Heimskringla - 15.03.1933, Qupperneq 3
WINNIPBG, 15. MARZ 1933
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA,
Phonr 22 835 l-honr 25 237
HOTEL CORONA
26 Roomi Wlth Bath
Hot and Cold Water ln Every
Koom. — $1.50 per day and up.
Monthly and Weekly Jtates
on Request
Cor. Maln & Notre Dame East
WINNIPEG, CANADA
sinni til notkunar, en eigi fyrir
gróða. Það er hræðilegur
virkilegleiki, sem í þessu felst.
— Þjóð, sem þannig getur ekki
komist í skuldir, tapar í slð-
ferðislegu áliti; slík þjóð getur
ekki sýnt þjóðræknislega fórn-
færslu, eða varið og verndað
heiður sinn með því, að láta
sér ekki verða á, að borga ekki
skuldir sínar. Slík þjóð getur
ekki sýnt gáfur sínar og hygg-
indi ,þor og samheldni í skulda
málum, vegna þess að hún er í
engum skuldum.
Þetta er hin ógeðslega mynd,
sem starir oss í augu: skuld-
laus þjóð, og þá um leið
sneidd heðri, þori og heilbrigðu
viti. — Ekkert nema efni.
Afleiðing af þessu mundi og
verða sú, að fólkið hætti að
hlusta á og taka til greina það,
sem hinir miklu hagfræðingar
vorir hafa að segja, því að all-
ar þeirra kenningar, um eilífa
peningavöntun, og þar af leið-
andi eilífan sparnað, — það er,
að láta sér nægja að komast af
með sem allra minst að mögu-
legt er til allra hluta, — það
er að segja verkalýðurinn. —
Mér kemur nú samt þetta mál
dálítið öðru vísi fyrir sjónir:
Þar til að auðsuppsprettur
náttúrunnar eru tæmdar (eins
og hefir komið fyrir á tungl-
inu, að eg ímynda mér) þarf
ekki að vera vöntun á neinu,
sem mennimir þurfa til viður-
væris. Jörðin sjálf, með að-
stoð mannsins og þeirra vinnu
véla, sem hann getur búið til
og notað, og þeirrar þekking-
ar, sem hann hefir þegar aflað
sér, gerir að engu allar hag-
fræðisreglur um eilífan spam-
að. — Jörðin er ótæmallegt
forðabúr, með aðstoð mannvits
og vinnutækja; hún er lík hinni
gömlu, frönsku markgreifa-
innu, sem svaraði sonarsyni
sínum, er hann spurði hana
hveru gamalt kvenfólk væri,
þegar það hætti að renna hýru
auga til karlmanna. Gamla kon-
an, sem var 92 ára gömul,
svaraði: “Eg veit ekki dreng-
ur minn, eg er ekki komin á
þann aldur enn.”
Það er á þessu sviði, sem
þessir miklu hagfræðingar
ganga fram hjá aðal atriðinu;
hugur þeirra og skilningur
dvelur í hugsunarhætti löngu
liðins tíma, og þeir hafa ekki
uppgötvað það, að maðurinn
getur framleitt alt, sem hann
þarfnast. Þeir vita ekki, hvað
hefir skeð, og halda áfram að
útbreiða þá kenningu, að eina
ráðið sé að hækka verðlag á
öllum lífsnauðsynjum, til þess
hægt sé að ná meiri “profit”
út úr vinnu og framleiðslu
fólksins. Bankarnir eru smátt
og smátt að verða þess varir,
að fólkið er farið að treysta
meira á sjálfbjörgun, en hætt
að líta til þeirra sem lífakkers
síns. Bönkunum finst þó, sem
náttúrlegt er, að þeir þurfi að
vaka yfir velferð fólksins, og
gæta þess, að það sé ekki látið
hafa of mikið handa á milli, að
minsta kosti ekki meira en þeir
álíta holt fyrir meltingarfærin;
og þó verða þeir að horfa á
með hrygð í huga, að fólkið er
að reyna að brjótast inn á þær
forboðnu brautir, að finna ráð
til að geta óhindrað notfært
sér alla framleiðslu sína, sér til
lífsviðurværis, með því að taka
upp á því, að brúka viðskifta-
miðil, sem bankarnir hafa ekki
gefið út, og hafa þar af leið-
andi engin yfirráð yfir. Þeir
sjá fram á, að vald þeirra og
yfirdáð í mannfélaginu, er hin
mesta hætta búin af slíku upp-
átæki. Þeir, ef til vill, gætu
orðið neyddir til að biðja fólk-
ið um að þiggja lán hjá sér,
enda gæti svo farið, að það
væri alveg nauðsynlegt, til að
hafa einhvem hemil á fólkinu.
Það þarf einhvern til að h'ta
eftir, að það brúki ekki of
mikið, því með því að binda
það skuldabandi við bankana,
geta þeir gætt þess, að það,
sem fólkinu berst í hendur,
hvort heldur er fyrir vinnu eða
framleiðslu, þá yrði það þó að
borga “interest” fyrst af öllu
til bankans, og lifa svo á af-
ganginum, hvað lítill sem
hann yrði. Allir geta séð, að
það er alveg nauðsynlegt, að
koma í veg fyrir þessi vinnu-
og vöruskifti (barter), og þá
ekki síður þennan gjaldmiðil,
sem fólk er að reyna að brúka,
“scrips”, í stað þeirra peninga,
sem bankarnir gefa út.
Hættan er, að ef þetta “bart-
”er-fyrirkomulag nær að festa
rætur, svo það verði að við-
teknu, hagfræðilegu fyrirkomu
lagi. Stjórn Bandaríkjanna ætti
að gjöra alla þessa “scrip”
peninga upptæka og fyrirbjóða
útgáfu þeirra, og auglýsa, að
öll “scrip”, sem hafa verið gef-
in út, séu skuld til bankanna,
sem verði að borgast með rent-
um, og bankarnir krefjist enn
þá meiri sparnaðar af fólkinu,
þar til sú skuld er greidd að
fullu. — Þetta verður að vera
gert fljótt, því það verður
ekkert auðvelt verk að neyða
fólkið til að lúta fátæktinni, og
skuldabandinu, eftir að það er
búið að uppgötva, að það hefir
ráð á takmarkalausum auðæf-
um, sem það á fullkominn rétt
á að brúka sér til viðurværis.
— En hvað sem öllu þessu líð-
ur, þá í hamingjunnar bænum,
láttu ekki atvinnulausa fólkið
hérna heyra þetta.
G.
DÁNARFREGN.
Washington 1*1., Wis.,
20. febr. 1933.
Sú fregn kom hingað nýlega
frá Milwaukee, Wis., að Sigurð-
ur Sigurðsson, sem mikinn
hluta æfi sinnar hefir átt hér
heima á eyjunni, hafi látist þar
þann 1. þ. m- í elliheimili (Old
People’s Home) eftir tveggja
vikna legu, að hann hafi ekki
liðið neinar þjáningar, eftir því
sem synir hans segja, sem fóru
að sjá hann hvenær sem þeir
höfðu tómstund frá störfum
sínum, hann hafi sagt þeim að
sér liði vel. — Hann var jarð-
sunginn af lúterskum presti,
og að sambýlismenn hans og
kunningjar hafi heiðrað fjöl-
skylduna með nærveru sinni,
og prýtt kistuna nieð blóma-
sveigum. Einn slíkur hafði
verið sendur frá eyjunni. Þrír
synir og þrír tengdasynir báru
hann til grafar.
Sigurður Sigurðsson var fædd-
ur 1855 að skammadal í Mýr-
dal, V. Skaftamellssýslu. Hann
misti foreldra sína mjög ung-
ur, og var þá tekinn til fósturs
af föðursystur sinni, Margréti
Jónsdóttur í Neðridal í sömu
sýslu. Hann ólst þar upp til
fullorðinsaldurs.
Sumarið 1884 lagði hann á
stað frá Eyrarbakka til Ame-
ríku og lenti á Washington eyj-
unni- Hann giftist þar ekkj-
unni Margrétu Jónsdóttur, sem
kom með honum frá íslandi á-
samt tveimur börnum hennar,
pilti og stúlku, þann 8. sept.
sama ár. Þau hjón keyptu 40
ekrur af landi og byrjuðu bú-
skap á því og héldu því í 46 ár,
þangað til þau fyrir tveim ár-
um síðan fluttu til Milwaukee,
hvar beins hans nú liggja. —
Hann var velþenkjandi maður
kristinn.
Þau hjón, Sigurður og Mar-
grét, höfðu mikið barnalán:
1. Sigurður, er kennari í sögu
í Miðskóla (High School) í Mil-
waukee, ógiftur.
2. Ágúst, hefir kent í barna-
skólum í fleiri ár, en vinnur nú
fyrir Industrial Commission í
Milwaukee, giftur*
3. Gunnar, á heima í Gowrie,
Iowa: er janitor; giftur.
4. Þorsteinn, hefir rakara-
stofu í Lister Bay, Wis., giftur.
5. Anna, nú Mrs. Fred Suc-
key, var kennari bæði hér á
eynni og víðar, á heima í
Layer Bay, Wis.
6- Kristín, nú Mrs. Pad Brynt-
son; þau búa í Milwaukee.
Þau mistu eina dóttur, sem
hét María, árið 1910.
Aðeins fá orð um þau tvö,
stjúpbörn Sigurðar:
Stúlkan heitir Sigríður, nú
Mrs. Grogan, og býr í Milwau-
kee. Pilturinn hét Reginbald
Gunnarson, en kallar sig nú
Robert Gunnarson. Hann er
vel giftur, á þrjú börn. Sagt er
mér, að hann sé einn af stönd-
ugustu mönnum eyjarinnar.
Gamall nábúi hins látna.
EIRÍKUR MAGNÚSSON, M.A.
var fæddur að Berufjarðar-
prestsetri á Berufjarðarströnd
í Suður-Múlasýslu 1. febrúar
1833, og eru því í dag rétt
hundrað ár síðan hann fæddist.
Hann var sonur séra Magnúsar
Bergssonar og Vilborgar Eiríks-
dóttur frá Hoffelli í Austur-
Skaftafellssýslu. Voru þau hjón
þremenningar að skyldleika-
Þau hjón áttu skamma dvöl í
Berufirði, og fluttu að Stöð í
Stöðvarfirði, og þar ólst Eirík-
ur upp með foreldrum sínum
og systkinum. Hann var send-
ur í skóla og varð stúdent 1856.
Gekk síðar á prestaskólann og
útskrifaðist þaðan 1859.
Til Bretlands fór hann 1862
og átti aldréi heima á íslandi
eftir það, og ól allan sinn aldur
á Bretlandi. Varð annar bóka-
vörður við háskólann í Cam-
bridge, og var það yfir 40 ár.
Hann var ættjarðarvinur mik-
iU, bæði í orði og verki. Tvisv-
ar fékk hann því áorkað, að
safnað var stórum fjárgjöfum
á Bretlandi, þegar íslandi lá
allra mest á 1875, er öskufall-
ið dundi yfir Austurland, og
aftur hallærisárið 1882. Þegar
brezki stjórnfylgisll. fann upp
á því 1896 sér til stuðnings, að
berja fram á þingi algerðum
bannlögum gegn innflutningi
lifandi sauðfjár frá öðrum lönd-
um inn í Bretland, sendu Múl-
sýslungar bænarskrá brezka
þinginu um, að fá ísland und-
anþegið, þá sendu þeir hana
fyrst Eiríki og báðu hann lið-
veizlu- Hann sneri henni á
enska tungu og lét prenta, og
útbjó eins vel og auðið var, leit-
aði svo fyrir sér við sendiherra
Dana, Bille, er þá var, að koma
henni á framfæri. Þótt þeim
Bille og Eiríki tækist ekki að
afstýra banninu, þá munaði þó
minstu, að frumvarpið væri
felt.
Á bókmentasviðinu var Eirík-
ur Islandi hinn þarfasti maður.
Þýddi Heifmskringlu alla og
fjölda af sögunum á ensku. Auk
þess Tómas sögu erkib. í tveim
bindum, mikið af Þjóðsögum J.
Á., Lilju o- fl. o. fl. Skrifaði
mikið af málfræðisritum o. fl. o.
fl. Hann þótti meistari i þýð-
ingum.
Matthías Jochummson lýsir
E. M. þannig:
“Eiríkur var fríður sýnum
eins og mynd hans frá yngri ár-
um sýnir- Djarfmannlegur og
hvatlegur, vel máli farinn og
jafn einarður við hvern sem
hann átti, nam snemma enska
“gentlemanna” háttu, og kunni
málið eins og innborinn maður,
varð hann brátt þarlandsmaður
f flestra augum. Hann var
manna liprastur og fjölhæfast-
ur, fljótskarpur til alls náms.
Hann var flestum mönnum list-
gefnari og unni mjög söng og
skáldskap, svo og öllum listum
og fagurfræðum. Hann var
skáldmæltur, og mun þó lítið
eftir hann liggja á íslenzku, en
á ensku lét honum vel að semja
ljóð, einkum að þýða. Panst vini
hans, W. Morris, höfuðskáldinu,
svo mikið til gáfna og atgjörvis
Eiríks koma, og snildar hans í
að tala og rita enska tungu, að
hann taldi hann með enskum
fagurfræðingum og listamönn-
um og þar gerðu svo margir
eftir.”
Með vorinu kemur út æfisaga
Eiríks eftir systurdótturson
hans, dr. Stefán Einarsson, og
skal því eigi meira sagt í þetta
sinn um þenna ágætismann.
Þegar Eiríkur var 75 ára,
flutti Óðinn (febrh. 190 grein-
ar og kvæði um hann. Seint
mun minning Eiríks Magnús-
sonar, M. A., falla í gleymsku
og dá á íslandi.
—Mbl. B. S. Þ.
EMMA LAXAL STRÖM.
Eg vildi gjarnan hugga, en
hlýt að þegja:
Svo hönd eg rétti. Mann-
raun þína skil —
Þinn dýpri harm en hægt
er mér að segja
Og huggun stærri en ég á
orðin til.
—St. G. St., 4. bók, bls. 103.
Emma Laxdal Ström lézt að
heimili sínu í Evrett, Wn, 30.
des. s.l., eftir nálega fjögurra
ára sjúkdóm. Banamein henn-
ar var lungnatæring. ílún var
jörðuð frá lútersku kirkjunni í
Blaine 3. jan. s.l. af séra Valdi-
mar Eylands, að viðstöddu fjöl-
menni miklu. Kveðjuathöfn
fór og fram daginn áður frá
einni veglegustu útfararstof-
unni í Everett, áður líkið var
flutt þaðan, og þar fjölmenni
svo mikið, að hvergi nærri
rúmaðist innan veggja. Var
kistan mjög falleg og mikið af
dýrlegum blómum og blóma-
krönsum.
Emma Laxdal Ström var ís-
lenzk að eðli og uppruna,
þrautseigja hennar, kjarkur og
þolgæði takmarkalaust. Hún
lét aldrei bugast, hversu sem
stormar lífsins næddu um
hana. Foreldrar hennar, hjón-|
in Jónas Jóhannesson Laxdal ■
—móðir hans Ingibjörg Þor-
kelsd., ættuð úr Kolbeinsstaða
hrepp í Snæfellsnesýslu—, og
Guðríður Daníelsdóttir ívars- ^
sonar frá Klettakoti, en móðir;
Guðrúnar Sesselja Jónsdóttir,
ættuð úr Dalasýslu. Þau hjón-
in, Jónas og Guðrún, hafa átt
í stórum stíl yfir þeim kostum
að ráða, sem mynduðu skap-
gerð Emmu sál. og gjörði hana
stóra persónu, — ekki líkam,-
lega, því hún var sízt meira en
meðalkona á hæð, heldur and-
lega. Enda þurfti hún á þeim
kostum að halda, meiri hluta
sinnar stuttu æfi, eftir að hún
náði fullorðinsaldri.
Emma var fædd í Wpg. 7.
nóv. 1889. Ólst upp hjá for-
eldrum sínum, og kom með
þeim til Blaine árið 1903. Hún
var ein af níu börnum foreldra
sinna, sem nú eru öll dáin
nema einn bróðir, Daníel að
nafni, kvæntur hérlendri konu
og býr í Bellingham, Wn. Ann-
ar bróðir hennar, Guðbert að
nafni, lézt fyrir nokkrum árum
í Blaine, fulltíða maður, og
kvæntur hérlendri konu. Lét
hann eftir sig eina dóttur, sem
nú er og dáin. Öll hin systkini
Emmu sál. dóu ung. Elzt af
þeim var stúlka, sem náði 6
ára aldri. Árið 1915 giftist
Emma hérlendum manni, Pat-
terson að nafni. Hann drukn-
aði í Yakima ánni í júlí 1919.
Það vildi svo til, að drengur.
sem verið hafði að sundi í
ánni, þar sem hún var breið ov
og lygn, barst fyr en hann
varði niður þangað, sem sog-
straumur tók hann, og var
ljóst, að þar færist hann, ef
honum kæmi ekki hjálp. Hik-
laust kastaði Patterson sér í
ána, barg drengnum, en lét þar
sjálfur líf sitt. — Frá þessu
MApabandi átti Emma tvo
«onu. FranVlin. f. í Blaine í iúF
1916. o0" Jónas, f. í Toppenisb
1918. Eftir lát manns síns fór
Emma með sonu sína til Blaine
og var til heimilis hjá foreldr
um sínum. Á þeim árum vann
hún fyrir sonum sínum eins og
bezt hún gat. Árið 1924 gift-
ist hún eftirlifandi manni sín-
um. Andrew Strom og fór með
honum ásamt sonum sínum til
Everett, Wn., þar sem hann
átti heima. Frá fyrra hjóna-
bandi átti hr. Strom tvö börn,
pilt og stúlku á líkum aldri og
sonu hennar. Voru nú börnin
4, sem annast þurfti og sam-
rýma. Fór það svo vel, að
meira ástríki gat ekki átt sér
stað, þá er stundir liðu, þó þau
hefðu öll verið skilgetin syst-
kin, og þau hjónin svo góð við
stjúpbörn sín hvort fyrir sig.
sem sín eigin börn. Heyrði eg
oft tekið til þess, hve gæfu-
samt heimili það væri. Fór
það að líkindum, þegar þess er
gætt, að húsmóðirin var stjórn-
söm, glaðlynd og geðprúð, og
heimilisfaðirinn hið mesta prúð
menni. En þar eð atvinna hans
tók hann mjög frá heimilinu—
hann er conductor á jórnbraut-
um — og því sjaldan héima að
staðaldri, kom það mjög til
hennar kasta, að gjöra heimil-
ið það sem það var. En hún
kunni gott lag á því. Sístarf-
andi var hún seint og snemma.
Þar var gott að vera, og gott
að koma, jafnvel sem gestur;
íslenzk gestrisni átti þar önd-
vegi.
En þó Emma væri íslenzk f
anda og eðli, útilokaði það
Þér sem notið
TIMBUR,
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO.t LTD.
BlrgBlr: Henry Ave. East
Phone: 26 356
Skrifstofa:
5. gólfl, Bank of Hamllton
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
hana ekki frá fullkominni þátt-
töku í hérlendum málum, þeim
er eðlilega gátu til hennar tek-
ið. Hún var strafsmaður góð-
ur f þeim félögum, sem hún
heyrði til, sem voru The Wo-
men’s Benefit Association og
(Systrafél.) Auxiliary of Local
Firemen and Engineers, og
vann lengi og vel í þeim báð-
um. Án efa var það sarfsemi
hennar í nefndum fél., er olli
fjölmenni því, sem kvaddi hana
í Everett, þá er hún var flutt
þaðan í síðasta sinni, og fjöld-
inn við útför hennar í Blaine
borið vott um vináttuþel fólks
þess, er hún eyddi hjá uppvaxt-
arárum sínum og foreldrar
hennar lifað og starfað með
milli 20 og 30 ár.
Emma sál. kendi fyrst sjúk-
dóms þess, er leiddi hana til
bana, í apríl 1928. Komu þá
foreldrar hennar bráðlega til
hennar og voru hjá henni jafn-
an síðan. Tveir uppskurðir
miklir voru gjörðir á henni í
apríl og maí 1930. Var hún á.
prívat heilsuhæli þangað til í
júlí sama ár. Kom þá heim
og leið svo vel, að hún fór með
manni sínum til Columbus,
Ohio, árið 1931. Lögðu þau af
stað 1. júní og komu heim
snemma í ágúst. Var maður
hennar fulltrúi frá “B. of L. F.
& E. í Everett á allsherjarþing
þess félags. Skemti hún sér
vel í þeirri ferð. Ef til vill hef-
ir þessi ferð þó orðið henni of-
raun, svo og það, að hún gat
ekki að sér gjört að grípa
höndum til eins og annars er
gjöra þurfti — og æfinlega er
nóg að gjöra fyrir starffúsan
hug og hendur, á stóru heim-
ili, jafnvel þó vinnukona sé,
eins og þar var æfinlega, eftir
að hún veiktist. 1 des. 193J.
fór hún alveg í rúmið, og steig
aldrei á fætur eftir það.
Hvað hún leið á þessum ár-
um, er örðugt að ímynda sér.
Þegar hún var skorin upp,
mátti ekki —að lækna dómi —
svæfa hana. Og það voru eng-
ir smáskurðir heldur. Til þess
að ná til skemda lungans ,varð
að taka burtu öll jifin öðru-
megin hryggjar — upp undir
herðablað og niður úr. — Það
var gjört í tveim uppskurðum,
Frh. á 7. bls.
Haldið skolpípunni hreinni...
Þér skuluð aldrei leysa
upp lútinn í heitu vatni.
—Efnisbreyting lútsins
sjálfs hitar vatnið.
GILLETT’S LYE
ETUR ÖHREININDI
þetta er auðveldur vegur
Gillett’s Lye leysir upp fituóhrein-
indi, en skaðar þó ekki málhúðina.
Það er þarfleysa að kosta til að fá
plumber, þegar skolpípumar stíflast.
Þér getið sjálf gert við þær--------
á þenna auðvelda og fyrirhafnar-
lausa hátt.
Stráið Gillett’s Pure Flake Lye, í
skol- og setu-skálina í hverri viku.
Notið það án blöndunar, þvi það
skaðar hvorki gler- eða málhúðina á
báðkerum eða skol-skálum.
Fita og óhreinindi hverfa eins og
fyrir töfrakrafti. Sóttkveikjur drep-
ast og óþefur eyðist. Skolpípuraar
flytja burtu skólpið. Og------engir
reikningar eftir á!
Segið matvörusalanum að það sé
Gillett’s Pure Flake Lye, sem þér
viljið hafa. Þetta kraftmikla sótt-
vamarduft sparar ótal erfiðisstund-
ir við ræstingu. Reynið einn bank.