifa. Hefði þá komið til orða, að nota hinn svo nefnda Ingólfssjóð I þessu skyni, ásamt því er á annan hátt kynni að safnast til slíkrar starfsemi. En þótt viðeigandi hefði talist, eða vel verj- andi, að nota Ingólfssjóðinn á þenna hátt, væri þó svo gengið frá þessu sjóðs- máli af Þjóðræknisfél., að ekki hefði álitist heppilegt að nota þessa peninga, án samþykkis þessa þings. Þess vegna væri málið nú komið á dagskrá þings- ins, til álits og úrræða, ef nokkur sýnd- ust fær í þessu efni. Lagði séra Ragn- ar svo til, að forseti skipi fimm manna nefnd í málið. Var það stutt af Mrs. Byron og samþykt af þinginu. 1 nefndina voru skipaðir: Jónas Jónasson. Ari Magnússon. Guðjón Friðriksson. Mrs. Bergþ. E. Johnson. Stephan Stephensen. Safnsmál: Séra Ragnar E. Kvaran gerði til- lögu, er séra Guðm. Ámason studdi, að forseti skipi 3ja manna nefnd i málið. —Samþykt. Skipuð í nefndina: Dr. Rögnv. Pétursson. Séra Guðm. Arnason. Mrs. Ingibjörg Goodman. t Endurskoðun grundvallarlaga: Séra Ragnar E. Kvaran gerði til- lögu, er Mrs. Ragnh. Davíðsson studdi, að forseti skipi 3ja manna nefnd i mál- ið. — Samþykt. Skipuð i nefndina: Bergþór E. Johnson. Bjarni Dalmann. Mrs. Gísli Johnson. Vakti forseti nú athygli á því, að næsta sumar séu liðin 60 ár frá því að fyrstu þjóðemisleg samtök hefðu átt sér stað meðal Islendlnga vestan hafs, en það var með Islendingadags-haldi, er fram fór í bænum Milwaukee í Banda- rikjum, árið 1874. Hafði og bréf borist séra Ragnari E. Kvaran þessu viðvíkj- andi, frá séra N. Steingr. Thorlákssyni, í því skyni að vekja athygli þingsins á málinu. Fanst forseta vel viðeigandi, að minnast þess atburðar, í sambandi við Islendingádagshald hér, á komandi sumri. Séra Guðm. Ámason gerði til- lögu ,er séra Ragnar E. Kvaran studdi, að í málið sé skipuð 3ja manna nefnd. Samþykt. Skipuð í nefndina: ö. S. Thorgeirsson Mrs. Gísli Johnson. Sigurbj. Sigurjónsson. Bókasafnsnefnd hafði nú lokið störf- um og lagði fram svohljóðandi álit: Nefndin, sem skipuð var á Þjóðrækn- isþingi þann 22. febrúar 19333, til að athuga Bókasafnsmálið, leyfir sér að gefa eftirfarandi skýrslu: Nenfdin hefir athugað samþyktir þingsins í fyrra, þar sem ákveðið var að félagið leiti samkomulags við deild- ina Frón í Winnipeg, að taka við bóka- safninu til umráða og starfrækja það, og finnum, aö því ákvæði hefir verið fullnægt og að safnið er nú starfrækt af deildinni Frón með góðum árangri. Nefndin leggur til, að Þjóðræknisfé- lagið heimili deildinni Frón að fá bækur frá Islandi í skiftum fyrir Tímaritið, er væntanlega seljist á Islandi á árinu. B. E. Johnson. G. P. Magnússon. Jónas Thordarson. Um álit nefndarinnar urðu nokkrar umræður. Bar Ásm. P. Jóhannsson fram breytingartillögu við álit nefndar- innar, að tilvonandi stjórnamefnd sé falið að skera úr um það, hvort verja megi peningum, er fást fyrir sölu Tíma- ri ;ins á Islandi, til nýrra bókakaupa fyrir safnið. Breytingartill. var studd af Asgeiri I. Blöndahl, og síðan borin, upp til atkvæða og feld, en álit nefnd- arinnar samþykt. Þá hafði nefndin i Kveðjumálinu lokið störfum og lagði fram svo hljóðandi álit: Nefndin í Kveðjumálinu leyfir sér að leggja til, að þingið sendi eftirfylgjandi hraðskeyti: To the Right Hoíiorable, R. B. Bennett, Prime Minister, Ottawa, Canada. The Icelandic National League, in its 14th annual Convention assembled, on February 22, 1933, at Winnipeg, Man., desires to extend to you its sincere ap- preciation, for your kindly interest manifested in our people, both in Can- ada and the homeland, en asks per- miasion to express to you, its sincere good wishes, for your continued vigor and wisdom in your arduous labors, in the service of the Country. Icelandic National League. To the Right Honorable William Lyons MacKenzie King, Leader of the Opposition, Ottawa, Canada. The Icelandic National Leagpie, in its 14th annual Convention assembled on February 22, 1933, at Winnipeg, Man., desires to express to you its apprecia- t^on of your valued assistance in co- operating for the consummation of the Icelandic Memorial Foundation of the Caradian Parliament. Icelandic National League. Major W. W. Kennedy, K.C., M.P., House of Commons, Ottawa. The Icelandic National League, in its 14th annual Convention assembled on i ’ebruary 22, 1933, at Winnipeg, Man., bf to acknowledge your telegram re- cieved this momlng, re Icelandic Mem- orial Foimdation, and asks you to ac- cept its sincere thanks for your splendid achievements. Kindly convey our grateful acknowledgement to the Prime Minister of Canada and assure him of our appreciation of his manifested good will in the disposition of this matter. Icelandic National League. Rögnv. Pétursson. Jónas A. Sigurðsson. Ami Eggertsson. 22. febr. 1933. Séra Ragnar E. Kvaran gerði tillögu, er Guðjón Friðriksson studdi, að þess- ar kveðjur. séu sendar tafarlaust. Sam- þykt. Var nú mjög á daginn liðið, og frest- aði forseti fvrndi til kl. 10 f. h. næsta dag. Kl. 8 að kveldi safnaðist saman mikill mannfjöldi í Goodtemplarahúsinu, til að hlýða á skemtiskrá dagsins. Hvert sæti var skipað i húsinu. Skemtiskránni stýrði forseti, Jón J. Bildíell. Karlakór Islendinga í Winnipeg, undir stjóm hr. Brynjólfs Þorlákssonar, söng nokkur lög við ágætan orðstír. Séra Ragnar E. Kvaran flutti snjalt erindi, um þjóðsög- una af “Galdra Lofti”. Var að þvi gerö- ur hinn bezti rómur. Loks sýndu ungar stúlkur frá íþróttafél. "Fálkinn”, lík- amsæfingar undir stjóm Mr. Geo. Ack- land, og reyndist það ágæt skemtun. Lauk þannig hinum fyrsta degi þings- ins, er sýndi óvenju góða aðsókn og áhuga fyrir málefnum félagsins. Fimtudaginn 23. febr. setti forseti fund á ný, kl. 10.30 f. h. Las ritari fundargerð síðasta fundar, og var hún samþykt. Nú hafði Tímaritsnefndin lokið störf- um og lagði fram svohljóðandi álit: Tímarits nefndarálit— 1. Nefndin leggur til, að framkvæmd- amefnd Þjóðræknisfélagsins sé falið að hálda áfram útgáfu Timaritsins, svo framarlega að sjáanlegt verði að næg- ar auglýsingar fáist til að standast kostnað. 2. Nenfdin vill brýna fyrir fram- kvæmdarnefndinni og væntanlegum rit- stjóra, að hafa innihald ritsins eins fjöl- breytt og við alþýðu hæfi eins og unt er. 3. Ritið hefir fengið talsvert meiri útbreiðslu en að undanfömu, hvað sölu viðvíkur, og leggur nefndin til að því útbreiðslustarfi sé haldið áfram, og end- urbætt og aukið, ef unt er. 4. Nefndin telur óþarft, að 24 blaö- síðum sé varið til að birta fundargem- inga þingsins og allmiklu rúmi fyrir nafnaskrá, og mælir þvi með að aðeins útdráttur úr fundargjömingum sé birtur í ritinu og nafnaskrá sé slept, og að það rúm sé notað fyrir lesmál. B. E. Johnson. Asm. P. Jóhannsson. Guðm. Ámason. Ari Magnússon gerði tillögu, er séra Guðm. Amason studdi, að nefndarálitið sé tekið fyrir lið fyrir lið. Samþykt. Um fyrsta lið álitsins spunnust tölu- verðar umræður, út af oruðunum: “ef sjáanlegt er að nægar auglýsingar fáist til að standast kostnaðinn”. Kom fram breytingartillaga frá séra Jóhanni P. Sólmundssyni, studd af Guðm. Eyford, að I stað fyr getins orðalags komi: “að henni sé falið að sjá um útgáfuna, ef hún sjái sér fært.” — Var breytingar- tillagan siðan samþykt. Lá þá fyrir annar liður álitsins. Séra Jóhann P. Sólmundsson lagði á móti því, að Timaritinu sé breytt frá því formi, er nú hefir það, sem bók- mentalegt rit. Aleit að eins vel færi á því, að hætta nú þegar útgáfu þess, fremur en að breyta því i form, er gerði það að því sem kallað er "Popular Magazine”. Séra Guðm. Ámason kvað aðeins hafa vakað fyrir nefndinni, að ritið væri sem fjölbreyttast að efni, án þess að form þess yfir höfuð misti gildi, er gefið hefði þvi bókmentasnið. — Var nú gengið til atkvæða um þenna lið, og hann samþyktur. — Hér gat forseti þess, að komnir væm til þings: Guðmundur Grímsson dómari frá Rugby, N.D., og Mr. G. J. Oleson frá Glenboro, Man. Fagnaði þingheimur þeim með lófataki. — Við þriðja lið nefndarálitsins gerði séra Guðm. Árnason tillögu, er Mrs. Halldóra Gíslason studdi, að hann sé samþyktur óbreyttur. Samþykt. I sambandi við fjórða lið, benti Asm. P. Jóhannson á, að með því að fella burt nafnaskrá meðlima fél. og draga úr fundargemingnum þingsins, við prentun Tímaritsins, rýmaði gildi þess sem fræðirits. Mælti eindregið með, að slikt sé prentað í ritinu framvegis, eins og að undanföriiu. Séra Guðm. Ámason taldi fundargerðir og nafnaskrá svo langt mál, að það tæki óhæfilega mikið rúm frá öðm nauðsynlegra lesmáli. Dr. Rögnv. Pétursson kvaðst hvorki geta verið sam- mála nefndarálitinu né heldur séra Guðm. Arnasyni, í þessu efni. Taldi hann óvið- eigandi ef ekki mætti birta fundargerðir, eins og þær kæmu frá hendi ritara. Sagði hann ýms félög óska þess, að auglýsingar frá þeim séu prentaðar í ritinu, þar sem samhliða væri um einhverjar upplýsingar að ræða, viðvíkjandi félaginu. Taldi það ósanngjarnt gagnvart félaginu, ef ekki mætti birta í Timaritinu, það sem gert er á þingum félagsins. Ennfremur benti Dr. Rögnv. Pétursson á, að Sögufél. og Bókmentafél. á Islandi hefðu þá reglu, að birta i ritum qinum meðlimaskrár og aðrar skýrslur. Á móti 4. lið mælti og séra Jónas A. Sigurðsson. Taldi hann það menningarmál, að fólk hefði nöfn sín prentuð í ritinu, sem meðlimi Þjóð- ræknisfélagsins. Væri það einnig ákjós- anlegt að prenta fundargerðir í ritinu, svo sem venja hefir verið. Gerði nú Guðjón Friðriksson tillögu er Dr. Rögnv. Pétursson studdi, að 4 liður nefndarálitsins sé feldur. Var þessi til- laga samþykt. Þá var nefndarálitið I heild borið undir atkvæði með áorðnum breytingum og samþykt. Nú var liðið að hádegi, og frestaði forseti fvmdi til kl. 2 e. h. Næsti fundur var settur kl. 2.30 e. h. af forseta. Skrifari las fundargerð síðasta fundar, og var hún samþykt. Framh. NÝ HÆTTA. eftir Yaffel. Eftirfylgjandi grein er tekin úr blaðinu “The New Leader”. Ótti og skelfing fylla huga minn og hjarta, þegar eg les yfirskriftirnar í stórblöðunum: “Stóru bankamir hafa kömið sér saman um almenna launa- lækkun. Bankaþjónamir til- búnir að veita harða mót-1 stöðu.” Sú tilhugsun ein, að verkfall í bönkum geti komið fyrir, er útaf fyrir sig of hræðileg til þess að hugsa um; en það er þó líklega bezt fyrir oss, að horfast óhræddir í augu við hættuna, eins og forfeður vor- ir gerðu á undan oss — að minsta kosti er oss sagt að þeir hafi gert það. Ef að banka verkfall kæmi fyrir, þá hefðum vér enga pen- inga. Hefirðu hugsað út í hvað það þýðir? — Auðvitað hefirðu ekki. — Eg vil biðja lesendur þessarar greinar, að verjast því, að láta illgirnislegar ályktanir mgla skilningi sínum og dóm- greind á þessu þýðingarmikla máli. Ef slíkt kæmi fyrir, mundu öll viðskifti stöðvast undir eins: öll skifti á vörum og vinnu yrðu ómöguleg, — eða, að minsta kosti skilst mér, að það sé skylda vor að ímynda oss, að svo mundi verða. Vér verð- um að setja sjálfa oss í líka skilningslega afstöðu til þess- ara mála, eins og konan á stríðsámnum; henni var sagt, að mikið af þeim níðingsverk- um, sem Þjóðverjar væru sak- aðir um, væri blátt áfram lýgi. Hún svaraði: “Já, en það er þjóðræknisleg skylda vor, að trúa því, heldurðu ekki?” Til allrar óhamingju em nær þrjár miljónir manna í Banda- ríkjunum teknar upp á því, að skiftast á varningi og vinnu, án hjálpar frá bönkunum; þeir Þér fáið beztu og hreinustu mjólkina og gerilsneydda til fullkominnar varúðar, þegar þér kaupið MODERN. SÍMI 201 101 MODERN DAIRIES LIMITEDl Eigendur og stjórnendur heimamenn þessa bæjar, einnig féð í fyrirtækinu “Þér getið slegið rjómann en ekki skekið mjólkina” hafa þegar komist á lag með það, að afla sér yfirfljótanlegs forða, til fæðis og klæðis, án ; þess að hafa nokkra peninga frá bönkunum, því bankamir bafa bókstaflega hætt að láta út peninga; og til þess að bjarga sér frá hungri og kulda, hafa 1 nú á þriðju miljón manns tek- ið upp á því, að skiftast á lífs- nauðsynjum og vinnu, “barter”. Og er ekki annað sjáanlegt, en þetta fyrirkomulag sé nú þeg- ar að ná útbreiðslu. Læknar taka bæði svín og hænsni fyrir þjónustu sína. Louisiana háskólinn tekur nú nautgripi og bómull, og aðra góða vöru í staðinn fyrir banka ávísanir. Patnaði, skótaui og ýmsum áhöldum, er skift fyrir mjólk og aðra bændavöru. At- vinnulaust fólk, af öllum stétt- um, skiftir á vinnu sinni fyrir matvæli, sem bændur geta ekki selt, vegna þess að þeir geta ekki fengið peninga fyrir það, — það eru engir peningar í umfreð. — Maður í New York bauð fimm byggingarlóðir sem borgun fyrir að fá grafinn brunn. Það hræðilega við þetta er það, að afkoma þessa fólks, [ sem tekur þátt í þessu við- skifta fyTÍrkomulagi, hefir þeg- ar stóram batnað. Það er því engin furða, þó blöðin segi: “Finance Alarmed”. Hvað er líklegt að verði úr þessu, ef þessar tiltektir verða ekki stöðvaðar í tíma? Vér höfum nú þegar dálítið dæmi fyrir augum. í borginni Minneapolis hafa verið gefin út “scríp”-peningar, trygðir með hinum feikna fyrirjiggj- andi byrgðum af bænda afurð- um, sem liggja óseld og ónot- uð um alt ríkið. Hættan, sem af þessu leiðir, verður varla orðum aukin; skrjáfið í þessum “scrip”-peningum lætur jafn- vel ver í eyrum, en skrölt og skruðningur í byltinga trumb- um upphlaupsmanna; því þetta getur, ef ekki er stöðvað í tíma, haldið áfram þar til fólk- ið uppgötvar, að mögulegt sé að skiftast á varningi og vinnu og framleiða allslags nauðsynj- ar og skifta þeim á milli sín án hinnar minstu hjálpar frá bönkunum. Það má búast við því, að almenningur fari með hverjum deginum sem líður, að gjöra sér þess ljósa grein, að þessi “scrip” eru að gjöra það sama, sem peningar hafa gert, og eru því líkleg til að útrýma því fjármála fyrirkomulagi, sem e r, og gæti orðið til þess, að koma öðru fyrirkomulagi á fót. — Það nýja fyrirkomulag mundi hafa þann ömurlega galla í för með sér, — að þá mundu verða eins miklir pen- ingar í umferð, sem jafngilti sönnu verðmæti, vinnu og fram leiðslu þjóðarinnar. —- Pening- ar mundu gefnir út til að mæta framleiðslu þörfinni — í stað- inn fyrir það, sem nú er, að framleiðslan er takmörkuð, með vöntun á peningum. Eg geri ráð fyrir, að fólkið mundi bráðlega komast að þeim stað- reyndum, sem vér af siðferðis- legum ástæðum höfum verið að reyna að dylja, — nefnilega það, að peningar eru aðeins viöskifta miðill, sem í sjálfu sér hefir ekkert verðmæti; og að þú þurfir ekki að bíða eftir bankastjóranum til þess að láta hann ákveða, hversu mikið að þér skuli borgað fyrir vinnu þína, eða framleiðslu. Því það er hann, sem vér berum fult traust til að sjái um það, að fólki sé ekki fengnir of miklir peningar í hendur, sem auðvit- að er að það kunni ekki að fara nógu sparlega með þá. Þegar fólkinu fer að skiljast, að það þarf ekki að lifa upp á bankans náð, þá verður mjög hætt við, ef þeir, sem völd ög peningaráð hafa, vildu í ein- lægni og mestu góðvild, segja fólkinu: “þið megið ekki við því, að veita ykkur þetta eða hitt, þið verðið að spara”, — að fólkið muni svara: “Við megum við að brúka jafngildi þess, sem við framleiðum og vinnum fyrir.” Mér hefir ekki dottið í hug viðeigandi svar við slíkri uppástandssemi. Þetta mundi hrista siðmenn- ingu vora að grunni niður, því þá yrði engin ákveðin kenni- setning, eða rökstudd ástæða, til að banna fólkinu aðjiotfæra sér til lífsviðurværis alla fram- leiðsju sína; en með því móti hnignuðu þjóðardygðir vorar; því dygð, eins og mér kemur hún fyrir sjónir, virðist að vera að miklu leyti í því fólgin, að komast af með sem allra minst sem mögulegt er. Hin eina tak- mörkun á framleiðslunni mundi verða miðuð við þarfir fólksins, en ekki hvað minst væri hægt að draga fram lífið á. Það er mjög leiðinlegt, að þetta skuli hafa komið fyrir í Ameríku, í landi, sem hefir svo mikil náttúruauðæfi, að þjóðin getur algjörlega lifað af gæð- um landsins og þarf mjög lítið til annara að sækja. Það er meira að segja svo mikill forði í Ameríku, bæði á landi og sjó, að einhverjum gæti dottið í hug, að fólkið kynni sér ekki magamál, ef það fengi óhindr- að að notfæra sér bjargráð landsins. Hingað til hefir oss hepnast að halda þjóðinni frá því að nota framleiðslukrafta sína til fulls, með því að láta fólkið í- mynda sér, að allir peningar væru skuld við bankana, sem trygð væri með öllum bjargráð- um þjóðarinnar. Fólkið hefir trúað þessu, af því að það hef- ir komist að raun um, að það er enginn gjafa-Gissur til, í lík- ing við það, sem því er sagt um Santa Claus; og úr því svo var ekki, þá var nauðsynlegt að trúa einhverju öðru. Þegar einhver þjóð fer að leggja til grundvallar fulla framleiðslu möguleika sína, fyrir kaupgetu sinni, og telur það eitt auð, sem framleitt er til notkunar, þá kemst slík þjóð í það ástand, að geta aldrei komist í skuldir. — Sú hræðilega vissa skyldi ávalt vera höfð í huga — það, að geta ekki komist í skuldir. Þú þarft ekki að lána frá öðram það sem þú hefir sjálfur. Þú aðeins skiftir á því, sem þú hefir, fyrir það, sem þú þarfn- ast af því, sem aðrir hafa, og í hlutföluum við það sem þeir þarfnast af því, er þú hefir, og þá skiftast menn á framleiðslu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.